Eystrahorn 35.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 35. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagurinn 20. október 2016

www.eystrahorn.is

Á laugardaginn var frumsýndi Hornfirska skemmtifélagið sýninguna "Þannig týnist tíminn" fyrir troðfullu húsi á Hótel Höfn. Sýningin er tileinkuð 50 ára afmæli Hótels Hafnar og samanstendur hún af vinsælum íslenskum lögum frá árunum 1966 - 2016 í bland við gamanmál. Þetta er 15. árið í röð sem Hornfirska skemmtifélagið setur upp sýningar af þessu tagi á hótelinu og má því segja að þetta sé tvöföld afmælissýning. Þannig týnist tíminn verður sýnd næstu 4 laugardaga á Hótel Höfn. Mjög vel er bókað á allar sýningar en nokkrir miðar eru lausir á sýninguna nk. laugardag. Þeir sem ekki hafa þegar bókað miða á sýninguna ættu að hafa samband sem fyrst við Hótel Höfn í síma 478-1240 og tryggja sér miða.

Yndis-ævintýri á Hornafirði Háskólasetrið réð á dögunum til sín nýjann starfsmann, Arndísi Láru Kolbrúnardóttur sem verkefnastjóra ferðamála og kemur hún til með að sinna þar ýmsum verkefnum. Stærsta verkefnið sem stendur yfir þessa stundina kallast SAINT verkefnið og stendur fyrir „slow adventure in northern territories. Verkefnið byggir á nýlegri hugmyndafræði í ferðamennsku sem hefur verið að ryðja sér til rúms og snýst um að efla hæga ævintýraferðamennsku (e. Slow Adventure Tourism) til aðgreiningar frá ævintýraferðum sem oft einkennast af mikilli líkamlegri áreynslu, iðulega við áhættusamar aðstæður. Þessum hægari ævintýraferðum er ætlað að svala ævintýra- og útivistarþrá hjá ferðamönnum, en eru ekki jafn líkamlega krefjandi eða hættulegar. Slíkar ferðir leggja mikið upp úr upplifun ferðanna, það er náttúru, menningu, matvælum og öðru sem svæðið hefur upp á að bjóða. Þessi nýja hlið á ævintýraferðum grundvallast að miklu leyti á hugmyndinni um hæga

ferðamennsku (e. Slow Travel), þ.e. að fólk ferðist um á tiltölulega rólegum hraða og gefi sér virkilega tíma til að kynnast löndunum sem það heimsækir og njóti ferðarinnar þá betur. Hæg ferðamennska hefur verið útfærð á ýmsan hátt, s.s. í Citta Slow sem sveitafélagið Djúpivogur er til að mynda þátttakandi í og Slow Food hreyfingunni, sem ýmsir Hornfirðingar hafa tekið þátt í. Slow Food hefur verið nefnt „yndisbiti“ á íslensku (til aðgreiningar frá skyndibita) og því mætti kannski kalla Slow Adventure Tourism „Ævintýrayndisferðir“ eða „YndisÆvintýri“ á íslensku. Megintilgangur SAINTverkefnisins er að efla starf fyrirtækja og frumkvöðla á sviði (yndis-) ævintýraferða með fjórum aðferðum: (a) Með rannsóknum sem miða að því að finna mikilvægustu markhópana fyrir slíkar ferðir, (b) ráðgjöf um markhópamiðaða vöruþróun eða nýsköpun, (c) hagnýting nýjustu upplýsingatækni í þágu slíkrar vöruþróunar og (d) klasamyndun

bæði innan hvers lands og milli þátttökulanda, til sameiginlegrar markaðssetningar á YndisÆvintýrum eða „Slow Adventure“ ferðum á norðlægum slóðum. Verkefnið er sett upp til þriggja ára, með sjö þátttökuþjóðum: Skotland, Írland, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Grænland og Ísland. Yfirumsjón verkefnisins verður í höndum University of Highlands and Islands í Skotlandi. Alls eru 13 fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu hér á Hornafirði sem ýmist bjóða upp á afþreyingu, mat eða gistingu. Þátttaka í fjölþjóðlegu verkefni sem þessu er mikilvæg fyrir hornfirsk fyrirtæki því þarna fá

þau bæði aðgang að stórum hópi fræðimanna á ýmsum sviðum, sem geta frætt þau um allt það nýjasta sem er efst á baugi ferðamálanna og tengdra greina þar fá þau líka tækifæri til að hitta og spjalla við frumkvöðla og ferðaþjónustuaðila frá ólíkum löndum og læra af þeim. Með þátttöku í slíkum verkefnum sköpum við ferðaþjónustunni á Hornafirði margvíslegt forskot á samkeppnisaðila innanlands, á sama tíma og við stuðlum að aukinni hæfni og fagmennsku hjá fyrirtækjum, auknu samstarfi á milli þeirra innbyrðis og bættum skilningi milli þeirra og stoðkerfisins.


2

Fimmtudagurinn 20. október 2016

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

Bjarnaneskirkja

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Sunnudaginn 23. október

Uppskerumessa kl. 17:00 Sr. Sigurður og Kristín kveðja Bjarnanessöfnuð Kjötsúpa í Mánagarði eftir messu Allir velkomnir Sóknarnefndin

BINGÓ-BINGÓ GLEÐIGJAFAR kór eldri Hornfirðinga heldur BINGÓ laugardaginn 22. október í EKRUNNNI kl. 13:30. Góðir vinningar. Allir velkomnir

Veturnáttablót

Veturnáttablót Hornfirðinga verður við Sílavík fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október og hefst kl. 17. Blótið er helgað Frigg og Freyju, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum sem hverfa til hinnar eilífu hringrásar. Öll hjartanlega velkomin, Svínfellingagoði.

FÉLAGSVISTIN Þriggja kvölda félagsvistin hefst fimmtudaginn 27. október í Ekrunni kl. 20:00.

GÖNGUFERÐIR Gönguferðir frá Ekrunni mánudaga og miðvikudaga kl. 10:00.

Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudaginn 1. nóvember kl. 21:00. Venjuleg aðalfundar störf. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Stjórnin

Göngufólki er skipt í hópa Hópur 1 - Róleg ganga. Hópur 2 - Hraðari ganga. Göngunefndin

Íbúð óskast til leigu Fræðsla í bleikum mánuði. Fræðslukvöld verður haldið fimmtudagskvöldið 20. október, kl 20:00 í Nýheimum Lára Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands flytur erindi um brjóstakrabbamein og kvenheilsu. Konur á öllum aldri takið kvöldið frá og njótið í bleiku . Aðgangur ókeypis Krabbameinsfélag Suðausturlands

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Jaspis Fasteignasala

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Hótel Höfn óskar eftir að taka á leigu íbúð fyrir starfsmann. Húsnæðið þarf að vera a.m.k. 3ja svefnherbergja, helst stærra. Tegiliður og frekari upplýsingar gefur Hanna Björg í síma 697-6929 og info@hotelhofn.is

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

NÝTT Á SKRÁ

AUSTURBRAUT

Gott 141,1 m² einbýlishús, ásamt 41 m² bílskúr, samtals 182,1 m². Eignin getur losnað fljótt og skipti möguleg á minni eign.

NÝTT Á SKRÁ

HAFNARBRAUT

Vel staðsett 81,5 m² einbýlishús ásamt 24 m² bílskúr samtals 105,5 m² Stór og mikið ræktuð lóð. Húsið er laust strax. Allar upplýsingar á fasteigansölunni Jaspis.

HLÍÐARTÚN

Rúmgott 151,3 m² einbýlishús ásamt 44,4 m² millibyggingu og tvöföldum 50,2 m² bílskúr, samtals 245,9 m². Mikið endurnýjuð fasteign í enda á botngötu með stórri lóð.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 20. október 2016

3

Opinn fundur MEÐ SIGURÐI INGA

á Höfn í Hornafirði

Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmann. Verksvið Dekkjaverkstæði og fleira. Upplýsingar gefur Guðbrandur Bugðuleiru 2, sími 894-1616

Opnun kosningaskrifstofu

Höfn

Papósshúsinu á Álaugarvegi Laugardag 22. okt. kl. 18-20 Ásgerður og Einar taka á móti gestum Kaffi á könnunni og súpa

Haldinn verður opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknar í Nýheimum, Þekkingarsetri, á Höfn í Hornafirði sunnudaginn 23. október kl. 15.00.

Framsókn fyrir fólkið

Hlökkum til að sjá ykkur! Framsóknarflokkurinn

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október hefur verið lögð fram. Kjörskráin er til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 27. Höfn til og með föstudagsins 28. október á almennum skrifstofutíma. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá, þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að hafa samband við afgreiðslu sveitarfélagsins 470 8000 eða afgreidsla@hornafjordur.is. Kjósendum er einnig bent á kosningavef Innanríkisráðuneytisins. http://www.kosning.is F.h. bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra Keilir býður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra á Höfn í Hornafirði og nærsveitum.

Framsókn fyrir fólkið

Næsta námskeið fer fram í Hoffelli laugardaginn 22. október kl. 10:00 - 17:00. Nánari upplýsingar og skráning í síma 578 4000 eða á: www.keilir.net/namskeid


4

Fimmtudagurinn 20. október 2016

Eystrahorn

„Jól í skókassa“ Jól í skókassa felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við sára fátækt með því að gefa þeim jólagjöf. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. KFUM og KFUK hefur staðið að þessu verkefni frá árinu 2004 og hafa gjafirnar verið sendar til Úkraínu og verið dreift inn á barnaspítala, munaðarleysingjaheimili og til barna einstæðra mæðra. Í kassann skal setja a.m.k. 1 hlut úr eftirtalinna flokka: Leikföng: t.d bíla, bolta, dúkku, bangsa. Skóladót: t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, bækur, liti Nauðsynlegt: t.d. sápustykki, tannbursti, tannkrem þvottapoki Sælgæti: t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó, karamellur Föt: t.d. vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu 500 - 1000 kr. fyrir sendingakostnaði

Tekið verður á móti skókössum í Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn Hafnarbraut 59 sunnudaginn 30. okt. og föstudaginn 4. nóvember heitt á könnunni, djús og piparkökur. Einnig er hægt að fara með tilbúna pakka beint á Flytjanda í síðasta lagi 4. nóvember Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.facebook.com/skokassar og www.lifandivatn.is

Sækjum fram í ferðamálum Framundan eru stór verkefni sem tengjast bæði ferðaþjónustu og samgöngumálum. Ferðaþjónustan er orðinn einn af okkar undirstöðuatvinnuvegum. Framsóknarflokkurinn vill hlúa að ferðaþjónustunni og treysta innviði. Fjármagn til þeirra verkefna gæti komið að hluta frá komugjöldum sem Framsóknarflokkurinn vill leggja á strax á næsta ári. Hugsanlega er einnig kominn tími til að stofna sérstakt ráðuneyti um málaflokkinn. Niceland Til þess að Ísland sé samkeppnishæft og haldi áfram að vera eftirsóknarverður viðkomustaður ferðamanna, þá verðum við að leggja aukna áherslu á uppbyggingu innviða s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og samgöngumannvirkja. Framsóknarflokkurinn vill beita sér fyrir bættu umferðaröryggi. Úrbætur þurfa ekki að vera kostnaðarsamar. Þá má bæta öryggið mikið t.d. með betri umferðarmerkingum, gerð afreina, breikka vegaxlir, bæta við útskotum o.s.frv. Fleiri fluggáttir Orðspor Íslands er verðmætt. Það er erfitt og jafnvel ómögulegt að bæta orðsporið ef það skaðast. Upplifun ferðamannsins þarf að vera jákvæð og við aukum líkur á að svo verði ef við gætum þess að dreifa ferðamönnum betur um landið. Aukin dreifing væri líka hinni viðkvæmu íslensku náttúru í hag. Framsóknarflokkurinn vill fjölga fluggáttum til landsins, stuðla að því að meira verði flogið beint til Akureyrar og Egilstaða. Fleiri fluggáttir inn til landsins er byggðaaðgerð, styrkir ferðaþjónustu í héraði og vetrarferðamennsku. Samgönguáætlanir Samgönguáætlun var samþykkt frá Alþingi fyrir þinglok og var þar bætt vel í fjármagn til viðhalds vega fyrir árin 2017 og 2018. Einum milljarði bætt inn fyrir hvort ár og verður upphæðin því 7 milljarðar á ári þessi tvö ár. Að auki er bætt við fjármunum í fækkun einbreiðra brúa eða 500 milljónir 2017 og 2018 fyrir hvort ár og mun það væntanlega nýtast Suðurlandi vel þar sem meginþorri einbreiðra brúa á þjóðveginum er í Skaftafellssýslum. Ekki er hægt að ræða samgöngur og ferðaþjónustu án þess að koma inná mjög mikilvægan þátt sem er löggæsla. Þar er stór þáttur sem við verðum að styrkja, landsmönnum og gestum okkar til heilla. Forvarnir gegn slysum felast í öflugri löggæslu. Segja má að hver króna sem sett er í eflingu löggæslu og umferðareftirlit skili sér til baka og jafnvel margfalt. Sýnileiki lögreglunnar dregur úr umferðarhraða sem svo aftur dregur úr slysahættu sem skilar sér í færri útköllum sjúkrabíla sem dregur úr kostnaði.

Framsókn fyrir fólkið! X-B. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri HSU og í 3. sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Auglýsing

Kosningaskrifstofa sjálfstæðisfólks Kosningaskrifstofan í Sjálfstæðishúsinu verður formlega opnuð miðvikudaginn 19. október kl. 18:00 Kaffi og meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir. Vikuna fyrir kosningar verður opið kl. 13:00 - kl. 19:00 alla daga. Frekari atburðir auglýstir síðar.

Opnunartími á skrifstofunni: Fimmtudaginn 20. október kl. 16:00 - 19:00 Föstudaginn 21. október kl. 16:00 - 19:00 Laugardaginn 22. október kl. 11:00 - 15:00 -Súpa og brauð í boði Sunnudaginn 23. október kl. 11:00 - 15:00 Sjálfstæðisfélag Austur-Skaftafellssýslu


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 20. október 2016

22.

okt

óbe

r

Það verður ball á Hótelinu á laugardaginn. Ætlar þú ekki að mæta?

Sviðaveisla Lions

verður í Pakkhúsinu miðvikudaginn 26. október kl. 18:00 - 21:00

5

Afturköllun á samþykki um veitingu framkvæmdaleyfis Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti á fundi nr. 230, þann 13. október sl. tillögu um að afturkalla samþykki sitt frá 8. september sl. um veitingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar, til lagningar á nýjum hringvegi um Hornafjörð, milli Hólms og Dynjanda. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 og liggur matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrir. Tillaga bæjarstjóra var svohljóðandi: „Í ljósi þess að framkvæmdaleyfi fyrir nýjan hringveg á milli Hólms og Hafnarvegar hefur ekki verið gefið út, skv. 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, og umfjöllunar um ný náttúruverndarlög nr. 60/2013 í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2016 Kröflulína 4, Skútustaðahreppur, frá 10. október sl., legg ég til að bæjarstjórn afturkalli ákvörðun sína frá 8. september sl. um samþykki á útgáfu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar með vísan til 1. tl. 1. mgr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Legg ég jafnframt til að umsókn Vegagerðarinnar, frá 21. júní sl. um framkvæmdaleyfi verði vísað aftur til nefnda sveitarfélagsins til nánari skoðunar í ljósi umfjöllunar um ný náttúruverndarlög í umræddum úrskurði nr. 46/2016“. Það tilkynnist hér með að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur afturkallað samþykki sitt frá 8. september sl. um veitingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar til lagningar á nýjum Hringvegi um Hornafjörð, milli Hólms og Dynjanda.

Páll Valur Björnsson 1. sæti

Samkvæmt lögum nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er kærufrestur til nefndarinnar einn mánuður frá birtingu ákvörðunar, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Kæra til nefndarinnar skal vera skrifleg og undirrituð. Höfn í Hornafirði 18. október 2016 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson Skipulagsstjóri

BJÖRT FRAMTÍÐ Í MIÐBÆ föstudaginn 21. október kl. 11:30-14:00. Páll Valur Björnsson og Ottó Marvin Gunnarsson verða á staðnum

xA MEIRI BJARTA FRAMTÍÐ MINNA FÚSK

Kosningamiðstöð VG í Miklagarði verður opin alla virka daga frá kl. 16:00 - 20:00. Laugardaginn 22. október verður opið frá kl. 13:00 - 18:00 og á kjördag á meðan kjörstaðir eru opnir. Heitt á könnunni og spjall í boði.


Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi fyrir alþingiskosningar 29. október 2016 Atkvæðagreiðsla á skrifstofum sýslumanns Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, á opnunartíma sýsluskrifstofa, milli kl. 9.00-15.00. Síðustu viku fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir:

• Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði 27.-28.október kl. 9.00-16.00

• Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal 27.-28. október kl. 9.00-16.00

29. Október (kjördagur) kl. 11.00-13.00

• Austurvegi 6, Hvolsvelli 28. október kl. 9.00-18.00

29. október (kjördagur) kl. 10.00-12.00

• Hörðuvöllum 1, Selfossi

24.-25. október 9.00-16.00 26.-27. október 9.00-18.00 28. október 9.00-20.00 29. október (kjördagur) 10.00-12.00

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjörstöðum í samstarfi við sveitarfélög o.fl.: Fram að kjördegi er hægt að greiða atkvæði á eftirtöldum stöðum í samvinnu við sveitarfélög o.fl.: • Á skrifstofu sveitastjórnar Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 9.00-12.00 og kl. 13.00-16.00 alla virka daga. • Á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, Hveragerði, opnunartími kl. 10.00-15.00 alla virka daga. • Á skrifstofu Hrunamannahrepps að Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími kl. 13.00-16.00 mánudagfimmtudag. • Á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. að Dalbraut 12, Laugarvatni. Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga.

• Skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1, Hellu. Opnunartími kl. 09.0015.00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 09.00-13.00 föstudaga. • Skrifstofu sveitarstjórnar Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími kl. 10.00-14.00 mánudaga-fimmtudaga og kl. 10.00-13.00 föstudaga. • Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 4781760 og 894 1765. Ábyrgð á atkvæði Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utankjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis. Starfsfólk embættisins mun aðstoða eftir föngum við að koma atkvæði til skila en síðustu daga fyrir kosningar getur það reynst vandkvæðum bundið ef kjósandi er á kjörskrá í öðrum kjördæmum/kjördeildum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi Þeir sem ekki eiga heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til embættisins, fyrir kl. 15.00, þriðjudaginn 25. október nk. Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá embættinu og á vefsíðunni www.kosning. is. Kosning á sjúkrastofnunum Sjá auglýsingu á www.kosning.is og www.syslumenn.is Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is. Sýslumaðurinn á Suðurlandi

KJÖRFUNDIR Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016 verða sem hér segir:

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Heppuskóla á kjördag. Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað.

Kjördeild I Kjördeild II Kjördeild III Kjördeild IV Kjördeild V

Höfn 18. október 2016

Öræfi - Hofgarður Frá kl. 12:00* Suðursveit - Hrollaugsstaðir Frá kl. 12:00* Mýrar - Holt Frá kl. 12:00* Nes - Mánagarður Frá kl. 12:00 - 22:00 Höfn - Heppuskóla Frá kl. 09:00 - 22:00

*) Kjörfundi á viðkomandi stöðum lýkur strax og unnt er skv. 89. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til alþingis.

Kjósendur úr Lóni greiða atkvæði í Mánagarði.

Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Zophonías Torfason Reynir Gunnarsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.