Eystrahorn 35.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 35. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 2. nóvember 2017

www.eystrahorn.is

One hit wonders - Hornfirska skemmtifélagið

Mynd: Þórdís Imsland

Laugardaginn 22. október var þriðja og síðasta sýning Hornfirska Skemmtifélagsins á sýningu sinni “One Hit Wonders”. Þetta er 16. sýning skemmtifélagsins og þar fluttu hornfirskir listamenn lög með hljómsveitum sem áttu aðeins einn stóran smell. Nú tóku þátt 13 söngvarar og tónlistarmenn ásamt 3 tæknimönnum sem sáu um ljós og hljóð, einn leikstjóri og einn hárgreiðslumeistari. Að sýningu lokinni hélt hljómsveitin KUSK uppi fjörinu fram á nótt. Undanfarin ár hefur sýningin verið á Hótel Höfn en í ár var sýnt í nýjum sal Hafsins í Kartöfluhúsinu, og þykir aðstandendum

að vel hafi til tekist. Salurinn er stór og hentar vel fyrir stærri skemmtanir og samkomur. Skemmtifélagið hefur verið starfandi síðan 2002 og er skipað áhugasömum söngvurum og tónlistarmönnum á Hornafirði. Á hverju hausti setur félagið upp þema tengda skemmtisýningu svo sem Bítalarnir, Eurovision og 80´s o.fl. Árið 2006 hlaut skemmtifélagið Menningarverðlauna Hornafjarðar fyrir sitt framlag til menningarmála á Hornafirði. Félagið stóð einnig fyrir tónlistarhátíðinni Norðuljósablús frá 2006 - 2011 við góðan orðstír.

Lionsklúbbur Hornafjarðar færir HSU Hornafirði veglegar gjafir Í sumarbyrjun færðu Lionsklúbbur Hornafjarðar stofnuninni veglegar gjafir. Um er að ræða skoðunarljós á heilsugæsluna, tvo hjólastóla, tvær lágar göngugrindur og eina háa göngugrind. Einnig smáhluti sem nýtast við endurhæfingu á Skjólgarði. Lions klúbburinn færði stofnuninn til viðbótar endurlífgunardúkku og beinagreind úr plasti. Dúkkan líkir eftir viðbrögðum mannsins og er fullkomnari en hefðbundnar endurlífgunardúkkur. Mikilvægt er að læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutningamenn viðhaldi færni sinni í endurlífgun og mun dúkkan nýtast í slíkar æfingar. Tíðni slysa í sveitarfélaginu hefur aukist og munar þá mest um ferðamenn á svæðinu. Gjafirnar munu nýtast gríðalega vel í starfsemi stofnunarinnar og viljum við færa Lionsklúbbnum okkar bestu þakkir.


2

Fimmtudagurinn 2. nóvember 2017

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA FÉLAGSVISTIN heldur áfram í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:00. Kostar 1000 kr. inn. Ekki posi. Komið og takið slaginn ! Allir velkomnir. SAMVERUSTUNDIN er á föstudaginn kl. 17:00. Umsjón Haukur Helgi. Við syngjum,skoðum myndir úr sumar- og dagferðinni. Kíkjum aðeins á gömul hús á Eskifirði og heyrum tónlist. Mætið vel og allir alltaf velkomnir !

Sviðaveisla Lions í Pakkhúsinu miðvikudaginn 8. nóvember, hefst kl. 18:30

Lionsklúbburinn Kolgríma býður upp á fríar blóðsykursmælingar í Miðbæ mánudaginn 10. nóv. frá kl. 14:00 - 17:00 eða á meðan birgðir endast. Þökkum Lyfju veittan stuðning. Seld verða á staðnum Jóladagatal Lions og kökur Allur ágóði rennur til líknamála í heimabyggð. Funi ehf þjónustar fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga með allar gerðir af ílátum fyrir sorp og endurvinnsluefni og losun á þeim. Endilega verið í sambandi og saman finnum við bestu lausnina fyrir ykkur Allar upplýsingar í símum 845-0955 og 478-1955 eða á netfangið artun@centrum. is.

Kynningarfundur um skipulagsmál

Kynningarfundur vegna lýsingar á aðal­ skipulagsbreytingu vegna hitaveitu í Sveitarfélaginu Hornafirði og vegna tillögu að nýju deiliskipulagi við Skjólshóla. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8. nóvember 2017 kl. 12:00 í Ráðhúsi sveitar­félagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Funi ehf

Námskeið 12 tíma námskeið í þæfingu smáhluta Hvenær: Fjögur þriðjudagskvöld í nóvember 2017. Hvar: Listastofan RÚN við Hafnarbraut. Leiðbeinandi: Eyrún Axelsdóttir. Verð: 10.000 kr á mann, allt efni innifalið.

Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Hafið samband í síma 892-1527. Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni dagana 20.- 23. Nóvember nk. Tímapantanir í síma 470 8600 alla virka daga.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 2. nóvember 2017

3

Bæjarstjórn afhent áskorun Menningarmiðstöð Hornafjarðar býður gestum og gangandi til samveru í Nýheimum

Föstudaginn 03. nóvember kl. 12:00 -13:00.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar mun kynna verkefni vetrarins, lesa upp úr bókum og sýna gamlar mannlífsmyndir úr sveitarfélaginu.

Mánudaginn 31. október var bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar afhent áskorun um að hefja sem fyrst byggingu á húsnæði fyrir starfsmenn í leik- og grunnskólanum Hofgarði eins og samþykkt var á íbúafundi í Hofgarði 29. maí síðastliðinn. Skorað var á sveitarfélagið að ljúka byggingu húsnæðis fyrir maí 2018. Björn Ingi bæjarstjóri tók við undirskriftalistanum frá Evu Bjarnadóttur og Dóru Guðrúnu Ólafsdóttur. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Öræfum undanfarin ár og hefur húsnæðisskortur verið mikill og finnst Öræfingum óásættanlegt að starfsmenn og íbúar búi við slíkt óöryggi að hér séu skólamál og uppbygging samfélagsins ekki í tryggum farvegi. Við tækifærið sagði Björn að gert væri ráð fyrir fjármagni til verksins á fjárhagsáæltun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2018 en ekki væri hægt að gera ráð fyrir að húsnæðið yrði tilbúið fyrr en næsta sumar.

Kaffihornið mun sjá um veitingar að þessu sinni og bjóða þau upp á gratíneraðan plokkfisk með rúgbrauði og salati. Verð á veitingum er 1900 kr. Allir velkomnir.

Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Samtal í sveitinni Almennur bændafundur verður haldinn að Holti á Mýrum þriðjudaginn 7. nóvember 2017 kl. 20:00-22:00. Dagskrá: •

• • •

Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands kynnir tvær rannsóknir NattSa er varða landbúnaðarmál; ástandsmat á gróðurlendi í Endalausadal og mælingar á uppskerutapi vegna gæsa. Umræður Kaffihlé Sveitarfélagið Hornafjörður og Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga vinna að gerð nýrrar fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélagið. Jón Jónsson hdl. frá Sókn Lögmannsstofu og ráðgjafi vegna fjallskilamála mætir á fundinn. Umræður

Fundarstjóri er Ásgrímur Ingólfsson Mætum og tökum þátt í samtali varðandi landbúnað í Sveitarfélaginu Hornafirði. Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga

Kærar þakkir Við í Framsókn í Suðurkjördæmi þökkum fyrir stuðninginn í kosningunum. Við munum fylgja málefnum okkar eftir af miklum krafti og leggja okkar af mörkum til stöðugs stjórnarfars og bættra lífskjara um allt land.


markhönnun ehf

-25% -25% KALKÚNN KALKÚNN ÍSLENSKUR ÍSLENSKUR

1.600 1.600

KR KR BEEFBEEF WELLINGTON WELLINGTON TILBÚIÐ TILBÚIÐ TIL BÖKUNAR. TIL BÖKUNAR. KG KG KR KR ÁÐUR: 1.7981.798 KR/KG KR/KG KG KG ÁÐUR: ÁÐUR:ÁÐUR: 7.9987.998 KR/KGKR/KG

5.999 5.999

KALKÚNAFYLLING KALKÚNAFYLLING 500 GR. 500 GR. KR KR STK STK ÁÐUR:ÁÐUR: 998 KR/STK 998 KR/STK

998 998

tinntinn í maí ma GottGott

ÓDÝRT ÓDÝRT Í Í NETTÓNETTÓ BJÚGU BJÚGU 6 STK.6 STK. KR KR PK PK ÁÐUR:ÁÐUR: 899 KR/PK 899 KR/PK

-34% -34% -23% -23% 689 593593 689 HolltHoog llt go ogttgott

-35% -35%

EpEplaladadagagar r

SS LAMBABÓGUR SS LAMBABÓGUR KR KR KG KG ÁÐUR: ÁÐUR: 895 KR/KG 895 KR/KG

-25% -25%

EPLI GULEPLI GUL KR KR KG KG ÁÐUR: ÁÐUR: 289 KR/KG 289 KR/KG

BERNEAISE BERNEAISE SÓSA SÓSA 270 ML. 270 ML. KR KR STK STK ÁÐUR:ÁÐUR: 398 KR/STK 398 KR/STK

299299

199199

EPLI PINK EPLILADY PINK LADY PÖKKUÐPÖKKUÐ KR KR PK PK ÁÐUR: ÁÐUR: 459 KR/PK 459 KR/PK

CHAMPI0N CHAMPI0N RÚSÍNURRÚSÍNUR 500 GR.500 DÓSGR. DÓS KR KR STK STK ÁÐUR: ÁÐUR: 589 KR/STK 589 KR/STK

295295

EPLI JONAGOLD EPLI JONAGOLD KR KR KG KG

299299

-31%-31% 199199

-50% -50%

-30% -30% -33% -33%

EPLI RAUÐ EPLI RAUÐ KR KR KG KG ÁÐUR: ÁÐUR: 299 KR/KG 299 KR/KG

199199

-57% -57%

EPLI PINK EPLILADY PINK LADY KR KR KG KG ÁÐUR: 459 ÁÐUR: KR/KG 459 KR/KG

199199

-33% -33%

EPLI GRÆN EPLI GRÆN KR KR KG KG ÁÐUR: ÁÐUR: 299 KR/KG 299 KR/KG

199199

LB SÚKKULAÐITERTA LB SÚKKULAÐITERTA STÓR. 900 STÓR.GR.900 GR. KR KR STK STK ÁÐUR:ÁÐUR: 1.898 KR/STK 1.898 KR/STK

1.329 1.329

Tilboðin gilda 2. - 5. nóvember 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


HANGIFRAMPARTUR HANGIFRAMPARTUR M/BEINI M/BEINI KR KR KG KG

1.159 1.159 KREBENETTUR KREBENETTUR Í RASPI. Í RASPI. 750 GR. 750 GR. KR KR PK PK ÁÐUR:ÁÐUR: 998 KR/KG 998 KR/KG

-30% 699 699 -30%

2.769 2.769

LAMBASVIÐ LAMBASVIÐ FROSINFROSIN KR KR KG KG ÁÐUR:ÁÐUR: 498 KR/KG 498 KR/KG

-30% -30%

349349

PIZZA PIZZA ROLLSROLLS OSTUROSTUR & SKINKA & SKINKA / PEPPERONI / PEPPERONI KR KR STK STK ÁÐUR:ÁÐUR: 389 KR/STK 389 KR/STK

311311

SIRLOINSNEIÐAR SIRLOINSNEIÐAR Í RASPI. Í RASPI. FERSKT. FERSKT. FljótlFleg gottgott tegogt og tl jó KR KR KG KG

NAUTABORGARAR NAUTABORGARAR 4X904X90 GR M.GRBRAUÐI M. BRAUÐI KR KR PK PK ÁÐUR:ÁÐUR: 1.164 1.164 KR/PKKR/PK

873873

namm i nai mm mmmm NamNam

-20% -20%

-25% -25%

-20% -20%

WOOGIE WOOGIE HLAUPHLAUP JARÐABERJA JARÐABERJA SÚRT/ SÚRT/ EPLA SÚRT EPLA 85 SÚRT GR.85 GR. KR KR 98 98 PK PK

OKKAROKKAR LAUFABRAUÐ LAUFABRAUÐ 8 STK 8 STK KR KR PK PK ÁÐUR:ÁÐUR: 1.367 KR/PK 1.367 KR/PK

ÁÐUR:ÁÐUR: 149 KR/PK 149 KR/PK

1.094 1.094

-34% -34%

-20% -20% GRANDIOSA GRANDIOSA PIZZA 575 PIZZA GR.575 /PEPPERONI GR. /PEPPERONI 480 GR./480 GR./ NACHO NACHO 555 GR./FOUR 555 GR./FOUR CHEESECHEESE 505 GR./505 GR./ KJÖTD. KJÖTD. & LAUK.&520 LAUK. GR.520 GR. KR KR STK STK ÁÐUR: 699 ÁÐUR: KR/STK 699 KR/STK

559559

LJÓSAKÚLUR LJÓSAKÚLUR LED LED LED SVART/HVÍT/GRÁTT LED SVART/HVÍT/GRÁTT 10 STK.10 STK. LJÓSAKÚLUR LJÓSAKÚLUR LED LED HVÍTARHVÍTAR 10 STK.10 STK. KR KR STK STK

1.898 1.898

n nasálgt ast JólinJónliálg LEIÐISKERTI LEIÐISKERTI 90H 90H KR KR STK STK

JÓLASTJARNA JÓLASTJARNA M/SERÍUM/SERÍU 50 CM 50 CM LJÓSAHRINGUR LJÓSAHRINGUR 32 X LED32 X LED KR KR STK STK

2.898 2.898

298298

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss

www.netto.is


6

Fimmtudagurinn 2. nóvember 2017

Kraftlyftingadeild Sindra auglýsir: Dagsnámskeið í almennum lyftingum sunnudaginn 5. nóvember

Eystrahorn

STILLUM STRENGI - sterkari til framtíðar Ríki Vatnajökuls og Ferðamálafélag AusturSkaftafellssýslu boða til funda til að fara yfir stöðu ferðamála í sveitarfélaginu. Tilgangur fundanna er að fara yfir stoðkerfi ferðaþjónustunnar og kynna áform um að endurvekja Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu sem hagsmunafélag allra ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Dagskrá: • Erindi frá Sveitarfélaginu – Björn Ingi Jónsson • Erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði Regína Hreinsdóttir • Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands - Dagný Jóhannsdóttir • Sýn starfshópsins og Ríki Vatnajökuls - Haukur Ingi Einarsson • Hlutverk Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu – Sigurlaug Gissurardóttir

Verð 9.900 kr. Frítt fyrir þá sem hafa greitt æfingagjöldin

Skráningar sendist á kristjanvilhelm@gmail.com Æfingar verða svo á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 19.00-20.00 í Sporthöllinni

Bæjarmálafundur í Sjálfstæðishúsinu Kirkjubraut 3, laugardaginn 4. nóvember kl. 11:00, boðið verður uppá súpu

Fundirnir verða haldnir í Nýheimum á Höfn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20 og á Hala í Suðursveit kl. 13 föstudaginn 10. nóvember. Sama efni verður á báðum fundum en þetta er gert til að koma til móts við sem flesta ferðaþjónustuaðila. Hvetjum alla sem koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt til að fjölmenna á fundina. Allir velkomnir. Ríki Vatnajökuls og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu

Allir velkomnir Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Menningarmiðstöð Hornafjarðar kynnir.

Styrkumsóknir fyrir árið 2018

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 þurfa að skila umsóknum, á þar til gerðum eyðublöðum sem einnig er hægt að nálgast á skrifstofu eða heimasíðu sveitarfélagsins fyrir 15. nóvember. Styrkumsókn þarf að vera stíluð annað hvort á menningarmálanefnd, fræðslu- og tómstundanefnd eða bæjarráð eftir því sem við á. Þá skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað. Styrkumsóknum skal skila í afgreiðslu sveitarfélagsins eða á afgreidsla@hornafjordur.is fyrir 15. nóvember. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Veronica Sandahl er 30 ára gömul listakona frá Svíþjóð en búsett á Höfn. Í frítíma hennar ferðast hún um landið og málar það sem á vegi hennar verður. Á sýningunni munu vera til sýnis verk hennar af húsum og náttúru Íslands með áherslu á Höfn.

Sýningin veður haldin í Miklagarði! Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 3.11 kl 16:00.

Sýningin verður opin sem hér segir: 3.11. 16:00 -19:00 4.11. 11:00 -15:00 5.11. 11:00 -15:00 Allir velkomnir. http://veronicasandahl.blogg.se/ https://www.facebook.com/VeronicArt87/

Eyrún Helga Ævarsdóttir. . Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 2. nóvember 2017

7

Óskað eftir tillögum að áhersluverkefnum á Suðurlandi 2018 menningarverkefni, samstarfsverkefni fyrirtækja og/eða atvinnulífs, þróunarverkefni á sviði menntamála eða verkefni til eflingar nýsköpunar innan atvinnugreina eða á sviði menntamála. Verkefnin þurfa að vera í samræmi við markmið landshlutans á viðkomandi málefnasviði Hægt er að kynna sér markmiðin á heimasíðu SASS, www.sass. is

Fjölbreytt áhersluverkefni 2017

Áhersluverkefni eru hluti af byggðaáætlun fyrir Suðurland Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) kalla eftir tillögum að aðgerðum í byggðamálum frá almenningi, samtökum, fyrirtækjum og stofnunum á Suðurlandi. Áhersluverkefni eru þróunarverkefni sem unnin eru af SASS til að uppfylla markmið og megináherslur Sóknaráætlunar Suðurlands, sem er sértæk byggðaáætlun fyrir landshlutann og hluti af byggðaáætlun fyrir landið allt.

Menningarmál eru líka byggðamál Helstu málefnasvið Sóknaráætlunar Suðurlands eru atvinnumál, nýsköpun og mennta- og menningarmál. Sem dæmi, þá geta áhersluverkefni verið stærri

Til að gefa nánari innsýn í eðli áhersluverkefna kann að vera fróðlegt að skoða heiti áhersluverkefna yfirstandandi árs: • Brotthvarf úr framhaldsskólum • Málþing um framtíð iðn-, tækni- og verknáms • FabLab verkstæði • Menningarkort • Félagsleg þolmörk gagnvart ferðamönnum • Ráðstefna um sjálfbært Suðurland • Innviðagreining • Sjúkraþyrlur • Íbúakönnun • Skaftárhreppur til framtíðar • Kortavefur Suðurlands • Stofnun Ungmennaráðs • Kortlagning umhverfismála • Hönnun á fræðsluefni fyrir söfn og sýningar Hægt er að kynna sér betur þessi verkefni,

sem og áhersluverkefni fyrri ára, á heimasíðu SASS.

Hægt að senda inn tillögur á vef SASS Allir geta sent inn tillögur eða hugmyndir að verkefnum í gegnum vef samtakanna á slóðinni; sass.is/ahersluverkefni. Þar er einnig hægt að kynna sér markmiðin sem koma fram í stefnumörkun Suðurlands sem áhersluverkefnum er ætlað að vinna að. Tillögur að áhersluverkefnum sem unnin verða 2018 þurfa að berast fyrir 21. nóvember næstkomandi. Einnig er hægt að setja sig í samband beint við undirritaðan (thordur@sass.is) eða Guðrúnu Ásdísi Sturlaugsdóttur ráðgjafa og verkefnastjóra á vegum SASS, í Nýheimum (gudrun@nyheimar.is) sem veita nánari upplýsingar og geta aðstoðað við mótun tillagna. Nánari upplýsingar um aðra ráðgjafa og verkefnastjóra á vegum SASS er að finna á heimasíðu SASS. Þórður Freyr Sigurðsson Sviðsstjóri þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

ÚTBOÐ ENDURBÆTUR Á FRÁVEITU, JARÐVINNA OG LAGNIR NESJAHVERFI Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „endurbætur á fráveitu, jarðvinna og lagnir Nesjahverfi okt. 2017“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Verkið felst í því að endurnýja lagnir í og við götu við Hæðargarð og Hraunhól í Nesjahverfi. Um er að ræða nýjan lagnaskurð fyrir nýjar skólp- og regnvatnslagnir sem eiga að leysa núverandi skólp- og regnvatnslagnir af hólmi. Núverandi skólp og regnvatnslagnir liggja gangstéttarmegin við kantstein gatnanna og því að hluta undir gangstétt. Einnig felst verkið í því að útvega lagnaefni, leggja lagnirnar, sanda í kringum þær og endurnýja heimæðar skólps og regnvatns út fyrir götur og tengja nýjar lagnir í heimæðar við þær gömlu. Síðan þarf verktaki að koma fyrir nýjum niðurföllum í göturnar og tengja við nýja regnvatnslögn. Helstu magntölur eru u.þ.b.: Rif og förgun á klæðningu Gröftur og fylling Fráveitulagnir

2.900 m² 2.000 m³ 300 m

Regnvatnslagnir Brunnar Niðurföll

350 m 24 stk. 13 stk.

Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Björn Imsland á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti í netfangið utbod@hornafjordur.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með fimmtudeginum 2. nóvember 2017 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en þriðjudaginn 28. nóvember 2017 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.


ÚTBOÐ Á UPPBYGGINGU FRÁVEITUKERFIS Á HÖFN Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Uppbygging fráveitukerfis á Höfn - Jarðvinna og lagnir-2. áfangi okt. 2017“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Lauslegt yfirlit yfir verkið Um er að ræða 2. áfanga uppbyggingu fráveitukerfis á Höfn sem felur í sér að koma fyrir lögnum frá sniðræsi, þar sem það endaði í 1. áfanga verksins á móts við syðri enda Ránarslóðar 3 (Ásgarðs), leggja lögnina í gegnum hafnarsvæðið að sláturhúsi og langleiðina að gatnamótum Víkurbrautar og Álaugarvegar. Einnig er um að ræða regnvatnslagnir í hluta af leiðinni ásamt niðurföllum. Einnig þarf verktaki að koma fyrir bráðabrigða lögn frá væntanlegu hreinsivirki við Miðós og að núverandi brunni sem er u.þ.b. 300 m austar í Miðós. Um er að ræða gröft fyrir lögnum, söndun og frágang þeirra, fyllingu og frágang í og við lagnaskurði Einnig er um að ræða rif og förgun á timburbryggju í norðvestur hluta hafnarinnar. Fyllt verður upp í hluta kverkarinnar sem þessi bryggja stendur í dag. Um er að ræða að koma fyrir burðarhæfri fyllingu, utan á hana kjarna og þar utan á grjótvörn. Helstu magntölur eru u.þ.b.: Gröftur fyrir lögnum, lengd skurða 960 m Fylling undir lagnir 1.100 m³ Fylling í lagnaskurð (uppgrafið efni) 1.300 m³ Fylling í lagnaskurð (aðkomið efni) 650 m³ Söndun lagna 1.000 m³ Landfylling (burðarhæft efni) 1.150 m³ Kjarni undir grjótvörn 350 m³ Grjótvörn (aðkomið efni) 300 m³ Grjótvörn (efni á staðnum) 100 m³ Skólp- og regnvatnslagnir 1.330 m Ídráttarrör fyrir ljósleiðaralagnir. 675 m Skólp- og regnvatnsbrunnar með járnloki 20 stk. Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs.

Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Björn Imsland á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti í netfangið utbod@hornafjordur.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með fimmtudeginum 2. nóvember 2017 gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en þriðjudaginn 28. nóvember 2017 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Minnum á brunchinn okkar næsta laugardag

Laugard. 4.nóv og 2.des kl. 11:30 – 14:00

Hótel Höfn mun vera með dögurð fyrsta laugardag í mánuði fram að jólum. Dögurðurinn mun samanstanda af girnilegu hlaðborði með ýmsu góðgæti, s.s. nýbakað brauð, ostar, amerískar pönnukökur, croissant, hrærð egg, beikon og fleira og fleira. Gott úrval af réttum fyrir börnin. Þá verða sætir bitar með kaffinu. Djús, kaffi og te innifalið í verði.

Verð:

Fullorðnir: . . . . . . . . . 3.490 kr. Börn 6-12 ára: . . . . . 1.500 kr. 5 ára og yngri: . . . . . Frítt

Hótel Höfn Víkurbraut 20 780 Höfn í Hornafirði S: 478 1240


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.