Eystrahorn 35.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 35. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 2. nóvember 2017

www.eystrahorn.is

One hit wonders - Hornfirska skemmtifélagið

Mynd: Þórdís Imsland

Laugardaginn 22. október var þriðja og síðasta sýning Hornfirska Skemmtifélagsins á sýningu sinni “One Hit Wonders”. Þetta er 16. sýning skemmtifélagsins og þar fluttu hornfirskir listamenn lög með hljómsveitum sem áttu aðeins einn stóran smell. Nú tóku þátt 13 söngvarar og tónlistarmenn ásamt 3 tæknimönnum sem sáu um ljós og hljóð, einn leikstjóri og einn hárgreiðslumeistari. Að sýningu lokinni hélt hljómsveitin KUSK uppi fjörinu fram á nótt. Undanfarin ár hefur sýningin verið á Hótel Höfn en í ár var sýnt í nýjum sal Hafsins í Kartöfluhúsinu, og þykir aðstandendum

að vel hafi til tekist. Salurinn er stór og hentar vel fyrir stærri skemmtanir og samkomur. Skemmtifélagið hefur verið starfandi síðan 2002 og er skipað áhugasömum söngvurum og tónlistarmönnum á Hornafirði. Á hverju hausti setur félagið upp þema tengda skemmtisýningu svo sem Bítalarnir, Eurovision og 80´s o.fl. Árið 2006 hlaut skemmtifélagið Menningarverðlauna Hornafjarðar fyrir sitt framlag til menningarmála á Hornafirði. Félagið stóð einnig fyrir tónlistarhátíðinni Norðuljósablús frá 2006 - 2011 við góðan orðstír.

Lionsklúbbur Hornafjarðar færir HSU Hornafirði veglegar gjafir Í sumarbyrjun færðu Lionsklúbbur Hornafjarðar stofnuninni veglegar gjafir. Um er að ræða skoðunarljós á heilsugæsluna, tvo hjólastóla, tvær lágar göngugrindur og eina háa göngugrind. Einnig smáhluti sem nýtast við endurhæfingu á Skjólgarði. Lions klúbburinn færði stofnuninn til viðbótar endurlífgunardúkku og beinagreind úr plasti. Dúkkan líkir eftir viðbrögðum mannsins og er fullkomnari en hefðbundnar endurlífgunardúkkur. Mikilvægt er að læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutningamenn viðhaldi færni sinni í endurlífgun og mun dúkkan nýtast í slíkar æfingar. Tíðni slysa í sveitarfélaginu hefur aukist og munar þá mest um ferðamenn á svæðinu. Gjafirnar munu nýtast gríðalega vel í starfsemi stofnunarinnar og viljum við færa Lionsklúbbnum okkar bestu þakkir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.