Eystrahorn 36.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 36. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 27. október 2016

Kvennafrídagurinn

Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur á Höfn eins og á mörgum stöðum á landinu. Konur söfnuðust saman við AFL starfsgreinafélag og fóru í kröfugöngu að Hótel Höfn þar sem haldinn var baráttufundur. Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í kröfugöngunni og enn fleiri mættu á hótelið til að hlýða á erindi og tónlistaratriði. Í barátturæðum kom fram að frá upphafi kvennafrídagsins 1975 hafa konur þurft að berjast gegn launamuni kynjanna því lítið þokast í að honum verði útrýmt. Kynbundinn launamunur hefur mælst frá upphafi launakannanna, þegar um kynbundinn launamun er að ræða þá er búið að

leiðrétta launamuninn með tilliti til þátta eins og vinnutíma, menntunnar og starfsaldurs. Í launakönnunum AFL þá kemur fram að kynbundinn launamunur eykst sl. ár. Kynbundinn launamunur af dagvinnulaunum var 8,7% árið 2011, árið 2014 14,9% og 2015 17,6% sem er algjörlega óásættanlegt. Það kom fram að orsakir kynbundins launamunar eru margar, en megin orsakir felast í tvískiptum vinnumarkaði og aukagreiðslum til karla frekar en kvenna. Tengslanet karlaveldisins hefur áhrif á möguleika á starfsframa kynjanna. Þeir standa saman án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því og nota sín viðmið og

gildi. Launamunur er enn meiri þar sem launaleynd ríkir. Fundarkonur voru sammála um að baráttunni verði að halda áfram þar til launamuni kynjanna verði útrýmt. Mikil samstaða var á meðal fundarkvenna og ríkti baráttuandi yfir fundinum. Fundurinn endaði á fjöldasöng þar sem sunginn var baráttusöngurinn Áfram stelpur.

Tekið úr launakönnun AFLs 2015

Dagdvöl aldraðra í Ekrunni tekur þátt í jól í skókassa

Í dagdvöl fyrir aldraðra í Ekrunni er öflug starfsemi. Nú í ár var gerð tilraun með þátttöku í verkefninu „Jól í skókassa“ en verkefnið felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og tilað tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Hópur ungs fólks innan KFUM og KFUK hefur staðið að verkefninu á Íslandi frá árinu 2004. Föstudaginn 14. október voru jólagjafirnar græjaðar á bleikum föstudegi. Guðnýju Helgu og Þorsteinni Matthíasson voru afhentar gjafirnar en þau halda utan um verkefnið hér á Hornafirði. Það er ánægjulegt að geta tekið þátt í jákvæðu verkefni sem þessu. Að lokum er vert að benda á að ýmsar vörur eru seldar í dagdvöl aldraðra, nóg er til af prjónavörum svo sem sokkum og vettlingum og íbúar eru ávallt velkomnir í heimsókn.

Með kveðju Anna, Eyrún og Katrín í dagdvöl aldraðra


2

Fimmtudagurinn 27. október 2016

Hafnarkirkja

Sunnudaginn 30. október Messa kl. 14:00 HAFNARKIRKJA Sr. Sigurður og Kristín kveðja 1966 2016 söfnuðinn Kaffiveitingar eftir messu. Allir velkomnir Þriðjudagur 1. nóvember Allra heilagra messa kl. 20:00 Látinna minnst í tali og tónum Sóknarnefndin

Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar Aðalfundur Samkórs Hornafjarðar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar þriðjudaginn 1. nóvember kl. 21:00. Venjuleg aðalfundar störf. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Stjórnin

Kaþólska kirkjan Messa á Höfn í Hornarfirði verður sunnudaginn 30. október kl. 12:00.

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Þriggja kvölda spilavistin hefst í kvöld kl. 20:00 í Ekrunni. Samverustund 28. október kl. 17:00 Nýráðinn byggðasafnsvörður Ósk Sigurjónsdóttir kynnir safnið í máli og myndum Spennandi efni! Vöffluballinu er frestað um viku. Verður sunnudaginn 6. nóv. kl. 16:00.

Húsnæði óskast

Norðlenska óskar eftir leiguhúsnæði fyrir 3 starfsmenn á Höfn frá 4. nóvember til 16. desember. Heitum skilvísum greiðslum og reglusemi. Áhugasamir hafi samband við Jónu í síma 840-8805 eða netfangið jona@nordlenska.is.

Allir hjartanlega velkomnir

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

MEIRAPRÓF

Meirapróf verður haldið á Hornafirði í haust ef næg þáttaka fæst. Upplýsingar og skráning í 893-3652 eða pall@egilsstadir.is Skráningu lýkur 8. nóvember Ökuskóli Austurlands


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 27. október 2016

Traust forysta Styðjum Ásgerði Kristínu til starfa á Alþingi

Í Papóshúsinu

• Kosningaskrifstofan verður opin þann 25.-28. október milli kl. 17:00-19:00 • Félag ungra framsóknarmanna verður með Pub Quiz á fimmtudagskvöldið 27. október kl. 20:00 • Haldið verður kvennakvöld á föstudagskvöldið 28. október kl. 20:30

Í Slysavarnarhúsinu á kjördag

• Kosningakaffi laugardaginn 29. október kl. 10:00-18:00 • Kosningavaka laugardaginn 29. október kl. 21:00

Framsókn fyrir fólkið

3


4

Fimmtudagurinn 27. október 2016

Presthjónin kveðja

Við messu nk. sunnudag munu séra Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur og Kristín Jóhannesdóttir kveðja söfnuðinn eftir rúmlega tveggja áratuga starf hér. Af því tilefni býður sóknarnefndin kirkjugestum í kaffisamsæti að lokinni messu. Sóknarnefndin flytur þeim hjónum bestu þakkir fyrir gott samstarf og langa og farsæla þjónustu við kirkjuna og söfnuðinn og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Halloween Dansleikur MEÐ HLJÓMSVEITINNI KUSK Á HÓTEL HÖFN EKKI LÁTA ÞIG VANTA VERÐLAUN FYRIR BESTU BÚNINGANA

LEITUM EFTIR AÐILA TIL AÐ TAKA AÐ SÉR RÆSTINGAR

æskilegt er að viðkomandi geti tekið verkið að sér fljótlega. Um ræstingar í verslun Umer erað aðræða ræða ræstingar í verslun Húsasmiðjunar á Höfn, reiknað er með Húsasmiðjunnar á Höfn, reiknað er með þrifum þrifumalla allavirka virkadaga. daga. Nánari veitir rekstrarstjóri Nánariupplýsingar upplýsingar veitir rekstarstjóri Kristján KristjánBjörgvinssin Björgvinsson kristv@husa.is ogog í síma 660-3037 kristv@husa.is í síma 660 3037

H L U T I A F BY G M A

Eystrahorn

Allra heilagramessa - 1. nóvember Allra heilagra messa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. Allra heilagra messa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir upphaf siðaskipta. Þetta er messudagur þeirra heilagra manna sem ekki hafa sérstakan messudag. Allra heilagra messa er í sívaxandi mæli að verða minningardagur um þau sem gengin eru á undan okkur. Að þessu sinni verður allra heilagra messu minnst þriðjudaginn 1. nóvember með guðsþjónustu í Hafnarkirkju kl. 20:00. Guðsþjónustan er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla, íhugunar-, bæna- og minningastund. Í messunni verður fjallað um merkingu þessa helgidags. Þá verður sérstaklega beðið fyrir þeim sem létust síðastliðið ár og nöfn þeirra nefnd. Ef óskað er eftir að aðrir sem látnir eru verði nefndir og sérstaklega beðið fyrir þeim er það auðvitað velkomið. Beiðnum um það má koma til sr. Stígs í síma 862-6567, eða á netfangið bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 27. október 2016

5

Blundar söngfugl innra með þér?

Núna stendur Samkór Hornafjarðar á ákveðnum tímamótum. Af því tilefni langar okkur að athuga hvort þú vilt ekki hoppa á vagninn með okkur og láta langþráðan leyndan draum verða að veruleika og syngja í blönduðum kór. Nú þegar kórstjórinn okkar til margra ára Kristín Jóhannesdóttir kveður og flytur frá okkur er þakklæti manni efst í huga, fyrir hennar mjög svo óeigingjarna starf síðustu tæpa tvo áratugi. En það kemur maður í manns stað og viljum við einnig við þetta sama tilefni bjóða nýjan kórstjóra Jörg E. Sonderman velkominn til starfa. Samkórinn hefur að skipa úrvals lið áhugasöngmanna sem sungið hafa saman margir hverjir mjög lengi. Nú er svo komið að einhverjir eru farnir að huga að því að láta gott heita og aðrir jafnvel farnir að horfa til Gleðigjafanna og einhverjir syngja í báðum kórunum nú þegar.

En eins og oft í sjálfboðaliðastarfi sem þessu er gulrót og gulrótin okkar að þessu sinni utanlandsferð haustið 2017 og eru allir starfandi kórfélagar nýir jafnt sem gamlir velkomnir með okkur í þá ferð. Í samkórnum starfa 22 meðlimir í dag og værum við mjög rík ef okkur gæti fjölgað og orðið nálæt 35 eins og við höfum verið þegar flest hefur verið. Kórnum er skipt upp í 4 raddir tvær kvennaraddir alt og sópran og tvær karlaraddir bassa og tenór. Að lokum langar okkur að bjóða ykkur á aðalfund samkórs Hornafjarðar en hann hefst strax að lokinni allra heilagra messu eða um kl. 21:00 1. nóvember. Allir áhugasamir geta kynnt sér starfið framundan og átt frábærar stundir með góðum félögum á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-22:00. Hlökkum til að sjá þig. Fyrir hönd Samkórs Hornafjarðar Stjórnin.

Körfuboltinn kominn af stað

Nú er körfuboltinn komin á fullt skrið. Meistaraflokkur karla fer vel af stað og hefur unnið fyrstu þrjá leikina í 3. deildinni, einn á heimavelli og nú um síðustu helgi tvo leiki á útivelli. Nýr þjálfari og leikmaður að nafni Justin Berry er kominn til starfa hjá meistaraflokknum ásamt því að koma að þjálfun yngri flokka. Justin er 28 ára gamall Bandaríkjamaður með nokkurra ára reynslu að því að spila í Evrópu. Er það mál manna að hér fari góður drengur og er almenn ánægja með hann sem þjálfara og leikmann. Nú um helgina fer fram 4. leikur drengjanna þegar Breiðablik B. mætir í fjörðinn og gaman að sjá hvort Sindrastrákar haldi ekki uppteknum hætti. Yngri flokkarnir eru einnig byrjaðir að keppa og nú í byrjun október var hér haldið fjölliðamót í 8. flokki. B-riðli. Fjögur lið sóttu okkur heim og voru alls leiknir 10 leikir. Þar sem strákarnir höfðu unnið sig upp um riðil í vor var við ramman reip að draga og töpuðust allir leikir Sindra. Strákarnir nutu liðsinnis drengja úr minniboltanum og lögðu sig allir vel fram og voru félaginu til sóma. Nú um helgina eru svo krakkar í minniboltanum 11 ára og yngri að fara að keppa í fyrsta skipti á Íslandsmóti og mikil tilhlökkun í gangi.

Föstudagshádegi í Nýheimum Kynning á verkefnum vísindaviku FAS Sagt frá heimsókn til Póllands Klukkan 12:00-12:30 Allir velkominr Ávextir í boði skólans

X-D á réttri leið. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin alla daga fram að kosningum kl. 13:00 - 19:00 í húsi félagsins að Kirkjubraut. Kaffi á könnunni og allir velkomnir. Ungir sjálfstæðismenn verða með PubQuis á Kaffi Horninu föstudaginn 28. október sem hefst kl. 22:00. 18 ára aldurstakmark, verðlaun og veitingar í boði ungra sjálfstæðismanna. Á kjördag er opið í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 11:00 kosningakaffi og heimabakað bakkelsi. Kosningavaka frá kl. 21:00. Allir hjartanlega velkomnir. Sjálfstæðisfélag Austur – Skaftafellssýslu.

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október hefur verið lögð fram. Kjörskráin er til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 27 Höfn til og með föstudagsins 28. október á almennum skrifstofutíma. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá, þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að hafa samband við afgreiðslu sveitarfélagsins 470-8000 eða afgreidsla@hornafjordur. is. Kjósendum er einnig bent á kosningavef Innanríkisráðuneytisins. http://www.kosning.is F.h. bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri


6

Fimmtudagurinn 27. október 2016

Ásgerði á Alþingi Það stefnir í sögulegar kosningar. Við sjáum af skoðanakönnunum að viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með talsvert ólíkum hætti og íbúa á landsbyggðinni, hvað marga málaflokka snertir. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að rödd landsbyggðarinnar heyrist og þingmenn skynji og skilji ólíkar aðstæður íbúa smærri og dreifðari byggða. Uppbygging og áskoranir Það er mikil uppbygging í ferðaþjónustu þessi misserin. Sífellt fleiri fjölskyldur hafa lifibrauð sitt af greininni. Af öllum hagstærðum að dæma og auknu umfangi er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar hafa byggt upp nýja undirstöðuatvinnugrein í landinu. Það eru fjölmargar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir til að viðhalda viðgangi greinarinnar og það þekkja íbúar suðausturlands betur en flestir aðrir. Það er því mikilvægt fyrir okkur að eiga sterka rödd á Alþingi Íslendinga um hvernig línur verði lagðar um umgjörð ferðaþjónustunnar, uppbyggingu innviða, eflingu þjóðgarða og friðaðra svæða og ekki síst bættar og öruggari samgöngur bæði fyrir íbúa og ferðafólk. Ásgerður þekkir þessa þætti mjög vel eftir störf sín á vettvangi sveitarstjórnar og verður mikilvægur talsmaður þess að byggja áfram upp öfluga og heilbrigða atvinnugrein. Að horfa á hið smáa í hinu stóra Það er deilt um umgjörð landbúnaðar og sjávarútvegs. Hvað báðar þessar atvinnugreinar snertir er atvinnuöryggi og afkoma þeirra sem starfa við greinarnar mikilvæg. Það er grundvallaratriði að

Eystrahorn

meta áhrif af ákvörðunum út frá einstökum byggðarlögum og landsvæðum áður en þær eru teknar. Við þurfum að geta treyst því að fulltrúa okkar á Alþingi hafi áhuga og vilja til að meta málin bæði út frá hinu stóra samhengi þjóðarinnar í heild en einnig að greina áhrif á smærri byggðarlög og svæði. Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn Lengi hefur verið barist fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Höfn, án árangurs. Þörfin er óumdeild og brýn. Á HSSA er unnið frábært starf við þröngan kost. Fólk býr saman í litlum herbergjum, sameiginleg aðstaða þyrfti að vera mun umfangsmeiri og með nýju húsnæði mætti efla og styrkja ýmsa þjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimilis. Ásgerður er á heimavelli í heilbrigðismálum. Hefur lengi starfað á þeim vettvangi sem hjúkrunarforstjóri HSSA en einnig haft aðkomu að þeim málum sem sveitarstjórnarmaður. Hún yrði mikilvægur liðsmaður á Alþingi í að tryggja fjárveitingar til uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis. Nýtum tækifærið Það er langt síðan að íbúi í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur átt raunverulegan möguleika á að taka sæti á Alþingi. Það þarf kjark og úthald til að takast á við slíkt verkefni. Báðum þessum kostum býr Ásgerður yfir. Hún yrði góður fulltrúi okkar á Alþingi. Við ættum að nýta tækifærið og kjósa harðduglega, greinda og heiðarlega konu á Alþingi Íslendinga. Hjalti Þór Vignisson Mánabraut 6 Auglýsing

KJÖRFUNDIR Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016 verða sem hér segir:

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Heppuskóla á kjördag. Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað.

Kjördeild I Kjördeild II Kjördeild III Kjördeild IV Kjördeild V

Höfn 18. október 2016

Öræfi - Hofgarður Frá kl. 12:00* Suðursveit - Hrollaugsstaðir Frá kl. 12:00* Mýrar - Holt Frá kl. 12:00* Nes - Mánagarður Frá kl. 12:00 - 22:00 Höfn - Heppuskóla Frá kl. 09:00 - 22:00

*) Kjörfundi á viðkomandi stöðum lýkur strax og unnt er skv. 89. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til alþingis.

Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Zophonías Torfason Reynir Gunnarsson

Kjósendur úr Lóni greiða atkvæði í Mánagarði.

Lífsstílsáskorunin

Sparta heilsurækt í samstarfi við Sporthöllina kynnir 50 daga Lífsstílsáskorun fyrir Hornfirðinga og nærsveitamenn. Sparta heilsurækt er heimilisleg stöð í Kópavogi. Þar æfir fjöldinn allur af fólki sem kýs að vera í minna umhverfi þar sem allir þekkja alla og þetta heimilislega andrúmsloft er ríkjandi. 11 þjálfarar koma að uppbyggingu stöðvarinnar sem vex og dafnar með hverju árinu. Við leggjum upp úr því að hverjum og einum líði vel í eigin skinni og sé kominn til okkar til að öðlast betri heilsu á sál og líkama. Lífsstílsáskorun hefur staðið höfuðborgarbúum til boða undanfarin 2 ár. Nú viljum við bjóða landsbyggðinni upp á hið sama og höfum við hafið samstarf við þjálfara Sporthallarinnar á Höfn. Áskorunin nær yfir 50 daga tímabil, frá 3. nóv - 22. desember. Þátttakendur fá mikið aðhald og upplýsingar varðandi mataræði en með okkur í áskoruninni er Ásdís Ragna grasalæknir sem haldið hefur fjöldann allan af fyrirlestrum tengdum næringu og lífsstíl. Fleiri fyrirlestrar eru í boði er snúa að líkamlegri og andlegri heilsu, hin ýmsu verkefni verða lögð fyrir þátttakendur og þannig náum við að hámarka árangur hvers og eins. Peningaverðlaun eru í boði fyrir þann sem stendur sig best ásamt fleiri veglegum vinningum. Lífsstílsáskorunin hefur verið gríðarlega vel sótt í Spörtu og framúrskarandi árangur þátttakenda verið til fyrirmyndar. Margir hafa eignast nýtt líf með tilkomu mikils þyngdartaps og aðrir hafa

unnið stóran sigur á lífsstílssjúkdómum sem hafa verið búnir að yfirtaka líf þeirra, t.d. var mælanlegi árangurinn í síðustu áskorun að meðaltali 6kg, 32cm og 7% í fitu. Net-kynningarfundur verður haldinn á Höfn 1.nóvember þar sem við hvetjum alla til að mæta og fara yfir þetta með okkur. Kolbrún Björnsdóttir í Sporthöllinni gefur upplýsingar um stað og stund og tekur einnig við skráningum hjá þeim sem ætla að taka þátt ásamt því að hægt er að senda skráningu á sirry@sparta.is eða á www.Sparta.is.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 27. október 2016

Bleiki mánuðurinn

7

Kökubasar í Miðbæ Karlakórsins Jökuls

Krabbameinsfélag Suðausturlands þakkar íbúum, fyrirtækjum og stofnunum fyrir frábæra þátttöku í bleika mánuðinum. Fimmtudagskvöldið 20. október var haldið fræðslukvöld þar sem Lára Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri krabbameinsfélagsins hélt fyrirlestur um brjóstakrabbamein og Kvennakór Hornafjarðar tók lagið. Á fyrirlestrinum voru viðstaddar margar konur úr sveitarfélaginu sem einhvern tíma á lífsleiðinni hafa greinst með brjóstakrabbamein og fengum við þær til að stilla sér upp til myndatöku í lok fundarins. Bleiki mánuðurinn þetta árið er helgaður brjóstakrabbameini og söfnun á nýjum greiningartækjum.

Laugardaginn 29. október nk. heldur Karlakórinn Jökull kökubasar í Miðbæ og hefst kl. 13:00. Karlakórsins Jökull

Kökubasar Kökubasarí Miðbæ í Miðbæ Karlakórsins Jökull

Laugardaginn 29.okt nk.,heldur Karlakórinn Jökull kökubasar í Miðbæ og hefst hann kl 13:00.

Laugardaginn 29.okt nk.,heldur Karlakórinn Jökull kökubasar í Miðbæ og hefst hann kl 13:00.

Krabbameinsfélag Suðausturlands

Kökubasar Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

í Mið

Uppbyggingarsjóði Suðurlands, sem er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands, bárust nú í síðari úthlutun ársins 86 umsóknir og var 52 verkefnum veittur styrkur. Heildarfjárhæð styrkveitinganna nam um 30 milljónum. Úthlutað var um 17 mkr. til 39 menningarverkefna og um 13 mkr. til 13 nýsköpunarverkefna.

nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar. KarlakórsinsUmsjón Jökull 29.okt nk.,heldur Karlakórinn Jökull kökubasar í Miðbæ og hefst ha og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins erLaugardaginn hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og

Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is

Atvinna - starfsmaður í mötuneyti á Skjólgarði

Við viljum þakka Hornfirðingum fyrir frábærar móttökur.

Starfsmaður sér um og aðstoðar við matseld. Æskilegt er að starfsmaður hafi einhverja reynslu á þessu sviði. Góður vinnutími. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. Starfið laust frá og með 15. desember eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Kristján Guðnason kristjang@hssa.is, í síma 470-8640 og 693-7116 eða Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri, matthildur@hssa.is, í síma 470-8600 og 692-9015. Einnig laust hlutastarf við ræstingar á Skjólgarði, getur hentað vel með skóla. Starfið er laust nú þegar. Upplýsingar gefur Matthildur Ásmundardóttir, matthildur@hssa.is. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Afl starfsgreinafélags.

Hægt er að sjá yfirlit yfir styrkt verkefni á www.sass.is.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands.

Jólahlaðborð okkar verða eftirtaldar helgar þar sem borðin munu svigna undan kræsingum: 26. nóvember og 3. desember. Miðaverð: 6900 kr. Borðapantanir í síma 478-2300 eða zbistro780@gmail.com Hlökkum til að eiga góða stundir með ykkur áfram. Starfsfólk Z-Bistro



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.