Eystrahorn 36. tbl. 35. árgangur
Fimmtudagurinn 9. nóvember 2017
www.eystrahorn.is
Nýheimar - þekkingarsetur tekur við þjónustu við háskólanema á Hornafirði
Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum. Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima - þekkingarseturs í október var ákveðið að Nýheimar - þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði. Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum - þekkingarsetri og við þetta verður ekki breyting á starfi starfsmanns Fræðslunets Suðurlands í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Þjónusta við háskólanema mun áfram vera með sama sniði og verið hefur. Umsjón með námsaðstöðu og próftöku hafa Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs og Kristín Vala Þrastardóttir, verkefnastjóri setursins. Viljum við hvetja alla námsmenn á svæðinu til þess að kynna sér þá aðstöðu sem boðið er uppá í Nýheimum.
Jólakort MS-félagsins
Lionsklúbburinn Kolgríma býður upp á fríar blóðsykursmælingar í Miðbæ
FÖSTUDAGINN 10. NÓVEMBER. Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Eddu Heiðrúnu Backman sem heitir “Tveir þrestir”. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind fyrir félagið og kosta 6 kort saman í pakka kr. 1.000,- Kortin eru nú til sölu hjá Valgeiri Hjartarsyni Garðsbrún 2, sími 848-4083. Í nóvember verður gengið í hús og kortin boðin til sölu. MS-félagið vonar að fólk sjái sér fært að styrkja gott málefni um leið og það sendir fallega jólakveðju.
frá kl. 14:00 - 17:00 eða á meðan birgðir endast.
Þökkum Lyfju veittan stuðning. Seld verða á staðnum Jóladagatal Lions og kökur Allur ágóði rennur til líknarmála í heimabyggð.
2
Fimmtudagurinn 9. nóvember 2017
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
Hafnarkirkja Sunnudagur 12. nóvember
Fermingarbarnamessa kl. 11:00 Að þessu sinni munu væntanleg fermingarbörn sjá alfarið um athöfnina og taka yfir kirkjuna. Þau hafa skipulagt í samráði við prestana val á sálmum, bænum, ritningarlestrum ásamt öðru. Verið velkomin í þessa skemmtilegu athöfn. Kaffi og kruðerí eftir athöfn. Prestarnir Fimmtudaginn 9. nóvember milli kl. 17:00 og 20:00 munu væntanleg fermingarbörn í Bjarnanesprestakalli ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni hjálparstarfs kirkjunnar sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í löndum Afríku. Við hvetjum bæjarbúa til að taka vel á móti fermingarbörnum, sem hafa ávallt staðið sig vel að safna í þetta verkefni sem hefur komið sér vel fyrir svæði þar sem vatnsskortur er viðvarandi vandamál.
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Heimsókn FÁÍA Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra lýkur í dag með boccía kl. 10:00 í Ekrunni, sundleikfimi í lauginni kl.11:30 og RINGÓI í íþróttahúsinu kl. 12:30. Allir velkomnir. FÉLAGSVISTINNI lýkur í kvöld fimmtudagskvöld kl.20:00. 1000 kr. inn. Hver sigrar á endasprettinum ? Látið ykkur ekki vanta !
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Viðborð og Rauðaberg á Mýrum
11. nóvember, kl. 10. Gengið frá Viðborði að Rauðabergi, með viðkomu í Grjótárgljúfri. Vegalengd ca: 4 km. Tími: ca. 3 klst. Fararstjóri: Rannveig Einarsdóttir s:699-1424
Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 12. nóvember kl. 12:00.
Nýr opnunartími í nóvember og desember Mánudag - Miðvikudag .. kl. 10-12 og kl. 13-18 Langir Fimmtudagar.......kl. 10-12 og kl. 13-20 Föstudag..........................kl. 10-12 og kl. 13-18 Laugardag........................kl. 13-16 Verðum með skemmtileg tilboð frá kl. 17 til 20 á fimmtudögum fylgist með okkur á facebook.
Verslun Dóru
Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Bifreiðaskoðun á Höfn 20., 21. og 22. nóvember.
Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. nóvember.
Síðasta skoðun ársins. Þegar vel er skoðað
Spilakvöld í Holti Kvenfélagið Eining heldur spilakvöld föstudaginn 10. nóvember kl. 20:30 í Holti á Mýrum. Miðaverð 1000kr. Allir velkomnir. Kvenfélagið Eining.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 9. nóvember 2017
3
Sögustund á bókasafninu elt Upps mber e 9. des
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar hefur ákveðið að endurvekja sögustundir á Bókasafninu í samstarfi við gestalesara. Frumraunin var laugardaginn 28. október og tókst sú stund einstaklega vel. Vel var mætt og voru 26 krakkar að hlýða á sögurnar þegar mest var, auk foreldra, yngri og eldri systkina. Stefnt verður að því að hafa Sögustundirnar annan hvern laugardag kl. 13:30-14:00 og miðast lesefnið við 3-6 ára. Næst verður lesið 11. og 25. nóvember og svo verður jólaþema á Sögustund 16. desember. Við auglýsum fleiri Sögustundir á nýju ári þegar nær dregur. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Glæsilegur dömufatnaður Lindin tískuverslun heimsækir Höfn Jólafatnaður - jólagjafir Verðum í Höfn-Inn morgunverðarsal Vesturbraut 2. Föstudaginn 10. nóvember kl. 12-18 Vertu velkomin
4
Fimmtudagurinn 9. nóvember 2017
Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gefa þrekhjól
Eystrahorn
Tjarnarbrú 18 á Höfn í Hornafirði Til sölu
Opið hús laugardaginn 11. nóvember kl.13-15
Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gáfu á dögunum tvö þrekhjól í sjúkraþjálfun HSU Hornafirði. Hjólin koma sér sérstaklega vel en þau leysa af hólmi eldri þrekhjól sem eru orðin lúin. Það er ómetanlegt að fá svo veglegar og nytsamlegar gjafir. Stefnt er að því að koma gömlu hjólunum í notkun í Ekrunni þegar búið er að laga þau. Við viljum færa Hirðingjunum og Lions konum kærar þakkir fyrir þessar gjafir.
Heyrnarhjálp með kynningu í Ekru 16. nóvember kl. 15:30 Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra er þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn. Að félaginu koma líka aðstandendur og aðrir áhugamenn um málefni heyrnaskertra. Félagið var stofnað 14. nóvember árið 1937. Nokkur af markmiðum Heyrnarhjálpar: • að gæta hagsmuna félagsmanna • að efla skilning innan félagsins og utan á heyrnarfötlun • að hvetja til heyrnarverndar • að fylgjast með framförum og nýjungum, efla notkun hjálparbúnaðar og þar með að bæta aðgengi heyrnarskertra að samfélaginu • að viða að okkur fræðsluefni er tengist heyrnarfötlun • að gefa út fréttabréf með fræðslu og kynningarefni • að gefa út bæklinga af ýmsu tagi Allir eru velkomnir Kolbrún Stefánsdóttir Framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar
Björt, falleg og vel skipulögð 5 herbergja, efri sérhæð í fallegu steyptu tvíbýlishúsi byggðu 1959. Íbúðin er nú með 3 svefnherbergjum og 2 stofum. Sameiginlegur inngangur og þvottahús er á neðri hæð. Rishæð er í séreign efri hæðar og er um 20 m² yfir fullri lofthæð. Íbúðin getur losnað fljótlega.
Keyrslumót fyrir haustmót í hópfimleikum Nú fer að líða að því að fimleikadeild Sindra sendi frá sér 4 lið á haustmót í hópfimleikum. Mikilvægur undirbúningur fyrir mótið er að halda keyrslumót, (æfingarmót) og verður það haldið laugardaginn 11. nóvember nk. Þetta er kjörið tækifæri til þess að sjá hornfirskt fimleikafólk sýna hvað í þeim býr. Herlegheitin byrja kl. 14:00 í Mánagarði til 14:30. Vonandi sjáum við sem flesta og við getum myndað góða stemningu. Einar Smári Þorsteinsson fimleikadeildar Sindra
yfirþjálfari
Manstu eftir taupokanum?
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 9. nóvember 2017
5
Söfn og sýningar á Suðurlandi – fræðsluefni fyrir börn á grunnskólaaldri
unnið verkefni á staðnum eða tekið þátt í því meðan á heimsókn þeirra stendur. Verkefnið tengist flestum meginþáttum í Sóknaráætlun Suðurlands og þá sérstaklega markmiðunum um að menning og listir fái aukið vægi í uppeldi og kennslu barna, sem og að auka samstarf og verkefnaþróun sem leiði til eflingar og sýnileika menningarlífs á Suðurlandi. Vinnan við verkefnin er þegar hafin og ráðgert er að söfnin/sýningarnar kynni afurðir sínar í lok maí 2018 og í framhaldinu verður efnið aðgengilegt hjá öllum þeim sem tóku þátt. Söfnin sem taka þátt eru:
Myndin var tekin á fyrsta kynningarfundi verkefnisins en á myndinni eru auk aðstandenda verkefnisins, fulltrúar Byggðasafns Árnesinga, Sagnheima Vestmannaeyja, Sæheima Vestmannaeyja, Skálholts og Listasafns Árnesinga ásamt Þórði Frey Sigurðssyni sviðsstjóra Þróunarsviðs SASS. Auk þeirra eru á myndinni Eva Þengilsdóttir listakona og Heiða Linda Sigurðardóttir listgreina kennari sem voru með erindi á fundinum.
Á dögunum var sett af stað eitt áherslu verkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Það eru samtals 14 söfn og/eða sýningar á Suðurlandi sem taka þátt í verkefninu. Um er að ræða verkefni þar sem söfnin/sýningarnar hanna og þróa fræðsluefni fyrir gesti á grunnskólaaldri. Afurðinni er ætlað að efla fræðsluþátt safnanna/sýninganna
sem og að efla möguleika þeirra til vaxtar, þróunar og styðja við viðkomandi safn eða sýningu. Meginmarkmið með verkefninu er að laða að gesti á grunnskólaaldri, fjölskyldur og grunnskóla. Afurðin verður hönnuð með grunnskólaaldur í huga og getur fræðsluefnið verið fjölbreytt og með ólíkar áherslur í upplifun, miðlun og fróðleik þar sem gestir geta jafnvel
• Byggðasafn Árnesinga • Sagnheimar Vestmannaeyjar • Sæheimar Vestmannaeyjar • Skálholt • Hveragarðurinn Hveragerði • Skjálftinn 2008 Hveragerði • Menningarmiðstöðin Höfn • Listasafn Árnesinga • Skógasafn • Skaftfellingur • Íslenski bærinn • Þorbergssetur Hala í Suðursveit • Njálurefill • Vatnajökulsþjóðgarður Fyrir hönd verkefnisins, Guðlaug Ósk Svansdóttir og Ingunn Jónsdóttir, ráðgjafar og verkefnastjórar á vegum SASS
Sögustundin á Bókasafninu Laugardaginn 11. Nóvember n.k. verður Sögustund á Bókasafninu kl. 13.30 – 14.00. Lesefnið miðast við börn á aldrinum 3-6 ára. Í þetta sinn verður sögustundin í samstarfi við gestalesara. Góðir sófar og allrahanda lesefni handa mömmum, pöbbum, ömmum og öfum á meðan lestrinum stendur. Verið velkomin á bókasafnið.
Ef þú hefur áhuga á því að gerast gestalesari vinsamlegast hafðu samband við bókasafn í síma 470-8050 Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Fylgstu með @eystrahorn
Jólahlaðborð á Smyrlabjörgum 25. nóvember og 9. desember
Matseðill Forréttir:
Flatbrauð Kartöflur með uppstúf Heimalagað rauðkál og fleira meðlæti
Heitir réttir:
2 tegundir síldarrétta Heitreykt lúða Grafinn silungur Grafið lamb Grafið hreindýr Kalkúnabringur Hrátt hangikjöt Kalt hangikjöt Hamborgarhryggur
Svínapura Lamb Hreindýr Gæsabringa Hjartafille Brúnaðar kartöflur Sósur Laufabrauð Rúgbrauð
Eftiréttir:
Hrísgrjónagrautur Hátíðarís Ferskir ávextir Frómas
Verð 8.500 kr. á mann Gisting í tveggjamanna herbergi með morgunmat kr. 12.000
Félag Harmonikuunnenda Hornafjarðar og nágrennis
vill tilkynna fund sem haldinn verður í Ekru laugardaginn 25. nóvember nk. kl. 16:00. Menningarmiðstöð Hornafjarðar býður gestum og gangandi til samveru í Nýheimum.
Föstudaginn 10. nóvember kl. 12:00 -13:00. Nemendur lista og menningarsviðs FAS kynna námið og verkefni.
Dagskrá
• Opin umræða um Harmonikuunnendafélagið og hvað fólk vill að gert verði í vetur. • Kaffiveitingar Að öllu óbreyttu verður gestaspilari sem þenur nikkuna sína. Frjáls framlög í kaffisjóð. Allir velkomnir.
Nýr Palmse 13 tonn sturtuvagn til sölu í Hornafirði kr. 1,395,000,- án vsk Hótel Höfn mun sjá um veitingar að þessu sinni og bjóða þau upp á lasagna, brauð og salat. Verð á veitingum er 1600 kr. Allir velkomnir.
Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.
Búvís, Sími 465-1332
Kíktu á vefinn okkar - www.eystrahorn.is