Eystrahorn 36.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 36. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 9. nóvember 2017

www.eystrahorn.is

Nýheimar - þekkingarsetur tekur við þjónustu við háskólanema á Hornafirði

Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum. Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima - þekkingarseturs í október var ákveðið að Nýheimar - þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði. Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum - þekkingarsetri og við þetta verður ekki breyting á starfi starfsmanns Fræðslunets Suðurlands í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Þjónusta við háskólanema mun áfram vera með sama sniði og verið hefur. Umsjón með námsaðstöðu og próftöku hafa Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs og Kristín Vala Þrastardóttir, verkefnastjóri setursins. Viljum við hvetja alla námsmenn á svæðinu til þess að kynna sér þá aðstöðu sem boðið er uppá í Nýheimum.

Jólakort MS-félagsins

Lionsklúbburinn Kolgríma býður upp á fríar blóðsykursmælingar í Miðbæ

FÖSTUDAGINN 10. NÓVEMBER. Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Eddu Heiðrúnu Backman sem heitir “Tveir þrestir”. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind fyrir félagið og kosta 6 kort saman í pakka kr. 1.000,- Kortin eru nú til sölu hjá Valgeiri Hjartarsyni Garðsbrún 2, sími 848-4083. Í nóvember verður gengið í hús og kortin boðin til sölu. MS-félagið vonar að fólk sjái sér fært að styrkja gott málefni um leið og það sendir fallega jólakveðju.

frá kl. 14:00 - 17:00 eða á meðan birgðir endast.

Þökkum Lyfju veittan stuðning. Seld verða á staðnum Jóladagatal Lions og kökur Allur ágóði rennur til líknarmála í heimabyggð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.