Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 3. nóvember 2016
37. tbl. 34. árgangur
Þjónustusamningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði undirritaður Síðastliðinn föstudag var undirritaður nýr samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði en samningurinn sem starfað er eftir í dag rennur út um áramót. Það hefur verið óvíst um framhald samnings eftir að sameining heilbrigðisstofnana varð raunin haustið 2014. Hornfirðingar hafa borið ábyrgð á rekstrinum síðastliðin 20 ár með mjög góðum árangri, það hefur orðið mikil samþætting í heimaþjónustu ásamt því að mikið og gott samstarf hefur átt sér stað í félag-, heilbrigðis- og fræðslumálum sem meðal annars má merkja með undirritun samnings við Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag á föstudaginn. Nýr samningur er mjög sambærilegur þeim sem hefur verið starfað eftir frá árinu 2012. Það náðist í gegn að fjölga um eitt sjúkrarými og hefur stofnunin þá endurheimt það sjúkrarými sem var tekið af í kjölfar hruns. Síðustu ár hefur nýting sjúkrarýma verið frá 130% upp í 200% sem sýnir hversu mikil þörfin er. Samningurinn er tvískiptur að þessu
sinni, sveitarfélagið gerist aðili að samningum sem nýlega voru undirritaðir við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila. Sá samningur gildir frá 1. janúar 2016 og felur í sér hækkun á daggjöldum vegna hjúkrunarrýma, hækkun á húsnæðisgjaldi og samið var um yfirtöku ríkis á lífeyrisskuldbindingum starfsmanna. Samhliða gerir sveitarfélagið sér samning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur heilsugæslu og sjúkrarýma. Rekstur heilbrigðisstofnunarinnar hefur verið í járnum þetta árið en
fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var samþykkt með 13 milljón króna halla í upphafi árs sem hefur kallað á gríðarlegt aðhald á meðan eftirspurn eftir þjónustu er að aukast sér í lagi vegna aukningar ferðamannastraums á svæðinu. Þessir samningar styrkja því rekstur stofnunarinnar töluvert ásamt því að viðurkenna það góða starf sem hefur unnist í heilbrigðismálum í sveitarfélaginu. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði
Heilsueflandi samfélag
Fimmtudaginn 27. október s.l. undirrituðu Birgir Jakobsson landlæknir og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri samstarfssamning um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag er þróunarverkefni undir forystu landlæknisembættisins. Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnarog heilsueflingarstarfi. Verkefninu er
ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu m.a. í gegnum skólastarf, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla þannig að auknum lífsgæðum. Grunnskóli Hornafjarðar og FAS hafa verið heilsueflandi skólar um nokkra hríð og er fram líða stundir mun nýr leikskóli verða heilsueflandi leikskóli. Fyrstu skref í verkefninu eru þau að fulltrúar frá skólum, heilbrigðisstofnunum og íþróttafélögum munu hittast á vinnustofum í landshlutunum til að undirbúa innleiðingu þess.
Sala á neyðarkalli 2016 hefst næstkomandi föstudag á hádegi fyrir framan Nettó. Kauptu kallinn í heimahéraði og styrktu þitt Björgunarfélag. Kveðja félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar
2
Fimmtudagurinn 3. nóvember 2016
Þakkir
FÉLAGSSTARF
Innilegar þakkir fyrir vináttu og auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar Valgerðar Sigurðardóttur, Hafnarbraut 47. Stefán, Sigrún, Sigurður, Benedikt og Kristín.
Skemmtileg vinna í boði Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir leikskólakennurum og leiðbeinendum. http://www.leikskolinn.is/longuholar/ Skemmtileg vinna er í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum. Leikskólinn Lönguhólar vill fá þig í vinnu skólaárið 2016–2017, hvort sem þú ert stelpa eða strákur, kona eða karl. Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri tekur við umsóknum og veitir allar nánari upplýsingar í síma 470-8490, í netfangi margreti@hornafjordur.is eða á Leikskólanum Lönguhólum. Umsækjandi þarf að hafa jákvæða lund, vera góður í samskiptum og æskilegt er að hann hafi reynslu af vinnu með börnum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 30. maí sl. að veita starfsmönnum leikskóla með börn á leikskólaaldri afslátt af leikskólagjöldum og forgang að leikskólaplássi í samræmi við reglur þar um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 15. nóv. nk.
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA
Félagsvistin heldur áfram í kvöld kl. 20:00. Rjómapönnuköku-og söngball í Ekrunni sunnudaginn 6. nóv. kl. 16:00 - 17:30. Hilmar og fuglarnir spila fyrir dansi. Allir velkomnir !! Umsjónarmann vantar á Björgunarskip Hornafjarðar.
Um er að ræða 30% starf, umsjón og eftirlit með skipakostum Björgunarfélags Hornafjarðar. Skipstjórnar- eða vélstjóraréttindi er kostur. Nánari upplýsingar veitir Jónas í síma 893-0693 eða á fridrikjonas@simnet.is. Umsóknarfrestur er 14. nóvember. Umsóknir sendist á fridrikjonas@simnet.is.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 3. nóvember 2016
3
Rakarastofa Baldvins verður lokuð dagana 9. - 20. nóvember.
99KF% RÍTT
Kveðja Baldvin
RY
PARKETSLÍPUN
Á HÖFN Í HORNAFIRÐI Verðum með parketslípun og aðra parketþjónustu á Hornafirði upp úr miðjum nóvember. Slípunin er 99% rykfrí og eingöngu er notast við hágæða lökk og slípivörur. Gerum föst tilboð eða fermetraverð.
Sími 690-5115
Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir verður með stofu á heilsugæslustöðinni 17. - 18. nóvember. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.
Sérkennari við Grunnskóla Hornafjarðar - afleysingar Auglýst er eftir kennara í 100 % starf til að sinna sérkennslu í afleysingum fram á næsta vor á eldra stigi í Grunnskóla Hornafjarðar. Óskað er eftir að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að umsækjandi hafi kennsluréttindi og hann verður að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga, vera lausnamiðaður og jákvæður. Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskrar sveitarfélaga Umsóknarfrestur er til 13. nóvember. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans. http://gs.hornafjordur.is/skolinn/starfsmenn/ Frekari upplýsingar gefur í síma 899-5609 og á thorgunnur@hornafjordur.is
skólastjóri netfanginu
Félagsfundur í Ekrunni þann 11.11.2016 kl. 20:00 Dagskrá. • Lóðarleigusamningar og samkomulag um vegamál; kynning, umræður og afgreiðsla. • Önnur mál. Stjórn FSS
Vistakstursnámskeið Verður haldið 8. nóvember kl. 19:30 í Nýheimum, notaðir eru 5 fullkomnir ökuhermar. Kennd eru grunnatriði vistaksturs; þ.e. á hvaða snúningssviði og álagi vélar vinna hagkvæmast, samspil hraða/snúningshraða/eyðslu, markviss notkun á “fuel cut-off”, staðsetningu í umferð, nýting skriðþunga, minnkuð bremsunotkun, kostnaður við hægagang o.s.frv. Sá akstursstíll sem af þessu hlýst minnkar einnig álag á slithluti bílsins og hefur sýnt sig að draga úr tjónum, á það sérstaklega við um aftanákeyrslur. Námskeiðið samanstendur af innslögum um þessa þætti og endurteknum akstursæfingum þar sem ökumenn fá beina mælingu á eigin ökustíl. Síðast en ekki síst þá opna námskeiðin á umræðu um hagkvæman akstur og skapa jákvæðan samkeppnisanda og sum fyrirtæki hafa notað námskeiðin sem opnun á markvisst hópefli. Það er mikilvægt að þessari umræðu og jákvæðu stemingu sé haldið við í daglegu umhverfi ökumanna og það hefur reynst vel að yfirmenn og viðgerðarmenn sæki námskeið með ökumönnum. Námskeiðin henta jafnt ökumönnum stærri og minni bíla. Fyrirtæki/einstaklingar eru hvött til að nýta sér námskeiðið, hægt er að bæta við námskeiðum. Skráning á námskeiðið er hjá Bryndísi Bjarnarson netfangið bryndis@hornafjordur.is nánari upplýsingar í síma 470-8024.
markhönnun ehf
Raftækjadagar LG ULTRA HD SMART SJÓNVARP
43"
Verð áður: 109.995 kr.
87.996 kr
20%
LG ULTRA HD SMART SJÓNVARP
55"
Verð áður: 179.995 kr.
143.996 kr
ALLT AÐ
25%
20%
55"
PHILIPS UHD SMART TV ANDROID
Verð áður: 199.995 kr.
149.996 kr
25%
AFSLÁTTUR AF SJÓNVÖRPUM
UNITED LED SJÓNVARP
32"
Verð áður: 29.995 kr.
22.496 kr
PHILIPS LED SJÓNVARP
25%
40"
Verð áður: 59.995 kr.
50.996 kr
20%
15%
Fullt af frábærum tilboðum
AFSLÁTTUR
25%
20%
LG SOUNDBAR Verð áður: 24.995 kr.
19.996 kr
20%
35%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
WHIRLPOOL 188 CM KÆLISKÁPUR M/ FRYSTI
WHIRLPOOL ÞURRKARI BARKALAUS 7 KG B
WHIRLPOOL ÞVOTAVÉL 1400SN 7KG BPM
WHIRLPOOL UPPÞVOTTAVÉL 60CM - STÁL
Verð áður: 74.995 kr.
Verð áður: 64.995 kr.
Verð áður: 74.995 kr.
Verð áður: 74.995 kr.
59.996 kr
51.996 kr
56.246 kr
48.747 kr
Tilboðin gilda 3. – 13. nóvember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
40%
40%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
MELISSA PANINIGRILL
MELISSA DJÚPSTEIKINGARPOTTUR
4.797 kr
4.797 kr
DANTAX ÖRBYLGJUOFN 23L M/GRILLI Verð áður: 19.995 kr.
13.997 kr
WHIRLPOOL 750W ÖRBYLGJUOFN SILFUR
30%
Verð áður: 24.995 kr.
17.497 kr
40% AFSLÁTTUR
MELISSA MINI MATVINNSLUVÉL
Verð áður: 7.995 kr.
Verð áður: 7.995 kr.
Verð áður: 4.995 kr.
2.997 kr
Eldhúsraftæki
40% AFSLÁTTUR
30%
40%
KENWOOD 750W MATVINNSLIVÉL M/BLANDARA
AFSLÁTTUR
Verð áður: 19.995 kr.
11.997 kr
40%
VIDAL 5 IN 1 SETT
AFSLÁTTUR
Verð áður: 4.995 kr.
2.997 kr PHILIPS HÁR OG SKEGGSNYRTIR Verð áður: 9.995 kr.
5.997 kr
VIDAL SASSON SLÉTTUJÁRN
35%
PHILIPS RAKVÉL MEÐ HLEÐSLU+ NEFHÁRAKLIPPU Verð áður: 12.995 kr.
40%
Verð áður: 3.995 kr.
2.397 kr VIDAL 2000W HÁRBLÁSARI
8.447 kr
AFSLÁTTUR
Verð áður: 5.995 kr.
3.597 kr
30%
IROBOT ROOMBA RYKSUGUVÉLMENNI Verð áður: 59.995 kr.
41.997 kr
PHILIPS POWERLIFE ECO RANGE RYKSUGA Verð áður: 14.995 kr.
11.996 kr
20%
Riksugan á fullu 35%
MELISSA 1200W RYKSUGA - SVÖRT Verð áður: 7.995 kr.
5.197 kr
40% AFSLÁTTUR
GUFUSLÉTTIR Verð áður: 9.995 kr.
5.997 kr
TILBOÐ GILDA EINGÖGNU Í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM Nettó Akureyri | Nettó Njarðvík Krossmóa | Nettó Hornafirði Nettó Borgarnesi | Nettó Egilsstöðum | Nettó Selfossi | Nettó Hrísalundi
6
Fimmtudagurinn 3. nóvember 2016
Eystrahorn
Orlofsíbúðir um jól og áramót
Töfrandi aðventa á Icelandair hótel Héraði
Við viljum vekja athygli á að umsóknafrestur vegna íbúða um jól og áramót er til 9. nóvember. Umsóknareyðublað er á heimasíðu félagsins. Úthlutun fer fram 10. nóvember og allir sem sótt hafa um fá svar fljótlega upp úr því, hvort sem þeir hafa fengið úthlutað eða ekki. Hægt er að senda umsóknir með tölvupósti eða afhenda á skrifstofum félagsins.
Jólahlaðborð
Allar helgar frá 19. nóvember bjóðum við upp á okkar margrómaða jólahlaðborð. Ógleymanleg kvöldstund fyrir þá sem kjósa framúrskarandi þjónustu og umgjörð. Verð á mann 9.250 kr. og tilboð fyrir hópa. Fyrir hópa er jólahlaðborðið í boði öll kvöld vikunnar.
Ath. umsóknir þurfa að hafa borist 9. nóvember til að vera teknar gildar.
Happy hour á barnum fyrir matargesti alla daga frá kl. 17-19.
Jólatilboð
Jólahlaðborð og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði. Verð á mann 17.500 kr. Bætið við aukanótt fyrir 3.500 kr. á mann.
AFL Starfsgreinafélag
Gjafabréf á brunch eða jólahlaðborð er ávísun á einstaka upplifun.
Bókanir og allar upplýsingar veitir starfsfólk okkar á staðnum, í síma 471 1500 og í tölvupósti á herad@icehotels.is.
REYKJAVÍK NATURA
REYKJAVÍK MARINA
FLÚÐIR
VÍK
KLAUSTUR
HÉRAÐ
AKUREYRI
HAMAR
Fræðslufyrirlestur til að sporna við loftlagsbreytingum Fræðslufyrirlestur um minnkun gróðurhúsaloftegunda verður haldinn í fundarsal Nýheima þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:00. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnisstjóri loftslagsverkefnis Landverndar, mun kynna hvað starfsmenn og íbúar sveitarfélagsins geta gert til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og spornað gegn loftslagsbreytingum. Það er mjög margt hægt að gera, til dæmis spara rafmagn, koma í veg fyrir matarsóun og stunda vistvænar samgöngur. Fyrirlesturinn er öllum opinn
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 3. nóvember 2016
Leiðbeinandi í félagsmiðstöð Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir leiðbeinanda í hlutastarf í félagsmiðstöðina Þrykkjuna í Vöruhúsi. Umsækjandi þarf að búa yfir ákveðinni festu, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Leiðbeinandi í félagsmiðstöð starfar með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni undir leiðsögn og í samvinnu við forstöðumann. Laun og starfskjör taka mið af samningum launanefndar sveitarfélaga og samningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 15. nóv. nk. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra á netfangið; ragnhildur@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470-8000.
Atvinna
Heimaþjónustudeild Hornafjarðar Okkur vantar starfsfólk í: • Vaktavinnu inn á heimili fólks með fötlun til að aðstoða þau með athafnir daglegs lífs. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. • Heimilishjálp í 50-60% starf frá 1. janúar • Liðveisla með fötluðum ungmennum seinni part dagsins. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og Afls starfsgreinasambands. Starfsmaður þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bílpróf. Góð vinna með skóla. Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Maren Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustudeildar í síma 470-8019, 864-4918 eða maren@hornafjordur.is
Hótel Höfn óskar eftir að ráða næturvörð Hótel Höfn leitar að öflugum og samviskusömum einstaklingi í starf næturvarðar. Starfssvið • Móttaka gesta • Tölvuvinnsla • Þrif • Almenn húsvarsla • Ýmis önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Sjálfstæð vinnubrögð • Góð tölvukunnátta er kostur • Metnaður og frumkvæði í starfi • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta æskileg
Vaktafyrirkomulag 7 vaktir á 7 dögum. Unnið er 7 daga á 12 tíma vöktum frá kl. 20-08. 7 daga frí í kjölfarið. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Frekari upplýsingar fást hjá Fanneyju Björgu Sveinsdóttur, hótel- og framkvæmdastjóra Hótels Hafnar í síma 478-1240 og í gegnum fanney@hotelhofn.is
7
Ferðafélag AusturSkaftfellinga
Bleikahnúta - Hestgerðishnúta í Suðursveit. Laugardaginn 5. nóvember. Brottför kl.10:00 frá Þjónustumiðstöð SKG, tjaldstæði Hafnar. Göngutími ca. 4 klst. gengið upp frá Sunnuhlíð. Verð 1000 kr. fyrir 18 ára og eldri, 1500 kr. fyrir hjón. Skráning fyrir kl. 20:00 föstudaginn 4. nóv. hjá Rögnu gsm. 662-5074 Allir velkomnir.