Eystrahorn 37.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 3. nóvember 2016

37. tbl. 34. árgangur

Þjónustusamningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði undirritaður Síðastliðinn föstudag var undirritaður nýr samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði en samningurinn sem starfað er eftir í dag rennur út um áramót. Það hefur verið óvíst um framhald samnings eftir að sameining heilbrigðisstofnana varð raunin haustið 2014. Hornfirðingar hafa borið ábyrgð á rekstrinum síðastliðin 20 ár með mjög góðum árangri, það hefur orðið mikil samþætting í heimaþjónustu ásamt því að mikið og gott samstarf hefur átt sér stað í félag-, heilbrigðis- og fræðslumálum sem meðal annars má merkja með undirritun samnings við Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag á föstudaginn. Nýr samningur er mjög sambærilegur þeim sem hefur verið starfað eftir frá árinu 2012. Það náðist í gegn að fjölga um eitt sjúkrarými og hefur stofnunin þá endurheimt það sjúkrarými sem var tekið af í kjölfar hruns. Síðustu ár hefur nýting sjúkrarýma verið frá 130% upp í 200% sem sýnir hversu mikil þörfin er. Samningurinn er tvískiptur að þessu

sinni, sveitarfélagið gerist aðili að samningum sem nýlega voru undirritaðir við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila. Sá samningur gildir frá 1. janúar 2016 og felur í sér hækkun á daggjöldum vegna hjúkrunarrýma, hækkun á húsnæðisgjaldi og samið var um yfirtöku ríkis á lífeyrisskuldbindingum starfsmanna. Samhliða gerir sveitarfélagið sér samning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur heilsugæslu og sjúkrarýma. Rekstur heilbrigðisstofnunarinnar hefur verið í járnum þetta árið en

fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var samþykkt með 13 milljón króna halla í upphafi árs sem hefur kallað á gríðarlegt aðhald á meðan eftirspurn eftir þjónustu er að aukast sér í lagi vegna aukningar ferðamannastraums á svæðinu. Þessir samningar styrkja því rekstur stofnunarinnar töluvert ásamt því að viðurkenna það góða starf sem hefur unnist í heilbrigðismálum í sveitarfélaginu. Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði

Heilsueflandi samfélag

Fimmtudaginn 27. október s.l. undirrituðu Birgir Jakobsson landlæknir og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri samstarfssamning um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag er þróunarverkefni undir forystu landlæknisembættisins. Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnarog heilsueflingarstarfi. Verkefninu er

ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu m.a. í gegnum skólastarf, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla þannig að auknum lífsgæðum. Grunnskóli Hornafjarðar og FAS hafa verið heilsueflandi skólar um nokkra hríð og er fram líða stundir mun nýr leikskóli verða heilsueflandi leikskóli. Fyrstu skref í verkefninu eru þau að fulltrúar frá skólum, heilbrigðisstofnunum og íþróttafélögum munu hittast á vinnustofum í landshlutunum til að undirbúa innleiðingu þess.

Sala á neyðarkalli 2016 hefst næstkomandi föstudag á hádegi fyrir framan Nettó. Kauptu kallinn í heimahéraði og styrktu þitt Björgunarfélag. Kveðja félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.