Eystrahorn 37. tbl. 35. árgangur
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 16. nóvember 2017
Er ekki gott að hreyfa sig ? Vil ég hvetja alla til þátttöku bæði í íþróttunum og félagsstarfinu í EKRUNNI sem alltaf er auglýst í Eystrahorni. Eins eru viðburðir auglýstir upp í Ekru og þar er hægt að ná sér í vetrardagskrána sem inniheldur upplýsingar um starfið og félagið. Endilega verið með ! Læt hér fylgja með vísu sem Hr. Hjörtur Þórarinsson sendi okkur að lokinni heimsókn en Hjörtur var aldursforseti þeirra sem komu níræður, hress og kátur. Risna og heimsókn til FeH á Hornafirði. 8. og 9. nóv. 2017 Matar næga neyslu er notalegt að hafa. Væna sviðaveislu, virði betri gjafa. Í síðustu viku komu í heimsókn til Félags eldri Hornfirðinga félagar úr Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra. Tilgangurinn var að fara yfir hvað félagið aðhefðist í íþróttum og kynna nýja grein. Hjá félaginu er í gangi boccia, sundog leikfimi í sal, gönguferðir, pútt, snóker og þythokký. Nýja greinin sem félagsfólkið kynnti okkur var RINGÓ sem er ekki ósvipuð blaki en notaðir gúmmíhringir í stað bolta til að kasta á milli. Góða mæting var í allar greinar og mikil ánægja með þessa góðu heimsókn. Þetta er hvatning til okkar sem erum búinn að náð góðum aldri að taka þátt í íþróttum sem eru við allra hæfi.
Á fleiru fólkið lumar sem flokkast undir gæði. Heimafenginn humar og heilsubótarfæði. „Gleymt er þegar gleypt er“, en gott var allt að smakka. Fljótt úr hlaði hleypt er, hlýtt skal ykkur þakka.
Hj.Þ Stjórn FÁÍA
Með góðri kveðju, Haukur H. Þorvaldsson formaður FeH
Ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi einfaldar störf Lögreglunnar
Ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi hefur nú tekið gildi. Samþykktin, sem var unnin í nánu samstarfi við embætti lög reglustjórans á Suðurlandi, mun einfalda störf lögreglunnar í landshlutanum til muna. Áður voru mismunandi samþykktir í gildi hjá sveitarfélögunum en nú er sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin fjórtán sem heyra til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi. Samþykktin var unnin af starfshópi sem stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) skipaði en í starfshópnum eru bæjar- og sveitarstjórarnir Ásta Stefánsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Björn Ingi Jónsson. Hópnum til ráðgjafar var Gunnar Örn Jónsson lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurlandi sem var tilnefndur af lögreglustjóranum á Suðurlandi. Meðal þess sem ný samþykkt fjallar um eru málefni sem hafa verið áberandi í umræðunni í kjölfar fjölgunar ferðamanna í landshlutanum s.s. um hvar heimilt er að gista í tjöldum, húsbílum og slíkum faratækjum. „Mikið hefur verið í umræðunni að ferðamenn séu að tjalda og leggja ferðavögnum á ýmsum stöðum í landshlutanum sem ekki er leyfilegt. Staðreyndin er sú að lang flestir ferðamenn vilja breyta rétt og fara að lögum og reglum þar sem þeir koma. Hins vegar hefur það kannski ekki alltaf verið þeim ljóst hvað má og má
ekki í þessum efnum og jafnvel hefur það verið misjafnt milli sveitarfélaga. Þessi nýja samþykkt gefur bæði þjónustuaðilum, sveitarfélögunum og eftirlitsaðilum tækifæri á að koma þessum samræmdu upplýsingum betur til skila til gesta. Gefur það gestum betri kost á að breyta rétt þegar kemur að vali á náttstað sem svo aftur skilar sér í ánægjulegri upplifun“ segir Gunnar Þorgeirsson formaður SASS. Lögreglustjórinn á Suðurlandi, Kjartan Þorkelsson fagnar þessu frumkvæði sveitarfélaganna og bendir á að ekki þurfi að fara mörgum orðum um hversu mikið það kemur til með að einfalda störf lögreglu að hafa eina lögreglusamþykkt fyrir allt umdæmið. Lögreglusamþykktin gildir fyrir lögsagnarumdæmi eftirtalinna fjórtán sveitarfélaga: Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Sveitarfélagsins Árborgar, Flóa hrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskóga byggðar, Grímsnesog Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss. Lögreglusamþykktina má sjá í heild sinni á vef SASS (www.sass.is). Nánari upplýsingar veita: Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS í síma 892-7309 og Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi í síma 444- 2000.
Mynd: Lögreglan á Suðurlandi
Fordrykkur kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00
* * * *
Fordrykkur Gómsætir forréttir Úrval aðalrétta af hlaðborði Girnilegir eftirréttir, kaffi og konfekt
Verð: 6900 kr.
Miðapantanir á zbistro780@gmail.com eða 478-2300
2
Fimmtudagurinn 16. nóvember 2017
Andlát
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SAMVERUSTUND verður föstudaginn 17. nóv. kl. 17:00. Sýndar verða myndir sem Heimir Þór tók á sínum tíma. Forvitnilegt efni. Einnig verður sungið og spilað. Umsjón: Sigurður Örn og Haukur Helgi. Mætið vel . Allir velkomnir. HEYRNAHJÁLP Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnahjálpar verður með fræðslufund um heyrnina okkar í dag fimmtudag í EKRUNNI kl. 15:30. Endilega mætið vel. Allir velkomnir.
Auglýst er eftir þjónustufulltrúa í móttöku ráðhússins
Helstu verkefni: • Afgreiðsla: símsvörun, móttaka viðskiptavina, upplýsingagjöf til ytri og innri viðskiptavina, opnun og dreifing pósts, ásamt öðru sem til fellur. • Skjalavarsla: Skráning og skönnun erinda í One system. Frágangur erinda í skjalaskáp ásamt frágangi úr skjalaskáp. Móttaka, dreifing og eftirfylgni umsókna úr Íbúagátt. • Þjóðskrá: Aðseturstilkynningar, umsjón með íbúaskrá, samskipti við Hagstofu Íslands. • Bókhald: Skráning og skönnun reikninga í uppáskriftarkerfi og eftirfylgni þeirra. • Umsjón með fundarsal ásamt innkaupum á aðföngum fyrir fundi og kaffistofu. Hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eða starfsreynsla í skrifstofu- og afgreiðslustörfum. • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. • Góð tölvufærni. Þekking og reynsla í Navision bókhaldskerfi og One málakerfi er kostur. • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg. • Sjálfstæði, skipulagsfærni, samviskusemi og nákvæmni. Laun eru samkvæmt kjarasamningum FOSS Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2017. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið olof@hornafjordur.is. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ólöf I. Björnsdóttir fjármálastjóri í síma 470-8018 eða á olof@hornafjordur.is
Eystrahorn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Áslaug Þóra Einarsdóttir Höfn Hornafirði lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. nóvember. Áslaug Þóra Einarsdóttir fæddist 26.nóvember 1935 á Núpstað á Höfn í Hornafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði 8.nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Guðberg Sigurðsson f. 22.september 1892 d. 26.febrúar 1947 og Sigrún Halldórsdóttir f. 29.maí 1899 d. 15.desember 1992. Systkini Áslaugar Þóru samfeðra voru: Lúðvík Ferdinand Einarsson f. 1918 d. 1934; Gunnar Einarsson f. 1919 d. 2004; Guðrún Einarsdóttir f. 1920 d. 1996; Bergþóra Hulda Einarsdóttir f. 1921 d. 1930; Ingimar Jónsson Einarsson f. 1925 d. 2001. Eiginmaður Áslaugar Þóru var Þorgeir Kristjánsson, f. 1.október í Reykjavík 1935, d. 20.júní 2008. Þau giftu sig 23.desember 1955 og bjuggu alla sinn búskap á Svalbarði 1 á Höfn í Hornafirði. Saman eiga þau fimm börn: 1) Þórarinn Þorgeirsson f. 23.desember 1953, maki Inga Kristjana Sigurjónsdóttir f. 25.janúar 1954, sonur þeirra er Ásgeir, maki Bergþóra Jónsdóttir, börn þeirra eru Dagur, Inga Lilja og Birta Sól. 2) Kristján Olgeir Þorgeirsson f. 9.maí 1955, maki Bára Sigurðardóttir f. 29.janúar 1956, börn þeirra eru: Atli, maki Díana Hilmarsdóttir, börn þeirra eru Ísabella og Hilmar Andri; Stella Rún, maki Einar Birgir Bjarkason, börn þeirra eru Guðjón Leifur og Ólavía Karen; Hafsteinn Dan, sambýliskona Gerður Guðmundsdóttir; og Sandra Dís. 3) Þórhallur Dan Þorgeirsson f. 8.júní 1962, maki Hafdís Hafsteinsdóttir f. 17.október 1965, dætur þeirra eru: Ása María, sambýlismaður Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson, synir þeirra eru Þorsteinn Dan og Kjartan Daði; Anna Lind, sambýlismaður Atli Arnarson; og Thelma Ýr. 4) Harpa Dan Þorgeirsdóttir f. 1.janúar 1966, maki Björn Þórarinn Birgisson f. 4. mars 1966, börn þeirra eru: Karítas Dan, sambýlismaður Bjarki Þorláksson, dóttir þeirra er Ylva Mekkín Bjarkadóttir; og Þorgeir Dan. 5) Börkur Geir Þorgeirsson f. 15.október 1970, dætur hans eru: Alexandra Pálína og Sigrún Ösp, móðir Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir, sambýliskona hans er Ástbjörg Jónsdóttir f. 17. apríl 1972 og dætur hennar eru: Sara Margrét og Alda María. Áslaug Þóra eða Ása Þóra eins og hún var oftast kölluð ólst upp á Höfn í Hornafirði á Núpsstað hjá móður sinni ásamt móðursystur sinni Áslaugu og Þórarni Núpan og syni þeirra Ásgeiri Núpan. Ásu Þóru var ýmislegt til lista lagt enda fjölhæf kona. Hún starfaði meðal annars sem húsmóðir, við fiskvinnslu, verslunarstörf, kennslu og verslunarrekstur. Einnig var hún virk í félagsstarfi innan Lions og sitthvað fleira. Eftir að Þorgeir eiginmaður Ásu Þóru féll frá hélt hún ein heimili þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Skjólgarð í mars 2015 þar sem hún lést. Útför Áslaugar Þóru fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 18.nóvember kl.11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast Áslaugar Þóru er bent á Gjafa- og Minningarsjóð Skjólgarðs.
Viðtalstímar og ráðgjöf Markaðsstofa Suðurlands á Höfn Fulltrúi Markaðsstofu Suðurlands verður með viðveru á Höfn fimmtudaginn 23. nóvember frá kl. 9:00 – 13:00 í Nýheimum. Aðildarfyrirtæki sem og aðrir eru hvattir til að nýta sér mögulega viðtalstíma.
Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490
Markaðsstofan sinnir einnig ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í samstarfi við SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Því geta öll fyrirtæki á svæðinu fengið ráðgjöf Markaðsstofunnar í ferða- og markaðsmálum, sér að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar og tímabókanir hjá Dagnýju Jóhannsdóttur í síma 560-2044 eða hjá dagny@south.is.
H.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 16. nóvember 2017
3
Græn skref í ríkisrekstri
Græn skref í ríkisrekstri er verkefni á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fer Umhverfisstofnun með umsjón þess. Markmið verkefnisins er að draga úr umhverfisáhrifum vegna opinbers reksturs og auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum. Alls 50 ríkisstofnanir eru komin í verkefnið með yfir 100 starfsstöðvar t.d. Alþingi, Menntaskólinn við Sund, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vegagerðin, Ríkiskaup, Náttúrustofnun Íslands og fleiri aðilar sem segir að þetta kerfi getur hentað öllum við að taka sín fyrstu Grænu skref eða við að efla það sem fyrir er. Fimm ráðuneyti eru einnig komin í verkefnið umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Stofnfundur
Umhverfissamtaka Hornafjarðar 21. nóvember kl. 20:00 í Nýheimum Dagskrá stofnfundar: • Kynning á umhverfissamtökum Hornafjarðar Kristín Hermannsdóttir • Blái herinn – Tómas Knútsson • Náttúruvernd vs. umhverfisvernd – Rósa Björk Halldórsdóttir • Strandhreinsun – Steinunn Hödd Harðardóttir • Plastpokalaus Hornafjörður – Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir • Stofnun umhverfissamtaka Hornafjarðar Fundarstjóri: Bryndís Bjarnarson Allir velkomnir - Undirbúningsnefndin
Bifreiðaskoðun á Höfn 20., 21. og 22. nóvember. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. nóvember
Grænu skrefin er einfaldur gátlisti í fimm skrefum, þar sem stofnanir þurfa að innleiða fyrirfram ákveðnar aðgerðir og fá viðurkenningu fyrir hvert skref sem tekið er. Allar upplýsingar um verkefnið eru inni á www.graenskref.is og facebook síðu verkefnisins /graennrikisrekstur/. Vínbúðirnar um allt land hafa verið að innleiða verkefnið síðastliðin tvö ár og nú eru þær nær allar komnar með öll fimm skrefin. Vínbúðirnar hafa verið að ná mjög góðum árangri í flokkun á úrgangi og að draga úr hvers kyns sóun. Einnig hefur verið þar mikil áhersla á að draga úr notkun á einnota umbúðum s.s. plastpokum. Vínbúðin á Höfn er þar engin undantekning og fékk viðurkenningu undirritaða af umhverfisog auðlindaráðherra nýverið þar sem staðfest er að Vínbúðin vinnur ötullega að því að draga eins og hægt er úr umhverfisáhrifum vegna reksturs síns.
Ísland frá A til Ö – ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins Íslandsstofa verður með fund á Höfn þar sem farið verður yfir nýjar markaðsáherslur og markhópagreiningu fyrir ferðaþjónustuna. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands, og er öllum opinn óháð aðild að Markaðsstofunni. Dagskrá • Áherslur og helstu verkefni Markaðsstofu Suðurlands • Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu - ný markhópagreining • Ísland frá A til Ö - nýjar markaðsáherslur • Umræður um framtíðina Miðvikudaginn 22. nóvember á Höfn Hótel Höfn - kl. 12.00 - 14.30 Nánari upplýsingar og skráning á www.islandsstofa.is/fundir
Síðasta skoðun ársins Þegar vel er skoðað
Eru lungun þín í lagi ?
Samtök lungnasjúklinga vinna að velferðar og hagsmunamálum lungnasjúklinga. Samtökin gefa út eitt fréttabréf á ári og bækling um lungasjúkdóma. Samtökin halda uppi öflugu félagsstarfi á veturna sem er sambland af fræðslu og gleði. Dagskrána má finna á heimasíðunni okkar www.lungu.is og á facebook síðunni okkar. Skrifstofan okkar er í Síðumúla 6 og er opin alla mánudaga frá kl. 12:00-15:00. Við svörum í símann alla daga 560-4812. Eru lungun þín í lagi?
4
Fimmtudagurinn 16. nóvember 2017
Eystrahorn
Opnun í lista stofunni RÚN fram að jólum.
Ómissandi jólahefð á Icelandair hótel Héraði
Alla virka daga kl. 13-17 Alla fimmtudaga kl. 13-20 Alla laugardaga kl. 13-16
Jólabrunch
Þorláksmessa kl. 13-20
Alla laugardaga og sunnudaga í desember. Hér fær öll fjölskyldan eitthvað við sitt hæfi.
Verð á mann 4.500 kr. Hálft gjald fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir börn undir 6 ára. Borðapantanir eru nauðsynlegar
Opið á öðrum tímum ef opnunar skiltið er úti.
Gjafabréf á brunch
Sjón er sögu ríkari.
Er hugulsöm gjöf og ávísun á einstaka upplifun
Guðrún og Eyrún
Jólahlaðborð
Allar helgar frá 17. nóvember bjóðum við upp á okkar margrómaða jólahlaðborð. Ógleymanleg kvöldstund fyrir þá sem kjósa framúrskarandi þjónustu og umgjörð.
Verð á mann 9.250 kr. og tilboð fyrir hópa.
Fyrir hópa er jólahlaðborðið í boði öll kvöld vikunnar.
Happy hour
á barnum alla daga frá kl. 17-19.
Bókanir og allar upplýsingar veitir starfsfólk okkar á staðnum, í síma 471 1500 og í tölvupósti á herad@icehotels.is.
REYKJ K AVÍK NATURA A
REYKJ K AVÍK MARINA
Í KEFLAVÍK
FLÚÐIR
KLAUSTUR
HÉRAÐ
AKUREYRI
HAMAR
Konukvöld
Okkar árlega konukvöld verður haldið fimmtudaginn 23. nóvember kl. 18:00-22:00 þar sem konum er boðið upp á léttar veitingar og afslátt af völdum vörum. Mikið úrval af nytsamlegum og fallegum vörum til gjafa og ýmis tilboð. Nú þegar styttist óðum í jólin er nauðsynlegt að slappa af og dekra við sig í góðum vinkonuhópi.
Húsgagnaval
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 16. nóvember 2017
5
Menningarmiðstöð Hornafjarðar býður gestum og gangandi til samveru í Nýheimum
Föstudaginn 17. nóvember. Kl. 12:00 -13:00 Rósa Björk Halldórsdóttir Yfirlandvörður Vatnajökulsþjóðgarðs mun vera með kynningu sem ber yfirskriftina: Vatnajökulsþjóðgarður og villta Suðaustrið. Áskoranir og störf landvarða á Breiðamerkursandi.
Pakkhúsið mun sjá um veitingar að þessu sinni og bjóða þau upp á Hnetukjúklingasúpu og nýbakað brauð. Verð á veitingum er 1500 kr. Allir velkomnir. Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.
Umsóknir - Styrkir
Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, eða í tölvupósti á usu@usu.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 1. desember. Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu USÚ, www.usu.is.
Vegna Vegna Vegna starfsmannaferðar starfsmannaferðar starfsmannaferðar mun mun mun Hafnarbúðin Hafnarbúðin Hafnarbúðin verða verða verða lokuð lokuð lokuð
Opnum Opnum Opnum ááný ánýný miðvikudaginn miðvikudaginn miðvikudaginn 29. 29. 29. nóvember nóvember nóvember
Jólahlaðborð á Kaffi Horninu 2. desember 2017 Forréttir: • Marinneruð síld • Karrýsíld • Rauðbeðusíld • Jólasíld • Sinnepsíld • Grafinn lax • Reyktur lax • Grafin gæs • Heitreykt gæs • Dönsk lifrakæfa • Hátíðapaté • Sveitapaté • Sjávarréttapaté • Reykt önd Aðalréttir Kaldir: • Hangikjöt • Bæjonskinka Aðalréttir Heitir: • Purusteik • Lambalæri • Hreindýr • Villibráðabollur • Gæsabringur • Andabringur
Meðlæti: • Eplasalat • Döðlusalat • Makkarónusalat • Heimalagað rauðkál • Lauksulta Kaffi Hornsins • Heimalagaðar rauðbeður • Sinnepssósa (graflaxsósa) • Cumberlandsulta • Grænar baunir • Maís • Jurta sósa • Sveppa sósa • Appelsínu sósa • Jafningur • Brúnaðar kartöflur Eftirréttir: • Grjónagrautur • Ítölsk ostakaka • Panakota • Makkarónur • Konfekt
Verð á mann 8600 kr. Borðapantanir í síma 478-2600
ÍBÚAFUNDIR UM FJÁRHAGSÁÆTLUN OG STÖÐU SAMEININGAR SVEITARFÉLAGA HOFGARÐI, HOLTI Á MÝRUM OG NÝHEIMUM Dagskrá: • Fjárhagsáætlun 2018. • Kynning á vinnu við könnun vegna hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: • Hofgarði fimmtudaginn 23. nóv. kl. 17:00. • Holti á Mýrum fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20:00. • Nýheimum föstudaginn 24. nóv. kl. 12:00. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér framtíðaráform í sveitarfélaginu og ræða þau mál sem brennur á þeim. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri
Kíktu á vefinn okkar - www.eystrahorn.is