Eystrahorn 37.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 37. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 16. nóvember 2017

Er ekki gott að hreyfa sig ? Vil ég hvetja alla til þátttöku bæði í íþróttunum og félagsstarfinu í EKRUNNI sem alltaf er auglýst í Eystrahorni. Eins eru viðburðir auglýstir upp í Ekru og þar er hægt að ná sér í vetrardagskrána sem inniheldur upplýsingar um starfið og félagið. Endilega verið með ! Læt hér fylgja með vísu sem Hr. Hjörtur Þórarinsson sendi okkur að lokinni heimsókn en Hjörtur var aldursforseti þeirra sem komu níræður, hress og kátur. Risna og heimsókn til FeH á Hornafirði. 8. og 9. nóv. 2017 Matar næga neyslu er notalegt að hafa. Væna sviðaveislu, virði betri gjafa. Í síðustu viku komu í heimsókn til Félags eldri Hornfirðinga félagar úr Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra. Tilgangurinn var að fara yfir hvað félagið aðhefðist í íþróttum og kynna nýja grein. Hjá félaginu er í gangi boccia, sundog leikfimi í sal, gönguferðir, pútt, snóker og þythokký. Nýja greinin sem félagsfólkið kynnti okkur var RINGÓ sem er ekki ósvipuð blaki en notaðir gúmmíhringir í stað bolta til að kasta á milli. Góða mæting var í allar greinar og mikil ánægja með þessa góðu heimsókn. Þetta er hvatning til okkar sem erum búinn að náð góðum aldri að taka þátt í íþróttum sem eru við allra hæfi.

Á fleiru fólkið lumar sem flokkast undir gæði. Heimafenginn humar og heilsubótarfæði. „Gleymt er þegar gleypt er“, en gott var allt að smakka. Fljótt úr hlaði hleypt er, hlýtt skal ykkur þakka.

Hj.Þ Stjórn FÁÍA

Með góðri kveðju, Haukur H. Þorvaldsson formaður FeH

Ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi einfaldar störf Lögreglunnar

Ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi hefur nú tekið gildi. Samþykktin, sem var unnin í nánu samstarfi við embætti lög­ reglustjórans á Suðurlandi, mun einfalda störf lögreglunnar í landshlutanum til muna. Áður voru mismunandi samþykktir í gildi hjá sveitarfélögunum en nú er sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin fjórtán sem heyra til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi. Samþykktin var unnin af starfshópi sem stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) skipaði en í starfshópnum eru bæjar- og sveitarstjórarnir Ásta Stefánsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Björn Ingi Jónsson. Hópnum til ráðgjafar var Gunnar Örn Jónsson lögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurlandi sem var tilnefndur af lögreglustjóranum á Suðurlandi. Meðal þess sem ný samþykkt fjallar um eru málefni sem hafa verið áberandi í umræðunni í kjölfar fjölgunar ferðamanna í landshlutanum s.s. um hvar heimilt er að gista í tjöldum, húsbílum og slíkum faratækjum. „Mikið hefur verið í umræðunni að ferðamenn séu að tjalda og leggja ferðavögnum á ýmsum stöðum í landshlutanum sem ekki er leyfilegt. Staðreyndin er sú að lang flestir ferðamenn vilja breyta rétt og fara að lögum og reglum þar sem þeir koma. Hins vegar hefur það kannski ekki alltaf verið þeim ljóst hvað má og má

ekki í þessum efnum og jafnvel hefur það verið misjafnt milli sveitarfélaga. Þessi nýja samþykkt gefur bæði þjónustuaðilum, sveitarfélögunum og eftirlitsaðilum tækifæri á að koma þessum samræmdu upplýsingum betur til skila til gesta. Gefur það gestum betri kost á að breyta rétt þegar kemur að vali á náttstað sem svo aftur skilar sér í ánægjulegri upplifun“ segir Gunnar Þorgeirsson formaður SASS. Lögreglustjórinn á Suðurlandi, Kjartan Þorkelsson fagnar þessu frumkvæði sveitarfélaganna og bendir á að ekki þurfi að fara mörgum orðum um hversu mikið það kemur til með að einfalda störf lögreglu að hafa eina lögreglusamþykkt fyrir allt umdæmið. Lögreglusamþykktin gildir fyrir lögsagnarumdæmi eftirtalinna fjórtán sveitarfélaga: Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangár­þings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Sveitarfélagsins Árborgar, Flóa­ hrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hruna­mannahrepps, Bláskóga­ byggðar, Grímsnesog Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss. Lögreglusamþykktina má sjá í heild sinni á vef SASS (www.sass.is). Nánari upplýsingar veita: Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS í síma 892-7309 og Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi í síma 444- 2000.

Mynd: Lögreglan á Suðurlandi

Fordrykkur kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00

* * * *

Fordrykkur Gómsætir forréttir Úrval aðalrétta af hlaðborði Girnilegir eftirréttir, kaffi og konfekt

Verð: 6900 kr.

Miðapantanir á zbistro780@gmail.com eða 478-2300


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.