Eystrahorn 37.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn 37. tbl. 36. árgangur

Fimmtudagurinn 18. október 2018

www.eystrahorn.is

Fyrsti heimaleikur Sindra í 1. deild í körfubolta Vegferðin Mikil eftirvænting er hjá kör fuboltaáhugamönnum á Hornafirði þar sem næstkomandi laugardag, 20. október kl. 14 mun meistaraflokkur karla hjá Sindra leika sinn fyrsta heimaleik frá upphafi í 1. deild í körfubolta. Með þessum leik má segja að langþráðu markmiði sé náð eftir 13 ára samfleytt starf. Körfuknattleiksdeild Sindra var endurvakin árið 2005 þegar Arnar Guðjónsson og Skúli Ingibergur Þórarinsson fluttu á Höfn. Í upphafi var höfuðáhersla á yngriflokka en meistaraflokkur karla líka starfræktur. Tímabilið 2015-2016 fellur liðið í 3. deild, eftir það hefur leiðin legið upp á við með komu erlendra leikmanna, spilandi þjálfara og góðs kjarna heimamanna. Síðasta vor var svo markmiðinu náð með sæti í 1. deild. Breytingarnar við að flytjast upp um deild Leikmenn og þjálfun Getustigið er allt annað í 1. deildinni samanborið við neðri deildir, um er að ræða litla deild með 8 liðum og er spiluð þreföld umferð. Öll hin liðin hafa spilað í úrvalsdeild frá aldamótum og hafa á að skipa frambærilegum liðum. Markmiðið fyrir þetta ár var að mæta með samkeppnishæft lið til keppni, auka kröfur á og gæði leikmanna, þjálfunar og bæta umgjörð í kringum liðið og leiki. Einn þáttur í þessu var að ráða reyndan atvinnuþjálfara. Fyrir valinu var Mike Smith, hann er er Ameríkani og hefur þjálfað við góðan orðstír í Evrópu ,nú síðast í Lúxemborg bæði félagslið og U20 ára landsliðið.

Í er dag liðið samsett af góðum kjarna heimamanna ásamt atvinnumönnunum Barrington Stevens og Kenny Fluellen . Starfsmenn og kostnaður Einnig eru gerðar meiri kröfur til starfsmanna leiksins. T.d. þarf tvo auka starfsmenn sem sinna lifandi tölfræði á meðan leik stendur og allt að sex einstaklinga á ritaraborðið. Kostnaðurinn við rekstur deildarinnar er eitt af því sem eykst mikið við að fara í 1. deild. Um sannkallaða landsbyggðadeild er að ræða og mikið um löng ferðalög. Einnig er krafa um óháða dómara sem deildin greiðir fulla kostnað af eða um 100 þúsund kr. á hvern heimaleik. Einnig segir sig sjálft að fleiri gæða atvinnumenn og þjálfari ásamt húsnæði eru stórir þættir sem ýta kostnaðinum upp.

Umgjörðin á heimaleikjum Þar sem kröfurnar við að komast upp um deild aukast á margan hátt þá er umgjörðin þar ekki undanskilin og hefur það verið markmið stjórnarinnar að gera hana eins glæsilega og kostur er. Heimavöllurinn sjálfur hefur tekið miklum stakkaskiptum og mun ganga undir heitinu Ice Lagoon höllin. Nýtt parketgólf og körfur gefa húsinu allt aðra ásýnd og eru algjör bylting. Þar að auki er komin glæsileg tafla sem er í raun risastór Led skjár. Skjárinn opnar mikla möguleika fyrir lifandi umfjöllun, auglýsingar og annað efni. Sindri TV verður hleypt af stokkunum, um er að ræða samstarfsverkefni við FAS um að taka upp og sýna beint frá öllum leikjum ásamt því að vera með fjölmiðlaumfjöllun eins og

viðtöl og greinaskrif eftir leiki. Sindrahamborgarar á Kaffi Horninu fyrir leiki Leikmenn fara á leikdegi í mat í Pakkhúsinu, og Kaffi Hornið býður upp á Sindrahamborgara fyrir stuðningsmenn klukkustund fyrir leik. Þar verða borgarafundir þar sem Mike þjálfari mun koma og heilsa upp á mannskapinn og fara yfir leik dagsins. Miði á leikinn er innifalinn í verði hamborgarans. Að lokum viljum við þakka öllum sem komið hafa að starfi og stuðningi við deildina í ár og undanfarin ár og sjáumst í íþróttahúsinu næstkomandi laugardag. F.h. stjórnar Körfuknattleiksdeildar Sindra Hjálmar J. Sigurðsson


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 18. október 2018

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

2016

Sunnudaginn 21. október Guðsþjónusta kl. 11:00 Spjall yfir kaffisopa eftir messu. Allir velkomnir. Prestarnir

Föstudagshádegi í Nýheimum Föstudagshádegi í Nýheimum verður haldið þann 19.10. og hefst dagskráin Kl. 12:00 og stendur til 13:00. Stefán Sturla les upp úr nýútkominni bók sinni Fléttubönd. Þetta er önnur bókin í glæpasögu þríleiknum um Lísu og samstarfsfólk hennar. Fyrsta bókin Fuglaskoðarinn kom út fyrir ári og naut mikilla vinsælda. Stefán Sturla spjallar við gesti. Hægt verður að fá bókina keypta og áritaða á staðnum.

Súpa, nýbakað brauð og pesto 1000kr Súpa, brauð og salatbar á 1500kr í boði frá kl 12.00 (ath. að ekki er tekið við kortum)

Manstu eftir taupokanum?

Eystrahorn Vildaráskrift Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SAMVERUSTUND föstudaginn 19. okt. kl. 17:00. Eiríkur Sigurðsson fer með okkur til Færeyja í myndum og máli. Heyrum líka færeyska tónlist. FRÍSTUND er í Nýheimum laugardaginn 20. okt. kl. 11:00 til 15.00. Þar kynna félagasamtök starfsemi sína fyrir íbúum. FeH tekur þátt í kynningunni. BINGÓ GLEÐIGJAFA er laugardaginn 27.okt. kl. 14:00 i EKRUNNI. Mætið vel ! Starfsfólk óskast Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftirfarandi störf á suðursvæði þjóðgarðsins: • 100% staða við ræstingar og önnur tilfallandi störf á Jökulsárlóni fram að áramótum. Möguleiki á áframhaldandi starfi. Starfsmannahúsnæði í boði á samningstíma. Umsækjendur þurfa að hafa ökuréttindi. • Hlutastarf við afleysingar í afgreiðslu í Gömlubúð fram að áramótum. Starfið felur í sér upplýsingagjöf til ferðamanna og almenn afgreiðslustörf. Möguleiki á 100% starfshlutfalli í nóvember. Íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg. The following position is available at Vatnajökull National Park: • Cleaning at Jökulsárlón, 100% position until December 31st, with an extension possible. Accommodation is provided by the national park. A driver’s licence is required for the job. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Umsóknarfrestur til 1. nóvember. Laun greidd samkvæmt stofnanasamningi Vatna­ jökulsþjóðgarðs og Starfsgreinasambands Íslands. Nánari upplýsingar um störfin gefur Steinunn Hödd Harðardóttir í síma 842-4373 eða í tölvupósti steinunnhodd@vjp.is. Umsóknir skulu sendar á sama netfang.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 18. október 2018

Gleði, gleði, gleði.......gjafar!

Á þessum tíma ársins hefja félög hin ýmsu og kórar vetrarstarf sitt. Gleðigjafar, kór eldri borgara er þar á meðal. Kórastarfið er skemmtun hin mesta, félagslega séð, líkamlega og sálarlega. Inngönguskilyrði eru ekki flókin, eingöngu að hafa gaman af að syngja og vera innan um aðra slíka. Það er útbreiddur misskilningur að fólk verði að vera fantaflottir söngvarar til að syngja í kór. Ef svo væri, væri kóraflóra Íslands ansi fátækleg. Eðli málsins samkvæmt þurfum við endurnýjun í kóra eldri borgara, það er einfaldlega þannig. Þessvegna hvet ég alla þá sem hafa gaman af að syngja að koma og syngja með okkur, Gleðigjöfum. Æfingar eru á þriðjudögum klukkan 19:00 til kl. 20:00 . Verið hjartanlega velkomin, karlar og konur. Fh. Gleðigjafa, Guðlaug Hestnes.

www.eystrahorn.is

Fléttubönd

Bókaforlagið Ormstunga gefur út bókina Fléttubönd eftir Stefán Sturlu. Þetta er önnur bókin í glæpasögu þríleiknum um Lísu og samstarfsfólk hennar. Fyrsta bókin Fuglaskoðarinn kom út fyrir ári og naut mikilla vinsælda. Hver bók er sjálfstæð saga. Tíminn sem líður í söguheimi bókanna er sá sami og tíminn milli útgáfu bókanna. Við kynnumst því stöðu sögupersónanna og hvernig líf þeirra snýst um vinnu, líkfundarmál, heimilisofbeldi, erfiðar minningar og hið daglega … að lifa.

„Öldurnar brotnuðu og reyndu að ná til hennar. Sporin í sandinum máðust út þegar sjórinn þvoði fjöruna og lék um fætur hennar. Án þess að gera sér grein fyrir því var hún orðin rennandi vot langt upp fyrir hné. Hún fann ekki fyrir kuldanum. Í rauninni fann hún ekki fyrir neinu. Hún gekk lengra út í sjóinn. Tilfinningar hennar voru á þessu augnabliki við sama hitastig og sjórinn, rétt fyrir ofan núll gráður.“ Stefán Sturla verður með útgáfuhóf í föstudagshádegi í Nýheimum milli klukkan 12 - 13 þar sem hann spjallar við gesti, les úr nýju bókinni. Hægt verður að fá bókina keypta og áritaða á staðnum.

Opinn fundur með aðilum í ferðaþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu. Boðað er til fundar með aðilum í ferðaþjónustu þriðjudagskvöldið 23. október 2018 kl. 20:00 í félagsheimilinu Holti á Mýrum. Húsið opnar klukkan 19:30 og er áætluð fundarlok um klukkan 22:00. Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar mun halda stutt erindi ásamt Helgu Árnadóttur þjóðgarðsverði auk þess sem þau taka þátt í pallborðsumræðum ásamt öðrum góðum gestum. Helstu áherslur fundarins verða: • Samvinna heimamanna og samheldni. • Samstarf innan landhlutans, þ.e. Suðurlands og á landsvísu. • Gæði og takmörkuð auðlind – mikilvægi þess að jafna álag og gera fleiri staði aðgengilega. • Verndar- og stjórnunaráætlun sem stýritæki og samráð við hagsmunaaðila. • Hlutverk hagsmuna- og félagssamtaka á svæðinu.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 18. október 2018

Eystrahorn

Sögur kvenna af jöklum og jöklabreytingum

Næstu mánuði mun Dr. M Jackson hafa aðsetur í Nýheimum en hún er landfræðingur, jöklafræðingur og rannsakandi hjá National Geographic. M kemur frá Alaska en hún hefur áður dvalið á Höfn í tengslum við verkefni sín. Árin 2016-2017 kom hún til Hafnar í fyrsta sinn og vann þá að skrifum á bók sinni The Secret Lives of Glaciers. M vinnur nú að nýrri bók sinni sem mun segja frá upplifun og sýn kvenna, er búið hafa í nábýli við jökul, á jöklabreytingar. Er það von hennar að horn­ firskar konur á aldrinum 10– 100 ára vilji deila með henni sögum sínum af jöklum og nábýli við jökla sem yrðu, meðal annars, efniviður bókarinnar. Tilgangur bókar­ innar er að undirstrika og vekja athygli á einstöku sjónarhorni, reynslu, þekkingu og sögum kvenna

af jöklum og jöklabreytingum á Íslandi. Þátttakendur geta valið hvort þeir segja M sína sögu í eigin persónu eða skrifa hana niður og afhenda M. Má frásögnin vera hvort sem er á íslensku eða ensku og skiptir lengd frásagnar ekki máli, allar sögur eru verðmætar fyrir verkefnið. Sé komið í viðtal er miðað við að það taki ekki lengri tíma en 1-2 klukkustundir. M mun svo setja frásagnirnar saman í ritstýrða bók sem verður aðgengileg öllum. M er sérstaklega áhugasöm um að miðla sögum heima­ fólks af jöklum og vonast til að sem flestir vilji deila sögum sínum af því hvernig það er að búa í nágrenni jökla, hvernig jöklar hafa áhrif á líf þeirra og hvernig heimamenn sjá framtíð jöklanna.

Jól í skókassa

Jól í skókassa: það felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við sára fátækt með því að gefa þeim jólagjöf. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. KFUM og KFUK hafa staðið að þessu verkefni frá árinu 2004 og hafa gjafirnar verið sendar til Úkraínu og verið dreift inn á barnaspítala, munaðarleysingjaheimili og til barna einstæðra mæðra. Í kassann skal setja a.m.k. 1 hlut úr eftirtöldum flokkum: Leikföng: t.d bíla, bolta, dúkku, bangsa. Skóladót: t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, bækur, liti Nauðsynlegt: t.d. sápustykki, tannbursti, tannkrem þvottapoki Sælgæti: t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó, karamellur Föt: t.d. vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu 500 kr. fyrir sendingakostnaði Tekið verður á móti skókössum í Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn Hafnarbraut 59 laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember milli kl. 16 og 18. Einnig er hægt að fara með tilbúna pakka beint á Flytjanda í síðasta lagi 5. nóvember. Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.facebook.com/skokassar

Hugrún Harpa Reynisdóttir for­stöðumaður Nýheima þekkingarseturs mun vera M til aðstoðar í verkefninu. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vita meira um verkefnið eða vilt stinga upp á einhverjum sem gæti lumað á góðum sögum vinsamlegast hafðu samband við Dr. M Jackson eða Hugrúnu Hörpu.

Virðingarfyllst

Dr. M Jackson

Dr. M Jackson: m@drmjackson.com og Hugrún Harpa: 470-8088 eða hugrunharpa@nyheimar.is

Opinn fundur

með Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra

Höfn Hótel Höfn

þriðjudaginn 23. október kl. 12:00

Veiðigjald og staða sjávarútvegsins


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 18. október 2018

www.eystrahorn.is

Við þurfum þína hjálp! Rauði krossinn á Hornafirði verður með kynningarbás á félagasamtaka deginum Frístund í Nýheimum laugar­ daginn 20. október. Fulltrúar frá Rauða krossinum í Vík og Vestmannaeyjum munu standa vaktina með fulltrúum Rauða krossins á Hornafirði. Starf Rauða krossins verður vel kynnt og tökum við alltaf fagnandi á móti nýjum sjálfboðaliðum. Verkefni líkt og heima­ námsaðstoð, æfingin skapar meistarann (sem er tungumála kaffi), brjótum ísinn - bjóðum heim og heimsóknarvinir er jafnvel eitthvað sem þú lesandi góður hefur áhuga á að taka þátt í eða fá nánari kynningu á. Þess má einnig geta að sérstaklega verður farið í kynningar á mikilvægi neyðarvarna Rauða krossins og mikilvægi þess að Rauði krossinn á Hornafirði sé vel mannaður og tilbúinn þegar á reynir. Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðar­ varnarkerfi Rauða krossins í gang. Hlutverk Rauða krossins í almannavörnum ríkisins er fjöldahjálp og

félagslegt hjálparstarf sem felst einkum í því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks á neyðarstundu. Fjölda­ hjálparstöðvar eru opnaðar þegar koma þarf stórum hópum fólks í skjól, svo sem vegna rýminga hverfa eða landsvæða og í kjölfar náttúruhamfara. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af stærstu mannúðarog hjálparsamtökum heims. Allt starf Rauða krossins miðar að því að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest. Það eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera hreyfinguna uppi og því viljum við hvetja áhugasama til þess að koma á bás Rauða krossins á félagasamtaka deginum og kynna sér starfið. Við tökum vel á móti ykkur. Þar verður einnig tekið á móti nýskráningum sjálfboðaliða og þeim sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á þátttöku í neyðarvörnum boðið á námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum sem haldið verður þriðjudaginn 6. nóvember kl. 18-21 í Hafnarskóla á Höfn. Á námskeiðinu verða neyðar­

Eyrún Axelsdóttir

Fjóla Einarsdóttir,

varnir Rauða krossins kynntar, farið vel yfir hvernig opna skal fjöldahjálparstöð, þátttakendur fá kennslu á aðgerðagrunn Rauða krossins og upplýsingar um hvernig boðunargrunnurinn og aðrar bjargir virka. Í lokin verða umræður og tekin stutt æfing í opnun fjöldahjálparstöðvar. Þeir sem hafa ekki tök á að koma í Nýheima þann 20. október til að kynna sér starfið en hafa áhuga á að taka þátt í starfi Rauða krossins geta; sótt um að vera sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum með því að fara inn á heimasíðu Rauða krossins www. raudikrossinn.is og sótt um

að gerast sjálfboðaliði, þeir sem vilja fara í neyðarvarnir geta skráð sig á námskeiðið á heimasíðu Rauða krossins www.raudikrossinn.is undir viðburðir og námskeið. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um starf Rauða krossins á Hornafirði geta haft samband við Eyrúnu Axelsdóttur, formann Rauða krossins á Hornafirði. Eyrún Axelsdóttir, formaður Rauða krossins á Hornafirði (formadur.hornafjordur@ redcross.is) Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi (fjola@redcross.is)

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar 2018 Miðvikudaginn 24. október í íþróttahúsinu á Höfn Kl. 17:00 – 18:00 Húsið opnað 16:30 Veitingar á staðnum Allir velkomnir og takið vini ykkar með

Við hlökkum til að sjá ykkur  Aðgangseyrir 500 kr. á mann en hámark 1500 kr. á fjölskyldu Sýning þar sem allir nemendur og starfsmenn skólans leggja hönd á plóg



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.