Eystrahorn 38.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 38. tbl. 34. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 10. nóvember 2016

Hugmyndir íbúa um framkvæmdir 2017

Mynd Þorvarður Árnason

Í október voru íbúar sveitarfélagsins beðnir um að senda inn hugmyndir um hvaða framkvæmdir þeir teldu að vinna ætti að á árinu 2017, hægt var að senda svör í gegn um heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is undir þátttaka. Helstu niðurstöðurnar voru; að mjög margir vilja göngustíg á milli Hafnar og Nesjahverfis, einnig voru ábendingar um áframhaldandi göngustíg innan Hafnar og fleiri bekki. Margir bentu á nauðsyn þess að fara í viðhald á göngustígum innanbæjar á Höfn og í Nesjahverfi. Opin svæði/leikvelli þarf að bæta og gera nútímalegri, hugmynd um að gera grillaðstöðu og fjölskylduvænt umhverfi á opnu svæði. Margir vilja líkamsræktarstöð við Sundlaugina eða millibyggingu á milli íþróttahúss og sundlaugar.

Nýta búningsklefa sundlaugar svo fólk geti farið í pottana eftir æfingu og samnýta aðstöðuna með sjúkraþjálfum og Sindra svo íþróttafólk og eldri borgarar geti einnig nýtt líkamsræktarstöðina. Þá kom fram að bæta þarf íþróttaaðstöðu byggja nýtt íþróttahús eða bæta húsið í Nesjum og laga gólfið í íþróttahúsi á Höfn. Þegar kom að leikskólamálum komu ábendingar um þrjár leiðir, annað hvort núverandi ástand eða sameina leikskólana við Lönguhóla og færa leikskólann undir Fiskhól. Það kom hugmynd um að hafa nafnasamkeppni á nýjum sameinuðum leikskóla. Það kom fram að skortur er á afþreyingu í sveitarfélaginu. Bent var á að ef sveitarfélagið fari ekki í uppbyggingu á jöklasafni þá er möguleiki á að annað sveitarfélag muni ráðast í slíkar

framkvæmdir. Gömul hugmynd að gera gamla vatnstankinn að kaffihúsi fyrir ferða-og heimamenn. Hugmyndir um að gera matarsmiðju í sama formi og Vöruhúsið er í dag þar sem fólk getur nýtt smiðjuna til að verka fiskinn sinn eða prófað sig áfram í matvælaframleiðslu. Einnig kom hugmynd um að gera Nytjasmiðju í sama formi. Þá kom fram að byggja þarf leiguíbúðir eða litlar sölu íbúðir, svo hægt verði að styðja við fjölgun íbúa. Nauðsyn

þess að fara í endurbætur á aðbúnaði í Vöruhúsinu, sporna við hraðakstri, bæta fjarskipti í Nesjahverfi, klára fráveituframkvæmdir og huga að smábátabryggjunni. Halda áfram endurbótum á Holti og setja upp sýningu þar. Íbúum sveitarfélagsins er þakkað fyrir góð viðbrögð við könnuninni og bent á að ný könnun kemur í hverjum mánuði. www.hornafjordur.is

Hljómsveit hauks 00:00 - 01:30

Jólakort MS-félagsins

kusk 01:30 - 03:00

Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Eddu Heiðrúnu Backman sem heitir “Trú, von og kærleikur”. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind fyrir félagið og kosta 6 kort saman í pakka kr. 1.000,- Kortin eru nú til sölu hjá Valgeiri Hjartarsyni Garðsbrún 2, sími 848-4083. Í nóvember verður gengið í hús og kortin boðin til sölu. MS-félagið vonar að fólk sjái sér fært að styrkja gott málefni um leið og það sendir fallega jólakveðju.

á skella sér ina? ð a ð i l á m g i l um he Er ekk á Hótel Höfn stórdansleik msveitin ks og Hljóinu. u a H t i e v s Hljóm uppi stuð Kusk halda eftir á hótelinu upp á s k u a H t i e halda Hljómsv og Kusk að 13 ára hlé dansleikjastuð þar 15 ára úna abbabara R? R g o i d Einsi kal lar þú ekki að mæta mæta. Æt


2

Fimmtudagurinn 10. nóvember 2016

Þakkir

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, Guðveigar Bjarnadóttur frá Skaftafelli í Öræfum. Fyrir hönd aðstandenda Sigurður, Þorsteinn, Bjarni, Guðlaugur Heiðar og Guðlaug

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

SÍÐASTA SPILAKVÖLDIÐ er í kvöld kl. 20:00. Spennan í hámarki. 1000 kr. þátttökugjald. SAMVERUSTUND kl. 17:00 á föstudag í umsjá Hauks Helga.

Kaþólska kirkjan

Sungið og sýndar myndir úr dagsferðinni í september

Messa á Höfn í Hornarfirði verður sunnudaginn 13. nóvember kl. 12:00.

Einnig heimsækjum við Álftagerðisbræður og harmonikuleikara. Ekki missa af stundinni.

Minningarsjóður um Sverrir Ketil Gunnarsson Ungmenni á Höfn hafa haft frumkvæði að því að stofna styrktarreikning fyrir fjölskyldu Sverris Ketils Gunnarssonar.

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu áheilsugæslustöðinni dagana 14. - 17. nóvember. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

Reikningsnúmerið er 0172-05-060450, kt. 290197-3259

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Jaspis Fasteignasala

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

NÝTT Á SKRÁ

VÍKURBRAUT

Falleg 2ja herb. 79,8 m² íbúð á fyrstu hæð í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Víkurbraut á Höfn í Hornafirði. Íbúðin er með sér inngang, nýmáluð og tilbúin til afhendingar.

NÝTT Á SKRÁ

KAUPMANNSHÚSIÐ Einstaklega reisuleg og falleg eign sem stendur á frábærri lóð við hafnarsvæðið á Höfn. Húsið hefur allt verið gert upp að utan sem innan og hefur veitingaleyfi á 2 hæðum ásamt leyfi fyrir gistingu í íbúð á efstu hæð.

MIÐTÚN

Um er að ræða 133,7m² einbýlishús ásamt 28,9 m² bílskúr, samtals 162,6 m². Eignin er mikið endurnýjuð, skjólgóð lóð og góð verönd.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 10. nóvember 2016

Kæru Hornfirðingar.

Takk kærlega fyrir alla hvatninguna og stuðninginn við framboð mitt í kosningunum til Alþingis þann 29. október sl. Sem varaþingmaður mun ég gera mitt besta til að vekja athygli á og vinna að málefnum samfélagsins okkar. Kærar þakkir, Ásgerður K. Gylfadóttir

Lionsklúbburinn Kolgríma býður upp á fríar blóðsykursmælingar í Miðbæ mánudaginn 14. nóv. frá kl. 14:00 - 17:00 eða á meðan birgðir endast. Þökkum Lyfju veittan stuðning. Seld verða á staðnum Jóladagatal Lions á 500 kr. Allur ágóði rennur til líknamála í heimabyggð.

Styrkumsóknir Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 20. nóvember. Styrkumsókn þarf að vera stíluð annað hvort á menningarmálanefnd, fræðslu- og tómstundanefnd eða bæjarráð eftir því sem við á. Þá skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað. Björn Ingi Jónsson, bæjarstóri

Viltu hafa áhrif ? Bókari / launafulltrúi á Höfn Deloitte á Höfn í Hornarði leitar að drífandi einstaklingi í spennandi og krefjandi starf bókara sem fyrst. Unnið er í öugu teymi sem ber að hluta til eða alfarið ábyrgð á öllu reikningshaldi fyrir eitt eða eiri fyrirtæki. Starfssvið: • Umsjón með fjárhagsbókhaldi, launavinnslu og skýrslugerð til stjórnenda Hæfnikröfur: • Góð færni í Excel • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af bókhaldi og/eða launavinnslu kostur en ekki skilyrði • BSc gráða í viðskiptafræði eða sambærilegum greinum kostur en ekki skilyrði Nánari upplýsingar um starð veitir Hjalti Ragnar Eiríksson, endurskoðandi, hre@deloitte.is og 863-0032. Umsóknum skal skilað inn í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. What impact will you make ? www.deloitte.is

3


SUNNLENDINGAR ATHUGIÐ ! ALLAR SKRIFSTOFUR EMBÆTTIS SÝSLUMANNSINS Á SUÐURLANDI VERÐA LOKAÐAR 18. NÓVEMBER NK. VEGNA STARFSDAGS. SÝSLUMAÐUR

Bifreiðaskoðun á Höfn 21., 22. og 23. nóvember.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 18. nóvember.

Síðasta skoðun ársins. 9RY9KF% RÍTT

PARKETSLÍPUN

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI Verðum með parketslípun og aðra parketþjónustu á Hornafirði upp úr miðjum nóvember. Slípunin er 99% rykfrí og eingöngu er notast við hágæða lökk og slípivörur. Gerum föst tilboð eða fermetraverð.

Sími 690-5115

Bjórgerð í 781 Bruggarinn og bjóráhugamaðurinn Þorgrímur Tjörvi ætlar að leiða áhugasama inn í heim bjórgerðar í fjölskyldubrugghúsi sínu, Jóni Ríka í Hólmi á Mýrum þann 3. des. kl. 10:00-14:00. Námskeið fyrir þá sem vilja öðlast grunnþekkingu í bjórgerð. Unnið verður í tveggja manna hópum þar sem þátttakendur taka þátt í að brugga bjór frá grunni með BIAB aðferðinni. Farið verður yfir helstu ferli og hugtök ásamt því að stikla á stóru í sögu bjórgerðar. Að námskeiði loknu tekur hver hópur afrakstur námskeiðsins með sér heim ásamt einum startpakka. Tilvalið fyrir tvo vini, par eða ættingja að fara saman á námskeiðið og eiga startpakkann saman. Innifalið í námskeiðinu er skoðunarferð um brugghúsið Jón Ríka í Hólmi og kynning á framleiðslunni. Boðið verður upp á skutl.

Verð: 23.500.- allt innifalið. Aldurstakmark: 20 ár Skráning hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða nina@fraedslunet.is fyrir 12. nóv. Sjómenn…..tilvalin afþreying í verkfallinu!!

Jón Ríki Brewery/

Þegar vel er skoðað

Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir umsóknarfrest vegna jólaaðstoðar. Umsóknarfrestur til sjóðsins vegna jólaaðstoðar er til og með 21. nóvember nk. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni www.hornafjordur.is/samfelagssjodur Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og þangað er útfylltum umsóknum skilað. Kannið möguleikana sem Samfélagssjóðurinn hefur til aðstoðar og vekið athygli annarra á þessari auglýsingu. Stjórn Samfélagssjóðs Hornafjarðar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.