Eystrahorn 38.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 23. nóvember 2017

38. tbl. 35. árgangur

Ungmennaþing 2017 Þann 6. nóvember síðastliðinn stóð Ungmennaráð Hornafjarðar fyrir öðru ungmennaþingi sínu. Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs Hornafjarðar skal ungmennaþing haldið á ári hverju. Þingið var haldið í Nýheimum en þátttakendur þingsins voru nemendur úr 8. - 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar og nemendur Framhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu og tóku um 100 ungmenni þátt. Þinginu var skipt í tvo hluta, annars vegar fyrirlestra og hinsvegar málstofur. Fyrirlestrarnir voru tveir og það voru þau Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem talaði um hamingjuna, og Magnús Guðmundsson, sem talaði um mannréttindasamtökin Amnesty International. Eftir fyrirlestrana var þátt­ takendunum skipt niður í 10 hópa til þess að taka þátt í

málstofum. Málstofurnar voru fimm í þetta sinn: Staðalímyndir, kynheilbrigði og mannréttindi, andleg heilsa, mannréttindi og skólamál. Þar fengu þátttakendur tækifæri til að ræða vandamál og lausnir í hverri málstofu og mynduðust líflegar umræður. Voru þátttakendur hvattir í kjölfarið til þess að skrifa niður sínar hugmyndir af vandamálum og lausnum á minnismiða sem ungmennaráð vann síðan úr. Ráðið tók hugmyndirnar saman og flokkaði þær eftir mikilvægi þeirra. Niðurstöðurnar verða síðan kynntar fyrir Fræðsluog tómstundanefnd og reynt að koma eins mikið af þeim hugmyndum og hægt er í framkvæmd. Ungmennaráð Hornafjarðar þakkar nemendum beggja skólanna kærlega fyrir þátttökuna og hlakkar til að halda annað þing að ári.

Málefni ferðaþjónustuaðila

Nýverið stóðu Ríki Vatnajökuls ehf. og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu fyrir tveimur fundum um málefni ferðaþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu. Ríki Vatnajökuls ehf. er fyrirtæki í sameiginlegri eigu ferðaþjónustufyrirtæka á Suðausturlandi en hefur notið góðs stuðnings Sveitar­ félagsins Hornafjarðar til markaðssetningar og vöruþróunar í ferðaþjónustu. Ferðamálafélagið hafði um árabil, áður en Ríki Vatnajökuls var stofnað 2007, verið helsti vettvangur ferðaþjónustuaðila til að fjalla um sameiginleg málefni greinarinnar, og styðja við vöxt og viðgang hennar. Ferðamálafélagið hefur það hlutverk að tilnefna einn fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs á Suður­ svæði ásamt varamann og einn fulltrúa í Markaðsstofu Suðurlands. Með stofnun Ríki Vatnajökuls ehf. þar sem Sveitarfélagið Hornafjörður og ferðaþjónustufyrirtæki sneri bökum saman um að efla ferðaþjónustu í héraðinu dró úr vægi Ferðamálafélagsins. Sveitarfélagið hefur gefið það út að það ætlaði ekki að endurnýja núverandi samning milli þess og Ríki Vatnajökuls ehf. Á fyrrnefndum fundum kom greinilega fram að mikilvægt væri nú að blása á ný lífi í Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu til að gæta þess að hagsmunir greinarinnar séu ávallt á borðum bæjarstjórnar Hornafjarðar.

Ferðaþjónustan er sú grein sem skapað hefur hvað flest ný störf innan samfélagsins og staðið undir mikilli nýfjárfestingu á sama tíma. Þess vegna er mikilvægt að hafa vettvang til að gæta að hagsmunum greinarinnar í skipulagsmálum, að stefna sveitarfélagsins í atvinnu­ málum taki mið af þörfum ferða­­þjónustu­fyrirtækja í sveitar­­ félaginu og að sveitarfélagið verði áfram virkt í uppbyggingu atvinnulífs – og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Að sama skapi er mikilvægt að félagið gæti hagsmuna greinarinnar gagnvart almennri löggjöf ríkisvaldsins og að sú löggjöf sem nú er verið að móta, endurskoða og styrkja styðji við áframhaldandi verðmætasköpun í greininni, bæði til sjávar og sveita. Þá var jafnframt rætt um mikilvægi þess að standa vörð um hagsmuni ferða­ þjónustufyrirtækja við mótun og framkvæmd atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs. Eitt af fjórum meginhlutverkum þjóðgarðsins er að stuðla að atvinnuþróun á nærsvæði garðsins, ásamt því að tryggja vernd einstakrar náttúru, efla útivist og rannsóknir. Aukin aðsókn ferðamanna til landsins og á lendur

Vatnajökulsþjóðgarðs hefur í för með sér margvísleg tækifæri og áskoranir sem mikilvægt er að nálgast sé með samvinnu atvinnulífs og þjóðgarðs, með það markmið að efla búsetuskilyrði og atvinnu á nærsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Ákveðið var á fundunum að setja á fót undirbúningshóp til að fjalla um og undirbúa næstu skref. Það er ljóst að samfélagið í Austur-Skaftafellssýslu stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna uppbyggingar og vaxtar atvinnulífs og byggðar í héraðinu. Því fylgja ýmsar áskoranir en fleiri tækifæri. Fyrir hönd fundarboðenda Haukur Ingi Einarsson


2

Fimmtudagurinn 23. nóvember 2017

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

Hafnarkirkja Sunnudagur 26. nóvember Sunnudagaskólaglens kl. 11:00 Sungið, klappað og brosað. Komum og eigum góða stund saman í kirkjunni með fjölskyldunni.

Prestarnir

Línuhappdrætti Slysavarnardeildarinnar Framtíðar Dagana 23. og 24. nóvember, göngum við Framtíðarkonur í hús og seljum Línuna eins og undanfarin ár. Selt verður í Nettó 25. og 26. nóvember frá kl. 13 -18. Línan kostar kr. 500.-. Erum ekki með posa. Margir veglegir vinningar

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA SKJÁ/VÖFFLUBALL í Ekrunni á sunnudaginn kemur kl. 16:00 - 17:30. Gömlu-og nýju dansarnir fluttir af heimsfrægum listamönnum. Ekki missa af þessu, þetta er forvitnilegt og spennandi. 500 kr. inn -Engin posi. Allir alltaf velkomnir ! JÓLASAMVERU-OG AFMÆLISSTUNDIN verður í boði Hótel Hafnar laugardaginn 9. desember. kl. 14:00 í efri sal Hótel Hafnar. Félagið verður 35 ára föstudaginn 1. desember. IPAD námskeiðið seinni hópur í Ekrunni kl. 17:00 í dag.

Þakkir Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGU ÞÓRU EINARSDÓTTUR Höfn í Hornafirði

Slysavarnardeildin Framtíðin

Opið hús- Basar í Ekrunni

Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs Höfn Hornafirði, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þórarinn Þorgeirsson Inga Kristjana Sigurjónsdóttir Kristján Olgeir Þorgeirsson Bára Sigurðardóttir Þórhallur Dan Þorgeirsson Hafdís Hafsteinsdóttir Harpa Dan Þorgeirsdóttir Björn Þórarinn Birgisson Börkur Geir Þorgeirsson Ástbjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Bridge

Opið hús - Basar verður í dagþjálfun aldraðra í Ekrunni miðvikudaginn 29. desember milli kl. 14:00-17:00 Kaffi og vöfflur seldar á staðnum. Hvetjum sem flesta til að kynna sér starfsemina og fjárfesta í hlýjum og ódýrum jólagjöfum.

Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Næstu tvö sunnudagskvöld, 26. nóvember og 3. desember verður spilaður Bridge í húsnæði Afls, Víkurbraut 4. Bridgefélag Hornafjarðar

Tilkynning frá Eystrahorni Vegna kerfisbilunar hjá hýsingaraðila Eystrahorns hefur heimasíðan okkar legið niðri í eina viku. Tölvupósturinn okkar lá einnig niðri og síðastliðin þriðjudag datt hann aftur út í einhverjar klukkustundir. Af þessum sökum gæti verið að einhver tölvupóstur hafi ekki borist blaðinu. 1984 vinna að lagfæringu og er vonast að allt verði komið í lag eftir nokkra daga. Biðjumst við velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Ritstjóri / Útgefandi


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 23. nóvember 2017

3

Hver er framtíðarsýn Suðurlands sem ferðaþjónustusvæði? Hvar viljum við vera eftir þrjú ár? Hvaða hlutverk viljum við að ferðaþjónustan spili á áfangastað? Frá því á vormánuðum hefur verið unnið að gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland og hefur sú vinna farið vel af stað. Skipað var í vinnuhópa í sumar og fyrstu tveimur vinnufundum svæða á Suðurlandi lokið. Valið var inn í vinnuhópana út frá hagaðilagreiningu, sem búið var að vinna í undirbúningsfasa verkefnisins, þar sem markmiðið var að fá raddir stærstu hagaðila að borðinu. Einnig var íbúum og hagaðilum á hverju svæði fyrir sig gefinn kostur á að bjóða sig fram í vinnuna þegar auglýst var eftir fulltrúum svæða í héraðsblöðunum í byrjun sumars. Svæðaskipting á Suðurlandi er í samræmi við skiptingu sem kom fram í Markaðsgreiningu Suðurlands: Vestursvæði: Ölfus, Hveragerðisbær, Sveita­ félagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hruna­ mannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra. Miðsvæði: Rangárþing eystra, Vestmannaeyjabær, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Austursvæði: Sveitarfélagið Hornafjörður.

Hvað er áfangastaðaáætlun DMP? Áfangastaðaáætlun DMP (Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun

ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið: • ✓þarfir gesta og heimamanna • þarfir fyrirtækja og umhverfis Af hverju DMP? Með gerð áfangastaðaáætlunar DMP fyrir Suðurland verður til heildræn stefna sem lýtur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, sveitarfélögum, íbúum, umhverfi og samfélaginu í heild sinni. Fyrstu vinnufundir voru haldnir á Höfn, í Vestmannaeyjum og í Bláskógabyggð í september og var yfirskrift fundanna Hver er staðan? Þar var dregið fram hvað fólk er ánægt með á svæðinu annarsvegar og hvað má bæta á svæðinu hins vegar. Á fundunum lágu fyrir eftirtaldir umræðurammar sem þátttakendur tóku afstöðu til; opinberir aðilar, innviðir, samfélagið, náttúran, ímynd og gæði og svo samtal og samvinna. Í október voru vinnufundir haldnir í Suðursveit, Vík og Þorlákshöfn þar sem unnið var með framtíðarsýn svæðanna útfrá sömu umræðurömmum. Nú í lok nóvember eru þriðju vinnufundirnir haldnir þar sem farið verður í meginmarkmið, starfsmarkmið og grunninn að aðgerðaráætlun fyrir hvert svæði fyrir sig.

SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir íbúðum og/eða sumarhúsum til leigu SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir íbúðum eða sumarhúsum á Höfn í Hornafirði eða nágrenni til framleigu fyrir félagsmenn sína sumarið 2018. Einungis fullfrágengið húsnæði í góðu ásigkomulagi kemur til greina og lóðir þurfa einnig að vera fullfrágengnar. Áhugasamir sendi upplýsingar til Margrétar á netfangið dora@sfr.is fyrir 1. janúar nk. Allar almennar upplýsingar verða að koma fram, s.s. verð, almennt ástand eignarinnar, staðsetning, stærð, möguleikar á fjölda gesta, aldur eignar, aðstaða (heitir pottar og slíkt), lýsing á útivistarmöguleikum og afþreyingu í næsta umhverfi, o.s.frv. auk mynda. Öllum tilboðum verður svarað.

Lagt verður upp með að halda opna íbúafundi eftir áramót þar sem staðan á vinnunni verður kynnt og íbúum og öðrum hagaðilum gefið tækifæri á að koma með sitt innlegg eða athugasemdir. Nánari upplýsingar um verkefnið á Suðurlandi sem og á landsvísu má finna á þessum vefföngum: www. south.is/is/dmp og www.ferdamalastofa.is/dmp Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi eru Anna Valgerður Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur (anna@south.is) og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri MPM (laufey@ south.is). Starfsstöð þeirra er hjá Markaðsstofu Suðurlands á Selfossi, sem hýsir verkefnið sem er í eigu Ferðamálastofu. Mikil og þétt samvinna er með öllum svæðum og eru tengiliðir á hverju svæði; Suðvestur svæði Ásborg Arnþórsdóttir, Miðsvæði Árný Lára Karvelsdóttir og Suðaustur svæði Árdís Erna Halldórsdóttir. F.h. áfangastaðaáætlana DMP á Suðurlandi Anna Valgerður Sigurðardóttir

Laufey Guðmundsdóttir

Tilvalið að gera góð kaup í jólapakkann Þetta tilboð gildir aðeins föstudaginn 24. nóvember Verið velkomin JM hárstofa Jóna, Ellý og Sigrún S:478-1780

BLACK FRIDAY 50% aFSláttur

Sjampó, næringar og Form mótunarvörur

aðeinS 24. nóvember

Einnig eru að streyma inn flottar gjafapakkningar í öllum merkjum

Se


ÍBÚAFUNDIR UM FJÁRHAGSÁÆTLUN OG STÖÐU SAMEININGAR SVEITARFÉLAGA HOLTI Á MÝRUM Í KVÖLD OG Á FÖSTUDAGSHÁDEGI Í NÝHEIMUM Dagskrá: • Fjárhagsáætlun 2018. • Kynning á vinnu við könnun vegna hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: • Holti á Mýrum fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Í KVÖLD • Nýheimum föstudaginn 24. nóvember kl. 12:00. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér framtíðaráform í sveitarfélaginu og ræða þau mál sem brennur á þeim. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Konukvöld

Okkar árlega konukvöld verður haldið fimmtudaginn 23. nóvember kl. 18:00-22:00 þar sem konum er boðið upp á léttar veitingar og afslátt af völdum vörum. Mikið úrval af nytsamlegum og fallegum vörum til gjafa og ýmis tilboð. Nú þegar styttist óðum í jólin er nauðsynlegt að slappa af og dekra við sig í góðum vinkonuhópi.

Í KV

ÖLD

Húsgagnaval

VERTU ÓSTÖÐVANDI 1.-2. desember verður námskeiðið Vertu Óstöðvandi í boði fyrir ungt fólk hér á Höfn. Námskeiðið er hugarþjálfunar námskeið fyrir ungt fólk sem stefnir hátt. Vertu Óstöðvandi snýr í grunninn að því að styrkja sálrænan hluta íþróttafólks og þeirra sem vilja ná langt í lífinu og kynna fyrir þeim hvað það er sem sker á milli afreksfólks á hæsta stigi og allra hinna. Kennari og fyrirlesari er Bjarni Fritzson. Hann er sálfræðimenntaður og fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik ásamt því að vera þjálfari U-20 ára landsliðsins og mfl. ÍR í handknattleik. Á föstudeginum verður svo hádegisfyrirlestur fyrir foreldra sem er opinn öllum. Skráning fer fram á Heimasíðu UMF. Sindra eða í gegnum Nora kerfið

Verð aðeins 4.500 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.