Eystrahorn Fimmtudagurinn 17. nóvember 2016
39. tbl. 34. árgangur
www.eystrahorn.is
Mælingar á Heinabergsjökli
Föstudaginn 4. nóvember fóru nemendur úr inngangsáfanga að náttúruvísindum frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í ferð til að mæla Heinabergsjökul. Með í ferðinni voru kennarar ásamt Kristínu Hermannsdóttur og Snævari Guðmundssyni frá Náttúrustofu Suðausturlands og Helgu Árnadóttur frá Vatnajökulsþjóðgarði. Hópurinn lagði af stað klukkan 8:00 og var keyrt upp að Heinabergsjökli. Nemendunum var fyrir ferðina skipt í hópa sem hver hafði sitt hlutverk. Stórt lón er fyrir framan jökulröndina og því er ekki hægt að notast við hefðbundnar mæliaðferðir heldur eru notaðar þríhyrningamælingar þar sem alls kyns lengdir og horn eru mæld. Til þess notuðu krakkarnir latta, málbönd og byggingakíki. Með í ferðinni var líka dróni sem Náttúrustofan og skólinn eiga og var nýlega keyptur. Hann var setur á loft eins mikið og hægt var en vegna vinds var það lítið hægt. Þegar hann fór á loft náði hann
flottum loftmyndum sem gáfu nýtt sjónarhorn á jökulinn. Framhaldsskólinn hefur í 16 ár farið og mælt Heinabergsjökul. Alltaf er mælt frá nákvæmlega sömu stöðum og notaðar sömu USGS/Earth Explorer (2016, 27. september) Landsat 8, sena aðferðir. Vinna nemenda var þó 217/röð 15 ekki búin eftir ferðina að jöklinum leita nýrra leiða til að fá réttari mynd af stöðu heldur var úrvinnslan alveg jafn mikilvæg. jökulsins á næsta ári. Það þurfti að reikna úr öllum gögnum og reyna að fá raunsæja mynd af breytingu Okkur fannst gaman að vinna að þessu jökulsins. Samkvæmt útreikningum hefur verkefni og fara með í ferðina. Við undirrituð jökullinn hopað norðantil en gengið lítillega vorum í blaðamannahópi og fengum það fram sunnan megin. Niðurstöðurnar eru þó hlutverk að fylgjast með mælingaferlinu og ekki alveg réttar, en nýlegar loftmyndir sýna skrifa þessa grein. að það sem haldið var að væri jökulsporðurinn norðan megin eru í rauninni ísjakar sem Takk fyrir okkur. hafa brotnað frá jöklinum eins og sést á meðfylgjandi gervihnattamynd (USGS/ Elín Ása Heiðarsdóttir, Helgi Sæmundsson og Earth Explorer (2016, 27. september) Ísabella Ævarsdóttir Landsat 8, sena 217/röð 15). Það þarf því að
Blakfréttir Meistaraflokkar blakdeildar Sindra fóru austur á Fáskrúðsfjörð á dögunum til að taka þátt í fyrstu túrneringu vetrarins í Íslandsmóti, en bæði liðin spila í 2. deild austur. Kvennaliðið var að stórum hluta til skipað ungum leikmönnum sem voru að stíga fyrstu skrefin í keppnisblaki og stóðu þær sig prýðilega. Karlaliðinu gekk vel í sínum leikjum en þeir unnu fjóra leiki af fimm. Á döfinni hjá blakdeildinni er að ráða spænskan þjálfara með reynslu af þjálfun barna og ungmenna til að freista þess að fjölga iðkendum á þeim aldri í blaki. Þjálfarinn er væntanlegur til starfa í ársbyrjun 2017.
Jólahátíð í Hornafirði Efnt verður til Jólahátíðar í Hornafirði þann 27. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu. Hátíðin fer fram í Nýheimum þar sem jólaandinn mun ráða ríkjum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburð í tengslum við Jólahátíðina er bent á að hafa samband við Árdísi Ernu Halldórsdóttur í netfanginu ardis@hornafjordur.is Komum öll og eigum góðan dag saman áður en ljósin verða tendruð á jólatrénu kl. 17:00.