Eystrahorn 39.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 39. tbl. 35. árgangur

Fimmtudagurinn 30. nóvember 2017

www.eystrahorn.is

Leikskólinn Sjónarhóll

Í ágúst sl. hóf verktakafyrirtækið Karlsbrekka ehf. byggingu nýs leikskóla við Kirkjubraut. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Sjónarhóll og voru þrjú hönnunarfyrirtæki í samstarfi um hönnun hans; Arkþing ehf., Mannvit verkfræðistofa og Landhönnun slf. Á meðan beðið er eftir nýju húsi er starfsemi leikskólans öll á Sjónarhóli við Víkurbraut þar sem bráðabirgðahúsnæði, sem gengur undir nafninu hvíta húsið, hefur verið komið fyrir. Í byrjun var hljóðvist í hvíta húsinu algerlega óviðunandi en úr henni hefur verið bætt með öllum tiltækum ráðum, svo sem mottum á gólf, þykkum gardínum og sérhönnuðum hljóðísogsplötum svo eitthvað sé nefnt. Áður en leikskólinn fór í sumarfrí sl. sumar höfðu foreldrar allra barna sem fædd voru 2014 og eldri fengið leikskólavist fyrir börnin sín en hluta barna fædd 2015 og 2016 var ekki hægt að veita skólavist vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri börn. Leikskólastarf hér eins og annars staðar á landinu líður fyrir skort á leikskólakennurum. Að því undanskildu hefur tekist að

manna stöður við leikskólann og er mönnun þar nú komin í jafnvægi. Af 38 starfsmönnum eru tólf starfsmenn með upp­ eldismenntun á háskólastigi, sjö af þeim eru leikskólakennarar, auk þess eru þrír starfsmenn í leik­ skólakennaranámi. Starf leik­ skólans er skipu­ lagt í sam­­ræmi við aðal­­nám­skrá leik­­skóla og mennta­stefnu sveitar­­félagsins http://www. hornafjordur.is/media/stefnur/ Menntastefna_web.pdf. Í daglegu uppeldisstarfi með börnunum verður hugmyndafræði upp­ byggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar lögð til grundvallar ásamt áherslum heilsueflandi leikskóla. Starfsmannahópurinn hefur setið fyrstu fræðslufundina um þessar stefnur og stjórnendur leikskólans munu skipuleggja símenntunaráætlun fyrir starfsmenn, þar sem þeir fá fræðslu um að koma til móts við fjölbreyttar þarfir barna í leikskóla. . Framkvæmdum við nýjan Sjónarhól miðar vel, húsið er orðið fokhelt og nánast er búið að setja upp alla veggi innanhúss. Tímaáætlanir verktakans hafa staðist hingað til og ekkert sem bendir til annars en opnaður

verði nýr Sjónarhóll, sex deilda leikskóli í ágúst 2018. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum verður aðbúnaður og starfsaðstæður leikskólabarna og starfsfólks í nýja leik­ skólanum mun betri en nú er. Hver deild er hugsuð sem sjálfstæð eining, deildarnar eru rúmgóðar með sérinngangi inn á hverja fyrir sig. Þar sem húsið er stórt með löngum göngum er hver deild með sérstökum neyðarútgöngudyrum beint út á trépall í garðinum. Þessar dyr eru líka hugsaðar til að opna út í góðu veðri, að börnin geti notað trépallinn til ýmissa leikja og gengið út og inn. Gert er ráð fyrir sérstöku rými fyrir stoðþjónustu, tónlistarnám og bókasafn. Í miðju húsinu er 56 m2 salur til fjölbreyttra nota. Starfsaðstaða stjórnenda og starfsmanna er í sér rými í húsinu aðskilin frá deildum. Aðalaðkoman að skólanum verður frá Víkurbraut en starfsfólki verður beint að aðkomu við Kirkjubraut. Í leikskólanum verður starfrækt nútíma iðnaðareldhús með tilheyrandi búnaði. Lögð verður áhersla á að vinna mat frá grunni, út frá gildum heilsueflandi leikskóla og ráðgjöf

landlæknisembættisins um hollt og fjölbreytt mataræði. Garðurinn er hannaður frá grunni með þarfir mismunandi aldurs í huga, yngstu börnin munu hafa aðgang að garði austan megi en útivistarsvæði elstu barnanna er hönnuð vestan megin í garðinum. Viðeigandi leiktæki verða staðsett í garðinum í samræmi við aldur. Eins og foreldrar leik­ skólabarnanna vita býr leik­ skólastarfið við þröngar aðstæður á meðan þessi biðtími gengur yfir. En starfsfólkið er samhent um að láta starfið ganga eins vel og hægt er. Í daglegu starfi stýrir það framhjá hindrunum og vinnur með börnunum af umhyggju með jákvæðni og skapandi lausnir að leiðarljósi. Í daglegum samskiptum starfsfólks og foreldra finnur starfsfólkið fyrir stuðningi og skilningi foreldranna um að þrengslin skapi álag bæði á börn og starfsfólk. En það er gott að hugsa til þess að eftir þennan vetur kemur betri tíð með blóm í haga og nýjan leikskóla sem rúmar öll leikskólabörnin okkar. Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri


2

Fimmtudagurinn 30. nóvember 2017

FÉLAGSSTARF

Hafnarkirkja Sunnudagur 3. desember

Messa á fyrsta sunnudegi í aðventu. kl. 11:00 Kveikt á fyrsta aðventukertinu og aðventusálmar sungnir. Allir velkomnir Prestarnir

Jólatertutónleikar

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA FÉLAG ELDRI HORNFIRÐINGA 35 ÁRA 1.DESEMBER Á morgun þann 1. desember á Fullveldisdegi Íslendinga hefur Félag eldri Hornfirðinga starfað í 35 ár. Félagið hefur haldið úti félagsstarfi hverskonar fyrir eldra fólk í sveitarfélaginu. Samstarfssamningur er á milli sveitarfélagsins og FeH um starfið og húsnæðismál auk þess nýtur félagið fjárstyrks þaðan. Félagið vill á þessum tímamótum þakka öllum sem hafa stutt við félagsstarfið sem er alveg ómetanlegt. Afmælisins verður minnst á jóla –og afmælissamveru í boði Hótels Hafnar í efri sal laugardaginn 9. desember og hefst kl. 14:00.

Kvennakórs Hornafjarðar

Kvennakór Hornafjarðar heldur sína árvissu jólatónleika miðvikudagskvöldið 6. desember kl. 20:00 í Nýheimum.

Eru félagar hvattir til að mæta vel. Stjórnin

Kórinn mun syngja bæði jólalög og ýmis önnur hugljúf og falleg lög sem eiga vel við á aðventunni.

Fjallamennskunám-Heimavist FAS er að leita eftir heimavistarúrræði fyrir nemendur í fjallamennsku eftir áramót og næsta skólaár. Til greina kemur að leigja húsnæði sem skólinn myndi reka sem heimavist eða gera samning um rekstur heimavistar. Upplýsingar: 470-8070, 860-2958 og eyjo@fas.is Skólameistari

Að loknum söng geta gestir gætt sér á margrómuðu tertuhlaðborði kvennakórskvenna.

Miðaverð er kr. 3.000,-

kr. 1.500,- fyrir 6-12 ára frítt fyrir 5 ára og yngri (tónleikar og kaffihlaðborð). Ekki tekin kort.

Umsóknir - Styrkir

Ungmennasambandið Úlfljótur auglýsir eftir umsóknum í styrktar- og afrekssjóð USÚ. Umsóknum má skila í Sindrahúsið, Hafnarbraut 25, eða í tölvupósti á usu@usu.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 1. desember. Reglur og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu USÚ, www.usu.is.

ISSN 1670-4126

Humarhöfnin verður lokuð dagana 1. - 3. desember vegna starfsmannaferðar. Við opnum svo aftur í jólaskapi mánudaginn 4. desember og þá verður opið alla daga frá kl. 12:00-21:00. Við tökum okkur svo jólafrí frá 15. desember- 5. janúar.

NÝTT Á SKRÁ

Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent

Kæru Hornfirðingar

KIRKJUBRAUT 43

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Krosseyrarvegur 17 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

Eystrahorn

Steypt og vel skipulagt 157,0 m² einbýlishús með 5 svefnherbergjum ásamt 48,3 m² bílskúr 50 fm rislofti og 40 fm2 geymslu undir bílskúr. Samtals nýtingargólfflötur um 300 m². Góð verönd er við húsið og frábær lóð með garðhýsi. Nánari upplýsingar á www.valholl.is

LÆKKAÐ VER

HAFNARBRAUT 16

Ð

5 herbergja 140,6 m² íbúð í þríbýlishúsi, endurnýjað járn á hluta af þaki. Sér lóð og nýleg verönd með góðri útigeymslu.

NÝTT Á SKRÁ

GARÐSBRÚN

Rúmgóð 3ja til 4. herb. neðri sér hæð 76,1 m² ásamt 27,1 m² bílskúr samtals 103,2 m². Bað hefur verið endurnýjað og hluti af gólfefnum.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 30. nóvember 2017

Sunddeild Sindra

Síðastliðna helgi 26. nóvember fórum við á Bikarmót UIA á Djúpavogi. Þar voru saman komin auk Sindra, Austri, Neisti og 1 keppandi frá Þrótti. Sindri var með 11 börn. Allir keppendur frá Sindra unnu til verðlauna og sumir fleiri en ein. Þjálfarinn okkar er Viktoria Ósk og kemur frá Breiðablik, reynd sundkona og þjálfari. Einnig þjálfar hún garpa- og dömuhóp. Framhaldið hjá okkur er: • Reykjavíkurferð 16.-19. febrúar æfingarbúðir. • Hennýjarmótið á Eskifirði 3. mars. • Páskaeggjamótið í sundlauginni okkar. • Og stefnan er tekin á æfingarbúðir á Spáni í vor með flotta hópinn okkar. Viljum við þakka góðar móttökur þegar sundbörnin koma til að safna dósum. Næst komum við laugardaginn 9. des. Á nýju ári komum 13. janúar, 10. febrúar, 17. mars, 14. apríl og 12. maí eða með fyrirvara um veður.

3

Hafnarhittingur

Í nútímasamfélagi þar sem töluvert er um streitu, þunglyndi, kvíða og félagslega einangrun er mikilvægt að hlúa að aðstæðum sem vinna gegn þessum þáttum. Fjölskyldan og góð félagsleg tengsl er það sem hefur hvað mest vægi til að vinna gegn þessum neikvæðu þáttum. Hafnarhittingur er framlag nemenda og starfsmanna Grunnskólans til að styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og bæta samfélagið sem okkur þykir flestum svo vænt um. Á Hafnarhittingi verður boðið upp á fjölmörg tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til að sinna áhugamálum sínum um leið og það hittir annað fólk en það umgengst dags daglega. Á sama tíma geta foreldrar haft börnin með sér og til að létta enn frekar álagið á fjölskyldum getur fólk keypt sér mat á staðnum á kostnaðarverði. Hafnarhittingur gengur fyrst og fremst út á sjálfboðavinnu og þar leggja nemendur og starfsmenn sitt af mörkum en margir aðrir koma einnig að borðinu. Þannig verður hittingurinn sameign okkar allra. Allar hugmyndir að dagskrá eru vel þegnar og fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum. Þetta er fyrsti Hafnarhittingurinn en ef vel gengur þá verða fleiri eftir áramótin. Takið tímann frá þriðjudaginn 5. des kl. 17:00 – 20:00. Kíkið í Heppuskóla og íþróttahúsið og takið endilega einhvern með ykkur sem þekkir ekki vel til, talar ekki tungumálið eða bara einhvern sem þið viljið taka með. Við hlökkum til að eiga góðar stundir með sem flestum ykkar. Nemendur og starfsmenn Grunnskóla Hornafjarðar

Sunddeild Sindra

Jólahá�ð. Fjallskilasamþykkt í Sveitarfélaginu Hornafirði – hagsmunaaðilar athugið!

Unnið er að gerð nýrrar fjallskilasamþykktar fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð og var haldinn opinn fundur vegna málsins þann 7. nóvember sl. í félagsheimilinu Holti á Mýrum. Góðar umræður sköpuðust á fundinum þar sem fjölbreyttar skoðanir komu fram. Til að fá inn sem flest sjónarhorn óskum við eftir frekari ábendingum og tillögum frá hagsmunaaðilum. Þær má senda á netfangið ardis@ hornafjordur.is fyrir 5. desember nk. Gildandi fjallskilasamþykkt frá árinu 1999 er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur.is undir reglur og samþykktir. Fh. atvinnumálanefndar, Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Efnt verður �l jólahá�ðar Sveitarfélagsins Horna�arðar laugardaginn 2. desember. Há�ðin fer fram í Nýheimum. Há�ðardagskráin hefst kl 13:00 og stendur �l 17:00 og lýkur með tendrun jólaljósa á bæjarjólatrénu. Jólamarkaður kaffihús,andlitsmálning, jólaföndur, jólasveinar, söngur og jólagleði.

Eyrún Helga Ævarsdóttir Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Menningarmiðstöð Horna�arðar

Litlabrú 2

780 Höfn

Sími 470-8050


4

Fimmtudagurinn 30. nóvember 2017

Eystrahorn

Hafnarhittingur Takið frá stund milli 17:00 og 20:00 þriðjudaginn 5.

desember

Þá verður opið hús í Heppuskóla og íþróttahúsinu fyrir ALLA Skaftfellinga unga sem aldna. Börn yngri en 12 ára komi þó vinsamlegast í fylgd fullorðinna. Á Hafnarhitting geta allir fundið eitthvað fyrir sig og endað svo á því að borða kvöldmat sem verður seldur á kostnaðarverði.

Markmiðið með Hafnarhittingi er að; Styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og styrkja bæinn okkar. Með opnu húsi viljum við bjóða nýtt fólk velkomið í bæinn en ýta líka undir að þeir sem hafa búið hér lengi geti kynnst nýju fólki upp á fleiri tækifæri til að sinna áhugamálum eða að eignast ný áhugamál

Dagskrá Íþróttahús 17:10 – 18:00 – Zumba í hálfum íþróttasalnum, leikir í hinum helmingnum. 18:10 – 19:00 – Þrek í hálfum íþróttasalnum, leikir í hinum helmingnum. Bókasafnið, prjónahornið, nýjar bækur liggja frammi, púsl og fleira. Eldhúsið í Heppuskóla – matur á kostnaðarverði frá 18:30 – 19:30. Þegar fólk mætir er ágætt að það skrái sig strax í matinn ef það vill borða svo eldhúshópurinn hafi einhverjar hugmyndir um hve mikið skal elda. Á boðstólum verður hakkpottréttur (grýta) með hvítlauksbrauði og verðið er 500 kr á mann.

Heppuskóli Stofa 1. Tipphornið – spáð og spekulerað í boltann. Stofa 2. – Nemendur sýna legóbrautina og leyfa fólki að prófa – þar fær fólk einnig að prófa sig í að forrita sphero kúlur. Stofa 3. Jóga kl. 18:00 – Vinsamlegast takið dýnur teppi og kodda með ykkur. Stofa 4. Spilastofa – úlfur úlfur, Actionary ofl. Stofa 5. Félagsvist – spilað frá 17:10 – 19:10. Stofa 6. Tölvur og snjalltæki – hver vill ekki læra meira á ipadinn sinn eða á google drive? Stofa 7. Barnahornið – þar geta litlu börnin leikið sér saman og gæsla verður á staðnum. Stofa 8. Föndurstofan, jólaföndrið í allri sinni dýrð.

Fólk getur farið á milli eða verið á sama staðnum allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Tillaga að deiliskipulagi, verslunar- og þjónustusvæði við Skjólshóla, Hornafirði.

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti þann 9. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunarog þjónustusvæði við Skjólshóla, Hornafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða vinnu við deiliskipulag er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að afmarka reit til þess að koma upp sjö litlum gistihúsum ásamt aðstöðu til að þjónusta þau. Afmarkaður er sérstakur reitur þar sem sameiginleg rotþró verður staðsett og geymsluskúr fyrir áhöld. Afmarkaðir eru tveir byggingareitir innan deiliskipulagsins þar sem húsunum sjö verður komið fyrir. Gistihúsin verða einna hæðar með möguleika á svefnlofti. Samhliða deiliskipulagstillögunni er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Hafnar að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 30. nóvember til 15. janúar 2018 og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur. is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu/. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsstjóra í síðasta lagi 15. janúar 2018 annaðhvort á Hafnarbraut 27 eða á netfangið: skipulag@ hornafjordur.is Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri

Hringvegur um Hólá og Stígá

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fundi sínum þann 9. nóvember að veita framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna byggingar nýrra brúa um Hólá og Stígá. Um er að ræða nýjar brýr sem verða í núverandi veglínu samkvæmt gildandi skipulagi. Gert er ráð fyrir að taka samtals 600 m³ af varnargörðum vestan Skeiðarár. Einnig er gert ráð fyrir að taka unnið og óunnið efni úr námum E65 Hólá og E66 Stígá. Við bráðabirgðarveg/framhjáhlaup er gert ráð fyrir að nota bráðabirgðarbrú úr stálbitum og timburgólfi. Í verklok verður gengið frá hjáleiðum og efnistökusvæðum svo það falli sem best að umhverfi sínu. Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar undir vefslóðinni http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/ skipulagsmal/framkvaemdaleyfi/ Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar, sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar www.uua.is. Höfn í Hornafirði 28. nóvember 2017 Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 30. nóvember 2017

Gjöf til Tónskóla A-Skaft.

Rannveig Ásgeirsdóttir og Jóhann Morávek við afhendingu hljóðfæranna.

Skátahreyfingin á Íslandi færði Tónskóla A-Skaft. 26 mismunandi stórar trommur að gjöf. Síðastliðið sumar héldu skátarnir heimsmót á Úlfljótsvatni og af því tilefni voru fengnar svona trommur frá fyrirtækinu Remo, til að vinna með hópum í trommuhring sem Karl Ágúst Úlfsson stjórnaði ásamt Rannveigu Ásgeirsdóttur dagskrárstjóra mótsins. Að loknu móti var ákveðið að gefa tónlistarskóla þessar trommur og varð okkar skóli fyrir valinu. Þökkum við kærlega fyrir það og munum við klárlega búa til svona trommuhringi með nemendum okkar til eflingar hrynþáttarins í náminu.

Soffía Auður tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna Í síðustu viku var Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn, tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Orlandó – ævisaga eftir Virginiu Woolf. Orlandó – ævisaga er í hópi merkustu skáldsagna Virginiu Woolf og sú skemmtilegasta að margra áliti. Í bókinni leikur höfundur að sér að ævisagnaforminu og þarf „ævisagnaritarinn“ að kljást við ýmis vandkvæði í tilraun sinni til að ná utan um æviferil sem teygir sig yfir meira en þrjár aldir og persónu sem breytist úr karlmanni í konu í miðri frásögn. Orlandó hefur verið kölluð „lengsta og yndislegasta ástarbréf bókmenntanna“ og þykir mjög nútímaleg, en verkið kom út 1928. Um þýðingu Soffíu Auðar segir í rökstuðningi dómnefndar: „Það er mikill fengur að fá nú á íslensku skáldsöguna Orlandó, eitt af lykilverkum enskra bókmennta. Í verkinu kannar höfundurinn viðfangsefni sem koma við alla menn á öllum tímum, ástina, skáldskapinn, tímann og þroskann svo fátt eitt sé nefnt. Þýðing Soffíu Auðar er framúrskarandi vönduð og nostursamleg en jafnframt leikandi létt og fjörleg og hinn hispurslausi stíll höfundarins kemur vel fram í þýðingunni. Enn fremur ritar þýðandinn afar gagnlegan eftirmála og ítarlegar textaskýringar.“ Síðastliðinn sunnudag var Orlandó tekin fyrir í þættinum „Bók vikunnar“ á rás 1 og hægt er að hlusta á þáttinn á vefnum: http:// www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/bok-vikunnar/20171126

Jóla

Brunch

Laugardaginn 2. des kl. 11:30 – 14:00

Verð:

5

Fullorðnir: . . . . . . . . . 4.390 kr. Börn 6-12 ára: . . . . . 1.500 kr. 5 ára og yngri: . . . . . Frítt

Hótel Höfn Víkurbraut 20 780 Höfn í Hornafirði S: 478 1240


6

Fimmtudagurinn 30. nóvember 2017

Eystrahorn

Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu

Þann 22. nóvember síðastliðin voru stofnuð Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu. Tilgangur samtakanna er að vera sameiginlegur vettvangur áhugasamra einstaklinga um umhverfisvænan lífstíl, minni neyslu og sóun, endurnýtingu, og nýsköpun. Samtökin hyggjast standa fyrir vitundarvakningu meðal almennings, jafningjafræðslu og viðburðum tengdum umhverfismálum í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir tilfærslu á tímasetningu og frekar slæmt veður var góð mæting. Um 30 manns komu og hlýddu á fyrirlestra og sátu stofnfund í kjölfarið. Tómas Knútsson frá Bláa hernum sagði frá tilurð Bláa hersins og frá verkefnum sem hann hefur sett á laggirnar eða tekið þátt í að undanförnu. Tómas er ötull við að þrífa strendur landsins og áður fyrr kafaði hann eftir rusli á hafsbotni við Ísland. Tómas veitti félaginu 25.000 krónur peningastyrk úr dósasjóði sínum sem stofnstyrk. Rósa Björk Halldórsdóttir yfirlandvörður Vatnajökulsþjóðgarðs á Breiðamerkursandi hélt áhugavert erindi um umhverfisvernd vs. náttúruvernd. Hún sýndi myndir, m.a. frá Balí þar sem hún hefur unnið hörðum höndum að því að aðstoða heimamenn við að koma ruslamálum í betra horf. Á Balí hirðir enginn um rusl íbúa og fyrirtækja og því öllu hent í næsta skóg, jafnvel innan þjóðgarðs. Rósa ræddi um eyðingu regnskóga til þess að fá ræktunarland til að rækta pálmatré. Úr pálmatrjám er framleidd pálmaolía, sem m.a. er notuð í nánast hvert einasta sætabrauð á Íslandi. Eyðing regskóganna eyðir vistkerfum dýra og plantna sem

hefur gífurleg umhverfisáhrif langt út fyrir hitabeltið. Steinunn Hödd Harðardóttir sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs fræddi okkur um strandhreinsunina sem farið var í á Degi íslenskrar náttúru, 16. september s.l. Þá gengu sjálfboðaliðar 11 km strandlengju frá Jökulsá á Breiðamerkursandi að Reynivallaós og týndu 13 tonn af rusli, járni, plastkúlum, flöskum o.fl. Næsta strandhreinsun verður laugardaginn 5. maí 2018 og bendum við áhugasömum á að taka daginn frá. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir verkefnastjóri í Nýheimum sagði frá verkefninu Plastpokalaust Suðurland sem hún vinnur að fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Fyrir stuttu kom út skýrsla hjá SASS sem ber sama heiti og verkefnið og fjallar um plast og plastpoka.. Guðrún sagði frá Pokastöðvunum, en hún vinnur m.a. að því að aðstoða Sunnlendinga við að koma upp Pokastöðvum líkt og hér á Höfn. Verkefnið dreifist smátt og smátt um landið. Þess má geta að nú eru komnar upp pokastöðvar á um 15-20 stöðum vítt og breytt um landið. Umhverfissamtök A-Skaft. eru opin öllum þeim sem hafa áhuga á umhverfisvænum lífsstíl. Hægt er að finna okkur á Facebook undir Umhverfissamtök AusturSkaftafellssýslu eða hafa samband við Guðrúnu Ásdísi á netfangið, gudrun@nyheimar.is.

BLACK FRIDAY

Tilvalið að gera góð kaup í jólapakkann

Stjórn Umhverfissamtakanna: Kristín Hermannsdóttir, Jóhann Helgi Stefánsson, Steinunn Hödd Harðardóttir, Guðlaug Úlfarsdóttir og Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir. Varamenn eru Helga Árnadóttir, Sæmundur Helgason og Kristbjörg Sigurðardóttir.

Mikið úrval af fallegum skartgripum. Mikið úrval af fallegri og nytsamlegri gjafavöru. Úrval af góðum rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum. Verið velkominn

Húsgagnaval Opið:

virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Menningarmiðstöð Hornafjarðar býður gestum og gangandi til samveru í Nýheimum.

tilboð gildir aðeins 50%ÞettaaFSláttur

föstudaginn 1. desember Verið velkomin JM hárstofa Jóna, Ellý og Sigrún S:478-1780 Sjampó,

Föstudaginn 1. desember kl. 12:00 -13:00 Bjarni Fritzson mun flytja fyrirlesturinn -Efldu barnið þitt-

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig foreldrar geta sjálf unnið í því að efla barnið sitt. Það sem farið verður yfir er meðal annars sjálfsmynd-árangur-mótlæti og núvitund. Bjarni Fritzson hannaði námskeiðið: Vertu Óstöðvandi hann er sálfræðimenntaður og fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik ásamt því að vera þjálfari U-20 ára landsliðsins og m.fl. ÍR í handknattleik.

BLACK FRIDAY 50%

næringar aFSláttur og Form mótunarvörur

Hafnarbúðin mun sjá um veitingar að þessu sinni og bjóða þau upp á kjúklingasalat með hunangsristuðum hnetum og trönuberjum og brauð. Verð á veitingum er 1600 kr.

aðeinS 24. nóvember

Sjampó,

Allir velkomnir.

næringar og

Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Form mótunarvörur

aðeinS 24. nóvember

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Se

Litlabrú 2

780 Höfn

Sími 470-8050


TEBÚÐ - HERBAL TEA WORKSHOP

Hvað er að gerast í Gömlu sundlauginni á Höfn ? Heil og sæl kæru Hornfirðingar. Nú í vor þá festi fyrirtækið okkar Urta Islandica ehf kaup á Gömlu sundlauginni hér á Höfn í Hornafirði. Við höfum sett upp jurtate framleiðslu í kjallaranum og karlaklefanum og verslun í kvennaklefanum sem var opnuð á Humarhátíðinni. Óhætt er að segja að við höfum fengið frábærar móttökur, sérstaklega frá heimamönnum.

Urta Islandica er í grunninn hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á gjafamatvöru úr íslenskum jurtum, berjum og salti. Urta Islandica var stofnað árið 2010 á æskuheimili mínu í Hafnarfirði af móður minni Þóru Þórisdóttur og hefur það vaxið og dafnað síðastliðin ár. Í dag starfa 10 starfsmenn í fyrirtækinu sem er rekið af okkur fjölskyldunni, mér, mömmu og pabba mínum Sigurði Magnússyni. Aðrir starfsmenn eru gjarnan fjölskyldumeðlimir, vinir og annað frábært fólk sem hefur gengið til liðs við okkur. Ástæða þess að við opnuðum útibú á Höfn er að undirrituð fann minn eina sanna hér í sveitinni. Það er pláss fyrir ýmsa drauma og framtíðarplön hjá okkur í Urtunni, og höfum við nú margar skemmtilegar hugmyndir um hvernig verður hægt að nýta sundlaugargarðinn undir ýmislegt sem gæti aukið fjölbreytni í bæjarlífinu hér á Höfn. Í verslun okkar fæst jurtate, jurtakryddsölt, jurtasýróp, sultur, kex, bæði í lausu og fallegum gjafaumbúðum. Opnunartími verslunarinnar er frá 13-17 virka daga. Verið velkomin - sjón er sögu ríkari!

Með bestu kveðju, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir

Sérstakur jólaopnunartími verður auglýstur fljótlega!

Urta Islandica ehf - Hafnarbraut 11, Höfn í Hornafirði - s. 470-1301 - urta@urta.is - www.urta.is


Desember tilboð

Félagsmanna

30. nóv. - 3. desember

20% af allri sérvöru Sérvara, fatnaður og raftæki* (*Ekki er gefinn afsláttur af bókum)

5% af allri matvöru Nettó, Samkaup Strax, Samkaup Úrval, Kjörbúðin & Krambúðin

Fjöldinn allur af ótrúlegum sprengitilboðum á Félagsmannadögum. KASK | KÁ | KB | KFFB | KH | KHB | | KSK | KÞ

-31%

Sprengitilbo

Maku Pottur Sous vide 8,5L Verð áður: 12.895 kr/stk

8.898 kr/stk

ð

Viltu gerast félagsmaður? • Hægt er að sækja um kort á heimasíðu Samkaupa: www.samkaup.is/afslattarkort • Skráningargjald: 1.000 kr. • Kortið veitir 2% afslátt af öllum þínum innkaupum. • Þú færð kortið sent til þín innan nokkurra daga, en með bráðabirgðakortinu getur þú nýtt þér þessi frábæru jólatilboð.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.