Eystrahorn 39.tbl 2018

Page 1

Eystrahorn 39. tbl. 36. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 1. nóvember 2018

Jöklamælingar FAS á Heinabergsjökli

Síðastliðin 27 ár hefur Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu sinnt rannsókn þar sem kannaðar hafa verið breytingar á ástandi Heinabergsjökuls frá ári til árs. Áfanginn INGA1NR05 – Inngangur að náttúru – og raunvísindum tók að sér að rannsaka Heinabergsjökul í ár, og var það þeirra framlag til Vísindadaga skólans. Vísindadagar, sem eru nýafstaðnir, felast í því að brjóta kennsluna upp með ýmissi rannsóknartengdri vinnu. Nemendum er þá boðið upp á nokkra hópa með mismunandi áherslum, og afraksturinn er kynntur þegar vinnu þeirra er lokið. Það var miðvikudagsmorguninn 24. október sem nemendahópur frá FAS hélt af stað að Heinabergsjökli ásamt skólameistara, Eyjólfi Guðmundssyni, Hjördísi Skírnisdóttur kennara og þeim Lilju Jóhannsdóttur og Snævarri Guðmundssyni starfsmönnum Náttúrustofu Suðausturlands. Hópurinn gekk frá gömlu brúnni yfir Heinabergsvötn að Heinabergslóni, þar sem mælingarnar voru framkvæmdar. Notast er við hornafræði til þess að mæla stöðu jökulsins, sem felst í því að gráður á tveimur hornum og lengd einnar hliðar er fundin. Með þessu fæst gráðufjöldi horns, og fjarlægð að punkti sem liggur í jöklinum. Nemendur skiptu með sér hlutverkum til þess að auðvelda vinnuna. Hluti hópsins fann út gráður

þríhyrningsins með byggingakíki, aðrir mældu vegalengd milli mælipunkta með málbandi, og enn aðrir tóku að sér ljósmyndun og upptöku af framkvæmdinni. Ekki má gleyma hópnum sem sá um að halda latta, þ.e. mælistiku, uppréttri svo allt yrði örugglega beint. Í ljós kom að jökullinn hafði hopað um það bil 20 metra, og hafði auðsjáanlega þynnst mikið frá fyrri árum. Seinni hluti Vísindadaga var síðan nýttur til útreikninga og skýrsluvinnu nemenda. Almennt voru rannsakendur ánægðir með ferðina, enda heppnaðist hún mjög vel. Ferðin gaf nemendum tækifæri á aðkomast út fyrir

Inngangur að neyðarvörnum Þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi kl. 18:00-21:00 verður haldið námskeiðið Hornafirði “Inngangur að neyðarvörnum” í Hafnarskóla. Námskeiðið er ætlað sjálfboðaliðum í neyðarvörnum á vegum Rauða krossdeildar Hornafjarðar. Þeir sjálfboðaliðar sem ætla að koma á námskeiðið geta haft samband við Eyrúnu Axelsdóttur í síma 892-1527 eða í e-mailið eyraxe@ simnet.is. Einnig er hægt að skrá sig hjá Rauða krossinum á aðal skrifstofunni. Nýir sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir, þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geta haft samband við Eyrúnu. Látum gott af okkur leiða. Eyrún Axelsdóttir Rauða kross deild Hornafjarðar

skólastofuna, kynnast námsefninu í eigin umhverfi og njóta náttúrunnar á öðruvísi hátt. Slíkt eru forréttindi sem eru ekki á færi allra skóla á landinu. Þessi upplifun fer beint í reynslubankann, og gerir námið mun líflegra. Áhugasömum er bent á slóðina nattura.fas.is þar sem þeir geta nálgast frekari upplýsingar um rannsóknir nemenda í FAS. Arndís Ósk Magnúsdóttir, Ingunn Ósk Grétarsdóttir og Wiktoria Anna Darnowska, nemendur í INGA1INR05 við FAS

Keyrslumót fimleikadeildar Sindra Næstkomandi laugardag 3. nóvember ætlar fimleikadeild Sindra að halda keyrslumót. Mótið er liður í að undirbúa keppendur undir haustmót í hópfimleikum. Á haustmótinu munu 4 lið keppa frá deildinni. Strákalið, 1.flokkur, 3.flokkur og 4. flokkur mix. Við ætlum að leyfa 5. flokk og 3. bekk að vera með á keyrslumótinu til að undirbúa þau fyrir keppni, en þau keppa eftir áramót í hópfimleikum. Mótið er í Mánagarði, byrjar kl. 12:40 til 13:00. Við hvetjum alla til að koma og sjá okkar flotta fimleikafólk leika listir sínar.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 1. nóvember 2018

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

2016

Fimmtudagurinn 1. nóvember Allra heilagra messa kl. 20:00 Látinna minnst í tali og tónum. Hægt að kveikja á kertum til að minnast látinna Nánar um Allra heilagra messu á: www.bjarnaesprestakall.is

Sunnudagur 4. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11:00

Við munum syngja, dansa, lita og hlusta á sögu. Djús og kex eftir stundina. Prestarnir

Jólavörur streyma í hús, mikið úrval af nýjum vörum, iittala vetrabollinn kominn, sjón er sögu ríkari. Verslunin verður opin á laugardögum Símar: 478-2535 / 898-3664 fram að jólum frá Opið: virka daga kl. 13:00 - 18:00 Laugardaga kl. 13:00 - 15:00 kl. 13:00-15:00.

Húsgagnaval

Verið velkomin

Starf í íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöð Hornafjarðar auglýsir eftir baðverði tímabundið í 25% starf í Mánagarði. Umsækjandi þarf að vera orðin 18 ára, búa yfir ákveðinni festu, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Helstu verkefni eru almennt eftirlit með umgengni í húsinu, gæsla í tengslum við fimleikaæfingar barna, annast ræstingu o.fl. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga við Foss/BSRB eða AFL Starfsgreinafélag. Umsóknarfrestur er til 9. nóv. n.k. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Gunnars Inga Valgeirssonar forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar á netfangið: gunnaringi@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar í tölvupósti eða síma 899-1968. Gunnar Ingi Valgeirsson Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar.

Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Þriggja kvölda spilavist FeH hefst fimmtudaginn 8. nóvember í Ekrunni kl. 20:00. Verðlaun fyrir hvert kvöld og heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. Aðgangseyrir 1000 kr. SAMERUSTUND föstudaginn 2. nóvember kl. 17:00. Finnland, landið, sagan og mannlífið. Stefán Sturla hefur búið í Finnlandi s.l. 12 ár.Hann kemur í heimsókn og fræðir okkur um landið.

Röskun á starfsemi sundlaugar

Þann 5. nóvember hefjast viðgerðir á heitu pottunum í sundlauginni. Gert verður við annan pottinn í einu og mun vinnan taka um 6 vikur í allt. Á sama tíma verður kalda karinu skipt út fyrir nýtt kar sem sett verður niður í stað þess gamla. Sundlaugin, vaðlaugin, annar potturinn og rennibrautirnar verða áfram í notkun. Töluvert rask verður meðan á þessum framkvæmdum stendur og biðjum við gesti að sýna biðlund þennan tíma. Með kveðju starfsfólk sundlaugar Hafnar

Aðalfundur Félags Harmonikuunnenda Hornafirði, verður haldinn 23. nóvember n. k.kl. 17.00, að Víkurbraut 30, í Ekrusal. Nýir félagar velkomnir. Venjuleg aðalfundastörf.

Föstudagshádegi í Nýheimum Föstudagshádegi í Nýheimum verður haldið þann 02.11. og hefst dagskráin kl. 12:00. Fyrirlestrinum „Nýsköpun - hagnýtum hugvitið” verður streymt beint frá Háskóla Íslands. Guðmundur Hafsteinsson fjallar um framtíð Íslands og mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag. Hann ræðir hvernig háskólar sá fræjum fyrir atvinnulífið með grunnrannsóknum sínum og er þetta erindi hans hluti af nýrri fundarröð Háskóla Íslands og ber heitið “Nýsköpun - hagnýtum hugvitið” Súpa, nýbakað brauð og pesto 1000 kr. Súpa, brauð og salatbar á 1500 kr. í boði frá kl 12.00 (ath. að ekki er tekið við kortum)


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 1. nóvember 2018

Jólakort MS-félagsins

www.eystrahorn.is

Uppskeruhátíð 2018

MS jólakort ársins prýðir að venju mynd eftir listamann. Nú er um að ræða vatnslitaverk Dereks K. Mundell, leiðbeinanda Eddu Heiðrúnar heitinnar, og ber heitið Mosabrekka. Kortið hefur enga áletrun og því upplagt líka sem tækifæriskort. 5 kort í pakka kosta 1000 kr., með umslögum. Hægt er að nálgast þau hjá Valgeiri Hjartarsyni, sími 848-4083. Einnig mun verið gengið í hús og kortin boðin til sölu.

Verður haldin á Smyrlabjörgum í Suðursveit laugardagkvöldið 10.nóvember n.k. Matur, skemmtun og ball í hæsta gæðaflokki :) Matseðill kvöldsins er: Forréttur: Nauta carpaccio Aðalréttur: Lamb á þrjá vegu Eftirréttur: Súkkulaðimús með berjum, marengs og sósu Veislustjóri: Gísli Einarsson. Hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi og undir fjöldasöng. Verð: 6.900 kr/mann

Starfsmaður við áhaldahús

Auglýst er eftir starfsmanni í fjölbreytt starf við áhaldahús sveitarfélagsins.Helstu verkefni eru að sinna tilfallandi verkefnum í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Hæfniskröfur: • Vinnuvélaréttindi æskileg • Vigtarréttindi æskileg • Ríkur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum. Laun samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sam­­bands Sveitarfélaga við FOSS/BSRB og Afls starfsgreinasambands. Umsóknir skulu sendar á rafrænu formi á netfangið skuli@hornafjordur.is Frekari upplýsingar um starfið veitir Skúli Ingólfsson, bæjarverkstjóri í síma 895-1473

Húsið opnað kl.19:30, borðhald hefst kl. 20:00. Tilboð á gistingu á Smyrlabjörgum, 4.500 kr/mann með morgunmat.

Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga Hótel Smyrlabjörg Hestamannafélagið Hornfirðingur

Sjálfstæðisfélag Austur-Skaftafellssýslu auglýsir bæjarmálafund laugardaginn 3. nóvember frá kl. 11:00-13:00 í húsi félagsins að Kirkjubraut 3 Boðið verður uppá súpu. Bæjarfulltrúar og fulltrúar úr stjórn félagsins verða á staðnum til að ræða málin. Allir velkomnir

Þakkargjörðar kalkúnaveisla 24. nóvember í frystihúsinu

sturlandi

Nýtt á Au

Veisluborðin koma til með að svigna undan kræsingunum. Lifandi tónlist.

Tveggja manna herbergi 13.900 kr. m/morgunverði Pantanir og upplýsingar í síma 470-0000 eða á netfanginu info@hotelblafell.is.

Tilboð fyrir hópa

Kalkúnn og kalkúnabringur Kalkúna fylling Sætkartöflumús Brúnaðar kartöflur Waldorfssalat

Ofnbakað rótargrænmeti Smjörlagaður maís Gratínerað broccoli Títuberjasósa Kalkúnasósa heit

Eplapæ Pecan Pie Rjómi og ís með

THE OLD FISH FACTORY

Frystihúsið

Sími 470 0000 - info@breiddalsvik.is - www.breiddalsvik.is - Sólvellir 14, 760 Breiðdalsvík

Héraðsprent

Verð pr mann 7.900 kr.


LJÚFFENGUR HELGARMATUR

-24%

NAUTA MJAÐMASTEIK KR KG

1.975

ÁÐUR: 2.599 KR/KG

NAUTA RIB EYE Í HEILU KR KG

2.783

-20%

-20%

KJÚKLINGABORGARAR Í KRYDDHJÚP - FRÁ DANPO KR KG

KJÚKLINGALUNDIR 700GR - FRÁ DANPO KR PK

KJÚKLINGABRINGUR 900GR- FRÁ DANPO KR PK

ÁÐUR: 2.569 KR/KG

ÁÐUR: 1.480 KR/PK

ÁÐUR: 1.598 KR/PK

1.978

3.871

ÁÐUR: 4.839 KR/KG

ÁÐUR: 3.479 KR/KG

-23%

-20%

NAUTALUNDIR KR KG

1.184

-20%

1.278

-20% NAUTAHAKK 1KG, 8-10% FITA KR KG

1.399

ÁÐUR: 1.749 KR/KG

DANSKIR DAGAR BILLIGT TIL HJEMMET!

SVÍNASKANKAR KR KG

499

ÁÐUR: 998 KR/KG

-50%

BAYONNE SKINKA KJÖTSEL KR KG

998

ÁÐUR: 1.996 KR/KG F TUR A M T Á L S AF LU UM EP Ð U K K Y PÖ LAD PINK NOSTA I VE KANZ NOSTA E GUL V N VENOSTA LÍFRÆ A RAUÐ Ð VENOST RAU

-40%

HAMBORGARHRYGGUR KJÖTSEL KR KG

999

-40%

ÁÐUR: 1.665 KR/KG

-30%

Tilboðin gilda 1. – 4. nóvember 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

EPLI


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.