Eystrahorn 40.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 24. nóvember 2016

40. tbl. 34. árgangur

Hversu mikils virði erum við?

Við vorum í 10-15 ár í sérnámi áður en við gátum farið í kennaranám. Kennaranámið tekur núna 5 ár. Við erum tónlistarkennarar.

Við berum hvert okkar ábyrgð á 15-25 börnum og unglingum, mótum þau, kennum þeim sjálfsaga og umgangast sérhæft tæki sem auðvelt er að fara rangt með. Við erum í sambandi við foreldra þeirra og komum jafnvel heim til nemendanna til að lagfæra eða stilla hljóðfærið. Við erum tónlistarkennarar. Með þjálfun okkar er sannað að börnum gengur betur á ýmsum sviðum annarra þátta í grunnskólanum og stundum tökum við, við börnum sem finna sig ekki í almenna skólakerfinu og náum til þeirra með tónlistinni. Við erum tónlistarkennarar. Við æfum kóra, lúðrasveitir, og ýmsar samsetningar af hljómsveitum til að þjálfa verðandi hljóðfæraleikara, samfélagið leitar til okkar á ýmsum tímum til að njóta afrakstursins. Við erum tónlistarkennarar. Við erum að mæta með nemendum okkar á hjúkrunarheimilið, elliheimilið, við jólatréð og á jólaballið. Við erum tónlistarkennarar.

árshátíðina, fyrir skemmtikvöldið, fyrir skólasýninguna. Við erum tónlistarkennarar. Leikfélögin í framhaldsskólanum og heimahéraði leita til okkar. Við erum tónlistarkennarar. Ýmsar íslenskar hljómsveitir og einstaklingar hafa náð heims athygli vegna okkar tilstuðlan. Við erum tónlistarkennarar.

Einu sinni voru laun okkar þau sömu og framhaldsskólakennarans nú erum við bara að biðja um að fá að vera með sömu laun og grunnskólakennarinn við hliðina á okkur sem er ekki heldur sáttur við sín laun. Nú erum við búin að vera með samningana okkar lausa í eitt ár og lítið sem ekkert að gerast. Sveitastjórnarmenn, Reykjavíkurborg, samband íslenskra sveitafélaga! Hvað er málið?

Grunnskólinn leitar til okkar fyrir

Tónlistarkennarar við Tónskóla A-Skaft.

Jólablað Eystrahorns kemur út fimmtudaginn 22. desember Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 22. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 20. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti.

Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.000,- (3.720,- m/vsk).

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Jón og Gunna


2

Fimmtudagurinn 24. nóvember 2016

Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA

1966

2016

Sunnudaginn 27. nóvember Guðsþjónusta á fyrsta sunnudegi í aðventu kl. 11:00

Sóknarprestur

Kaþólska kirkjan

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Samverustund Föstudaginn 25. nóvember. Ferðasaga frá Víetnam Nýr tómstundafulltrúi bæjarins, Óskar Bragi Stefánsson, segir frá veru sinni á þessum framandi slóðum og sýnir myndir þaðan.

Messa sunnudaginn 27. nóvember kl. 12:00. Þetta er fyrsti sunnudagur í aðventu og venjan að blessa aðventukransa.

Ekki missa af stundinni. Söngball í Ekrunni á sunnudaginn kl. 16:00 - 17:30. Sungið og dansað. EKRUBANDIÐ spilar. Rjómavöfflur og kaffi. Aðgangseyrir 500 kr. Allir velkomnir.

Til sölu eru hrossin hans Sigurbergs.

Gleraugna Gallerí er glæsileg gleraugnaverslun að Eyravegi 7, Selfossi Umgjarðir í miklu úrvali. Dag –og mánaðarlinsur á lager. Sjáðu í sundi! Sundgleraugu með styrkleika. Sjónmælingar á staðnum alla virka daga.

Þau eru á ýmsum aldri, meðal annars 2ja vetra graðhestur móvindóttur. Nokkrar fylfullar merar og fl. Áhugasamir geta fengið hestaskrá hjá Jóhönnu með því að senda tölvupóst á jva_65@hotmail.com eða hafa samband í síma 690-8523

Gleraugna Gallerí er glæsileg gleraugnaverslun að Eyravegi 7, Selfossi

Sendi um allt land!

Umgjarðir í miklu úrvali.

Dag –og mánaðarlinsur á lager. Sjáðu í sundi! Sundgleraugu með styrkleika.

Berglind Hafsteinsdóttir, sjóntækjafræðingur Sendi um allt land!

Sjónmælingar á staðnum alla virka daga.

Berglind Hafsteinsdóttir,

sjóntækjafræðingur Gleraugna Gallerí ehf. Eyravegi 7 800 Selfoss Sími 482 1144 Gleraugna Gallerí ehf. Eyravegi 7 800 Selfoss Sími 482 1144 info@gleraugnagalleri.is www.gleraugnagalleri.is info@gleraugnagalleri.is www.gleraugnagalleri.is Erum á Facebook: gleraugnagalleri Erum á Facebook: gleraugnagalleri

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Jaspis Fasteignasala

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn Sími 478-2000 snorri@jaspis.is

NÝTT Á SKRÁ

SILFURBRAUT

Rúmgóð 4ra til 5 herb. 110 m² íbúð auk 6,1 m² geymslu samtals 116,1 m², auk hlutdeildar í sameign. Húsið er mikið endurnýjað

NÝTT Á SKRÁ

HÓLABRAUT

Gott 138,4 m² einbýlishús, ásamt 34,4 m² bílskúr, samtals 172,8 m². Húsið hefur verið einangrað að utan og klætt, endurnýjað járn á þaki, malbikuð innkeyrsla verönd og heitur pottur.

NÝTT Á SKRÁ

SVALBARÐ

Mikið endurnýjað 126,8 m² einbýlishús, fyrst byggt 1938 en byggt við það 1997. Allt húsið einangrað, múrað, skipt hefur verið um járn á þaki.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 24. nóvember 2016

3

LEIKSKÓLAKÖRFUBOLTI Hvernig er blóðþrýstingurinn?

Almennir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnanna þess fyrir árið 2017 Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum í sveitarfélaginu 25. nóvember kl. 12.00 á Hótel Höfn, boðið upp á súpu, brauð og kaffi 29. nóvember kl. 20:00 á Hótel Smyrlabjörgum, boðið upp á kaffi og meðlæti Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Fundirnir eru öllum opnir, íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta.

Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans. Hann er nauðsynlegur til að viðhalda blóðrás til líffæra. Það er tiltölulega einfalt að mæla blóðþrýstinginn og flestir geta lært að mæla hann sjálfir heima en þá þarf líka að þekkja gildin. Talað er um efri og neðri mörk blóðþrýstings. Efri mörkin er slagbilsþrýstingur en þá dælir hjartað blóði út í slagæðarnar. Neðri mörkin er hlébilsþrýstingur en þá slakar hjartað á og fyllist af blóði á ný. Ef blóðþrýstingurinn mælist endurtekið undir 130mmhg ( sem er mælikvarði þrýstings) í efri mörkum og 85mmhg í neðri mörkum telst hann eðlilegur. Ef blóðþrýstingurinn mælist hins vegar endurtekið yfir 140mmhg í efri mörkum og yfir 90mmhg í neðri mörkum er talað um háþrýsting. Blóðþrýstingurinn getur oft sveiflast mikið yfir tíma og ýmsar aðstæður hafa áhrif á það. Það sem getur haft áhrif er t.d. á hvaða tíma dagsins hann er mældur, hreyfing eða áreynsla, streita eða andlegt álag og reiði. Þess vegna er nauðsynlegt að mæla blóðþrýstinginn nokkrum sinnum til að fá nákvæma niðurstöðu. Að vera með of háan blóðþrýsting í langan tíma getur aukið líkurnar á heilablóðfalli, kransæðastíflu og nýrnabilun. Hjartavöðvinn stækkar og þykknar sem leiðir til þess að hjartað þarf að erfiða meira við að dæla blóði út í líkamann. Einkenni háþrýstings eru lúmsk, oft finnur fólk ekki fyrir neinum einkennum við vægri hækkun, sumir finna þó fyrir aukinni þreytu eða úthaldsleysi og/eða höfuðverk sérstaklega framan til í höfðinu og einnig er hægt að finna fyrir þrýstingi á bakvið augun. Helstu áhættuþættir háþrýstings eru: Erfðir, hækkandi aldur, reykingar, offita sérstaklega kviðfita og mikil streita eða andlegt álag. Það er margt hægt að gera sjálfur til að fyrirbyggja of háan blóðþrýsting, sömuleiðis er líka hægt að snúa við þeirri þróun, ef blóðþrýstingur er hækkaður , með breyttum lífsvenjum eins og reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði með ríkulegri ávaxta og grænmetisneyslu, draga úr óhollri fitu og saltríkum mat, hætta að reykja og síðast en ekki síst að læra slökun. Ef þig grunar að þú sért með of háan blóðþrýsting eða vilt bara láta fylgjast með þér er velkomið að leita á næstu heilsugæslustöð í mælingu.

Björn Ingi Jónsson Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sigríður B. Ingólfsdóttir Hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Hvergerði

Körfuknattleiksdeildin hefur startað sínu fyrsta Leikskólakörfubolta námskeiði. Yfirumsjón er í höndum Kristjáns Arnar Ebenezarsonar og hefur mætingin farið vonum framar. Framtíðin liggur í börnunum okkar og það er aldrei of snemmt að byrja að byggja grunninn. Næstu tímar verða 27. nóvember og 3. og 10 desember, kl. 12:10. Hvetjum við öll börn 3-5 ára að koma og hafa gaman í körfu ! Körfuboltakveðja Þjálfari og stjórn Körfuknattleiksdeild Sindra.

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun 2017

Heimildir: Hollráð við háþrýstingi (bæklingur) Hjartavernd.is.

Gullfallegi íslenski jólaóróinn eftir Jóhannes kominn í hús. Mikið úrval af fallegri og nytsamlegri gjafavöru. Úrval af góðum rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum. Verið velkominn

Húsgagnaval Opið:

virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Íbúð óskast til leigu Hótel Höfn óskar eftir að taka á leigu íbúð fyrir starfsmann. Húsnæðið þarf að vera a.m.k. 3ja svefnherbergja, helst stærra. Tengiliður og frekari upplýsingar gefur Hanna Björg í síma 697-6929 og info@hotelhofn.is


Sparaðu fyrir jólin!

markhönnun ehf

-40% aðvenTusTeik grísaBógur fyllTur m/kanel og eplum Áður: 2.498 kr/kG KR KG

hamBorgarhryggur Áður: 1.585 kr/kG KR KG

1.189

1.499

opal lax 1/2 flak - reykTur eða grafinn Áður: 4.449 kr/kG KR KG

nauTalundir erlendar - frosið Áður: 3.998 kr/kG KR KG

-40%

lamBalæri ferskT með salT og pipar Áður: 1.698 kr/kG KR KG

2.669

3.398

-50%

-25%

2.293

-30% ungnauTahamBorgarar 4x90 gr.með Brauði Áður: 1.398 kr/pk KR pK

1.199

749 599

1.494

lamBalæri - frosið Áður: 1.394 kr/kG KR KG

pasTaTeningar skinka/Beikon Áður: 1.498 kr/kG KR KG

Tradizionale pizza - 3 gerðir Áður: 749 kr/STk KR STK

hangiframparTur - ÚrBein Áður: 2.698 kr/kG KR KG

979 KLEMENTÍNUR

-20%

Barnamatur

99

KR KG

-20% Tilboðin gild 24. – 27. nóvember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Franskur gæðakalkúnn á frábæru verði kalkÚnn heill - frosinn sTærð: 4,6 kg, 5,4 kg, 6,6 kg, 7,2 kg KR KG

998

-25% ísfugl kalkÚnaBringa - fersk Áður: 3.957 kr/kG KR KG

gæs heil 4 kg. - frosin KR KG

1.749

2.968

TAKMARKAÐ MAGN!

EKTA

AMERÍSK KA LKÚNAF

YLLING

B&J 500 ML. AÐEiNS:

Fjölbreytt KR 998 STK úrval af ís

Kalkúnafylling:

Verum fín um jólin

1 skorpulaust brauð, skorið niður 1 laukur, saxaður 3 sellerí stönglar, skornir smátt 250 g. ferskir sveppir niðurskornir 1-2 egg 1/2 ltr mjólk (ca), hafa frekar blautt 50g. Brætt smjör Salvía ca 1/2 staukur Smá salt

Jólapeysa 4 gerðir

2.998 KRSTK annas piparkökuhÚs 300 g KR pK

599

Brauði, mjólk og salti blandað saman Næst er bætt við lauk, sellerí, sveppum og salvíu Smjörið brætt og því blandað saman við og svo að lokum eggjum. Bakað við 175gráður í ca.60 mín. ódýrT Jólapiparkökur 300 gr. KR pK

269

anna’s piparkökur - 375 g KR pK

498

only JóladagaTal KR pK

199

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

Fimmtudagurinn 24. nóvember 2016

Eystrahorn

Jól á Jaspis. Við erum komin Jaspis hársnyrtistofu.

í

jólastemningu

hjá

Jólatilboðin á hárvörum eru komin í hillurnar, hafa þau aldrei verið flottari og frábærir kaupaukar. Sigrún Gylfadóttir hársnyrtir verður að vinna með Heiðu Dís og Sveinbjörgu í desember. Það verður frábært að fá hana og eru þær tilbúnar að taka á móti ykkur. Það er um að gera að panta tímanlega fyrir jólasnyrtinguna í ár. Þetta verða 28. jólin á Jaspis hársnyrtistofu og verða þau ekki fleiri hér á Höfn. Það er því ærin ástæða til að heimsækja okkur, heitt verður á könnunni og jólaleikurinn hefst í byrjun aðventu. Munum við draga út veglega vinninga í jólaleiknum á Þorláksmessu.

Verslun Dóru

AUKAOPNUN FRAM AÐ JÓLUM Á FIMMTUDÖGUM TIL KL: 20:00 OG Á LAUGARDÖGUM 12:00-16:00 VERIÐ VELKOMINN STARFSFÓLK VERSLUNAR DÓRU

Vélsmiðja Hornafjarðar ehf Vélsmiðjan leitar að aðila/um til að reka verslunina í húsinu, Álaugarvegi 2. Reksturinn og varahlutalager eru til sölu og húsnæðið til leigu. Verslunin hefur verið starfrækt af Vélsmiðju Hornafjarðar síðastliðin ár og styður við rekstaraðila í véla og bílaviðgerðum. Mikil tækifæri eru til að breyta vöruframboði og rekstri. Rekstur bifreiðaverkstæðis og smurstöðvar verður áfram í húsinu og því í mikilli nálægð við verslun. Ef þetta hljómar áhugavert, er þér velkomið að kíkja á Pál á skrifstofunni eða heyra í honum í síma 899-1141. Upplýsingar um rekstur eru gefnar upp í trúnaði.

Nytjamarkaður Hirðingjanna í Steingrímsbúð. Minnum á opnunartíma Markaðarins á fimmtudögum kl. 16:30 – 18:30. Tökum á móti alls konar dóti og drasli. Athugið að við erum ekki með aðstöðu til að taka við dóti úti í porti hjá nytjagámnum! Komið því með dót til okkar á opnunartíma eða setjið það í gula kassann fyrir utan Markaðinn. Við skoðum daglega. Einnig er hægt að hringja í síma 779-8135 Stefanía og 478-1105 Elísabet. Þökkum stuðninginn Kær kveðja Hirðingjarnir Ps. Opið frá 13-15 á laugardögum fram að jólum.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 24. nóvember 2016

Samfélagssjóður Hornafjarðar óskar eftir styrkjum í sjóðinn. Fyrir þá sem vilja leggja sjóðnum lið er reikningsnúmerið 0172-05-060172, kt: 611112-0170. Að gefnu tilefni viljum við í stjórn Samfélagssjóði Hornafjarðar þakka öllum veittan stuðning. Sérstakar þakkir fá Kiwanisklúbburinn Ós, Karlakórinn Jökull, Rauði Krossinn, Sveitarfélagið Hornafjörður, Lionsklúbburinn Kolgríma, Lionsklúbbur Hornafjarðar, Nettó, Skinney-Þinganes og margir fleiri. Með veittum stuðningi höfum við getað létt undir og hjálpað fólki í samfélaginu okkar að halda gleðileg jól. Gleðileg jól Stjórn Samfélagssjóðs Hornafjarðar.

7

Jólatertutónleikar Kvennakórs Hornafjarðar

Kvennakór Hornafjarðar heldur sína árvissu jólatónleika miðvikudagskvöldið 7. desember kl. 20:00 í Nýheimum. Kórinn mun syngja bæði jólalög og ýmis önnur hugljúf og falleg lög sem eiga vel við á aðventunni. Að loknum söng geta gestir gætt sér á margrómuðu tertuhlaðborði kvennakórskvenna.

Miðaverð er kr. 3.000,-

kr. 1.500,- fyrir 6-12 ára frítt fyrir 5 ára og yngri (tónleikar og kaffihlaðborð). Ekki tekin kort.

Skólamötuneyti og vetrarafleysingar á HSU Hornafirði Auglýsum eftir starfsmanni í skólamötuneyti HSU Hornafirði, um er að ræða þægilegan vinnutíma og viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Umsóknafrestur er til 2. desember 2016. Frekari upplýsingar hjá Kristjáni Guðnasyni í síma 470-8640, 693-7116 eða á netfangið kristjang@hssa.is. Einnig er óskað eftir starfsfólki í afleysingar við umönnun á hjúkrunardeild vegna vetrarfría. Óskað er eftir umsóknum frá körlum og konum, strákum og stelpum frá 18 ára aldri. Umsóknafrestur til 2. desember 2016. Frekari upplýsingar hjá Ásgerði Gylfadóttur hjúkrunarstjóra, hjúkrunardeild í síma 470-8635 eða á netfangið asgerdur@hssa.is. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Afl starfsgreinafélags

Opnunar tímar um jól og áramót 10. desember jólahlaðborð Borðapantanir á info@kaffihornid.is eða í síma 848 2192 17. desember kl. 22:00-03:00 Jólapeysudjamm 23. desember kl. 11:30-21:00 Skata 24. – 25. desember kl. 17:00-20:00 Borðapantanir á info@kaffihornid.is eða í síma 848 2192 26. – 30. desember kl. 11:30-21:00 31. desember – 1. janúar kl. 17:00-20:00 Borðapantanir á info@kaffihornid.is eða í síma 848 2192

EFNALAUG DÓRU ER FLUTT AÐ BUGÐULEIRU 6. OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10:00-12:00 OG 13:00-16:00

NÝTT SÍMANÚMER 478-2217 OG 894-9493

VERIÐ VELKOMINN – STARFSFÓLK EFNALAUGAR DÓRU


Komum öll og upplifum saman notalega jólastemmningu í Nýheimum í upphafi aðventu. * Jólaveröld á bókasafninu fyrir yngri kynslóðina * Ilmandi bakkelsi á Jólakaffihúsi unga fólksins * Jólamarkaður Körfuboltadeildar Sindra * Jólamyndir og jólatónlist sem koma okkur í jólaskapið Jólalestin verður á ferðinni á milli kl. 14:30-15:30 og rauðir kallar eru búnir að panta far með henni! Leikskólabörn taka lagið fyrir gesti jólahátíðar kl. 16:30 og Lúðrasveit Hornafjarðar verður með ljúfa tóna áður en tendrað verður á jólatrénu á miðsvæðinu kl. 17:00. #JólaHöfn2016

Bjarni Hákonar ehf. Körfuboltadeild Sindra Útskriftarnemendur FAS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.