Eystrahorn 40.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 24. nóvember 2016

40. tbl. 34. árgangur

Hversu mikils virði erum við?

Við vorum í 10-15 ár í sérnámi áður en við gátum farið í kennaranám. Kennaranámið tekur núna 5 ár. Við erum tónlistarkennarar.

Við berum hvert okkar ábyrgð á 15-25 börnum og unglingum, mótum þau, kennum þeim sjálfsaga og umgangast sérhæft tæki sem auðvelt er að fara rangt með. Við erum í sambandi við foreldra þeirra og komum jafnvel heim til nemendanna til að lagfæra eða stilla hljóðfærið. Við erum tónlistarkennarar. Með þjálfun okkar er sannað að börnum gengur betur á ýmsum sviðum annarra þátta í grunnskólanum og stundum tökum við, við börnum sem finna sig ekki í almenna skólakerfinu og náum til þeirra með tónlistinni. Við erum tónlistarkennarar. Við æfum kóra, lúðrasveitir, og ýmsar samsetningar af hljómsveitum til að þjálfa verðandi hljóðfæraleikara, samfélagið leitar til okkar á ýmsum tímum til að njóta afrakstursins. Við erum tónlistarkennarar. Við erum að mæta með nemendum okkar á hjúkrunarheimilið, elliheimilið, við jólatréð og á jólaballið. Við erum tónlistarkennarar.

árshátíðina, fyrir skemmtikvöldið, fyrir skólasýninguna. Við erum tónlistarkennarar. Leikfélögin í framhaldsskólanum og heimahéraði leita til okkar. Við erum tónlistarkennarar. Ýmsar íslenskar hljómsveitir og einstaklingar hafa náð heims athygli vegna okkar tilstuðlan. Við erum tónlistarkennarar.

Einu sinni voru laun okkar þau sömu og framhaldsskólakennarans nú erum við bara að biðja um að fá að vera með sömu laun og grunnskólakennarinn við hliðina á okkur sem er ekki heldur sáttur við sín laun. Nú erum við búin að vera með samningana okkar lausa í eitt ár og lítið sem ekkert að gerast. Sveitastjórnarmenn, Reykjavíkurborg, samband íslenskra sveitafélaga! Hvað er málið?

Grunnskólinn leitar til okkar fyrir

Tónlistarkennarar við Tónskóla A-Skaft.

Jólablað Eystrahorns kemur út fimmtudaginn 22. desember Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 22. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 20. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti.

Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.000,- (3.720,- m/vsk).

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Jón og Gunna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.