Eystrahorn 40.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 40. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 7. desember 2017

Tvö ný togskip í smíðum fyrir Skinney – Þinganes Skinney – Þinganes hf. hefur undirritað samning um smíði á tveimur nýjum togskipum. Áætlað er að smíði hvors skips taki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirnar. Skipin verða 28,95 m að lengd og 12 m að breidd. Í skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Ný kynslóð rafmagnsspila verða í skipunum frá Seaonics. Þessi nýju systurskip verða vel búin í alla staði og í þeim verða íbúðir fyrir 13 manns. Þau munu taka 244 x 460 lítra kör í lest (um 80 tonn af ísuðum fiski). Við hönnun skipanna hefur verið vandlega hugað að allri nýtingu á orku. Við hönnun á vinnsludekki verður höfð að leiðarljósi vinnuaðstaða sjómanna, öflug kæling og góð meðhöndlun á fiski. Horft verður til þeirra gæða og reynslu sem íslenskir framleiðendur búa yfir á smíði vinnslubúnaðar. Alls undirrituðu fulltrúar fjögurra íslenskra útgerðarfyrirtækja samninga um smíði á sjö samskonar skipum. Auk skipanna sem smíðuð verða fyrir Skinney – Þinganes hf. verða tvö skip smíðuð fyrir Berg-Hugin, tvö fyrir Gjögur, og eitt fyrir Útgerðarfélag Akureyringa. Fyrstu skipin koma til landsins í mars og maí 2019.

Jólablað Eystrahorns kemur út fimmtudaginn 21. desember Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: tjorvi@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 21. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi kl. 14 þriðjudaginn 19. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti.

Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.500,- (4.340,- m/vsk).

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Jón og Gunna

Kíktu á vefinn okkar - www.eystrahorn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.