Eystrahorn 40.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn 40. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Fimmtudagurinn 7. desember 2017

Tvö ný togskip í smíðum fyrir Skinney – Þinganes Skinney – Þinganes hf. hefur undirritað samning um smíði á tveimur nýjum togskipum. Áætlað er að smíði hvors skips taki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirnar. Skipin verða 28,95 m að lengd og 12 m að breidd. Í skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Ný kynslóð rafmagnsspila verða í skipunum frá Seaonics. Þessi nýju systurskip verða vel búin í alla staði og í þeim verða íbúðir fyrir 13 manns. Þau munu taka 244 x 460 lítra kör í lest (um 80 tonn af ísuðum fiski). Við hönnun skipanna hefur verið vandlega hugað að allri nýtingu á orku. Við hönnun á vinnsludekki verður höfð að leiðarljósi vinnuaðstaða sjómanna, öflug kæling og góð meðhöndlun á fiski. Horft verður til þeirra gæða og reynslu sem íslenskir framleiðendur búa yfir á smíði vinnslubúnaðar. Alls undirrituðu fulltrúar fjögurra íslenskra útgerðarfyrirtækja samninga um smíði á sjö samskonar skipum. Auk skipanna sem smíðuð verða fyrir Skinney – Þinganes hf. verða tvö skip smíðuð fyrir Berg-Hugin, tvö fyrir Gjögur, og eitt fyrir Útgerðarfélag Akureyringa. Fyrstu skipin koma til landsins í mars og maí 2019.

Jólablað Eystrahorns kemur út fimmtudaginn 21. desember Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: tjorvi@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 21. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi kl. 14 þriðjudaginn 19. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti.

Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.500,- (4.340,- m/vsk).

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár . Jón og Gunna

Kíktu á vefinn okkar - www.eystrahorn.is


2

Fimmtudagurinn 7. desember 2017

Aðventustundir í Bjarnanesprestakalli 7. desember kl. 17:00 Kaffi í Hofgarði eftir aðventustundina

Kálfafellsst.kirkja 9. desember kl. 17:00

Brunnhólskirkja

9. desember kl. 20:00

Hafnarkirkja

Barnastund 10. desember kl. 17:00 Kex og djús eftir aðventustundina

Bjarnaneskirkja

10. desember kl. 20:00 Kaffi í Mánagarði eftir aðventustundina

Allir velkomnir Prestarnir

Ferðafélag Austur-Skaftfellinga Aðventuganga 10. desember kl. 11.

Fjölskylduferð og frítt í ferðina Gengið á milli kirkjustaða í Nesjum. Mæting við Kirkjustæðið við Laxá. Gangan hefst við fyrrum kirkjustað við Laxá, gengið upp með Laxánni og inn með Ketillaugarfjalli og endar við Bjarnaneskirkju Göngutími ca.2 klst. Kakó og jólasöngvar í kirkjunni. Gott er að hafa með heitan drykk og nesti. Klæðnaður eftir veðri. Hlökkum til að sjá ykkur. Upplýsingar veitir Jóhannes Danner í síma 896-2081.

Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

FÉLAGSSTARF

FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

Hofskirkja

HAFNARKIRKJA 1966 2016

Eystrahorn

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

JÓLA-OG AFMÆLISSAMVERAN ER Á HÓTEL HÖFN EFRI SAL 9.DES. KL. 14.00. Dagskrá í anda jólanna og 35 ára afmælis félagsins minnst. Kaffiveitingar í boði Hótels Hafnar. Þeir félagar sem þurfa AKSTUR til og frá hóteli eru beðnir að hafa samband við Friðrik Jónas Í SÍMA 893-0693 Félagar eru hvattir til að mæta vel ! Menninganefnd FeH

Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 10. desember kl. 12:00.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 7. desember 2017

3

Það vex og dafnar sem hlúð er að

Nú þegar desember er runninn upp er gott að gefa sér tíma til að hugleiða, hugleiða lífið og tilveruna. Hugleiða það hvernig unglingarnir okkar hafa það. Í framhaldsskólum landsins eru nemendur komnir með hugann við lokamat, lokapróf og verkefnaskil. Þessi tími getur verið erfiður þeim sem kvíða prófum og þeim skilum sem fram fer eftir haustönnina. Hvað getum við sem foreldrar og uppalendur gert til að tryggja það að unglingunum okkar líði sem best við þessar aðstæður? Það er mikilvægt að við sýnum námi barnanna okkar áhuga og hvetjum þau til dáða, eins skiptir miklu að þau fái sjálfstæði til að sanna sig. Við erum alla ævina að læra þar sem lífið kemur okkur sífellt á óvart með ýmsum uppákomum. Stundum er nauðsynlegt að taka sig ekki of alvarlega. Ungt fólk kann vel að meta að fullorðið fólk tali við það og að það ríki gagnkvæm virðing. Álag, kvíði og stress í desember er vel þekkt og fer því miður illa með of marga, margir skólakrakkar vinna með skólanum og þá bætist við kvíði um að standa sig á öllum vígstöðum,heima, í skóla, tómstundum og vinnu. Þá er mikilvægt að muna að hugsa vel um sig. Hafa samkennd með sjálfum sér og fara ekki framúr sér. Fyrir okkur öll eru nokkir þættir sem skipta miklu og vert að hafa í huga þegar álagið er mikið. Að sofa nóg, fullorðnir þurfa ca 7,5 tíma

svefn en er auðvitað persónubundið. Þegar fólk sefur illa og ekki nóg, kemur það niður á athygli og einbeitingu sem er einmitt svo mikilvæg í prófatíð. Orkan verður minni og pirringur getur gert vart við sig. Að borða holla og fjölbreytta fæðu, mikilvægt er að borða reglulega og hafa fæðuna eins fjölbreytta og hægt er. Of mikil koffín drykkja ásamt neysla á orkudrykkjum er skammgóður vermir og flokkast ekki til góðrar næringar. Að hreyfa sig, það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu eins og hjarta og æðakerfi og öll hin líffærakerfin heldur hefur hreyfingin jákvæð áhrif á andlega líðan og lundafar sem getur skipt sköpum þegar álag er mikið. Að eiga samskipti við aðra, á tímum þar sem tæknin er svo hröð að við varla náum að fylgjast með, fara samskipti oftar en ekki fram í gegnum tölvu, snjallsíma eða önnur tæki. Það er þó mikilvægt að hitta aðra. Rafræn samskipti koma ekki í stað samskipta maður á mann. Nærandi og uppbyggileg samskipti við annað fólk eru lífsnauðsynleg fyrir okkur öll. Það eykur gleði og jákvæðni. Að geta sagt nei, það er mikilvægt að átta sig á þvi að við megum segja nei. Þegar við höfum ekki tök á að aðstoða aðra eða fara í heimsókn eða út á rúntinn þá er betra að segja nei en að gera hluti sem við höfum ekki tíma til að gera og njótum engan veginn. Það er auðvitað gefandi og gott að segja já þegar við erum beðin um ákveðna hluti en mikilvægt

að velja hvað við getum gert og hvað ekki. Þess vegna er gott að kunna að forgangsraða þegar kemur að náminu og taka ábyrgð. Að þessu sögðu langar mig að við hugsum um ungmennin okkar og sýnum þeim áhuga, stuðning og kærleik. Verum nærgætin og dæmum ekki of hart. Hlustum. Að vera uppalandi ungs fólks er vinna sem er ákaflega þroskandi en umfram allt gefandi. Mig langar að hvetja fólk til samveru og að gefa sér tíma. Lífið er núna. Tillögur að skemmtilegum samverustundum eru gönguferðir úti í náttúrunni, sundferð, horfa saman á jólamynd, hlæja saman, og svo margt fleira. Sendi hlýja kveðju til ykkar allra í byrjun aðventu með von um notalegar samverustundir. Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur Grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólans í A-Skaftafellssýslu

Tax free - Tax free Langur fimmtudagur opið til kl 20.

Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2018 Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki í sjóðinn. Atvinnumálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í ráðhúsi, Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur.is undir stjórnsýsla/reglur og samþykktir. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2018. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, undir stjórnsýsla/umsóknir. Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Tax free af öllum fatnaði og skóm hefst á fimmtudaginn kl. 17 til 20. Föstudag frá kl. 10-12 og 13 -18 Laugardag frá kl. 13- 16. Verið velkomin. Verslum í heimabyggð.

Verslun Dóru Opnunartímar Rakarastofunnar í desember

Frá 10. des. verður rakarastofan opinn frá kl. 10:00 til 18:00 á virkum dögum. Einnig verður opið laugardagana 16. og 23. des. frá kl. 10:00 til 16:00. Stofan verður lokuð milli jóla og nýárs. Opna aftur 2. janúar. Kveðja Baldvin

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 470-8000 / www.hornafjordur.is


4

Fimmtudagurinn 7. desember 2017

Eystrahorn

Jólahátíð Sveitarfélagsins Hornafjarðar Efnt var til jólahátíðar Sveitarfélagsins Hornafjarðar síðastliðin laugardag og fór hún fram í Nýheimum og Miðbæ. Í Miðbæ var markaður þar sem handverksfólk og aðrir buðu varning til sölu . Í Nýheimum var hægt að horfa á skemmtilega jólamynd í fyrirlestrasalnum, Nemendafélag FAS sá um veitingasölu í kaffiteríunni. Á bókasafninu bauðst krökkum að fá andlitsmálningu og jólalegar kórónur. Nokkrir jólasveinar kíktu í heimsókn og gáfu börnunum klementínur, sem eru svo einkennandi fyrir þennan árstíma. Hátíðinni lauk þegar ljósin voru tendruð á bæjarjólatrénu sem stendur við Miðbæ. Hér fylgja nokkrar myndir sem starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar tóku.

Mikið úrval af fallegum skartgripum. Mikið úrval af fallegri og nytsamlegri gjafavöru. Úrval af góðum rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum. Verið velkominn

Húsgagnaval Opið:

virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Samfélagssjóður Hornafjarðar

Þann 22. nóvember voru Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu stofnuð í Nýheimum á Höfn. Þeir sem hafa áhuga á að gerast stofnfélagar geta gert það til áramóta. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst með nafni og kennitölu á umhverfisAskaft@gmail.com fyrir 1. janúar 2018. Bestu kveðjur Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir - Ritari

Auglýsir umsóknarfrest vegna jólaaðstoðar. Umsóknarfrestur til sjóðsins er til 12. desember nk. Hægt er að fá umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og þangað er útfylltum umsóknum skilað. Stjórn Samfélagssjóðs Hornafjarðar.

Manstu eftir taupokanum?


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 7. desember 2017

5

Verkefnastjóri í starfsstöð Fræðslunetsins á Höfn Auglýst er eftir verkefnastjóra í fullt starf í starfsstöð Fræðslu­ netsins á Höfn í Hornafirði. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf í endur- og starfsmenntun fullorðinna í Austur Skaftafellssýslu. Starfsmaðurinn er hluti liðsheildar Fræðslunetsins og starfar þar með öðrum starfsmönnum að skipulagi fullorðinsfræðslu á Suðurlandi öllu. Lýðræðisleg vinnubrögð, teymisvinna, styðjandi starfsmannaumhverfi og sveigjanleiki einkennir allt skipulag Fræðslunetsins. Starfsstöð Fræðslunetsins á Höfn er í þekkingarsetrinu Nýheimum. Við leitum að einstaklingi sem hefur til að bera eftirfarandi hæfileika, menntun og lundafar: • Er jákvæður að eðlisfari, vel liðinn og á farsæla sögu á vinnumarkaði. • Hefur reynslu af ráðgjöf, fræðslu og verkefnastjórnun. • Hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi. Sérstaklega er horft til menntunar á sviði. fullorðinsfræðslu, námsráðgjafar og í upplýsingatækni. • Hefur bæði ríka hæfileika til þess að vinna sjálfstætt og með öðrum. • Þekkir vel til mannlífs og atvinnulífs í Austur Skaftafellssýslu. • Hefur víðtæka reynslu og þekkingu á tölvu- og upplýsingatækni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega eftir næstu áramót en viðkomandi starfsmaður fær mikinn stuðning og grunnþjálfun við upphaf starfs. Launakjör fara eftir samningum Fræðagarðs hjá BHM. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri á netfanginu: eyjolfur@fraedslunet.is eða í síma 560 2030. Umsóknir skulu sendar á áðurgreint netfang fyrir 24. desember næstkomandi. Ýmsar upplýsingar um starfsemi Fræðslunetsins má finna á www.fraedslunet.is

www.n1.is

Barnastígvél

Fóðruð barnastígvél , létt og góð. Tilvalin í kuldan og bleytuna. Fást í eftirtöldum N1 verslunum Akureyri • Reyðarfirði • Höfn • Ólafsvík

Tilboð gildir til 31. desember

Ofbeldi innan veggja heimilisins er oftast vel falið fjölskylduleyndarmál. Fjölskylduofbeldi gerist innan fjölskyldu, það er talið hafa langvarandi andlegar afleiðingar, vegna þess hve falið það er. Ofbeldið skiptist í 4 flokka: Líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, vanrækslu og kynferðislegt ofbeldi. Það er mikilvægt að þolendur ofbeldis skilji að það sem þau upplifa eða verða vitni að er aldrei þeim að kenna, að líðan þeirra sé eðlilegt viðbragð. Sá sem beitir ofbeldi: • Stýrir eða heftir samskipti m.a. við vini eða ættingja • Getur fylgst með síma, netnotkun og staðsetningu þolandans • Hefur uppi tilefnislausar ásakanir, gerir lítið úr, gagnrýnir og niðurlægir • Eyðileggur eitthvað sem þolandinn á, finnst vænt um eða skiptir hann miklu, meiðir og særir • Fær þolandann til að framkvæma ýmislegt sem viðkomandi langar ekki til Eftir á kemur afsökunarbeiðni: “Ég geri þetta aldrei aftur, ég meinti þetta ekki, ég get ekki verið án þín.“ Þolandi ofbeldis er alltaf að hugsa viðbrögð gerandans, reyna að forðast árekstra. Hann hegðar sér ekki í samræmi við sjálfan sig. “Að upplifa niðurlægingu, þér líður eins og þú hafir verið skömmuð/skammaður en veist ekki hvers vegna. Gerandinn ætlast til að þú vitir hvað hann/hún hugsar, finnst þú eigir að bregðast við ósögðum orðum, óskum og setjir það ofar þínum eigin þörfum. Þú upplifir þig einmana, í öngstræti. Upplifir örvæntingu / hræðslu þegar gerandinn „misskilur“ það sem þú gerir og eða segir. Rökræður virðast vonlausar, gerandinn upplifir slíkt sem gagnrýni. Þú verður meðvirk/ur og tekur til við að finna eðlilegar skýringar á hegðun gerandans. Þú efast um eigin dómgreind og upplifanir og hættir að þekkja eigin viðbrögð, þú missir smátt og smátt sjálfstraust þitt”.

facebook.com/enneinn

Dunlop Bizzard barnastígvél

Þolendur og gerendur ofbeldis – Tölum um ofbeldi

4.355 kr.

Verð áður: 6.700 kr.

Alltaf til staðar

Heimilisofbeldi er ekki einkamál fjölskyldna, það getur átt sér stað í öllum fjölskyldum. Ofbeldið er aldrei þolandanum að kenna. Segðu frá, fáðu hjálp! Samkvæmt íslenskum lögum eru allir skyldugir til að tilkynna ef grunur er um að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður eða það sé beitt ofbeldi. Tilkynntu til Neyðarlínu 1-1-2, til barnaverndarnefnda eða lögreglu, einnig getur þú leitað til heilsugæslunnar eða til Kvennaathvarfsins eftir hjálp. Efni um fjölskylduofbeldi: www.heilsuvera.is www.barn.is www.bvs.is www.kvennaathvarf.is f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sólrún Auðbertsdóttir Hjúkrunarstjóri heilsugæslustöðvarinnar í Þorlákshöfn


Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure er íslenskt afþreyingarfyrirtæki sem leitar að metnaðarfullum og ábyrgum starfsmanni. Starfssvið Starfið felur í sér leiðsögn í ferðum og afþreyingu á og við jökla, móttöku gesta og ýmis önnur tilfallandi störf. Menntunar og hæfniskröfur • AIMG Jökla 2 ( Hard Ice 2 ) eða sambærilegt / hærra. • WFR –Wilderness First Responder • Meirapróf D1 Einstaklingurinn þarf að hafa ríka þjónustulund, getað starfað sjálfstætt, hafa gott vald á ensku, vera áhugasamur um útivist, sögu og menningu. Við hvetjum bæði kyn til að sækja um. Glacier Adventure er með starfsemi sína á Hala í Suðursveit. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrirtækið á vefsíðunni www.glacieradventure.is Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Ingi Einarsson í síma 699-1003 eða í netfangið haukur@glacieradventure.is.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar býður gestum og gangandi til samveru í Nýheimum.

Föstudaginn 8. desember kl. 12:00 -13:00 Í föstudagshádeginu 8. desember munu nemendur 7. bekkjar í Grunnskóla Hornafjarðar kynna rannsóknarverkefnin sín sem þau kynntu á Lego League keppninni í nóvember sl. Öll verkefnin tengjast vatni á einhvern hátt. Við hvetjum alla íbúa til þess að mæta og hlusta á flottu krakkana okkar.

Hótel Höfn mun sjá um veitingar að þessu sinni og bjóða þau upp á Kjúklingapasta og brauð eða salat. Verð á veitingum er 1800 kr. Allir velkomnir.

Eyrún Helga Ævarsdóttir. Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Litlabrú 2

780 Höfn

Sími 470-8050

Húsnæði til leigu Hjá Urtusteini ehf. er að losna 108 fm rými á annarri hæð í Litlubrú 1. Rýmið er laust til leigu frá og með áramótum. Rýmið skiptist í 68 fm sérrými og 40 fm hlutdeild í sameign þar sem er fundarherbergi, salerni og móttaka. Frekari upplýsingar veitir skuli@urtusteinn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.