Eystrahorn
www.eystrahorn.is
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
41. tbl. 34. árgangur
Vegagerð um Hornafjarðarfljót
Á undanförnum áratug hafa margar skýrslur og greinar verið ritaðar um nýja veglínu yfir Hornafjarðarfljót. Ég ætla að blanda mér í þá umræðu vegna þess að borist hafa fregnir um að sveitarstjórn Hornarfjarðar hefur ákveðið að endurskoða framkvæmdarleyfi fyrir nýjum vegi yfir Hornafjarðarfljót vegna nýrra náttúruverndarlaga. Samkvæmt skipulagslögum þá hefur sveitarstjórn skipulagsvaldið og gefur út framkvæmdarleyfi. Með nýjum hringvegi (1) yfir Hornafjarðarfljót styttist leiðin um 11-12 km á milli austurlands og suðurlands. Á leið 1. um 11 km, á leið 2. um 12 km og á leið 3. um 11,5 km, það munar einungis 500 metrum á leið 1 og 3. Sjónarmið sveitarfélagsins hafa verið að stytta samgöngur innan héraðsins og hefur rökstuðningur sveitarstjórnar þess vegna verið að mæla með veglínu 3. þar sem fjarlægðin af Mýrum og Suðursveit er 2,5 km styttri með leiðarvali 3. í stað leiðar 1. Þess má geta þá eru íbúar Mýra og Suðursveitar um 100 manns, en yfir 90% íbúa sveitarfélagsins búa austan við fljótið. Markmið Vegagerðarinnar er að þeirra sögn fyrst og fremst að auka umferðaröryggi, draga úr slysahættu og tryggja góðar samgöngur á svæðinu. Áætlaður kostnaður við leið 3. er 4250 milljónir króna. Að mati Vegagerðarinnar voru þessar þrjár veglínur sem skoðaðar voru álíka varðandi vegtækni og umferðaröryggi. Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 2006 um gróður á umræddri veglínu segir „Augljós kostur veglínu 1 fram yfir veglínu 2. er hversu miklu styttri nýlagning er á þeirri leið og þar af leiðandi minna rask. Hér vegur þyngst minni skerðing blautara votlendis á leið 1 þar sem um 25 ha þessara gróðurlenda á leið 1. en 110 ha á leið 2. Út frá þessum rökum er leið 1 tvímælalaust betri kostur“.
Umhverfisstofnun tekur undir álit N.Í. í sinni umsögn. Í skýrslu Líffræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2006, fjölrit 75 „ Ljóst er að leið 1. mun ekki valda röskun á leirum og fitjum í Hornafirði“. Í áliti Skiplagsstofnunar frá 2009 um Umhverfismat vegna framkvæmdarinnar taldi stofnunin að neikvæð umhverfisáhrif leiðar 1. væru minni en leiðar 2. og 3. en lagðist ekki gegn öðrum kostum. Samkvæmt náttúruverndarlögum njóta bæði sjávarfitjar og leirur sérstakrar verndunar og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er. Veglína 2. og 3. munu hafa mikil áhrif á sjávarlón, sjávarfitja og votlendissvæði við Hrísey, Árnanes, Lækjarnes, Dilksnes og í Skarðsfirði. Undirritaður fagnar nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar Hornafjarðar um að endurskoða framkvæmdarleyfið fyrir lagningu vega um Hornafjarðarfljót og hvetur sveitarstjórn í framhaldi að skoða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi Hornafjarðar frá september 2014 er leiðarvalið samkvæmt leið
3b. Til þess að framkvæmdir geta hafist sumarið 2017 þá þarf að nást sæmileg sátt á milli sveitarstjórnar og landeigenda í Nesjum, annars er hætt á að löng bið verði á nýrri brú fyrir Hornafjarðarfljót. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda á vegagerð yfir Hornafjarðarfljót er brátt tíu ára gamalt, en ef framkvæmdir hefjast ekki á næsta ári þá þarf Skipulagsstofnun að meta hvort endurskoða þurfi matskýrsluna að hluta eða í heild sinni. Þegar velja á milli leiða 1, 2 og 3, þá er sterkur rökstuðningur fyrir að velja leið 1. A. Hún raskar 85 ha minna af votlendi, fellur betur að landslagi og er þar af leiðandi betri m.t.t. náttúruverndar. B. Hún er yfir þúsund milljónum ódýrari í framkvæmd, enda minni vegalengd í ný framkvæmd og þar með efnistöku. Arðsemi framkvæmdarinnar er mikil. C. Hún styttir hringveginn um 11 km og uppfyllir umferðaröryggi. D. Hún er í meiri sátt við landeigendur í Nesjum. Opinberir fagaðilar mæla með leið 1. vegna þess hún er í meiri
Ragnar Frank Kristjánsson
sátt við náttúruvernd. Það er því umhugsunarvert fyrir Innanríkisog Umhverfisráðuneyti, að það sé rökstuðningur sveitarfélagsins um styttingu samgangna á milli íbúa vestan Hornafjarðarfljótsins og Hafnarbúa sem ráði endalegu leiðarvali. Eins og fyrr er greint frá þá hefur sveitarfélagið skipulagsvaldið, en það má ekki misnota vald sitt þegar náttúru svæðisins er ógnað, ódýrari vegkostur er til staðar og sambærileg vegstytting er á hringveginum milli leiða 1. og 3. Ragnar Frank Kristjánsson. Höfundur er lektor/ landslagsarkitekt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bjó í Skaftafelli, Sveitarfélaginu Hornafirði frá 1998-2007
2
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA
1966
2016
Sunnudaginn 4. desember Fjölskyldumessa kl. 11:00. Jólasálmar sungnir og sögur sagðar. Kaffi, djús og piparkökur eftir messu.
Sóknarprestur
Hofskirkja
Föstudaginn 2. desember Aðventustund kl. 17:00. Dóra Guðrún Ólafsdóttir flytur hugvekju.
Sóknarprestur
Hársnyrtistofan Flikk. Austurbraut 15. S: 478-2110. Úrval af gjafavöru fyrir alla fjölskylduna. Glæsilegir módelskartgripir frá GULLKÚNST, OXXO OGG SNÖ, einnig innfluttir skartgripir. Gjafailmkassar frá CLOÉ, Calvin Klein o.fl. Gjafasett frá SOTHYS. Krakkafreyðiböð og glingur. Opið laugardag 3. desember kl. 13-15. Verið velkomin.
Eystrahorn
FÉLAGSSTARF
FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA Samverustund Kynning á Hljóðbókasafni Íslands í EKRUNNI föstudaginn 2. des. kl. 17:00. ÞÓRA INGÓLFSDÓTTIR FORSTÖÐUMAÐUR Hljóðbókasafns Íslands kynnir þjónustu og segir frá möguleikum þeim sem eru í boði hjá Hljóðbókasafninu. Ekki missa af þessu. JÓLASAMVERUSTUNDIN verður í EKRUNNI laugardaginn 10. des. kl.15:00.
VIÐTALSTÍMI FORMANNS FYRIR FÉLAGA ER Á FÖSTUDAGINN KL. 15:30 TIL 16:30 Í EKRUNNI.
MEIRAPRÓF
Meirapróf sem auglýst var í haust á Hornafirði frestast og byrjar það 7.janúar næstkomandi. Upplýsingar og skráning í 893-3652 eða pall@egilsstadir.is Ökuskóli Austurlands
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Opið hús – Basar
Opið hús – basar verður í dagdvöl aldraðra Ekrunni miðvikudaginn 7. desember milli kl. 14-17. Kaffi og vöfflur seldar á staðnum Hvetjum sem flesta til að kynna sér starfsemina og fjárfesta í hlýjum og ódýrum jólagjöfum!
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
Fimleikastrákar og -stelpur í keppnisferðum
Helgina 12.-13. nóvember var fyrrihluti Haustmótsins í hópfimleikum haldið í Garðabæ og sendi fimleikadeild Sindra frá sér 3 lið og stóðu krakkarnir sig með prýði. 4.flokkur, stelpur í 4.-5. bekk, voru fyrstar að keppa og margar hverjar að keppa á sínu fyrsta móti. Stelpurnar sýndu fínar æfingar og frumsýndu nýjan keppnisdans. Þær höfnuðu í 16.sæti af 20 liðum. KKY, strákar í 4. og 5. bekk gerðu sér lítið fyrir og lentu í 1.sæti af 4 liðum, þeir sýndu mjög góðar æfingar á dýnu sem og trampólíni en það var dansinn sem réði úrslitum þar sem þeir voru eina drengjaliðið með dans. 3. flokkur, stelpur í 4.-6. bekk, voru að keppa upp fyrir sig allar nema ein og þar af leiðandi yngsta liðið í þeim flokki. Hópurinn frumsýndi einnig nýjan keppnisdans og framkvæmdu flottar æfingar á bæði trampólíni og dýnu, þær lentu í 20.sæti af 22 liðum. Haustmótið er hugsað til að skipta liðunum í styrkleikadeildir, efstu 7 sætin raðast í a deild, næstu 7 í b og svo koll af kolli. Sindri keppir þá næst í c deild með bæði 3. og 4. flokki á móti sem haldið verður í febrúar í Gerplu, Kópavogi. Góðar bætingar hafa nú þegar orðið hjá þessum liðum eftir mótið sem býður upp á enn meiri árangur fyrir það næsta. Laugardaginn 19. nóvember var seinni hluti Haustmótsins í hópfimleikum haldið á Akranesi.
Þar kepptu eldri liðin í 2. - 1. flokki og mfl B. Sindri fór með 1 lið, stelpur á aldrinum 12-15. ára, og kepptu þær í 1. flokki B. Hópurinn stóð sig feikivel og sýndi fínar æfingar en mótið fer beint í reynslubankann og stefnir liðið á enn betra mót næst. Þær enduðu í 5.sæti af 6 liðum. Mikil gróska er í fimleikunum á Höfn og krakkarnir sýna mikinn áhuga og árangurinn og bætingarnar leyna sér ekki. Með tilkomu Mánagarðs sem fimleikahúss hefur iðkendum farið mjög mikið fram og eru farnir að gera erfiðari stökk, mun yngri en áður. Betur má ef duga skal því flest öll liðin sem við keppum við á mótum eru með toppaðstæður til fimleikaiðkunar svo sem gryfju og því er einfaldara fyrir þau lið að æfa erfiðari stökk. Við vonumst til að fá slíka aðstöðu á Höfn eða í Nesjum í nánustu framtíð,
því fimleikar er ein vinsælasta íþróttagreinin á Höfn. Næst á dagskrá hjá fimleikadeildinni er sýning sem haldin verður í janúar. Við ætlum að tjalda öllu til í Mánagarði og reyna að gera betur á hverju ári. Desember og janúar fara í að undirbúa sýninguna hjá iðkendum, þjálfurum, stjórn og foreldrum. Við viljum senda sérstakar þakkir til styrktaraðila sem fjármögnuðu vallarnesti og mat á fyrrihluta haustmóts, H-bergi, Vífilfelli, Kaffitári og Nettó. Jafnframt viljum við þakka Skinney-Þinganesi fyrir afnot af rútum á bæði mótin. Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra
Jólahátíð á Höfn
Jólahátíð á Höfn var að venju haldin hátíðleg í upphafi aðventu sem bar nú upp sunnudaginn 27. nóvember. Húsfyllir var í Nýheimum sem að þessu sinni var breytt í litla jólaveröld. Þar var meðal annars boðið upp á jólabíó og jólaföndur sem vakti mikla lukku, auk þess sem fjölbreyttar vörur voru á jólamarkaðnum og ilmandi kræsingar lokkuðu að hjá Jólakaffi FAS. Yngri kynslóðin beið spennt eftir Jólalestinni frá Dilksnesi sem mætti í allri sinni dýrð og ekki var nú gleðin minni þegar jólasveinarnir sjálfir mættu í lestina! Þeir komu að venju færandi hendi og fengu öll börnin ljúffengar mandarínur frá köllunum. Að lestarferð lokinni stilltu jólasveinarnir sér upp í myndatöku með börnunum, stórum og smáum og er foreldrum bent á að hafa samband við Menningarmiðstöð Hornafjarðar ef þau vilja fá senda mynd af sínu fólki. Leikskólabörnin tóku lagið af sinni alkunnu snilld og Lúðrasveit Hornafjarðar lék ljúfa tóna áður en hátíðinni var slitið með því að Lejla Mujkic, nemandi í 1.S., tendraði ljósin á fallega jólatrénu okkar. Öllum sem komu að hátíðinni eru færðar hlýjar þakkir fyrir sitt framlag og takk kærlega kæru íbúar fyrir að koma og eiga saman notalega samverustund á aðventunni.
F.h. undirbúningshóps Jólahátíðar Árdís Erna Halldórsdóttir
3
4
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
Kynningarfundur um skipulagsmál Kynningarfundur um nýtt deiliskipulag; Ekran og Lönguhólar og breyting á deiliskipulagi HSSA verður haldinn fimmtudaginn 1. desember 2016 kl. 12:00 í fundarsal 3. hæð í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 Höfn. Gunnlaugur Róbertsson Skipulagsstjóri
Breyttir opnunartímar í desember frá 12. des
Virkir dagar opið kl. 10-18 Laugardag 17. des. og sunnudag 18. des opið kl. 11-16 Lokað frá 24. des til 2. janúar. Jólakveðja Rakarastofa Baldvins
Mikið úrval af fallegum skartgripum. Mikið úrval af fallegri og nytsamlegri gjafavöru. Úrval af góðum rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum. Verið velkominn
Húsgagnaval Opið:
virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00
Eystrahorn
Nýr prestur ráðinn
Síðastliðinn föstudag kom kjörnefnd Bjarnanesprestkalls saman til fundar en þá höfðu umsækjendur um stöðu prests í prestakallinu verið boðaðir í viðtöl. Umsækjendurnir fengu að kynna sig og sín mál, og í framhaldinu fór fram leynileg kosning. Niðurstöðurnar voru svo sendar til biskups til samþykktar. Skemmst er frá því að segja að biskup hefur samþykkt að ráða skuli Maríu Rut Baldursdóttur í stöðu prests í hálfri stöðu og mun hún hefja störf í byrjun næsta árs. Um er að ræða viss tímamót því María Rut verður fyrsti skipaði kvenprestur Bjarnanesprestakalls og er það fagnaðarefni. Sóknarnefndir, sóknarprestur og starfsfólk bjóða Maríu Rut velkomna til starfa og hlakka til að starfa með henni næstu árin. Um leið óska sóknarnefndir hinum umsækjendunum velfarnaðar í þeirra störfum. Frétt fengin af http://www.bjarnanesprestakall.is
Jólatertutónleikar Kvennakórs Hornafjarðar
Kvennakór Hornafjarðar heldur sína árvissu jólatónleika miðvikudagskvöldið 7. desember kl. 20:00 í Nýheimum. Kórinn mun syngja bæði jólalög og ýmis önnur hugljúf og falleg lög sem eiga vel við á aðventunni. Að loknum söng geta gestir gætt sér á margrómuðu tertuhlaðborði kvennakórskvenna.
Miðaverð er kr. 3.000,-
kr. 1.500,- fyrir 6-12 ára frítt fyrir 5 ára og yngri (tónleikar og kaffihlaðborð). Ekki tekin kort.
Fræðslufyrirlestur til að sporna við loftlagsbreytingum Fræðslufyrirlestur um minnkun gróðurhúsaloftegunda sem féll niður í byrjun nóvember verður haldinn á HÓTEL HÖFN mánudaginn 5. desember kl. 20:00. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnisstjóri loftslagsverkefnis Landverndar, mun kynna hvað starfsmenn og íbúar sveitarfélagsins geta gert til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og spornað gegn loftslagsbreytingum. Það er mjög margt hægt að gera, til dæmis spara rafmagn, koma í veg fyrir matarsóun og stunda vistvænar samgöngur. Aðgerðirnar eru áhugaverðar og þess virði að kynna sér þær vel. Fyrirlesturinn er öllum opinn
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
5
Sigrún Birna fulltrúi í nýstofnuðu ungmennaráði Menntamálastofnunar
Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar sem í eru unglingar á aldrinum 14-18 ára, alls staðar að af landinu, og verða þeir stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni sem varða börn og ungmenni. Ungmennin verða m.a. ráðgefandi um framtíðarsýn í þeim málum sem varða þeirra aldursflokk, eins og t.d. útgáfu námsefnis, námsmat, innritun og fl. Einnig verða Þau verða starfsfólki Menntamálastofnunar innan handar í einstökum verkefnum, ef tími og aðstæður ráðgjafa leyfa, sitja fundi, málþing eða ráðstefnur á vegum Menntamálastofnunar, ef þurfa þykir, og halda erindi á ráðstefnum, skrifa greinar í blöð og funda með ráðamönnum, svo nokkuð sé nefnt.. Alls eru 22 ungmenni í ráðinu, 12 stúlkur og 10 strákar, og voru þau tilnefnd af samstarfsaðilum Menntamálastofnunar í kjölfar samráðsfundar í vor með fulltrúum úr ýmsum starfandi ungmennaráðum . Í framhaldi af þeim fundi óskaði Menntamálastofnun eftir tilnefningum frá þessum sömu aðilum (Barnaheillum, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanni barna, UMFÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga) og í framhaldinu hefur ráðið nú verið sett á fót. Sigrún Birna Steinarsdóttir frá Hornafirði er fulltrúi í ráðinu, tilnefndur af ungmennaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Rekstur á tjaldsvæðinu á Höfn
3. og 10. des. Jólahlaðborð, Villi og Einar spila fram eftir kvöldi. Miðapantanir í síma 4782300 og á zbistro780@gmail.com 21. des. Pub quiz, hefst kl. 21:30 30. des. Jólabjórbingó, kl. 21:30 Opnunartími yfir hátíðarnar: Aðfangadagur 24. des. 17-20 Jóladagur 25. des. 17-20 Gamlársdagur 31. des. 17-20 Nýársdagur 1. jan. 17-20 Að öðru leyti hefðbundinn opnunartími frá 11-21.
Bæjarráð Hornafjarðar hefur ákveðið að auglýsa rekstur og uppbyggingu við tjaldsvæði á Höfn laust til umsóknar með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi við tjaldsvæði. Um er að ræða nýtingarleyfi frá 1. janúar 2017 til 1. janúar 2032. Leyfishafa verður heimilt að byggja á svæðinu samkvæmt skipulagi. Öll uppbygging á svæðinu er á kostnað og ábyrgð leyfishafa. Með tilboði skal fylgja greinargerð varðandi uppbyggingu og rekstrarfyrirkomulag. Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi: • Hvernig viðkomandi hyggst nýta skipulagsreit í þeim tilgangi að hafa þar starfsemi fyrir ferðamenn • Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á svæðinu • Áform um þjónustu á svæðinu • Gjald fyrir nýtingarleyfi • Vetrarþjónusta • Reynsla og þekking viðkomandi aðila af ferðaþjónustu • Samstarf við Sveitarfélagið Hornafjörð vegna sérstakra viðburða. Má þar nefna árlega Humarhátíð og Unglingalandsmót UMFÍ á 5-6 ára fresti. Athugið að vægi skilmálanna er óháð röðun þeirra. Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til bæjarráðs Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 20. janúar 2017. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er á grunni greinargerðar eða hafna öllum. Umsækjendur geta nálgast frekari upplýsingar um nýtingarleyfið í Ráðhúsinu á Höfn í síma 470-8000 eða sent fyrirspurn á netfangið ardis@hornafjordur.is Bæjarráð Hornafjarðar.
Veislan byrjar hjá okkur Franskur gæðakalkúnn á frábæru verði
KJÖTSEL SVÍNASÍÐA MEÐ PURU (PURUSTEIK) ÁÐUR: 1.898 KR KG
1.386
-27%
KALKÚNN HEILL - FROSINN 3 STÆRÐIR KR KG
998
-25%
KALKÚNABRINGA - FERSK ÁÐUR: 2.947 KR/KG KR KG
2.358
GÆS - HEIL 4,2 KG. - FROSIN KR KG
TILBOÐSVERÐ
GÆSABRINGUR ÁÐUR: 3.498 KR KG
1.582
3.148
-30% NÝTT Í
HUMAR ÁN SKELJAR - 800 GR. POKI ÁÐUR: 4.998 KR/PK KR PK
HÁTÍÐARSÚPA HUMARSÖLUNNAR, 850 ML KR STK
3.499
HUMAR BRAUÐAÐUR - 500 GR. KR PK
2.998
1.298
-20%
-31% GRANDIOSA PIZZAROLLS - 155 GR. OSTUR&SKINKA EÐA PEPPERONI ÁÐUR: 429 KR/PK KR PK
298
NÝTT Í
-20% ALMONDY KAKA TOBLERONE - 400 GR. ÁÐUR: 998 KR/PK KR PK
798
ALMONDY KAKA MEÐ DAIM - 400 GR. ÁÐUR: 998 KR/PK KR PK
798
BRJÓSTSYKUR 140G - 15 GERÐIR ÁÐUR: 249 KR/PK KR PK
199
Tilboðin gild 1. – 4. desember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
-40% AÐVENTUSTEIK GRÍSABÓGUR FYLLTUR M/KANEL OG EPLUM ÁÐUR: 2.498 KR/KG KR KG
HANGIFRAMPARTUR ÚRBEINAÐUR ÁÐUR: 2.798 KR/KG KR KG
-20%
1.499
2.238
Ferskt rauðál í tilboði
RAUÐKÁL ÁÐUR: 289 KR/KG KR KG
145
-50%
OPAL BIRKIREYKTUR LAX - 300 GR ÁÐUR: 1.977 KR/PK KR PK
KS KRYDDUÐ HELGARSTEIK
1.740
2.598 KRKG
OPAL GRAFIN LAX - 300 GR. ÁÐUR: 1.898 KR/PK KR PK
1.670
Góður eftirréttiur!
-20% KAKA PREMIUM KREM OG SPÆNIR - 350 GR. ÁÐUR: 549 KR/PK KR PK
439
JÓLAKÚLUR - 175 GR ÁÐUR: 279 KR/PK KR PK
223
RÚLLUTERTA JÓLA 370 GR. ÁÐUR: 449 KR/PK KR PK
359
PIPARKÖKUHÚS - 300 G KR PK
599
RÚLLUTERTA HUNANGS - 300 GR. ÁÐUR: 449 KR/PK KR PK
359
Frábæst úrval af jólasælgæti!
ÓDÝRT - JÓLAPIPARKÖKUR - 300 GR. KR PK
PIPARKÖKUR - 375 G KR PK
498
269
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
8
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
Eystrahorn
Fjarmenntaskólinn eflir framhaldsskólanám á landsbyggðinni
Fjarmenntaskólinn er samstarfshattur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Samstarfið byggist á þremur megin þáttum. Í fyrsta lagi sameiginlegu námsframboði í starfsnámi svo sem sjúkraliðanámi, skrifstofubraut og húsasmíði. Í öðru lagi miðlun náms og kennslu á milli skólanna og í þriðja lagi faglegu samstarfi stjórnenda skólanna. Framhaldsskólar í fámennu dreifbýli þurfa um margt að leysa önnur verkefni en stórir skólar í þéttbýli. Hver þeirra er með sína sérhæfingu sem síðan er hægt að miðla milli þeirra allra. Sérhæfingin getur falist í námsleiðum, sérmenntuðum starfsmönnum og annarri sérþekkingu. Með samstarfinu styrkjast því allir skólarnir. Með nútímatækni starfa skólarnir þétt saman, miðla fjarnámi frá sér og taka á móti því til sín. Námsframboð nemenda eykst, kennarar geta miðlað sérþekkingu sinni víðar og faglegt starf stjórnenda eflist. Þannig verður rekstur hvers skóla hagkvæmari og víðtækari sérþekking fyrir hendi. Fjarmenntaskólinn varð til árið 2012 og eru nú þrettán skólar í samstarfi. Þetta eru Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóli Snæfellinga (FSN) í Grundarfirði, Fjölbrautaskóli Vesturlands (FVA) á Akranesi, Framhaldsskólinn á Húsavík (FSH), Framhaldsskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) á Höfn í Hornafirði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FÍV), Menntaskólinn að Laugarvatni (ML), Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi (MB), Menntaskólinn á Egilsstöðum (ME), Menntaskólinn á Ísafirði (MÍ), Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR) í Ólafsfirði, Verkmenntaskóli Austurlands (VA) á Neskaupstað. Í starfs- og verknámi taka einn eða fleiri skólar að sér að halda utan um nám á tilteknum brautum. Námsframboðið er skipulagt nokkrar annir fram í tímann og kynnt sameiginlega undir merkjum Fjarmenntaskólans. Hver áfangi er svo skipulagður
annars vegar sem fjarnámsáfangi en hins vegar sem lotubundið staðnám, þar sem hver lota er í nokkra daga. Þannig komast nemendur til náms án þess að flytja úr heimabyggð. Einnig er algengt að um sé að ræða blöndu af þessum tveimur aðferðum. Skólarnir bjóða upp á nám á mörgum brautum svo sem sjúkraliðanám, félagsliðanám, skrifstofubraut og húsasmíði. Boðið er upp á listnám ásamt námi í listgreinum, útivist og fjallamennsku. Fjarmenntaskólinn hefur einnig boðið nám í samstarfi við Tækniskóla Íslands svo sem tækniteiknun og pípulögn og nú stendur til að bjóða upp á nám í heilbrigðisgreinum í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Skólar Fjarmenntaskólans bjóða einnig hver um sig upp á fjarnám í kennslugreinum sínum sem hver skóli skipuleggur á sinn hátt en upplýsingar um það er hægt að nálgast í gegnum vef Fjarmenntskólans. Í fámennum áföngum hafa skólarnir einnig miðlað á milli sín nemendum og einnig ef kennara vantar í einhverjar greinar í einhverjum skóla þá getur hann leitað eftir að fá fjarkennslu fyrir þá í einhverjum hinna skólanna innan Fjarmenntaskólans með stuðningi í heimaskóla. Skólameistarar skólanna þrettán eru með símafundi hálfsmánaðarlega þar sem samstarfið er rætt og einnig önnur sameiginleg mál sem tengjast rekstri framhaldsskóla í dreifbýli. Þessi vettvangur er afar mikilvægur að mati stjórnenda skólanna og þar hafa menn geta rætt og viðrað hugmyndir við kollega um viðfangsefni sem þeir standa frammi fyrir dags daglega. Í vetur hafa svo einnig verið haldnir reglulegir símafundir áfangastjóra skólanna en þeir stýra miðlun námsáfanga og skipulagi. Fjarmenntaskólinn hefur sótt um og fengið fjóra styrki úr Sprotasjóði. Sá fyrsti um fjarkennslu til stúdentsprófs með áherslu á umhverfis- og auðlindafræði. Starfsárið 2014-2015 fengust styrkir til að vinna að skipulagningu sameiginlegs starfsnáms og annar til að skipuleggja miðlun náms og kennslu á milli skólanna. Á yfirstandi skólaári fékkst styrkur til að vinna að svo kölluðum
Fardögum. Þar er ætlunin að nemendur fari á milli skóla á þemadögum vorannar 2017 og séu þá í nokkra daga í verk og listnámi eða öðru þemabundnu námi í öðrum skóla en sínum heimaskóla. Meðal annars er gert ráð fyrir að nýtt verði FabLab aðstaða í þeim skólum þar sem hún er til staðar. Það er sameiginlegur skilningur stjórnenda þeirra þrettán skóla sem standa að Fjarmenntaskólanum að hann sé mjög góður vettvangur til að sinna þeim verkefnum sem samtarf innan hans gengur út á. Til lengri tíma litið er líklegt að samstarfið eigi eftir að festast í sessi og formgerast í föstu skipulagi. Fámennari framhaldsskólar á landsbyggðinni þurfa á því að að halda að vera í góðu samstarfi innan stærri heildar til að vega upp ókosti lítilla stofnanna. Jafnframt er mikilvægt að hver skóli um sig hafi mikið sjálfstæði svo hann geti verið í nánu samstarfi í sinni heimabyggð og brugðist við þeim þörfum sem þar spretta upp. Með því móti geta skólarnir gengt mikilvægu hlutverki í eflingu samfélagsins á landsbyggðinni á Íslandi og jafnvel orðið fyrirmynd samstarfs á öðrum sviðum samfélagsins, á öðrum svæðum í Evrópu og í dreifbýli víðsvegar um heiminn.
Eyjólfur Guðmundsson skólameistari FAS og Lára Stefánsdóttir skólameistari MTR
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
Heilsueflandi samfélag Sveitarfélagið Hornafjörður gerðist aðili að verkefni Embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag með undirritun samnings í október s.l. Herdís I. Waage sem er nýráðinn verkefnastjóri á Skólaskrifstofu, mun að halda utan um innleiðingu og þróun þess en verkefnið verður unnið í samstarfi við stofnanir sveitarfélagsins, fyrirtæki og íbúa. Í byrjun nóvember var haldin vinnustofa á Selfossi fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi. Átta fulltrúar mættu héðan; frá heilsugæslu, leikskólum, FAS, Grunnskóla Hornafjarðar ásamt tómstundafulltrúa og verkefnastjóranum. Á fundinum voru ræddar tillögur og ábendingar um hvernig mætti vinna að verkefni sem þessu svo það skili sér sem best til allra íbúa í sveitarfélaginu. Niðurstöðurnar verða nýttar til áframhaldandi vinnu en næstu skref eru að taka saman aðgerðir og verkefni sem nú þegar eru í gangi hjá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum og geta fallið undir Heilsueflandi samfélag.
Styrkumsóknir Einstaklingar, félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 20. desember, ath. fresturinn er framlengdur. Styrkumsókn þarf að vera stíluð annað hvort á menningarmálanefnd, fræðslu- og tómstundanefnd eða bæjarráð eftir því sem við á. Þá skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað. Björn Ingi Jónsson, bæjarstóri
Forstöðumaður Þekkingarsetursins Nýheima á Höfn í Hornafirði Óskað er eftir öflugum aðila í starf forstöðumanns Þekkingarsetursins Nýheima. Þekkingarsetrið er samfélag fjölmargra stofnana sem starfa undir merki Nýheima. Starfið er fjölþætt og heyrir undir stjórn setursins. Meginmarkmið Þekkingarsetursins Nýheima er að stuðla að auknu samstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila með sérstaka áherslu á samþættingu menningar, menntunar, nýsköpunar og rannsókna. Helstu ábyrgðarsvið: • Að efla innra starf í Nýheimum og vera talsmaður setursins • Að vinna að stefnumótun og útfærslu á starfsemi þess • Að styrkja tengsl við atvinnulíf og samfélag • Að þróa samstarfsverkefni og styrkja tengsl við innlenda og erlenda aðila • Að afla styrkja úr samkeppnissjóðum, innlendum og erlendum • Að annast fjármál og rekstur setursins Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi • Góð samskiptahæfni • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Leiðtogahæfileika • Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku
Ennfremur er æskilegt að umsækjendur hafi: • Reynslu af rannsóknastarfi • Reynslu af verkefnastjórnun • Reynslu af umsóknarskrifum í samkeppnissjóði Búseta í Sveitarfélaginu Hornafirði er skilyrði fyrir ráðningu Umsóknarfrestur er til og með 17. desember nk. Ráðning frá 1. febrúar 2017. Með umsókn skal fylgja kynnisbréf auk ferilskrár með yfirlit yfir námsferil og fyrri störf. Umsóknir skulu merktar „Þekkingarsetur Nýheima" og berast á rafrænu formi til formanns stjórnar Nýheima á netfangið: eyjo@fas.is Öllum umsóknum verður svarað.
9
10
Fimmtudagurinn 1. desember 2016
Eystrahorn
Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016 Hér með er óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skólaog menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur. Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 31. desember nk. Tilnefningar má einnig senda á netfangið: menntaverdlaun@sudurland.is Verðlaunin verða veitt í níunda sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög o.fl. Veitt verða peningaverðlaun sem nýtt verði til áframhaldandi menntunarstarfs. Jafnframt fylgir verðlaununum formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tengslum við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í janúar nk.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Óveruleg breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 – 2030 Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 13. október 2016 að gera breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030. Íbúðarsvæði við Holt á Mýrum: ÍB 12: Holt á Mýrum. Nýtt íbúðasvæði – Lágreist, smágerð byggð, 1 til 2 hæðir. Ferðaþjónusta, gisting og greiðasala. Allt að 30 gistirými. Frekari uppbygging heimil skv. deiliskipulagi. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi Hornafjarðar 2012 – 2030 nær yfir landsvæði við Holt á Mýrum. Breytingin felst í að stækka svæði fyrir íbúðarbyggð og breyta byggingarheimildum lítillega: Íbúðarsvæði ÍB12 er stækkað um 1 ha frá því sem er í gildandi aðalskipulagi, stækkunin klipin af landbúnaðarsvæði sem umlykur svæðið. Heimilað verður að reka allt að 30 gistirými í stað 20 áður. Þörf fyrir fjölgun gistirýma er rakin til sívaxandi ferðamannafjölda. Ferðaþjónusta er ein af helstu atvinnugreinum Hornafjarðar og í aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030 er stefnt að því að auka þátt ferðaþjónustu í atvinnulífi og menningu í sveitarfélaginu og að aðalskipulagið stuðli að því. Þessi breyting á aðalskipulaginu er hluti af framfylgd þeirrar stefnu. Aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsstjóra sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, 780 Höfn Hornafirði.
Skemmtileg vinna í boði Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir leikskólakennurum og leiðbeinendum. http://www.leikskolinn.is/longuholar/ Skemmtileg vinna er í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum. Leikskólinn Lönguhólar vill fá þig í vinnu skólaárið 2016–2017, hvort sem þú ert stelpa eða strákur, kona eða karl. Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri tekur við umsóknum og veitir allar nánari upplýsingar í síma 470-8490, í netfangi margreti@hornafjordur.is eða á Leikskólanum Lönguhólum. Umsækjandi þarf að hafa jákvæða lund, vera góður í samskiptum og æskilegt er að hann hafi reynslu af vinnu með börnum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 30. maí sl. að veita starfsmönnum leikskóla með börn á leikskólaaldri afslátt af leikskólagjöldum og forgang að leikskólaplássi í samræmi við reglur þar um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 20. des. nk.
markhönnun ehf
Desember tilboð
Félagsmanna
1.-4. desember
30% af allri sérvöru 10% af allri matvöru 30% af öllum ellos vörum Sérvara, Fatnaður og raftæki*
(*Ekki er gefinn afsláttur af bókum)
Nettó, Samkaup Strax, Samkaup Úrval, Kjörbúðin & Krambúðin
Hægt að panta í síma 5884422 eða beint á ellos.is | Kóði: FELAGS2016 Afslátturinn gildir aðeins fyrir meðlimi neðangreindra félaga, gegn framvísun félagsskírteinis.
KASK
|
KÁ
|
KB
|
KFFB
|
KH
|
KHB
|
KSK
|
KÞ
Viltu gerast félagsmaður?
35% FRÍTT MEÐ DeLonghi Nespresso Inissia EN80 Litir:
Verð áður: 19.998 kr/stk
• Hægt er að sækja um kort á heimasíðu Samkaupa: www.samkaup.is/afslattarkort • Skráningargjald: 1.000 kr. • Kortið veitir 2% afslátt af öllum þínum innkaupum. • Þú færð kortið sent til þín innan nokkurra daga, en með bráðabirgðakortinu getur þú nýtt þér þessi frábæru jólatilboð.
12.999 kr/stk
Krambúð
opnum snemma - lokum seint