Eystrahorn 41.tbl 2017

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagurinn 14. desember 2017

41. tbl. 35. árgangur

www.eystrahorn.is

Listasmiðjur á Svavarssafni Barnastarf verður á laugardögum frá kl. 13-15 alls 5 skipti í vetur á Svavarssafninu. Aðaltakmarkið er að kynna fyrir börnum safnið og að þeim finnist þau vera velkomin þangað. Einnig á að kynna fyrir þeim mismunandi aðferðir við listsköpun, tjáningu í gegnum list og verk Svavars Guðnasonar. Smiðjurnar verða þó ekki bara tengdar honum heldur líka þeim sýningum sem eru hverju sinni í aðalsalnum. Um er að ræða smiðjur fyrir alla aldurshópa en þó er ætlast til að foreldrar fylgi yngstu börnunum og hjálpi þeim að vinna að sínum eigin sköpunarverkum. Hanna Dís Whitehead safnvörður og vöruhönnuður leiðir smiðjurnar. Fyrsta smiðjan var 3. desember síðastliðinn. Hún var tengd sýningunni sem stendur í aðalsalnum nú sem nefnist Leit að postulíni. Í tengslum við hana var leirsmiðja þar sem börnum var boðið upp á prófa sig áfram með mismunandi tegundir af

leir, jarðleir og steinleir. Börnin sem komu voru á aldrinum 3-12 ára og leiruðu meðal annars jarðleirspiparkökuskraut, skálar, hús og ýmsar furðuverur. Stefnt er að hafa tvær smiðjur í janúar. Önnur þeirra verður tengd fyrstu sýningu Svavars Guðnasonar í Haraldarbúð en hin meðal annars tengd yfirlitssýningu á myndum Bjarna Hinriksonar sem verður opnuð 19. janúar 2018. Þar verður unnið með tússliti og klippimyndir. Fjórða og fimmta smiðjan verða í febrúar, þar sem annarsvegar verður unnið með hugtakið abstrakt og að mála eftir tilfinningu og hinsvegar grímumyndir Svavars skoðaðar. Smiðjurnar verða auglýstar á facebooksíðum Svavarssafns og Menningarmiðstöðvar og hvetjum við alla til að fylgjast með þar. Þá má bæta við að enginn aðgangseyrir er inn á safnið allt árið um kring og allir velkomnir í heimsókn.

Söfnun fyrir tækjakaupum á HSU Hornafirði Heilbrigðisstofnunin þarf nauðsynlega að endurnýja stuðtæki og sírita fyrir heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið. Stuðtækið sem nú er í notkun er komið til ára sinna og bíður ekki upp á þá möguleika sem stuðtæki á heilbrigðisstofnun þarf að bjóða uppá, eins og til dæmis möguleika á útvortis gangráð. Mikilvægt er að endurnýja þetta tæki sem fyrst. Við höfum hug á að kaupa Lifepack 20 tæki sem er á flestum deildum Landspítalans samskonar því tæki sem er í sjúkrabílnum. Einnig er nauðsynlegt að endurnýja sírita fyrir heilsugæslu og bæta við sírita á sjúkradeildina. Síriti er með stórum skjá sem sýnir hjartarit, blóðþrýsting, súrefnismettun, öndunartíðni og líkamshita í rauntíma. Mikilvægt til að fylgjast með mikið veiku fólki og geta brugðist fljótt og rétt við breytingum. Sjúkradeildin hefur ekki verið með sírita, en það kemur oft fyrir að þar liggja einstaklingar í eftirliti eða á meðan beðið er eftir sjúkraflugi, og ekki er síður mikilvægt að geta fylgst vel með lífsmörkum og gert viðvart ef eitthvað breytist.

Jólablað

Gert er ráð fyrir að þessi tæki kosti samtals um 3.500.000 kr án vsk. Vonum að líknarfélög, fyrirtæki og aðrir sjái sér fært að styrkja Heilbrigðisstofnunina til að auka gæði þjónustunnar og öryggi íbúa. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið mega leggja fjárhæð inn á reikning Gjafaog minningasjóðs Skjólgarðs en reikningsnúmerið er 0169-26-4307, kt. 430796-2169. Með von um góð viðbrögð. F.h heilbrigðisstofnunarinnar Elín Freyja Hauksdóttir, læknir.

Eystrahorns

kemur út fimmtudaginn 21. desember Ef þið viljið birta jólakveðjur, auglýsingar eða annað efni, sendið á tjorvi@eystrahorn.is


2

Fimmtudagurinn 14. desember 2017

Andlát Þorleifur Benediktsson fæddist á Viðborðseli á Mýrum í AusturSkaftafellssýslu 19. maí 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Þórarinsson, f.1889 d.1986 og Ljótunn Jónsdóttir f.1884,d.1986. Systkini Þorleifs voru Björg f.1918,d.2010. Jón f.1919,d.2008. og Ragna Guðrún f.1924,d.2009. Æskuslóðir voru honum kærar og hugsaði hann hlýlega heim á Mýrarnar og til uppvaxtarára sinna. Árið 1943 flutti fjölskyldan frá Viðborðseli í Miklagarð á Höfn og bjó þar til skamms tíma meðan þau byggðu fallegt heimili að Garðsbrún 3, sem í daglegu tali heitir Sætún. Þar bjuggu þau systkinin með foreldrum sínum lengst af. Á efri árum flutti Leifur í íbúðir aldraðra, Ekru á Höfn. Þegar heilsu tók að hraka flutti hann á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð þar sem hann dvaldi til lokadags. Leif var margt til lista lagt, hann starfaði lengst af við smíðar og var iðinn og handlaginn. Um tíma rak hann smíðaverkstæði og vörubíl. Leifur var nýtinn, útsjónarsamur og tryggur vinur. Við fjölskyldan minnumst Leifs með hlýju og væntumþykju. Sigurjón, Laufey, dætur og fjölskyldur. Útför Þorleifs fer fram í Hafnarkirkju 14. desember og hefst athöfnin kl. 11:00 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á: Minningarsjóð Skjólgarðs

Eystrahorn Vildaráskrift Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Kaþólska kirkjan Messa verður haldin sunnudaginn 24. desember kl. 12:00.

Desemberopnun Lyfju Laugardaginn 16.des 13-16 Þoráksmessa 10-21 Aðfangadagur 10-12 Gamlársdagur 10-12 Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar og gæfuríks komandi árs Jólakveðja starfsfólk Lyfju Höfn

Jólabingó Hið árlega jólabingó Kvennakórs Hornafjarðar verður haldið miðvikudaginn 27. desember kl. 17:00 í Nýheimum. Fullt af veglegum vinningum. Kvennakór Hornafjarðar


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 14. desember 2017

3

Um tómstundastyrk og tengingu við Nora skráningar- og greiðslukerfi.

Sveitarfélagið Hornafjörður veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, tómstundastyrki vegna náms við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu og þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Meginmarkmið tómstundastyrksins er að öll börn á þessu aldursbili geti tekið þátt í uppbyggilegu tómstundastarfi óháð efnahag. Hingað til hafa foreldrar greitt gjöldin vegna þátttöku barnanna, framvísað greiðslukvittun í afgreiðslu ráðhússins og gefið upplýsingar um bankareikning sem styrkurinn hefur svo verið lagður inn á. Þetta fyrirkomulag verður haft áfram vegna greiðslna skólagjalda fyrir nám í Tónskólanum. Auk skólagjalda í Tónskólanum er hægt að nota tómstundastyrkinn til að greiða fyrir íþróttaiðkun í öllum deildum Umf. Sindra, reiðnámskeiðum á vegum hestamannafélagsins, skáknámskeiðum og fleiri tilfallandi tómstundanámskeiðum. Þann 1. janúar 2018 verður opnað fyrir nýja tengingu milli Nora skráningarog greiðslukerfis þannig að þegar foreldrar skrá börn sín til þátttöku í viðurkenndu tómstundatilboði inni í kerfinu þá geta þeir valið að tómstundastyrkurinn verði að hluta til eða allur, notaður til að greiða kostnað við þátttökuna. Þetta einfaldar greiðsluferlið og sparar foreldrum sporin. Á hverju ári er eitthvað um það að foreldrar barna nýti ekki rétt sinn til tómstundastyrks, en styrkurinn fellur niður í lok árs ef hann er ekki nýttur. Upphæð tómstundastyrks 2017 er kr. 40.000- á barn en bæjarstjórn hefur samþykkt að hækka styrkinn fyrir árið 2018 upp í kr. 50.000- fyrir hvert barn. Foreldrar eru hvattir til að nýta styrkinn og kynna sér nánar reglur um tómstundastyrk á www.hornafjordur.is undir reglur og samþykktir.

Hársnyrtistofan FLIKK

Austurbraut 15 • Sími 478-2110 Gull-,demanta og silfur skartgripir frá GULLKÚNST. Fótbolta og hesta hálsmenin vinsælu aftur fáanleg. Naglasett með kristalsteinum. Herra, dömu og barna ilmir. Hárvörur, gjafabréf og mikið úrval af annarri gjafavöru. Opið laugardaginn 16.des. frá 13-15. Verið velkomin.

Verð með vörur mínar til sölu í Nettó 20., 21. og 22. desember. Minni á gjafakörfurnar ljúffengu. Óska öllum nær og fjær gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Sólsker ehf. Ómar Fransson

Opið alla helgina Frá kl. 11:00-16:00 laugardag og sunnudag. Hægindastólar, úrval af rúmum, sængum, koddum, hlífðardýnum, lök og rúmföt. Mikið úrval af nytsamlegum og fallegum gjöfum. Nýtt í skartgripum frá Sign, Asa og Hendriku Waage, kortaveski, teppi, lampar og margt margt fleira sjón er sögu ríkari. Verið velkominn

Húsgagnaval


4

Fimmtudagurinn 14. desember 2017

Hörfandi jöklar - Fræðslubæklingur

Eystrahorn

Aðventutónleikar í Hafnarkirkju Sunnudaginn 17. desember kl. 20:00 Sunnudaginn 17. desember n.k, kl 20:00 efnir Karlakórinn Jökull til árlegra jólatónleika í Hafnarkirkju. Allur á ágóði af tónleikunum hefur ætíð runnið til styrktar góðs málefnis og að þessu sinni rennur hann til Ægis Þórs Sævarssonar.

Á dögunum kom út fræðslubæklingur á vegum verkefnisins Hörfandi jöklar. Bæklingurinn gefur innsýn í þá breytingar sem hlýnandi loftslag hefur á skriðjökla Vatnajökuls. Líta má á svæðið sem lifandi kennslustofu í loftlags – og jöklabreytingum. Í kólnandi loftslagi ryðjast jöklar fram, grafa djúpa dali og eyða grónu landi. Þegar hlýnar hopa þeir og skilja eftir sig urðir, vötn og sanda sem smám saman glæðast lífi á ný. Bæklingurinn er á íslensku og ensku og má nálgast í gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig má nálgast bæklinginn á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir samstarfsaðilar eru Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands, Jöklarannsóknarfélagið og Durhum University. Útgáfa á bæklingnum er fyrsta afurðin í verkefninu. Önnur verkefni eru m.a útgáfa Veðurstofu Íslands á árlegu fréttabréfi um stöðu íslenskra jökla, Nýheimar þekkingarsetur á Höfn vinnur að gerð kennsluefnis fyrir leiðsögumenn á íslensku og ensku, unnið er að uppsetningu heimasíðu um verkefnið og einnig er í vinnslu vinna við fræðslustíga á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem áherslan verður á sýnileg ummerki loftlags- og jöklabreytinga.

Flytjendur á tónleikunum: Gleðigjafar, Samkór Hafnarkirkju, Kvennakór Hornafjarðar, Leikfélag Hornfjarðar, Lúðrasveit Hornafjarðar, Stakir Jakar og Karlakórinn Jökull. Kynnir: Soffía A.Birgisdóttir bókmenntafræðingur við Háskólasetur Hornafjarðar. Aðgangseyrir kr. 2.500. Góða skemmtun f.h.Karlakórsins Jökuls Borgþór Freysteinsson

Jólagleði í útibúi Landsbankans á Höfn kl. 13.00-15.00 föstudaginn 15. desember Tónlistaratriði frá nemendum úr Tónlistarskólanum Hornafirði. Jólaglögg, piparkökur og mandarínur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.