Eystrahorn Fimmtudagurinn 8. desember 2016
42. tbl. 34. árgangur
www.eystrahorn.is
Vegagerð milli Hólms og Dynjanda - Bæjarstjórn einhuga um málið Á bæjarstjórnarfundi 3. desember sl. var afgreidd ósk Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi á hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda. Ritstjóra þykir rétt að birta bókunina nánast í heild sinni úr fundargerð bæjarstjórnar þar sem afstaða bæjarstjórnar er skýrð og rökstudd; „Björn Ingi greindi frá málinu og þróun þess í gegnum árin. Að hans mati er leið 3b farsælust fyrir Sveitarfélagið í heild. Sæmundur gerði grein fyrir afgreiðslu umhverfisnefndar. Páll Róbert gerði grein fyrir afgreiðslu skipulagsnefndar. Ásgerður tók til máls. Sagðist hún standa á sinni skoðun í þessum efnum og telur leið 3b farsæla fyrir fleiri en færri. Sagði hún það hlutverk bæjarstjórnar að taka hagsmuni heildarinnar fram yfir sérhagsmuni. Björn Ingi tók til máls. Greindi frá að bæjarstjórn hefur kynnt sér bókun umhverfisnefndar frá 29. nóvember sl. og skipulagsnefndar frá 30. nóvember sl., sem fjalla um fyrirliggjandi umsókn Vegagerðarinnar, dags. 21. júní 2016 um framkvæmdaleyfi til lagningar á nýjum Hringvegi um Hornafjörð, milli Hólms og Dynjanda. Í bókun umhverfisnefndar kemur fram að nefndin hafi kynnt sér matsskýrslu framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar. Jafnframt kemur fram að nefndin hafi kynnt sér umsagnir umsagnaraðila, þ.á.m. umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 2. nóvember 2016. Auk þess segir í bókun að nefndin taki undir álit Skipulagsstofnunar, m.a. um skilyrði leyfisveitingar, og vísi sérstaklega til stefnu gildandi Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030. Leggur umhverfisnefnd til að umsótt framkvæmd verði samþykkt. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram sambærileg málsmeðferð á umsóttri framkvæmd. Skipulagsnefnd mælir einnig með að umsókn Vegagerðarinnar verði samþykkt af bæjarstjórn. Bæjarstjórn telur með vísan til framangreindra bókanna ljóst að nefndirnar hafa kynnt sér ítarlega
umsótta framkvæmd og fylgigögn og hafi komist að rökstuddri niðurstöðu í framhaldi þess, líkt og áskilið er í 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga. Auk þess kemur fram í bókun beggja nefnda að fjallað var um skilyrði 13. gr. skipulagslaga og komust nefndirnar að rökstuddri niðurstöðu þess efnis að skilyrði ákvæðisins væru uppfyllt. Bæjarstjórn hefur kynnt sér umsótta framkvæmd og umhverfisáhrif hennar, matsskýrslu og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Unnin var greinagerð fyrir bæjarstjórn vegna umsóknar Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi Hringvegar um Hornafjörð þar sem fjallað er um framkvæmdina út frá lögum, reglum og fyrirliggjandi gögnum. Bæjarstjórn hafði greinagerðina til hliðsjónar við afgreiðslu málsins. Bæjarstjórn tekur undir álit Skipulagsstofnunar, m.a. um skilyrði leyfisveitingar og vísar sérstaklega til stefnu sveitarfélagsins skv. Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030, sbr. t.d. kafla 9. Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið umhverfisnefndar og skipulagsnefndar sem er í fullu samræmi við áherslur og stefnu gildandi aðalskipulags. Það er mat bæjarstjórnar að leið 3b uppfylli markmið um aukið umferðaröryggi mun betur en aðrar leiðir gera.
JÓLASAMVERUSTUNDIN 2016 Verður laugardaginn 10. desember kl. 15:00 Hugleiðing, ljóð, sungið og spilað í anda jólanna. Glæsilegt jólakökuhlaðborð.
Að mati sveitarfélagsins eru ekki aðrir kostir fyrir hendi sem ná markmiðum um umferðaröryggi og styttingu vegalegnda eins vel og leið 3b. Með hliðsjón af gildandi aðalskipulagi og breytinga sem gerðar voru árið 2009 á Aðalskipulagi Hornafjarðar 1998-2018, er fjölluðu um nýtt vegastæði Hringvegar (1) um Hornafjörð sem hefði það að meginmarkmiði að stuðla að auknu umferðaröryggi og styttingu leiða innan sveitarfélagsins, uppfyllir umsótt framkvæmd skipulagsáætlun sveitarfélagsins. Bæjarstjórn leggur áherslu á að stytting vegalengda að þjónustukjarna sveitarfélagsins á Höfn er forsenda áframhaldandi byggða- og atvinnuþróunar á Mýrum, í Suðursveit og Öræfum. Að stytta leiðir að þjónustukjarna sveitarfélagsins styður við þá viðleitni að gera sveitarfélagið að einu búsetu- og atvinnusvæði. Jákvæð samfélagsleg áhrif yrðu því mest fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð ef farin verður leið 3b. Eftirfarandi skilyrði skulu gilda um umsótt framkvæmdaleyfi: Vegagerðina skal hafa samráð við sveitarfélagið um staðsetningu á áningarstöðum við Hringveginn. Deiliskipuleggja þarf námur í Djúpá, Hornarfjarðarfljót, Skógey og við Lambleiksstaði. Vegagerðin skal mynda formlegan
samráðshóp fagaðila, m.a. með aðild Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar, um endurheimt votlendis vegna framkvæmdarinnar. Samráðshópurinn hafi það hlutverk að fylgjast með endurheimt votlendis á framkvæmdasvæðinu og vinni að því markmiði að votlendi endurheimtist til jafns við það sem framkvæmdin hafi raskað. Lagt er til að samráðshópur um endurheimt votlendis leiti til Náttúrufræðistofnunar um þætti sem þarf að hafa í huga til að ná sem bestum árangri. Frágangur á efnistökusvæðum skal ákveðinn í samráði við Umhverfisstofnun. Að öðru leyti skal framkvæmdarleyfið bundið skilyrðum 9. kafla greinargerðar. Björn Ingi lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögur og bókanir umhverfisnefndar og skipulagsnefndar og að bæjarstjórn samþykki umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til lagningar á nýjum Hringvegi um Hornafjörð, milli Hólms og Dynjanda. Einnig lagði hann til að bæjarstjórn feli skipulagsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.“
Allir alltaf velkomnir ! Sjáumst hress ! Félag eldri Hornfirðinga
2
Fimmtudagurinn 8. desember 2016
Kálfafellsstaðarkirkja
Laugardaginn 10. desember Aðventustund kl. 17:00 Aðalbjörg Bjarnadóttir flytur hugvekju
Brunnhólskirkja
Laugardaginn 10. desember Aðventustund kl. 20:00 Sunna Guðmundsdóttir flytur hugvekju
Hafnarkirkja HAFNARKIRKJA
1966
2016
Sunnudaginn 11. desember Aðventustund kl. 17:00 Soffía Auður Birgisdóttir flytur hugvekju
Bjarnaneskirkja
Sunnudaginn 11. desember Aðventustund kl. 20:00 Hjalta Sigríður Júlíusdóttir flytur hugvekju Kaffi í Mánagarði Sóknarprestur
Kaþólska kirkjan Sunnudagur 10. desember Messa kl. 12:00. Eftir messu er frábært að skreyta kapelluna með jólaskrauti. Prestarnir ykkar Gler-, flösku- og dósasöfnun hjá Sunddeild Sindra verður laugardaginn 10. desember byrjum kl. 11:00 Setið pokana út og þeir verða sóttir. Með fyrirfram þökk Krakkarnir í Sunddeildinni.
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Eystrahorn
Hornfirsk hönnun og handverk í KARTÖFLUHÚSINU Það er alltaf eitthvað nýtt að koma í Kartöfluhúsið á Höfn, þar eru nokkrir aðilar að selja hönnun sína núna í desember og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi í jólapakkann. Ragnheiður í Millibör verður á sínum stað með fatnað á konur. Mjúk, glaðleg og falleg barnaföt og sængurver frá Töfra Tröllum sem Berglind frá Hala hannar. Krissa Eiríks er að hanna perlufestar í öllum stærðum og gerðum sem fullkomna dressið. Þorbjörg sem rak Frúnna í Hamborg á Akureyri en er núna búsett á Hala, verður með púðana sína til sölu sem hún gerir úr klukkustrengjum og konunglegu plussi, einnig verður hún með sérvalda antíkbolla frá Danmörku. Guðrún Ásdís sem hannar undir merkjum Gastu er með vörur úr laxaroði og leðri. Vigfús Ásbjörnsson er að búa til hraunkertastjaka sem taka sig vel út á hátíðarborðinu. Sjón er sögu ríkari, verið velkomin í Kartöfluhúið á Heppuvegi 5, á móti Sláturhúsinu.
Opnunartímar um jólin eru eftirfarandi: Næsta föstudag 9. desember, opið til kl. 20. Jólaglögg og smákökur Fimmtudaga og föstudaga frá kl. 14-18 Laugardaga kl. 14-16 Vikuna 19.-23. desember verður opið frá kl. 14-18.
Endilega komið og kíkið við!
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 8. desember 2016
Jóladagur í Haukafelli Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga verður með jólatrésölu í Haukafelli sunnudaginn 11. desember kl. 11 -15 og býður fólki að koma og fella sitt eigið jólatré, einnig verðum við með leiðisgreinar til sölu. Jólasveinarnir í Fláfjalli hafa áralanga reynslu af því að aðstoða fólk við val á jólatrjám og munu þeir verða á staðnum. Boðið verður upp á heitt kakó og kökur. Allir velkomnir.
3
Ferðafélag Austur- Skaftfellinga
Fjölskylduferð laugardaginn 10. desember. kl.10:00 frá Þjónustumiðstöð SKG, tjaldstæði Hafnar, farið á einkabílum, oft er hægt að sameinast í bíla. Gengið verður í nærumhverfi Miðfells, stutt og þægileg ganga og ætluð fyrir alla aldurshópa, njótum útiveru og hvers annars. Ferðatími ca. 3-4 klst. Munið nesti og klæðnað eftir veðri. Boðið verður upp á heitt kakó og bakkelsi í lok ferðar. Verð í ferð er 500 kr. pr mann frítt fyrir 16 ára og yngri. Séu hundar með VERÐA þeir að vera í ól. Frekari upplýsingar hjá Rögnu 662-5074. Hlökkum til að sjá ykkur. Ferðanefndin
Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110
Nánari upplýsingar veitir Rannveig Einarsdóttir í síma 699-1424.
OPIÐ á laugardag kl.13.-15. Gjafabréf, gjafasett, gjafasveinar. Verið velkomin
Allur ágóði rennur til uppbyggingar og viðhalds svæða Skógræktarfélags A-Skaftfellinga.
Aðventan á Hótel Höfn Heitt súkkulaði og jólabakstur bakarans
Hátíðarplatti Óssins
Heitt súkkulaði með rjóma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 450 kr. Barnasúkkulaði með rjóma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 250 kr. Jólafreisting bakarans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.490 kr. -tilvalið að deila með fjölskyldunni: Ljós lagterta, brún lagterta, gyðingakökur, mömmukökur og piparkökur.
Jólasíld og rúgbrauð bakarans Hátíðargrafinn lax Reyktur lax Tvíreykt hangikjöt borið fram með karamellugljáðum fíkjum Hreindýrapate með stökku beikoni Jólaskinka með eplasalati Humarsúpa Borið fram með brauðkörfu Verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.990 kr.
Laugardaga og sunnudaga fram að jólum kl.15-17
Alla daga fram að jólum
Minnum einnig á okkar árlegu Opnunartími kl. 17-21
Lokað 24. desember – 5. janúar vegna framkvæmda
skötuveislu á Þorláksmessu – Jólabjór og notaleg stemmning fram að jólum
markhönnun ehf
Veislan heldur áfram… kalkúNN Heill - frosiNN 3 stærðir KR KG
-32%
998
laMbaHryggur kryddaður - ferskur Áður: 2.197 kr/kG KR KG
1.494
Franskur gæðakalkúnn á betra verði!
Hátíðarsúpa HuMarsöluNNar, 850 Ml KR stK
Hs skelbrot 1 kG blandað - Frosið Áður: 3.895 kr/kG KR KG
laMbapriMe ferskt Áður: 3.298 kr/kG KR KG
2.474
1.298
2.999
HreiNdýr luNdir - frosið Áður: 8.989 kr/kG KR KG
7.910
nýtt í
-23%
-25%
Frábært verð
HreiNdýr fille - silverskin on Frosið Áður: 9.498 kr/kG KR KG
8.358
aNdabriNgur Franskar - Frosið Áður: 2.998 kr/kG KR KG
2.698
Frábært verð MackiNtosH dós - 1,315 kg./pk KR PK
1.798
oNly jólasveiNN súkkulaði - 150 eða 60 Gr. verð frá: KR stK
liNdor koNfektkúlur Ýmsar teGundir - 200 Gr. KR PK
998
199
oNly jólakúlur súkkulaði - 400 Gr. KR PK
498
Tilboðin gilda 8. – 11. desember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
-40% Grísabógur á frábæru verði!
Frábært verð
aðveNtusteik grísabógur fylltur M/kaNil og epluM Áður: 2.498 kr/kG KR KG
1.499
Nauta MíNútusteik Áður: 3.798 kr/kG KR KG
2.659
-30%
kjötsel HaNgilæri - úrbeinað Áður: 3.798 kr/kG KR KG
HaNgilæri með beini Áður: 2.298 kr/kG KR KG
-22%
2.962
1.999
Sætar karföflur á tilboði
-50%
-23% NautaluNdir erleNdar - frosið Áður: 3.998 kr/kG KR KG
3.398
Ódýrt og girnilegt
USA kleinuhringir bakaðir á staðnum
NautaHakk 8-12% - 500 Gr. Áður: 898 kr/Pk KR PK
691
-20%
sætar kartöflur uPPrunaland: sPÁnn Áður: 298 kr/kG KR KG
149
-40% usa kleiNuHriNgir Áður: 198 kr/stk. KR stK
119
alMoNdy kaka með daim eða toblerone - 400 Gr. Áður: 998 kr/Pk KR PK
798
kjörís Mjúkís súkkulaði - 1 ltr. Áður: 550 kr/Pk KR PK
499
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
6
Fimmtudagurinn 8. desember 2016
Eystrahorn
Bætt þjónustustig með styttri leiðum
Það mætti segja að þjónustan við okkur sveitabúana minnki ár frá ári. Fyrir tveimur árum síðan var bensínstöðin í Hestgerði lögð niður þar sem hún þjónaði ekki hagsmunum viðskiptavina N1, að mati eigenda N1. Á svipuðum tíma var póstþjónustan skert á þann veg að aðra vikuna kemur póstur 3x og hina vikuna 2x, þannig að maður veit aldrei hvenær er von á póstinum og það er undantekning að póstur berist til okkar daginn eftir að hann er póstlagður í Reykjavík. Skóli hefur ekki verið rekinn hér síðan 2006 og enginn er leikskólinn. Þess vegna er ennþá brýnna fyrir okkur vestan Fljóta að fá styttingu á veginum til Hafnar. Þar sem að uppbyggingin í sveitarfélaginu er miklu meiri í sveitunum núna eru að skapast fleiri ný störf í kringum ferðamanninn bæði í gistingu og afþreyingu. Margir í „afþreyingarbransanum“ búa á Höfn en vinna út í sveit og þá aðallega á Mýrum og í Suðursveit þar sem þeir bjóða upp á ferðir sínar. Þeir leggja það greinilega frekar á sig að keyra á milli í vinnu en að leggja það á börnin að keyra í skóla og leikskóla. Einnig væru örugglega fleiri til í að keyra á milli í vinnu frá Höfn út í sveit eða öfugt ef af vegstyttingunni yrði. Ef að við ætlum að geta boðið öllum vinnu hjá okkur í sveitinni, bæði fjölskyldufólki og einstaklingum þá þarf þjónustustigið í sveitunum að hækka verulega. Við vegstyttinguna hækkar þjónustustigið umtalsvert þar sem styttra verður í alla þjónustu. Ég er mjög ánægð með að bæjarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að veita
aftur framkvæmdaleyfi á leið 3b yfir Hornafjarðarfljót. Ánægð vegna þess að LOKSINS verður vonandi hafist handa við þessa vegstyttingu sem ég hef borið vonir til að hefjist síðan ég fluttist heim aftur eftir nám árið 2005. Ég skil vel þau sjónarmið sem andstæðingar þessarar leiðar hafa að leiðarljósi, hvort sem það eru umhverfisspjöll, sjónmengun eða að fólk vill halda ákveðinni fjarlægð frá þjóðveginum. En í ALVÖRU TALAÐ GOTT FÓLK, það er búið að vera að þrátta um þessar vegleiðir síðan 1999 og ALLIR gátu sagt sína skoðun á öllum stigum málsins. Það var búið að teikna helling af veglínum út frá þeim línum sem Vegagerðin lagði upp með en Vegagerðin ákvað að hafna þeim öllum og aðlaga leið 3 að þeim athugasemdum sem bárust og úr varð leið 3b. Af hverju voru ekki Hollvinir Hornafjarðar stofnaðir árið 2009 þegar bæjarstjórn ákvað að fara þessa leið? Af hverju að berjast fyrir þessu núna á náttúrverndarforsendum? Var það vegna þess að formaður þess félags var á öðru máli þá en nú? Sjá hér úr skýrslu Vegagerðarinnar frá opnu húsi sem haldið var 25.02.2008 í Nýheimum: „4.5 Ari Jónsson: Er á þeirri skoðun m.v. þau gögn sem hafa verið aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar. Búið að afskrifa leið 3 vegna brota á náttúruminjalögum. Leið 3 er styst, mest arðsemi, stofnkostnaður jafn leið 1 (ef bornir sambærilegir hlutar þar sem skildir eru eftir 6 km af ónýtum vegum). Leið 3 sé besta leiðin en Vegagerðin
felli leiðina vegna Skógeyjar. Færa á línuna 1 km sunnar. Leiðin er styttri og þannig þarf bara að fara yfir leirur. Færa einnig leið norður fyrir Skarðsflóa“
(http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/ Files/Hringvegur_um_Hornafjord_ Matsskyrsla_090605/$file/Hringvegur_ um_Hornafj%C3%B6r%C3%B0_ Matssk%C3%BDrsla_090605.pdf, bls 260)
Þannig að það eru fleiri sem skipta um skoðun en ég og er Ari kannski bara hugmyndasmiðurinn að leið 3b eftir allt saman? Umferðin um vegina í Sveitarfélaginu hefur margfaldast síðan matsskýrsla Vegagerðarinnar var gefin út í apríl 2009, aukning ferðamanna allan ársins hring er gríðarmikil og íbúar sveitarfélagsins keyra á milli í vinnu. Það má lengi velta fyrir sér svona hlutum og hver og einn má hafa sína skoðun á hverjum tíma fyrir sig. Það sem er brýnast í dag er að fylgja eftir því sem ákveðið var árið 2009. Íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem og aðrir landsmenn hafa haft sjö ár síðan þá til að tjá sig um þetta vegstæði, með eða á móti. Við getum ekki beðið mikið lengur eftir að framkvæmdir hefjist þar sem að þær taka 3-4 ár og „hossubrúin“ farin að láta veruleg á sjá . Ég og örugglega margir fleiri, erum orðin langþreytt á þessu eilífa þrasi út af vegstæðinu yfir Hornafjarðarfljótin. A.m.k töldu 224 einstaklingar í Sveitarfélaginu Hornafirði sem skrifuðu undir undirskriftalista kvenfélagsins Óskar brýnt að hafist yrði handa strax. Það er eðlilegt að landeigendur séu ekki sáttir og komi
með mótrök en það eru aðrir sem ganga fram og telja sig vera að huga að náttúrunni. Jafnvel fólk sem býr ekki á svæðinu og virðist ekki skilja breyttar þarfir í nútíma samfélagi. Má þar t.d nefna grein Ragnars Frank fyrrverandi þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli í síðasta Eystrahorni, en hann flutti af svæðinu um það leyti sem hans börn þurftu að sækja skóla utan Öræfa. Maður fær það pínulítið á tilfinninguna að ákveðnir aðilar vilji bara ekki breytingu og sé alveg nákvæmlega sama þótt sumir íbúar sveitarfélagsins þurfi að búa við skerta þjónustu. Einn maður sagði eitt sinn við okkur beint hvort að strákarnir okkar þyrftu nokkuð að vera að sækja leikskóla! Að sjálfsögðu hafa börn í sveitum sama rétt til að sækja leikskóla og börnin í þéttbýlinu. Ég vona því að nú sé mál að linni og í stað þess að tefja verði hægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Þórey Bjarnadóttir, Kálfafelli Upphúsum Suðursveit
BB prentun
Bugðuleiru 6, 780 Höfn - 894 0262 - binni@bbprentun.com Breytingar hjá BB prentun Síðasti opnunardagur hjá BB prentun fyrir jólin er 22. desember. BB prentun hefur nú selt húsnæði sitt að Bugðuleiru 6 til Fauska ehf. og mun því starfsemin breytast töluvert þar sem ekki verður lengur opin afgreiðsla. Prentunin og umbrotið mun halda áfram en með breyttu sniði. Enginn opnunartími mun verða og þarf að senda öll verkefni í tölvupósti binni@bbprentun.com eða hafa samband í síma 894-0262. Áfram verður unnið að flest öllu sem áður var nema smáverkin hverfa. Þar sem starfsemin er orðin of lítil þannig að hægt sé að vinna við þetta eingöngu, þá breytist þjónustan þannig að erfiðara verður að fá verkefnin gerð samstundis en samt allt afgreitt eins fljótt og hægt er. Vonandi verður hægt að sinna öllum viðskiptavinum á sem bestan hátt, hafið endilega samband í síma eða tölvupósti. Brynjúlfur Brynjólfsson
Tilboð á strigamyndum til 21. des 2016 10 % afsláttur á einni mynd 15 % á 2. og 3. mynd 20 % afsláttur ef teknar eru 4 eða fleiri 20 % afsláttur á römmum á meðan birgðir endast 20 % afsláttur á bókamerkjum Laus jólakort eða í pökkum kr. 30.- stk meðan birgðir endast Athugið opnunartíminn er óreglulegur vegna annarra starfa svo gott getur verið að hringja á undan sér.
Eystrahorn
Fimmtudagurinn 8. desember 2016
Konukvöld
Nú höldum við okkar árlega konukvöld fimmtudaginn 8. desember kl. 20:00 Tilboð og afsláttur á völdum vörum Fullt af nýjum fallegum vörum Léttar veitingar Hlökkum til að sjá ykkur Ólöf og Eyrún
Húsgagnaval Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi austan Vesturbrautar - S3 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi HSSA. Deiliskipulag austan Vesturbrautar – S3 Markmið skipulagsins er að gera ráð fyrir stækkun núverandi leikskóla við Lönguhóla og að núverandi leikskólahúsnæði Krakkakots við Víkurbraut 24 verði nýtt undir aðra samfélagsþjónustu með möguleika á stækkun hússins. Þá er gert ráð fyrir nýju raðhúsi fyrir aldraða við Víkurbraut 34. Ennfremur er gert ráð fyrir bættu umferðarflæði um svæðið.
Menningarverðlaun Hornafjarðar 2016 Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2016. Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur ásamt rökstuðningi í bréfaformi í móttöku Ráðhúss Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið bryndish@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 470-8050. Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 1. janúar 2017.
Handraðinn Opnum aftur að Hafnarbraut 34 fimmtudaginn 10. desember Opnunartímar í desember eru: mánu-þriðju-og miðvikudaga kl. 16:00-18:00 fimmtudagar kl. 16:00-20:00 föstudagar kl. 16:00-18:00 laugardagar kl. 13:00-16:00 þorláksmessa kl. 14:00-18:00 Stjórn Handraðans
Breyting á deiliskipulagi HSSA Markmið með gerð deiliskipulagsbreytingar er að þétta byggð og bjóða upp á fleiri byggingalóðir. Deiliskipulagsbreytingin felst í að ráð sé gert fyrir fimm nýjum íbúðarlóðum við norðurenda Júllatúns. Gatan Júllatún verður lengd til norðurs og gerð einstefnugata af henni á Víkurbraut, sunnan við Júllatún 8. Skipulagsmörk eru færð lítillega til suðurs. Gert er ráð fyrir gangstétt með nýjum götum og tengingu af þeim á stígakerfi norðan íbúðarsvæðisins. Deiliskipulagstillögur ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur. is/stjórnsysla undir skipulag í kynningu, frá 8. desember 2016 til 23. janúar 2017. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. janúar 2017 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2017 Atvinnumálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnumálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í ráðhúsi, Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur.is undir reglur og samþykktir. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2017. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, undir stjórnsýsla. Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi
7
Hunda og kattaeigendur á Hornafirði Héraðsdýralæknir Janine Arens verður með ormahreinsun fyrir hunda og ketti föstudaginn 9. desember nk., frá kl. 8:00 til kl 9:30 og aftur mánudaginn 12.desember frá kl.17:00 til 18:30 að Hólabraut 13 ( bílskúr ) Hunda og kattaeigendur eru hvattir til þess að nýta sér þessa tíma sem í boði eru, ef annar tími hentar betur er hægt að hringja í 690 6159 eða senda henni tölvupóst á janine@javet.is Hunda og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvel leyfissviptingu. Því er hunda- og kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þessa að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun.
PIZZUTILBOÐ -ÞÚ SÆKIR 16“ pizza
með 2 áleggstegundum og 2 lítra coke
1.990 kr. Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Hringvegur um Hornafjörð Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis og álit Skipulagsstofnunar Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fundi sínum þann 1. desember s.l. að veita framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna Hringvegar um Hornafjörð samkvæmt leið 3b. Um er að ræða 18 km langan veg, gatnamót, ásamt 4 brúm og 7 efnistökusvæðum. Leyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum vegarins, álits Skipulagsstofnunar, Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030, umsóknar Vegagerðarinnar og umsagna Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins, forsendur, álit Skipulagsstofnunar og umsókn Vegagerðarinnar má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar undir vefslóðinni http://www.hornafjordur. is/stjornsysla/skipulagsmal/framkvaemdaleyfi/ Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar, sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar uua.is. Höfn í Hornafirði 5. desember 2016 F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri
Tvær 16“ pizzur
með 2 áleggstegundum og 2 lítra coke
3.790 kr. Tilboð gildir 8.-15. desember og á ekki við um humarpizzur
Sími 478-2200
Víkurbraut 20 - Opið 18 - 21 alla daga
Jólatúlípanar
Til sölu fallegir rauðir túlípanar 10 stk. í búnti á 2.000 krónur Keyrt heim 22. desember Pantanir í síma 692-9015 hjá Matthildi Ásmundardóttur og Guðrúnu Ingólfsdóttur í sími 699-6103