Eystrahorn Fimmtudagurinn 8. desember 2016
42. tbl. 34. árgangur
www.eystrahorn.is
Vegagerð milli Hólms og Dynjanda - Bæjarstjórn einhuga um málið Á bæjarstjórnarfundi 3. desember sl. var afgreidd ósk Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi á hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda. Ritstjóra þykir rétt að birta bókunina nánast í heild sinni úr fundargerð bæjarstjórnar þar sem afstaða bæjarstjórnar er skýrð og rökstudd; „Björn Ingi greindi frá málinu og þróun þess í gegnum árin. Að hans mati er leið 3b farsælust fyrir Sveitarfélagið í heild. Sæmundur gerði grein fyrir afgreiðslu umhverfisnefndar. Páll Róbert gerði grein fyrir afgreiðslu skipulagsnefndar. Ásgerður tók til máls. Sagðist hún standa á sinni skoðun í þessum efnum og telur leið 3b farsæla fyrir fleiri en færri. Sagði hún það hlutverk bæjarstjórnar að taka hagsmuni heildarinnar fram yfir sérhagsmuni. Björn Ingi tók til máls. Greindi frá að bæjarstjórn hefur kynnt sér bókun umhverfisnefndar frá 29. nóvember sl. og skipulagsnefndar frá 30. nóvember sl., sem fjalla um fyrirliggjandi umsókn Vegagerðarinnar, dags. 21. júní 2016 um framkvæmdaleyfi til lagningar á nýjum Hringvegi um Hornafjörð, milli Hólms og Dynjanda. Í bókun umhverfisnefndar kemur fram að nefndin hafi kynnt sér matsskýrslu framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar. Jafnframt kemur fram að nefndin hafi kynnt sér umsagnir umsagnaraðila, þ.á.m. umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 2. nóvember 2016. Auk þess segir í bókun að nefndin taki undir álit Skipulagsstofnunar, m.a. um skilyrði leyfisveitingar, og vísi sérstaklega til stefnu gildandi Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030. Leggur umhverfisnefnd til að umsótt framkvæmd verði samþykkt. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram sambærileg málsmeðferð á umsóttri framkvæmd. Skipulagsnefnd mælir einnig með að umsókn Vegagerðarinnar verði samþykkt af bæjarstjórn. Bæjarstjórn telur með vísan til framangreindra bókanna ljóst að nefndirnar hafa kynnt sér ítarlega
umsótta framkvæmd og fylgigögn og hafi komist að rökstuddri niðurstöðu í framhaldi þess, líkt og áskilið er í 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga. Auk þess kemur fram í bókun beggja nefnda að fjallað var um skilyrði 13. gr. skipulagslaga og komust nefndirnar að rökstuddri niðurstöðu þess efnis að skilyrði ákvæðisins væru uppfyllt. Bæjarstjórn hefur kynnt sér umsótta framkvæmd og umhverfisáhrif hennar, matsskýrslu og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Unnin var greinagerð fyrir bæjarstjórn vegna umsóknar Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi Hringvegar um Hornafjörð þar sem fjallað er um framkvæmdina út frá lögum, reglum og fyrirliggjandi gögnum. Bæjarstjórn hafði greinagerðina til hliðsjónar við afgreiðslu málsins. Bæjarstjórn tekur undir álit Skipulagsstofnunar, m.a. um skilyrði leyfisveitingar og vísar sérstaklega til stefnu sveitarfélagsins skv. Aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030, sbr. t.d. kafla 9. Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið umhverfisnefndar og skipulagsnefndar sem er í fullu samræmi við áherslur og stefnu gildandi aðalskipulags. Það er mat bæjarstjórnar að leið 3b uppfylli markmið um aukið umferðaröryggi mun betur en aðrar leiðir gera.
JÓLASAMVERUSTUNDIN 2016 Verður laugardaginn 10. desember kl. 15:00 Hugleiðing, ljóð, sungið og spilað í anda jólanna. Glæsilegt jólakökuhlaðborð.
Að mati sveitarfélagsins eru ekki aðrir kostir fyrir hendi sem ná markmiðum um umferðaröryggi og styttingu vegalegnda eins vel og leið 3b. Með hliðsjón af gildandi aðalskipulagi og breytinga sem gerðar voru árið 2009 á Aðalskipulagi Hornafjarðar 1998-2018, er fjölluðu um nýtt vegastæði Hringvegar (1) um Hornafjörð sem hefði það að meginmarkmiði að stuðla að auknu umferðaröryggi og styttingu leiða innan sveitarfélagsins, uppfyllir umsótt framkvæmd skipulagsáætlun sveitarfélagsins. Bæjarstjórn leggur áherslu á að stytting vegalengda að þjónustukjarna sveitarfélagsins á Höfn er forsenda áframhaldandi byggða- og atvinnuþróunar á Mýrum, í Suðursveit og Öræfum. Að stytta leiðir að þjónustukjarna sveitarfélagsins styður við þá viðleitni að gera sveitarfélagið að einu búsetu- og atvinnusvæði. Jákvæð samfélagsleg áhrif yrðu því mest fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð ef farin verður leið 3b. Eftirfarandi skilyrði skulu gilda um umsótt framkvæmdaleyfi: Vegagerðina skal hafa samráð við sveitarfélagið um staðsetningu á áningarstöðum við Hringveginn. Deiliskipuleggja þarf námur í Djúpá, Hornarfjarðarfljót, Skógey og við Lambleiksstaði. Vegagerðin skal mynda formlegan
samráðshóp fagaðila, m.a. með aðild Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar, um endurheimt votlendis vegna framkvæmdarinnar. Samráðshópurinn hafi það hlutverk að fylgjast með endurheimt votlendis á framkvæmdasvæðinu og vinni að því markmiði að votlendi endurheimtist til jafns við það sem framkvæmdin hafi raskað. Lagt er til að samráðshópur um endurheimt votlendis leiti til Náttúrufræðistofnunar um þætti sem þarf að hafa í huga til að ná sem bestum árangri. Frágangur á efnistökusvæðum skal ákveðinn í samráði við Umhverfisstofnun. Að öðru leyti skal framkvæmdarleyfið bundið skilyrðum 9. kafla greinargerðar. Björn Ingi lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögur og bókanir umhverfisnefndar og skipulagsnefndar og að bæjarstjórn samþykki umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til lagningar á nýjum Hringvegi um Hornafjörð, milli Hólms og Dynjanda. Einnig lagði hann til að bæjarstjórn feli skipulagsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Samþykkt með sjö atkvæðum.“
Allir alltaf velkomnir ! Sjáumst hress ! Félag eldri Hornfirðinga