Eystrahorn 42.tbl 2017

Page 1

Jólablað 2017 Tíminn líður, árin færast yfir, alla stund í hugarfylgsnum lifir minning björt um bernsku okkar jól. Húsið bjart og börnin smá á iði biðu aðeins þess að tíminn liði meðan snjórinn huldi sérhvern hól.

Jólasveinar ennþá frískir flakka og færa börnum undarlega pakka og kannske birtist jólakötturinn. Koma þessar gullnu gleðistundir, gleðibros og kærir vinafundir. Megi verða bjart um bæinn þinn.

Móða tímans vefur vegi farna en vonir kvikna enn í hjörtum barna því jólin koma enn sem áður fyrr. Enn er gleðin eins og forðum daga áfram heldur gömul jólasaga, ljósin tindra, tíminn stendur kyrr.

Birtan lýsi ykkar ævivegi og ykkur veiti styrk á hverjum degi, komi jól með kærleika og frið. Nýja árið verði mikils virði, vinarkveðjur nú frá Hornafirði og okkar beztu óskir sendum við. Guðbjartur Össurarson

Eystrahorn 42. tbl. • 35. árg. • fimmtudagur 21. desember

Mynd: Sóley Lóa Eymundsdóttir

Hafnarhittingur – hverjir vilja vera með? Fyrsti Hafnarhittingurinn var 5. desember síðastliðinn og tókst afar vel. Í gestabók skrifuðu 259 manns og 120 manns borðuðu kvöldmatinn sem var etinn upp til agna. Mikið líf og fjör var bæði í Heppuskóla og íþróttahúsinu allan tímann eins og sjá má á myndunum. 16. janúar stendur til að endurtaka leikinn og blása til annars Hafnarhittings. Af því tilefni bjóðum við áhugasömum aðilum sem vilja gera eitthvað sérstakt á hittingnum eða eru með hugmyndir að dagskrá að hafa samband. Allar ábendingar og tillögur eru vel þegnar og ef einhver vill vera með einhvern viðburð þá er hann hvattur til að hafa samband. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Þórgunni í síma 470-8400 eða á thorgunnur@ hornafjordur.is. Markmiðið með Hafnarhittingi er að efla bæinn okkar innan frá og fjölga tækifærum þar sem bæjarbúar sjálfir bjóða öðrum upp á nám, leik, hreyfingu, afþreyingu eða hverskonar samveru sem eflir andann og lætur fólki líða vel. Fyrir lítil samfélög eins og Höfn eða Austur-Skaftafellssýslu þá skiptir miklu máli að fólk fái uppfyllt sem flestar af sínum félagslegu þörfum í heimabyggð. Það þýðir ekki að allir geti gert allt sem þá langar til að gera

heldur frekar að allir geta gert nóg af því sem er nauðsynlegt fyrir þá til að uppfylla grunnþarfir sínar. Á þann hátt líður fólki vel í eigin skinni og er ánægt og sátt við lífið og tilveruna. Félagsleg sjálfbærni er einn megin tilgangur Hafnarhittings. Sjálfbærni má skipta í þrjú megin svið, stærst er umhverfið sjálft, jörðin og

himingeimurinn og allt sem því fylgir. Samfélagið er næst stærst en það er það umhverfi sem maðurinn hefur skapað sér innan náttúrunnar. Þriðji þáttur sjálfbærninnar er síðan hagkerfið sem er algerlega mótað af mönnunum sjálfum. „Hagkerfið

verður því að taka mið af þeim gildum sem móta gott samfélag og samfélagið er allt innan umhverfisins og hlýtur að laga sig að þeim reglum og lögmálum sem náttúran setur“ (Sjálfbærni -Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum. (Rvk. 2013). Á vetrarönn er sjálfbærni megið þema skólastarfsins í Grunnskóla Hornafjarðar og markmiðið er að auka smám saman hverskonar vinnu sem snýr að sjálfbærni. Umhverfisteymi skólans er mjög virkt og m.a. er unnið er að endurnýjun umhverfissáttmála skólans. Flokkun og fræðsla um náttúruna og umhverfisvernd eykst stöðugt og markmiðið er að nemendur okkar verði í fararbroddi

í umhverfismálum, ekki bara hér í sýslunni heldur á landinu öllu. Með þessa feikilega fallegu og sérstæðu náttúru allt í kringum okkur, sem er jafnframt undirstaða atvinnulífs bæði til sjós og lands, stöndum við ekki bara öðrum framar heldur berum við líka meiri skyldu til þess að vernda umhverfi okkar og ganga vel um það. Við þessar frábæru aðstæður viljum við leggja okkar af mörkum til að efla samfélagið okkar og bjóðum því öllum áhugasömum til að leggja sitt af mörkum á næsta Hafnarhittingi og hafa samband sem fyrst. Svo sjáumst við öll þriðjudaginn 16. janúar frá kl. 17:00-20:00.


2

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Hafnarkirkja

Þorláksmessa kl. 17 - 18

Opið hús Heitt á könnunni. Jörg Sondermann organisti spilar. Kerti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar verða til sölu

HAFNARKIRKJA 1966 2016

Allir velkomnir Prestarnir

Óska öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja, Rakarastofa Baldvins

Íbúð/hús óskast á leigu í 6-12 mánuði Nýjann hótelstjóra vantar íbúðarhúsnæði til leigu fyrir næstu 6-12 mánuði. Þarf að vera með húsgögnum. 2-4 herbergja húsnæði kemur til greina. Upplýsingar í síma 861-1139 Pétur Jónsson.

Jólabingó Hið árlega jólabingó Kvennakórs Hornafjarðar verður haldið miðvikudaginn 27. desember kl. 17:00 í Nýheimum. Fullt af veglegum vinningum. Kvennakór Hornafjarðar

Eystrahorn Vildaráskrift Hlíðartún 25 • Sími: 848-3933 Útgefandi:............ HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Tjörvi Óskarsson Netfang: .............. tjorvi@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Nýir vildaráskrifendur velkomnir í hópinn. HLS ehf. Rnr. 0537-14-409068 Kt. 500210-2490

Eystrahorn

Félag eldri Hornfirðinga sendir félagsmönnum og velunnurum bestu jóla- og nýársóskir . Takk fyrir samveruna á árinu ! Hittumst á ný í öflugu félagsstarfi á nýju ári !

Andlát Unnur Kristjánsdóttir frá Lambleiksstöðum lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 12. desember síðastliðinn. Unnur fæddist í Einholti á Mýrum 8. febrúar 1923. Þar ólst hún upp í hópi 13 systkina. Foreldrar hennar voru Jóhanna Steinunn Sigurðardóttir frá Miðskeri og Kristján Benediktsson frá Einholti. Móður sína missti Unnur 12 ára gömul. Móðursystir hennar Rannveig gekk yngstu börnunum í móðurstað eftir það. Eftir að hafa hleypt heimdraganum, farið í vist til Seyðisfjarðar, á vertíð í Vestmannaeyjum, unnið á saumastofum á Höfn og Akureyri kom hún til baka heim í sveitina sína og hóf búskap á Brunnhóli með Einari Sigurjónssyni frá Árbæ. Fljótlega fóru þau að byggja upp eyðijörðina Lambleiksstaði og fluttu þangað vorið 1956. Þar bjuggu þau til ársins 1986 þegar þau seldu jörðina og fluttu til Hafnar. Einar lést árið 2004, 84 ára að aldri. Síðustu árin bjó Unnur í Ekru, íbúðum fyrir aldraða og naut þar góðrar heimahjúkrunar og félagsskapar við aðra íbúa í húsinu. Í september fór hún á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð, þar var vel hlúð að henni síðustu ævidagana. Börn Unnar og Einars eru: Steinþór f. 1949, Sigurjón f. 1950, Rannveig f. 1956, Kristján f. 1957, og Hugi f. 1965 d. 2015. Ömmubörnin eru 12 og langömmubörnin 7, auk þess eru mörg börn sem tengst hafa inn í fjölskylduna. Unnur var virk í félagsstörfum og stundaði hestamennsku fram yfir áttrætt. Hún ritaði margar fræðandi greinar og frásagnir sem hafa birst í Eystrahorni og Skaftfellingi. Henni fannst mikilvægt að koma fróðleik um lífið fyrr á tímum til komandi kynslóða. Unnur var trú sinni sannfæringu og hafði ríka réttlætiskennd. Hún hafði kjark til að hlusta á eigið innsæi og feta ótroðnar slóðir. Útför Unnar fer fram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningasjóð Hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs

Þakkir

Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför okkar ástkæru Halldóru Hjaltadóttur Seljavöllum Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Höfn fyrir góða umönnun. Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð. Anna, Valgerður, Hjalti, Eiríkur og fjölskyldur þeirra


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

3

Orka náttúrunnar opnar hlöðu við Jökulsárlón

Um leið og starfsfólk sundlaugar óskar öllum gleðilegrar hátíðar, auglýsum við opnunartímann hjá okkur yfir jólahátíðina.

Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Aðstandendur verkefnisins segja það mikils virði að geta opnað á þessum stað, í þessari fallegu náttúru svo fólk geti keyrt um á orku náttúrunnar og þannig stuðlað að orkuskiptum í samgöngum. Næsta hlaða sem ON opnar er á Egilsstöðum og víða um land undirbýr ON enn frekari uppbyggingu. Þjónar mörgum tegundum rafbíla Jökulsárlón er einn af fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Tvær stöðvar eru í hlöðunni, hraðhleðslustöð búin þrenns konar tengjum og hefðbundin hleðslustöð. ON hefur nú reist 21 hlöðu og þær verða orðnar um 50 talsins í lok næsta árs.

23. des. Þorláksmessa 24. des. Aðfangadagur 25. des. Jóladagur 26. des. Annar í jólum 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. Gamlársdagur 01. jan. Nýársdagur 02. jan.

10:00 - 17:00 09:00 - 11:00 Lokað. Lokað. 06:45 – 17:00 06:45 – 21:00 06:45 – 21:00 10:00 – 17:00 09:00 – 11:00 Lokað. 06:45 – 21:00

Hátíðarkveðjur starfsfólk sundlaugar.

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

DÖMUMÓT 27. desember kl 20:00 1.000kr (hægt að kaupa sig 3x inn) Kennsla og aðstoð út mótið Hvítt eða rautt fylgir innkaupi.

JÓLAMÓT 28. desember kl 20:00 Hringstreitur að hætti Ödda

Nánar á facebook.com/pkhofn

Á uppdrættinum sést sú uppbygging innviða fyrir umhverfisvænni samgöngur sem Orka náttúrunnar áformar á því sem eftir lifir af þessu og á næsta ári. Hringvegurinn verður opnaður rafbílaeigendum og fjölfarnar leiðir utan hans. Í smáforritinu ON Hleðsla, sem hægt er að sækja í PlayStore eða AppleStore sjá rafbílaeigendur hvar hlöður ON er að finna, stystu leið að þeim, hvaða tengjum þær eru búnar og hvort þær eru uppteknar eða hvort viðhald stendur yfir.

Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Sérstakar kveðjur og þakkir fá vinir mínir sem aðstoðuðu og hjálpuðu mér við smalamennsku í haust.

Unnsteinn í Hvammi

Kæru Hornfirðingar og nærsveitungar, Þökkum samveruna og stuðninginn á árinu sem er að líða og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Lokað verður hjá okkur á smurstöð og verkstæði frá og með 21.desember til 2.janúar 2018. Neyðarsíminn er samt ávallt opinn, alla daga og allan sólarhringinn! Jólakveðja, Neyðarþjónusta Sveins ehf


4

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Jólaball og spilavist Jólaball kvenfélagsins Vöku verður haldið í Mánagarði þriðjudaginn

27. desember kl. 16.00.

Eystrahorn

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Kær kveðja Geir og Björk

Frítt inn og allir velkomnir. Árlega þriggja kvölda félagsvistin okkar er dagana 28.des, 4.jan og 11.jan. kl. 20:00. Aðgangseyrir 1500kr. Með jólakveðju, Kvenfélagið Vaka

Gleðileg jól allir og farsælt komandi ár, með þökk fyrir viðskiptin.

Katrín Birna – BjarmaBerg Sendi ættingjum og vinum hugheilar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár

Kolbrún Benediktsdóttir. Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

Jóhann og Óla

Húsgagnaval


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

5

Jólasöngur í Gömlubúð á Þorláksmessu, kl. 14:00 - 15:00. Gestir og gangandi boðnir velkomnir að syngja saman jólalög! Zophonías Torfason leikur undir á harmonikku. Söngtextar á staðnum.

Hornafjarðarmeistaramótið verður í NÝHEIMUM föstudaginn 29. desember kl. 20:00 Þátttökugjald 1000,- kr. skólanemendur fá frítt Allir velkomnir Spilanefnd FeH

3.Framboðið færir Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól, frið og farsæld á komandi ári. Með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Jólakveðjur 3.Framboðið

Opnunartímar

Sendum sóknarbörnum og öðrum lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum fyrir samhug og stuðning við sóknar- og kirkjustarfið á liðnu ári. Guð blessi ykkur.

HAFNARKIRKJA 1966 2016

Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Óskum ættingjum og vinum gleðilegra jóla og farsælt nýtt ár.

Jólakveðja Óskar og Laufey

Þorláksmessu til kl. 22:00 Aðfangadag kl. 10:00 - 12:00 Milli jóla og nýárs frá kl. 13:00 - 16:00 Lokað: Föstudaginn 29. desember Hægindastólar, úrval af rúmum, sængum, koddum, hlífðardýnum, lök og rúmföt. Mikið úrval af nytsamlegum og fallegum gjöfum. Nýtt í skartgripum frá Sign, Asa og Hendriku Waage, kortaveski, teppi, lampar og margt margt fleira sjón er sögu ríkari. Verið velkominn

Húsgagnaval


6

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Eystrahorn

Ævintýraferð til Skotlands 1977 40 ár frá fyrstu utanlandsferð íþróttahóps frá Hornafirði

Í ár teflir Sindri fram liðum í öllum flokkum karla og kvenna. En það er ekki mjög langt síðan að þetta starf hófst og var mótað af eldhuga úr mörgum smáum brotum. Þetta var árið 1974.   Sögu Sindra sem knattspyrnuliðs er gerð nokkur skil á vefsíðu félagsins. Það sem ekki kemur fram þar, er að þegar við í árgöngum 1964-1966 erum að alast upp á Höfn, spilar eingöngu meistaraflokkur karla í skipulagðri keppni. Þá voru engir yngri flokkar og kvennabolti á Hornafirði ekki einu sinni til sem hugmynd. Heimavöllurinn var túnið á móti mjólkurstöðinni þar sem nú er gistihúsið Milk Factory.   Byltingin sem Sindri býr að í dag hefst þegar Albert Eymundsson kemur aftur heim til Hafnar árið 1974 og gerist kennari og skólastjóri eftir að hafa m.a. þjálfað unglingalandslið Íslands með frábærum árangri svo eftir var tekið. Honum rennur blóðið til skyldunnar og smalar saman hópi drengja sem sparkað höfðu tuðru á túnum bæjarins.   Og viti menn; þessir túnadrengir voru ekki svo afleitir í fótbolta. Við fengum fljótlega frábæra viðbót, Magga Páls frá Seyðisfirði, síðar leikmann FH í efstu deild. Eftir á að hyggja er ótrúlegt hvað hópurinn, sem Albert þjálfaði með bestu þekkingu og reynslu þess tíma, gerði það gott og ekki leið á löngu þar til liðið tók þátt í úrslitum Íslandsmótsins. Þessi hópur tapaði ekki leik í Austurlandsriðli á árunum 1975–1977. Fyrirséður úrslitaleikur í riðlinum um árabil var Þróttur Neskaupstað – Sindri og það voru alltaf hörkuleikir. Svo færðumst við upp í eldri flokka og aðrir fetuðu í fótsporin með sama athyglisverða árangrinum.

Frá Breiðdal til Glasgow Eftir úrslitaleik við Þrótt sumarið 1976 – aukaleik sem fór fram á hlutlausum velli í Breiðdal – fékk Albert eina af sínum brjálæðislegu hugmyndum. Af hverju ekki að fara með drengina í æfinga- og keppnisbúðir til Skotlands í tvær vikur? Þetta kom til af því að leiknum lauk með jafntefli. Þar sem þjálfarar liðanna komu sér ekki saman um

hvað gera skyldi í stöðunni, og ekki náðist í höfuðstöðvar KSÍ, ákvað Albert að gefa eftir því foreldrar margra okkar biðu á hliðarlínunni eftir að komast í sumarfrí og liðið hefði verið illa vængbrotið í framhaldinu. Í sárabætur tilkynnti Albert að hann stefndi á æfingaferð til Skotlands næsta sumar.  Þannig gerist það að hópur 26 drengja ásamt 5 fararstjórum leggur af stað til Glasgow frá Hornafjarðarflugvelli miðvikudaginn 27. júlí 1977 og sneri til baka föstudaginn 12. ágúst. Ferðin vakti töluverða athygli og meira að segja var ljósmyndari frá dagblaðinu Tímanum mættur á Reykjavíkurflugvöll til að mynda hópinn. Tilgangur fararinnar var að auka áhuga hópsins á fótbolta og verðlauna fyrir góðan árangur tvö fyrstu keppnistímabil sem Sindri tók þátt í Íslandsmóti yngri flokka. Fararstjórar voru auk Alberts, Ásta Ásgeirsdóttir eiginkona hans, Ómar Imsland stjórnarmaður í knattspyrnudeild Sindra, Birna Björnsdóttir eiginkona hans og Árni Ágústsson knattspyrnufrömuður úr Hafnarfirði. Árni var með góð tengsl í Skotlandi en þeir Albert höfðu farið sambærilegar ferðir með FH og unglingalandsliðið.   Við erum auðvitað löngu búnir að gefast upp á því að útskýra fyrir börnum og barnabörnum að nei, snjallsíminn hefur ekki verið hér jafn lengi og elstu menn muna, hvað þá internetið, snappið, samfélagsmiðlar eða reglulegar utanlandsferðir, sem er e.t.v. ástæða þess að ferðin var sannkallað ævintýri. Þarna fóru sumir í fyrsta sinn í flugvél og flestir í fyrsta skipti til útlanda. Það segir líka sína sögu að frá brottför til heimkomu var ekkert samband heim; nema að Albert hélt foreldrum upplýstum í

Með skoskum mótherjum eftir leik. gegnum tengilið á Höfn. Reyndar vorum við látnir skrifa póstkort til foreldra og komst enginn undan því. Farsími var í besta falli brosleg útópía í skósólanum hjá Smart spæjara, hvað þá eitthvað sem í dag kallast samfélagsmiðlar. Fólk getur ímyndað sér hvernig við hefðum látið ef þessi ferð væri farin í dag!   Fyrsti toppurinn í fótboltaferðinni var í Kaplakrika þar sem við fylgdumst með bikarleik ÍA og FH. ÍA varð Íslandsmeistari þetta árið og ekkert jafnaðist á við að sjá þá

Ferðin vakti nokkra athygli og blaðamaður Tímans tók á móti okkur á Reykjavíkurflugvelli. Fréttin birtist á forsíðu blaðsins milliliðalaust. Þarna var t.d. Pétur hann skildi hvern varnarmanninn Pétursson að stíga sín fyrstu spor á fætur öðrum eftir enda átti hann með ÍA og endaði í 16 mörkum á eftir að spila með Real Madrid. Annar tímabilinu. Engu að síður vann FH ungur blökkumaður i liðinu vakti leikinn 3:2, frábær skemmtan. líka athygli og myndaði eitrað teymi  Annar toppur ferðarinnar var með Cunningham, Cyrille Regis. heimsókn á Ibrox, heimavöll Hann spilaði síðar einnig með enska Glasgow Rangers. Það var stærðin, landsliðinu. Annað enskt lið þarna sagan, andrúmsloftið sem yfirtók var Southampton og þar stýrði leik hópinn. Stóra bikarasafnið. Eitt er fast liðsins á miðjunni Alan Ball sem í minningunni, það mátti ekki stíga var enn að á þeim tíma en hann inn á leikvöllinn! Það áttu piltarnir úr hafði unnið HM með Engandi 1966. smáþorpinu erfitt með að skilja, því Í minningum okkar þá var herra ekki var sá blettur á Höfn sem ekki Ball greinilega á lokasprettinum á var talinn tækur til tuðrusparks. þessum tíma.   Svo auðvitað getum við gortað af   Fjórði toppurinn skal svo nefndur því pínulítið að hafa komist í kynni þegar Jóhannes Eðvaldsson heimsótti við, ef svo má segja, David Moyes okkur. Árið 1977 voru atvinnumenn yngri síðar stjóra hjá Everton, Man Íslands í knattspyrnu teljandi á Utd. og fleiri liðum, og nú West Ham. fingrum annarrar handar. Stærstu Þeir feðgar og bræður sáu til þess að nöfnin voru Ásgeir Sigurvinsson okkur liði vel og héldu allri umgjörð sem lék með Standard Liege í Belgíu í toppstandi. Og síðar var ekki verra frá 1973 og Jóhannes sem spilaði að fá hinn sama David Moyes yngri í með Celtic í Glasgow frá árinu 1975. heimsókn til Hafnar og fylgja okkur Eftirminnilegt er mark hans í fyrsta í eina af okkar ótal rútuferðum um sigri Íslands í undankeppni EM, gegn Austurland og vera með á æfingum. Austur-Þýskalandi þar sem þessi   Þriðji toppurinn voru leikirnir í eitilharði varnarmaður skorar með Tennent Caledoninan Cup sem við hjólhestaspyrnu. Þið getið ímyndað sáum á Ibrox á milli nokkurra stórliða ykkur hvort við drengirnir höfum þess tíma, sem voru að undirbúa sig ekki setið áhugasamir og hlustað á undir komandi keppnistímabil. Þar Jóhannes lýsa ævintýrum sínum í á meðal West Bromwich Albion. atvinnumennskunni. Ógleymanlegur er ungur framherji   En ferðin var auðvitað farin til WBA, Laurie Cunningham, einn af að æfa og spila fótbolta við bestu fyrstu blökkumönnunum sem slógu í aðstæður. Það var og gert alla ferðina gegn í enska boltanum. Cunningham frá upphafi til enda. Það byrjaði í spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Hafnarfirði þar sem við spiluðum við England 1979 og var einungis annar FH við erfiðar aðstæður en í Skotandi blökkumaðurinn sem það gerði en lékum við fjóra leiki og unnum einn í raun sá fyrsti sem spilaði fyrir A af þeim. Með öllu þessu lögðum við landslið Englands. Já það er ekki heilmikið í reynslubankann. Æfingar lengra síðan. En það sem vakti voru nánast alla morgna við bestu athygli okkar var gríðarlegur hraði aðstæður. og sprengikraftur Cunningham,


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Arnþór Gunnarsson Ármann Guðmundsson Ásgrímur Ingólfsson Björn Þórarinn Birgisson Bragi Karlsson Davíð Sveinsson Elvar Örn Unnsteinsson Friðrik Friðriksson Friðþór Harðarson Gísli Einarsson Guðlaugur Magnússon Gústaf Helgason Halldór Kári Ævarsson Fallbyssur og fleira áhugavert vakti mikla athygli í Edinborgarkastala trén, hitinn, framandi bílar og hús, Toppaðstæður framandi fólk, fólk sem átti erfitt,   Eins og gefur að skilja þurfa litríkt sælgæti með nýju bragði, aðstæður og skipulag fyrir svo úrvalið og verðlagið í verslunum o.s.frv. Allt var stærra en við áttum að stóran hóp drengja að vera þannig að venjast. Tvisvar skelltum við okkur ávallt væri eitthvað haft fyrir stafni. Aðstæður voru eins og best verður á í bíó. Í fyrra skiptið sáum við fyrstu Rocky myndina og í seinna skiptið kosið. Gist var í framhaldsskóla í einu úthverfa Glasgow þaðan sem stutt var Bond myndina The Spy Who Loved á æfingasvæðið, grassvæði á stærð við My, sem ekki var komin í sýningar á fimm knattspyrnuvelli. Keppnisvöllur Íslandi. var við skólann auk aðgangs að   En þetta var ekki bara fótbolti, sundlaug, íþróttasal, tennissvæði sögukennsla og menning því við og borðtennissal. Til viðbótar var vorum á sama tíma ungir fulltrúar ýmis afþreying í göngufæri. Í byrjun okkar heimabæjar, íþróttafélags fannst okkur rúmfötin skrýtin, engin og þjóðar. Þannig kom til að einn eftirmiðdag klæddi hópurinn sig upp sæng, bara tvö þunn lök. En eins og ávallt þá vandist þetta enda hugsunin og hélt til móttöku hjá borgarstjórn Glasgow, sem haldin var til heiðurs áreiðanlega sú að ekki væri þörf á íslensku drengjahópunum sem meiru í sumarhitanum. Ekkert var til dvöldust á þessum tíma í borginni sparað í mat og allir vel nærðir.  En svo var auðvitað hluti af (Sindri, Fram, Þróttur Reykjavík dagskránni að kynnast Skotlandi, og Fylkir). Drengir nutu frábærra landslaginu, menningunni o.s.frv. veitinga en hópurinn frá Höfn kom einnig færandi hendi en sem Það var líka vel skipulagt. Við þakklætisvottur fyrir góðar móttökur heimsóttum skosku Hálöndin í var afhent málverk af Ketillaugarfjalli dagsferð í frábæru veðri og þar vakti m.a. mikla athygli sekkjapípuleikari eftir Bassa málara og þjóðsagan fylgdi með. Verkið var gjöf frá hreppsnefnd sem á vegi okkar varð; höldum að Hafnar. allir í hópnum eigi mynd af sér við hlið hans. Siglt var á einu af mörgum vötnum Hálandanna, Loch Katrine á Félagsauður gömlu gufuskipi.   Skyldi vera hægt að draga einhvern  Enginn ætti að heimsækja Skotland án þess að skoða lærdóm af þessari eftirminnilegu höfuðborgina Edinborg. Heimsókn ferð? Í dag eru ferðir af þessu tagi í Edinborgarkastala telst einn af fyrirhafnarminni og sjálfsagðari. Það hápunktum ferðarinnar. Sagan sem e.t.v. breytist ekki er að fyrir ungt sem þar er að finna, mannvirkin, fótboltafólk, hvort heldur stúlkur eða drengi, er þetta ávallt upplifun, fallbyssurnar o.fl. Allt þetta vakti mikla athygli ungra drengja. Svo ævintýri og hvatning til að halda var auðvitað margt nýtt fyrir okkur í áfram á sömu braut. Það verður seint umhverfinu, allur gróðurinn og stóru vanmetið og styrkir félagsauðinn. Svo

Heimsókn til Glasgow Rangers. Þarna má m.a. sjá David Moyes, ungling, núverandi framkvæmdastjóra West Ham sem heimsótti okkur á Hornafjörð síðar.

7 Þátttakendur Haraldur Jónsson Hermann Þór Erlingsson Hilmar Bragason Högni Snjólfur Kristjánsson Jóhann Leósson Magnús Pálsson Ómar Bragason Sigurður Finnsson Sigurpáll Ingibergsson Steinar Garðarsson Trausti Traustason Þröstur Óskarsson Örn Sveinsson

er greinilega sumt í umgjörðinni sem ekki hefur breyst, það er fjáröflun. Ennþá þarf að hafa mikið fyrir því að fjármagna ferðir af þessu tagi, sem er ekki endilega svo slæmt. Ef til vill má segja að eitt af því sem gerir ferðirnar þýðingarmiklar, og ákveðið afrek í sjálfu sér, að það eru leikmennirnir sjálfir sem standa undir því hvort ferð er farin og hvernig hún heppnast. Það var ekkert ólíkt fyrir 40 árum; við lögðum mikið á okkur og eigum foreldrum okkar mikið að þakka fyrir að leggja allt í þetta og allt sitt traust

í hendur Alberts, Ástu, Ómars, Birnu og Árna. Albert gerði þetta meira að segja allt með annarri hendi enda í fatla hálfa ferðina, hafði farið úr olnbogalið í leik gegn Austra. Þetta var líka allt þess virði. Fleiri hópar á Höfn fóru síðar í ferðir af þessu tagi og vonandi eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið því þær eru þroskandi og ómetanleg hvatning til að halda áfram og gera betur. Arnþór, Högni Snjólfur og Sigurpáll.

Ýmislegt var til gamans gert. Kveðja frá fararstjóra. Eftir að hafa lesið frásögn þeirra félaga af Skotlandsferðinni fannst mér áhugavert að sjá hvernig upplifun þeirra var og minningarnar í dag. Mín ferðasaga hefði orðið, já töluvert öðruvísi eins og stuttar dagbókarfærslur sýna sem ég rakst á um daginn í dóti. Þar var eftirmáli sem sennilega átti að fara til þátttakenda og foreldra þeirra en endaði í geymslu. Ástæða þess að ég finn þörf á að bæta hér við er að mér finnst vanta einn mikilvægasta þáttinn, framkomu drengjanna eins fram kemur. Þess vegna langar mig að birta orðrétt niðurlagið úr dagbókarbrotunum og koma loksins 40 ára gömlum skilaboðum og þakklæti á framfæri, ekki seinna að vænna; „Þegar ég kynnti hugmyndina voru undirtektir foreldra jákvæðar og framar vonum mínum, þá var ekki aftur snúið. Góður tími var til stefnu og tóku foreldrar síðan mikinn þátt í undirbúningi og fjáröflun. Ég vil einmitt nota tækifærið og þakka foreldrum fyrir hvatningu þeirra og framlag til að gera ferðina mögulega. Hvað varðar sjálft ferðalagið má fullyrða að það tókst eins og efni stóðu til og vel það. Ég er þess fullviss að drengirnir eiga oft eftir að rifja upp ferðina og endurminningar tengdar henni. Þó að árangur í kappleikjunum hafi kannski ekki verið sérstakur þá er eitt víst að reynslan sem drengirnir fengu í þeim á eftir að skila þeim og liðinu betri árangri í framtíðinni. Ekki get ég skilið við þessa ferð án þess að minnast á það sem ég tel að skipti mestu máli og endurtek að framkoma og framganga drengjanna frá upphafi ferðar til loka var algjörlega til fyrirmyndar svo eftir var tekið. Meira að segja höfðu fararstjórar annarra liða orð á því. Þetta voru yngstu fótboltadrengir frá Íslandi sem heimsótt höfðu Skotland til þessa til að æfa og keppa í fótbolta. Þrátt fyrir hógværa og góða framkomu var ekki um neina minnimáttarkennd að ræða og báru allir sig vel. Þegar hugsað er til baka er það athyglisvert að ekkert óhapp sem orð er á gerandi kom uppá alla þessa daga því þetta var 16 daga ferðalag. Ég leyfi mér að segja að allir komu „meiri menn“ heim og reynslunni ríkari. Hornafirði í september 1977. Albert Eymundsson“


8

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Eystrahorn

Við getum öll haft áhrif Glacier Adventure er ungt og metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í jökla- og fjallatengdri ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls. Þar tekur félagið á móti gestum sínum á heimaslóðum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar á Hala í Suðursveit. Ferðir Glacier Adventure ganga út á að njóta íslenskrar náttúru og um leið fræðast um loftlagsbreytingar, menningu, sögu og lifnaðarhætti frumbyggja svæðisins. Til að komast inn á þau svæði sem skoðuð eru hverju sinni notar fyrirtækið m.a orkufreka jeppa og gefa frá sér kolefni. Í nóvember tók Glacier Adventure stórt skref í átt að kolefnishlutleysi með því að gerast aðilar að Kolviði. Kolviður er byggt á hugmyndafræði sem byggir á bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu með skógrækt en tré binda kolefni ( C ) en leysa súrefni ( O2 ) út í andrúmsloftið. Markmið Kolviðar er m.a að auka skógrækt til að draga út styrk CO2 í andrúmslofti. Til að minnka kolefnisfótspor Glacier Adventure enn frekar hefur félagið leitað annarra leiða til að draga úr losun CO2, m.a í gegnum endurnýjun á bílaflota fyrirtækisins. Þannig hefur félagið fjárfest í eins umhverfisvænum bílum sem völ er á og hentar núverandi rekstraraðstæðum. Síðustu þrír bílar sem félagið hefur fjárfest í eru framleiddir samkvæmt

a.m.k EURO 6 útblástursviðmiðum. Þeir bílar eru: Tvinnbíll ( Rafmagns/bensín ) WV Passat GTE sem félagið notar fyrir starfsfólk sem keyrir á milli Hafnar í Hornafirði og Hala í Suðursveit og með þeirri fjárfestingu dró félagið úr c.a 20 L dísel notkun á dag en í staðinn kom u.þ.b 6 l bensín notkun og 16,5 kw notkun á dag. Um leið drógust orkukaup saman um 80 – 100 þ krónur á mánuði. Einn 6 farþega Súper Jeppi ( Dísel drifinn og með Adblue mengunartækni ) Iveco Daily 4X4 40“ breyttur sem nýtist í ferðir félagsins á sumrin og veturnar. Bíllinn er keyptur til að fá reynslu við þær náttúrulegu aðstæður sem við glímum við, malarslóðar á sumrin og snjór á veturnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að skipta núverandi gömlu eyðslufreku bílunum út fyrir Iveco Daily 4x4 í náinni framtíð. Einn 8 farþega bíl ( Dísel drifinn og með Adblue mengunartækni ) WV Caravelle sem félagið notar fyrir starfsfólk sem keyrir á milli Hafnar í Hornafirði og Hala í Suðursveit. Bílnum er ætlað að tryggja hagkvæmari flutninga starfsfólks á milli Hala og Hafnar og hann hefur leyst eldri bíl af hólmi sem var mun orkufrekari. Orkubreytingin varð 22 L af Dísel olíu í 12 L af Dísel olíu á dag. Sem gera c.a 564.000.- kr á ári í sparnað fyrir félagið.

Eigendur félagsins hafa markað sér stefnu um að þegar nýjar tækniframfarir í orkuskiptum koma í dagsljósið mun það leita leiða að innleiða þær inn í rekstur félagsins til að tryggja kolefnishlutleyfi og sjálfbærni. Núverandi markmið félagsins er að vera a.m.k fullkomlega kolefnishlutlaust fyrir árið 2030 eða fyrr. Glacier Adventure vill nota tækifærið og þakka Kolviði fyrir að

gefa félaginu tækifæri á að styðja við kolefnisbindingu CO2 með nýgerðum samningi. Við vonum að samstarfið verði bæði farsælt og gott. Um leið viljum við hvetja önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu að kynna sér verkefnið Kolvið og kanna kosti þess að bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem vilja stuðla að bindingu CO2. ( Nánar á www.kolvidur.is )


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

9

Starfssemi Vöruhúsins Það hefur ýmislegt verið brallað í Vöruhúsinu á árinu 2017. Grunnskólinn hefur boðið upp á formlegt nám í fatasaum, smíði, myndmennt og Fab Lab eins og undanfarin ár. Framhaldsskólinn hefur boðið upp á nám í ljósmyndun, fatasaum, sjónlist og Fab Lab frumkvöðlafræði. Stefán Sturla hefur einnig nýtt Vöruhúsið fyrir sína kennslu að hluta sem tengist listum og menningu. Framkvæmdir hófust í kjallara Vöruhúss í byrjun sumars í þeim tilgangi að koma Þrykkjunni fyrir og endurskipuleggja málmsmíðarýmið.

Nýja aðstaða Þrykkjunar Félagsmiðstöðin fékk svo rýmið afhent núna í desember og erum við sem stöndum að þessu mjög ánægð með útkomuna og notendur félagsmiðstöðvarinnar einnig. Myndlistin blómstrar í Vöruhúsinu. Sjónlist hefur verið vinsæll áfangi hjá FAS og á dögunum héldu nokkrir vaskir nemendur myndlistarsýninguna Málalok í Miklagarði. Góð mæting var á sýninguna og hefur þessi áhugi skilað sér í auknum fjölda

leigjenda í myndlistaraðstöðu Vöruhússins. Með breytingum í kjallaranum fækkaði æfingaaðstöðu fyrir tónlistarmenn tímabundið. Þeim mun ekki fjölga aftur fyrr en í síðasta verkþættinum 2020 en tónlistarmenn tóku þá sjálfir til sinna ráða og lagfærðu eitt af herbergjunum sem eftir standa eftir breytingar. Nú geta allir tónlistarmenn bókað það herbergi sem vilja nýta til æfinga. Raftónlistarmenn hafa svo hitt tónlistarherbergið til leigu og höfum við verið að sjá raftónlist á viðburðum eins og t.d. Vírdós og á afmæli Svavars í Svavarssafni. Vírdós tónlistarhátíðin var haldin í fyrsta skipti í ágúst sl. en hún er afsprengi Vöruhússins og Fab Lab. Í tengslum við hátíðina var haldið hljóðfærasmíðanámskeið og áhugahljóðfærasmiður kom frá Suðurnesjum og sýndi hljóðfæri. Vírdós hátíðin og smíði óvenjulegra hljóðfæra í Fab Lab Hornafirði hefur fengið jákvæða umfjöllun á landsvísu sem er okkur hvatning til þess að halda áfram að þróast á því sviði. Í Fab Lab smiðjunni höfum við boðið upp á námskeið fyrir byrjendur, námskeið fyrir kennara og nám í Fab Academy. Birkir Þór útskrifaðist með glæsibrag úr Fab Academy og var lokaverkefnið hans Plexi Led gítar. Fókusinn í Fab Lab hefur verið meiri inn á við þetta árið, þar sem starfsmaður hefur unnið verkefni sem tengjast samstarfsneti íslensku Fab Lab smiðjanna. Verkefni eins og gerð kennsluefnis fyrir kennara og notendur Fab Lab, heimasíðugerð og fleira. Smiðjan hér og Nýsköpunarmiðstöð fengu fimm milljón króna styrk frá SASS til þess að vinna að þessum verkefnum. Mikill metnaður var lagður í gerð kennsluefnis og lauk því með

Lokaverkefni Birkis Þórs úr Fab Academy námskeiði í Vestmannaeyjum fyrir kennara sem starfa í sunnlenskum grunn- og framhaldsskólum. Hægt er að nálgast kennsluefnið á YouTube rásinni „Fab Lab Ísland“ og á www.fablab.is. Á vormánuðum fór undirritaður með tæki og tól og setti upp litla Fab Lab smiðju á Starfamessu á Selfossi sem haldin var í fjölbrautarskólanum þar í bæ. Fab Lab fékk góðar undirtektir á starfamessunni en mikill áhugi er að opna Fab Lab smiðju í verkmenntaskólanum og höfum við verið stjórnendum þar til ráðgjafar. Meðlimir Dagvistarinnar hafa verið duglegir að sækja námskeið í Fab Lab og tveir áhugasamir héldu svo áfram í október og nóvember í smiðjutímum einu sinni í viku. Það hefur verið ákaflega skemmtilegt að vinna með þeim. Hugmyndafræði Vöruhúss er og hefur alltaf verið að íbúar sveitarfélagsins sem áhuga hafa geti komið og nýtt öll rými hússins til vinnu í listgreinum, verkgreinum og nýsköpun. Árangurinn lætur ekki á sér standa þegar skólar, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar vinna saman á einum stað. Verið ávallt velkomin í Vörhúsið og Fab Lab. Hægt er að sjá hvaða rými eru í boði og opnunartíma á www.voruhushofn.is eða á Facebooksíðunni Vöruhús / Fab Lab. Kveðja Vilhjálmur Magnússon.

Nemendur í FAS að vinna að skilti af tilefni 30 ára afmælis FAS

Síðast liðinn sunndag stóð Karlakórinn Jökull fyrir sínum árlegum aðventutónleikum í Hafnarkirkju ásamt listafólki. Fram komu Lúðrasveit Hornafjarðar, Gleðigjafar, Kvennakór Hornafjarðar, Stakir Jakar, Nemendur úr Tónskóla A-Skaft. og Samkór Hornafjarðar. Soffía Auður Birgisdóttir sem sá um kynninguna. Viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessum tónleikum. Allur ágóði kvöldsins rann til Ægis Þórs Sævarssonar. Upphæðin sem safnaðist var kr. 543.000, og óskuðum við fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni Innkoma af tónleikum Karlakórs

Eyjafjarðar frá því í október var lögð í þessa söfnun. Og þökkum við kærlega fyrir það.

Karlakórinn Jökull óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.

Sendum ætingjum vinum og smölunum okkar, okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Með kærri þökk fyrir árið sem er að líða

Bjarni og Ásthildur Fornustekkum.


10

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Eystrahorn

NÁMSKEIÐ Gleðilega hátíð

Námskeið fyrir stjórnendur lyftara, traktora og minni jarðvinnuvéla verður haldið í húsi AFLs (Vökulshúsinu) á Hornafirði ef næg þátttaka næst. Námskeiðið verður fimmtudaginn 11. janúar og föstudaginn 12. janúar 2018 og byrjar kl. 13:00 báða dagana. Nánari upplýsingar og skráning í s: 550-4670 eða á netfanginu sveinbjorg@ver.is

Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu Sendum Hornfirðingum okkar bestu jóla og nýárskveðjur, með þökkum fyrir frábærar viðtökur. Sjáum ykkur vonandi sem flest á nýju ári.

Rabbabara Rúna ..

Kæru vinir.

Óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka öll liðnu árin.

Halla Bjarnadóttir

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld komandi ár. Kærar þakkir fyrir liðna tíð og vináttu. Njótum saman alls þess sem nýtt ár kann að færa okkur. Innileg hátíðarkveðja. Haukur Helgi Þorvaldsson


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

11

UMF. Sindri ásamt sveitarfélaginu fjárfesta í félagsaðstöðu Ágæta Sindrafólk og Hornfirðingar allir, til hamingju með nýtt félagsheimili. Það framfara skref var stigið 15. desember að Ungmennafélagið Sindri ásamt sveitarfélaginu keypti Landsbankahúsið að Hafnarbraut 15.

Allt er þegar þrennt er UMF. Sindri var stofnað 1. des 1934 og hefur starfað óslitið síðan þó vissulega hafi starfsemin verið misþróttmikil. Félagið hefur reynt eftir bestu getu að samlaga sig tíðarandanum og bregðast við þeim áskorunum sem eru á hverjum tíma og nú teljum við áskorunina vera meira félagslíf meiri samveru og aðeins minna af snjalltækjum. 1944 eignaðist Sindri fyrstu félagsaðstöðu sína en það var Bíóbragginn sem var á Heppunni (rétt hjá Íshúsinu). Eftir stríð gafst fólki kostur á að kaupa herbraggana sem voru úti á Suðurfjörum. UMF. Sindri keypti tvo og sameinaði á Heppunni og undir forystu Eymundar Sigurðssonar og dyggri aðstoð utanfélagsmanna var Bíóbragginn vígður haustið 1944 (Saga Hafnar II bls. 398).

1955 var hafist handa við að byggja Sindrabæ og var hann tekinn í notkun vorið 1963. Bygging Sindrabæjar var mikið þrekvirki á sínum tíma og var byggingartíminn talsverður en að byggingunni komu nokkur félagasamtök ásamt sveitarsjóði. Tilkoma Sindrabæjar gjörbreytti allri félagsaðstöðu á Höfn á sínum tíma. Fyrr á árinu fór Sindrafólk svo aftur að leita sér að varanlegri félagsaðstöðu og varð Landsbankahúsið fyrir valinu. Það hús er í stærri kantinum og hefur félagið ekki þörf á öllu rýminu eins og staðan er núna. Hugmyndin er að leigja út eldri hluta byggingarinnar til að standa undir kostnaði við rekstur hússins. Í bankarýminu verður salur sem hægt verður að nota til hverskonar félagsstarfa. Í kjallaranum verður síðan komið upp aðstöðu fyrir Sindra og þau aðildarfélög USÚ sem vantar rými ef þau óska.

Húsið Sindri hefur þegar fengið eldri bygginguna til yfirráða en fær ekki bankaaðstöðuna fyrr en eftir mitt næsta ár. Þá verður öllum Hornfirðingum boðið í kaffi um leið og húsið verður formlega vígt og því vonandi gefið nafn. Þá verða frekari

Sendi vinum og vandamönnum innilegar jóla og nýárskvejur

Jólakveðja Vilborg Þórólfsdóttir Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða.

Lárus Páll Pállsson framkvæmdarstjóri Sindra, Ásgrímur Ingólfsson, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri

hugmyndir um starfsemi í því líka væntanlega kynntar. Við hjá Sindra gerum okkur grein fyrir því að það er ekki steinsteypan sem gerir félagið að félagi, það erum við og þið og það líf sem við sköpum í kringum okkur. Maður er manns gaman eins og máltækið segir og samfélagið okkar verður aldrei annað og meira en það sem við sköpum. Á þessum tímamótum vil ég fyrir hönd aðalstjórnar UMF. Sindra

Fyrir hönd UMF. Sindra Ásgrímur Ingólfsson

Sendum frændfólki og vinum hugheilar jóla- og nýársóskir og þökkum fyrir árið sem er að líða. Sérstakar þakkir til allra sem hafa stutt okkur og styrkt við útgáfu Eystrahorns.

Albert og Ásta

Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmenn þeirra

Kæru vinir og vandamenn. Sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum liðnar stundir og öll ánægjulegu árin á Hornafirði. Kveðja, Sævar, Sigga, Óli Albert, Maríus og Trausti

þakka sveitarfélaginu stuðninginn. Án stuðnings þess hefði þetta ekki verið gerlegt. Hið sama má segja um stuðning annarra velunnara ungmennafélagsins. Það er ómetanlegt fyrir félag eins og UMF. Sindra sem nær eingöngu byggir á sjálfboðavinnu að eiga einstaklinga hér í samfélaginu sem eru ávallt tilbúnir að leggja félaginu lið.

GLEÐILEG JÓL


markhönnun ehf

KLEMENTÍNUR 2,3 KG KASSI KR STK ÁÐUR: 689 KR/STK

-45%

379 KJÚKLINGUR BRINGUSKIP

1.798

KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG

HANGILÆRI ÚRBEINAÐ

Hátíðarlegt!

2.659

KR KG ÁÐUR: 3.798 KR/KG

LAMBALÆRI 1/1 NÝSLÁTRAÐ. FERSKT. KR KG

-30%

2.398

LAMBAHRYGGUR 1/1 NÝSLÁTRAÐ. FERSKT. KR KG

1.798

-30% HANGIFRAMPARTUR ÚRBEINAÐUR KR KG ÁÐUR: 2.798 KR/KG

1.959

-30%

-25%

OKKAR LAUFABRAUÐ 8 STK KR PK ÁÐUR: 1.367 KR/PK

1.094

-20%

LB KARAMELLUTERTA STÓR. 900 GR. KR STK ÁÐUR: 1.898 KR/STK

1.329

HAMBORGARHRYGGUR ÚRBEINAÐUR KR KG ÁÐUR: 2.998 KR/KG

2.249

Tilboðin gilda 21. - 24. desember 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


VEISLUFUGL MEÐ FYLLINGU

1.090

KR KG ÁÐUR: 1.298 KR/KG

KALKÚNN ALLAR STÆRÐIR KR KG

998

-25% BEEF WELLINGTON TILBÚIÐ TIL BÖKUNAR. KR KG ÁÐUR: 7.998 KR/KG

5.999 HUMAR SKELBROT STÓRT. 1KG. KR KG ÁÐUR: 5.949 KR/KG

HANGILÆRI MEÐ BEINI HUMAR HÁTÍÐARSÚPA 850 ML

1.990 KRKG ÁÐUR: 2.398 KR/KG

1.298 KRSTK

-40%

5.354

-20% HAMBORGARHRYGGUR MEÐ BEINI KR KG ÁÐUR: 1.585 KR/KG

HUMAR ÁN SKELJAR 800 GR. POKI. KR PK ÁÐUR: 4.998 KR/PK

1.268

2.999 FROZEN SNJÓKÚLA KR STK

PAW SNJÓKÚLA KR STK

698

698

TROLLS COLLECTABLE

1.798

KR PK

-30% ÉG VEIT

4.409 KRSTK ÁÐUR: 6.298 KR/STK

FROZEN SNYRTIBORÐ M. STÓL. 50X75X20CM KR STK

TROLLS MULTIPACK KR PK

7.998

1.798

-20% ALVÖRU SKELLUR KR STK ÁÐUR: 7.698 KR/STK

6.158

NÓA KONFEKT Í LAUSU 800 GR. KR STK

2.698

MACKINTOSH 1,2 KG DÓS

CELEBRATIONS 680 GR. DÓS. KR STK

1.998

1.198 KRSTK

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss

www.netto.is


14

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Eystrahorn

„Tryggjum lífsgleði varanleg völd“ Um starf Félags eldri Hornfirðinga fyrr og nú Þann 1. desember síðatliðinn varð Félag eldri Hornfirðinga 35 ára og fagnaði félagið þeim tímamótum með jóla- og afmælissamveru á Hótel Höfn 9. desember þar sem um 80 manns mættu.

þeim embættum eins og títt er um endurskoðendur. Jafnréttismálin hafa greinilega ekki verið mikið á dagskrá á þessum tíma samkvæmt þessari upptalningu, en það breyttist snarlega á næstu árum.

Stofnfundurinn

Öflug byrjun

Þegar gluggað er í fundagerðabækur félagsins sést glöggt að saga félagsins í þessi 35 ár er merkileg og viðburðarík svo ógerningur er að gera henni skil hér og verður því aðeins stikla á stóru. Það var fyrsta dag desembermánaðar árið 1982 að tuttugu og einn Hafnarbúi mætti í Sindrabæ til að stofna félag eldra fólks á Höfn. Edvard Ragnarsson formaður félagsmálanefndar Hafnarhrepps setti fundinn og skýrði frá því að félagsmálanefnd og félagsmálafulltrúi hreppsins hefðu haft forgöngu um þessi mál og hefði fengið nokkra eldri borgara til þess að koma reglulega saman og undirbúa stofnun félagsins. Gestur á stofnfundinum var Einar Sigurjónsson formaður Styrktarfélags aldraðra á Selfossi. Einar sagði frá starfsemi félagsins sem var þriggja ára gamalt og útskýrði lög þess. Hann hvatti til stofnunar félags á Höfn, gaf nokkur góð ráð og óskaði eftir góðu samstarfi í framtíðinni. Þegar þetta var hafði Landsamband eldriborgara ekki verið stofnað, það gerðist ekki fyrr en 1989 og félagið okkar gekk í sambandið 1991. Drög að lögum fyrir félagið lágu fyrir stofnfundinum og voru þau samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður. Of langt mál yrði að fara yfir lögin hér, en í fyrstu grein þeirra segir: Félagið heitir „Félag aldraðra á Höfn.“ Þetta var fyrsta heiti félagsins en tvisvar hefur það skipt um nafn síðan. Fyrra skiptið var þegar samþykkt var að félagið næði yfir alla sýsluna, ekki alveg ljóst hvenær það var, en þá hlaut það nafnið „Félag eldri borgara á Hornafirði“ og seinna skiptið árið 2007 þega nafninu var breytt í „Félag eldri Hornfirðinga“. Stofnfundurinn kaus fyrstu stjórn félagsins skv. nýsamþykktum lögum og var hún þannig skipuð: Óskar Helgason formaður, Eymundur Sigurðsson og Ásgeir Gunnarsson meðstjórnendur, Skafti Pétursson og Marteinn Einarsson varamenn. Fulltrúi styrktarfélaga í stjórn: Helga Gunnarsdóttir og var hún ritari. Frá félagsmálanefnd: Heimir Þór Gíslason, hann var gjaldkeri og Gísli Arason varamaður hans. Svona voru lögin þá en nú er þetta breytt. Nú kýs félagið alla stjórnarmenn en fulltrúi frá bænum hefur seturétt á fundum með málfrelsi og tillögurétti. Fyrstu endurskoðendur voru kjörnir: Sigurður Lárusson og Björn Kristjánsson og sátu þeir lengi í

Stjórnin hélt sinn fyrsta fund strax daginn eftir stofnfundinn, eða 2. desember. Þar var lögð áhesla á að reyna að ná til fleira fólks en var á stofnfundinum til að fjölga félagsmönnum. Endirinn varð sá að stjórnarmenn skiftu því með sér að ganga í öll hús á Höfn og náðist þannig í 100 nýja félaga í viðbót við þá sem mættu á stofnfund. Félagar voru nú orðnir 121, þar af um helmingur styrktarfélagar, og voru þeir allir skráðir sem stofnfélagar. Á þessum fyrsta stjórnarfundi voru húsnæðismál aldraðra rædd og nauðsyn þess að íbúðarbyggingar fyrir aldraða hæfust sem fyrst. Þetta mál var eitt helsta baráttumál félagsins og síðan reglulega til umræðu, allt þar til Ekra var byggð 1993-95. Á öðrum stjórnarfundi félagsins 9. desember var samþykkt eftirfarandi ályktun: Stjórnarfundur haldinn í Félagi aldraðra á Höfn fimmtudaginn 09. 12. ´82 fagnar þeirri stefnumörkun sem felst í ályktun hreppsnefndar frá 21. 05. ´82 um byggingu íbúða fyrir aldraða. Stjórnin væntir þess að hreppsnefnd fylgi málinu eftir á fjárhagsáætlun næsta árs með myndarlegu fjárframlagi. Þá væntir stjórnin þess einnig að félagið fái að fylgjast með framgangi málsins á hverjum tíma. Milli jóla og nýárs þetta fyrsta ár var haldin skemmtun í Sindrabæ þar sem margir skemmtikraftar komu fram og allir gáfu vinnu sína. Ágóðinn, 26.000 kr. sem þá var dágóð upphæð, rann til Félags aldraðra. Þetta sýnir hveru mikillar velvildar þetta nýstofnaða félag naut í samfélaginu. Fyrst í stað hafði félagið ekki aðgang að húsnæði fyrir starfsemi sína. Þessvegna er ekkert undarlegt við það að strax í byrjun var farið að hugsa fyrir ferðalögum fyrir félagsmenn, bæði löngum og stuttum, en það er starfsemi sem ekki þarfnaðist sérstaks húsnæðis.

Mynd: MMH Sigurður Hjaltason hefur lengst allra gegnt formannsembætti í félaginu, alls 11 ár.

Austurland, norðausturhornið, Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð allt til Ólafsfjarðar, svo skroppið aðeins yfir Lágheiði til Sauðárkróks. Heim var svo ekið um Sprengisand. Fyrsta gönguferðin var 8. apríl 1989 á Ægissíðu. Göngustjóri var Gísli Arason og stjórnaði hann gönguferðum eftir það í fjöldamörg ár. Gönguferðir hafa verið stundaðar á vegum félagsins eftir þetta allt til dagsins í dag. Samverustundirnar komust á dagskrá hjá félaginu strax á fyrsta starfsári og hafa þær verið fastur liður á vetrardagskrá félagsins síðan. Félagar létu ekki húsnæðisleysið aftra sér í þeim efnum. Það ráð var tekið að leita til fyrirtækja og félagasamtaka um að þau kæmu að þessari starfsemi, sem var auðsótt mál. Fyrsta samverustundin var haldin í febrúar 1983 í matstofu Fiskimjölsversmiðjunnar. Á dagskrá samverustundarinnar var: kynning á starfsemi Fiskimjölsverksmiðjunnar, gamansögur, söngur og dans. JC-félagið sá um veitingar og framkvæmd. Milli 30 og 40 manns mættu. Gísli Arason sá um skipulagningu og hafði umsjón með þessari fyrstu samverustund. Fyrsta þorrablótið var haldið 1984. Var það vel sótt og tókst svo vel að ekki kom annað til greina en halda þorrablót árlega eftir það og hygg ég

Ferðir og samverur Strax fyrsta sumarið var farin dagsferð hér heima í héraði svo og þriggja daga ferð. Svona ferðir urðu árlegir viðburðir eftir þetta Færeyjaferð var farin í ágúst/ september 1985. Stundum var farið í langar ferðir. Finna má frásagnir af tveimur 6 daga ferðum. Önnur þeirra var sumarið 1987 um Kjalveg norður í Húnavatnssýslur með viðkomu í Landmannalaugum í norðurleiðinni og í Þórsmörk á heimleið. Hin 6 daga ferðin, sumarið 1993, var um

að það hafi gengið eftir með ef til vill örfáum undantekningum.

Húsnæðismálin Eins og fyrr var getið hafði félagið í fyrstu ekki aðgang að neinu húsnæði undir starfsemi sína en árið 1985 fékk það afnot af sal safnaðarheimilis Hafnarkirkju til fundarhalda og annarrar smáinnistarfsemi t.d. spilamennsku. Eitthvað var reynt að koma á föndri en það var frekar slælega sótt. En á fundi 29. nóvember 1989 var tilkynnt um kaup félagsins húsnæði Verkalýðsfélagsins Jökuls í Miðgarði við Miðtún sem hafði verið í umræðu í nokkra mánuði og fékk félagið fljótlega aðstöðu þar þó ekki væri endanlega gengið frá afsali fyrr en í september 1990. Lagði sveitarfélagið til 1 milljón í útborgun á húsnæðinu en félagið sá um reksturinn. Við þetta kom mikið fjör í félagsstarfið. Ýmis föndurvinna fór af stað af krafti og námskeið af ýmsu tagi voru haldin. Leikfimi hófst ekki fyrr en 1995 en áður hafði um nokkurt skeið verið í gangi samningur um tíma í sundlauginni fyrir eldri borgara. Starfsemi í félagsmiðstöðinni í Ekru hófst með aðalfundi þar 7. mars árið 1996 og við það batnaði öll aðstaða að miklum mun. Óþarfi er að rekja það nánar hér, við þekkjum það öll svo vel. Þó er rétt að geta þess að 16. mars var haldin skemmtun í samstarfi við Kvenfélagið Tíbrá til að safna fyrir hljóðkerfi í Ekrusalinn. Söfnuðust 116.000 kr og með styrk frá Lionsklúbbunum tókst að fullfjármagna verkið. Þá skal og minnt á að árið 2015 eignaðist félagið nýtt píanó.

Söngurinn lengir lífið

Mynd: MMH Óskar Helgason, fyrsti formaður félagsins, tekur fyrstu skóflustunguna að Ekru

26. október 1990 komu 16 félagar saman í Miðgarði til að æfa söng. Meðalaldur söngfólksins var 73,4 ár. Úr þessu varð kór sem stækkaði jafnt og þétt undir forystu Ásgeirs Gunnarssonar sem stjórnaði söngnum og Benedikts Stefánssonar en hann spilaði undir á orgel


Eystrahorn

Samverustund í Ekru 5. maí s.l. Gísli Arason, á hundraðasta aldursári, leikur á munnhörpu fyrir gesti.

félagsins sem Gísli Arason hafði bjargað frá því að fara á haugana, gerði við það og afhenti félaginu að gjöf. Fyrsta lagið sem var æft var „Enn syngur vornóttin“, en alls voru 11 lög á fyrstu söngskránni. Kórinn kom fram í fyrsta sinn á þorrablóti aldraðra 1. febrúar 1991 rúmlega tveggja mánaða gamall. Árið 1993 tilkynnti Ásgeir að hann treysti sér ekki til að stjórna kórnum lengur og andaðist hann síðar það sama ár. Þá var stigið það gæfuspor að ráða Guðlaugu Hestnes sem söngstjóra og hefur hún stjórnað kórnum allar götur síðan. Á næsta ári hefur hún því staðið við stjórnvölinn í 25 ár. Á aðalfundi 1996 var sagt frá því að kórfélögum hefði fjölgað mikið og væru nú orðnir 29. Þá var upplýst að kórinn hefði hlotið nafnið Gleðigjafar. Efnt hafði verið til samkeppni um nafn á kórinn og varð hugmynd Önnu Jóhannesdóttur fyrir valinu. Margt er ótalið af því sem félagið hefur fengist við og mörg þjóðþrifamál ónefnd sem það hefur barist fyrir. Starf formanns í svona félagsstarfsemi er oft erilsamt og verður þeim sem því hafa sinnt aldrei of þakkað. Því ætla ég að lokum að telja upp það fólk sem hefur gegnt því mikilvæga embætti: Fyrstur var Óskar Helgason sem gegndi embættinu fyrstu 2 árin, síðan Sigþór Guðmundsson 2 ár, Ásgeir Gunnarsson 3 ár, Hörður Júlíusson 1 ár, Sigurður Hjaltason 11 ár, Árni Stefánsson 3 ár, Örn Eriksen 3 ár, Gróa Ormsdóttir 4 ár, Björn Kristjánsson 5 ár og Haukur Helgi Þorvaldsson er nú á sínu öðru ári sem formaður.

Starfið í dag Það er gott til þess að vita að enn er þetta félag starfandiá fullu og verður vonandi um langa framtíð, því þörfin er fyrir hendi. Starfsemi félagsins í dag er mjög fjölbreytt. Ferðalög eru enn á dagskrá eins og verið hefur frá upphafi. Í byrjun sumars var efnt til þriggja daga ferðar norður í land. Gist var á Narfastöðum í Reykjadal,

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

15

Þátttakendur í sumarferð félagsins í júní s.l. í Héðinsfirði á leið til Siglufjarðar.

ekið til Siglufjarðar þar sem félag eldri borgara þar var heimsótt og stoppað aðeins á Akureyri. Á leiðinni norður var komið við á Fáskrúðsfirði, Eigilsstöðum, Möðrudal og í Fuglasafni Sigurgeirs í Mývatnssveit. Á heimleið var komið við hjá Víti við Kröflu, Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, Vallanesi á Héraði og Djúpavogi. Ferðin var hin skemmtilegasta þó að veðrið hefði mátt vera betra. Fjölmenn dagsferð var farin í september austur að Karlsstöðum í Berufirði þar sem staðarráðendur, ásamt gamla Hornfirðingnum Eysteini Péturssyni, tóku vel á móti hópnum. Í leiðinni vat komið við í Nönnusafni, Teigarhorni og auðvitað Djúpavogi. Þorrablót þessa árs var haldið í Sindrabæ og var þar fjölmenni og mikið fjör. Þorrablótsnefnd er nú á fullu að undirbúa næsta blót. Samverustundir eru haldnar í Ekru hálfsmánaðarlega og eru ávallt vel sóttar. Íþróttir ýmisskonar eru stundaðar á vegum félagsins, svo sem boccia, snóker, pílukast, leikfimi, sundleikfimi og ekki má gleyma gönguferðunum. Í haust heimsóttu okkur fjórir félagar frá Félagi águgafólks um íþróttir aldraðra til að kynna ýmsar íþróttir og erum við full tilhlökkunar að byrja að iðka þær á nýju ári. Þá var nú á haustmánuðum haldið námskeið á spjaldtölvur (ipad), sem var fjölsótt og tókst vel. Í Ekru eru reglulega félagsvistir, bingó, handavinna, smíðar og annað slagið svokölluð vöffluböll. Þá er öflugt söngstarfið hjá Gleðigjöfum. Félagið tók þátt í verkefninu „Brúkum bekki“ á árinu sem fólst í því að koma upp bekkjum við helstu gönguleiðir í bænum. Viðtalstími formanns fyrir félaga var tekin upp fyrir nokkru og stendur félögum til boða að koma með ýmislegt sem þeim leikur forvitni á að vita. Ekki er víst ða formaður geti svarað því öllu en allavega sett það í farveg. Nokkrar nefndir eru starfandi innan félagsins sem halda utan um ýmsa þætti starfsins, má nefna íþróttaog göngunefnd, þorrablótsnefnd, menningarnefnd, ferðanefnd og dans- og spilanefnd. Félagið á áheyrnarfulltrúa í

Heilbrigðisog öldrunarnefnd, Afmælisveisla einnig þrjá fulltrúa í Öldungaráði sveitarfélagsins. Félagið á líka aðild Eins og fram kom í upphafi að Landsambandi eldri borgara. þessa pistils var haldin jóla- og Samstarfssamningur er á milli afmælissamvera á Hótel Höfn þann sveitarfélagsins og Félags eldri 9 . desember með veglegri dagskrá Hornfirðinga um starfið, húsnæðið sem hófst með ávarpi formanns, og árlegan fjárstyrk til félagsins. Ekki Hauks Helga Þorvaldssonar. má gleyma fyrirtækjum úti í bæ sem Einnig ávarpaði Björn Ingi Jónsson hafa styrkt félagið sérstaklega til bæjarstjóri samkomuna. Gleðigjafar tækjakaupa svo sem píanókaupa, tölvu, Ipada, þythokký, pílukast ofl. Að eiga þennan stuðning út í samfélaginu er frábært og ber að þakka vel. Stjórn félagsins í dag reynir eftir fremsta megni að viðhalda starfi félagsins eins og unnt er. Það er Þau voru heiðruð á jóla- og afmælissamverunni. Frá vinstri: margt í boði og er Björn Kristjánsson, Gróa Ormsdóttir, Lilja Aradóttir, Guðlaug það félaganna að Hestnes, Örn Eriksen og Ragnar Arason. njóta. sungu nokkur lög. Þá flutti séra María Rut Baldursdóttir hugvekju. Framtíðin Nokkrir félagar voru heiðraðir Nú hyllir undir viðbyggingu við fyrir störf í þágu félagsins, þau Skjólgarð sem hefði átt að vera risin Örn Eriksen, Gróa Ormsdóttir og Björn Kristjánsson öll fyrrverandi fyrir löngu . Margir eldri borgarar búa í stóru formenn, Guðlaug Hestnes kórstjóri húsnæði og geti ekki minnkað við og systkinin Lilja og Ragnar Arabörn. Kristín Gísladóttir og Hreinn sig vegna lítils framboðs á smærra húsnæði og greiða þar af leiðandi Eiríksson lásu jólasögu og ljóð. háan fasteignaskatt. Að tilmælum Sigurður Örn Hannesson flutti ágrip Öldungaráðs er nú álagning af sögu félagsins. Tónlistaratriði fasteignaskatts á eldri Hornfirðinga frá Tónskólanum voru flutt milli í endurskoðun hjá sveitarfélaginu. dagskrárliða. Nú nýverið hefur bæjarráð samþykkt Hótal Höfn bauð til þessarar samveru, 25% hækkun á viðmiðunartekjum bæði húsnæði og veitingar og fá eigendur hótelsins kærar þakkir fyrir til afsláttar á fasteignaskatti til þetta veglega boð. eldriborgara og öryrkja sem þýðir Ein lítil afmælislimra barst til lækkunn útgjalda fyrir okkur. Félagið á húsnæðið sem starf þess félagsins og var lesin upp í lokin: fer fram í ásamt sveitarfélaginu og kvenfélaginu Tíbrá. Unnið er að endurgerð að merki félagsins. Frú Elínborg Pálsdóttir gerði fyrsta merkið en þá hét félagið Félag aldraðra á Hornafirði. Haft hefur verið samráð við Elínborgu um framvindu mála. Endanleg niðurstaða verður lögð fyrir næsta aðalfund. Fréttir um starfið okkar birtist endurgjaldslaust í héraðsfréttablaðinu Eystra-Horni sem fer í öll hús á Hornafirði.

Það var síðla á seinustu öld sókn var mörkuð um ævinnar kvöld að koma saman og syngja sálir hressa og yngja og tryggja lífsgleði varanleg völd. Ekki er annað að sjá og heyra en að öflugt starf verði hjá Félagi eldri Hornfirðinga í framtíðinni og ástæða er til að hvetja alla 60 ára + til að ganga til liðs við félagið. Á aðventu 2017 Sigurður Örn Hannesson ritari og Haukur Helgi Þorvaldsson formaður


16

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Eystrahorn

Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Bestu jóla- og nýjársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar góðar liðnar stundir.

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Hátíðarkveðjur

Dísa og Gísli Ártúni

Kæru ættingjar og vinir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, þökkum liðið ár.

Ása og Gunnar Kæru vinir og fjölskylda. Sendum ykkur öllum, okkar bestu jóla og nýárskveðjur. Með þakklæti fyrir það liðna.

Hafdís og Bjössi Kæru vinir og vandamenn. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Jólakveðja

Mummi og Bogga Kæru ættingjar og vinir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir liðin ár.

Jólakveðjur. Ásbjörn og Vigga

Kæru ættingjar og vinir. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og færsælt nýtt ár. Þökkum kærleiksríkar stundir á liðnum árum. Hugheilar jólakveðjur

Kiddý og Kristinn Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

H. Christensen ehf. Sendi sýslubúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir Kæra frændfólk, vinir og starfsfólk FAS Nýheimum liðinna ára, óskum við gleðilegrar jólahátíðar og farsælt komandi ár. Þökkum það liðna.

Biddý og Siddi


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Endurnýjun samnings Sindra við Skinney-Þinganes

Ungmennafélagið Sindri og Skinney-Þinganes hafa endurnýjað styrktarsamning fyrirtækisins við félagið. Þessi nýi samningur sem gildir frá 1. jan 2018 til ársloka 2021 gengur út á eingreiðslu frá Skinney- Þinganesi. Félagið fær sem sagt alla upphæðina við undirskrift. Þetta var ein af forsendum þess að hægt var að fjárfesta í félagsheimili. Þegar UMF Sindri leitaði til forsvarsmanna Skinneyjar-Þinganess um að rifta síðasta samningi og gera nýjan með eingreiðslu brugðust þeir vel við. Hluti af upphæðinni fer í húsakaupin og hluti í endurnýingu á bílunum okkar því það verkefni má ekki sitja á hakanum. Fyrir hönd UMF. Sindra þakkar undirritaður Skinney-Þinganesi fyrir velvilja í garð ungmennafélagsins. Það er mikill styrkur fyrir lítið félag eins og UMF. Sindra að eiga fyrirtæki að í heimabyggð sem eru tilbúin að leggja því lið. Fyrir hönd UMF Sindra Ásgrímur Ingólfsson

Kæru ættingjar og vinir. Sendum okkar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir árið sem er að líða.

Sigurður og Jóhanna, Stórulág. Björgunarfélag Hornafjarðar vill óska Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum veittan stuðning á árinu sem er að líða.

17

Málalok

Undirrituð, fjórir myndlistar­ nemar í lokaáfanga í FAS, héldu sýningu á afrakstri annarinnar í Stúkusalnum í Miklagarði dagana 8.,9., og 10. des. Á sýninguna komu um 170 manns sem við viljum þakka fyrir frábærar móttökur og að sýna þessu framtaki okkar einlægan áhuga. Við áttum ekki von á svona góðri aðsókn né viðbrögðum. Hluti af náminu var, auk þess að mála og halda sýningu, að afla tekna til að standa undir sýningunni. Eftirtalin fyrirtæki styrktu okkur: Skinney-Þinganes, Nettó, Rafhorn og Eystrahorn . Menningarmiðstöð Hornafjarðar lagði til sýningarsalinn. Við þökkum þeim fyrir veittan stuðning. Það var einstaklega gaman hvað oft myndaðist mikil stemmning á sýningunni. Tilefnið gat verið einhver mynd eða einfaldlega húsið sjálft, Mikligarður,þar sem margir Hornfirðingar, konur sem karlar, áttu margs að minnast frá þeim tíma sem húsið var verbúð og ýmsir létu í ljós áhyggjur af framtíð hússins. Ísabella Ævarsdóttir Ólafía I. Gísladóttir Páll Kristjánsson Svava Herdís Jónsdóttir

Sendi vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðið ár.

Björn Ólafsson Vonumst til að sjá sem flesta í flugeldasölunni fyrir áramótin, sem verður opin frá 28. des kl. 14-22 29. des kl. 12-22 30. des kl. 12-22 31. des kl. 10-14 og einnig fyrir þrettándann 6. jan kl. 14-19


18

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

Jólakveðja Z-bistro Óskum vinum, ættingjum og góðum gestum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Ari og María í Kaupfélagshúsinu og Kaffi Nýhöfn.

Kvennakór Hornafjarðar

óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir góðar samverustundir og stuðningá liðnu ári

Sendi vinum og vandamönnum innilegar jóla og nýjárskveðjur með þökk fyrir liðni ár.

Sigrún Sæmundsdóttir Óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka öll liðnu árin.

Halla Bjarnadóttir Þakka viðskiptavinum mínum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. Óska ég ykkur og Hornfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Opið á Þorláksmessu kl. 11-22. Á milli hátíða verður einungis opið föstudaginn 29. des. kl. 13-18. Birna Sóley hársnyrtimeistari

Eystrahorn

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum.

Funi ehf. Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum góðar viðtökur á árinu sem er að líða

Leikfélag Hornafjarðar Hátíðarkveðjur sendum við öllum ættingjum, vinum og samstarfsfólki með ósk um farsæld á nýju ári.

Anna og Vífill Sendum frændfólki og vinum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum liðnu árin. Halldóra og Gísli, Kirkjubraut 28

Starfsfólk Þrastarhóls ehf. sendir viðskiptavinum og öðrum lesendum Eystrahorns beztu óskir um gleðileg jól. Óskum ykkur alls góðs á komandi ári og þökkum góð samskipti á liðnum árum.

Guðbjartur, Birna og Agnes Kæru ættingjar og vinir. Okkar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir árið sem er að líða. Pálína og Sævar Kristinn Miðskeri.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli, á Breiðamerkursandi og í Gömlubúð Óskum samstarfsfólki, fjölskyldu og vinum. Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum það liðna. Jólakveðjur

Gréta og Ingvaldur. Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár. Kærleikskveðja

María Rut, Eyþór Grétar, Elías Bjarmi og Patrik Nói.

19

Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Guðmundur Jónsson, Sigrún og Svava Kristbjörg Kiwanisklúbburinn Ós sendir Hornfirðingum nær og fjær bestu jóla og nýárskveðjur.

Með bestu þökk fyrir stuðning við Styrktarsjóð Ós síðustu 30. ár.

Óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. TM umboð á Hornafirði hættir nú starfsemi og þakka ég viðskiptin á undanförnum árum.

Snorri Snorrason

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum hlýhug á árinu Björn Jón Ævarsson og fjölskylda Við hjónin sendum innilegar jólakveðjur til vina og vandamanna nær og fjær með ósk um hamingjuríkt nýtt ár. Kær kveðja og þökk fyrir liðin ár.

Kristín og Hreinn. Sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Innilegar þakkir fyrir árið sem er að líða.

Gulla og Brói

Viðskiptavinum TM er bent á að hafa samband við TM, Síðumúla 24 108 Reykjavík, s:515-2000 og tm@tm.is

Óskum öllum gestum íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Jólakveðja starfsfólk íþróttamiðstöðvar Hornafjarðar Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Jólakveðja

Jóna Margrét, Ellý María og Sigrún JM hárstofa, Vesturbraut 2


20

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

Óskum Austur Skaftfellingum, vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum innilega allan þann stuðning og hlýhug sem okkur hefur verið sýndur vegna veikinda Ægis Þórs.

Eystrahorn

Sendi okkar bestu jóla- og nýársóskir og þökkum liðin ár. Jólakveðjur

Frá öllum á Nýpugörðum

Kærleiks og jólakveðjur

Sævar,Hulda, Hafdís Ýr, Dagur Freyr og Ægir Þór Jóla- og nýársóskir til allra. Munið að gefa smáfuglunum! Jón Gunnar og Zsuzsa Budapest

Sendum okkar bestu kveðjur með ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum liðin ár.

Júlía Óskars og Bjarni Óskar Óskum ættingjum og vinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ár.

Guðrún og Tjörvi

Óskum félagsmönnum og öðrum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 21. desember 2017

21

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir liðin ár.

Ögmund ehf.

GLEÐILEG JÓL

Kæru ættingjar og vinir.

Óskum Austur–Skaftfellingum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir liðnu árin. Kær kveðja

Vátryggingafélag Íslands Svava Kr. Guðmundsdóttir og Nína Sibyl

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Jólakveðjur. Ferðafélag Austur Skaftfellinga sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur. Bestu þakkir fyrir ánægjulegar samverustundir og gott samstarf. Hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári. Jólakveðja.

Ferðafélag Austur Skaftfellinga Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Með þökkumfyrir liðin ár. Jólakveðja

Sveinbjörg Eiríksdóttir (Nýjabæ) Sendi vinum og ættingjum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár.

Guðlaug Káradóttir

Þóra Guðleif Jónsdóttir frá Borgarhöfn.

Okkar bestu óskir um gleðileg jól. Farsælt komandi ár. Með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Ferðaþjónustan Jökulsárlón ehf. Einar Björn Einarsson Kæru vinir og vandamenn. Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæld á nýju ári. Þökkum stuðning og samleið á vegi lífsins.

Sigríður Magnúsdóttir og Ásmundur Friðriksson. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum Þökkum fyrir viðskiptin og góðu Jaspis árin hér á Hornafirði

Snorri og Heiða Dís


Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

F.h bæjarstjórnar Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður | Hafnarbraut 27 | s: 470-8000




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.