Eystrahorn 43.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 43. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagurinn 15. desember 2016

www.eystrahorn.is

Jólatónleikar 2016

Hafnarkirkja Sunnudaginn 18. desember kl. 20:00 Sunnudaginn 18. desember n.k. kl 20:00 efnir Karlakórinn Jökull til árlegra jólatónleika í Hafnarkirkju eins og undanfarin ár. Allur ágóði af tónleikunum hefur ætið runnið til styrktar góðu málefni og að þessu sinni rennur óskiptur ágóði tónleikanna til Krabbameinsfélags Hornafjarðar.

Fram koma: Gleðigjafar, Samkór Hornafjarðar, Kvennakór Hornafjarðar, Leikfélag Hornfjarðar, Lúðrasveit Hornafjarðar, Stakir Jakar og Karlakórinn Jökull. Kynnir er Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.

Aðgangseyrir kr. 2.500,Góða skemmtun

Að gefnu tilefni Á forsíðu Eystrahorns 8. desember er birt greinargerð bæjarstjórnar vegna veitingar framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar vegna vegar- og brúargerðar um Hornafjarðarfljót sem staðfest var á fundi þann 1. desember sl. Að því tilefni vilja Hollvinir Hornafjarðar taka eftirfarandi fram: Liðinn er áratugur síðan í alvöru var farið að undirbúa gerð nýrrar Fljótabrúar og aðliggjandi vega. Vann Vegagerðin tillögur að nokkrum valkostum og lagði til að valin yrði leið 1 sem væri hagkvæmust og ylli minni umhverfisskaða en t.d. leið 3 samkvæmt fyrirliggjandi umhverfismati. Þrátt fyrir það hengdi þáverandi bæjarstjórn sig fljótlega í leið 3 og síðar leið 3B og kom í veg fyrir að aðrir valkostir yrðu skoðaðir að ráði. Við gerð aðalskipulags var leið 3B staðfest af bæjarstjórn og neyddist Vegagerðin þar með til að haga skipulagsvinnu í samræmi við það. Áður en kom til endanlegrar ákvörðunar um vegleið hrundi bankakerfið á Íslandi með þeim áhrifum sem við þekkjum öll. Öll áform um nýja

Fljótabrú voru lögð á hilluna eins og reyndar flestar stórframkvæmdir í vegamálum. En á liðnu hausti barst bæjarstjórn ósk frá Vegagerðinni um veitingu framkvæmdaleyfis á hinni umræddu 3B-leið. Bæjarstjórn veitti framkvæmdaleyfi í snatri, en dró veitinguna til baka þegar fréttir bárust af synjun framkvæmdaleyfa annarsstaðar þar sem ekki hafði verið tekið tillit til nýrra laga og alþjóðasamninga. Fól bæjarstjórn undirnefndum sínum á umhverfisog skipulagssviðum það verkefni að koma með bókanir sem nota mætti til rökstuðnings útgáfu nýs framkvæmdaleyfis sem efnislega yrði samhljóða fyrra leyfinu. Og lauk bæjarstjórn þessu verki sínu þann 1. desember sl. eins og áður greinir. Hollvinir Hornafjarðar eru félag sem stofnað var á liðnu hausti. Hefur stjórn þess gert sitt bezta til að koma á framfæri við bæjarstjórn og almenning staðreyndum um mögulegar vegleiðir um Hornafjörð. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir meira tjón af framkvæmdum en bráðnauðsynlegt er. Þess misskilnings hefur því miður gætt að

félagið vilji koma í veg fyrir styttingu vegleiða innan sveitarfélagsins og hringvegarins en slíkar fullyrðingar eru alrangar. Stjórn félagsins vill fyrst og fremst láta skoða betur þær vegleiðir sem Vegagerðin gerði tillögur um á sínum tíma með nauðsynlegum breytingum í samráði við bændur og aðra land-eigendur sem vegagerðin hefur áhrif á. Einnig að aðrar leiðir verði skoðaðar, til dæmis gamla þjóðleiðin yfir Hornafjarðarfljót. Allar þessar leiðir myndu stytta núverandi hringveg um 9-11 km. eftir því hvaða leið yrði valin sem er nærfellt sama stytting og yrði með leið 3B. Ávinningur af leið 3B yrði því sáralítill í vegstyttingu en fórnarkostnaður vegna tjóns á náttúrufari og umhverfi yrði mikill og óbætanlegur. Því til viðbótar kemur gífurlegur viðbótarkostnaður miðað við aðrar vegleiðir sem betur væri varið til fækkunar á einbreiðum brúm í sýslunni. Er þá ónefnt það tjón sem vegleið 3B myndi valda á ræktunarlöndum bænda en með henni yrði kartöfluræktun í Nesjum að öllum líkindum fyrir stórtjóni. Hefur stjórn Hollvina Hornafjarðar

verið í nánu samstarfi við bændur í störfum sínum sem því miður er annað en segja má um bæjarstjórnina. Hafa bændur lýst sig þess albúna að leggja til land undir nauðsynlega vegagerð enda verði sú vegagerð ákveðin í samráði við þá. Yrðu þannig ástæðulausar áhyggjur annarra landeigenda í Nesjum um yfirtroðslu á landi sínu. Stjórn Hollvina Hornafjarðar hefur engra persónulegra hagsmuna að gæta við val á brúarog vegstæði um Hornafjarðarfljót umfram aðra sem bera ásýnd Hornafjarðar og náttúrfar svæðisins fyrir brjósti. Okkar störf eru eingöngu unnin í þágu samfélagsins hér og allra þeirra sem vilja vernda umhverfi okkar og gæta þess. Kynslóðir koma og fara en landið mun áfram vera hér. Eigum við ekki að veita eftirkomendum okkar tækifæri til að njóta Hornafjarðarins með sama hætti og við sjálf höfum fengið að njóta hans? Stjórn Hollvina Hornafjarðar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.