Eystrahorn 43.tbl 2016

Page 1

Eystrahorn 43. tbl. 34. árgangur

Fimmtudagurinn 15. desember 2016

www.eystrahorn.is

Jólatónleikar 2016

Hafnarkirkja Sunnudaginn 18. desember kl. 20:00 Sunnudaginn 18. desember n.k. kl 20:00 efnir Karlakórinn Jökull til árlegra jólatónleika í Hafnarkirkju eins og undanfarin ár. Allur ágóði af tónleikunum hefur ætið runnið til styrktar góðu málefni og að þessu sinni rennur óskiptur ágóði tónleikanna til Krabbameinsfélags Hornafjarðar.

Fram koma: Gleðigjafar, Samkór Hornafjarðar, Kvennakór Hornafjarðar, Leikfélag Hornfjarðar, Lúðrasveit Hornafjarðar, Stakir Jakar og Karlakórinn Jökull. Kynnir er Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.

Aðgangseyrir kr. 2.500,Góða skemmtun

Að gefnu tilefni Á forsíðu Eystrahorns 8. desember er birt greinargerð bæjarstjórnar vegna veitingar framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar vegna vegar- og brúargerðar um Hornafjarðarfljót sem staðfest var á fundi þann 1. desember sl. Að því tilefni vilja Hollvinir Hornafjarðar taka eftirfarandi fram: Liðinn er áratugur síðan í alvöru var farið að undirbúa gerð nýrrar Fljótabrúar og aðliggjandi vega. Vann Vegagerðin tillögur að nokkrum valkostum og lagði til að valin yrði leið 1 sem væri hagkvæmust og ylli minni umhverfisskaða en t.d. leið 3 samkvæmt fyrirliggjandi umhverfismati. Þrátt fyrir það hengdi þáverandi bæjarstjórn sig fljótlega í leið 3 og síðar leið 3B og kom í veg fyrir að aðrir valkostir yrðu skoðaðir að ráði. Við gerð aðalskipulags var leið 3B staðfest af bæjarstjórn og neyddist Vegagerðin þar með til að haga skipulagsvinnu í samræmi við það. Áður en kom til endanlegrar ákvörðunar um vegleið hrundi bankakerfið á Íslandi með þeim áhrifum sem við þekkjum öll. Öll áform um nýja

Fljótabrú voru lögð á hilluna eins og reyndar flestar stórframkvæmdir í vegamálum. En á liðnu hausti barst bæjarstjórn ósk frá Vegagerðinni um veitingu framkvæmdaleyfis á hinni umræddu 3B-leið. Bæjarstjórn veitti framkvæmdaleyfi í snatri, en dró veitinguna til baka þegar fréttir bárust af synjun framkvæmdaleyfa annarsstaðar þar sem ekki hafði verið tekið tillit til nýrra laga og alþjóðasamninga. Fól bæjarstjórn undirnefndum sínum á umhverfisog skipulagssviðum það verkefni að koma með bókanir sem nota mætti til rökstuðnings útgáfu nýs framkvæmdaleyfis sem efnislega yrði samhljóða fyrra leyfinu. Og lauk bæjarstjórn þessu verki sínu þann 1. desember sl. eins og áður greinir. Hollvinir Hornafjarðar eru félag sem stofnað var á liðnu hausti. Hefur stjórn þess gert sitt bezta til að koma á framfæri við bæjarstjórn og almenning staðreyndum um mögulegar vegleiðir um Hornafjörð. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir meira tjón af framkvæmdum en bráðnauðsynlegt er. Þess misskilnings hefur því miður gætt að

félagið vilji koma í veg fyrir styttingu vegleiða innan sveitarfélagsins og hringvegarins en slíkar fullyrðingar eru alrangar. Stjórn félagsins vill fyrst og fremst láta skoða betur þær vegleiðir sem Vegagerðin gerði tillögur um á sínum tíma með nauðsynlegum breytingum í samráði við bændur og aðra land-eigendur sem vegagerðin hefur áhrif á. Einnig að aðrar leiðir verði skoðaðar, til dæmis gamla þjóðleiðin yfir Hornafjarðarfljót. Allar þessar leiðir myndu stytta núverandi hringveg um 9-11 km. eftir því hvaða leið yrði valin sem er nærfellt sama stytting og yrði með leið 3B. Ávinningur af leið 3B yrði því sáralítill í vegstyttingu en fórnarkostnaður vegna tjóns á náttúrufari og umhverfi yrði mikill og óbætanlegur. Því til viðbótar kemur gífurlegur viðbótarkostnaður miðað við aðrar vegleiðir sem betur væri varið til fækkunar á einbreiðum brúm í sýslunni. Er þá ónefnt það tjón sem vegleið 3B myndi valda á ræktunarlöndum bænda en með henni yrði kartöfluræktun í Nesjum að öllum líkindum fyrir stórtjóni. Hefur stjórn Hollvina Hornafjarðar

verið í nánu samstarfi við bændur í störfum sínum sem því miður er annað en segja má um bæjarstjórnina. Hafa bændur lýst sig þess albúna að leggja til land undir nauðsynlega vegagerð enda verði sú vegagerð ákveðin í samráði við þá. Yrðu þannig ástæðulausar áhyggjur annarra landeigenda í Nesjum um yfirtroðslu á landi sínu. Stjórn Hollvina Hornafjarðar hefur engra persónulegra hagsmuna að gæta við val á brúarog vegstæði um Hornafjarðarfljót umfram aðra sem bera ásýnd Hornafjarðar og náttúrfar svæðisins fyrir brjósti. Okkar störf eru eingöngu unnin í þágu samfélagsins hér og allra þeirra sem vilja vernda umhverfi okkar og gæta þess. Kynslóðir koma og fara en landið mun áfram vera hér. Eigum við ekki að veita eftirkomendum okkar tækifæri til að njóta Hornafjarðarins með sama hætti og við sjálf höfum fengið að njóta hans? Stjórn Hollvina Hornafjarðar


2

Fimmtudagurinn 15. desember 2016

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn Samkomur á Sunnudögum Kl. 13

Drottinn er minn hirðir og mig mun ekkert bresta. Sálm 23:1

Kennsla og bænastund Fimmtudögum Kl. 19.30

Það eru allir velkomnir.

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn Þarft þú bænasvar inn í líf þitt?

Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Fil 4:13

Opnunartími heilsugæslu um hátíðarnar Lokað verður á heilsugæslustöðinni föstudaginn 23. desember. Hefðbundinn opnunartími 27.- 30. desember eða frá kl. 8:00-16:00. Biðjum fólk að endurnýja lyfseðla tímanlega og bendum á að hægt er að gera það á VERU, www.heilsuvera.is, ásamt því að hringja í síma 470-8600.

Kirkjan er opin alla Föstudaga frá Kl. 14 - 18.

Við bjóðum upp á kaffi og spjall og biðjum með þér ef þú vilt.

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn

100 ára afmæli

Í tilefni 100 ára afmælis Framsóknarflokksins bíður Framsóknarfélag Austur- Skaftfellinga í vöfflu kaffi föstudaginn 16. desember í Papóshúsinu Álaugarvegi, vöfflur verða bakaðar frá kl. 15:30 til kl. 17:30. Vonumst til að sjá sem flesta til að fagna þessum merka áfanga með okkur, bæjarfulltrúar verða á staðnum ef vilji er til að ræða málefni sveitarfélagsins. Stjórn Framsóknarfélags A-Skaft.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Eystrahorn

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Höfum mikið og vandað úrval af úrum, skartgripum og gjafavörum, vonumst til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ert þú þreytt(ur)í skrokknum þegar þú ferð á fætur? Er það hugsanlega rúmið? Líttu við hjá okkur við erum með mikið úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum.

Húsgagnaval Opið:

virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110

Falleg gjafavara fyrir alla fjölskylduna. Handsmíðaðir skartgripir frá GULLKÚNST. Opið laugardag 17. des. kl. 13-15. Þorláksmessu kl. 11-22.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 15. desember 2016

Skógarhögg hafið hjá kiwanisklúbbnum Ós

Forseti Kiwanisklúbbsins Óss Ingvar Snæbjörnsson tekur við inneignarkortum frá fulltrúa Pálma Guðmundsonar verslunarstjóra Nettó en Bjarni Snorrason vaktstjóri í Nettó afhendi kortin fyrir hönd Nettó. Með á mynd eru Sigurjón Ö. Arnarsson gjaldkeri Óss, Geir Þorsteinsson formaður Jólatrésnefndar og Kristján V. Björgvinsson verslunarstjóri Húsasmiðjunni Höfn.

Á þessu starfsári heldur Kiwanisklúbburinn Ós upp á 30 ára afmæli. Starfsemin hófst á stjórnarskiptafundi í Pakkhúsinu þar sem Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar kom og sá um stjórnarskiptin. Honum til aðstoðar var umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson en báðir eru félagar í Ós. Þess má nefna að það sem af er ári hafa fimm nýir félagar gengið í klúbbinn. Stjórn styrktarnefndar Kiwanisklúbbsins Óss hefur samþykkt að Ós styrki tíu fjölskyldur í samstarfi við Samfélagssjóð Hornafjarðar. Styrktarsjóður Óss gefur 200 þúsund og leggur Nettó 100 þúsund krónur á móti. Samfélagssjóður Hornafjarðar sér um að úthluta styrkjunum í jólaúthlutun sinni. Í lok árs tók við skógarhögg og er það Geir Þorsteinsson sem stendur í brúnni þar. Félagar fóru í skógarhögg í Miðfell til að ná í stóru jólatrén og í Steinadal til að ná í fururnar en Húsasmiðjan flytur inn normansþininn frá Danmörku. Bæjartréð kemur úr Hallormsstaðaskógi. Kiwanisklúbburinn Ós hefur selt jólatré á Hornafirði í góðu samstarfi við Húsasmiðjuna og Flytjanda en bæði fyrirtækin hafa styrkt söluna á ýmsan máta. Aðalfjáröflun Kiwanisklúbbsins Óss er sala jólatrjáa og fer allur ágóði af henni til styrktarmála í héraði. Salan byrjar föstudaginn 16. desember og líkt og undanfarin ár fer hún fram við Sindrahúsið og verður opið virka daga frá kl. 17-19 og um helgina frá kl.15-18. Síðasti söludagur er á Þorláksmessu. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem keypt hafa jólatré af klúbbnum gegnum tíðina og lagt sitt af mörkum til styrktarmála. Kiwanisklúbburinn Ós óskar öllum Hornfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og þakkar stuðninginn. Munum svo kjörorð Kiwanis: Börnin fyrst og fremst. Forseti Kiwanisklúbbsins Óss Ingvar Snæbjörnsson

Jólabingó Hið árlega jólabingó Kvennakórs Hornafjarðar verður haldið miðvikudaginn 28. desember kl. 17:00 í Nýheimum. Fullt af veglegum vinningum. Kvennakór Hornafjarðar

3

Föndrum og endurnýtum fyrir jólin

Margar hugmyndir er að finna á alnetinu um hvernig endurnýta megi hluti eins og t.d. krukkur, gamalt leirtau, trékassa, cheerios pakka, bækur og fleira og fleira. Það er um að gera að föndra jólaskraut úr ruslinu sem fellur til hjá okkur. Hér fylgja nokkrar skemmtilegar myndir af krukkum sem breytt hefur verið á auðveldan hátt í hið sætasta jólaskraut. Einnig mætti fylla krukkurnar af góðgæti og þá er komin fínasti jólaglaðningur fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Nytjasmiðjan Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, verkefnastjóri

Dagforeldrar á Höfn. Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðila til að gerast dagforeldri á Höfn. Um er að ræða daggæslu í heimahúsi, en heimilt er að rækja starfið í öðru húsnæði eftir samkomulagi og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Dagforeldrar geta verið með 4-5 börn í gæslu í einu og getur dvalartími alla virka daga allt að 9 tímar á dag, en sveitarfélagið niðurgreiðir til foreldra allt að 8 tíma á dag. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Félagsmálanefnd Hornafjarðar veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni en býður einnig fram stuðning til þess að uppfylla ákvæði laga og reglna um daggæslu í heimahúsum og útvega faglega ráðgjöf við dagforeldrana. Stutt verður við einstaklinga til að koma sér upp aðstöðu gerist þess þörf. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Jón Kristján Rögnvaldsson, félagsmálastjóra í s. 470-8000 eða í netfangið jonkr@hornafjordur.is

Íbúð óskast til leigu Hótel Höfn óskar eftir að taka á leigu íbúð fyrir starfsmann. Húsnæðið þarf að vera a.m.k. 3ja svefnherbergja, helst stærra. Tengiliður og frekari upplýsingar gefur Hanna Björg í síma 697-6929 og info@hotelhofn.is


4

Fimmtudagurinn 15. desember 2016

Eystrahorn

Sex hornfirsk fyrirtæki hljóta viðurkenningu

Fimmtudaginn 8. desember sl. hlutu 6 Hornfirsk fyrirtæki viðurkenningu Vakans frá Ferðamálastofu. Vakinn er sérhannað gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, en byggir á erlendri fyrirmynd. Þau fyrirtæki sem taka þátt njóta liðsinnis starfsfólks Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli ítarlegra gæðaviðmiða, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara. Nú hafa sex fyrirmyndarfyrirtæki í afþreyingarferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls nú farið í gegnum og staðist gæðaúttekt Vakans. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu heimamanna sem leggja metnað sinn í að veita ferðamönnum góða þjónustu. Þetta eru fyrirtækin: • Öræfaferðir/From Coast To Mountain í eigu Matthildar Þorsteinsdóttur og Einars Rúnars Sigurðssonar. Þau bjóða m.a. upp á ferðir í Ingólfshöfða, á Hvannadalshnjúk og íshellaferðir. • Local Guide í eigu Helenar Maríu Björnsdóttur og Arons Franklíns Jónssonar. Þau bjóða upp á íshellaferðir, jöklagöngur og ferðir í Ingólfshöfða. • Glacier Adventure í eigu Berglindar Steinþórsdóttur, Hauks Inga Einarssonar, Þóreyjar Gísladóttur og Vésteins Fjölnissonar. Þau bjóða upp á íshellaferðir, jöklagöngur, ísklifur, og sérsniðnar ferðir. • South East Iceland í eigu Önnu Maríu Kristjánsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Þau bjóða m.a. upp á jeppaferðir bæði staðlaðar og sérsniðnar, auk íshellaferða. • Glacier Trips í eigu Sindra Ragnarssonar, Fanneyjar Bjargar Sveinsdóttur, Steinars Kristjánssonar og Erlu Þórhallsdóttur. Þau bjóða m.a. upp á íshellaferðir, jöklagöngur og norðurljósaferðir.

• Fallastakkur/Glacier Journey í eigu Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs Jakobs Þorsteinssonar. Þau bjóða m.a. upp á sleðaferðir á jökul, jeppaferðir og íshellaferðir. Glacier Journey hlaut einnig bronsmerki í umhverfishluta Vakans. Umhverfisviðmiðunum er ætlað að meta árangur fyrirtækja á sviði umhverfismála, samfélagslegrar ábyrgðar og tengsla við nærsamfélagið. Sum þessara fyrirtækja hófu umsóknarferlið að Vakanum sl. vor í kjölfar fjarnámskeiðs sem Vakinn hélt í samstarfi við Ríki Vatnajökuls. Fyrirtækin hafa því unnið hratt og vel, vegna þess að oft tekur umsóknarferlið eitt ár. Það er fáheyrt að þetta mörg fyrirtæki á svo fámennu svæði hljóti viðurkenningu Vakans á sama tíma.

Jólatúlípanar

Fyrir eru í Vakanum veitingastaðurinn Humarhöfnin og Brunnhóll ferðaþjónusta bænda. Einnig má geta þess að 10 hornfirsk fyrirtæki eru í umsóknarferli. Það er því mikill kraftur í heimamönnum og metnaður til að standa sig sem best í þjónustu við þá ferðamenn sem sækja okkur heim. Við getum verið stolt af þessum fyrirtækjum, slíkt frumkvæði og metnaður fyrirtækjanna gefur vonir um bjarta framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu. Ríki Vatnajökuls óskar þessum fyrirtækjum innilega til hamingju með árangurinn. F.h. Ríkis Vatnajökuls Olga Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri

Íslenskukennsla á vorönn

Til styrktar drengjum og stúlkum í 3ja flokki Sindra

Kynningarfundur varðandi íslenskukennslu á Höfn verður haldinn 20. jan. kl. 20:00 í Nýheimum.

Til sölu fallegir rauðir túlípanar 10 stk. í búnti á 2.000 krónur

Kynnt verða öll stig námsins, þ.e. 1, 2, 3 og 4. Ef þátttaka fæst munum við fara af stað með íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Keyrt heim 22. desember Pantanir hjá: Matthildi Ásmundardóttur s. 692-9015 Guðrúnu Ingólfsdóttur s. 699-6103

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Unnur Guðmundsd. s: 560-2050, eyrun@fraedslunet.is Fræðslunet Suðurlands

Jólablað Eystrahorns kemur út fimmtudaginn 22. desember. Munið að skila inn efni og auglýsingum sem fyrst.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 15. desember 2016

5

Plastpokalaus Hornafjörður

Fyrir stuttu barst Pokastöðinni á Höfn skemmtileg sending þegar hópur 1. bekkinga í Grunnskóla Hornafjarðar mættu ásamt kennurum sínum Önnu Björg og Evu Ósk og gáfu í körfuna fullt af heimasaumuðum og fallega skreyttum taupokum. Anna Björg, textílkennari, hóf verkefnið í haust og var það byggt á samstarfi krakkanna í eldri bekkjum ásamt börnum úr fyrsta bekk. Þau eldri sáu um að sauma og yngri skreyttu pokana að vild. Krakkarnir voru stoltir af sínum poka og þótti verkefnið skemmtilegt. Framtak skólans er vert, mikilvægt er að kenna krökkunum okkar frá unga aldri að hugsa vel um umhverfið og er pokastöðin okkar liður í því. Mig langar að benda foreldrum á að það gæti verið sniðug leið til að virkja krakkana að fá þau til að hlaupa í körfuna að sækja poka þegar komið er á kassa. Allir sem vilja taka þátt í verkefninu á einn eða annan hátt eru hvattir til að gefa taupoka, gamla, nýja eða heimasaumaða og muna að vera dugleg að skila þeim til baka þegar þið sjáið að það er að minnka í körfunni. Einnig má gefa gamla boli sem má skila á skrifstofu Guðrúnar í Nýheimum, næsti saumahittingur er í dag fimmtudag kl. 16 í Vöruhúsinu. Takk fyrir pokana krakkar!

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir Verkefnastjóri og atvinnuráðgjafi Þekkingarsetrið Nýheimar Höfn

Sunna Dís, Reynir Þór, Bergur Ingi, Ólafur Steinar og Björg

Skemmtileg vinna í boði Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir leikskólakennurum og leiðbeinendum. http://www.leikskolinn.is/longuholar/ Skemmtileg vinna er í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum. Leikskólinn Lönguhólar vill fá þig í vinnu skólaárið 2016–2017, hvort sem þú ert stelpa eða strákur, kona eða karl. Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri tekur við umsóknum og veitir allar nánari upplýsingar í síma 470-8490, í netfangi margreti@hornafjordur.is eða á Leikskólanum Lönguhólum. Umsækjandi þarf að hafa jákvæða lund, vera góður í samskiptum og æskilegt er að hann hafi reynslu af vinnu með börnum. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 30. maí sl. að veita starfsmönnum leikskóla með börn á leikskólaaldri afslátt af leikskólagjöldum og forgang að leikskólaplássi í samræmi við reglur þar um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 20. des. nk.


Bókarkynning

Nýlega kom út bók um Hákon Finnsson – Frá Brekkum á Rangárvöllum að Borgum í Hornafirði Fyrsti hluti bókarinnar er óbirt ævisaga þar sem Hákon Finnsson (1874-1946) lýsir meðal annars uppvaxtarárum sínum sem sveitarómagi á Rangárvöllum, eftir að jörð foreldranna fór í eyði vegna sandfoks og fjölskyldan flosnaði upp. Sú lýsing lætur engan ósnortinn. Hákon þráði að mennta sig og lagði hart að sér til að uppfylla þann draum. Draumurinn rættist þegar Hákon varð gagnfræðingur frá Möðruvallaskólanum í Hörgárdal. Eftir það dvaldi hann í rúm 20 ár á Austurlandi, fyrst á Skriðuklaustri þar sem hann var til að byrja með vinnumaður og barnakennari en fljótlega varð hann einnig organisti og kórstjóri við kirkjuna á Valþjófsstað. Þaðan hélt hann til Danmerkur, Englands og Skotlands og var aðalerindið að kynna sér þarlendan landbúnað. Heim kominn, nýgiftur konu sinni Ingiríði Guðmundsdóttur sem sat í festum á Íslandi meðan Hákon dvaldi ytra, stofnaði hann og starfrækti ungmennaskóla á Seyðisfirði í eitt ár. Hélt hann því starfi áfram í nokkur ár uppi á Héraði en á árunum 1910 til 1920 var hann bóndi á leigujörðinni Arnhólsstöðum í Skriðdal. Þaðan flutti hann með fjölskyldu sína að Borgum í Hornafirði. Annar hluti bókarinnar fjallar um uppbygginguna í Borgum. Þriðji hlutinn er ritaður af öðrum en Hákoni, m.a. Höskuldi Björnssyni listmálara frá Dilksnesi sem gerði fjölda vatnslitateikninga sem prýða bókina. Einnig Þorleifi Jónssyni, alþingismanni í Hólum sem lýsir ævistarfi Hákonar: Marga aðra kafla er þar einnig að finna og varpa þeir ljósi á ævi þessa einstaka manns sem þráði það heitast sem ungur maður að verða bóndi. Það tókst enda vann hann með staðfestu og skipulagi ævilangt að því láta drauma sína rætast. Útgáfan er vönduð. Bókin er litprentuð, með 84 myndum og allmörgum rammagreinum og er hún bundin inn í harða kápu. Aftast eru ritverka- og heimildaskrár. Sigurður B. Sigurðsson annaðist umbrot, Gunnar Skarphéðinsson las próförk og Háskólaprent sá um prentun. Bókin fæst hjá útgefendunum (afastrákum Hákonar Finnssonar), þeim Hákoni Hanssyni (hih@eldhorn.is, s. 862 4348, Ásvegi 31, 760 Breiðdalsvík) og Karli Skírnissyni (karlsk@hi.is s. 848 1199, Víðihvammi 3, 200 Kópavogi) og kostar hún kr. 5000. Útgefendur póstsenda bókina innanlands með greiðsluupplýsingum, sé þess óskað. Á Hornafirði er bókin til afgreiðslu á Bókasafninu í Nýheimum á Höfn (hjá Guðnýju Svavarsdóttur).

GLEÐILEGA HÁTÍÐ Við óskum Hornfirðingum gleðilegra jóla og þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.