Eystrahorn 43.tbl 2022

Page 1

Eystrahorn 43. tbl. 40. árgangur

Fimmtudagurinn 8. desember 2022

www.eystrahorn.is

Alltaf á litaveiðum Listamaður vikunnar er að þessu sinni Hanna Dís Whitehead, en hún er Hornfirðingum vel kunn, listaverk hennar prýða marga veggi hér og hefur hún sett sitt mark á menningarlífið. Meðal þess sem er á döfinni hjá henni er að stofna krakkaklúbb fyrir skapandi ungmenni á Hornafirði sem verður með aðsetur sitt í Svavarssafni og mun hittast reglulega á næsta ári. Hanna kom fyrst á Hornafjörð sem leiðsögumaður á Jökulsárlóni fyrir tæpum 20 árum, tók í kjölfarið eina sláturvertíð og vann síðan sem næturvörður á Hótel Höfn um veturinn. Hún flutti svo alfarið í Nesin fyrir fimm árum. Innblástur sinn sækir Hanna í bækur og sýningar. Hún segist fara tvisvar á ári á Þjóðminjasafnið, en lítur líka til síns nánasta umhverfis, steinana sem hún gengur á, litina í himninum, grasinu og kindunum. „Ég er alltaf á litaveiðum, safna alls konar litasamsetningum, t.d. bara þegar ég horfi á sjónvarpið.“ Undanfarið hefur Hanna Dís haldið námskeið fyrir börn og ungmenni en nýverið fékk hún styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands og í samstarfi með Menningarmiðstöðinni hyggst hún bjóða upp á námskeið frítt þetta vor. „Ég hef alltaf haft áhuga á að vera með skipulagt listnám fyrir ungmenni á Höfn sem mér finnst hafa vantað sem valkost. Smiðjurnar verða á Svavarssafni og vafalaust stundum tengdar

sýningum, en líka bara æfingar og þjálfun sem krakkarnir geta haldið áfram heima. Alveg frá því ég flutti hingað hef ég dáðst að því hversu vel er staðið að listnáminu í grunnskólanum, virkilega vönduð verkefni og frábærir hlutir sem börnin mín hafa komið með heim. Slíkt vandað nám kveikir neista og áhuga og ég er því viss um að margir krakkar hafa áhuga á að koma og vinna sjálfstætt að einhverju skapandi utan skólans líka.“ Fátt kveikir jafn mikla ástríðu hjá Hönnu og þegar talið berst að Byggðasafninu, sem hefur um nokkuð skeið verið á hrakhólum. „Bjössi þáverandi safnvörður kveikti áhuga minn á hlutunum þar fyrir mörgum árum þar sem hann sagði listalega vel frá þeim þegar ég heimsótti safnið sem var í Gömlubúð þá. Það sem er svo sérstaklega áhugavert er að þar geymast margir hlutir sem voru búnir til hér. Hornfirsk hönnun og listhandverk. Hlutir búnir til úr einhverju sem hreinlega rak hér á land. Einstakir og merkilegir hlutir frá Kvískerjum. T.d er algjör veisla að lesa upp öll nöfnin á fiðrildunum. Auðvitað þarf samt að vanda við að setja upp svona sýningu. Það er ekki alveg jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Safnið þarf að uppfylla allskyns staðla, vera með raka og hitastýringu, öflugt brunakerfi og brunaútganga. Það má ekki koma of mikil birta á munina og þeir þurfa að vera varðir fyrir ágangi. Svo þyrfti sýningin líka að vera nútímavædd og

vera þannig að það sé hægt að uppfæra hana. Það er mikilvægt að það sé lifandi sýning sem heimamenn sæki reglulega. Ég er hrædd um að ég geti endalaust talað um þetta svo svarið er sennilegast ópólitískt hlaðið já, mig dreymir um að sjá safnið verði sýnilegra.“

Gjöf Verkalýðsfélagsins Jökuls til Félags eldri Hornfirðinga Nýlega var borið í hús veglegt afmælisrit Félags eldri Hornfirðinga í tilefni 40 ára afmælis félagsins. Þar er m.a fjallað um kaup félagsins á Miðgarði (Miðtúni 21) en þar segir: Á fundi 29. nóvember 1989 var tilkynnt um kaup félagsins á húsnæði Jökuls á Miðgarði við Miðtún sem hafði verið í umræðu í nokkra mánuði og fékk félagið fljótlega aðstöðu þar þótt ekki hafi verið gengið frá afsali fyrr en í september 1990. Lagði sveitarfélagið til 1 milljón í útborgun á húsnæðinu en félagið sá um reksturinn. Undirriðuð, f.h. stjórnarmanna í Verkalýðsfélaginu Jökli á þessum tíma, saknar þess að ekki sé getið um gjöf Jökuls til félags eldri Hornfirðinga, en um þetta er fjallað með skýrum hætti á bls. 313 í sögu félagsins, Kolalausir kommúnistar á Hornafirði en þar segir m.a þegar fjallað er um sölu hússins: Seinna kom félag aldraðra á Höfn til skjalanna og úr varð að það keypti hlut Jökuls í húsnæðinu með tilstyrk Hafnarhrepps. Greiðsla fyrir húsnæðið nam einni milljón króna. Upphaflegur samningur hafði gert ráð fyrir að kaupverð yrði 2,8 milljónir króna, en þegar gengið var frá samningum kom í ljós að Verkalýðsfélagið Jökull hafi fellt niður 1.8 milljón króna og gaf félagi aldraðra þá upphæð eftir.

Félag aldraðra fékk húsið svo til afnota 1. desember 1989. Í janúar 1990 var endanlega gengið frá sölu hússins. Með öðrum orðum, félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Jökli gáfu félagi eldri Hornfirðinga 1,8 milljón í húsnæðinu Miðgarði á sínum tíma og telur undirrituð rétt og eðlilegt að þess sé getið. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Jólablað Eystrahorns kemur út þriðjudaginn 20. desember


2

Eystrahorn

FÉLAGSSTARF FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA

INNILEGAR ÞAKKIR fyrir þátttökuna í afmælishaldi Félags eldri Hornfirðinga 1. desember s.l. Eigum til sölu nokkur eintök af afmælisblaðinu. Verð 1.000 kr. Hafið samband við Guðbjörgu s: 692 2936 eða Lúcíu s: 866 8030.

Þakkir Alúðar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu

Signýjar Guðmundsdóttur. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjólgarðs og heimaþjónustunnar fyrir alla umönnun og elskusemi. Þóra Ingibjörg Hlöðversdóttir Ingvi Þór Sigurðsson Guðmundur Hlöðversson Sigurður Hlöðversson og fjölskyldur.

Styrkumsóknir fyrir árið 2023 Þeir sem vilja senda inn styrkumsókn vegna viðburða eða reksturs félagsamtaka þurfa að skila umsóknum fyrir 11. desember. Styrkumsókn þarf að fylgja greinargerð eða ársreikningar/ uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, og upplýsingar um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári. Styrkumsóknir eru aðgengilegar á íbúagátt sveitarfélagsins http://ibuagatt.hornafjordur.is, þar er hægt að fylla út eyðublöð og hlaða inn viðhengjum með umsókn, einnig er hægt að senda umsókn til afgreiðslu sveitarfélagsins á afgreidsla@hornafjordur.is. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Svalbarð 5 • Sími: 848-3933 Útgefandi: HLS ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tjörvi Óskarsson Netfang: tjorvi@eystrahorn.is

Prófarkalestur: Guðlaug Hestnes Umbrot: Tjörvi Óskarsson Prentun: Litlaprent ISSN 1670-4126

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is


Eystrahorn

3

Samtal um sjálfsævisögur

Saga Sindra

Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir ræða saman og lesa upp úr þýðingum sínum á sjálfsæviskrifum Jeans-Jacques Rousseau og Virginiu Woolf Nýútkomnar eru þýðing Péturs Gunnarssonar á sjálfsævisögu franska höfundarins Jean-Jacques Rousseau og þýðing Soffíu Auðar Birgisdóttur á endurminningum ensku skáldkonunnar Virginiu Woolf. Játningar Rousseau eru stórbrotið bókmenntaverk, hreinskilin og opinská sjálfsævisaga eins helsta hugsuðar átjándu aldar. Oft er talað um verkið sem fyrstu veraldlegu sjálfsævisöguna. Útlínur liðins tíma eru minningarbrot Virginiu Woolf þar sem hún veltir fyrir sér eðli æviminninga og fjallar um líf sitt sem var markað áföllum og átökum milli kynslóða. Bókin varpar miklu ljósi á skáldverk þessarar merku skáldkonu og baráttu hennar fyrir frelsi frá hefðum þrúgandi feðraveldisins á uppvaxtarárum hennar. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn og Ottó, veitingahús bjóða í síðdegiskaffi, sunnudaginn 11. desember kl. 15:30-17:00, þar sem Pétur og Soffía Auður munu ræða saman um sjálfsæviskrif og lesa upp úr þýðingum sínum. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Út er komin bókin Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966, eftir Hornfirðinginn, sagnfræðinginn og Sindramanninn Arnþór Gunnarsson. Saga Sindra ber vott um drifkraft og áræðni. Á fundum fluttu félagsmenn fræðandi erindi, rökræddu hugðarefni sín og gerðu sér glaðan dag, Félagið gaf út handskrifað blað, efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig gerðu félagsmenn íþróttavöll og reistu samkomuhús, hið fyrsta á Höfn. Í bókinni segir frá félagslífi og hugðarefnum ungs fólks í afskekktu en vaxandi kauptúni. Lögð er áhersla á að tengja þá sögu við þær miklu samfélagsbreytingar sem urðu um miðbik 20. aldar. Þetta stórskemmtilega og fræðandi rit er prýtt fjölmörgum myndum og enginn Hornfirðingur lætur það fram hjá sér fara. Útgefandi þess, í samvinnu við Ungmennafélagið Sindra, er Bókaútgáfan Hólar. Hér á Hornafirði fæst bókin í Berg-spor við Hafnarbraut, en þar eru einnig fáanlegar fleiri bækur frá Bókaútgáfunni Hólum, m.a. hið glæsilega verk Hrafninn (eftir Sigurð Ægisson) einnig Líkið er fundið – sagnasamtíningur af Jökuldalnum (eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson), Stundum verða stökur til (vísur séra Hjálmars Jónssonar sem koma öllum í gott skap), Ég verð að segja ykkur (ævisaga Ingvars Viktorssonar, bróður Þorvaldar, eitt sinn skólastjóra hér), auk fleiri bóka og þið ættuð bara að sjá tilboðið sem fylgir sumum þeirra (já, tvær fyrir eina!). Þarna er því hægt að gera góð kaup á góðum bókum.

Rafhorn flytur Föstudaginn 9. desember flyst verkstæði Raf-horns ehf að Álaugarvegi 6, gengið inn til móts við Slysavarnarhúsið. Í tengslum við þessar breytingar verður ekki fastur opnunar­ tími en fólk er hvatt til að hafa samband í síma 478-2144 eða 893-0693 sé þörf á þjónustu. Fjármál og bókhald Raf-horns ehf færist í Ófeigstanga 15 þar sem Vélsmiðjan Foss er til húsa. Við þökkum viðskiptin á liðnum árum og hlökkum til áframhaldandi þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Jónas og starfsfólk Raf-horns

Jólablað Eystrahorns

kemur út þriðjudaginn 20. desember mönnum Sendum vinum og vanda r ðju kve innilegar jóla ár. in lið ir með þökk fyr

Jón og Gunna

Jólakveðjur

Verð á jólakveðju

5490.-

Skilafrestur á efni í jólablaðið er föstudaginn 16. desember kl. 14:00

eystrahorn@eystrahorn.is Höfum opið á laugardögum fram að jólum frá kl. 13:00-15:00. Jólavörur streyma í hús, Starleds led úti seríur. Úrval af rúmum og göflum. Jólailmurinn kominn í hús. Ný sending af hægindastólum Verið velkomin

Símar: 478-2535 / 898-3664


4

Eystrahorn

Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 2023 Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna. Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í ráðhúsi, Hafnarbraut 27 Höfn eða á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur.is undir stjórnsýsla/reglur. Umsóknir eru aðgengilegar á íbúagátt sveitarfélagsins http://ibuagatt.hornafjordur.is, þar er hægt að fylla út eyðublöð og hlaða inn viðhengjum með umsókn. Umsóknarfrestur er til 11. janúar 2023.

Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 470-8000 / www.hornafjordur.is

Jólaþorp Kiwanis Tvö námskeið í Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verða haldin í Miðgarði, Víkurbraut 24 eftir áramót. Fyrra námskeiðið: Þriðjudagana 10. janúar til og með 31. janúar - frá kl. 19:30- 21:30 Seinna námskeiðið: Þriðjudagana 7. mars, til og með 28. mars- frá kl. 19:30-21:30 Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu. Að auki geta foreldrar, sem setið hafa allt námskeiðið, sótt um niðurfellingu á einu mánaðargjaldi fyrir sín börn, gegn framvísun á staðfestingu á þátttöku. Námskeiðin eru haldin í Miðgarði, Víkurbraut 24, Höfn. Hvort námskeið er 4 skipti. Skráning fer fram á deild barns í leikskólanum; með tölvupósti: sigridurgisl@hornafjordur.is eða á heilsugæslunni í síma 4322900 frá kl 11-12 virka daga.

Kiwanisklúbburinn Ós verður með árlega Jólatréssölu ásamt lakkrís og kertum frá kirkjunni. Í ár höfum við fengið með okkur nokkra aðila til að stytta skammdegið með jólaandann að leiðarljósi. Eins og undanfarin ár verðum við hjá bílaplaninu við Nettó. Tímasetning á opnun Jólaþorps verður svohljóðandi: Helgina 10. – 11. desember verður opið frá 13:00 til 16:00 Helgina 17. – 18. desember verður opið frá 13:00 til 16:00 Svo verður opið frá 17:00 til 19:00 alla virka daga frá 19.-22. desember fram að Þorláksmessu en þá er opið 14:00 til 17:00.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.