Eystrahorn 44.tbl 2016

Page 1

Jólablað 2016

Eystrahorn 44. tbl. • 34. árg. • fimmtudagur 22. desember

Mynd Þorvarður Árnason

Tímamót

Tímamót eru margs konar. Þau geta haft varanleg áhrif á líf okkar hvers og eins. Tímamót geta einnig haft varanleg áhrif á líf heillar þjóðar eða þá alls mannkyns. Þannig var það þegar engill Drottins vitjaði barnungrar stúlku í Nasaret forðum og sagði henni að hún myndi fæða son sem „mun verða mikill og kallaður sonur Hins hæsta.“ Og þegar drengurinn fæddist urðu svo stórkostleg tímamót í sögu mannkyns að tímatal okkar var síðar miðað við fæðingu hans. Og nú undirbúum við hátíðina þegar við minnumst þessara tímamóta. Við höfum miklar væntingar um jólin. Við viljum að allt verði fullkomið. Við sjáum fyrir okkur hinn fullkomna jólamat, heyrum fallegu jólalögin, samferðafólkið brosandi; allt svo gott og fullkomið. En hjá mörgum er þessi tími mjög erfiður vegna þess að eitthvað hefur skyggt á gleðina. Það kunna að vera veikindi eða andlát ástvinar, skilnaður, fátækt eða hvers konar erfiðleikar aðrir. En hvernig sem aðstæður okkar eru þá þurfum við að spyrja okkur þeirrar spurningar hvað koma Krists táknar fyrir okkar eigin aðstæður. Eitt af því sem gerir jólin svo stórkostleg er að það er ekki spurt um verðleika. Jesús Kristur óskar eftir því að fá rúm í hjörtum okkar hver sem við erum og hvað sem við gerum. Enginn annar en við sjálf getum hleypt honum þangað inn. Koma Krists í heiminn á hinum fyrstu jólum breytti heiminum. Á sama hátt breytir það lífi manna til batnaðar enn í dag að taka á móti Jesú Kristi og búa honum stað í hjarta sínu. Það er hlutverk aðventunnar að undirbúa komu Krists. Gjöf Guðs, Jesús Kristur, er fyrsta og besta jólagjöfin sem gefin hefur verið. Já, tímamót eru margs konar. Nú stöndum við Kristín á tímamótum og horfum til nýrrar framtíðar eftir rúmlega tveggja áratuga dvöl og starf í Hornafirði. Við viljum því tjá okkar dýpstu þakkir fyrir gott samstarf og ánægjuleg samskipti. Við förum héðan með góðar minningar um gott fólk og óskum Hornfirðingum alls hins besta. Megi kirkjustarf eflast með nýjum starfsmönnum í fylgd með Guði sem öllu ræður og stýrir. Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Sigurður og Kristín

Heims um ból

Á Hornafirði er áralöng hefð fyrir aðventutónleikum, þar sem tónlistarmenn í samfélaginu, ungir og aldnir, taka þátt og syngja inn jólin. Síðasta sunnudagskvöld var engin undantekning frá þessum fallega sið. Fimm kórar, lúðrasveit og hljóðfæraleikarar höfðu æft sín atriði vel. Að venju fylltist kirkjan af fólki, sem í leiðinni styrkti gott málefni með aðgangseyri við innganginn. Undirritaður tók eftir því að fyrir tónleikana settist aftarlega hópur fólks. Andlitin voru ókunn en ég komst að því að þetta voru ferðalangar sem voru komnir langt að. Gestirnir voru að sjálfsögðu velkomnir og einhvern veginn var það viðeigandi að aðventutónleikarnir væru nú farnir að trekkja að ferðamenn líka. Tónleikarnir voru hefðbundnir og hátíðlegir. Kirkjan ómaði öll undir fallegum tónum tónlistarmannanna. Í lokin stóðu kirkjugestir upp og sungu saman -Heims um ból-, alveg eins og alltaf. Þar sem ég stóð á kórpöllum tók ég eftir því að aðkomugestirnir tóku vel undir í lokasöngnum. En ég sá að varir þeirra mótuðu önnur orð en annarra. Þau sungu Heims um ból… á sínu tungumáli, af innlifun! Það var eitthvað svo fallegt og hjartnæmt við þessa sjón. Saman sungum við öll, frá mörgum heimshornum, sameinuð í fallegum söng... helg eru jól. Þetta kvöld voru í kirkjunni margir, sem ég hef skipst á skoðunum við síðustu misseri. Þarna voru framsóknarmenn, sjálfstæðiskonur og 3. framboðs fólk, Öræfingar, Hafnarbúar, Suðursveitungar, Nesja- og Lónmenn. Fólk sem ég hef verið sammála og ósammála í skoðunum í gegnum árin. Öll sungum við samt saman hástöfum: “…Heyra má himnum í frá, englasöng, hallelújá, friður á jörðu…” Við sameinuðumst í söngnum. Og stundin var heilög. Samsveitungar þurfa ekki og eru ekki alltaf sammála um öll málefni. Gleymum samt ekki að við ættum öll að geta verið vinir og félagar þrátt fyrir að hafa mismunandi skoðanir. Stundum gleymist það í þrasi og dægurmálum líðandi stundar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá farnast okkur best þegar við stöndum saman sem samfélag. Alveg eins og kórarnir, tónlistarmennirnir og allir gestir kirkjunnar síðasta sunnudagskvöld. Gleðileg jól, farsælt komandi ár Sæmundur Helgason, kennari og formaður bæjarráðs


2

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Eystrahorn

Kaþólska kirkjan Jóladagur 25. desember Messa kl. 12:00 Sunnudagur 8. janúar Messa kl. 12:00 Hver ykkar vill blessa húsnæðið? Það væri frábært. Hægt er að hafa samband við Pétur Fintor. Hann er tilbúinn til þess þennan dag. Gleðileg jól

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110

OPIÐ Þorláksmessu kl. 11:00-22:00. Milli hátíða er aðeins opið föstudag 30. des. kl. 13:00-17:00. Úrval af fallegri gjafavöru og skartgripum. Verið velkomin.

Jólabingó Hið árlega jólabingó Kvennakórs Hornafjarðar verður haldið miðvikudaginn 28. desember kl. 17:00 í Nýheimum.

Laust starf á Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Hornafjarðarsöfn auglýsa eftir skjalaverði í 100% starf á Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellsýslu sem tilheyrir Menningarmiðstöð Hornafjarðar Héraðsskjalavörður sér um almenna skjalavörslu og skráningu innan héraðsskjalasafns Hornafjarðarsafna samkvæmt lögum héraðsskjalasafna. Hann hefur umsjón með, ljósmyndasafni, móttöku og afhendingu efnis er varða héraðsskjalasafnið. Umsjón með geymslum og skipulagi á þeim innan héraðskjalasafnsins. Styrkumsóknagerð vegna verkefna innan safnsins og tekur þátt í sameiginlegum verkefnum innan Hornafjarðarsafna. Sagnfræði eða sambærileg menntun og/eða reynsla æskileg

Fullt af veglegum vinningum.

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Kvennakór Hornafjarðar

Gott væri að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Tjörvi Óskarsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Bryndís B. Hólmarsdóttir veitir frekari upplýsingar um starfið og tekur við umsóknum, netfang bryndish@hornafjordur.is eða í síma 470 8050.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

3

Jólasöngur í Gömlubúð á Þorláksmessu, kl. 14:00 - 15:00. Gestir og gangandi boðnir velkomir til að syngja saman jólalög! Zophonías Torfason leikur undir á harmonikku. Söngtextar á staðnum.

Bridgefélag Hornafjarðar heldur árlegt Bridgemót, föstudaginn 30. desember. Spilamennska hefst stundvíslega kl. 19:30. Spilað verður í Ekrunni. Spilaður verður Barómeter tvímenningur. Skráning í síma 863 4778 - Ragnar eða 863 4516 - Steinarr

Sólsker ehf. Ómar Fransson

Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

Verð með vörur mínar til sölu í Nettó 20. - 22. desember. Minni á gjafakörfurnar ljúffengu. Óska öllum nær og fjær gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.

410 4000


4

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Eystrahorn

Gott tækifæri fyrir fjölskylduna

Uppruni og æska

Ég er fædd 17. desember árið 1985 í Reykjavík. Foreldrar mínir eru Baldur Rafn Sigurðsson og Ágústa Guðrún Ólafsdóttir. Ég er næst yngst fjögurra systkina. Ég á tvo bræður og eina systur. Fyrstu æviárin bjó ég á Hólmavík. Þegar ég var fjögurra ára fluttumst við til Svíþjóðar í rúm tvö ár. Ég hóf mína skólagöngu á Seltjarnarnesi en stoppaði þar stutt þar sem við fluttum til Njarðvíkur og bjó ég þar til 18 ára aldurs. Eftir barnaskóla stundaði ég nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í tvö ár. Ég vildi breyta til og skipti yfir í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Þar útskrifaðist ég sem stúdent af náttúrufræðibraut. Samhliða barnaskóla og framhaldsskóla stundaði ég tónlistarnám þar sem ég æfði á Suzuki fiðlu og síðar á píanó. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur fór ég í söngnám við söngskóla Sigurðar Dementz. Ég kláraði stúdentsprófið hálfu ári á undan áætlun og fór um vorið árið 2005 í málaskóla á Spáni í þrjá mánuði.

Menntun og reynsla Árið 2005 byrjaði ég í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Mér fannst námið ekki henta mér, svo ég hætti eftir eitt ár. Ég vildi engu að síður halda áfram í háskólanum og þá kom upp í hugann guðfræðin enda hafði ég í raun alltaf langað til að læra það sem væri tengt kirkjunni, trú og trúarbrögðum. Fljótlega fann ég það þetta var námið sem mig hafði alltaf langað að læra. Ég tók jafnframt töluverðan þátt í félagslífi deildarinnar og var t.d. formaður Fisksins sem er nemendafélag guðfræði- og trúabragðafræðideildarinnar. Ég þurfti engu að síður að taka mér nokkur hlé í námi mínu t.d. þegar ég eignaðist drengina mína tvo og svo vegna aukinnar vinnu. Þrátt fyrir að ég hafði lokið námi mínu í guðfræðinni þá hafði ég löngun til að læra meira og hef t.d. tekið diplómu í kynfræði og nokkra áfanga í meistaranámi í verkefnastjórnun. Ég hef margvíslega starfsreynslu. Ég byrjaði ung að vinna og hef alltaf haft nóg fyrir stafni. Hef m.a. unnið í apóteki, í flugstöðinni í Keflavík, í verslun, banka og fleiri störfum. Ég hef því nokkuð víðtæka starfsreynslu. Það helsta sem ég hef unnið við síðustu ár er við kirkjustarf í nokkrum kirkjum ásamt því starfi sem ég er að hverfa frá sem þjónustustjóri í einni þjónustumiðstöð hjá Reykjavíkurborg.

Hvers vegna Bjarnanesprestakall? Ástæðan er sú að mér hefur fundist mjög heillandi að búa á landsbyggðinni. Ég hef líka heyrt að það væri gott að búa á Höfn og þar væri gott mannlíf. Mig hefur langað frá því að ég byrjaði í guðfræðinni

að starfa sem prestur og þegar ég sá auglýsinguna um embættið var ég ekki alveg ákveðin að sækja um þar sem um var að ræða 50% starf. Eftir að hafa talað við Sr. Gunnar Stíg sóknarprest þá var ég ákveðin í að sækja um. Þetta var svo gott tækifæri fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég tel það líka vera gott að geta verið í hálfu starfi meðan ég er að kynnast samfélaginu og komast inn í nýtt starf. Það sem ég heillaðist mest að er bæði hversu stórt prestakallið er og ég myndi kynnast fólki alls staðar að. Síðan finnst mér gott tækifæri til að geta byggt upp blómlegt og gott starf með öllum þeim sem koma að starfi í Bjarnanesprestakalli.

Væntingar og áherslur í starfi Mínar væntingar til starfsins eru að ég vil veita alla þá þjónustu og ráðgjöf sem er byggð á þekkingu minni og miðla henni með fræðslu eða öðrum hætti. Væntingar til embættisins eru að vinna með fólkinu en ekki bara fyrir fólkið, starf innan kirkjunnar er samstarfsvettvangur. Allir eiga að geta komið í kirkjuna hvort sem það er til að komast í tæri við trúna eða til styrkingar og/eða skemmtunar. Ég er mjög drífandi og orkumikil. Ég vil hafa nóg að gera og myndi ég segja að áherslur mínar væru að byggja á því starfi sem er til staðar nú þegar í Bjarnanesprestakalli. Mestu máli skiptir að kirkjan sé allra og það sé ávallt eitthvað sem höfðar til hvers aldurshóps fyrir sig t.d. starf fyrir eldri borgara eða jafnvel kórastarf og barna- og æskulýðsstarf. Ég óska þess að allir geti komið að starfinu og með því munu fleiri vera tengdir kirkjustarfinu og með því virkir þátttakendur innan kirkjunnar.

Áhugamál Aðal áhugamál mín eru að elda góðan mat og baka. Hef mikla unun af því að syngja og koma fram og hef ég verið í nokkrum kórum. Mér er margt til lista lagt og ég hef mjög gaman að því sem tengist handverki, að mála, sauma og föndra og ég bý til mína eigin skartgripi. Mér finnst yndislegt að ferðast um landið og einnig erlendis, njóta náttúrunnar sem verður svo sannarlega gert þegar fjölskyldan flytur á Höfn núna í janúar 2017.

Jólaminningar Það má segja það að aðventan og jólin séu einn annasamasti tíminn hjá prestum ásamt öðrum hátíðisdögum. Það að vera dóttir prests var því nokkuð hefðbundið fyrir mig enda þekkti ég ekkert annað sem barn. Á aðfangadag gekk dagurinn svipaður fyrir sig og á mörgum heimilum. Jólamaturinn útbúinn, farið um bæinn, jólakortin keyrð út og farið í kirkjugarðinn á leiði ástvina okkar.

Pabbi fór um hálf sex í kirkjuna á aðfangadagskvöldi og oftast nær fékk ég að fara með. Við systkinin sátum oft á fremsta bekk og reyndum að syngja með og taka þátt í athöfninni. Fyrir mér eru jólin ekki komin fyrr en kirkjuklukkurnar hringja klukkan sex og þegar sungið var í lokin sálmurinn Heims um ból eftir Sveinbjörn Egilsson með kertaljós í hönd og ljósin slökkt í kirkjunni. Eflaust er þetta svipað hjá mörgum enda margir sem fara í kirkju eða hlusta á aftansöng í útvarpinu. Ef ég segi meira frá aðfangadagskvöldi þá komum við oft heim um átta og þá var klárað að gera matinn, en á borðum var aspassúpa, hamborgarhryggur og síðan ís í eftirrétt. Yfirleitt um hálf níu settust við í fyrsta lagi við borðið að borða og svo opnuðum við gjafirnar um hálf tíu. Við höfðum yfirleitt ekkert mjög mikinn tíma til þess, enda vorum við oftast lögð af stað í miðnæturmessuna sem var klukkan hálf tólf. Stundum kom það fyrir að ég fór í báðar athafnir, en þó ekki alltaf. Á jóladag var nóg að gera. Ég fór alltaf í messu á jóladag, en þegar ég var komin í framhaldsskóla fékk ég að syngja með kirkjukórnum. Það fannst mér skemmtilegt og hátíðlegt, enda var hátíðartón sr. Bjarna sungið. Eftir allar athafnirnar á jóladag var

haldið heim í afganga og slappað af. Við fjölskyldan höfum verið dugleg að spila saman og það var oftast gert eftir annasaman jóladag. Á öðrum degi jóla voru jólaboð hjá stórfjölskyldunni eins og gengur og gerist hjá mörgum fjölskyldum. Frá því ég man eftir mér hef ég sótt kirkjuna mikið um jólahátíðina. Eftir að ég stofnaði sjálf til fjölskyldu hef ég reynt að skapa mínar eigin hefðir ásamt eiginmanni mínum. Við höfum tekið sitthvað frá báðum fjölskyldum sem að kemur til með að vera á okkar jólum í framtíðinni. Það má því segja að jólin sem við munum eiga næstu árin verði svipuð og jólahald æsku minnar.

Fjölskylduhagir Ég er gift Eyþóri Grétari Grétarssyni. Við eigum tvo drengi, Elías Bjarma fæddur árið 2010 og Patrik Nóa fæddur árið 2014. Við fjölskyldan erum verulega spennt að flytja á Höfn. Við erum full tilhlökkunar að kynnast nýjum aðstæðum og fólkinu í samfélaginu.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

5

Jörg Erich Sondermann nýr kirkjuorganisti

Ég er fæddur 1957 í Witten í Þýskalandi og ólst upp í klaustursskóla hjá Jesúítum til átján ára aldurs. Síðan stundaði ég kirkjutónlistarnám í Tónlistarháskólanum í Herford og Dortmund og lauk þaðan A-prófi. Eftir það fór ég til Hamburg og lauk einleikaraprófi (konsertprófi) á orgel 1982. Árin 1975 – 1997 starfaði ég sem organisti, sembalisti og kórstjóri í Bielefeld og Bönen í Westfalen. Frá árinu 1985 stóð ég fyrir tónlistarhátíð er nefnist “Westfælische Bach – Tage”. Svo hef ég haldið tónkeika víða um lönd m.a. í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Póllandi, Rússlandi, Slóveníu, Lettlandi og Finnlandi. Í efnisvali hef ég lagt mesta áherslu á verk Johanns Sebastians Bachs auk verka núlifandi tónskálda. Ég fluttist til Íslands haustið 1997 og var til 2006 organisti í Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju. Frá þeim tíma starfaði ég sem organisti við Selfosskirkju og einnig frá 2014 við Þorlákshafnarkirkju auk Strandarkirkju og Hjallakirkju í Ölfusi. Jafnframt starfinu kenndi ég orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1999 – 2006 og kenndi í Tónlistarskólanum í Árnessýslu frá 1998.

Hvers vegna Hornafjörður? Ég var afleysingarorganisti á Húsavík en organistinn kom til baka fyrr úr leyfi en gert var ráð fyrir. Þar með var ég laus og fór að leita að organistastarfi annars staðar. Á sama tíma var auglýst laust organistastarf við Hafnarkirkju sem mér fannst áhugavert bæði vegna þess að ég vissi að hér var gott pípuorgel og vinir mínir sögðu að á Hornafirði yrði ég í góðum höndum. Í kórnum er gott söngfólk sem leggur sig fram og eftir stutt kynni finn ég að það er skemmtilegt að vinna með þeim. En vissulega væri gott ef við fengjum fleira fólk til liðs við okkur. Allir eru velkomnir og ég hvet þá sem geta hugsað sér að prófa að vera með. Það eru engin skilyrði um framhald. Við bjóðum Jörg velkominn til starfa í Hafnarsókn og væntum góðs samstarfs við hann í þágu sóknarbarna á gleði og sorgarstundum. Mynd Þorvarður Árnasson

Bókakynning Smásagnasafn með myndum en engum orðum Sögur, bók Sigurðar Mar, er ekki hefðbundin ljósmyndabók heldur einskonar smásagnasafn nema í henni eru engin orð heldur bara myndir. Myndirnar gefa vísbendingar um aðstæður, atburði eða augnablik og skilja eftir spurningar sem lesandinn verður að leita svara við hjá sjálfum sér og spinna upp sínar eigin sögur. Bókin getur því gagnast hverjum sem er, óháð móðurmáli eða lestrarkunnáttu. Sigurður Mar hefur haft áhuga á þjóðsögum frá því að hann man eftir sér. Hann er alinn upp við trú á álfa og huldufólk á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, fæðingarstað Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara. Hann hefur starfað við ýmiskonar ljósmyndun um árabil en lengst af sem fréttaljósmyndari. Þar er gjarnan miðað við að myndin geti staðið ein og sagt alla söguna án texta sér til stuðnings. Sigurður hverfur frá þessari reglu í bókinni og myndirnar eru augnablik í atburðarás sem enginn veit um hver er þannig að myndin segir alls ekki alla söguna. Innblástur að myndunum sækir Sigurður í Þjóðsögur og ævintýri, goðafræði og í náttúruna sjálfa en hann segir að margir staðanna sem myndirnar eru teknar á, hafi kallað fram ákveðnar kringumstæður sem hann hafi svo síðar fest á filmu. Bókin er til sölu á Bókasafninu, í Nettó og hjá höfundi.


6

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Eystrahorn

Endurvinnanlegu efnin undir jólatrénu. Um jólin fellur til mikið af pappír og öðru rusli frá heimilum. Sveitarfélaginu hafa borist spurningar um hvort þessi efni séu endurvinnanleg. Jólapappír á að meðhöndla eins og annan pappír og setja í grænu tunnuna. Pakkaböndin eru núna endurvinnanleg þau eru flokkuð eins og plast. Frauðplast sem er til varnar ýmsum raftækjum og brothættum varningi er einnig endurvinnanlegt og má fara í grænu tunnuna. Það er líka hægt að endurnýta jólapappír og nota hann næstu jól. Þá vilja starfsmenn Áhaldahúss biðja fólk um að setja ónýtu jólaseríurnar ekki í grænu tunnuna því það er því miður ekki enn hægt að endurvinna jólaseríur.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

jaspis@jaspis.is Snorri og Heiða Dís

Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með þökk fyrir góðar viðtökur á árinu sem er að líða. Hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári.

Eigendur og starfsfólk Hótels Hafnar

Nýtt húsnæðisbótakerfi. Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að eitt af helstu verkefnum fráfarandi ríkisstjórnar var að gera umbætur á húsaleigubótakerfinu. Nú um áramótin verður breyting á umsóknarferli og afgreiðslu húsaleigubóta en öll umsýsla almennra húsaleigubóta færist til Vinnumálastofnunar sem er að opna sérstaka Greiðslustofu húsaleigubóta sem staðsett er á Sauðárkróki. Þessar breytingar munu hafa þau áhrif að allir þeir sem eru með húsaleigubætur í dag þurfa að sækja um að nýju til Greiðslustofu húsaleigubóta fyrir árið 2017. Opnað var fyrir umsóknir 21. nóvember og eru allir þeir sem þiggja húsaleigubætur í dag hvattir til að kanna stöðu sína og sækja um húsaleigubætur fyrir árið 2017 til Greiðslustofu. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna á heimasíðu Greiðslustofu húsnæðisbóta husbot.is Umsækjendur húsnæðisstuðnings bera sjálfir ábyrgð á því að sækja um sínar húsaleigubætur og geta nálgast húsaleigusamninga sína á bæjarskrifstofur. Sveitarfélagið mun áfram sjá um afgreiðslu og framkvæmd vegna húsnæðisstuðnings til foreldra framhaldsskólanema á aldrinum 15-17 ára sem og sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélagið mun setja sér reglur vegna sérstakra húsaleigubóta og nemabóta sem verða kynntar síðar.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

7

Jólaball og spilavist Hið árlega jólaball kvenfélagsins Vöku verður haldið í Mánagarði þriðjudaginn

27. desember kl. 16.00.

Söngur, dans, sveinkar og góðgæti. Allir velkomnir. Miðvikudaginn 28. desember kl. 20:00 verður svo spilavistin vinsæla í Mánagarði, Fyrsta kvöld af þremur. Með jólakveðju, Kvenfélagið Vaka

GLEÐILEG JÓL Óskum Austur–Skaftfellingum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Vátryggingafélag Íslands Svava Kr. Guðmundsdóttir

Kæru ættingjar og vinir. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og færsælt nýtt ár. Þökkum kærleiksríkar stundir á liðnum árum. Hugheilar jólakveðjur

Kiddý og Kristinn

Höfum mikið og vandað úrval af úrum, skartgripum og gjafavörum, vonumst til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ert þú þreytt(ur)í skrokknum þegar þú ferð á fætur? Er það hugsanlega rúmið? Líttu við hjá okkur við erum með mikið úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum. Tilboð á borðstofuborðum. Verið velkomin. Kaffi á könnunni. Opið: fimmtudaginn 22. des til kl 20:00 Þorláksmessa 23. des til kl. 22:00 aðfangadag 24. des til kl. 10:00-12:00 Opnunartími milli hátíða: Lokað þriðjudaginn 27. des Miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 13-16

Húsgagnaval


8

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Eystrahorn

Reisir stjörnustöð í Hornafirði aðrar sólstjörnur og þær finnist víðar en í okkar eigin sólkerfi.“ Athuganir á breytistjörnum kalla á öguð vinnubrögð og eru afar tímafrekar. Oftast er einblínt á aðeins eina stjörnu alla nóttina, eða yfir þann tíma sem vitað er að hún breyti birtu. Oft byrja ljósmælingarnar strax og dimma tekur og stjarnan mæld afar nákvæmlega kannski samfleytt í 4 til 8 klst.

Ísland á kortið

Í Nesjahverfi í Hornafirði er verið að reisa aðstöðu undir stjörnusjónauka, reyndar þann stærsta sem verður í einkaeigu hér á landi. Einhverjum dytti í hug að spyrja, hvers vegna að setja upp slíka aðstöðu í bakgarðinum en „það ræðst af aðstæðum hér á landi til stjörnuathugana“, útskýrir Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, fyrir blaðamanni Eystrahorns. Hann er jafnframt einlægur stjörnuáhugamaður og í forsvari framkvæmdanna. „Veðráttan hér er svo duttlungafull að það verður að grípa þau tækifæri sem gefast, ef ætlunin er að áorka einhverju í stjarnmælingum. Því er einfaldlega best að hafa aðstöðuna innan seilingar og tækin tilbúin.“ Frá vetri 2014 höfum við haft aðstöðu á Markúsarþýfishól, þar sem sambærilegur en smærri sjónauki er til staðar. Nýi sjónaukinn er of stór í húsið

og því var nauðsynlegt að smíða nýja byggingu utan um hann.“ Snævarr hefur um árabil sinnt athugunum á svonefndum breytistjörnum. Þessar stjörnur skína ekki stöðugar heldur deyfast eða birta upp með tíma. Mæligögnum um þær er m. a. safnað í alþjóðlega gagnabanka. „Þetta er sífelluvöktun, eins og við þekkjum varðandi veðrið eða jarðskjálfta. Stundum þarf að safna gögnum áratugum saman eða lengur til að skilja ýmsa ferla í náttúrunni. Til eru mælingar á nokkrum breytistjörnum frá 18. og 19. öld. Svo langur vöktunartími hefur verið lykillinn til að skilja hegðun þeirra.“ „Breytistjörnur eru ein ástæða þess að við höfum skilning á eðli stjarna og þekkjum ýmis grundvallaratriði þeirra, eins og stærðir, massa og hita“ segir Snævarr. „Birtubreytingar hafa meira að segja staðfest að reikistjörnur (svonefndar fjarreikistjörnur) hringsóla um

Síðastliðinn sunndag stóð Karlakórinn Jökull fyrir árlegum aðventutónleikum í Hafnarkirkju ásamt framúskarandi listafólki : Lúðrasveit hornafjarðar, Gleðigjafar, Kvennakór Hornafjarðar, Stakir jakar, Tónskóli Austur-Skaftafellsýslu, Samkór Hornafjarðar, ásamt Soffíu A. Birgisdóttur sem sá um kynningu fyrir okkur. Að því tilefni viljum við þakka listafólkinu sem tók þátt í tónleikunu. Eins og fram kom á tónleikunum var allur ágóði sem kom inn veittur til Krabbameinsfélags Suðausturlands sem er aðildarfélag Krabbameinsfélagi Íslands, upphæðin sem safnaðist var kr. 537.000. Helsta hlutverk félagsins er að vinna að forvörunum

„Fáir safna gögnum um fjarreikistjörnur, vegna þess að mælingar eru flóknar og krefjast góðra mælitækja.“ segir Snævarr. „Ljósbreytingin er oft ~ 1% og kannski helst líkt við að nema þá birtubreytingu á ljóskastara í tuga km fjarlægð, sem verður þegar fluga flýgur framan á hann. Ég er eini Íslendingurinn og einungis sex aðrir sinna slíkum verkefnum á norðurlöndum. “ Þessi þátttaka er því mikilvæg vísindasamfélaginu og það er gaman að Ísland er komið á kortið.“ Í vetur verður settur upp hátæknisjónauki með 40 cm safnspegli í stjörnuhúsið. Sjónaukinn er tölvustýrður og fylgir eftir göngu stjarna með undraverðri nákvæmni. Hann safnar 4400 falt meira ljósi en mannsaugað nemur. Í þessu gildir að því stærri sem sjónaukinn er, því bjartari verður myndin. „Fyrir stjörnumælingarnar, verða niðurstöður skýrari og auðvelda túlkun“, segir Snævarr. Hvað með okkur hin, fáum við sem erum forvitin um þetta tækniundur eða stjörnuhiminninn að rýna einhvern tíma í sjónaukann? „Megintilgangurinn er auðvitað vísindalega hliðin en sjálfsögðu verður boðið til stjörnuskoðunar,

og standa fyrir fræðslu fyrir almenning um forvarnir gegn krabbameini sem og að styrkja einstaklinga sem greinast og þurfa á meðferð að halda. Einnig kom fram að kórinn styrkti kirkjuna í tilefni að hálfar aldar afmæli hennar með lítils hátta gjöf sem Einar Björn Einarsson hjálpaði okkur með að fjármagna . Þökkum við honum fyrir stuðninginn og er þetta ekki i fyrsta skipti sem við karlakórsfélagar leitum til hans um aðstoð.

eftir að sjónaukinn hefur verið settur upp. Við Kristín [Hermannsdóttir] á Náttúrustofunni höfum síðustu vetur boðið gestum í stjörnuskoðun frá stjörnuhúsinu á Markúsarþýfishól. Við höfum í hyggju að halda því áfram. Við auglýsum viðburði á heimasíðu Náttúrustofu (nattsa.is) og látum boð ganga til hóps hér á Höfn, sem hefur sýnt stjörnuskoðun áhuga. Við hvetjum sjálfsögðu alla áhugasama að skrá sig á listann. Það auðvitað undir veðri komið hvenær tækifæri gefst en eins og flestir hafa orðið varir við hefur veðráttan í vetur verið óheppileg til þessarar iðkunar.

Á eftir að flytja sjónaukann heim Búið er að kaupa sjónaukann en hann er enn í geymslu í Bandaríkjunum. Vonast er til að hægt verði að flytja hann heim á næstunni. Þetta er kostnaðarsamt átak og byggingin fór fram úr fjárhagsáætlunum. Velviljað útgerðarfyrirtæki hér á Höfn ætlar að styðja undir flutning sjónaukans til landsins með 150 000 kr. styrk en kostnaður getur numið um 150-300 þús kr. umfram það. „Vonast er eftir fleiri styrktaraðilum og geta þeir sem eru velviljaðir því að vísindarannsóknum sé sinnt frá Hornafirði keypt styrktarlínu í skýrslu um notkun stjörnusjónauka sem Náttúrustofa Suðausturlands mun gefa út. Þar verður gerð grein fyrir styrktaraðilum verkefnisins. Það er full ástæða til að styðja og styrkja svona áhugavert framtak einstalinga og frumkvæði.

Karlakórinn Jökull óskar öllum Gleðilegra Jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir ánægjulega samverustundir á árinu sem er að líða.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

9

Þekkingarsetrið Nýheimar óskar Hornfirðingum til sjávar og sveita gleðilegra jóla með vonum um farsælt komandi ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða

Óska öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja, Rakarastofa Baldvins

Skrifstofuskólinn vorönn 2017

Helstu námsþættir: Tölvu- og upplýsingatækni  Tölvubókhald  Þjónusta og símsvörun  Viðskiptaenska  Tollskýrslugerð  Verslunarreikningur  Sjálfstyrking og ferilskrá 

Innritun er hafin! Verð: 49.000 Upplýsingar hjá Fræðslunetinu Sími: 560 2030 eða hjá Eyrúnu og Nínu í Nýheimum

Skrifstofuskólinn er námsbraut fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði...

Námstími: janúar - júní 2017 Dreifnám um allt Suðurlandi.

Er undanfari Skrifstofuskóla II.

Lengd 240 kennslustundir. Meta má námið til framhaldsskólaeininga.

FRÆÐSLUNETIÐ - símenntun á Suðurlandi Fjölheimum | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími 560 2030


10

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Eystrahorn

Í leit að eftirlegukindum

(Erindi þetta var flutt, lítillega breytt, sem jólahugvekja í Hafnarkirkju, 11. desember sl.)

„Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig undir hana, hver á sína vísu. Slíkt er hægt að gera með mörgu móti.“ Á þessum orðum hefst hin stutta skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa, sem fjallar um mann sem fer með hund og hrút um íslensk öræfi í leit að eftirlegukindum. Hann hreppir ofsaveður en kemst þó aftur til byggða hrakinn og þrekaður. Á nokkrum stöðum á landinu hefur verið tekinn upp sá siður að lesa Aðventu fyrir almenning og er það gert þriðja sunnudag í aðventu, þegar kveikt er á hirðingjakertinu. Sagan er lesin í Gunnarshúsi, aðsetri rithöfundasambands Íslands í Reykjavík; á Skriðuklaustri þar sem Gunnar bjó, eins og alþekkt er, sem og á Egilsstöðum. Kannski víðar, ég veit það ekki, en ég þekki hins vegar marga sem lesa bókina fyrir sjálfa sig á aðventunni og hafa gert í mörg ár. Aðventa kom fyrst út fyrir 80 árum, árið 1936, þá reyndar á þýsku og ári síðar á dönsku. Á íslensku birtist sagan fyrst í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar árið 1939 og aftur í þýðingu Gunnars sjálfs árið 1963, en eins og kunnugt er þýddi hann og endurskrifaði flestar sögur sínar sem aðrir höfðu áður þýtt eftir að hann flutti aftur heim til Íslands; það var hans leið að marka sér stað í heimi íslenskra bókmennta. Ekkert verka Gunnars hefur verið þýtt á eins mörg tungumál og Aðventa og í Bandaríkjunum var hún prentuð í hálfri milljón eintaka; hún var „bók mánaðarins“ í vinsælum bandarískum bókaklúbbi og sú kenning er lífseig að sagan hafi orðið Ernest Hemingway innblástur að sögunni Gamli maðurinn og hafið. Einn þeirra sem les Aðventu fyrir hver jól er rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson. Hann skrifar í blaðagrein: „Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið Aðventu, en fyrir tíu eða ellefu árum tók ég upp á þeim sið að lesa söguna um Benedikt og félaga hans yfir jólin, byrja á Þorláksmessu, klára á jóladag, les hægt, nýt þess, eins og maður nýtur þess að sitja lengi hjá gömlum vini.“ Hér lýsir höfundur sem þekktur er fyrir sinn fallega stíl hvernig hann nýtur þess að lesa vel skrifaðan texta og víst er að Jón Kalman hefur lært af Gunnari, kannski ekki síst að lýsa ofsafengnu veðri á öræfum. En hvað er það við Aðventu sem kallar á endurtekinn lestur á þessum árstíma? Sagan gerist á aðventunni og segir eins og áður var nefnt frá manni sem fer með hund og hrút um íslensk öræfi í leit að eftirlegukindum. En hún tengist aðventunni á dýpri hátt en bara þeirri staðreynd að hún gerist á þessum árstíma. Áður en ég vík að því ætla ég að rekja aðeins tilurðarsögu bókarinnar. Þann tíunda desember árið 1925 hélt hópur manna á fjöll á Austurlandi til að leita kinda. Einn leitarmanna var Benedikt Sigurjónsson, kallaður Fjalla-Bensi, maður með þekkti öræfin eins og lófann á sér. Þremur dögum síðar hélt hópurinn aftur til byggða með þær kindur sem fundist höfðu, allir nema Fjalla-Bensi, hann hélt leitinni áfram einn síns liðs. Hann leitaði hrossa og síðan kinda á Mývatnsöræfum. Hann lenti í miklum hrakningum og kom ekki af fjöllum fyrr en á öðrum degi jóla, tæpum tveimur vikum síðar. Þá voru menn byrjaðir að skipuleggja leit að honum. Sex árum síðar birtir Þórður Jónsson frásögn í tímaritinu Eimreiðinni þar sem hann rekur svaðilför Fjalla-Bensa. Þá frásögn les Gunnar Gunnarsson úti í Danmörku og þegar danska tímaritið Julesne biður hann um að skrifa sögu sem gerist á Íslandi verður frásögn Þórðar honum innblástur í smásögu sem hann kallar Den gode hyrder eða Góða hirðinn. Henni mætti lýsa sem skáldlegri endursögn á hrakningasögu Fjalla-Bensa. Fimm árum síðar fær Gunnar beiðni frá Þýskalandi um að skrifa stutta skáldsögu í bókaflokk þar í landi og hann endurvinnur smásöguna og skrifar Aðventu.

Gunnar Gunnarsson yngri, birt með leyfi Gunnarsstofnunar Sagan sjálf, um Benedikt og leit hans af kindum uppi á öræfum í einum harðasta mánuði íslensks vetrar (þó ekki í ár), á því sínar rætur sínar að rekja til raunveruleikans. Maður fer með hund og hrút um öræfi í desember, leitar að kindum, hreppir ofsaveður en kemst hrakinn og þrekaður til byggða. Hljómar þetta ekki sem einföld saga? Íslensk bókmenntahefð er rík af svona frásögnum; af hrakningum á heiðavegum, af manni sem stendur einn andspænis óblíðum náttúruöflum. Aðventa er kannski einföld á yfirborðinu en hún hefur dýpri merkingu en virðast kann við þá stuttu lýsingu á efni hennar sem ég hef gefið. En við þann þráð bætist stíllinn sem er blæbrigðaríkur og fallegur, sem og hugleiðingar söguhöfundar sem eru í senn almennar og heimspekilegar. Í sögu Gunnars heitir aðalpersónan Benedikt, líkt og áður nefndur Fjalla-Bensi, en við skulum líka hafa í huga að Benedikt er Biblíunafn – Benedictus – og merkir „hinn blessaði“. Benedikt er ókvæntur og barnlaus (á milli línanna má lesa ástarsögu hans) og hefur verið vinnumaður á bóndabæ alla sína ævi. Hann er 54ra ára þegar sagan gerist og er að fara sína 27undu ferð inn á öræfi að leita kinda. Ferðafélagar hans eru hundurinn Leó og hrúturinn Eitill. Þetta þríeyki drífur áfram frásögnina, allir þrír hafa sterk persónueinkenni og á milli þeirra þriggja ríkir skilningur og trúnaðartraust. Gunnar lýsir sambandi þeirra svona: Þessir þrír höfðu nú um nokkurt árabil verið óaðskiljanlegir, þegar um slíka leiðangra var að ræða, og þekktu nú orðið hver annan út í æsar, með þeim djúprætta kunnugleika, sem ef til vill tekst aðeins milli alveg fjarskyldra dýrategunda, þar sem enginn skuggi eigin sjálfsveru, eigin blóðs, eigin óska eða fýsna, villir um né veldur myrkvun. Aðventa hefur verið túlkuð á ýmsa vegu. Einn ritdómarinn gaf henni þá umsögn að hún væri „stórkostlegt vetrarljóð“ sem héldi „athyglinni vakandi, þó að efnið sé í raun og veru ekki mikið“. Annar benti á að rauði þráðurinn í Aðventu væri – líkt og öðrum verkum Gunnars – staða mannsins í tilverunni; að „vera ábyrgur, leita sannleikans og kjarna tilverunnar, reyna að skilja stöðu mannsins“. Aðrir hafa fullyrt að Gunnar hafi markvisst haft ævi Krists í huga þegar hann skrifar söguna; að líta eigi á för Benedikts sem sviðsetningu á ævi og boðskap

Krists. Vissulega verður manni hugsað til Krists og hans boðskapar við lestur á Aðventu. Benedikt er að minnsta kosti manneskja sem af innsta eðli skilur kjarnann í boðskap Krists. Í Aðventu er oft vísað beint eða óbeint í Biblíuna enda er hún Benedikti töm og hugur hans leitar að sjálfsögðu til boðskapar Krists á sjálfri aðventunni. Frásagnarinnar má þó njóta án hins kristilega s a m h e n g i s en það eykur óneitanlega dýpt merkingarinnar Soffía Auður Birgisdóttir að þekkja hin kristilegu tákn. Það er ekki tilviljun að sagan hét í frumgerð sinni Góði hirðirinn; hún kallast á við frásögnin af góða hirðinum í Jóhannesarguðspjalli og frásögn Jesú af týndu sauðunum. Flestir kunna skil á slíku líkingamáli og óþarft að fjölyrða um það. Sagan bendir á líf sem er lifað að fordæmi Krists og á einum stað hugsar Benedikt með sér: Því hvað var líf hans, rétt á litið, hvað var líf mannsins á jörðinni ef ekki ófullkomin þjónusta sem helgaðist af bið eftir einhverju betra, eftirvænting, undirbúningi - þeirri ákvörðun að láta gott af sér leiða. Við getum vafalaust enn í dag dregið lærdóm af aðventuför Benedikts inn á íslensk öræfi og hugleitt hvar þær „eftirlegukindur“ sé að finna sem helst þurfi á hjálp okkar að halda í dag. Jafnvel leitt hugann frá öræfum út á veraldarhafið þar sem flóttamenn velkjast og drukkna í hundraðatali. Eða inn í okkar nærsamfélag þar sem mætti kannski benda á ungmenni sem mörg hver eru týnd, kvíðin og angistarfull. Slíkar ógöngur geta kostað líf, eins og dæmin sanna, og brýnt er að leggja af stað í leiðangur – í leit að lausnum. Erum við fær um að finna „eftirlegukindurnar“ okkar, koma þeim til byggða – koma þeim farsællega til manns?


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

11

Sérfræðingur á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings á Höfn. Um er að ræða 100% starf Vatnajökulsþjóðgarður er rekinn af samnefndri ríkisstofnun og nær landsvæði hans yfir allan Vatnajökul og stór landsvæði utan hans, alls um 14.000 km2. Á Höfn er gestastofa þjóðgarðs og sinnir starfsstöðin þjóðgarðssvæðum í nágrenni Hafnar. Viðkomandi sérfræðingur heyrir undir þjóðgarðsvörð suðursvæðis og verður með starfsstöð á Höfn. Starfið er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt og felur m.a. í sér:  Umsjón með daglegum rekstri gestastofu á Höfn  Starfsmannahald, skipulagning vinnu og verkstjórn.  Móttaka, fræðsla og þjónusta gesta.  Samstarf við stofnanir, skóla, ferðaþjónustuaðila, félagasamtök, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila  Fagleg vinna við landvörslu, öryggismál og aðgengi gesta.  Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:  Háskólapróf, önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi.  Þekking og reynsla af starfsmannahaldi og uppgjöri æskileg.  Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum.  Þekking á ferðamennsku og fræðslu til ferðamanna.  Þekking á náttúru Íslands.  Góð íslensku- og enskukunnátta; fleiri tungumál kostur.  Landvarðaréttindi eru kostur sem og að viðkomandi hafi starfað við landvörslu.  Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í störfum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður, á skrifstofutíma í síma 470 8331 eða í tölvupósti helga@vjp.is. Umsóknir og ferilskrá sendist rafrænt á ofangreindan tölvupóst í síðasta lagi 16. janúar 2017. Gæta þarf þess að fá staðfestingu á móttöku umsóknar. Í umsókn þarf að gera grein fyrir menntun og reynslu sem umsækjandi telur að nýtist í þessu starfi en henni þarf einnig að fylgja ferilskrá þar sem eru tilteknir meðmælendur sem hægt er að hafa samband við vegna umsóknarinnar.

Þorláksmessa á Hótel Höfn Skötuveisla Uppi kl. 11:30-13:30

Skata, plokkfiskur, brauðsúpa og ris a la mande. Verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.900 kr.

Opnunartími kl. 17-21

Lokað 24. desember – 5. janúar vegna framkvæmda

Pizza hlaðborð Niðri kl. 11:30-13:30

Pizzur, franskar og kokteilsósa. Verð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.890 kr. Verð 6-12 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 950 kr. Frítt fyrir yngri en 6 ára

Jólabjór og notaleg stemmning fram að jólum


markhönnun ehf

Jólakjötið færðu í Nettó Hangiframpartur Hangiframpartur úrbeinaður - Kjötsel

Hangilæri Hangilæri úrbeinað - Kjötsel

úrbeinaður - Kjötsel KR

KR KG 2.294 KG 2.294 Áður: 2.798 kr/kg

úrbeinað KR - Kjötsel

KR KG 2.962 KG 2.962 Áður: 3.798 kr/kg

Áður: 2.798 kr/kg

Áður: 3.798 kr/kg

ViltuViltu hafahafa þaðþað hefðbundið hefðbundið um um jólin... jólin...

Kalkúnn heill Kalkúnn heill Frosinn - Allar stærðir

Frosinn - Allar stærðir

KR KR KG 998 998 KG

40%40%

Hamborgarhryggur Hamborgarhryggur snyrtur og úrbeinaður - Kjötsel

snyrtur KR og úrbeinaður - Kjötsel

KR KG 1.7391.739 KG Áður: 2.898 kr/kg

40%40%

Áður: 2.898 kr/kg

Hangilæri

Hangilæri með beini - Kjötsel með KR beini - Kjötsel

Rjúpubringur Rjúpubringur 400 gr.

KR 2.1462.146 KG KG Áður: 2.384 kr/kg

400 gr.

KR KR 1.9981.998 pK pK

Áður: 2.384 kr/kg

Bayonneskinka Bayonneskinka Kjötsel Kjötsel

KR KR 1.198 1.198 KG KG

Áður: 1.996 kr/kg Áður: 1.996 kr/kg

40%40% Okkar Laufabrauð Okkar Laufabrauð 8 stk. 8KR stk.

KR 1.0941.094 pK pK Áður: 1.367 kr/pk

Áður: 1.367 kr/pk

Humar

Humar án skeljar 800 gr. poki. ánKRskeljar 800 gr. poki. KR 2.9992.999 pK pK Áður: 4.998 kr/pk

Áður: 4.998 kr/pk

HS Skelbrot HS Skelbrot blandað - 1 kg blandað - 1 kg KR

KR 3.4693.469 KG KG Áður: 3.895 kr/kg

Áður: 3.895 kr/kg

Hamborgarhryggur Hamborgarhryggur KEA KEA

KR KR 1.7981.798 KG KG

Tilboðin gilda 21 . – 24. desember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


%

Hátíðarlambalæri Hátíðarlambalæri Hátíðarlambalæri marinerað - Goði

Hátíðarlambalæri marinerað - Goði

KR KR KG 1.594 KG 1.594 Áður: 1.898 kr/kg

Áður: 1.898 kr/kg

Kalkúnabringur Erlendar Kalkúnabringur Erlendar KR

KR 2.0982.098 KG KG Áður: 2.498 kr/kg

Áður: 2.498 kr/kg

20%20%

Hreindýralundir Hreindýralundir KR

með 6 brauðum

KR KR 1.2781.278 pK pK Áður: 1.598 kr/pk

Áður: 1.598 kr/pk

KR 7.9107.910 KG KG

Nautalundir Danish CrownNautalundir 1,2 - 1,5 kg.

Áður: 8.989 kr/kg Áður: 8.989 kr/kg

Danish KR Crown 1,2 - 1,5 kg.

KR 3.4383.438 KG KG Áður: 4.298 kr/kg

20%20% Goði Pítubuff Goði Pítubuff með 6 brauðum

...eða...eða viltuviltu hafahafa þaðþað framandi framandi

Áður: 4.298 kr/kg

Only Jólakúlur Only Súkkulaði 400 gr. Jólakúlur KR Súkkulaði 400 gr. KR pK pK

498 498

Annas Piparkökuhús Annas Piparkökuhús 300 gr. 300 gr.

395 KRSTK395 KRSTK

Áður: 599 kr/pk Áður: 599 kr/pk

34%34%

Opnun verslana yfiryfir hátíðarnar Opnun verslana hátíðarnar

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


14

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Eystrahorn

Náttúrustofa Suðausturlands – Horft um öxl í árslok

Náttúrustofa Suðausturlands var stofnuð árið 2013 og eru höfuðstöðvar hennar á Höfn í Hornafirði. Þar starfa þau

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður stofnunarinnar og Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur. Blaðamaður Eystrahorns tók Kristínu tali um hvað borið hefði á daga Náttúrustofu árið 2016.

„Við færðum örlítið út kvíarnar í ár“ segir Kristín „því að nýr starfsmaður tók til starfa á Kirkjubæjarklaustri í sumar. Sú heitir Rannveig Ólafsdóttir og er náttúruog umhverfisfræðingur að mennt. Það hefur lengi staðið til að fá starfsmann á Klaustri því Skaftárhreppur er aðili að

Náttúrustofu Suðausturlands, ásamt Sveitarfélaginu Hornafirði með stuðningi ríkisins. Hennar starf er að mestu tengt málefnum jökulvatna í Skaftárhreppi.“ Síðan stofan var sett á laggirnar hafa fjölbreytileg verkefni mætt starfsfólki, eiginlega allt á milli himins og jarðar og var starfsárið 2016 engin undantekning. Flest snúast þau um náttúrufar á Suðausturlandi en með starfsmann á Klaustri mun þeim einnig fjölga í Skaftárhreppi á næstu árum. „Það sem kemur kannski fyrst í huga eru verkefnin sem snúa að ánni Míganda og tillögur að áningastöðum við hringveginn hér í sýslunni“, segir Kristín. „Mígandi rennur í Skarðsfjörð og var gerð rannsókn á lífríkinu við og í ánni sumarið 2015. Sögusagnir voru um að farveginum hefði verið breytt fyrir fjölmörgum áratugum og upp komu spurningar um hverjar afleiðingarnar yrðu við endurheimt. Þetta mál hefur reyndar tekið á sig ýmsar hliðar og líklega var áin aldrei færð, en flóðavarnir settar nærri

Fláajökull og nokkrir nemendur FAS í mælingaferð að jöklinum. Talsvert samstarf er milli Náttúrustofu og FAS vegna náttúrufræðikennslu og rannsókna.

fossinum í Bergá. Okkur þótti mikilvægt að rannsaka lífríkið á áhrifasvæði árinnar til að hafa samanburð ef breytingar yrðu í farvegi árinnar og voru niðurstöðurnar gefnar út í skýrslu nú í vor.“ „Aukinn ferðamannastraumur hefur sett mark sitt á umferðina á Suðausturlandi, eins

og

allir

vita.

Ásamt

nokkrum

fagaðilum lukum við einnig við tillögur að áningastöðum á leiðinni á milli Skeiðarársands austur að Streiti, milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur. Þessar tillögur gáfum við einnig út í skýrslu.“ „Annars eru fjölmörg verkefni sem við sinnum hvert ár og þau taka oft talsverðan tíma“, útskýrir Kristín. „Við sinnum t.d. jöklamælingum á eiginlega flestum jöklum í sýslunni, austan Öræfajökuls. Sumar þessara mælinga eru nýttar í samstarfi við Jöklarannsóknafélagið en aðrar eru hluti verkefna sem við sinnum í eigin þágu. Ég get nefnt grein sem birtist í vísindatímaritinu Jökli, um hlaup sem átti sér stað í Gjávatni haustið 2015 en að öllum líkindum hjálpuðu miklar úrkomur því að það hljóp af stað. Nú er í vinnslu grein um Esjufjallarönd sem við vonumst til að verði birt á næstu

Björgunarfélag Hornafjarðar vill óska Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum veittan stuðning á árinu sem er að líða.

misserum. Þetta er þó aðeins brot af því efni sem varðar jöklana á Suðausturlandi og eru í vinnslu.“ Til að auðvelda mælingar á hopandi jöklum, einkum þeim sem hafa lón framanvið sporðana, keyptu náttúrustofan og FAS saman dróna í haust. Hann hefur þegar verið notaður þessu tengt en ásamt kennurum og nemendum FAS var hann með í mælingaferð að Heinabergsjökli. Verkefni Náttúrustofu eru þó fleiri en hvað viðkemur jöklum. Kristín segir að síðasta sumar hafi verið gerð mæling á uppskerutapi vegna ágangs gæsa í ræktarlönd bænda, þriðja árið í röð, en skýrsla um verkefnið er í vinnslu. Kristín nefnir einnig vöktun á fiðrildum og fuglatalningar sem eru unnar í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. „Þessum athugunum er mikilvægt að viðhalda, hér er mikilvægur viðkomustaður farfugla og hér eru menn sem hafa mikla þekkingu á fuglum.“ Efni sem Náttúrustofan gefur út er hægt að nálgast hér: http://nattsa.is/utgefidefni/

Vonumst til að sjá sem flesta í flugeldasölunni fyrir áramótin, sem verður opin frá 28. des kl. 14-22 29. des kl. 12-22 30. des kl. 12-22 31. des kl. 10-14 og einnig fyrir þrettándann 6. jan kl. 14-19


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Bókakynning Á meðan straumarnir sungu er endurminningabók séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar frá fyrri hluta ævi hans. Höfundur, sem er fæddur 1928, segir hér frá Fljótshlíð bernskuáranna og síðar námsárum við MA og syðra. En meginhluti bókarinnar fjallar um Öræfi, Suðursveit og Mýrar þar sem Sváfnir þjónaði sem prestur frá 1952 til 1963. Þegar fjölskyldan settist að á Kálfafellsstað voru þjóðhættir þar eystra um margt með afar fornu sniði. Samgöngur enn eins og verið höfðu um aldir enda jökulföllin eystra óbrúuð og svaðilfarir hluti af prestsstarfinu. Hinn ungi prestur var jafnframt bóndi og sjómaður frá hafnlausri strönd. Höfundur lýsir því þegar honum var falið að vera kollubandsmaður á Vagninum, árabát skipuðum bændum úr Borgarhöfn og Miðþorpi. Lifandi lýsing á sjósókn Suðursveitunga er í senn skemmtileg aflestrar og mikilvæg heimild um síðustu ár sjósóknar á þessum slóðum. Sama á við um þá sögulegu þjóðlífsmynd sem hér er dregin upp af afskekktum sveitum þar sem samheldni og menningarlíf er í blóma. Einstök stílgáfa og kímni gera bókina alla að listaverki. Á meðan straumarnir sungu er ekki sjálfsævisaga í venjulegum skilningi þess orðs enda gerir sunnlensk frásagnarhefð höfundi ókleift að hefja upp eigin afrek og ævistarf. Þess í stað er hér á ferðinni heimild um merka sveitamenningu sem lýst er af nærfærni og ást á viðfangsefninu. Bókin fæst í Nettó

Opnunartími hjá Sundlaug Hornafjarðar yfir hátíðarnar Um leið og starfsfólk sundlaugar óskar öllum gleðilegrar hátíðar, auglýsum við opnunartímann hjá okkur yfir jólahátíðina. 23. desember, Þorláksmessa............... 06:45 - 21:00 24. desember, aðfangadagur............... 09:00 - 11:00 25. desember, jóladagur..................... LOKAÐ 26. desember, annar í jólum............... LOKAÐ 27. desember...................................... 06:45 - 17:00 28. desember...................................... 06:45 - 21:00 29. desember...................................... 06:45 - 21:00 30. desember...................................... 06:45 - 21:00 31. desember, gamlársdagur............... 09:00 - 11:00 1. janúar, nýársdagur.......................... LOKAÐ 2. janúar.............................................. 10:00 - 17:00

Hátíðarkveðjur starfsfólks Sundlaugar Hornafjarðar

Félag eldri Hornafirðinga óskar félögum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samveruna á árinu sem senn kveður. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í starfinu á nýju ári.

Sjórn Félags eldri Hornfirðinga

Sendum frændfólki, vinum, og öðrum lesendum Eystrahorns bestu jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir árið sem er að líða.

Ásta og Albert

15


16

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Eystrahorn

Védís Helga Eiríksdóttir upplýsinga doktor um verðandi foreldra 2002-2012.

Stoltir foreldrar

Nýlega varði Védís Helga Eiríksdóttir doktorsritgerð en systir hennar Eydís Salóme Eiríksdóttir lauk líka doktorsnámi á þessu ári sem voru gerð skil í Eystrahorni. „Við höfum nú oft verið sagðar ansi líkar systurnar. Það kom ósjaldan fyrir að ókunnugt fólk heilsaði mér á göngum Háskólans. Er ekki viðeigandi að fylgjast að í þessu líka, ekki satt? ,,Gaman að þessu“ sagði Védís þegar ritstjóri hafði samband við hana. “Ég er fædd árið 1977 og foreldrar mínir eru Vilborg Gunnlaugsdóttir og Eiríkur Sigurðsson mjólkurfræðingur. Eiginmaður minn heitir Þórir Óskarsson tryggingastærðfræðingur og eigum við þrjú börn, Fjalar Hrafn, Auði Ísold og Steinar Braga. Ég lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu árið 1998, BS-gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og MS-gráðu í lýðheilsuvísindum frá sama skóla árið 2011. Meðfram doktorsnáminu starfaði ég sem stundakennari við Háskóla Íslands en starfa nú sem verkefnastjóri á heilbrigðisupplýsingasviði Embættis landlæknis.

Doktorsvörnin Doktorsvörnin fór fram þann 22. nóvember síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið: Heilsa barnshafandi kvenna og fæðingaútkomur á tímum mikilla efnahagsþrenginga á Íslandi.

Hornafjarðarmeistaramótið verður í NÝHEIMUM sunnudaginn 5. janúar kl. 20:00 Þátttökugjald 500,- kr. Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt Útbreiðslustjóri

Andmælendur voru dr. Tim-Allen Bruckner, lektor við University of California, og dr. Þóra Steingrímsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari minn var dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og leiðbeinandi dr. Helga Zoéga, prófessor við sömu deild. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Arna Hauksdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Sven Cnattingius, prófessor við Karolinska Institutet.

Lyfjagagnagrunnur var notaður til að fá upplýsingar um notkun háþrýstingslækkandi lyfja á meðgöngu. Efnahagsvísar Íslands voru fengnir frá Hagstofu Íslands. Niðurstöðurnar gefa til kynna að konur sem voru ófrískar á fyrsta árinu eftir hrun voru í aukinni áhættu fyrir meðgönguháþrýstingi samanborið við konur sem voru ófrískar fyrir hrun. Samsvarandi aukning fannst á notkun beta-blokka, sem er sá lyfjaflokkur sem mest er notaður við háþrýstingssjúkdómum á meðgöngu. Ennfremur sást aukning í léttburafæðingum á fyrsta árinu eftir hrun, sem virtist vera tilkomin vegna vaxtarskerðingar fremur en styttri meðgöngulengdar. Viðvarandi aukning á vaxtarskerðingu var út rannsóknartímabilið. Þar sem tíðni reykinga á meðgöngu lækkaði á rannsóknartímabilinu, auk þess sem engin breyting varð á líkamsþyngdarstuðli ófrískra kvenna, verður að teljast ólíklegt að þeirri neikvæðu þróun í fæðingarþyngd barna eftir hrun hafi verið miðlað í gegnum verri heilsuhegðun ófrískra kvenna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 hafi

Ágrip af rannsókn Sýnt hefur verið fram á að sveiflur í efnahagsástandi þjóða geta haft áhrif á lýðheilsu. Meginmarkmið doktorsverkefnisins var að rannsaka möguleg áhrif íslenska efnahagshrunsins, haustið 2008, á heilsu barnshafandi kvenna og fæðingarútkomur. Ennfremur að kanna að hversu miklu leyti efnahagsástandið á Íslandi skýrði mögulegar heilsufarsbreytingar hjá ófrískum konum og afkvæmum þeirra. Notuð voru gögn úr fæðingaskrá og mæðraskýrslum þaðan sem fengnar voru upplýsingar um meðgöngutengda háþrýstingssjúkdóma og óhagstæðar fæðingarútkomur, auk reykingavenja á meðgöngu, líkamsþyngdarstuðuls og lýðfræðilegra

Þrír "hornfirskir" doktorar á sama árninu. Systurnar með Soffíu Auði Birgisdóttur.

haft neikvæð áhrif á heilsu barnshafandi kvenna og á fæðingarútkomur þeirra. Neikvæð áhrif efnahagshrunsins á fósturvöxt virðist hafa verið mest hjá viðkvæmustu hópum þjóðfélagsins sem ýtir undir ójöfnuð í fæðingarútkomum eftir þjóðfélagshópum á tímum efnahagsþrenginga. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Leyfi mér að fara með uppáhalds tilvitnun mína á frönsku sem ég minni mig reglulega á: „Vous êtes votre seule limite“ Sagði doktorinn að lokum.

Menningarverðlaun Hornafjarðar 2016 Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2016. Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur ásamt rökstuðningi í bréfaformi í móttöku Ráðhúss Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið bryndish@hornafjordur.is, einnig er hægt að hringja í síma 470-8050. Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 1. janúar 2017.


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Sérstakar kveðjur og þakkir fá vinir mínir sem aðstoðuðu og hjálpuðu mér við smalamennsku í haust.

Unnsteinn í Hvammi Sendum frændfólki, vinum og starfsfólki FAS bestu óskir um gleðiríka jólahátíð og gott komandi ár. Þökkum það liðna.

Biddý og Siddi

Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum frábærar viðtökur á árinu sem er að líða.

Hornfirska Skemmtiféhlagið Óska viðskiptavinum mínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs 2017. Þakka innilega fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu. Birna Sóley. Hársnyrtir og förðunarfræðingur.

Sendum okkar bestu kveðjur með ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum liðin ár. Björn Jón og fjölskylda Kæru vinir og vandamenn. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Jólakveðja

Mummi og Vilborg

17

Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Svava Kristbjörg og Sigrún

Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Kæru vinir og vandamenn. Sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum liðnar stundir og öll ánægjulegu árin á Hornafirði. Kveðja, Sævar, Sigga, Óli Albert, Maríus og Trausti Um leið og við sendum frændfólki, vinum og öðrum Skaftfellingum hugheilar jóla- og nýárskveðjur þökkum við fyrir auðsýnda samúð og kveðjur vegna fráfalls eiginmanns míns Sigurðar Eymundssonar.

Olga Óla Bjarnadóttir og fjölskylda Kæru ættingjar og vinir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir liðin ár.

Jólakveðjur. Ásbjörn og Vigga


18

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Óskum vinum, ættingjum og góðum gestum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Ari og María í Kaupfélagshúsinu og Kaffi Nýhöfn. Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða. Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmenn þeirra

Sendum sóknarbörnum og öðrum lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum fyrir samhug og stuðning við sóknar- og kirkjustarfið á liðnum árinu. Guð blessi ykkur.

Sóknarnefnd Hafnarsóknar Við sendum Austur-Skaftfellingum, ættingjum og vinum, hátíðarkveðjur með ósk um gæfu og gleði á nýju ári.

Anna, Vífill og kötturinn Georg

Eystrahorn

Kæru ættingjar og vinir. Sendum okkar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir árið sem er að líða. Pálína og Sævar Kristinn Miðskeri. Sendi vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár

Sigrún Sæmundsdóttir Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu Óskum öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum góðar viðtökur á árinu sem er að líða

Leikfélag Hornafjarðar Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vélsmiðjan Foss ehf Sendum frændfólki og vinum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum liðnu árin. Halldóra og Gísli, Kirkjubraut 28

Óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka öll liðnu árin.

Halla Bjarnadóttir


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

19

Sendum öllum Hornfirðingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár.

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu.

Eyrún og Nína

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og Gömlubúð.

Kæru ættingjar og vinir! Bestu jóla og nýárskveðjur. Þökkum liðnu árin.

Bestu jóla- og nýárskveðjur þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Heimilisfólkið Stapa

Ég sendi öllum ættingjum og vinum og öllum á hjúkrunarheimilinu á Höfn bestu jóla- og nýársóskir, með kærri kveðju fyrir góðar samverustundir.

Sendum vinum og ættingjum bestu jóla og nýárskveðjur. Megi árið 2017 færa ykkur gleði og góða heilsu.

Jóna og Guðni Karls Sendi sýslubúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Jóhann og Óla

Húsgagnaval

Martölvan ehf Stefán og Sigga

Guðrún Bjarnadóttir, Hofsnesi Sendum vinum, starfsfélögum og vandamönnum. Innilegar jólakveðjur og þökk fyrir liðin ár.

Gréta og Ingvaldur. Óskum vinum, nágrönnum og öllum Hornfirðingum gleðiríkrar jólahátíðar og farsæls nýs árs. Þökkum góðar stundir á árinu sem er að líða. Hittumst hress og kát á nýju ári 2017.

Inga og Step á Dynjanda


20

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

Bestu jóla- og nýjársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar góðar liðnar stundir. Hátíðarkveðjur

Dísa og Gísli Ártúni 3.Framboðið færir Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól, frið og farsæld á komandi ári. Með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Jólakveðjur 3.Framboðið Kæru ættingjar og vinir Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökkum fyrir það liðna

Torfhildur og Snorri

Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Eystrahorn

Kæru ættingjar og vinir. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, þökkum liðið ár.

Ása og Gunnar Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðið ár.

Ása og Birgir Sendi mínar bestu jóla- og nýársóskir og þakka liðin ár.

Friðrik B. Friðriksson, Hraunkoti Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Guðmundur Jónsson

Kæru vinir og fjölskylda. Sendum ykkur öllum, okkar bestu jóla og nýárskveðjur. Með þakklæti fyrir það liðna.

Hafdís og Bjössi Starfsfólk Þrastarhóls ehf. sendir viðskiptavinum og öðrum lesendum Eystrahorns beztu óskir um gleðileg jól. Óskum ykkur alls góðs á komandi ári og þökkum góð samskipti á liðnum árum.

Guðbjartur, Birna og Agnes

Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

H. Christensen ehf. Vinstrihreyfingin Grænt framboð í Hornafirði færir sveitungum sínum bestu óskir um gleðileg jól, frið og farsæld á komandi ári.

Jólakveðja


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

21

Áherslan á ungt fólk í Þekkingarsetrinu Nýheimum

Undanfarin ár hefur þungamiðja starfseminnar í Þekkingarsetrinu Nýheimum miðað að ungu fólki en setrið hefur beint sjónum sérstaklega að þeim hópi. Um þessar mundir lýkur tveimur verkefnum: Mótstöðuafl, fjölþjóðlegu samstarfsverkefni, styrktu af Evrópusambandinu, sem miðaði að því að sporna gegn atgervisflótta ungmenna af landsbyggðinni; og LUV: Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni, styrktu af Byggðarannsóknasjóði, sem miðaði því að finna leiðir til að stuðla að lýðræðisvakningu og aukinni félagslegri virkni meðal ungmenna á landsbyggðinni. Verkefnin eru af sama ranni og fólu í sér rannsóknir á högum ungmenna á aldrinum 13 – 26 í Hornafirði, alls 36 þátttakendur. Rannsóknirnar fólu í sér viðtöl við ungmenni og rýnihópakannanir þar sem leitað var eftir hugmyndum og viðhorfum hópsins til stöðu ungs fólks í samfélaginu, atvinnumöguleika, og tækifæra til framhaldsmenntunar á svæðinu. Einnig var könnuð

þörfin fyrir lýðræðisfræðslu og með hvaða hætti best væri að standa fyrir þannig fræðslu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hópurinn er tiltölulega einangraður í samfélaginu í Hornafirði og óvirkur ef frá er skilið félagsstarf á vegum FAS. Jafnframt komu fram vísbendingar um karllægt og kynjaskipt samfélag með skýrum kynjahlutverkum. Atvinnulífið er fábrotið, tækifærin fá og framavonir háðar fjölskyldutengslum. Þá er framhaldsmenntun á háskólastigi í Hornafirði óhugsandi að mati ungmennanna. Lýðræðisvitund hópsins var takmörkuð og gaf til kynna þörf fyrir fræðslu og valdeflingu. Mikilvægt er að hafa í huga að niðurstöðurnar endurspegla hugmyndir unga fólksins í sveitarfélaginu um þeirra hlutverk og stöðu í samfélaginu. Í þeim felst engin sannleikur fremur en ranghugmyndir heldur tiltölulega einróma viðhorf sem þarf að taka alvarlega. Rannsóknir sýna að svo einstaklingnum líði vel í

匀琀甀氀愀戀愀渀搀椀

félagi við annað fólk þarf hann að gegna hlutverki í samfélaginu, hann þarf að hafa rödd og geta haft áhrif á umhverfi sitt. Til að bregðast við upplýsingunum var ráðist í þrjú ólík fræðslu og valdeflingarverkefni. Haustið 2014 var staðið fyrir jafningjafræðslu fyrir nemendur FAS með áherslu á jafnrétti kynjanna og staðalmyndir kynjanna. Haustið 2015 var staðið fyrir lýðræðisfræðslu og valdeflingu fyrir ungmenni í nemendaráðum og ungmennaráði. Og vorið 2016 var staðið fyrir sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir grunn og framhaldsskólanemendur. Alls tóku ríflega 60 ungmenni þátt í verkefnunum sem tókust vel og leiddu af sér ýmis verkefni og uppákomur, s. s. stofnun félags samkynhneigðra og stofnun femínistafélags í FAS, Druslugöngu og Lifandi bókasafn svo eitthvað sé nefnt. Af öðrum verkefnum sem þekkingarsetrið hefur tekist á hendur á undanförnum árum og miðar að sama hópi er Starfastefnumót í Nýheimum sem haldið var á haustmánuðum. Þar var fjölda fyrirtækja og opinberra aðila í sveitarfélaginu stefnt saman til að kynna starfsemi sína og ræða við gesti. Góð aðsókn var að viðburðinum sem tókst vel. Sem fyrr segir hefur orku þekkingarsetursins að miklu

leyti verið beint að ungu fólki í samfélaginu og svo verður áfram. Í farvatninu eru fleiri verkefni af sama toga. Loftslagsskóli unga fólksins er hugmynd að fræðslu fyrir ungmenni hvaðanæva að um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á náttúrufar og samfélag. Einnig hugmynd um fyrirtækjafræðslu og námskeið í fjármálalæsi fyrir ungt fólk sem byggir á þeim upplýsingum sem þegar hefur verið aflað um hagi ungmenna í sveitarfélaginu. Unnið er að fármögnun verkefnanna sem eru að öllu eða miklu leyti háð styrkjum eigi þau að verða að veruleika. Hér hefur verið stiklað á stóru um stærri verkefni á vegum Þekkingarsetursins Nýheima á liðnum árum. Eftir sem áður er tilgangur setursins að auka lífsgæði á Suðausturlandi eins og segir í skipulagsskrá setursins. Til að svo megi verða þarf þekkingarsetrið að eiga í stöðugu samtali við samfélagið á svæðinu í víðasta skilningi um hvar kröftum þess sé best varið og hvaða verkefnum það skuli sinna. Í því samhengi leika Nýheimar lykilhlutverk sem vettvangur menntunar, menningar, rannsókna og nýsköpunar og eru íbúar í sveitarfélaginu hvattir til að heimsækja Nýheima, kynna sér starfsemina, ræða málin og nýta sér þjónustuna sem þar er í boði. Davíð Arnar Stefánsson


22

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ennfremur sendir félagið viðsemjendum okkar svo og Austfirðingum öllum jólakveðjur í von um að komandi ár verði okkur öllum farsælt. Fyrir hönd AFL starfsgreinafélags Stjórn og starfsfólk

Til góðra verka

Eystrahorn


Eystrahorn

Fimmtudagurinn 22. desember 2016

23


Sendum íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

F.h. bæjarstjórnar Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.