Eystrahorn Fimmtudagur 9. september 2010
32. tbl. 28. árgangur
Eystrahorn
Framhaldsskólinn heilsuskóli
Nemendur frá Trier í heimsókn.
Aftur í nám.
Starfsemi Framhaldsskólans hófst um sl. mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum eru nú 242 nemendur skráðir í skólann. Mesti fjöldi sem verið hefur var um 360 nemendur en þá voru um 200 fjarnemendur. Nú eru um 30% í fjarnámi Starfsfólk við skólann eru 20. Ekki eru miklar breytingar á starfsliði skólans. Þrír kennarar sem voru í fullu starfi síðasta vetur eru hættir og í staðinn koma tveir
nýir í fullu starfi, tveir í hlutastarfi og einn kemur úr námsleyfi. Í skólanum Busarnir mættir . er unnið að ýmisskonar þróunar verkefnum og undirbúningi undir nýja námskrá. FAS ásamt mörgum framhaldsskólum tekur þátt
í verkefni sem heitir heilsuskóli og er undir merkjum Lýðheilsustöðvar. Styrkur fékkst til að vinna að því að tengja saman grasrótarlistnám og skólastarf. Annar styrkur fékkst til að skipuleggja verkefnavinnu nemenda út frá grenndarsamfélaginu og fimm grunnþáttum skólastarfs
sem menntamálaráðherra hefur sett stefnuna á. Unnið er að uppbyggingu á námi í fjallamennsku og grunnnámi í matvælagreinum. Mikil aðsókn er í nám sem skiplagt er fyrir þá sem hafa verið frá námi í einhvern tíma. Ekki má gleyma ferðum á Skeiðarársand og að Mývatni, sem verða í þessari og næstu viku og vonandi verður hægt að gera skil í blaðinu.
Ljósleiðarahátíð í Hofgarði Þann 3. september s.l. voru hátíðahöld í Hofgarði á vegum Fjarskiptafélags Öræfinga sem stofnað var fyrir tveimur árum með Knút Bruun í forystu ásamt syni hans Ingólfi, til að vinna að bættu aðgengi að interneti . Haldið var upp á það þennan dag að Öræfingar eru komnir með háhraðanettengingu og sjá nú allir almennilega í sjónvarpinu, hafa m.a. möguleika á að sjá Stöð 2 o.fl. stöðvar í sjónvarpi auk margra útvarpsstöðva í gegnum ljósleiðaratengingu. Hluti af Suðursveit hefur á sama hátt fengið betri tengingu með þessum hætti. Hálfdán Björnsson á Kvískerjum opnaði nettenginguna formlega. Þarna komu saman heimamenn, tæknimenn og ýmsir sem unnu að verkefninu ásamt fulltrúum bæjarstjórnar. Fyrirtækið Fjarski tók að
sér að setja upp tengibox við hvert heimili og tengingar við ljósleiðarastrenginn sem liggur í jörðu frá Hala að Skaftafelli. Fyrirtækið Vodafone þjónustar nú íbúa svæðisins í gegnum ljósleiðarann og færði Grunnskólanum í Hofgarði gjafir af þessu tilefni, það var tölva og flatskjár. Með þessari háhraðatengingu hafa skapast ný skilyrði fyrir skólastarfið í Hofgarði. Það ríkir almenn ánægja með þennan áfanga í Öræfum þrátt fyrir það sem það kostaði heimamenn. Hvert heimili eða fyrirtæki lagði til um hálfa milljón í verkefnið og auk þess lögðu margir til einhverja sjálfboðavinnu s.s. við lagningu strengsins, og með því að sjá aðkomumönnum fyrir gistingu og fæði. Það hefði þó ekki dugað til ef sveitarfélagið hefði ekki stutt verkefnið dyggilega.
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús