Eystrahorn 1. tbl. 2011

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 6. janúar 2011

1. tbl. 29. árgangur

www.eystrahorn.is

Gleðilegt nýtt ár!

Ljósmynd: Þorri (Þorvarður Árnason)

Jákvæð íbúaþróun og bjartsýni Í nýútgefnum íbúatölum frá Hagstofunni kemur fram að á Hornafirði hafi fjölgað um 27 einstaklinga milli ára. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1997 sem fjölgar og íbúaþróun síðustu tíu ára hefur verið þessi: 2010 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 Sveitarstjórnarkosningarnar á sl. ári voru sögulegar vegna þess að í fyrsta skipti nær eitt framboð meirihluta. Framsóknarflokkurinn hlaut fjóra menn kjörna, Sjálfstæðismenn tvo og Samfylking einn. Á myndinni eru bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra.

2.116 2.089 2.110 2.120 2.186 2.189 2.230 2.305 2.332 2.336

Í áramótapisli Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra

og á kynningarfundum um fjármál sveitarfélagsins kom fram að við erum vel sett miðað við mörg önnur sambærileg samfélög. Möguleikar eru á að viðhalda hér góðu þjónustuog framkvæmdastigi á vegum sveitarfélagsins. Þetta, ásamt jákvæðri íbúaþróun og ýmsum jákvæðum teiknum er fagnaðarefni og ætti að ýta undir bjartsýni á nýju ári. Bjartsýni og frumkvæði eru svo mikilvægt hreyfiafl og hvatning í samfélagi eins og við búum í. Það er því ástæða til að ætla að árið 2011 verði gjöfult í ríki Vatnajökuls.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.