Eystrahorn Fimmtudagur 13. janúar 2011
2. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Frábær árangur á stúdentsprófi Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk með duganði sínum og metnaði nær frábærum árangri á hvaða sviði sem er og full ástæða að vekja ahygli á slíku. Selma Lind Jónsdóttir Smárabraut 6 á Höfn sem útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi föstudaginn 17. desember s.l. fór hlaðin verðlaunum frá útskriftarathöfn skólans. Selma Lind útskrifaðist af Náttúrufræðibraut, Eðlisog efnafræðilínu. Hún hlaut
eftirtaldar viðurkenningar: • Viðurkenningarsjóður MK stofnaður af bæjarstjórn Kópavogs. Viðurkenning að upphæð krónur 100.000.- fyrir einstakan námsárangur og dugnað við námið. • Viðurkenning frá Rótarýklúbbi Kópavogs krónur 60.000.fyrir sérstakan dugnað og námsárangur í raungreinum. • Bókaverðlaun frá Íslenska Stærðfræðifélaginu fyrir ágætan árangur í stærðfræði.
Góð gjöf
• Bókaverðlaun fyrir góðan
frá MK námsárangur
í eðlisfræði og einnig fyrir góðan árangur í efnafræði. Selma sagðist vera mjög ánægð með námið og raungreinakennsluna í MK. Hún stefnir á háskólanám á hausti komanda en er ekki búin að gera upp við sig hvaða nám hún velur. Foreldrar Selmu Lindar eru Erla Guðrún Einarsdóttir og Jón Ingi Pálsson hér á Höfn. Blaðið óskar Selmu Lind til hamingju og velfarnaðar í frekari námi.
Umhverfismál
Formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúar og framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs aðstoða starfsmenn áhaldahúss sveitarfélagsins við að setja jólatrén í nýja kurlarann sem er tengdur við dráttarvél og færanlegur. Þóra V. Jónsdóttir, Steinvör Símonardóttir, Guðrún Júlía Jónsdóttir og Þórey Bjarnadóttir.
Þann 5. janúar sl. færði Kvenfélagið Ósk í Suðursveit, Hjúkrunarheimilinu á Höfn kr. 200.000.- að gjöf, til kaupa á hljómflutningstækjum. Kvenfélagið hefur frá stofnun lagt góðum málefnum lið innanhéraðs sem utan og styrkt fjölskyldur í héraði ef um alvarleg veikindi hefur verið að ræða. Aðallega er það þó heimasveitin sem hefur notið velvilja félagskvenna, má þar nefna Kálfafellsstaðarkirkju, Hrollaugsstaðarskóla meðan hann var starfræktur og félagsheimilið Hrollaugsstaði. Aðalfjáröflun Kvenf.Óskar er kökubasar á aðventu sem er árlega í Miðbæ svo og þrettándabingó á Hrollaugsstöðum. Lítið er orðið um kaffisölu þar sem það
hefur færst til veitingahúsanna. Félagkonur í Ósk eru 17 og á þessu starfsári eru einungis 8 með fasta búsetu í Suðursveit. Meirihluti félagskvenna býr á Höfn og eru þær virkar í fjáröflun félagsins og taka þátt í samverustundum eftir hentugleika. Kvenfélagið mun áfram leitast við að láta gott af sér leiða og huga að því sem næst okkur stendur í sameinuðu sveitarfélagi. Núverandi formaður Kvenfélagsins Óskar er Þórey Bjarnadóttir og með henni í stjórn eru Steinvör Símonardóttir og Þóra V. Jónsdóttir. Kvenfélagið þakkar velunnurum félagsins góðan stuðning og óskar Skaftfellingum öllum nær og fjær gleðilegs nýárs.
Sorpgjöld Sorphirðudagatal hefur verið gefið út fyrir árið 2011 af Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar eru almennar upplýsingar um sorpmál, hvenær sorp er hirt, staðsetning grenndarstöðva, opnunartími gámaports og hvar eigi að koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara. Dagatalið má finnar á slóðinni, http://www2. hor nafjordur.is/stjor nsysla/ upplysingar/taekni/flokkunurgangs/. Aukin endurvinnsla getur skilað fjárhagslegum ávinningi fyrir íbúa. Í boði er að velja á milli tvennskonar heimilisíláta undir sorp og greiða mismunandi gjald eftir stærð og fjölda. Valið stendur á milli 120 lítra tunnu og
greiða af henni 5.000.- kr. og 240 lítra tunnu sem kostar 14.000.- kr. Heimili geta óskað eftir breytingu á ílátum fram til 15. febrúar n.k og þannig haft áhrif á sorpgjöld sín. Öll heimili greiða kr 10.000.- fyrir sorphirðu. Í heild eru sorpgjöld í Sveitarfélaginu Hornafirði frá 15.000.- kr. og upp úr eftir því hversu mörg ílát heimili velja sér. Algengasta gjaldið er 24.000.fyrir hvert heimili.
Trjákurlari Nýlega festi sveitarfélagið kaup á trjákurlara sem nú getur í fyrsta skipti kurlað niður timbur sem fellur til ef það er án nagla, steypu o.s.frv. Kurlið mun nýtast vel á opnum svæðum og við stofnanir sveitarfélagsins og til göngustígagerðar.
2
Fimmtudagur 13. janúar 2011
Eystrahorn
Kirkjustarfið á tímamótum? Við áramót gerum við gjarnan upp við fortíðina og horfum jafnframt til framtíðar. Vegna breyttrar aðstæðna telur undirritaður sér skylt að gera sóknarbörnum Hafnarsóknar grein fyrir rekstri sóknarinnar og breyttum forsendum sem sóknarnefndin hefur þurft að takast á við að undanförnu. Sóknarnefnd Hafnarsóknar ber ábyrgð á Hafnarkirkju, Stafafellsskirkju og kirkjugörðunum á Höfn og í Lóni. Reksturinn hefur verið að þyngjast vegna verulegrar skerðingar á tekjum til sóknarinnar. Munar þar mestu að tekjur af sóknargjöldum hafa dregist saman um 30% á umliðnum árum. Sóknargjöld eru ákveðin af Alþingi og því ráðuneyti sem fer með kirkjumálefni hverju sinni. Þar af leiðandi eru litlir möguleika á að auka tekjur sóknarinnar eftir hefðbundnum leiðum. Sóknarnefndin hefur
þó og mun leita leiða til að milda neikvæð áhrif þessarar þróunar. Eina ábyrga aðgerðin í stöðunni er að draga úr útgjöldum sem óhjákvæmilega hefur áhrif á núverandi þjónustu kirkjunnar. Helstu útgjaldaliðir eru launagreiðslur og rekstur og viðhald kirknanna. Í starfsreglum fyrir sóknarnefndir eru skýr fyrirmæli um að sóknarnefndum beri að sýna fulla ábyrgð í fjármálum en jafnframt að gæta þess að kirkjan, búnaði hennar og safnaðarheimili sé vel viðhaldið. Ekki má heldur gleyma að starfsfólk kirkjunnar veitir margþætta þjónustu fyrir einstaklinga og hópa í ólíkum aðstæðum sem koma upp í lífinu. Fólk treystir á þessa þjónustu sem er um leið nánast órjúfanlegur hluti samfélagsþjónustunnar. Í þessu sambandi er rétt að taka fram að sóknarprestur þiggur ekki laun frá sókninni en kirkjuvörður og kirkjuorganisti
eru aftur á móti starfsfólk sóknarnefndar. Sóknarnefnd hefur brugðist við þessum vanda með því að leita samkomulags við starfsfólk um skert launakjör og draga úr kostnaði á öllum mögulegum rekstrarliðum. Vonir standa til að hægt verði að gera raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, sem verið hefur í vinnslu og til umræðu. Ljóst er að niðurskurður sem þessi verður einhvers staðar sjáanlegur. Það var til dæmis ekki létt ákvörðun að hætta starfsemi barnakórsins en hann var hluti af vinnuframlagi organista sem þarf að skerða. Við höfum verið svo lánsöm að hafa haft starfsfólk sem hefur unnið starf sitt af miklum metnaði eins og sjá má í athöfnum, viðhaldi kirknanna, umhverfi þeirra og kirkjugörðunum. Þess vegna eru það vonbrigði að þurfa að skerða kjör þessa fólks en sóknarnefnd vonar að hér sé um tímabundið ástand að ræða.
Hornafjarðarmeistari
Úrslitaspilið. F.v. Gísli Gunnarsson, Ragna Pétursdóttir og Halldóra Hjaltadóttir.
Halldóra Hjaltadóttir sigraði á Hornafjarðarmeistaramótinu í Hornafjarðarmanna sem fór fram að venju milli hátíða. Mótið í ár var eins og undanfarin ár spennandi og úrslit réðust ekki fyrr en í síðasta spili. Ragna Pétursdóttir var í öðru sæti
og Gísli Gunnarson sem sýndi mikla keppnishörku í úrslitakeppninni varð þriðji. Íslandsmeistaramótið er næsta mót og fer það fram í Reykjavík föstudaginn 4. febrúar, daginn fyrir þorrablót Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni verður spilað á Höfninni hans Brynjars og verður mótið auglýst betur síðar.
Eystrahorn
Flestum okkar, sem tilheyrum söfnuðinum, þykir vænt um kirkjuna og margar dýrmætustu stundir og minningar í lífi okkar tengjast kirkjulegum athöfnum s.s. skírnum, fermingum og giftingum. Sömuleiðis finnst okkur mikilvægt að útfarir ástvina geti farið virðulega fram og öllum til sóma. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé ákveðin myndugleiki kringum allt okkar starf en það verður erfiðara nema til komi betra rekstrarumhverfi í framtíðinni. Ég hvet safnaðarmeðlimi til að standa vörð um safnaðarog kirkjustarfið og taka því vel ef sóknarnefnd leitar til sóknarmeðlima eða annara aðila með einhver erindi til að bæta safnaðar- og kirkjustarfið. F.h. sóknarnefndar Hafnarsóknar Albert Eymundsson, formaður
Bæjarstjórn Hornafjarðar Fundarboð 164. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í Nýheimum, fimmtudaginn 13. janúar 2011 og hefst kl. 16:00. 1. Fundargerðir 2. Fjárhagsáætlun 2011 - seinni umræða 3. Þriggja ára áætlun 2011-2013 - seinni umræða 4. Endurskoðun á samþykktum Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 5. Tillaga að ályktun um auðlindir 6. Fyrirspurnir - bæjarstjórn
Hornafirði, 10. janúar 2011 Hjalti Þór Vignisson
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
FÉLAG FASTEIGNASALA
lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126
Sigríður Kristinsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, hdl, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn
Hafnarbraut
Hafnarbraut Reisulegt 122,8 m² 2ja hæða parhús ásamt 34,5m² bílskúr, samtals 157,3 m² gott viðhald og mikið endurnýjað Laust strax.
Snorri Snorrason, Sigríður lögg. fasteignasali Kristinsdóttir, lögmaður og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915
Nýtt á skrá
Hilmar Gunnlaugsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Snorri Snorrason, Sigurður Magnússon, SigurðurPétur Eggertsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magnússon, lögg.lögg. fasteignasali, hrl. og lögg. fasteignasali,lögg. lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali, lögg. fasteignasali leigumiðlari Egilsstöðum, fasteignasali Egilsstöðum, Egilsstöðum, Húsavík, s. 580 7916 s. 580 7908 Sími 580 7908 s. 580 Sími 580 7902 Sími 580 7907 Sími7907 580 7925
Dalbraut
Nýtt á skrá
Stórt og reisulegt 2ja hæða einbýlishús m/ innbyggðum bílskúr og einstaklingsíbúð, samtals 270,9 m². 4-5 svefnherb á eh. endurnýjað eldhús, gólfefni og hurðar.
www.inni.is
Austurbraut
Fallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m² 3 -4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.
Nýtt á skrá
Eystrahorn
Fimmtudagur 13. janúar 2011
Þrettándabingó
3
útsala Útsala á jólavörum og völdum vörum
Húsgagnaval Hið árlega Þrettándabingó í Suðursveit var haldið að Hrollaugsstöðum föstudaginn 7. janúar síðastliðinn. Um 70 manns á öllum aldri mættu og spiluðu bingó sem Kvenfélagið Ósk stóð fyrir. Vinningarnir voru ekki af verri endanum og voru þeir gefnir af fyrirtækjum og einstaklingum í sveitarfélaginu. Þeir sem gáfu vinninga á bingóinu voru; Blóm og Bróderí, Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum, Hótel Höfn, Húsasmiðjan, Húsgagnaval, Jöklableikja Hala, Jöklaís Árbæ, Nettó, Sigurbjörn J. Karlsson Smyrlabjörgum og Þórbergssetur. Að loknu bingóinu gæddu gestir sér á bakkelsi og spjölluðu saman um daginn og veginn. Viðburðir sem þessir eru í senn skemmtun fyrir fólk á öllum aldri og fjáröflun fyrir kvenfélagið. Kvenfélagið Ósk þakkar öllum þeim sem gáfu vinninga og því fólki sem mætti og tók þátt í gleðinni með okkur.
TILBOÐ
Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga
Ostborgari, franskar, ½ ltr. gos í plasti og Prins Pólo
979 kr.
Þórey Bjarnadóttir
Hafnarkirkja sunnudaginn 16. janúar Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 Sóknarprestur
Tilboðin gilda til 1. febrúar 2011
N1 HÖFN
WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
Meira í leiðinni
4
Fimmtudagur 13. janúar 2011
Eystrahorn
Hornafjarðarakademían fundar á Höfninni Um nokkurra ára skeið hefur hópur manna sem tengjast Hornafirði með einum eða öðrum hætti hist í Reykjavík, óreglulega þó. Flestir í hópnum hafa búið á Hornafirði í lengri eða skemmri tíma, eða hafa önnur tengsl við staðinn. Gjarnan er hist yfir hádegisverði á góðum veitingastað. Uppruna hópsins má rekja til svokallaðra laugardagsmorgunfunda á Hótel Höfn sem hófust upp úr 1980 en kjarni Reykjavíkurhópsins á rætur að rekja til hótelhópsins. Á þeim fundum voru helstu vandamál samfélagsins og heimsins krufin og leyst. Hópur þessi, sem stundum nefnir sig Hornafjarðarakademíuna, hefur haft hljótt um sig frá því fyrir hrun. Því fór sem fór og hefur síðan hvorki gengið né rekið að leysa vanda heims og þjóðar. En nú milli hátíðanna var boðað til fundar á veislulofti Hafnarinnar, veitingastaðar sem Brynjar Eymundsson og fleiri reka við Reykjavíkurhöfn. Vel var mætt á fundinn og sammæltust menn um að koma reglu á fundarhöldin að nýju.
Á þessum endurreisnarfundi minntust menn burtgenginna félaga, Þorsteins Þorsteinssonar, Sigurðar Hjaltasonar og Árna Stefánssonar og lögðu grunn að endurreisnarstarfinu sem framundan er. Að öðru leyti hafa fréttir ekki borist af umræðum eða niðurstöðum fundarins. Á fundinum gæddu menn sér á aldeilis frábærum mat sem Brynjar Eymundsson bar sjálfur fram. Þar var á boðstólum hráefni úr heimabyggð svo sem Halableikja, humar, ís frá Brunnhól og fleira góðgæti. Óhætt er að mæla með Höfninni sem einum besta og ódýrasta veitingastað borgarinnar. Þessir útverðir Hornafjarðar, meðlimir Hornafjarðarakademíunnar, senda sveitungum og vinum góðar nýárskveðjur með von um að árið 2011 verði byggðarlaginu og þjóðinni hagfellt. Á myndunum frá vinstri: Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur, Tryggvi Árnason fyrrv. framkvæmdastjóri Jöklaferða, Sigurður Tómasson endurskoðandi, Halldór Árnason fyrrv. framkvæmdastjóri Borgeyjar, Sveinn Sighvatsson Hornfirðingur og verktaki, Árni Kjartansson arkitekt, Björn Grétar Sveinsson fyrrv. fomaður Verkalýðsfélagsins Jökuls, Hallgrímur Guðmundsson fyrrv. bæjarstjóri, Jón Guðmundsson verkfræðingur, Sigbjörn Kjartansson arkitekt, Hallur Magnússon fyrrv. félagsmálastjóri og Brynjar Eymundsson veitingamaður. Á myndirnar vantar Gísla Sverri Árnason sem tók myndirnar.
Skaftfellingur kominn út SKAFTFELLINGUR 20. árg. 2008 - 2009
Braga rithöfund og verk Tuttugasti árgangur hans. Landshættir minnis héraðsritsins Skaftfellings kallar Ármann Guðmundsson kom út rétt fyrir jólin. SKAFTFELLINGUR Forsíðuna prýðir mynd af fornleifafræðingur grein Kvískerjum í Öræfum til um breytingar í Öræfasveit eftir gosið í Öræfajökli 1362 heiðurs Sigurði Björnssyni og Borgþór Arngrímsson bónda og fræðimanni þar á nokkur skemmtileg sem lést 10. apríl 2008. Einnig ritar Guðbjartur Össurarson minningabrot frá æskuárum minningarorð um Sigurð sínum sem hann nefnir Af Sólhól minninganna. Sigurður fyrir hönd ritnefndar. Efnisval Hannesson skrifar um fyrstu Skaftfellings er fjölbreytt að fimm ár Umf. Sindra. Síðan vanda og margar fróðlegar og skemmtilegar greinar í ritinu ásamt eiga „gömlu mennirnir“ Benedikt ársskýrslum o.fl. Meðal efnis má nefna: Þorsteinsson, Kristján Benediktsson, Viðtöl sem Kristín Gísladóttir tók við Þorsteinn Guðmundsson og Sigurður Ástríði (Ástu) Oddbergsdóttur sem Einarsson efni í ritinu. Það er merkilegt lést nú í lok ársins en hún var elsti og ómetanlegt safn heimilda um ólíkustu íbúinn í héraðinu, Guðmund Jónsson mál sem Skaftfellingur hefur að geyma byggingameistara sem kom víða við frá upphafi og útgáfa hans þakkarvert á mesta uppbyggingartíma Hafnar og framtak. Skaftfelling er hægt að fá bæði í þúsundþjalasmiðinn og listamanninn áskrift og lausasölu hjá Menningarmiðstöð Ragnar Imsland. Regnína Hreinsdóttir Hornafjarðar, Nýheimum, 780 Höfn, sími: fjallar um Vatnajökulsþjóðgarð. Auður 470 8050, netfang: menningarmidstod@ Soffía Birgisdóttir skrifar um Einar hornafjordur.is
Sunnudagaskólinn vinsæll
Þættir úr sögu Austur-Skaftafellssýslu 20. árgangur 2008 - 2009
Sunnudagaskólinn í Hafnarkirkju var vel sóttur í haust. Sá háttur er hafður á að blandað er saman almennri messu og og sunnudagaskólanum. Börnin taka að hluta þátt í messunni sjálfri þar sem þau syngja og hlusta á sögur en eiga svo sína stund með umsjónarfólki í safnaðarheimilinu m.a. að föndra. Við áramót urðu breytingar á umsjónarfólki með sunnudagaskólanum, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir ætlar að taka sér frí og Helga Stefánsdóttir hefur tekið að sér að sjá um skólann að sinni. Sigrúnu Ingu eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf og Helga boðin velkomin til starfa. Það er alltaf pláss fyrir fleiri krakka að vera með í þessu þroskandi starfi og næsti sunnudagaskóli verður á sunnudaginn kemur.
Eystrahorn
Fimmtudagur 13. janúar 2011
Um b o ð s a ð i l i
Þorrablót eldri Hornfirðinga Þorrablótið verður haldið á Hótel Höfn föstudaginn 21. janúar. Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Söngur, gleði og gaman. Mætum öll með góða skapið. Miðapantanir á hótelinu, sími 478-1240. Verð aðgöngumiða er kr. 4.850,Nefndin Aðalfundur hestamannafélagsins Hornfirðings verður haldinn þriðjudaginn 18. janúar kl. 20:30 í Stekkhól. • Venjuleg aðalfundastörf • Önnur mál Sjórnin
Tipphornið Þær byrjuðu árið með trukki og dýfu stelpurnar hjá Póstinum þegar þær rúlluðu yfir Tippspekulant Þrastarhóls 12-8. Já, þær skelltu sér í TÓLF rétta og sögðu roggnar við tippstjórann að þær væru svo góðar í tippinu!! Þær skora á Lögregluna, en telja nú samt að þær séu betri í að tippa en þeir! Sjáum samt hvað setur 1. Chelsea -Blackburn 2. Man. City -Wolves 3. Stoke -Bolton 4. W.B.A-Blackpool 5. Wigan -Fulham 6. Burnley -Q.P.R. 7. Norwich -Cardiff 8. Preston -Leicester 9. Bristol City -Middlesbro 10. Coventry -Sheff.Utd. 11. Millwall -Ipswich 12. Nott.For.-Portsmoth 13. Watford -Derby
Pósturinn Löggan 1 1 1 1 1 2 12 2 12 12 1 12 1x2 1x x2 2 1x2 1x2 1 1x2 2 1 1 1x2 1x2 1
Nú ætlum við að byrja nýjan fyrirtækjaleik og skorum á fyrirtæki að vera með það þarf ekki að kosta svo mikið og segi ég bara enn og aftur: OG KOMA SVO!
Umsjón með vinnuskóla sumarið 2011 1. Umsjón með vinnuskóla á Höfn og í Nesjum Starfið felst í skipulagningu og stjórnun vinnuskóla og skólagarða. Krafist er stúdentsprófs og reynslu í hópstjórnun sem og lipurð í mannlegum samskiptum, æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á sviði náttúruvísinda 2. Umsjón með sláttuhóp á Höfn og í Nesjum Starfið felst í skipulagningu og stjórnun sláttuhóps í samstarfi við umsjónaraðila með vinnuskóla. Krafist er stúdentsprófs og reynslu í hópstjórnun sem og lipurð í mannlegum samskiptum, æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á vélum og útistörfum. Umsóknareyðublöð Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæjarfélagsins og á www.hornafjordur.is/atvinna einnig má skila inn rafrænt á netfangið haukuri@hornafjordur.is. Skila ber umsóknum fyrir 31. janúar n.k.. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fjármála- og framkvæmdasviðs í síma 470 8003 Höfn 6. janúar 2011 Fjármála- og framkvæmdasvið
5
markhonnun.is
NAUTAHAKK
31%
afsláttur
896
kr/kg áður 1.298 kr/kg
Góð tilbð í Nettó ÞORRAMATUR 2,5 L Í FÖTU
25%
SALTKJÖT BLANDAÐ
afsláttur
1.949
30% afsláttur
864
kr/ds. áður 2.598 kr/ds.
meira
kr/pk. áður 359 kr/pk.
VATNSMELÓNUR
KJÚKLINGAVÆNGIR HOT EÐA BBQ FRYSTIVARA
FROSIN Í POKA
25%
298
kr/kg áður 1.234 kr/kg
LAMBASVIÐ
NETTÓ KLEINUR
55%
afsláttur
291kr afsláttur
398
kr/kg Líttu á verðið!
KJÚKLINGALEGGIR BBQ
kr/pk. áður 689 kr/pk.
28%
99
kr/kg áður 219 kr/kg
GLÓALDINSAFI
OPAL LAXAFLÖK
199
1.789
1L
FERSK BEINLAUS MEÐ ROÐI
afsláttur
598
kr/kg áður 831 kr/kg
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
kr/stk. áður 249 kr/stk.
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
kr/kg áður 1.989 kr/kg
Tilboðin gilda 13. - 16. jan. eða meðan birgðir endast
Birtist með fyrirvara um prentvillur.
268