Eystrahorn 2. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 12. janúar 2012

2. tbl. 30. árgangur

Fyrsti Hornfirðingur ársins Fyrsti nýfæddi Hornfirðingur ársins leit dagsins ljós 4. janúar. Foreldrar eru Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson á Höfn. Litli drengurinn var 3.720 gr. á þyngd, 51 sm. að lengd og öllum heilsast vel. Á vef Heilbrigðisstofnunarinnar hssa.is kemur fram að á síðasta ári fæddust 22 börn sem kallast Hornfirðingar, 16 drengir en aðeins 6 stúlkubörn. Sömuleiðis kemur fram að árið 2012 fari vel af stað því að von er á 8 börnum í janúar og febrúar. Lögð er áhersla á að öllum hraustum konum í eðlilegri meðgöngu stendur til boða að fæða hér á staðnum, annaðhvort í þeirri fæðingaaðstöðu sem við höfum hér á HSSA eða heima hjá sér kjósi þær það heldur. Fyrir þær konur sem uppfylla þau skilyrði sem eru fyrir fæðingu utan spítala er það örugg, ódýr, auðveld og fyrirhafnarlaus leið fyrir fjölskylduna að eignast barn hér á Hornafirði. Systkini litla Hornfirðingsins, Thelma Björg og Alex Leví eru greinilega ánægð og stolt með litla bróður.

Þorrablót Hafnarbúa 2012 Þorrablót Hafnarbúa verður haldið í íþróttahúsinu laugardaginn 21. janúar Húsið opnar 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:30

Miðaverð 6.000 kr Miðasala íþróttahúsinu fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00 - 19:00 Ef enn verða til miðar á föstudag verða þeir seldir föstudaginn 20. janúar kl. 17:00 til 18:00 18 ára aldurstakmark

Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi! Fyrst stíga HILMAR OG FUGLARNIR á stokk í klukkutíma Eftir það spila strákarnir í PARKET langt fram á nótt Miðar á dansleikinn seldir við innganginn frá miðnætti, miðaverð 2.500 kr. Sagt er að þetta verði eitt svakalegasta blót allra tíma, ekki missa af því!

Nefndin

pizza tilbo ð

föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 18:00 16” pizza með tveimur áleggstegundum

Kr. 1.990,2 lítrar af Pepsí fylgja frítt með ef sótt er

Sími 478-2200


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.