Eystrahorn 2. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. janúar 2015

2. tbl. 33. árgangur

Stofnun hollvinasamtaka Í tilefni af 40 ára afmælis Elli-og hjúkrunarheimilis Skjólgarðs hefur verið ákveðið að kynna og athuga með áhuga á stofnun Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana í Hornafirði. Markmið samtakanna verður m.a. • Að auka tengsl almennings við stofnanirnar og þá sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Og hins vegar að efla hag þeirra. Þetta verði gert m.a. með eftirfarandi: • Að standa vörð um stofnanirnar og starfsemi þeirra. • Að stuðla að kynningu út á við. Hlutast skal til um að félagsmenn fái greiðar upplýsingar um framgang stofnananna, og nýjungar á sviði heilbrigðismála er varða stofnanirnar og starfsemi þeirra. • Að veita heilbrigðisstofnunum í Hornafirði fjárhags- og siðferðilegan stuðning og hvatningu í ýmsum framfara- og hagsmunamálum, svo sem að þrýsta á viðbyggingu við hjúkrunarheimilið. Tekjur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana í Hornafirði verða: • Félagsgjöld sem ákveðin eru árlega á aðalfundi samtakanna. • Frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra aðila. • Aðrar tekjur. Fjárframlög til Hollvinasamtakanna má merkja ákveðinni starfsemi við stofnanirnar s.s rannsóknum, endurhæfingu, endurnýjun

tækjakosts og tækjakaupum eða beinum fjárstuðningi við ákveðin markmið. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra. Verði félagið lagt niður skulu allar eignir þess og tekjur renna óskipt til Hjúkrunarheimilisins á Hornafirði. Félagar teljast þeir sem greiða árgjöld samtakanna. Fyrirtæki, félagasamtök og opinberir aðilar geta

orðið styrktarfélagar. Kynningin verður í Nýheimum, sunnudaginn 18. janúar 2015 kl. 15:00 eins og fram kemur í auglýsingu í blaðinu. Áhugafólk um Hollvinasamtök heilbrigðisstofnana í Hornafirði.

Eitt fjall á mánuði Nú er að hefjast nýtt starfsár, 35. starfsár, hjá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga og er verið að dreifa metnaðarfullri dagskrá fyrir þetta ár. Mismunandi ferðir í boði. Næstkomandi helgi förum við af stað með nýtt verkefni sem nefnist „Eitt fjall í mánuði“ eins og Ferðafélaga Íslands og aðrar deildir innan FI hafa verið að bjóða uppá. Byggjum við þessar ferðir upp þannig að fjöllin eru mishá og miskrefjandi. Þetta verkefni er hugsað fyrir byrjendur í fjallgöngum, þá sem vilja koma sér af stað að nýju eftir hlé og reyndar alla þá sem vilja koma reglulegum fjallgöngum inn í dagatalið sitt. Farið er í 12 fjallgöngur, á laugardegi eða sunnudegi í hverjum mánuði út árið. Mun hver ferð verða auglýst í Eystrahorni og facebook hverju sinni og verð fyrir hverja ferð er 1000 kr. Allar ferðir fara frá tjaldstæðinu á Höfn og þar sem fólk kemur á einkabílum og sammeinast þar í bíla. Ætlum við að skora á einn vinnustað eða

fyrirtæki í hverri ferð og munum við senda póst á vinnustaðinna og biðja yfirmenn að auglýsa ferðina innan síns hóps. Í lok árs mun sá vinnustaður sem skorað var á og mætti með flesta starfsmenn miðað við starfsmannafjölda fá verðlaun. Einnig munu

allir sem taka þátt í verkefninu Eitt fjall í mánuði fara í happdrættispott sem verður dregið úr og veitt verðlaun í lok árs 2015. Einnig ætlum við að bjóða upp á undirbúningsfund í sal Ekrunnar 15 janúar kl. 20:00. Þar geta menn fræðst um hvernig sé best að undirbúa sig fyrir dagsferðir, göngur á vetrartíma til fjalla og hvað sé gott að taka með. Allar ferðir eru opnar öllum skiptir ekki máli hvort fólk er félagsmenn eða ekki. Jákvæð áhrif útivistar. Þú lærir að búa þig af stað í ólíkar aðstæður og kynnist margbrotnu veðurfari og náttúru. Þú lærir að þekkja sjálfan þig og þín takmörk. Þú fræðist um landslag,sögu og örnefni af farastjórum og ferðafélögum. Þú nýtur skemmtilegs félagsskapar og kynnist nýjum hliðum á samferðafólkinu. Þú eykur styrk, þol og bætir andlega heilsu. Hlökkum við til að eiga skemmtilegt gönguár með ykkur. F.h. ferðanefndar, Ragna Pétursdóttir.

Föstudagshádegi í Nýheimum Fulltrúi Hornafjarðarsafna kynnir sýninguna „Samfélag í mótun“ en opnun sýningarinnar fer fram kl. 17:00 þann sama dag. Sýningin er byggð á ljósmyndum, munum og örsögum sem allar snerta mótunarsögu samfélagsins á Höfn. Hvetjum fólk til að mæta.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.