Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 15. janúar 2015
2. tbl. 33. árgangur
Stofnun hollvinasamtaka Í tilefni af 40 ára afmælis Elli-og hjúkrunarheimilis Skjólgarðs hefur verið ákveðið að kynna og athuga með áhuga á stofnun Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana í Hornafirði. Markmið samtakanna verður m.a. • Að auka tengsl almennings við stofnanirnar og þá sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Og hins vegar að efla hag þeirra. Þetta verði gert m.a. með eftirfarandi: • Að standa vörð um stofnanirnar og starfsemi þeirra. • Að stuðla að kynningu út á við. Hlutast skal til um að félagsmenn fái greiðar upplýsingar um framgang stofnananna, og nýjungar á sviði heilbrigðismála er varða stofnanirnar og starfsemi þeirra. • Að veita heilbrigðisstofnunum í Hornafirði fjárhags- og siðferðilegan stuðning og hvatningu í ýmsum framfara- og hagsmunamálum, svo sem að þrýsta á viðbyggingu við hjúkrunarheimilið. Tekjur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana í Hornafirði verða: • Félagsgjöld sem ákveðin eru árlega á aðalfundi samtakanna. • Frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra aðila. • Aðrar tekjur. Fjárframlög til Hollvinasamtakanna má merkja ákveðinni starfsemi við stofnanirnar s.s rannsóknum, endurhæfingu, endurnýjun
tækjakosts og tækjakaupum eða beinum fjárstuðningi við ákveðin markmið. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra. Verði félagið lagt niður skulu allar eignir þess og tekjur renna óskipt til Hjúkrunarheimilisins á Hornafirði. Félagar teljast þeir sem greiða árgjöld samtakanna. Fyrirtæki, félagasamtök og opinberir aðilar geta
orðið styrktarfélagar. Kynningin verður í Nýheimum, sunnudaginn 18. janúar 2015 kl. 15:00 eins og fram kemur í auglýsingu í blaðinu. Áhugafólk um Hollvinasamtök heilbrigðisstofnana í Hornafirði.
Eitt fjall á mánuði Nú er að hefjast nýtt starfsár, 35. starfsár, hjá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga og er verið að dreifa metnaðarfullri dagskrá fyrir þetta ár. Mismunandi ferðir í boði. Næstkomandi helgi förum við af stað með nýtt verkefni sem nefnist „Eitt fjall í mánuði“ eins og Ferðafélaga Íslands og aðrar deildir innan FI hafa verið að bjóða uppá. Byggjum við þessar ferðir upp þannig að fjöllin eru mishá og miskrefjandi. Þetta verkefni er hugsað fyrir byrjendur í fjallgöngum, þá sem vilja koma sér af stað að nýju eftir hlé og reyndar alla þá sem vilja koma reglulegum fjallgöngum inn í dagatalið sitt. Farið er í 12 fjallgöngur, á laugardegi eða sunnudegi í hverjum mánuði út árið. Mun hver ferð verða auglýst í Eystrahorni og facebook hverju sinni og verð fyrir hverja ferð er 1000 kr. Allar ferðir fara frá tjaldstæðinu á Höfn og þar sem fólk kemur á einkabílum og sammeinast þar í bíla. Ætlum við að skora á einn vinnustað eða
fyrirtæki í hverri ferð og munum við senda póst á vinnustaðinna og biðja yfirmenn að auglýsa ferðina innan síns hóps. Í lok árs mun sá vinnustaður sem skorað var á og mætti með flesta starfsmenn miðað við starfsmannafjölda fá verðlaun. Einnig munu
allir sem taka þátt í verkefninu Eitt fjall í mánuði fara í happdrættispott sem verður dregið úr og veitt verðlaun í lok árs 2015. Einnig ætlum við að bjóða upp á undirbúningsfund í sal Ekrunnar 15 janúar kl. 20:00. Þar geta menn fræðst um hvernig sé best að undirbúa sig fyrir dagsferðir, göngur á vetrartíma til fjalla og hvað sé gott að taka með. Allar ferðir eru opnar öllum skiptir ekki máli hvort fólk er félagsmenn eða ekki. Jákvæð áhrif útivistar. Þú lærir að búa þig af stað í ólíkar aðstæður og kynnist margbrotnu veðurfari og náttúru. Þú lærir að þekkja sjálfan þig og þín takmörk. Þú fræðist um landslag,sögu og örnefni af farastjórum og ferðafélögum. Þú nýtur skemmtilegs félagsskapar og kynnist nýjum hliðum á samferðafólkinu. Þú eykur styrk, þol og bætir andlega heilsu. Hlökkum við til að eiga skemmtilegt gönguár með ykkur. F.h. ferðanefndar, Ragna Pétursdóttir.
Föstudagshádegi í Nýheimum Fulltrúi Hornafjarðarsafna kynnir sýninguna „Samfélag í mótun“ en opnun sýningarinnar fer fram kl. 17:00 þann sama dag. Sýningin er byggð á ljósmyndum, munum og örsögum sem allar snerta mótunarsögu samfélagsins á Höfn. Hvetjum fólk til að mæta.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 15. janúar 2015
Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881
Andlát
Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir
Sunnudaginn 18. janúar Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00
bjarnanesprestakall.is
Eystrahorn
Prestarnir
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga
Samverustund föstudaginn 16. janúar kl. 17:00
Samverustund með Þorbjörgu á Hala sem hún nefnir Heimsókn frá Þórbergssetri. Við syngjum og hlustum. Missið ekki af samverustundinni. Minnum á skráningu á tölvunámskeiðið og þorrablótið. Allt um það var í síðasta Eystrahorni. Næst verður dansað í Ekrunni á Þorrablótinu 30. janúar.
Fjall á mánuði
með Ferðafélagi Austur Skaftafellssýslu Ferðafélagið ætlar að ganga á eitt fjall á mánuði, alla mánuði ársins 2015. Fyrsta fjall mánaðarins er Bergárheiði-Leynistindar (550m) laugardaginn 17. janúar. Lagt af stað frá tjaldstæði kl. 9:00. Léttir göngubroddar nauðsynlegir, léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður. Skorum á starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar og Tónskóla A-Skaft. að fjölmenna í þessa ferð. Sjá nánar í fréttatilkynningu í Eystrahorni og á facebook síðu félagsins. Kynningar- og undirbúningsfundur fimmtudaginn 15. janúar kl. 20:00 í Ekrunni. Hlökkum til að hefja nýtt gönguár með ykkur
Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir var fædd 6. júlí 1921 að Hrafnabjörgum í Vestmannaeyjum. Hún lést 20. desember sl. á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, hjúkrunarheimilinu á Höfn. Útför hennar fór fram frá Hafnarkirkju 27. desember sl. Vilhelmína Sigríður sem oftast var kölluð Sigga í Þórshamri var dóttir Guðrúnar Halldórsdóttur frá Hliði á Eyrarbakka og Bjarna Vilhelmssonar frá Barðsnesi við Norðfjörð. Hún ólst upp í stórum systkinahópi á Norðfirði en þau voru 22 systkinin og þar af 15 alsystkini. Sigga fer tvítug til Hornafjarðar sem ráðskona við mótorbátinn Heklu frá Norðfirði. Þar kynnist hún Birni Þórarni Ásmundssyni og giftu þau sig 23. nóvember 1942. Þau eignuðust átta börn en sjö komust upp þau; Hulda Valdís, Guðrún Jóhanna, Ásbjörn, Elma Stefanía, Olga, Birna og Sigurborg. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir 76 talsins. Sigga og Tóti, eins og Björn Þórarinn var gjarnan kallaður, bjuggu allan sinn búskap á Hornafriði og lengst af í Þórshamri. Björn Þórarinn lést árið 2000. Sigga var dugnaðarforkur og það lék allt í höndum hennar. Hún vann lengst í mötuneyti KASK eða í yfir 25 ár. Sigga og Tóti áttu sumarbústað inn á Laxárdal í Lóni og nutu sín vel úti í náttúrunni þar, bæði við að hlúa að gróðrinum og steinasöfnun. Sigga dvaldi sl. 10 ár á hjúkrunarheimilinu á Höfn vegna heilsubrests. Börn Siggu og fjölskyldur vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fyrir alúðlega og góða umönnun sem móðir þeirra naut í erfiðum veikindum hennar síðustu árin. Sömuleiðis þakka þau auðsýnda samúð vegna andláts hennar.
Stofnun Hollvinasamtaka Stofnfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana á Hornafirði verður í Nýheimum sunnudaginn 18. janúar kl. 15:00 Dagskrá: • Stofnun Hollvinasamtaka. • Skemmtiatriði. • Boðið verður upp á kaffi og konfekt. • Fjölmennum og styðjum heilbrigðisstofanir í heimabyggð.
Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins. Verð 1000- kr. fyrir 18 ára og eldri. Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Frekari upplýsingar gefur Ragna Pétursdóttir í síma 662-5074
Undirbúningshópurinn
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915
miðtún
Mikið endurnýjuð 101,7 m² efri sérhæð með góðri sameiginlegri lóð. 4 svefnherbergi, laus fljótlega.
Nýtt á skrá
Höfðavegur
Til sölu er rúmgóð 4raherb 100,3 m² íbúð á annari hæð í fallegu og velviðhöldnu fjölbýli. 4 íbúðir í stigagangi.
Til leigu
Einbýlishús til leigu
Til leigu er Álaleira 14 á Höfn í Hornafirði. Um er að ræða gott 240 m² einbýlishús ásamt bílskúr sem getur verið laust fljótlega
Eystrahorn
Fimmtudagur 15. janúar 2015
www.eystrahorn.is
Andlát
Félagsfundir
Guðrún Bergsdóttir
í verkamannadeild AFLs verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
Guðrún Bergsdóttir fæddist 27. júlí 1934 á Hofi í Öræfasveit. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Bergs Þorsteinssonar og Pálu Jónínu Pálsdóttur. Hún var þriðja í röð níu systkina. Guðrún kynntist eiginmanni sínum Ingimundi Gíslasyni (fæddur 7. mars 1921, dáinn 13. september 1990) og fluttist til hans að Hnappavöllum árið 1955. Börn þeirra eru Ingibjörg Ingimundardóttir gift Gunnari Páli Bjarnasyni. Guðjón Ingimundarson. Sigurður Ingimundarson. Óskírður Ingimundarson (fæddur 8. september 1961, dáinn 12. september 1961). Einar Páll Ingimundarson. Guðrún átti sex barnabörn og fimm barnabarnabörn. Guðrún ólst upp á Hofi ásamt systkinum sínum. Hún fór til Reykjavíkur í vist og vinnu á spítala í tvo vetur. Hún snéri aftur í Öræfasveit og hóf búskap með eiginmanni sínum Ingimundi Gíslasyni á Hnappavöllum og stundaði þar búskap með honum og síðar sonum sínum allt fram til dauðadags. Hún var mikil prjónakona en annars voru bústörfin og heimilishaldið hennar líf og yndi. Guðrún var einstaklega heimakær, leið hvergi betur en heima hjá sér og fylgdist með afkomendum sínum af mikilli nákvæmni. Guðrún var mikil húsmóðir og var oft með marga í heimili, m.a. barnabörnin auk margra sumarbarna í gegnum árin. Fyrir 24 árum greindist Guðrún með bandvefssjúkdóm sem var henni fjötur um fót eftir það og skerti lífsgæði hennar. Hún gafst hins vegar aldrei upp og var sem klettur í lífi fjölskyldunnar á hverju sem gekk. Síðustu árin gengu henni nærri uns yfir lauk. Guðrún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á öðrum degi jóla eftir stutt veikindi. Útför hennar fór fram í Hofskirkju laugardaginn 3. janúar síðast liðinn. Fjölskyldan vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem sýndu hluttekningu og stuðning við undirbúning og útför Guðrúnar. Einnig vill hún koma á framfæri þökkum til starfsfólks heimahjúkrunar á Höfn fyrir innlit síðastliðin ár.
Víkurbraut 4 Hornafirði Hótel Héraði Egilsstöðum Búðareyri 1 Reyðarfirði Lónabraut 4 Vopnafirði
15. 17. 19. 20.
janúar janúar janúar janúar
2015 2015 2015 2015
kl. kl. kl. kl.
18:00 14:00 18:00 17:00
Dagskrá fundanna: • Mótun launakrafna fyrir komandi kjarasamninga • Önnur mál Á fundinn eru boðaðir félagsmenn í verkamannadeild sem starfa á almenna markaðnum.
AFL Starfsgreinafélag Verkamannadeild
Opinn stjórnmálafundur á Kaffi Horninu föstudaginn 16. janúar kl. 12:00 Alþingismennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Vilhjálmur Árnason ræða stjórnmálaviðhorfið. Allir velkomnir
Fyrir hönd aðstandenda, Börn Guðrúnar og fjölskyldur þeirra
Vinningshafar í jólaleik Jaspis voru: - Unnur Garðarsdóttir - Hjördís Karlsdóttir - Hreinn Eiríksson Um leið og við óskum þeim til hamingju þá þökkum við þeim fyrir viðskiptin Heiða Dís og Snorri
Stofnun Hollvinasamtaka Miklagarðs Kæru Hornfirðingar nær og fjær Í hartnær 100 ár hefur Mikligarður verið undirstaðan í samfélags- og atvinnuþróun á Höfn og í Hornafirði. Í honum hefur sagan tekið á sig myndir og skilið eftir minningar hjá flestum þeirra sem hingað komu til vinnu og vertíða. Mikligarður var þó ekki bara verbúð, í honum fóru fram samkomur af ýmsum toga m.a. dansskóli og dansleikir, stúkufundir, skóla- og fundarhald. Ungmennafélagið Sindri var stofnað í Miklagarði og fór kirkjuhald fram undir hans þaki í mörg ár. Margir fengu að dvelja í Miklagarði meðan verið var að koma undir sig fótunum og er óhætt að segja að í Miklagarði hafi verið líf og fjör. Stofnfundur Hollvinasamtaka Miklagarðs verður í Nýheimum 21. janúar n.k. kl. 20.00
Óskum eftir að sjá sem flesta
Jaspis
Starfsfólk Hornafjarðarsafna
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 15. janúar 2015
Þrettándabingó 2015 Hið árlega Þrettándabingó Kvenfélagsins Óskar var haldið að Hrollaugsstöðum laugardagskvöldið 3. janúar síðast liðinn. Líkt og vanalega var góð mæting og mættu rúmlega 50 manns ungir sem aldnir til að spila um þá fjölmörgu og veglegu vinninga sem gefnir voru. Að loknu bingói gæddu gestir sér á kaffiveitingum í boði Suðursveitunga og Mýramanna. Við kvenfélagskonur viljum þakka þeim fyrirtækjum og einstaklingum, sem gáfu vinninga, fyrir stuðninginn og einnig þeim gestum sem mættu.
Amara snyrtistofa Árnanes Country Hotel Guðrún Ingólfsdóttir Hótel Höfn Hótel Smyrlabjörg Humarhöfnin Húsasmiðjan Húsgagnaval Jaspis,
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALAN ER HAFIN 20% - 70% AFSLÁTTUR Komið og gerið góð kaup. Verið velkomin
Þau fyrirtæki og einstaklingar sem gáfu vinninga eru: • • • • • • • • •
Eystrahorn
• • • • • • • •
Jöklableikja Lyfja N1 Nettó Olís Pakkhúsið Pósthúsið Sundlaugin.
Skipulagsfundur vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna 2015 Kæru velunnarar afmælisárs kosningaréttar kvenna á Íslandi! Mánudaginn 19. janúar n.k. kl 20.00 verður haldinn skipulagsfundur í Nýheimum vegna viðburða tengda afmælishátíðinni 19. júní 2015. Allir þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við undirbúninginn eru hvattir til þess að mæta og leggja þessum merkisviðburði lið. Kærar kveðjur, Afmælisnefndin
Að venju mun ágóðinn renna til stofnanna eða einstaklinga innan sveitarfélagsins sem þurfa aðstoð. Stjórn kvenfélagsins Óskar
Verkefnisstjóri/ráðgjafi SASS Þórarinn Egill Sveinsson verkefnisstjóri/ ráðgjafi SASS verður til viðtals á skrifstofu SASS í Nýheimum miðvikudaginn 14. janúar og fimmtudaginn 15. janúar. Hægt er að panta tíma með því að senda póst á netfangið thorarinn@sudurland.is, hringja í síma 898 0399 eða bara koma við hjá Þórarni.
OPNUN 16.JANUAR KL. 17
SAMFÉLAG Í M Ó T U N
Samfélagið i Hornafirði frá lokum nitjándu aldar fram undir miðbik tuttugustu aldar
LISTASAFN SVAVARS GUÐNASONAR
Bifreiðaskoðun á Höfn 19., 20. og 21. janúar. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. janúar. Næsta skoðun er 16., 17. og 18. febrúar. Þegar vel er skoðað
Eystrahorn
Fimmtudagur 15. janúar 2015
Bóndadagskvöld á Kaffi Horninu Þriggja rétta bóndadagsmatseðill: Humarþrenna – Grillaður humar m/hvítlauk, humarprjónn, tempurahumar Nautaund með þrísteiktum frönskum, bernaise, selleryrótarmauki og lauksultu Karamelluostakaka
Verð 5.900,Verið velkominn Starfsfólk Kaffi Hornsins sími 478-2600
www.eystrahorn.is
Femínistafélag stofnað í FAS Þann 9. janúar síðastliðinn fór fram stofnfundur Femínistafélags Framhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu – FemFAS, í Nýheimum. Nokkur fjöldi nemenda og áhugasamra var samankominn af þessu tilefni og eru nú þegar skráðir u. þ. b. 30 nemendur í félagið. Í lögum félagsins kemur fram að tilgangur og markmið félagsins séu m. a.: Að styðja við jafnréttisbaráttuna; að efla femíníska umræðu í umhverfi og samfélagi nemenda við skólann; leiðrétta neikvæða ímynd nemenda á femínistum og femínisma; veita vitneskju um hugtakið femínisma og jafnframt veita innsýn í starfsemi femínista; sem og stuðla að umhverfi þar sem algjört jafnrétti ríki. Stofnun félagsins var fagnað með lófaklappi í lok fundarins ekki síst fyrir þá staðreynd að árið 2015 eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Þá var lögð fram tillaga að Druslugöngu á Höfn í sumar og var hugmyndinni vel tekið.
Ríki Vatnajökuls óskar eftir að ráða
FRAMKVÆMDASTJÓRA
Olía á góðu verði Þú getur fengið kanadíska olíu sérpakkaða fyrir KEMI hjá okkur. Sjá verðið á myndinni
Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur vilja til að ná árangri í starfi.
Starfssvið:
• Dagleg stjórnun og rekstur félagsins, ásamt verkefnastjórnun. • Gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim. • Virk þátttaka í stefnumörkun um starfsemi félagsins og framkvæmd hennar. • Virk þátttaka í markaðs- og kynningarmálum og umsjón með heimasíðu félagsins. • Samskipti við fyrirtæki, hagsmunasamtök og stofnanir innan félagsins (klasans) sem utan.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi og/eða víðtæk reynsla af rekstrar- eða markaðsmálum. • Reynsla af stjórnun og rekstri. • Þekking og reynsla úr ferðaþjónustu kostur. • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta sem og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð tölvukunnátta og geta til þess að nýta sér upplýsingatækni á fjölbreyttan máta.
Atvinna Okkur vantar starfsmann á smurstöð og aðstoðarmann í verslun. Upplýsingar í síma 478-1340
Verið ávallt velkomin
Verslun, sími 478-1414
Ríki Vatnajökuls er einkahlutafélag um klasa samstarfsfyrirtækja og opinbera aðila sem tengjast ferðaþjónustu á Suð-austurlandi. RV stuðlar að öflugri og arðbærri ferðaþjónustu allt árið sem byggir á aðdráttarafli stórbrotinnar náttúru, matvælum og menningu svæðisins. Skrifstofan er á Höfn í Hornafirði. Sjá nánar: visitvatnajokull.is Umsjón með ráðningunni hafa Ingibjörg tel.899 7881 (job.rikivatnajokuls@gmail.is), Vala tel. 863 9199 (vala@hornafjordur.is), Ásmundur tel. 896 6412 (arnanes@arnanes.is) Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á job.rikivatnajokuls@gmail.com Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
NÁMSKEIÐ Fab Lab fatahönnun
Atvinna á Höfn
Námskeiðið gengur út á að tengja saman fatahönnun og Fab Lab hönnunarsmiðju. Farið verður í sköpunarvinnu sem og hugmyndafræði Fab Lab smiðjunnar. Kennt verður á teikniforritið Inkscape, vínil og lazerskerann. Námskeiðið nýtist bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref sem og þeim sem eru lengra komnir í fata og textílhönnun. Kennt verður 3 laugardaga, 7. 14. og 21. febrúar frá kl. 10:00 - 14:30.
Þjónustustöð N1 á Höfn í Hornafirði óskar eftir að ráða starfsmann í almenna afgreiðslu og á grill. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, vera reglusamur, stundvís og með ríka þjónustulund. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórarinn Birgisson í síma 861 1955 eða 478 1490.
Meiri upplýsingar og skráning hjá Fræðslunetinu. Sími: 560-2050 eða nina@hfsu.is
MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
Hvenær kemur’ða eiginlega? Þetta er nú alveg hætt að vera fyndið sko!!!
Sérð þú eitthvað?
Nei ekkert!
Ég ætla að verða fyrstur til að kaupa miða á þorrablótið í ár!
Þorrablót Hafnarbúa 2015 verður haldið í íþróttahúsinu á Höfn laugardaginn 24. janúar. Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.
Hljómsveitin Sóldögg leikur fyrir dansi. Miðasala hefst í íþróttahúsinu fimmtudaginn 22. janúar kl. 17:00 - 19:00. Miðaverð er kr. 7.000,- Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum. Ef svo ólíklega skildi vilja til að einhverjir miðar verði óseldir föstudaginn 23. janúar verða þeir seldir kl. 17:00 - 18:00 þann dag í íþróttahúsinu.