Eystrahorn Fimmtudagur 20. janúar 2011
3. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2011 ásamt þriggja ára áætlun 2012-2014 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 13. janúar sl. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 og gerð þriggja ára áætlunar fyrir árin 2012 – 2014 var unnið út frá drögum að reglum um fjármál sveitarfélaga. Reglurnar eru tvær, annars vegar skuldaregla sem segir að skuldir sveitarfélaga megi ekki vera hærri en 150% af tekjum þeirra og hins vegar að sveitarfélögum er gert að skila afgangi á hverju þriggja ára tímabili. Samkvæmt framlagðri tillögu mun Sveitarfélagið Hornafjörður uppfylla bæði þessi skilyrði í reglum
um fjármál sveitarfélaga. Helstu niðurstöður fyrir sveitarsjóð eru að tekjur alls verða 1.326 m.kr. og rekstrargjöld 1.229 m.kr. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 6,3 m.kr. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs er því jákvæð um 90,9 m.kr. Samkvæmt þriggja ára áætlum breytist þessi staða lítið sem ekkert. Fjárfestingar á árinu verða alls 150 m.kr. í sveitarsjóði og ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku á árinu. Afborganir langtímalána verða alls 104 m.kr.. Handbært fé í árslok verður 142 m.kr. Sé horft á samstæðu sveitarfélagsins verður 135 m.kr. afgangur af rekstri, fjárfestingar verða alls 190 m.kr. og engin ný lán tekin.
Máninn í Hornafjarðarmánanum. Mynd: Óðinn Eymundsson.
www.hornafjordur.is/stjornsysla
Helstu niðurstöður áætlunarinnar árin 2011-2014 eru eftirfarandi. Tölurnar eru fyrir A og B hluta
Helstu niðurstöður ársins 2011 eru eftirfarandi: Sveitarsjóður
höfnin
veitur
íbúðir
Rekstrarniðurstaða (m.kr.)
90,1
43,4
3,5
22,3
Skuldir í hlutfalli af tekjum
70,6%
A-B
2012 2013 2014
133
Rekstrarniðurstaða (m.kr.)
138
136
133
82%
Skuldir í hlutfalli af tekjum
78%
73%
69%
Framkvæmdir (m.kr.)
150
20
40
0
210
Framkvæmdir (m.kr.)
190
190
190
Handbært fé frá rekstri (m.kr.)
166
55,3
3,5
9,3
251
Handbært fé frá rekstri (m.kr.)
259
261
262
Handbært fé í árslok (m.kr.)
148,6
30,1
0
0
179
Handbært fé í árslok (m.kr.)
139
163
181
Afborganir langtímal. (m.kr.)
104,6
7,2
0
0
121
Afborganir langtímal. (m.kr.)
102
98
104
Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)
0
0
0
0
0
Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)
0
50
50
Umræða um sjávarútvegsmál Mikil umræða um sjávarútvegsmál fara nú fram í þjóðfélaginu. Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku ræddu bæjarstjórnarmenn þessi mál ítarlega. Árni Rúnar Þorvaldsson hóf umræðuna og lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun: „Bæjarstjórn Hornafjarðar fagnar yfirlýsingum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um síðastliðin áramót um það markmið stjórnvalda að leiða til lykta ágreining um auðlindamál á nýhöfnu ári. Sjávarútvegur er undirstaða byggðar á Hornafirði og samfélagið hefur ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem deilur um framtíð fiskiveiðistjór nunarker fisins hafa skapað. Brýnt er fyrir alla
aðila að aflétta þeirri óvissu og stuðla að varanlegri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið.“ Ekki voru allir á eitt sáttir við þessa bókun og lagði Reynir Arnarson fram eftirfarandi bókun: „Sjávarútvegur er ein af höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar og grundvöllur byggðar víða um land. Til að sætta sjónarmið sem uppi hafa verið um nýtingu auðlindarinnar setti núverandi ríkisstjórn á laggirnar starfshóp til þess að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun í júlí 2009 sem skilaði niðurstöðu í september 2010. Í hópnum sátu fulltrúar allra framboða auk fulltrúa útgerðamanna, sjómanna og launþega og skilaði mikill meirihluti hópsins sameiginlegu
áliti sem draga má saman í eftirfarandi texta í skýrslu nefndarinnar: „Meirihluti starfshópsins telur að með tilliti til settra markmiða og kröfu um jafnræði og meðalhóf sé rétt að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið með sjálfstæðri löggjöf sem taki hliðsjón af auðlindastefnu almennt er byggist á hugmyndum um samningaleið. Meirihluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig gengið formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd
og framlengingu samninga, gjaldtöku, aðilaskipti, ráðstöfun aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o.fl.“ Ef sú sátt sem forsætisráðherra boðaði í nýársávarpi sínu byggir á þessu áliti meirihluta starfshópsins ber að fagna því. Með því væri verið að stíga mikilvægt skref til þess að leiða til lykta áralangar deilur um þessa af höfuðatvinnugreinunum þjóðarinnar í samvinnu allra framboða á Alþingi auk hagsmunasamtaka í sjávarútvegi.“ Bókun Reynis var samþykkt með 6 atkvæðum. Hægt er að lesa fundargerðina á hornafjordur.is/ stjórnsýsla og sömuleiðis má að skoða upptöku af fundinum þar. www.hornafjordur.is/stjornsysla