Eystrahorn Fimmtudagur 20. janúar 2011
3. tbl. 29. árgangur
www.eystrahorn.is
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2011 ásamt þriggja ára áætlun 2012-2014 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 13. janúar sl. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 og gerð þriggja ára áætlunar fyrir árin 2012 – 2014 var unnið út frá drögum að reglum um fjármál sveitarfélaga. Reglurnar eru tvær, annars vegar skuldaregla sem segir að skuldir sveitarfélaga megi ekki vera hærri en 150% af tekjum þeirra og hins vegar að sveitarfélögum er gert að skila afgangi á hverju þriggja ára tímabili. Samkvæmt framlagðri tillögu mun Sveitarfélagið Hornafjörður uppfylla bæði þessi skilyrði í reglum
um fjármál sveitarfélaga. Helstu niðurstöður fyrir sveitarsjóð eru að tekjur alls verða 1.326 m.kr. og rekstrargjöld 1.229 m.kr. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 6,3 m.kr. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs er því jákvæð um 90,9 m.kr. Samkvæmt þriggja ára áætlum breytist þessi staða lítið sem ekkert. Fjárfestingar á árinu verða alls 150 m.kr. í sveitarsjóði og ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku á árinu. Afborganir langtímalána verða alls 104 m.kr.. Handbært fé í árslok verður 142 m.kr. Sé horft á samstæðu sveitarfélagsins verður 135 m.kr. afgangur af rekstri, fjárfestingar verða alls 190 m.kr. og engin ný lán tekin.
Máninn í Hornafjarðarmánanum. Mynd: Óðinn Eymundsson.
www.hornafjordur.is/stjornsysla
Helstu niðurstöður áætlunarinnar árin 2011-2014 eru eftirfarandi. Tölurnar eru fyrir A og B hluta
Helstu niðurstöður ársins 2011 eru eftirfarandi: Sveitarsjóður
höfnin
veitur
íbúðir
Rekstrarniðurstaða (m.kr.)
90,1
43,4
3,5
22,3
Skuldir í hlutfalli af tekjum
70,6%
A-B
2012 2013 2014
133
Rekstrarniðurstaða (m.kr.)
138
136
133
82%
Skuldir í hlutfalli af tekjum
78%
73%
69%
Framkvæmdir (m.kr.)
150
20
40
0
210
Framkvæmdir (m.kr.)
190
190
190
Handbært fé frá rekstri (m.kr.)
166
55,3
3,5
9,3
251
Handbært fé frá rekstri (m.kr.)
259
261
262
Handbært fé í árslok (m.kr.)
148,6
30,1
0
0
179
Handbært fé í árslok (m.kr.)
139
163
181
Afborganir langtímal. (m.kr.)
104,6
7,2
0
0
121
Afborganir langtímal. (m.kr.)
102
98
104
Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)
0
0
0
0
0
Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)
0
50
50
Umræða um sjávarútvegsmál Mikil umræða um sjávarútvegsmál fara nú fram í þjóðfélaginu. Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku ræddu bæjarstjórnarmenn þessi mál ítarlega. Árni Rúnar Þorvaldsson hóf umræðuna og lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun: „Bæjarstjórn Hornafjarðar fagnar yfirlýsingum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um síðastliðin áramót um það markmið stjórnvalda að leiða til lykta ágreining um auðlindamál á nýhöfnu ári. Sjávarútvegur er undirstaða byggðar á Hornafirði og samfélagið hefur ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem deilur um framtíð fiskiveiðistjór nunarker fisins hafa skapað. Brýnt er fyrir alla
aðila að aflétta þeirri óvissu og stuðla að varanlegri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið.“ Ekki voru allir á eitt sáttir við þessa bókun og lagði Reynir Arnarson fram eftirfarandi bókun: „Sjávarútvegur er ein af höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar og grundvöllur byggðar víða um land. Til að sætta sjónarmið sem uppi hafa verið um nýtingu auðlindarinnar setti núverandi ríkisstjórn á laggirnar starfshóp til þess að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun í júlí 2009 sem skilaði niðurstöðu í september 2010. Í hópnum sátu fulltrúar allra framboða auk fulltrúa útgerðamanna, sjómanna og launþega og skilaði mikill meirihluti hópsins sameiginlegu
áliti sem draga má saman í eftirfarandi texta í skýrslu nefndarinnar: „Meirihluti starfshópsins telur að með tilliti til settra markmiða og kröfu um jafnræði og meðalhóf sé rétt að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið með sjálfstæðri löggjöf sem taki hliðsjón af auðlindastefnu almennt er byggist á hugmyndum um samningaleið. Meirihluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig gengið formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd
og framlengingu samninga, gjaldtöku, aðilaskipti, ráðstöfun aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o.fl.“ Ef sú sátt sem forsætisráðherra boðaði í nýársávarpi sínu byggir á þessu áliti meirihluta starfshópsins ber að fagna því. Með því væri verið að stíga mikilvægt skref til þess að leiða til lykta áralangar deilur um þessa af höfuðatvinnugreinunum þjóðarinnar í samvinnu allra framboða á Alþingi auk hagsmunasamtaka í sjávarútvegi.“ Bókun Reynis var samþykkt með 6 atkvæðum. Hægt er að lesa fundargerðina á hornafjordur.is/ stjórnsýsla og sömuleiðis má að skoða upptöku af fundinum þar. www.hornafjordur.is/stjornsysla
2
Fimmtudagur 20. janúar 2011
Íslenska fyrir útlendinga Kynningafundur vegna námskeiða í íslensku fyrir útlendinga verður miðvikudaginn 25. janúar 2011 kl. 20:00 í Nýheimum. Á fundinum verður ákveðið á hvaða tíma kennslan fer fram og hvaða stig (1-4) verða kennd. Allir sem hafa áhuga á íslenskukennslu í vetur eru beðnir að mæta. Nánari upplýsingar hjá Þekkingarneti Austurland í síma 4703840 eða með tölvupósti nina@tna.is Spotkanie organizacyjne dotyczace kursu jezyka islandzkiego dla obcokrajowców odbedzie 25.01.11 o godzinie 20:00, Nýheimum. Na spotkaniu podjeta zostanie decyzja w jakim terminie i w jakich grupach (tj. na jakim poziomie 1-4) odbywac beda sie zajecia. Wszystkich zainteresowanych zapraszamy. Dodatkowe informacje udzielone sa w Þekkingarnet Austurlands pod numerem 4703840 lub nina@tna.is Courses in Icelandic for foreigners will start with meeting 25th of January at 20:00 in Nýheimum. In the meeting decision will be made by attendees when the classes occur and also what stage (1-4) will be offered. Everyone interested is urged to attend the meeting. Further information at Þekkingarnet Austurlands tel: 4703840 or nina@tna.is
Þorrablót
Nesja- og Lónmanna
verður haldið í Mánagarði laugardaginn 29. janúar Minnum á forsölu aðgöngumiða fimtudaginn 27. janúar og föstudaginn 28. janúar kl 19:00 - 21:00 báða dagana Einig er hægt að panta miða í síma 846-5226 (Heiða) og 867-7416 (Fríða)
Miðaverð kr: 5.000,-
Ekki verður selt sér inn á dansleikinn eftir borðhald
Nefndin
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126
Vegna óveðurs og ófærðar barst síðasta tölublað Eystrahorns ekki á réttum tíma til lesenda og er beðist velvirðingar á því. Útgefandi
Eystrahorn
Andlát Sigurður Lárusson
Sigurður Lárusson var fæddur á Neskaupsstað 11. apríl 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn, aðfararnótt 12. janúar s.l. Hann var sonur hjónanna Lárusar Ásmundssonar f. 1885 d. 1971 og Dagbjartar Sigurðardóttur f. 1885 d. 1977. Þau bjuggu á Sjávarborg í Neskaupsstað. Sigurður var 6. í röð 12 systkina. Þau eru: 1) Sigríður f. 1909 d. 1917, 2) Óskar f. 1911 d. 2002, 3) Fanney f. 1913 d. 1999, 4) Þórunn f. 1914 d. 2002, 5) Halldór f. 1915 d. 1977, 7) Ársæll f. 1920 d. 1995, 8) Hermann f. 1922 d. 1998, 9) Ásgeir f. 1924, 10) Garðar f. 1925 d. 1986, 11) Aðalheiður f. 1928, 12) Svavar f. 1930. Sigurður kvæntist árið 1943 Katrínu Ásgeirsdóttur f.1918 d.1993. Foreldrar Katrínar voru þau Ásgeir Guðmundsson, smiður og Soffía Ragnhildur Guðmundsdóttir, húsmóðir. Þau hófu búskap í Guðmundarhúsi á Höfn en byggðu síðan íbúðarhús sitt að Bogaslóð 4 á Höfn. Sigurður og Katrín eignuðust 8 börn, þau eru:
1) Ásgeir Sigurðsson f. 1943, 2) Guðmundur Sigurðsson f.1944, kvæntur Vilborgu Jóhannsdóttur, 3) Hilmar Sigurðsson f. 1945 kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur 4) Dagbjört Sigurðardóttir f. 1948 gift Finni Jónssyni 5) Aldís Sigurðardóttir f. 1949 gift Guðmundi Eiríkssyni 6) Karl Þór Sigurðsson f. 1953 kvæntur Svövu Eyjólfsdóttur 7) Grétar Lárus Sigurðsson f. 1956 og 8) Sigríður Katrín Sigurðardóttir f. 1958 gift Sæmundi Gíslasyni. Barnabörnin eru 17 og barnabarnabörnin eru 35. Sigurður byrjaði ungur í sjómennsku á árabáti með föður sínum og síðar á trillu. Hann gerðist síðar skipstjóri hjá bróður sínum Óskari Lárussyni. Hann stundaði sjómennsku frá 13 ára aldri, og allt fram á 6. áratug síðustu aldar. Fyrsta skipið sem Sigurður gerði sjálfur út var Hrönn frá Fáskrúðsfirði, árið 1953, sem hann leigði ásamt félögum sínum. Síðar kom Sigurfari (sá fyrri) sem hann keypti í félagi við aðra árið 1954 og að lokum Sigurfari (hinn seinni). Sigurður átti farsælan útgerðarferil sem lauk þó á sorglegan máta þegar Sigurfari fórst árið 1971, þá lét Sigurður af útgerð. Sigurður vann að lokum hjá fiskiðju kaupfélagsins á Höfn á annan áratug og lauk þar sínum starfsferli. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarkirkju á Höfn föstudaginn 21. janúar kl. 13:00.
Aflabrögð 1. - 16. janúar Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51 ................... net.............9.........0,2.......þorskur 45.1 Skinney SF 20...................... net.............7.......44,0.......þorskur 39,2 Þórir SF 77........................... net.............8.......33,6.......þorskur 30,9 Þinganes SF 25.................... rækjuv.......2.......27,0.......rækja 17,6 Steinunn SF 10 ................... botnv.........1.......61,4.......blandaður afli Benni SF 66.......................... lína.............3.......17,2.......þorskur 10,6 Beta VE 36........................... lína.............1.......38,5.......þorskur /ýsa Ragnar SF 550...................... lína.............1.........2,1.......þorskur/ýsa Siggi Bessa SF 97................ lína.............1.........2,0.......ýsa 1,2 Jóna Eðvalds SF 200........... flotv...........1.....860,0.......loðna Ágrímur Halld. SF 250........ flotv...........1.....850,0.......loðna Heimild: www.fiskistofa.is
Eystrahorn
Fimmtudagur 20. janúar 2011
3
Unga fólkið á heimleið Um áramótin tók Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson við starfi Guðmundar Gunnarsson hjá Matís í Nýheimum. Í tilefni af því ræddi blaðamaður við Vigfús sem er borinn og barnfæddur Hornfirðingur. Vigfús er með próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík sem skipstjóri á öll fiskiskip óháð stærð og farsviði. Síðan lá leiðin til Danmerkur þar sem hann útskrifaðist sem virðiskeðjufræðingur.
Hvaða nám stundar virðiskeðjufræðingur? Nám þetta gefur mjög þversniðna þekkingu á allri virðiskeðju vöru eða þjónustu og hvernig best sé að hagræða henni og stjórna. Námið er mjög framleiðslutengt og miðar að því að rannsaka og þróa bestu aðferðirnar til að framleiða vöru eða þjónustu frá því að um einungis hugmynd er að ræða þar til að fullbúin vara lítur dagsins ljós og er komin í hendur neytanda. Markmiðið er að útrýma sóun og óþarfa úr verkferlum, hámarka gæði, stytta verkferla og lágmarka kostnað í öllu ferlinu þar sem stefnt er á bestun og aukinni samkeppnishæfni á markaði. Virðiskeðja vöru eða þjónustu er einn mikilvægasti hlekkurinn til að líta á í nútíma samfélagi þar sem samkeppni á markaði er gríðarlega há. Fyrirtæki í Evrópu hafa lagt mikla áherslu á virðiskeðjurannsóknir nú síðari ár þar sem mörg hver hafa náð framúrskarandi árangri. Ég tel að þörfin á þessari þekkingu hér á landi sé gríðarlega há þar sem hægt væri að hagræða virðiskeðjum mikið á ýmsum sviðum atvinnulífsins og skila heildstæðri virðisaukningu út í samfélagið sem heild.
Hvernig er starfsemi Matís á Höfn háttað? Á Hornafirði hefur Matís haft starfsstöð frá 2006. Starfsstöðin er með skrifstofu í þekkingarsetrinu Nýheimum. Árið 2008 var Matarsmiðja Matís opnuð í tengslum við starfsstöðina á Höfn. Í Matarsmiðju Matís býðst frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir sér fjárfestingu í
dýrum tækjabúnaði og húsnæði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst fólki og fyrirtækjum einstakt tækifæri til að þróa sýna eigin vöru, framleiða hana og koma henni á markað. Ráðgjöf er veitt á öllum stigum í sambandi við framleiðsluna sé þess óskað. Í Matarsmiðjunni eru fullkomin tæki og búnaður fyrir margskonar matarframleiðslu til að koma fullbúinni vöru á markað með öllum tilskyldum leyfum. Þó að starfsstöðin sé staðsett á Höfn er aðstaðan einnig hugsuð til notkunar á landsvísu og hefur starfsemin verið nýtt af fólki vítt og breitt um landið. Frá því
starfsstöð er fyrir alla sem vilja. Ekki skiptir neinu máli hverskonar hráefni er verið að fara að framleiða úr svo lengi sem það er til að framleiða matvörur. Ég hvet alla sem hafa hugmyndir að sinni eigin matvöru og langar til að framleiða hana og koma henni á markað til að setja sig í samband við mig. Tækifærin eru mörg í matarframleiðslu og eru langt í frá einsleit.
að Matarsmiðjan var opnuð hafa fjölmörg verkefni farið þar í gegn. Flest verkefnanna hafa endað sem fullbúin vara tilbúin á neytendamarkað með framúrskarandi útkomu.
Sérstök áhersla er lögð á matartengda ferðamennsku þar sem markhópurinn er stór. Áætlaður ferðamannafjöldi til landsins er að aukast og þá ekki síst á suðausturhorni landsins. Jafnt þeirri aukningu mun skapast meira og meira rými fyrir ferðamannatengdan matvælaiðnað sem getur blómstrað ef rétt er í farið og skapað þar með tilheyrandi virðisaukningu sem myndi skila sér beint inn á svæðið í formi tekna og nýskapaðra starfa.
Í hverju er starf þitt fólgið? Starfið er mjög fjölbreytt. Það má segja að það sé að meginhluta þríþætt; rekstur og ráðgjöf í sambandi við Matarsmiðjuna, virðiskeðjuráðgjöf til fyrirtækja á landvísu, verkefnastjórn og þátttaka í stærri verkefnum tengd framleiðslu í samvinnu við ýmis framleiðslufyrirtæki á landinu. Eins og er þá eru tvö stór verkefni í gangi í sambandi við humarveiðar og vinnslu sem verða keyrð út þetta ár og fram á mitt næsta.
Skilaboð til þeirra sem geta sótt þjónustu til þín? Skilaboð til þeirra sem sótt geta til mín þjónustu er að þessi
Hvernig leggst starfið í þig? Starfið leggst einstaklega vel í mig. Í starfinu felast einstök tækifæri í að efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á Höfn sem og á landsvísu og mun ég beita mér fyrir þeirri eflingu af fullum krafti. Ég tek við mjög góðu búi frá Gumma Gunnars sem gegnt hefur þessu starfi frá opnun útibúsins á Höfn.
Var alltaf ætlunin að koma "heim"? Þau þrjú og hálft ár sem ég og fjölskylda mín höfum búið úti í Danmörku hafa verið hreint út sagt frábær og það er margt sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar úr því samfélagi sem er alveg sérstaklega fjölskylduvænt. Fjölskyldan samanstendur af unnustu minni Fjólu Hrafnkelsdóttur, sem líka er Hornfirðingur, og strákunum okkar tveimur, Ingólfi 4 ára og Áskeli 16 mánaða. Fjóla var að læra málaraiðn og var ekki búin að klára það nám áður en við fluttum heim og þótti henni svolítið súrsætt að vera að flytja heim áður en hún næði að klára. Stefnan hjá henni er að klára sitt nám hér heima og er hún að skoða þær leiðir sem eru í boði. Strákarnir eru held ég bara nokkuð sáttir við að vera komnir heim þó að það taki heldur meira á þann eldri þar sem hann átti orðið mikið af vinum í Horsens. Þeir bíða báðir spenntir eftir að komast á leikskólana hér á Höfn og kynnast öllum þeim krökkum sem þar eru. Biðin mun varla vera svo löng fyrir þá þar sem á Höfn eru tveir leikskólar. Þó svo að gott hafi verið að búa úti í Danmörku hefur stefnan alla tíð verið hjá okkur Fjólu að flytja heim á Höfn að loknu námi. Við höfum alla tíð haft mjög sterkar rætur til Hafnar og þess samfélags sem þar er og alla tíð liðið vel hér. Þegar staða stöðvarstjóra Matís á Höfn var auglýst laus í haust var ég ekki lengi að koma minni umsókn um starfið á framfæri, þar sem staðan fellur algjörlega að minni reynslu, áhugasviði og menntun. Það þurfti ekki miklar umræður hjá fjölskyldunni til að ákveða að nú væri tækifærið að flytja heim komið og við létum því slag standa og finnst öllum gott að vera komin heim.
4
Fimmtudagur 20. janúar 2011
Þorrablót Skaftfellingafélagsins
Þorrablót Skaftfellingafélagsins verður haldið í Skaftfellingabúð laugardaginn 22. janúar 2011 og hefst með borðhaldi kl. 20 Húsið verður opnað kl. 19:00. Veislustjórn og skemmtidagskrá annast Dúett; söngvararnir og fjörkálfarnir Stefán Helgi Stefánsson og Davíð Ólafsson, undirleikari Helgi Hannesson. Um dansmúsíkina sjá Grétar Örvarsson og Bjarni Arason. Glæsilegt þorrahlaðborð auk lambapottréttar. Við miðapöntunum taka Hákon (821 2115), Helgi (899 4818) og Svavar (856 9670) og skaft@skaft.is til og með 19. janúar. Aðgangur kr. 5.000. Eftir borðhald kl. 11:00 kr. 1.000. www.skaft.is
Tipphornið Dömurnar hjá Póstinum eru sko engar venjulegar gellur því þær snéru lögguna niður og eins og þær orðuðu það þá eru þær betri í tippinu en löggan, 9 – 8. Skora þær nú fullar sjálfstrausts á Krakkakot og nú skulum við sjá hvernig þær eru í tippinu dömurnar þar. Pósturinn 1. Newcastle-Tottenham 12 2. Arsenal -Wigan 1 3. Blackpool-Sunderland 12 4. Everton -West Ham 1 5. Fulham -Stoke 12 6. Man.Utd -Birmingham 1 7. Cardiff -Watford 1 8. Leicester-Millwall 1x2 9. Barnsley -Swansea 1x2 10. Crystal Palace –Bristol City 1 11. Portsmoth -Leeds 2 12. Reading -Hull 1 13. Sheff.Utd. -Norwich 1x2
Krakkakot 2 1 12 1 1x2 1 1 1 1x2 1x2 2 12 1x
Það var aldeilis fjör í fyrstu viku fyrirtækjaleiksins og fjölmargir nýir hópar að koma inn. Svo var nú bara byrjað á 12 réttum eins og enginn sé morgundagurinn!!! Endilega drífa vinnustaðahópana með, því eins og í fyrri vinnustaðaleikjum þá telja 8 vikur af 10. Staðan eftir fyrstu umferð er þá svona: Vika 1 Lyftarverkstæði S-Þ 12 Hvanney SF 11 Hopp.is 10 Víkinn 10 SMFR S-Þ 10 Pósturinn 9 Eystrahorn 9 Skinney SF 9 H. Christensen 8 Lögreglan 8 JGG 8 Steinpríði 8 Jóna Eðvalds SF 8 Jaspis 8
Eystrahorn
Þorrablót Hafnarbúa
Laufabrauðið er klárt og ekkert getur komið í veg fyrir árlegt þorrablót Hafnarbúa en það verður haldið laugardaginn 22. janúar næstkomandi í íþróttahúsinu. Mikil leynd hvílir yfir öllum gerðum þorrablótsnefndar og til að koma algjörlega í veg fyrir alla leka og njósnastarfsemi hafa fundir nefndarinnar verið haldnir á nýjum stað í hvert skipti. Eins er öllum tölvupóstsamskiptum eytt jafnóðum enda eru kjörorð nefndarinnar í anda Wikileaks eða „lesið og eyðið“ . Vegna allra þessara varúðarráðstafana hefur engum tekist að komast á snoðir um hvað er í gangi þrátt fyrir þrálátan orðróm um að Öræfingar séu indíánar og þorrablótsnefndin hafi keypt sýningarréttin á Hringekjunni næstu 10 ár. En brátt verður hulunni svipt af leyndardómnum því Hafnarbúum og öðrum gestum verður boðið til blóts á laugardaginn. Allar upplýsingar má sjá í auglýsingunni hér að neðan. Þorrablótsnefnd 2011
Föstudags- og laugardagskvöld til 19. febrúar
Nýstárlegur matseðill með yfir 30 rétti (sjá: www.hofnin.is) – hlaðborð og borið á borð. Sérpantanir óskast aðra daga vikunnar. Samhliða bjóðum við okkar rómaða matseðil (a la carte).
t Hentar jafn byrjendum sem lengra komnum!
markhonnun.is
ÞORRAVEISLA
25 % afsláttur SÚRSAÐIR HRÚTSPUNGAR
GRÍSASULTA NÝ/SÚR
SÚRAR BRINGUR
LUNDABAGGAR
SVIÐASULTA NÝ
SVIÐASULTA SÚR
2.211kr/kg
1.124kr/kg
1.086kr/kg
1.499kr/kg
1.987kr/kg
2.092kr/kg
áður 2.948 kr/kg
áður 1.498 kr/kg
áður 1.448 kr/kg
áður 1.998 kr/kg
áður 2.649 kr/kg
áður 2.789 kr/kg
Þegar þreyja skal Þorra 37% afsláttur
1.889
HANGIFRAMPARTUR SAGAÐUR
25% afsláttur
899
kr/kg áður 2.998 kr/kg
HÁKARL Í TENINGUM
700 G
100 G
FERSKUR
649
kr/kg áður 1.198 kr/kg
ÞORRI Í FÖTU
KJÚKLINGUR
kr/kg Tilboðsverð!
27%
MAGÁLL
25%
100 G
afsláttur
afsláttur
1.498
496
kr/ds. Tilboðsverð!
KJÚKLINGAVÆNGIR HOT EÐA BBQ 500 G
1.274
kr/ds. áður 679 kr/ds.
42%
LIME
40%
Í LAUSU
afsláttur
398
kr/pk. áður 689 kr/pk.
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
kr/kg áður 1.698 kr/kg
ENGIFERRÓT
50%
Í LAUSU
afsláttur
261
kr/kg áður 435 kr/kg
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
afsláttur
298
kr/kg áður 596 kr/kg
Birtist með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
ROAST BEEF
Tilboðin gilda 20. - 23. jan. eða meðan birgðir endast