Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 19. janúar 2012
3. tbl. 30. árgangur
Verslun ársins
Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Á myndinni eru Steinunn Sigvaldadóttir starfmannastjóri, Jóhanna Gísladóttir, Hajrudin Cardaklíja, Olgeir Jóhannesson, Kristján Björgvinsson, Ottó Marwin Gunnarsson og Sigurður Arnar Sigurðsson forstjóri.
Á dögunum var verslun Húsamiðjunnar í Álaugarey valin verslun ársins á landsvísu hjá Húsasmiðjunni. Kristján Vernharður verslunarstjóri sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að starfsfólk legði sig fram um að þjónusta viðskiptaaðilann vel. Það eru ýmis ráð til þess og sendir eru „njósnara“ til að meta verslunarhættina s.s. þjónustuna, sölutæknina, upplifun viðskiptavinarins og
svo framlegðina. Í versluninni eru fjórir fastráðnir starfsmenn og tveir íhlaupamenn. Hornfirðingar vilja greinilega versla í heimabyggð sem er alveg frábært og við reynum að útvega þær vörur sem fólk vantar. Það hafa verið miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, einnig er ferðaþjónustan í mikilli sókn og sjávarútvegurinn stendur alltaf fyrir sínu. Þetta hefur allt jákvæð áhrif
á reksturinn hjá okkur. Það er ekki búist við neinum breytingum með nýjum eigendum nema þá í enn meiri styrk félagsins með sterkum og öruggum eigendum. Vil ég fyrir hönd okkar starfsfólks Húsasmiðjunnar þakka öllum fyrir viðskiptin á liðnu ári með von um gott framhald á árinu 2012, sagði Venni að lokum.
Ekki verður tappað vatni á flöskur á næstunni Með samningi sem undirritaður var í árslok 2008 komu RJC og Sveitarfélagið Hornafjörður sér saman um samstarf vegna fyrirhugaðrar starfsemi RJC á Hornafirði við nýtingu og sölu á vatni innanlands og utan. Markmið þess samnings var að kanna kosti þess að tappa vatni á flöskur og nýta til þess vatnsból við svokallaða Grjótbrú í landi Hóla í Sveitarfélaginu Hornafirði. Það vatnsból á sveitarfélagið að fullu. Samkvæmt viðauka 1 við samninginn, stöðugleikakönnun um gæði vatnsins var framkvæmd könnun á gæðum vatnsins með reglulegum sýnatökum, þeirri fyrstu í janúar 2009. Sýnatökur yfir umrætt tímabil leiddu því miður í ljós að gæði vatnsins voru ekki stöðug. Sveitarfélagið fékk þá sérfræðinga
ÍSOR til ráðgjafar, en þeir höfðu einnig ráðlagt sveitarfélaginu við frágang á vatnsbólinu áður en sýnataka hófst. Umhverfi vatnsbólsins var skoðað og því lítillega breytt en þrátt fyrir það mældust gæði vatnsins óstöðug. Í kjölfarið fór fram mat aðila á niðurstöðum og vegna niðurstaða mælinga er grundvöllur fyrir starfsemi ekki fýsilegur, alla vega ekki að sinni. Aðilar voru sammála um að öll samskipti hafa verið góð og trúnaður og sanngirni ríkti í samvinnu aðila ásamt því að þrátt fyrir að Grjótbrú myndi ekki henta sem vatnsból fyrir starfsemina að þá hafi menn öðlast meiri þekkingu á viðfangsefninu sem myndi ef til vill auðvelda mönnum leit Vatnið úr Grjótbrú var á sínum tíma dælt upp í gamla vatnstankinn á Fiskhól sem byggður var 1949. Hann er nú minnisvarði um stórhug og síðan vatnstöku í framtíðinni. manna á þeim tíma.
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús