Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 22. janúar 2015
3. tbl. 33. árgangur
„Viljum gjarnan þjónusta Hornfirðinga“ R3-Ráðgjöf. Hornfirskt fyrirtæki í Reykjavík Undanfarin ár hafa Gísli Sverrir Árnason og Garðar Jónsson rekið fyrirtækið R3-Ráðgjöf í Reykjavík. Eystrahorni lék forvitni á að fá fréttir af fyrirtækinu en hjá því starfa m.a. nokkrir brottfluttir Hornfirðingar. Gísli Sverrir bjó sem kunnugt er lengi á Hornafirði og var forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og forseti bæjarstjórnar en Garðar var bæjarstjóri hér fyrir austan um skeið. „Já við höfum smám saman verið að efla og auka starfsemina“ segir Gísli Sverrir sem verður fyrir svörum. „Við Garðar stofnuðum fyrirtækið árið 2007 en nú starfa hér sjö fastir starfsmenn allt árið. Við veitum alhliða ráðgjöf á sviðum þar sem reynsla okkar og þekking er sterkust svo sem fyrirtækjaog rekstrarráðgjöf, stjórnsýsluráðgjöf og menningarráðgjöf. Við höfum unnið mjög mikið fyrir sveitarfélög og fyrirtæki um allt land og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum. Í menningarráðgjöf felst meðal annars greining á sérstöðu og sóknarfærum, stefnumótun og áætlanagerð fyrir uppbyggingu, rekstur og markaðssetningu.“ Auk Gísla Sverris og Garðars hefur Tryggvi Árnason fyrrverandi sveitarstjóri og framkvæmdastjóri Jöklaferða starfað lengi við fyrirtækið og byggt upp kynningar- og markaðsþjónustu fyrir ferðaþjónustuaðila. „Guðrún Jónsdóttir sem lengi starfaði á skrifstofum KASK og víðar kom svo til liðs við okkur sem bókari fyrir rúmum tveimur árum og auk hennar vinna Erla S. Erlingsdóttir bókari (stjúpdóttir Sigrúnar Torfadóttur frá Haga) og Þóra Kristín Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur (systurdóttir Sigríðar Sævaldsdóttur, konu Kjartans Hreinssonar dýralæknis) við ört vaxandi bókhaldsþjónustu okkar. Við tökum sem sagt að okkur alhliða bókhald, launavinnslu, gerð sölureikninga, ársreikningagerð og skattframtöl fyrirtækja og einstaklinga og í viðskiptum við okkur
Starfsfólk og samstarfsmenn R3-Ráðgjafar. Standandi frá vinstri: Salómon Jónsson, Tryggvi Árnason, Eiríkur P. Jörundsson, Sigurður P. Sigmundsson. Sitjandi frá vinstri: Gísli Sverrir Árnason, Erla S. Erlingsdóttir, Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Garðar Jónsson. Ljósmyndina tók Steingerður Hreinsdóttir.
eru fyrirtæki víða á landinu.“ Þá er Salómon Jónsson Mýrdælingur og fyrrum Hafnarbúi nýlega kominn til starfa hjá R3-Ráðgjöf og vinnur með Tryggva að þjónustu við fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki. „Það má því segja að þetta sé býsna hornfirskt fyrirtæki sem við höldum úti hér í höfuðborginni. Og nú eru Eiríkur P. Jörundsson sagnfræðingur og fyrrum forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Sigurður P. Sigmundsson viðskiptafræðingur og skaftfellingur að koma
HM í HM og ÍM í HM Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram í byrjun janúar í Nýheimum. Er þetta í 18. skiptið sem mótið er haldið. Úrslit urðu þau að Ragna Pétursdóttir var í fyrsta sæti, Jóna Steindórsdóttir í öðru og Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir í þriðja. Næsta mót í Hornafjarðarmanna er Íslandsmótið sem haldið verður í Skaftfellingabúð í Reykjavík föstudaginn 6. febrúar nk.
til samstarfs við okkur um verkefni sem snúa að nýjum sóknarfærum í menningu og ferðaþjónustu annars vegar og rekstrarráðgjöf hins vegar því við stefnum að því að víkka út þjónustusvið okkar á þessum sviðum. Við viljum því gjarnan bjóða fleiri hornfirska viðskiptavini innilega velkomna til okkar hvort sem þörf er fyrir bókhaldsþjónustu eða alhliða ráðgjöf“ sagði Gísli Sverrir að lokum og bað fyrir kveðju til allra hér fyrir austan.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 22. janúar 2015
Kaþólska kirkjan Laugardaginn 24. janúar
Húsblessanir frá kl. 15:00. Sunnudaginn 25. janúar.
Skriftir frá kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
ÚTSALA ÚTSALA
Eystrahorn
Átt þú í erfiðleikum með að hafa stjórn á mataræði þínu? Sjálfshjálparhópur fólks sem vill ná stjórn á mataræði sínu er starfandi hér á Höfn. Hópurinn var stofnaður í kjölfar þess að Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. matarfíknarráðgjafi frá MFM matarfíknarmiðstöðinni (www.matarfikn.is), hélt hér fyrirlesturinn „GETUR MATUR VERIÐ ÁVANABINDANDI; offita, matarfíkn, átraskanir; orsakir, afleiðingar og lausnir!“ í apríl 2014. Í dag eru tvenn 12. spora samtök tengd matarfíkn og hömluleysi gagnvart mat starfandi á landinu. Einstaklingar í sjálfshjálparhópnum á Höfn tengjast þeim ef þeir kjósa það sjálfir, en það er ekki skilyrði fyrir þátttöku. Upplýsingar um þessi samtök er að finna á www.gsa.is og www.oa.is. Upplýsingar um matarfíkn er einnig að finna á www.matarheill.is. Sjálfshjálparhópurinn hittist á þriðjudagskvöldum kl 20:00 í húsnæði Rauða krossins við Víkurbraut, (gengið inn að baka til) Hópurinn er opinn öllum sem vilja ná tökum á hömluleysi í tengslum við mat. Mikil áhersla er lögð á að þeir sem sækja þessa fundi sýni öðrum meðlimum fullan trúnað og ræði ekki utan hópsins hverjir eru þar eða hvað þeir tjá sig um. Ekki er um að ræða neina félagaskráningu eða félagsgjöld og það eina sem þarf er að hafa löngun til að hætta hömlulausu ofáti og mæta á fund.
MIKIÐ AF GÓÐUM TILBOÐUM
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga
Komið og gerið góð kaup
Forsala aðgöngumiða á Þorrablót FEH
Verslun Dóru SPILAVIST
Þriggja kvölda spilavist verður haldin fimmtudagskvöldin 12., 19. og 26. febrúar. Fjáröflun 7. bekkjar vegna ferðar í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði Nánar auglýst síðar
Forsala aðgöngumiða á þorrablótið fer fram í EKRUNNI miðvikudaginn 28. janúar frá kl. 14:00 - 17:00.
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Vinsamlegast greiðið með peningum. Skráningu lýkur á hádegi laugardaginn 24. janúar. Miðapantanir hjá Guðbjörgu í síma 478-1336 og Hauki í síma 897-8885.
Eystrahorn
Fimmtudagur 22. janúar 2015
Starfsmaður óskast! Rafhorn, rafverktakaþjónusta leitar að starfsmanni frá 1. apríl n.k. Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, þrifum og almennum ritarastörfum. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa góða almenna tölvukunnáttu og ríka þjónustulund. Friðrik Jónas Friðriksson veitir nánari upplýsingar um starfið og tekur við umsóknum til 1. febrúar n.k. í netfanginu jonas@rafhorn.is eða síma 893-0693.
Bréfberi óskast Pósturinn á Höfn óskar eftir að ráða bréfbera í fullt starf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem á auðvelt með samskipti. Um er að ræða 75% stöðu og er vinnutími frá 08:30 og þarf viðkomandi að geta hafið störf 23. febrúar nk. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar Umsóknum skal skilað í netfangið sigridurl@postur.is eða á Pósthúsið á Höfn merkt: Pósturinn Sigríður Lucia Þórarinsdóttir Afgreiðslustjóri Hafnarbraut 21 780 Höfn
www.eystrahorn.is
Auglýsing um deiliskipulagsgerð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti 8. janúar 2015 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands skv.1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið með gerð deiliskipulagsins eru eftirfarandi: • Að tryggja eðlilegan vöxt hjúkrunarheimilisins í samræmi við þarfir samfélagsins og í samræmi við lög. • Að tryggja aukið framboð af þjónustuíbúðum með áhugaverðum tengslum við starfsemi hjúkrunarheimilisins. • Að bæta þjónustu við núverandi notendur og vinnuaðstöðu þeirra sem þar starfa. • Að skapa áhugaverð tengsl starfseminnar á skipulagssvæðinu við nærumhverfið og aðlaðandi útisvæði. Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsinu Hafnarbraut 27 á venjulegum opnunartíma frá og með 22. janúar til og með 6. mars 2015. Einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/stjornsysla skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. mars 2015 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingafulltrúi
Þorrablót Nesja- og Lónmanna 2015 Þorrablót Nesja- og Lónmanna 2015 verður haldið í Mánagarði laugardaginn 31. janúar. Húsið opnað kl. 19:30 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30.
60 ára
Hljómsveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi. Miðaverð: 7.000 kr. Miðapantanir hjá Guðbjörgu í síma 891-7174 og Jóhönnu í síma 848-6309. Miðasala verður í Mánagarði fimmtudaginn 29. janúar og föstudaginn 30. janúar frá kl. 17:00 – 20:00. Ekki verður tekið við kortum. Tökum frá borð fyrir hópa af öllum stærðum. Aldurstakmark 18 ár. ATHUGIÐ! Ekki er selt sér inn á dansleik. Verið velkomin! Þorrablótsnefnd Nesja- og Lónmanna
Af hverju stöndum við hér? Er ekki miðasalan í íþróttahúsinu?
Ferð þú í biðröðina?
Nei, ég sendi bara kallinn.
Jæja ... er ekk best að fara i að drífa sig í röðina bara?
Þorrablót Hafnarbúa 2015 verður haldið í íþróttahúsinu á Höfn laugardaginn 24. janúar. Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.
Hljómsveitin Sóldögg leikur fyrir dansi. Miðasala í íþróttahúsinu fimmtudaginn 22. janúar kl. 17:00 - 19:00. Miðaverð er kr. 7.000, - Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum. Miðar á dansleik verða seldir við innganginn frá miðnætti - verð kr. 3.000,-
Ef svo ólíklega skildi vilja til að einhverjir miðar verði óseldir föstudaginn 23. janúar verða þeir seldir kl. 17:00 - 18:00 þann dag í íþróttahúsinu.