Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 22. janúar 2015
3. tbl. 33. árgangur
„Viljum gjarnan þjónusta Hornfirðinga“ R3-Ráðgjöf. Hornfirskt fyrirtæki í Reykjavík Undanfarin ár hafa Gísli Sverrir Árnason og Garðar Jónsson rekið fyrirtækið R3-Ráðgjöf í Reykjavík. Eystrahorni lék forvitni á að fá fréttir af fyrirtækinu en hjá því starfa m.a. nokkrir brottfluttir Hornfirðingar. Gísli Sverrir bjó sem kunnugt er lengi á Hornafirði og var forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og forseti bæjarstjórnar en Garðar var bæjarstjóri hér fyrir austan um skeið. „Já við höfum smám saman verið að efla og auka starfsemina“ segir Gísli Sverrir sem verður fyrir svörum. „Við Garðar stofnuðum fyrirtækið árið 2007 en nú starfa hér sjö fastir starfsmenn allt árið. Við veitum alhliða ráðgjöf á sviðum þar sem reynsla okkar og þekking er sterkust svo sem fyrirtækjaog rekstrarráðgjöf, stjórnsýsluráðgjöf og menningarráðgjöf. Við höfum unnið mjög mikið fyrir sveitarfélög og fyrirtæki um allt land og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum. Í menningarráðgjöf felst meðal annars greining á sérstöðu og sóknarfærum, stefnumótun og áætlanagerð fyrir uppbyggingu, rekstur og markaðssetningu.“ Auk Gísla Sverris og Garðars hefur Tryggvi Árnason fyrrverandi sveitarstjóri og framkvæmdastjóri Jöklaferða starfað lengi við fyrirtækið og byggt upp kynningar- og markaðsþjónustu fyrir ferðaþjónustuaðila. „Guðrún Jónsdóttir sem lengi starfaði á skrifstofum KASK og víðar kom svo til liðs við okkur sem bókari fyrir rúmum tveimur árum og auk hennar vinna Erla S. Erlingsdóttir bókari (stjúpdóttir Sigrúnar Torfadóttur frá Haga) og Þóra Kristín Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur (systurdóttir Sigríðar Sævaldsdóttur, konu Kjartans Hreinssonar dýralæknis) við ört vaxandi bókhaldsþjónustu okkar. Við tökum sem sagt að okkur alhliða bókhald, launavinnslu, gerð sölureikninga, ársreikningagerð og skattframtöl fyrirtækja og einstaklinga og í viðskiptum við okkur
Starfsfólk og samstarfsmenn R3-Ráðgjafar. Standandi frá vinstri: Salómon Jónsson, Tryggvi Árnason, Eiríkur P. Jörundsson, Sigurður P. Sigmundsson. Sitjandi frá vinstri: Gísli Sverrir Árnason, Erla S. Erlingsdóttir, Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Garðar Jónsson. Ljósmyndina tók Steingerður Hreinsdóttir.
eru fyrirtæki víða á landinu.“ Þá er Salómon Jónsson Mýrdælingur og fyrrum Hafnarbúi nýlega kominn til starfa hjá R3-Ráðgjöf og vinnur með Tryggva að þjónustu við fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki. „Það má því segja að þetta sé býsna hornfirskt fyrirtæki sem við höldum úti hér í höfuðborginni. Og nú eru Eiríkur P. Jörundsson sagnfræðingur og fyrrum forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Sigurður P. Sigmundsson viðskiptafræðingur og skaftfellingur að koma
HM í HM og ÍM í HM Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram í byrjun janúar í Nýheimum. Er þetta í 18. skiptið sem mótið er haldið. Úrslit urðu þau að Ragna Pétursdóttir var í fyrsta sæti, Jóna Steindórsdóttir í öðru og Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir í þriðja. Næsta mót í Hornafjarðarmanna er Íslandsmótið sem haldið verður í Skaftfellingabúð í Reykjavík föstudaginn 6. febrúar nk.
til samstarfs við okkur um verkefni sem snúa að nýjum sóknarfærum í menningu og ferðaþjónustu annars vegar og rekstrarráðgjöf hins vegar því við stefnum að því að víkka út þjónustusvið okkar á þessum sviðum. Við viljum því gjarnan bjóða fleiri hornfirska viðskiptavini innilega velkomna til okkar hvort sem þörf er fyrir bókhaldsþjónustu eða alhliða ráðgjöf“ sagði Gísli Sverrir að lokum og bað fyrir kveðju til allra hér fyrir austan.