Eystrahorn 4. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 26. janúar 2012

4. tbl. 30. árgangur

Hvað verður um humarhátíðina? Humarhátíð hefur öðlast fastan sess í hugum Hornfirðinga og í ár verður 20. humarhátíðin haldin ef af verður. Umræður hafa verið um framtíð hátíðarinnar og sitt sýnist hverjum. Sveitarfélagið stofnaði vinnuhóp sem m.a. skoðar rekstur, fyrirkomulag og afkomu hátíðarinnar. Við slíka vinnu vakna ýmsar spurningar sem getur verið hollt að deila með öðrum og fá álit bæjarbúa á hátíðinni, hvort halda eigi áfram með hátíðina, á hvaða tíma eigi að halda hana og hvert fyrirkomulagið eigi að vera. Boðað er til fundar í Nýheimum þriðjudaginn 31. janúar klukkan 20:00. Allir þeir sem áhuga hafa á hátíðinni eru hvattir til að koma og taka þátt í umræðum um framtíð humarhátíðar.

Úr myndasafni.

Þorrablót Hornfirðinga á höfuborgarsvæðinu

Gamla og nýja þorrablótsnefndin.

Þrítugasta og fjórða Þorrablót Hornfirðinga á stór-Reykjavíkursvæðinu verður haldið í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi þann 4. febrúar 2012 og opnar húsið klukkan 19.00. Þorrablótsnefndin þetta árið hefur verið á fullu við vinnu að skipulagningu og skemmtiatriðum og hefur þetta verið afar skemmtilegur tími segja þau. Nú fer

að styttast í stóru stundina og mun kvöldið samanstanda af dýrindis þorrahlaðborði, skemmtun, gríni og glensi ásamt dansleik með hljómsveitinni „Krulludýrið kemst ekki“. Veislustjóri að þessu sinni verður sr. Baldur Kristjánsson og eru allir Hornfirðingar velkomnir, brottfluttir sem og búandi. Skráning á blótið fer fram á heimasíðunni

www.xblot.net og hægt er að leggja beint inn á reikning Hornfirðingafélagsins. Rnr. 1147-26-9898 - Kt: 520309-1520. Miðaverð er 6500 kr. Í þorrablótsnefndinni eru Ásdís Ólafsdóttir, Björn Moritz, Emil Morávek, Fanney Magnúsdóttir, Nanna Imsland og Sigurður Ástvaldsson.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.