Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 26. janúar 2012
4. tbl. 30. árgangur
Hvað verður um humarhátíðina? Humarhátíð hefur öðlast fastan sess í hugum Hornfirðinga og í ár verður 20. humarhátíðin haldin ef af verður. Umræður hafa verið um framtíð hátíðarinnar og sitt sýnist hverjum. Sveitarfélagið stofnaði vinnuhóp sem m.a. skoðar rekstur, fyrirkomulag og afkomu hátíðarinnar. Við slíka vinnu vakna ýmsar spurningar sem getur verið hollt að deila með öðrum og fá álit bæjarbúa á hátíðinni, hvort halda eigi áfram með hátíðina, á hvaða tíma eigi að halda hana og hvert fyrirkomulagið eigi að vera. Boðað er til fundar í Nýheimum þriðjudaginn 31. janúar klukkan 20:00. Allir þeir sem áhuga hafa á hátíðinni eru hvattir til að koma og taka þátt í umræðum um framtíð humarhátíðar.
Úr myndasafni.
Þorrablót Hornfirðinga á höfuborgarsvæðinu
Gamla og nýja þorrablótsnefndin.
Þrítugasta og fjórða Þorrablót Hornfirðinga á stór-Reykjavíkursvæðinu verður haldið í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi þann 4. febrúar 2012 og opnar húsið klukkan 19.00. Þorrablótsnefndin þetta árið hefur verið á fullu við vinnu að skipulagningu og skemmtiatriðum og hefur þetta verið afar skemmtilegur tími segja þau. Nú fer
að styttast í stóru stundina og mun kvöldið samanstanda af dýrindis þorrahlaðborði, skemmtun, gríni og glensi ásamt dansleik með hljómsveitinni „Krulludýrið kemst ekki“. Veislustjóri að þessu sinni verður sr. Baldur Kristjánsson og eru allir Hornfirðingar velkomnir, brottfluttir sem og búandi. Skráning á blótið fer fram á heimasíðunni
www.xblot.net og hægt er að leggja beint inn á reikning Hornfirðingafélagsins. Rnr. 1147-26-9898 - Kt: 520309-1520. Miðaverð er 6500 kr. Í þorrablótsnefndinni eru Ásdís Ólafsdóttir, Björn Moritz, Emil Morávek, Fanney Magnúsdóttir, Nanna Imsland og Sigurður Ástvaldsson.
Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 26. janúar 2012
Opinn fundur vegna Humarhátíðar 2012 þriðjudaginn 31. janúar kl. 20:00 í fyrirlestrarsal Nýheima
Humarhátíð er hátíð okkar allra og við hvetjum alla þá sem vilja láta rödd sína heyrast til að mæta. Humarhátíðarnefnd og Menningarmiðstöðin
TJÖRUÞVOTTUR - DEKKJAÞJÓNUSTA
www.vatnajokull.is sími. 894-1616
Eystrahorn
Refa- og minkaveiðar Boðað er til fundar um refa- og minkaveiðar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Fundurinn verður haldinn í Holti á Mýrum 31. janúar n.k. kl. 13:00. Dagsskrá: 1. Skýrsla um minka- og refaveiðar síðustu ár. 2. Er þörf á breyttu fyrirkomulagi. 3. Vetrarveiðar – Nýliðun? 4. Mismunandi greiðslufyrirkomulag. Allir velkomnir, núverandi og áhugasamir veiðimenn sérstaklega hvattir til að mæta.
Sveitarfélagið Hornafjörður
Hjá okkur er góð aðstaða þar sem þú ert inni á meðan þú þrífur bílinn þinn. Hjá okkur kemst þú í háþrýstidælu, sápur, hreinsiefni, bón, ryksugu ofl. Hafðu samband og kynntu þér málið.
Hafnarkirkja
sunnudaginn 29. janúar Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 Sóknarprestur
Seljavallakjötvörur Opið á fjósloftinu föstudaginn 27. janúar frá kl. 15:00 - 19:00 Verið velkomin, Ella og Eiríkur
Minningarkort Hafnarkirkju er hægt að nálgast hjá: Hafdísi í Sport-X í Miðbæ í síma 478-1966 Ástríði Sveinbjörnsdóttur í síma 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 864-4246
KJÖTMARKAÐURINN Miðskeri
Ísskápur óskast
Notaður ísskápur óskast ódýr eða gefins. Upplýsingar í síma 846 - 0161.
Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
verður opinn laugardginn 28. janúar kl. 13:00 - 16:00. Úrval af fersku grísakjöti, kryddaðar steikur tilbúnar í ofninn, gúllas, snitsel, lundir, beikon, egg, kartöflur og fleira. Frosið lambakjöt og geitakjöt frá Hólmi.
Pálína og Sævar Kristinn
Næstu námskeið Spænska
20 kest. Verð: 25.000.Ertu að fara í frí til Spánar, kanntu kannski örlitla spænsku en vilt bæta við orðaforðann. Áhersla er lögð á talað mál um skemmtileg málefni og unnið verður í litlum hópum. Nýheimum 13. feb. kl. 17-19. Leiðbeinendur: Jóhann Pétur Kristjánsson kennari. Skráningarfrestur til 6. febrúar.
Framandi matreiðsla
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI
9 kest. Verð: 16.000.-
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur framandi matreiðsluhefðum í bland við hefðbundnar aðferðir. Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist indverskum mat ásamt framandi matargerð frá ýmsum löndum. Heppuskóli 4. febrúar kl. 10-18. Leiðbeinandi: Árný Aurangasri Hinriksson. Skráningarfrestur til 30. janúar.
ISSN 1670-4126
Eystrahorn
Fimmtudagur 26. janúar 2012
Um allt og ekkert Nú þegar þorrinn er gengin í garð og stímin löng á loðnumiðin þá tekur maður fartölvuna í fangið til að drepa tímann eins og svo oft undanfarna mánuði. Í stað þess að lesa uppsafnaða tölvupósta ætla ég núna að reyna að skrifa eitthvað svo þeim sem finnst lítið koma frá bæjarfulltrúum geti aðeins slakað á, og vonandi verður þetta einhverjum til fróðleiks, þó svo að þegar grannt er skoðað eru fréttirnar ekki miklar og bara stiklað á stóru um allt og ekkert.
Félagsmálin Aðalstjórn UMF Sindra kláraði um hátíðirnar vinnu við bæði umhverfis- og forvarnarstefnu fyrir félagið og verða þær kynntar á aðalfundi í mars eða apríl en eins og menn kannski muna voru siðareglur félagsins kynntar á síðasta ári. Auðvitað er ekki nóg að hafa fullt af reglum heldur verður líka að nota þær og því verður lögð áhersla á að gera þær sýnilegar svo allir viti til hvers er ætlast. Starfsemi Sindra var annars öflug á árinu sem er nýliðið og héldu stjórnir og framkvæmdastjóri vel utan um hlutina þó svo að alltaf sé hægt að gera betur. Ein deild hefur þó átt í vök að verjast og er það frjálsíþróttadeildin. Þó svo að Sveinbjörg hafi sýnt og sannað að aðstaðan hér á Hornafirði sé eins og best verður á kosið eru iðkendur í frjálsum fáir. Hafandi það í huga að á árinu 2013 verður haldið Unglingalandsmót hér á Hornafirði þar sem frjálsar íþróttir eru hvað mest áberandi, verðum við að reyna að stækka hópinn og hvetja krakkana til að taka fram hlaupaskóna með vorinu þegar æfingar fara á fullt. Frjálsar íþróttir eru góðar bæði einar sér og með mörgum öðrum íþróttum og því um að gera að hvetja bæði börn og fullorðna til að taka þátt. Þegar sú íþróttabygging sem er
við. Meðan bæjarstjórn er samstíga um að einbeita sér að því að gera lífið betra fyrir íbúana, ganga ekki á þær auðlindir sem eru á svæðinu og gera sveitarfélagið að fýsilegum kosti til að búa á kvíði ég ekki framhaldinu. Eitt áhugamál enn
Vinnan Fyrst að loðnunni. Við á „stóru“ bátunum byrjuðum strax 2. janúar á loðnu og var hún þá norð-norðaustur af Langanesi. Síðan þá hefur hún færst hratt suður með Austfjörðum og fór hún til dæmis tæpar 20 sml. á síðasta sólarhring sem við vorum við veiðar (22. janúar). Þegar þetta er skrifað er veiðisvæðið um 90 sml. austur úr Seyðisfirði en fyrsta ganga týndist suður úr trollhólfinu fyrir ca. 10 dögum. Allt útlit er á góðri vertíð miðað við þær mælingar sem fiskifræðingar hafa gert á stofninum og verður vertíðin vonandi uppgrip, bæði fyrir sjómenn, starfsfólkið í bræðslunni og frystihúsinu.
www.eystrahorn.is
á teikniborðinu núna verður að veruleika, vonandi seinna á þessu ári, verður aðstaða hér á Hornafirði ein sú besta á landinu. Styrkur okkar liggur ekki síst í því að skólarnir og íþróttamannvirkin eru á sama blettinum og þess vegna stutt að hlaupa á svæðið í frímínútum og að skólatíma loknum. Pólitíkin Nú þegar þetta kjörtímabil er að verða hálfnað og verkefnin jafnmörg og þegar það byrjaði, en sem betur fer ekki öll þau sömu, er bæði gott að líta um öxl og horfa fram á veginn. Ef ég lít fyrst í baksýnisspegilinn þá eru nokkur mál sem hefur verið ýtt úr vör og jafnvel kláruð á þessum 20 mánuðum sem liðnir eru síðan kosið var. Sum þessara mála eru eilífðar mál eins og viðhald húsa, svæða, gangstétta og gatna en önnur eru þess eðlis að þegar þau klárast er eins að þau fái sjálfstætt líf og þróist með kynslóðunum sem á eftir koma og eru að því leyti líka eilíf. Má þar nefna flokkun á sorpi, bæði aðal- og deiliskipulög og allskyns stefnur sem virðast eldast hratt ekki síður en deiliskipulögin. Mál sem hægt er að klára í eitt skipti fyrir öll eru fá sýnist mér, þau viðfangsefni sem eru inni á borði hjá bæjarstjórn virðast æði oft koma þangað aftur að einhverjum árum liðnum og jafnvel bara mánuðum þó svo að maður haldi að þau hafi fengið endanlega afgreiðslu. En það er auðvitað jafn eðlilegt og rigningin, vegna þess að nýjar kynslóðir og nýtt fólk hefur aðra sýn á hlutina og oft koma nýjar upplýsingar fram sem verður að taka tillit til. Hvað framtíðin ber í skauti sér er aldrei gott að spá um en hitt veit ég að við hér á Hornafirði höfum allar forsendur til að geta vel við unað næstu árin. Það eru mörg mál sem eru komin í góðan farveg og klárast á næstu mánuðum og örugglega eiga eftir að koma fleiri skemmtileg viðfangsefni að glíma
Eitt áhugmál sem ég hellti mér út í fyrir tveimur árum er fjárbúskapur. Ég var ekki gamall þegar ég fót að vesenast í fé með afa og þegar farið var í Lónið vildi ég hvergi annarsstaðar vera en úti á Reyðará hjá því sómafólki sem þar bjó og fátt þótti mér skemmtilegar en vera í heyskap og smala. En sem sagt, ég fékk þessa líka fyrirmyndar rollu frá Gerði og skilaði hún Hagsbót mín mér þremur lömbum í fyrra og þá um vorið fékk ég gimbur frá Gunnari á Litla Hofi svo nú bíð ég vorsins eins og krakkarnir bíða
jólanna. Einnig veit ég að Bíi bíður spenntur að sjá hvor áin verður með vænni lömb næsta haust. Íslenskar landnámshænur eru líka komnar í hús á Reyðará en í þeim búskap er ég bara vinnumaður og geri það sem mér er sagt. Hænurnar eru ættaðar frá Tollu og Halldóru sem bjó á Bakka. Nú vantar ekkert annað en að taka Lallana sér til fyrirmyndar og hella sér út í kartöflurnar. Þó svo að sunnanáttin sé engin vinur manns þegar farið er yfir grynnslin með fullan bát verður maður líka að hugsa um búskapinn og fagna því að klakann taki af túnum svo heyfengur verði góður næsta sumar. Með ósk um góðar gæftir til sjávar og sveita á árinu sem her rétt að hefja göngu sína. Ásgrímur Ingólfsson
Óskað er eftir tilboði í húsvörslu í útibúi Landsbankans á Höfn í Hornafirði Stærð húsnæðis og fjöldi starfsmanna: Stærð útibúsins er 306 m2 og fjöldi starfsmanna er níu. Helstu verkefni: » Snjómokstur þegar þess gerist þörf » Sjá um garðslátt, hreinsun beða, förgun garðaúrgangs og leggja til tækjabúnað til þess » Fjarlægja rusl þegar þess er óskað » Ýmis viðvik s.s. skipta um perur og minniháttar viðgerðir » Sjá um fánastöng; skipta um fána og snúru þegar þess er óskað Tilboðsgögn: Tilboðsgögn og frekari upplýsingar má nálgast í útibúi Landsbankans á Höfn eða hafa samband við Guðný Erlu Guðnadóttur útibússtjóra, í síma 410 8620 (gudny.e.gudnadottir@landsbankinn.is). Tilboð sendist til: Guðnýjar Erlu Guðnadóttur útibússtjóra fyrir 6. febrúar 2012. Verkkaupi áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Íslandsmótið verður föstudaginn 3. febrúar kl. 20:00 á Höfninni við Geirsgötu. Brynjar býður spilurum sem vilja fá sér að borða fyrir mótið 25% afslátt af matseðlinum. Verðlaunahafar á Íslandsmótinu 2011. F.v. Agnes Eymundsdóttir, Anna Eymundsdóttir Íslandsmeistari og Karen Karlsdóttir.
Útbreiðslustjóri
Atvinna Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 6. febrúar. Um er að ræða 100% staf í afgreiðslu. Umsóknum skal skilað skriflega á skrifstofu Ráðhúss til og með 31. janúar, merkt „umsókn um starf móttökuritara“. Helstu verkefni eru: símavarsla, móttaka, skráning reikninga, umsjón með lánadrottnum sveitarfélagsins og önnur verkefni sem til falla. Við mat á umsóknum skal litið til fyrri reynslu og menntunar sem nýtist í starfi. Launakjör eru skv. kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar gefur Haukur I. Einarsson sími 470-8003, haukuri@hornafjordur.is
Félagsmenn AFLs athugið Vegna síendurtekinna kvartana íbúa í Mánatúni 3 – 5, þar sem orlofsíbúðir okkar eru staðsettar, vekjum við athygli á eftirfarandi: 1. Orlofsíbúðir AFLs Starfsgreinafélags eru einungis til leigu fyrir félagsmenn og óheimilt er að leigja þær á sitt nafn en aðeins til að „lána“ öðrum afnotin. 2. Húsið sem íbúðirnar eru í er almennt íbúðarhús og gilda almennar húsreglur þar auk þess sem almenn kurteisi og tillitssemi er jafn sjálfsögð þar sem og annars staðar. 3. Eftir kl. 23:00 er óheimilt að aðhafast nokkuð sem raskað getur ró annarra íbúa – og gildir það sérstaklega um miklar mannaferðir, háværa tónlist og aðra háreysti. 4. Svalir íbúðanna eru beint fyrir neðan svalir annarra íbúða og glugga á svefnherbergjum og er því allt háreysti, söngur og hlátrasköll af svölum til mikils ama fyrir aðra íbúa – sérstaklega eftir kl. 23:00. 5. Samkvæmt húsreglum er óheimilt að standa fyrir veisluhöldum í íbúðum hússins eftir kl. 23:00 nema að fengnu leyfi hússtjórnar – og gildir það jafnt um félagsmenn AFLs sem aðra íbúa. Skv. reglum AFLs Starfsgreinafélags er starfsmönnum félagsins heimilt að setja leigutaka á „svartan lista“ ef umgengnisreglur og/eða aðrar reglur orlofssjóðs eru brotnar. Félagið hefur meðhöndlað þessa heimild af ýtrustu varkárni og ekki beitt nema í undantekningartilfellum. Haldi kvartanir annarra íbúa áfram og ef ítrekað þarf að kalla út umsjónarmenn íbúða að næturlagi til að hafa afskipti af leigutökum – er sýnt að beita þarf þessu ákvæði reglna okkar í meira mæli og útiloka þá félagsmenn sem valda ónæði. Vinsamlegast gangið vel um og njótið glæsilegra orlofsíbúða okkar. Sýnum nágrönnum okkar tillitssemi og kurteisi. Starfsfólk AFLs Starfsgreinafélags.