Eystrahorn 5. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 2. febrúar 2012

5. tbl. 30. árgangur

Alltaf eitthvað að gerast í bæjarmálunum Blaðið hafði samband við Hjalta Þór Vignisson bæjarstjóra og innti eftir helstu fréttum af bæjarmálum; „Umræða um breytingar á stjórnkerfi bæjarins er komin í hámæli og bæjarráð ætlar að gefa sér tíma fram í lok febrúar til að ljúka þeirri umræðu. Ástæðan er margþætt, í fyrsta lagi eru auknar kröfur lagðar á herðar sveitarfélaga með nýjum sveitarstjórnarlögum um samráð við íbúa og upplýsingagjöf til þeirra ásamt fleiru. Einnig hafa málefni fatlaðra verið flutt til sveitarfélaga með þeirri auknu ábyrgð sem því fylgir frá því að í gildi var þjónustusamningur Hornafjarðar við ríkið. Sveitarfélagið axlar nú endanlega ábyrgð á þjónustunni og fyrirséð er að umgjörð um málaflokkinn taki miklum breytingum á næstu árum vegna ítarlegrar vinnu sem á sér stað á vegum velferðarráðuneytisins í málefnum sem snerta fatlað fólk. Þá hafa verið gerðar ítarlegar kröfulýsingar í samvinnu HSSA og velferðarráðuneytisins um rekstur heilbrigðis- og öldrunarmála í sveitarfélaginu. Halda þarf vel utan um upplýsingar um gæði og þjónustumagn HSSA til að uppfylla kröfulýsingarnar. Einnig hefur verið ákveðið að efla heimaþjónustu enn frekar, með aukinni samvinnu HSSA og félagsþjónustunnar um frekari liðveislu, heimaþjónustu og heimahjúkrun. Nú hefur komið fram ósk frá skólastjórnendum í sveitarfélaginu um að stuðningur við skólastarf í sveitarfélaginu verði aukinn og bættur. Svo eru alltaf fjölmörg sígild mál uppi á borðum hjá okkur.“ Sagði Hjalti Þór að lokum.

Bæjarstjórn 2010 - 2014

Rafrænt skref í umhverfisvæna átt Álagningaseðlar fasteignagjalda verða sendir út rafrænt frá og með árinu 2012. Einnig er verið að undirbúa að allir reikningar sveitarfélagsins verði rafrænir. Sveitarfélagið hefur ákveðið að allir reikningar útgefnir af sveitarfélaginu verði sendir út rafrænt í framtíðinni. Í stað þess að prenta út seðlana munu reikningarnir vera aðgengilegir á vefsíðunni island.is. Með þessu skrefi

er lögð áhersla á verndun umhverfisins og um leið náð fram hagræðingu en árlega sendir sveitarfélagið um 10.000 greiðsluseðla. Árlegur sparnaður er áætlaður um 1 m.kr. sem helgast af því að dregið verður úr prentunar- og pappírskostnaði, umslagakaupum ásamt póst- og sendingarkostnaði. Fjármála- og framkvæmdasvið svara öllum upplýsingum er málið varðar.

Fólk ekki að gefast upp

Fundarmenn voru ekki á þeim buxunum að leggja Humarhátíð niður.

Það var hress hópur sem mætti í Nýheima á þriðjudagskvöldið til að ræða framtíð Humarhátíðarinnar og ekki var neinn uppgjafartónn í mannskapnum. Eftir framsögur Friðriks Jónasar formanns Björgunarfélagsins og Valdimars framkvæmdarstjóra Sindra var skipt í umræðuhópa sem skiluðu tillögum og hugmyndum um betri hátíð. Umræður voru hreinskiptar og bent á það sem betur má fara. Meðal annars komu fram ýmsar hugmyndir um breytta tímasetningu og virtust flestir tilbúnir að skoða það. Sömuleiðis voru flestir sammála um að sveitarfélagið yrði að vera afgerandi þátttakandi beint og með ýmsum stuðningi. Áhersla var lögð á að Humarhátíðin væri fjölskylduhátíð og markhópurinn heimamenn, brottfluttir Hornfirðingar, vinir þeirra og gestir. Margar áhugaverðar tillögur komu fram m.a. um meira og fjölbreytt námskeiðahald þar sem afraksturinn væri sýndur á hátíðinni. Ein hugmyndin var að gera vef um hátíðina þar sem fólk getur komið með hugmyndir og sömuleiðis skráð sig með atriði. Á þann hátt væri hægt að segja að „fólkið“ hafi skipulagt hátíðina og jafnframt væri þetta leið til að ná til unga fólksins en það var svolítið áberandi að það vantaði unga, hressa og spræka fólkið á fundinn.

Íslandsmótið verður föstudaginn 3. febrúar kl. 20:00 á Höfninni við Geirsgötu.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 2. febrúar 2012

Eystrahorn

Þyrnirós vaknaði síðasta vor, er núna komið að Tíbrá? Vilt þú taka þátt í að móta starf kvenfélagsins til framtíðar ? Hlutverk kvenfélaga hefur verið að styrkja stoðir samfélagsins og efla fræðslu meðal kvenna. Eins og staðan er núna eru þrjú starfandi kvenfélög í sýslunni. Starfsemi þeirra er nokkuð blómleg nú um stundir, en starf kvenfélaganna mótast af áhugasviði félagskvenna, þær hafa mikið að segja um það hvernig þau starfa. Það er algengur misskilningur að við séum bara að baka og halda basara. Ef hugurinn stendur ekki til þess þá sleppum við því. Aðal áherslan er á að allir geti haft gaman af því að starfa með okkur. Undanfarin ár hafa félögin starfað meira saman, haustfagnaður hefur verið haldinn tvisvar og á degi kvenfélagskonunnar sem er 1. febrúar förum við saman út að borða í ár. Samband austurskaftfellskra kvenna heldur utan um öll kvenfélögin í sýslunni og innheimtir árgjald, sem rennur til Kvenfélagasambands Íslands. Það kostar ekki mikið að vera í kvenfélagi. Það geta allar konur verið í félaginu,sem hafa gaman af að hitta aðrar hressar konur. Það er von okkar að jákvæðni og gleði einkenni Tíbrá um ókomin ár. Ef þú vilt vera með hafðu samband við Katrínu á póstfanginu hlidarberg@eldhorn.is

Vinnuvélanámskeið á Höfn Ef næg þátttaka fæst verður haldið vinnuvélanámskeið á Höfn í febrúar. Vinnuvélanámskeiðið tekur yfir 80 kennslustundir og veitir réttindi á allar vinnuvélar. Sjá nánar á www.ekill.is þar sem hægt er að skrá sig, einnig má skrá sig í síma 8945985 eða á ekill@ekill.is

Ekil ökuskóli • Goðanesi 8-10 • 603 Akureyri • Sími 461 7800 • GSM 894 5985 • ekil @ekil .is • www.ekil .is

Næstu námskeið

Framandi matreiðsla 4. febrúar, kl. 10-18 í Heppuskóla Verð: 16.000- , 20 kennslustundir. Indversk matargerð í bland við aðrar framandi matarhefðir. Kennari: Árný Aurangasri Hinriksson Ron Davis, Aftur í nám 6. febrúar, kl. 17:00 í Nýheimum. Námskeið fyrir fólk með lestrarvanda og athyglis- og einbeitingarerfiðleika. Verð: 65.000-, 95 kennslustundir. Kennari: Valgerður Snæland Spænska 13. febrúar, kl. 17:00 í Nýheimum. Fyrir blandaðan hóp, áhersla lögð á talað mál um skemmtileg málefni. Verð: 25.000-, 20 kennslustundir. Kennari: Jóhann Pétur Kristjánsson Allar nánari upplýsingar á www.tna.is eða í síma: 470-3841

Stjórn SASK

Munið niðurgreiðslur stéttarfélaganna

Eystrahorn

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& í Landsbankanum lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

höfðavegur

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ

Rúmgóð, falleg og vel skipulögð 4ra herbergja 100,3 m² íbúð á fyrstu hæð í fallegu og velviðhöldnu fjölbýli. Verönd með skjólveggjum.

NÝTT Á SKRÁ

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

- LÍTIL ÚTBOR

HAFNARBRAUT

GUN

Vel skipulögð 4ra herb. 81,4 m² ásamt 27,7 m² bílskúr, samtals 109,1m², mikið endurnýjað, góð lán áhvílandi, laus strax.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

SMÁRABRAUT

Vel skipulagt 124 ,6m² einbýlishús, 4 svefnherbergi, mikið ræktuð lóð, nýmálað að utan og innan, ný stór verönd.


Landsbankinn lækkar vexti á bílasamningum Landsbankinn kynnir hagstæð kjör á óverðtryggðum bílasamningum. Vextir lækka í 8,50% og eru fastir fyrstu 36 mánuðina. Það þýðir að greiðslur eru fastar fyrstu 3 ár samningstímans.

» Fastir 8,50% vextir fyrstu 36 mánuðina » Hámarkslánstími er 7 ár að frádregnum aldri bíls » Lánshlutfall allt að 70%

Þessir vextir gilda aðeins til 24. febrúar.

» Engin stimpil- eða þinglýsingargjöld

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækja�ármögnun Landsbankans í Sigtúni 42.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4800


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 2. febrúar 2012

Dagur leikskólans

Eystrahorn

Andlit fyrsta einkasýning Þórgunnar Þórsdóttur

Mánudaginn 6. febrúar verður dagur Leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins, en þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Markmið þessa dags er meðal annars að vekja jákvæða athygli á starfsemi leikskólanna út á við og vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara. Í ár áætla nemendur og starfsfólk leikskólanna hér á Höfn að hittast um klukkan 9.30 og ganga saman niður í miðbæ þar sem brugðið verður á leik með nemendum í FAS. Eflaust verða svo nokkur hefðbundin leikskólalög sungin í tilefni dagsins. Eftir það munu svo leikskólarnir halda daginn hátíðlegan sitt í hvoru lagi þar sem án efa verður líf og fjör, gleði og kæti. Starfsfólk Krakkakots og Lönguhóla

Sýningin [´anli:t] eða andlit er fyrsta ljósmyndasýning föndrarans og ljósmyndarans Þórgunnar Þórsdóttur. Hún er ný útskrifuð af Listnámsbraut við Verkmenntaskólann á Akureyri og hefur verið á vappi með myndavélina sína frá árinu 2007. Þórgunnur hefur lengi vel haft áhuga á mannlífi og manneskjunni svo það hefur oft verið viðfangsefni mynda hennar. Þórgunnur hefur tekið myndir á ferðum sínum og uppákomum í gegnum tíðina. Síðastliðið ár hefur hún tekið mikið af ljósmyndum sem tengjast tónlist, hvort sem um er að ræða tónleika, plötuumslög eða tónleikaferðir. Myndefni sýningar Þórgunnar eru svarthvítar ljósmyndir sem teknar voru árið 2011 á þriggja daga metal tónlistarhátíðinni Eistnaflugi. Sýning Þórgunnar mun standa til 29. febrúar í fremra rými Listasafns Hornafjarðar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og Listasafnið er opið alla virka daga frá klukkan 8:30 til 12:00 og 13:00 til 15:30.

Auglýsing um útboð vegna endurbóta á skólahúsnæði Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Heppuskóli - endurbætur - innanhúss, Víkurbraut 9, Höfn. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Um er að ræða endurinnréttingu á Heppuskóla innanhúss. Helstu stærðir eru ca. brúttó: 1. hæð 713 m2 2. hæð 677 m2 Útboðið innfelur rif á milliveggjum, gluggum og hurðum í milliveggjum, loftum, gólfefnum og lögnum. Smíði nýrra milliveggja, innihurða og –glugga, lofta, gólfefna og fastra innréttinga. Endurnýjun neysluvatnslagna og hita- og frárennslislagna eftir þörfum. Endurnýjun raflagna, tölvulagna og uppsetningu öryggiskerfa. Endurnýjun loftræstilagna. Verkinu er skipt niður á tvö ár, 15. maí – 15. ágúst árið 2012 og 15. maí – 15. ágúst 2013. Útboðsgögn má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eftir kl. 14 þann 30. janúar 2012 á www. hornafjordur.is án endurgjalds eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar gegn ljósritunarkostnaði, kr. 5000. Hægt er að nálgast útboðsgögn: http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/utbod/ Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 Höfn fyrir kl. 14:00 þann 27. febrúar 2012 er þau verða opnuð. Allar nánari upplýsingar um verkið gefur Björn Imsland, sími 470-8000/894-8413. Stefán Ólafsson, framkvstj. fræðslu- og félagssviðs


Eystrahorn

Fimmtudagur 2. febrúar 2012

Morgunumferðin

Lögreglan hefur að undanförnu verið við umferðareftirlit á fjölförnum stöðum hér á Höfn þar sem fólk er á leið í vinnu og skóla á morgnana. Verður slíku eftirliti haldið áfram og vonandi í góðri samvinnu við aðra vegfarendur. Þetta hefur vakið sérstaka athygli og almennt er ríkjandi mikil tillitssemi á gatnamótum og í kringum gangbrautir og umferð gengur yfirleitt vel og örugglega fyrir sig. Hinsvegar mega gangandi vegfarendur bæta sig í notkun endurskinsmerkja en slík merki eru mikið öryggistæki og auðvelt að nálgast. Mikilvægt er að yngri vegfarendur tileinki sér notkun þeirra og sér í lagi í því árferði sem nú er. Þá er ánægjulegt að sjá þegar reiðhjól eru með til þess gerð ljósmerki, hvítt að framan og rautt að aftan. Eykur það öryggi hjólreiðamanna verulega líkt og endurskinsmerkja notkun gerir. Óverulegur kostnaður felst í kaupum á slíkum ljósabúnaði miðað við hve mikið öryggi skapast og yrði það til góðs ef sem flestir fjárfestu í þeim búnaði. Þá er mikilvægt að ökumenn skafi af rúðum og hugi að ljósabúnaði bifreiða sinna en nokkuð hefur verið um eineygðar bifreiðar á götum úti. Sjáumst í umferðinni ! Lögreglan á Höfn

Klárum málin Forgangsverkefni í atvinnuog efnhagsmálum

www.eystrahorn.is

Viðhorfskönnun og aukin menntun

Haukur Ingi Einarsso, Eyjólfur Bragason og Ragnhildur Jónsdóttir

Í gær, þann 25. janúar skrifuðu Sveitarfélagið Hornafjörður, Þekkingarnetið og Sveitamennt fræðslusjóður undir samstarfssamning sem felur í sér að Sveitamennt útvegar Sveitarfélaginu ráðgjafa að láni fram á vormánuði. Hlutverk ráðgjafans er að leiða vinnu stýrihóps sem skipaður er fulltrúum starfsmanna sveitarfélagins. Áformað er að gera viðhorfakönnun og greiningu á þörfum um menntun og fræðslu fyrir almenna starfsmenn sveitarfélagsins og gera fræðsluáætlun til lengri tíma. Ragnhildur Jónsdóttir ráðgjafi Þekkingarnetsins leiðir vinnuna en fleiri ráðgjafar munu koma að henni. Markmiðið með verkefninu er: • Að fyrir liggi fræðsluáætlun til lengri tíma sem miðar að því að auka almenna og faglega þekkingu starfsmanna. Fræðsluþættirnir byggi á vali og forgangsröðun starfsmannanna sjálfra sem og stjórnenda stofnananna. • Að hvetja starfsmenn til að afla sér fagmenntunar á því sviði sem þeir hafa áhuga á.

ÚTSALA ÚTSALA Útsalan enn í fullum gangi

Allt að 70% afsláttur Verið velkomin

Alþingismennirnir Björgvin G Sigurðsson og Róbert Marshall ræða verkefnin framundan á opnum fundi á Kaffihorninu mánudaginn 6. febrúar. Fundurinn hefst kl. 20.00 - allir velkomnir.

KJÖTMARKAÐURINN Miðskeri

er opinn alla laugardaga frá kl. 13:00 - 16:00 Ferskt og frosið Tökum ekki greiðslukort Pálína og Sævar Kristinn


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 2. febrúar 2012

Sýningin Aðföng gömul og ný í Listasafni Hornafjarðar

Eystrahorn

Fiskirí og vinnsla

Menn taka vel til matar síns um borð í Jónu Eðvalds á loðnuveiðum.

Sýningin Aðföng - gömul og ný opnaði í Listasafni Hornafjarðar í síðustu viku. Á sýningunni eru verk eftir átta listamenn, en sex þeirra eru tengdir Hornafirði. Verkin koma úr ýmsum áttum og hafa verið gjafir til Sveitarfélagsins í gegnum tíðina. Verkin hafa prýtt veggi ýmissa stofnana í bænum á borð við Ráðhús og Kaupfélagshús, en einnig eru verk á sýningunni sem koma frá Byggðasafninu og hafa lengi verið til sýnis þar. Svavar Guðason listmálari á fjögur verk á sýningunni, ásamt kollegum sínum listmálurunum Jóni Þorleifssyni í Hólum og Höskuldi Björnssyni frá Dilksnesi en tvö verk eftir Jón eru á sýningunni og sex eftir Höskuld. Allir eru þeir þekktir listamenn og hafa haldið margar málverkasýningar innan lands, sem og utan. Gígja Baldursdóttir Listakona og Skaftfellingur gaf sveitarfélaginu verk af sýningu sinni Landi sem hún hélt í Þórbergssetri sumarið 2011. Verkin á þeirri sýningu voru öll sprottin upp af náttúrunni í Austur – Skaftafellssýslu. Eitt verk eftir Gígju prýðir sýninguna. Sigurður Einarsson listamaður og Mýrarmaður gaf Sveitarfélaginu málverkasafnið sitt árið 2005, alls 298 verk. Sigurður vildi vita af verkum sínum á viðkunnanlegum stað eftir sinn dag. Tvö verk eftir Sigurð eru á sýningunni. Veggteppi sem saumað var af Jarþrúði Pétursdóttur frá Kálfafellsstað er á sýningunni. Veggteppið hefur hangið uppi á Byggðasafni Austur – Skaftafellssýslu frá upphafi þess. Einnig er Askur Þórhalls lengi búinn að vera sýningargripur á Byggðasafninu en prýðir nú sýninguna í Listasafni. Askurinn var búinn til af Stefáni Eiríkssyni og var hann gjöf til Þórhalls Daníelssonar kaupmanns. Skúlptúr eftir Hafdísi Brandsdóttur er til sýnis á sýningunni og þessi skúlptúr var gjöf til Sveitarfélagsins frá landssambandi ITC á Íslandi árið 1997 vegna 100 ára afmælis Hafnar. Sýningin mun standa til 9. mars. Aðgangur er ókeypis og Listasafnið er opið alla virka daga frá klukkan 8:30 til 12:00 og 13:00 til 15:30.

Árið fer betur af stað en í fyrra sagði Jói á Fiskmarkaðnum. Í janúar fóru 220 tonn í gegnum markaðinn en 101 tonn á sama tíma í fyrra. Aflinn er bæði af neta- og línubátum. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi sagði að loðnuveiðar hafa gengið frekar treglega síðustu viku og bætti við; „Tvær fyrstu göngurnar eru komnar suður fyrir trollhólfið og loðnan tvístrar þar þegar hún kemur í hlýja sjóinn. Eins hefur tíðarfarið verið erfitt undanfarið og útlit fyrir umhleypinga fram yfir helgi. Loðnan hefur verið nokkuð góð fram að þessu og höfum við verið að frysta stóru loðnuna á Rússlandsmarkað en smáloðnan fer í fiskimjölsverksmiðjuna. Aukinn loðnukvóti hefur gríðarlega jákvæð áhrif á alla uppsjávarvinnslu og verkefni uppsjávarskipanna. Ljóst er að með þessari viðbót mun höfnin iða af lífi langt fram á vor.“

Aflabrögð 16. - 29. janúar Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... net........10....... 131,9...þorskur 125,7 Sigurður Ólafsson SF 44..... net..........6......... 68,6...þorskur 66,5 Skinney SF 20...................... net..........9....... 109,7...þorskur 103,9 Þórir SF 77........................... net........10....... 115,1...þorskur 108,4 Steinunn SF 10..................... botnv......3....... 198,7...ýsa 128,6 Benni SU 65......................... lína..........4......... 22,2...þorskur 13,2 Beta VE 36........................... lína..........1......... 10,2...ýsa/þorskur Dögg SU 118........................ lína..........6......... 37,3...þorskur 28,1 Guðmundur Sig SU 650...... lína..........2......... 17,2...ýsa/þorskur Ragnar SF 550...................... lína..........2......... 20,9...ýsa/þorskur Kalli SF 144.......................... handf......1......... 0,16...þorskur 0,13 Ásgrímur Halldórsson SF 250............2...................1.850 tonn loðna Jóna Eðvalds SF 200...........................4...................3.800 tonn loðna Heimild: www.fiskistofa.is

Útsölunni lýkur laugardaginn 4.febrúar

Aukinn afsláttur


Komdu í Martölvuna á Höfn Hittu ráðgjafa Símans, föstudaginn 3. febrúar kl. 10-18 og fáðu aðstoð við síma- og netmálin þín. Fleiri valkostir í Sjónvarpi Símans Nettenging hjá Símanum gefur þér möguleika á Sjónvarpi Símans og fjölbreyttu úrvali sjónvarps- og afþreyingarefnis.

Sjónvarpið beint eða með klukkutíma seinkun

Frelsi til að horfa þegar þér hentar


markhonnun.is

NAUTAMÍNÚTUSTEIK FERSK

30%

Kræsingar & kostakjör

afsláttur

2.449kr/kg áður 3.498 kr/kg

FRÁBÆRT VERÐ LAMBAFILE

FERSKT MEÐ FITU

3.365kr/kg

MAKRÍLFLÖK MEÐ ROÐI

1.498

kr/kg

áður 3.698 kr/kg

LÉTTSALTAÐUR

ÞORSKHNAKKI

BLÁSKEL

FRÁ HRÍSEY

1.689kr/kg

999kr/pk.

áður 1.898 kr/kg

áður 1.298 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

BLÁMAR

Tilboðin gilda 24. - 27. feb. eða meðan birgðir endast


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.