Eystrahorn 6. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 6. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 12. febrúar 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hátíðardagskrá vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi - Viðburðir og viðburðahópar Eftirfarandi viðburðahópar hafa verið stofnaðir: Tónleikar og dansiball

Hópstjórar: Íris Jóhanns, Árdís Halldórsdóttir og Kristín Gestsdóttir

Ljóða- og bókaupplestur

Hópstjórar: Soffía Auður og Sigríður Þorvarðardóttir

Drusluganga

Hópstjórar: Matthildur Ásmundardóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Bryndís Bjarnarson

Hannyrðahópur

Hópstjórar: Guðný Svavarsdóttir, Þórhildur Magnúsdóttir og Kristín Hermannsdóttir

FAS-hópur

Hópstjórar: Margrét Gauja og Ingibjörg L. Pálmadóttir Þann 19. júní næstkomandi munum við fagna saman þeim merka áfanga að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Af því tilefni verða haldnir ýmsir viðburðir, afmælinu og baráttunni um kosningaréttinn til heiðurs. Settir hafa verið á laggirnar hópar um hvern viðburð eða svokallaðir viðburðahópar og óskum við eftir þátttakendum í þessa hópa. Undirbúningurinn verður án efa stórskemmtilegur og vonumst við til þess að konur sem karlar á öllum aldri til sjávar og sveita skrái sig með okkur og taki þátt í þessum merku tímamótum.

Handverks- og listasýning í Listasafni Svavars í júní tileinkuð hornfirskum listakonum Hópstjórar: Vala Garðarsdóttir og Bryndís B. Hólmarsdóttir

Til þess að skrá sig í hóp vinsamlegast hafið samband við Hornafjarðarsöfn í síma 4708052 eða á vala@hornafjordur.is - gudny@ hornafjordur.is eða bryndísh@hornafjordur.is. Einnig er hægt að hafa beint samband við hópstjóra eða á facebook undir framkvæmdahópur afmælishátíðar.

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands 10 ára Fuglaathugunarstöð Suðausturlands var stofnuð 14. mars 2005 og því búin að starfa í 10 ár. Af því tilefni verður gefið út veglegt afmælisrit. Í ritinu verða ýmsar greinar tengdar starfsemi stöðvarinnar og upplýsingar um merkingar og fleira sem starfsmenn hafa komið að á þessum 10 árum. Fuglaathugunarstöðin leitar eftir stuðningi við útgáfuna í formi auglýsinga eða styrkja eins og fram kom í dreifibréfi. Ritinu verður dreift til fugláhugafólks og á ýmsar stofnanir víða um land auk þess að verða aðgengilegt á vefsíðunni www.fuglar. is. Áætlaður útgáfudagur er 14. mars nk. Ritstjóri er Sigurður Örn Hannesson. Ritið verður í stærðinni A4, um 40 blaðsíður og upplagið verður 300 – 400 eintök. Verð á auglýsingum styrkjum: heilsíða kr. 40.000.-, hálfsíða kr. 22.000.-, merki/lógó: kr. 14.000.-, styrktarlína kr. 7.000.-. Velunnarar: sem greiða 1.500.- kr. fá nafnið sitt í blaðið og eitt eintak. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa eða styrkja útgáfuna geta haft samband við Brynjúlf í síma 894 0262 eða á netfangið binni@bbprentun.com, fyrir 15. febrúar nk.

Töluvert hefur verið um glóbrystinga í görðum á Hornafirði í vetur.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 12. febrúar 2015

Frá Hafnarkirkju Nú líður að föstu. Hún hefst á öskudag 18. febrúar. Í sjö vikur fyrir páska íhuga kristnir menn pínu og dauða Jesú. Fastan hefur ekki lengur þann sess í hugum fólks sem hún hafði áður fyrr, þegar t.d. var ekki borðað kjöt frá öskudegi til páskadags. Fastan er tími íhugunar og iðrunar og hefur þess mátt sjá stað í kristinni kirkju um aldir. Helgihaldið í kirkjunni ber merki þeirra atburða sem urðu í lífi Jesú Krists sem leiddu til dauða hans á krossi. Í Hafnarkirkju verður helgihald á föstu með svipuðu sniði og áður. Auk hefðbundinnar guðsþjónustu annan hvern sunnudag verður kyrrðarstund hvern miðvikudag fram að páskum, fyrst á öskudag 18. febrúar. Stundin hefst kl. 18:15. Þar verður lesið úr píslarsögu Jesú, sungnir sálmar og beðnar bænir. Beðið verður sérstaklega fyrir sjúkum og þeim sem minna mega sín og taka prestarnir á móti sérstökum bænarefnum sem fólk vill að borin verði fram. Kyrrðarstundinni lýkur síðan með altarisgöngu. Við hvetjum ykkur til að koma til kirkju á miðvikudögum fram að páskum og nota föstutímann til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar. Guð láti gott á vita. Verið öll Guði falin í lengd og bráð. Sr. Sigurður og sr. Gunnar Stígur

Hafnarkirkja Sunnudaginn 15. febrúar Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Prestarnir Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn

Drottinn er minn hirðir og mig mun ekkert bresta. Sálm 23:1

Vegna framkvæmda í Hvítasunnukirkjunni Lifandi Vatn falla bænastundir á Þmmtudögum og samkomur á sunnudögum niður í febrúar.

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Til sölu góður fjölskyldubíll Hyundai Trajet. Árgerð 2007. Nýskráður 3/2007. 5 dyra – 7 manna. Ekinn 173 þús. km. Bensín. Sjálfskiptur. Grár. Verð 890 þús. kr. Upplýsingar Sævar s. 899-0569

Eystrahorn

Hollvinasamtök

F.v. Haukur Helgi Þorvaldsson, Ester Þorvaldsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Ari Jónsson, Halldóra B. Jónsdóttir, Albert Eymundsson og Elín Freyja Haukadóttir voru kosin á fyrsta fundi til að vinna að málinu og gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Framhaldsstofnfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnana á Hornafirði verður föstudaginn 13. febrúar kl. 12:10 í Nýheimum. Markmið samtakanna er að styðja við uppbyggingu og standa vörð um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði og auka tengsl almennings við hana. Kynning á samtökunum og fyrri stofnfundur var haldinn 18. janúar. Mæting var mjög góð og margir gerðust stofnfélagar þá. Síðan hefur söfnun félagsmanna gengið vel og nú eru yfir 200 einstaklingar og aðilar skráðir stofnfélagar. Áfram er hægt að gerast stofnfélagi með því að mæta á framhaldsfundinn eða skrá sig á skráningarblað sem liggur frammi á biðstofunni á heilsugæslustöðinni. Fundarboðendur

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga Samverustund í Ekrunni föstudaginn 13. febrúar kl. 17:00. Umsjónarmenn eru Hreinn og Kristín. Við hefjum stundina á söng að venju. Öll að mæta. Sunnudaginn 15. febrúar verður VöffluBALL í Ekrunni frá kl. 16:30 til 18:00. Zophonías leikur fyrir dansi. Allir velkomnir ungir sem aldnir.

Félagsvist í Ekru

Fyrsta spilakvöldið af þremur verður fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl. 20:00 í Ekrusalnum.

Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síðan heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. Aðgangseyrir 1000 kr. fyrir hvert kvöld. Kaffiveitingar innifaldar. Allir velkomnir Nefndin.


Eystrahorn

Fimmtudagur 12. febrúar 2015

Of mikið járn? Ágúst Ó. Gústafsson heimilislæknir verður með kynningarfund í fyrirlestrasal Nýheima fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:00 og ætlar að fjalla um nokkuð algengan og lúmskan sjúkdóm, járnofhleðslu. Hann mun einnig fjalla um járnskort og járnbúskap almennt. Ágúst hefur áhuga á því að vekja athygli fólks á sjúkdómi sem er lúmskur og getur haft slæmar afleiðingar. Sjúkdómurinn kallast járnofhleðsla eða hemochromatosis og er arfgengur í flestum tilfellum. Þeir sem hann bera eru með of mikið járn í líkamanum og getur það valdið líffæraskemmdum. Sjúkdómurinn gefur lítil einkenni í fyrstu en þau koma oftast fram hjá sjúklingum um miðjan aldur.

Getur haft mjög skaðleg áhrif

www.eystrahorn.is

12 spora starf

Fyrirhugað er að fara af stað með 12 spora starf, vinir í bata andlegt ferðalag, í Hafnarkirkju. Fyrsti kynningarfundur er föstudaginn 20 febrúar kl 17:00. Þeir sem vilja kynna sér nánar um hvað er verið að tala geta farið inn á www.viniribata.is Leiðbeinendur verða Gunnar Stígur Reynisson prestur og Sveinbjörg Jónsdóttir djáknakandídat

Knattspyrnuskóli Sindra

“Þessi sjúkdómur getur haft mjög skaðleg áhrif á hin ýmsu líffæri líkamans og því er mikilvægt að finna þá sjúklinga sem fyrst” sagði Ágúst þegar hann var spurður út í sjúkdóminn. “Sjúkdómurinn hefur fengið meiri athygli síðustu árin og fleiri einstaklingar eru að greinast. Oft greinast aðrir fjölskyldumeðlimir í kjölfarið af því að einn einstaklingur greinist.

Karlar í meiri hættu Ágúst segir sjúkdóminn eflaust hafa fylgt mannkyninu, en honum var fyrst lýst árið 1865 og árið 1935 fundu menn út að þetta væri ættgengur efnaskiptasjúkdómur. „Sjúkdómurinn er arfgengur í 90% tilfella og veldur uppsöfnun á járni í líkamanum sem síðar getur valdið líffæraskaða,“ sagði Ágúst og var í framhaldinu spurður hvort sjúkdómurinn kæmi ekki fram í blóðprufu. „Í fyrstu skimun er járn í blóði mælt og ef það reynist óeðlilegt er farið út í frekari rannsóknir. Markmið mitt er að vekja fólk til umhugsunar, sérstaklega karlmenn á fertugsaldri, þar sem sjúkdómurinn er algengari og oftast skæðari hjá körlum. Hluti af þeirri skýringu er að helsta leið líkamans til að losa sig við járn er með blæðingum og þar hafa konur klárlega vinninginn. Í fyrstu eru einkennin almenn eins og þreyta og slappleiki. Önnur einkenni geta verið stoðkerfisverkir, liðabólgur, hjartsláttartruflanir, sykursýki, bronslituð húð og hártap svo eitthvað sé nefnt. Járn er mikilvægt við myndun blóð- og vöðvarauða sem er hvortveggja mikilvægt fyrir súrefnisflutning í líkamanum og einnig er járn mikilvægt fyrir ýmis efnahvörf í líkamanum. Í miklum mæli er járn skaðlegt líkamanum og stjórnar hann því nákvæmlega frásogi og nýtingu. Hjá sjúklingum með járnofhleðslu raskast þessi stjórnun. Fyrir utan það magn sem líkaminn notar, tapast lítið magn um meltingar- og þvagveg, en helsta leið líkamans til að losa sig við járn er með blæðingu. Þess vegna fá konur oftast einkenni eftir tíðahvörf og karlar eru í meiri hættu á að fá sjúkdóminn. Yfirleitt er þessi sjúkdómur að greinast hjá körlum um fimmtugt og hjá konum eftir tíðarhvörf. “ Auk þess að fjalla um járnofhleðslu verður einnig fræðsla um járnbúskap og járnskort.

ATVINNA

Sambýlið Hólabrekka óskar eftir starfsmanni til að sinna eldamennsku og öðrum störfum sem tengist eldhúsi og matargerð. Einnig vantar fólk til afleysinga á vaktir frá og með 1.apríl nk. Nánari upplýsingar um vinnutilhögun, vinnutíma og laun veitir Anna Egilsdóttir í síma 860-3972 og annaegil@mi.is

Knattspyrnuskólinn verður haldinn dagana 27. febrúar – 1. mars og er fyrir krakka í 5., 4. og 3. flokk. Meðal þjálfara verða Auðun Helgason, Heimir Hallgrímsson, Edda Garðarsdóttir, Óli Stefán Flóventsson og þjálfarar Sindra. Þátttökugjald er 6.000 krónur Nánari dagskrá auglýst síðar. Gisting og fæði innifalið Knattspyrnudeild Sindra

Þrektímar á vegum Sindra Þrektímar eru á miðvikudögum kl. 19:30 og laugardögum kl. 13:40 út febrúar til að byrja með. Miðað er við 12 ára og eldri og eru allir iðkendur Sindra hvattir til að mæta og hressa upp á úthaldið. Þjálfari er Goran Basrak


Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu sýna söngleikinn

Love me do í Mánagarði

Höfundur og leikstjóri: Stefán Sturla Sigurjónsson.

Frumsýning.........19. febrúar kl. 19:00 UPPSELT Önnur sýning......21. febrúar kl. 19:00

Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. febrúar. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. febrúar. EKKI SKOÐAÐ Í MARS Næsta skoðun er 13., 14. og 15. apríl.

Þriðja sýning.......22. febrúar kl. 19:00

Takmarkaður sýningarfjöldi. Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort). Miðapantanir hjá Ingólfi í síma 892-9354, eða ingolfurb@kask.is. Einnig verða miðapantanir í síma 478-1462 klukkutíma fyrir sýningu sýningardaga.

Elskendatilboð á Hótel Höfn

föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 18:00 SANTA FE SPRING ROLLS, kjúklinga vorrúllur á salatbeði og ranch dressingu. SVEPPAHATTAR fylltir með gráðosti og hvítlaukssmjöri á salatbeði. SURF & TURF, glóðasteikt nautalund og hvítlauksristaðir humarhalar, borið fram með bernaise sósu, ristuðu grænmeti og foundant kartöflum. FRÖNSK SÚKKULAÐIMÚS með jarðarberjahlaupi, rjóma og berjum.

Verð kr. 5.900,- pr. mann

Borðapantanir í síma 478-1240

Þegar vel er skoðað Fimmtudaginn 12. Febrúar kl 20:00 í Pakkhúskjallaranum

1.000 kr “rebuy”

Hægt að kaupa sig endalaust inn til kl 21:00. Frítt kaffi, allir velkomnir, kennsla og upprifjun í boði frá kl 19:00. S. 647-4474. facebook.com/pkhofn

Af hverju náttúrupassi? Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20:00 í Nýheimum á Höfn. Fundurinn er haldinn undir yfirskriftinni Af hverju náttúrupassi? og á honum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Ásmundur Friðriksson, alþingismaður. Allir áhugasamirhvattir til að mæta.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.