Eystrahorn 6. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 6. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 12. febrúar 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Hátíðardagskrá vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi - Viðburðir og viðburðahópar Eftirfarandi viðburðahópar hafa verið stofnaðir: Tónleikar og dansiball

Hópstjórar: Íris Jóhanns, Árdís Halldórsdóttir og Kristín Gestsdóttir

Ljóða- og bókaupplestur

Hópstjórar: Soffía Auður og Sigríður Þorvarðardóttir

Drusluganga

Hópstjórar: Matthildur Ásmundardóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Bryndís Bjarnarson

Hannyrðahópur

Hópstjórar: Guðný Svavarsdóttir, Þórhildur Magnúsdóttir og Kristín Hermannsdóttir

FAS-hópur

Hópstjórar: Margrét Gauja og Ingibjörg L. Pálmadóttir Þann 19. júní næstkomandi munum við fagna saman þeim merka áfanga að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Af því tilefni verða haldnir ýmsir viðburðir, afmælinu og baráttunni um kosningaréttinn til heiðurs. Settir hafa verið á laggirnar hópar um hvern viðburð eða svokallaðir viðburðahópar og óskum við eftir þátttakendum í þessa hópa. Undirbúningurinn verður án efa stórskemmtilegur og vonumst við til þess að konur sem karlar á öllum aldri til sjávar og sveita skrái sig með okkur og taki þátt í þessum merku tímamótum.

Handverks- og listasýning í Listasafni Svavars í júní tileinkuð hornfirskum listakonum Hópstjórar: Vala Garðarsdóttir og Bryndís B. Hólmarsdóttir

Til þess að skrá sig í hóp vinsamlegast hafið samband við Hornafjarðarsöfn í síma 4708052 eða á vala@hornafjordur.is - gudny@ hornafjordur.is eða bryndísh@hornafjordur.is. Einnig er hægt að hafa beint samband við hópstjóra eða á facebook undir framkvæmdahópur afmælishátíðar.

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands 10 ára Fuglaathugunarstöð Suðausturlands var stofnuð 14. mars 2005 og því búin að starfa í 10 ár. Af því tilefni verður gefið út veglegt afmælisrit. Í ritinu verða ýmsar greinar tengdar starfsemi stöðvarinnar og upplýsingar um merkingar og fleira sem starfsmenn hafa komið að á þessum 10 árum. Fuglaathugunarstöðin leitar eftir stuðningi við útgáfuna í formi auglýsinga eða styrkja eins og fram kom í dreifibréfi. Ritinu verður dreift til fugláhugafólks og á ýmsar stofnanir víða um land auk þess að verða aðgengilegt á vefsíðunni www.fuglar. is. Áætlaður útgáfudagur er 14. mars nk. Ritstjóri er Sigurður Örn Hannesson. Ritið verður í stærðinni A4, um 40 blaðsíður og upplagið verður 300 – 400 eintök. Verð á auglýsingum styrkjum: heilsíða kr. 40.000.-, hálfsíða kr. 22.000.-, merki/lógó: kr. 14.000.-, styrktarlína kr. 7.000.-. Velunnarar: sem greiða 1.500.- kr. fá nafnið sitt í blaðið og eitt eintak. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa eða styrkja útgáfuna geta haft samband við Brynjúlf í síma 894 0262 eða á netfangið binni@bbprentun.com, fyrir 15. febrúar nk.

Töluvert hefur verið um glóbrystinga í görðum á Hornafirði í vetur.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 6. tbl. 2015 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu