Eystrahorn 7. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 7. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 16. febrúar 2012

Fjölnotahús - afmælisgjöf Skinneyjar-Þinganess

Á þriðjudaginn á opnum kynningarfundi í Ráðhúsinu var gerð grein fyrir breytingu á deiliskipulagi vegna fjölnota húss sem byggja á yfir gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu. Stjórn Skinneyjar-Þinganess ákvað í tilefni af 60 ára afmæli félagsins að gefa íbúum svona fjölnota hús. Málið fór í bið vegna hrunsins á sínum tíma en nú er fullur hugur í forsvarsmönnum fyrirtækisins að ljúka málinu. Hægt verður að hefja framkvæmdir

hteiningahus@gmail.com

þegar skipulagsferlinu er lokið en um smávægilega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. mars nk. Eftir það geta liðið nokkrar vikur þar til framkvæmdaleyfi er afgreitt. Skinney-Þinganes verður framkvæmdaraðili og mun svo afhenda sveitarfélaginu húsið til eignar. Það kom fram í samtali við aðila að hyggilegast væri að nota sumarið til framkvæmda og fá húsið helst í gagnið næsta

vetur en allt mun það ráðast af aðstæðum þegar framkvæmdir hefjast. Ljóst er að margir munu fagna þessu framtaki, ekki síst unga fólkið sem fær þarna tækifæri til að stunda íþróttir og heilbrigðar tómstundir við góðar aðstæður hvernig sem viðrar. Ekki má heldur gleyma að svona húsnæði gefur möguleika á fjölbreyttri notkun fyrir unga sem aldna og sýninga- og samkomuhalds.

Íbúðir til sölu

HThús ehf er að hefja byggingu á fjögurra íbúða raðhúsi við Álaleiru á Höfn Íbúðirnar eru allar 133 m2, 4 herbergja með bílskúr Húsið er timbureiningahús klætt að utan með báruáli og timburklæðningu til skrauts Gólfhita- og neysluvatnslagnir verða í gólfum

Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar að utan en eftir samkomulagi að innan

Haghvæmur og góður kostur Hægt er fá teikningar og nánari upplýsingar í síma 846-7272 (Hrafnkell) og 857-8813 (Björgvin) eða á hteiningahus@gmail.com • Vefsíða: hthus.123.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.