Eystrahorn 7. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 19. febrúar 2015

7. tbl. 33. árgangur

Kvenfélagið Vaka 70 ára Kvenfélagið Vaka var stofnað í Nesjum á konudaginn 18.febrúar 1945 og hefur nú starfað í heil 70 ár. Af þessu tilefni ætlar félagið að bjóða Nesjamönnum nær og fjær og öðrum velunnurum sínum til afmælisveislu í Mánagarði sunnudaginn 22.febrúar kl.15 sem er einnig konudagurinn í ár. Starfið hefur verið fjölbreytt í gegnum árin en það hefur einnig farið mjög eftir félagskonum, tíðaranda og þörf samfélagsins á hverjum tíma. Fjáraflanir hafa alltaf verið mikilvægur hluti af starfinu, ekki eingögnu vegna þess fjár sem er aflað og félagið hefur getað látið renna til góðra málefna, heldur ekki síst vegna þess félagsskapar sem að felst í fjáröflunninni. Það er mjög gefandi að taka þátt í slíkum fjáröflunum, koma saman konur úr félaginu sem hittumst kannski lítið þess á milli og sitjum saman dagstund við að bretta laufabrauð og steikja, heyskapur í kirkjugarðinum eða stöndum saman veitingavaktina í veislu eða á fundum. En við gerum nú fleira en að afla fjár. Við höfum verið duglegar að gera okkur dagamun og farið í bíltúra – styttri eða lengri. Farið saman í orlofsferðir húsmæðra sem oft hafa verið ævintýralegar og mikið hægt að hlæja saman að ferðasögunum. Haldin hafa verið böll og skemmtanir af ýmsum toga. Árið 2010

Félagskonur á haustfagnaði árið 2010 þar sem þemað var síðkjólar.

hafði Vaka svo frumkvæði að endurvekja haustfagnaði kvenfélaganna sem hefur verið árlegt í sýslunni síðan og alltaf verið vel mætt og mikið hlegið. Markmið félagsins við stofnun þess var að efla samvinnu og kynningu kvenna í Nesjasveit, svo og vinna að menningarmálum og líknarstarfsemi eins og stendur í lögum félagsins. Það er enn helsta markmiðið. Við höfum þó ekki verið með harða landamæragæslu og höfum

Vetrarstarf Jökuls Vetrarstarfið hjá okkur í Karlakórnum Jökli hefur verið líflegt að vanda, enda ekki annað hægt þegar um 40 karlar og ein kona koma saman. Fyrir utan hefðbundnar æfingar og halda jólatónleika, erum við búnir að standa fyrir dansleik í Sindrabæ sem og halda þorrablót, og ýmislegt annað skemmtilegt. Framundan er svo æfingahelgi sem og árshátíðin okkar og dansleikur. En að þessu sinni verðum við á Hótel Smyrlabjörgum. Í mars verður svo annar dansleikur í Sindrabæ þar sem kórmenn munu fara á kostum, bæði á sviðinu og á gólfinu, en þeir þykja nokkuð liðtækir dansarar. Í vor höldum við svo vortónleikana okkar og förum svo í söngferð með okkar konum. Í haust verðum við svo aftur á faraldsfæti, og verður stefnan þá tekin á Suðurnesin, ásamt ca. 700 öðrum karlakórsmönnum af Suðurlandi. En þann 17. október verður haldið Kötlumót, en Katla eru samtök Sunnlenskra Karlakóra og hittast kórarnir á 5 ára fresti. Okkur í Karlakórnum Jökli þykir afskaplega vænt um konur, og af því tilefni stöndum við fyrir okkar árlega Konudagskökubasar, en þetta er búið að vera fastur liður í okkar starfi í nokkuð mörg ár og vel við hæfi að viðhalda þessum ágæta sið. Að venju verða glæsilegar tertur og annað góðgæti á boðstólum. Að þessu sinni verðum basarinn haldinn í Miðbæ, laugardaginn 21. febrúar og hefst salan kl 14:00. Með góðri söngkveðju, Gauti Árnason formaður Karlakórsins Jökuls

ávallt tekið á móti og boðið velkomnar konur í félagið þótt lögheimili þeirra sé í annarri sveit en Nesjum. Við Vökukonur viljum þakka öllum þeim konum sem starfað hafa með félaginu í þessi 70 ár og sérstakar þakki fá þær konur sem hafa setið í stjórn félagsins og verið formenn. Kærar þakkir og hlökkum við til að sjá ykkur á sunnudaginn. Lovísa R. Bjarnadóttir formaður

Framúrskarandi fyrirtæki

Skinney-Þinganes er framúrskarandi fyrirtæki ársins 2014 að mati Creditinfo og hlaut fyrirtækið sérstaka viðurkenningu fyrir að vera efst þeirra fyrirtækja sem komu ný inn á listann. Myndin hér fyrir ofan er frá afhendingu viðurkenningarinnar en það var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem afhenti hana. www.sth.is.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.