Eystrahorn 8. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 8. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 23. febrúar 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Allir velkomnir á afhendingu styrkja og menningarverðlauna Afhending styrkja frá Sveitarfélaginu Hornafirði og árlegra Menningarverðlauna fer fram í Nýheimum fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 16:00. Markmiðið með menningarverðlaununum er að hvetja fólk til lista- og menningarstarfs í heimabyggð. Menningarverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og hafa einstaklingar, stofnanir og samtök hlotið þau í gegnum tíðina. Valið fer fram með þeim hætti að tilnefningar berast til Atvinnu- og menningarmálanefndar sem fer yfir þær og setur fram rökstuðning með niðurstöðu sinni. Verðlaunin eru í formi heiðursskjals sem formaður nefndarinnar undirritar. Í ár hlutu fimm einstaklingar tilnefningar til Menningarverðlauna, en þeir eru Gísli Arason fyrir merkilegt starf innan menningarmála gegnum árin og uppbyggingu Byggðarsafns. Eiríkur Hansson fyrir frábæran árangur í tengslum við Legó keppnina þar sem hann leiðir hvern hópinn eftir annan til sigurs. Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson fyrir fórnfúst starf um áratugaskeið að tónlistarmálum á Hornafirði. Heiðar Sigurðsson fyrir leiðandi starf innan Hornfirska Skemmtifélagsins og Elínborg Pálsdóttir fyrir listsköpun sína. Boðið verður upp á kaffi og konfekt og hljómsveitin Dinnerdúkkurnar munu flytja nokkur lög.

Frá afhendingu 2009

Áttu gömul föt og skartgripi í geymslu? Við í tískuhóp FAS erum að auglýsa eftir gömlum fötum og skartgripum, jafnvel efnum sem við ætlum að nota í opinni viku í FAS dagana 27. febrúar til 2. mars. Ef þú lumar á einhverju nothæfu fyrir okkur máttu endilega koma þessu á skrifstofu FAS fyrir mánudag eða hafa samband við Sólveigu í síma 867-7325. Tískuhópur FAS

Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu býður upp á opið hús laugardaginn 25. febrúar milli kl. 11:00 og 15:00

Nemendur munu spila á meðan húsið er opið auk þess sem húsnæðið og námsefni verða til sýnis Veitingasala á vegum Lúðrasveitar Tónskólans Sjá nánar á .rikivatnajokuls.is/tonskoli


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.