Eystrahorn 8. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 8. tbl. 30. árgangur

Fimmtudagur 23. febrúar 2012

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Allir velkomnir á afhendingu styrkja og menningarverðlauna Afhending styrkja frá Sveitarfélaginu Hornafirði og árlegra Menningarverðlauna fer fram í Nýheimum fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 16:00. Markmiðið með menningarverðlaununum er að hvetja fólk til lista- og menningarstarfs í heimabyggð. Menningarverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og hafa einstaklingar, stofnanir og samtök hlotið þau í gegnum tíðina. Valið fer fram með þeim hætti að tilnefningar berast til Atvinnu- og menningarmálanefndar sem fer yfir þær og setur fram rökstuðning með niðurstöðu sinni. Verðlaunin eru í formi heiðursskjals sem formaður nefndarinnar undirritar. Í ár hlutu fimm einstaklingar tilnefningar til Menningarverðlauna, en þeir eru Gísli Arason fyrir merkilegt starf innan menningarmála gegnum árin og uppbyggingu Byggðarsafns. Eiríkur Hansson fyrir frábæran árangur í tengslum við Legó keppnina þar sem hann leiðir hvern hópinn eftir annan til sigurs. Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson fyrir fórnfúst starf um áratugaskeið að tónlistarmálum á Hornafirði. Heiðar Sigurðsson fyrir leiðandi starf innan Hornfirska Skemmtifélagsins og Elínborg Pálsdóttir fyrir listsköpun sína. Boðið verður upp á kaffi og konfekt og hljómsveitin Dinnerdúkkurnar munu flytja nokkur lög.

Frá afhendingu 2009

Áttu gömul föt og skartgripi í geymslu? Við í tískuhóp FAS erum að auglýsa eftir gömlum fötum og skartgripum, jafnvel efnum sem við ætlum að nota í opinni viku í FAS dagana 27. febrúar til 2. mars. Ef þú lumar á einhverju nothæfu fyrir okkur máttu endilega koma þessu á skrifstofu FAS fyrir mánudag eða hafa samband við Sólveigu í síma 867-7325. Tískuhópur FAS

Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu býður upp á opið hús laugardaginn 25. febrúar milli kl. 11:00 og 15:00

Nemendur munu spila á meðan húsið er opið auk þess sem húsnæðið og námsefni verða til sýnis Veitingasala á vegum Lúðrasveitar Tónskólans Sjá nánar á .rikivatnajokuls.is/tonskoli


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Eystrahorn

Hafnarkirkja

sunnudaginn 26. febrúar Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00

Sumarið er tíminn, humarinn er málið!

Kyrrðarstund á föstu alla miðvikudaga til páska kl. 18:15

Okkur vantar gott starfsfólk fyrir sumarið bæði í hlutastörf og fulla vinnu. Umsóknir sendist á info@humarhöfnin.is

Sóknarprestur

Hofskirkja

sunnudaginn 26. febrúar Messa kl. 14:00

Bingó í Nýheimum

Sunnudaginn 26. febrúar kl 14:00 Spjaldið kostar kr. 1.000,-

Sóknarprestur

Margt góðra vinninga, t.d. flugmiði Samkórinn

60 ára afmæli

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags A-Skaft.

Sigríður Jóhannesdóttir verður sextug, sunnudaginn 26. febrúar nk.

verður haldinn mánudaginn 27. febrúar kl 20:00 í Sjálfstæðishúsinu.

Af því tilefni tekur hún á móti vinum og ættingjum á heimili sínu að Fákaleiru 4c, laugardaginn 25. febrúar nk., frá kl. 14:00.

Stjórnin

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

VATN AJÖ KU LS ÞJÓ Ð GAR ÐU R

50% afsláttur af dömufatnaði

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.

SUMARSTÖRF 2012 Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf og afgreiðslu, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf.

Verið velkomin

• Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf

• Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Starfsfólk

• Lónsöræfi: Landvörður.

• Snæfell: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við

og afgreiðslu, í ræstingar og í veitingasölu.

• Höfn í Hornafirði: Landvörður.

í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.

• Kverkfjöll: Landverðir og skálaverðir í samvinnu

Eystrahorn

• Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

• Herðubreiðarlindir, Drekagil og Askja:

upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í almenn störf.

Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar.

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðafélag Húsavíkur.

• Hvannalindir: Landvörður. • Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

ISSN 1670-4126

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsokn@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík. PORT hönnun

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent


Eystrahorn

Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Samverustund í Ekru föstudaginn 24. febrúar kl. 17:00. Pálmi Snær Brynjúlfsson sýnir myndir frá Tælandi og segir frá lífinu þar. Félag eldri Hornfirðinga

Er hárið farið að þynnast? Nanogen er frábær lausn Eykur ummál hvers hárs um 80% Gerir kraftaverk á 30 sekúndum Nánari upplýsingar og sala á Flikk

Ath. Stofan verður lokuð 6. – 10. mars

Sími 478-2110

Markaðssetning á netinu Námskeið í markaðssetningu á netinu og uppbyggingu vefsvæða verður haldið mánudaginn 27. febrúar kl. 10:30 – 17:30 í Nýheimum á Höfn. Námskeiðið er opið öllum og kostar 18.000 krónur. Ókeypis er fyrir hluthafa í Ríki Vatnajökuls. Á námskeiðinu verður farið yfir leiðir til að ná árangri í markaðssetningu á netinu s.s. uppbyggingu á heimasíðum, leitarvélabestun, samfélagsmiðla o.fl. Leiðbeinandi er Gunnar Thorberg internet markaðsráðgjafi. Hægt er að skrá sig til kl 18 á sunnudag 26. febrúar með því að senda tölvupóst á siggadogg@rikivatnajokuls.is.

www.eystrahorn.is

Frá Hafnarkirkju Nú er komin fasta. Í sjö vikur fyrir páska íhuga kristnir menn pínu og dauða Jesú. Fastan hefur ekki lengur þann sess í hugum fólks sem hún hafði áður fyrr, þegar t.d. var ekki borðað kjöt frá öskudegi til páskadags. Fastan er tími íhugunar og iðrunar og hefur þess mátt sjá stað í kristinni kirkju um aldir. Helgihaldið í kirkjunni ber merki þeirra atburða sem urðu í lífi Jesú Krists sem leiddu til dauða hans á krossi. Í Hafnarkirkju verður helgihald á föstu með svipuðu sniði og áður. Auk hefðbundinnar guðsþjónustu sunnudagsins verður kyrrðarstund hvern miðvikudag fram að páskum. Stundin hefst kl. 18:15. Þar verður lesið úr píslarsögu Jesú, sungnir sálmar og beðnar bænir. Beðið verður sérstaklega fyrir sjúkum og þeim sem minna mega sín og tekur sóknarprestur á móti sérstökum bænarefnum sem fólk vill að borin verði fram. Kyrrðarstundinni lýkur síðan með altarisgöngu. Ég vil hvetja ykkur öll til að koma til kirkju á miðvikudögum fram að páskum og nota föstutímann til íhugunar, uppbyggingar og trúarstyrkingar. Guð láti gott á vita. Verið öll Guði falin í lengd og bráð, Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur

Hlíðartún 31 Mjög vel staðsett 113,6fm 4ra herbergja einbýlishús ásamt 42,5fm bílskúr, samtals 156,1fm. Fallegur garður. Eignin getur losnað fljótlega. Verð: 20 milljónir Allar frekari upplýsingar veitir Helgi Jónsson sölumaður í síma 820-8104.

Aðalfundur Handraðans verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2012 kl. 20:30 í húsi AFLs Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin

Fótaaðgerðafræðingur og Snyrtifræðingur verður á Höfn dagana 1. - 3. mars Boðið verður uppá allar hefðbundnar fótaaðgerðir, s.s fjarlægingu á líkþorni, harða húð, vörtumeðferðir, spangarmeðferðir á niðurgrónar neglur, fyrirbyggjandi meðferðir og ráðgjöf. Allar hefðbundnar snyrtimeðferðir, s.s andlitsböð, húðhreinsanir, vax, litanir, plokkanir og förðunar-tattoo. Upplýsingar og tímapantanir Í Sporthöllinni í síma 478-2221

Birna Jörgensen

Löggildur fótaaðgerðafræðingur og snyrtifræðingur

Íbúð til sölu • Höfðavegur 4 Björt og rúmgóð 4raherbergja íbúð á annarri hæð í velviðhöldnu fjölbýli. 4 íbúðir í stigagangi. Sameign í góðu ástandi. Íbúðinni er vel við haldið, nýtt flísalagt bað með nýjum sturtuklefa, lokaðar svalir með hita í gólfi. Parkett á gólfum. Íbúðin er 100,3 m2. Gengið er inn í geymslu frá stigagangi, og er þar þvottahús. Nánari upplýsingar í síma 8484085 eða 8956921


Eystrahorn Fimmtudagur 23. febrúar 2012

www.eystrahorn.is

Umboðsaðili

Ýmislegt á döfinni hjá frjálsíþróttadeildinni Sunnudaginn 26. febrúar ætlar frjálsíþróttadeild Sindra að vera með góuhlaup. Hlaupnar verða tvær vegalengdir 2 km. og 5 km. Hlaupið verður frá íþróttahúsinu og hefst kl. 13:00. Tekinn verður tími á hverjum þátttakanda þannig að í lok hlaupsins fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal með skráðum tíma. Þátttökugjald er kr. 500.- pr. einstakling en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en kr. 1.500.Laugardaginn 31. mars, sem er laugardagur fyrir Pálmasunnudag, verður Páskahlaup Freyju og frjálsíþróttadeildar Sindra. Þar verða hlaupnar 3 vegalengdir; 2,5 km., 5 km. og 10 km. Eins og nafnið gefur til kynna verða vegleg verðlaun í boði Sælgætisgerðar Freyju. Þátttökugjaldið er það sama eða kr. 500.- pr. einstakling

en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en kr. 1.500.- og allir fá þátttökuglaðning frá Freyju. Í lok apríl ætlum við svo að „Hlaupa í Skarðið“. Það verður með sama sniði og s.l. haust, nema við ætlum að hafa betra veður. Eins og nafnið gefur til kynna þá fer viðburðurinn fram í og við Almannaskarð. Hlaup

Kútmagakvöld Hið árlega kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 10. mars n.k. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00 Veislustjóri verður Guðni Ágústsson

Þar sem himininn frýs við jörð Hið Mikla Heimskautafélag heimsækir Hornafjörð og mun greina okkur frá ferðum sínum um heimskautaslóðir Kanada í máli og myndum. Þessi svæði kannaði Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður fyrir um það bil 100 árum síðan. Myndasýningin verður í Nýheimum föstudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00 Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir

í Skarðið er ekki hugsað sem eiginleg keppni, heldur frekar eins og Kvennahlaupið en þar fara allir á sínum hraða, þ.e. sumir hlaupa en aðrir ganga. Tekinn verður tími á hverjum þátttakanda þannig að í lok „hlaupsins“ fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal með skráðum tíma þannig að hægt

verður að bera saman og vonandi bæta sig í næsta Hlaup í Skarðið. Boðið verður upp á tvær vegalengdir. Upp Skarðið og niður aftur eða þá upp Skarðið, niður Skarðdalinn og svo sömu leið til baka. Þátttökugjald er það sama og í Páskahlaupnu Freyju. Hlaup í Skarðið er kjörinn viðburður fyrir fjölskylduna til að eiga saman skemmtilega stund í góðum félagsskap. Í byrjun maí hefjast svo frjálsíþróttaæfingar aftur af fullum krafti því við stefnum að því að eiga marga keppendur á verðlaunapalli á Unglingalandsmótinu 2013 hér á Hornafirði. Nánar verður gerð grein fyrir starfseminni þegar nær dregur hverjum atburði. Með bestu kveðju, Stjórn frjálsíþróttadeildar Sindra.

Úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum Verslunin er opin virka daga kl. 13:00 - 18:00

Húsgagnaval Góuhóf 2012

Okkar árlega Góuhóf verður haldið í Hofgarði laugardaginn 3. mars n.k. Veislustjóri: Grétar Már Þorkelsson Kokkur: Benedikt Jónsson Hljómsveit: Nefndin Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:30 Miðaverð kr. 6000.Vinsamlegast pantið miða fyrir miðvikudaginn 29. febrúar hjá Gunnari á Litla-Hofi í síma 862-1766 eða 478-1727.

Hornafjarðardeild

Góunefndin


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.