Eystrahorn 8. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 26. febrúar 2015

8. tbl. 33. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

„Sólin sprungin og jörðin horfin!“

Sólin sprungin um miðbaug í janúar 2015

Síðastliðið sumar var sett upp líkan af sólkerfinu á Höfn á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Það er við göngustíg sem liggur frá Óslandshæð að golfvelli. Sólin er staðsett í Óslandinu, en reikistjörnurnar raða sér svo í réttum hlutföllum hvað varðar stærð og fjarlægð, hér og þar við göngustíginn. „Sólin“ sem sett var upp síðasta sumar var úr þunnu stáli og var kúlan fyllt með steypu, bæði til að halda henni á sínum stað og einnig

Jörðin – á sínum stað við Óslandshæð sumarið 2014

til að stálið héldi lögun sinni. Nú hefur það hins vegar komið í ljós að „sólin“ hefur ekki þolað veðrið og kuldann í vetur. Líklega hafa tveir samverkandi þættir átt hlut að máli. Steypan þanist lítið eitt út í frosti en stálið dregist einnig talsvert saman í frosti. Svo það kom sprunga á miðja kúluna og hún rifnaði í sundur. Nú er búið að panta nýja og endurbætta kúlu sem verður sett upp í stað núverandi sólar á sama stað. Svo „sólin“

Unga fólkið stendur fyrir sínu

Söngleikurinn Love me do sem er byggður á lögum Bítlanna hefur hitt í mark og yljar gömlum Bítlaaðdáendum um hjartarætur. Flutningur unga fólksins á tónlistinni, bæði söngur og hljóðfæraleikur, er virkilega

góður og ánægjulegt að sjá svona marga hæfileikaríka einstaklinga standa sig vel. Eins og fram kemur í auglýsingu í blaðinu eru fáar sýningar eftir og full ástæða til að hvetja fólk á öllum aldri að sjá sýninguna.

okkar verður betri en ný áður en langt um líður. Um nýliðna helgi kom svo í ljós að einhver hefur tekið líkanið af jörðinni, annað hvort að gamni sínu eða til láns. Þetta líkan er rennd kúla á enda málmstangar og er kúlan álíka stór og baun en stöngin um 20 cm á lengd. Við skorum eindregið á þann sem tók jörðina að skila henni aftur, annað hvort í pósthólf Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum eða á sinn stað.

Hjólareiðabærinn Höfn

Það dylst engum að hjólreiðar eru í sókn á Íslandi um þessar mundir. Það á ekki síst við um höfuðborgarsvæðið þar sem víða hafa verið stigin stór skref í þá átt að gera hjólreiðar að framtíðar samgöngukosti. En hver er staða hjólreiða á Höfn og eru hjólreiðar raunhæfur samgöngukostur í bænum? Davíð A Stefánsson landfræðingur ræðir stöðu hjólreiða á Íslandi í dag og varpar fram hugmyndinni um „hjólreiðabæinn Höfn“. Erindið verður flutt í hádeginu föstudaginn 27. febrúar kl. 12:30 í Nýheimum. Allir velkomnir Þekkingarsetrið Nýheimar


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 26. febrúar 2015

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Sunnudaginn 1. mars Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum.

Hofskirkja Sunnudaginn 1. mars Messa kl. 14:00

Kálfafellsstaðarkirkja Sunnudaginn 1. mars Messa kl. 16:00 Prestarnir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginkonu minnar og móður okkar

Fjólu Rafnkelsdóttur

Eystrahorn

Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu sýna söngleikinn

Love me do í Mánagarði Höfundur og leikstjóri: Stefán Sturla Sigurjónsson.

Fimmta sýning....1. mars kl. 19:00 Sjötta sýning.......3. mars kl. 19:00 Lokasýning.........5. mars kl. 19:00

Síðustu sýningar! Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort). Miðapantanir hjá Ingólfi í síma 892-9354, eða ingolfurb@kask.is.

Reglur um greiðslur fyrir refa- og minkaveiðar

Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir umönnunina.

Reglur um refa- og minkaveiði innan sýslumarka Austur-Skaftafellssýslu í heild sinni má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins: www.hornafjordur.is.

Ingólfur Eyjólfsson, Hrafnkell Ingólfsson, Olga Ingólfsdóttir og aðrir aðstandendur

Í reglunum kemur skýrt fram að veiðimenn eru ráðnir af sveitarfélaginu og einungis ráðnum veiðimönnum er greitt fyrir veiðar á grenjatímabilinu.

Arnar Hauksson dr. med kvensjúkdómalæknir

verður með stofu á heilsugæslustöðinni föstudaginn 6. mars næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

ATH að ekki er tekið við kortum.

Greiðslur fyrir refaveiðar Þeir veiðimenn sem veiða fleiri en 20 dýr fá greitt 25% álag á hvert dýr. Skýrslum og skottum af dýrum sem unnin eru á sumartíma (1. apríl - 31. ágúst) skal skila eigi síðar en 10. september. Heilum dýrum sem unnin eru á vetrartíma (1. september - 31. mars) skal skila eigi síðar en 10. september. Ekki verður greitt ef skýrslur berast eftir tilsetta tíma. Greiðslur fara fram í október ár hvert.

Greiðslur fyrir minkaveiðar Veiðimönnum með samning skal greitt fyrir hvert unnið dýr.

Eystrahorn Eystrahorn

Skýrslum og skottum af dýrum sem unnin eru skal skila eigi síðar en 10. september. Ekki verður greitt ef skýrslur berast eftir tilsettan tíma. Þeir veiðimenn sem veiða fleiri en 20 dýr fá greitt 25% álag á hvert dýr.

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Greiðslur fara fram í október ár hvert.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Tómas Ellert Tómasson Framkvæmda- og umhverfisstjóri


Eystrahorn

Fimmtudagur 26. febrúar 2015

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga SAMVERUSTUND Í EKRUNNI föstudaginn 27. febrúar kl. 17:00. Haukur Helgi fer í tónleikaferðalag með Helga Björnssyni og Björgvini Halldórssyni sem syngja vinsælar dægurperlur. Missið ekki af þessum snillingum. Allir alltaf velkomnir í Ekruna!

Aðalfundur Fimleikadeildar Aðalfundur Fimleikadeildar Sindra verður haldinn í Sindrahúsinu miðvikudaginn 4. mars kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin

Aðalfundur Sunddeildar Sunddeild Sindra boðar til aðalfundar í Sindrahúsinu kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 5. mars. Venjulega aðalfundarstörf. Hvetjum foreldra okkar iðkenda til að mæta.

Skaftfellingafélagið Nýlega kom út fréttabréf Skaftfellingafélagsins og er þar yfirlit yfir helstu viðburði sem félagið stendur fyrir á þessu ári. Óhætt er að segja að framboðið á dægrastyttingu er fjölbreytt. Má þar m.a. nefna þorrablót, vorkaffi, útgáfa gamals myndefnis, Skaftfellingamessa, söngfélagið og tónleikar þess, gönguhópur o.fl. Til að styrkja grundvöll starfseminnar er velunnurum félagsins boðið uppá að gerast vildarvinir eins og fram kemur í fréttabréfinu en þar segir; „Eitthundrað fjörutíu og fjórir hafa gerst vildarvinir Skaftfellingafélagsins undanfarnar vikur með því að greiða 2.000 krónur inn á reikning þess í heimabanka sínum í gegnum valgreiðsluformið. Það er fallegt að tengja sig á þann hátt við átthagana og félaginu afar dýrmætt að fá slíkan stuðning; hann hjálpar til við að koma fjárreiðum þess réttum megin við núllið. Einnig er hægt að leggja inn á reikning þess: Skaftfellingafélagið í Reykjavík; bankanúmer: 0526-14-102225; kennitala: 580269-7299“. Stjórn Skaftfellingafélagsins 2014 - 2015 skipa Skúli Oddsson, formaður (587-1799, 864-3415, skuli.oddsson@umh. stjr.is), Anna Sigurðardóttir (564-2210, 861-5817. anna@brunabot.is), Njörður Lárusson (865-1520, njoddi@hotmail.com), Jón Geir Birgisson (567-5558, 865-6604, jongeir@reykjafell.is) og Svavar M. Sigurjónsson (564-0670, 698-9053, svavar@teknik.is). Í varastjórn eru Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hákon Jón Kristmundsson og Rúnar Þór Guðbrandsson. Hægt er að fylgjast með starfseminni á heimasíðu félagsins skaft.is.

Málverkasýning Óskars Guðnasonar í kaffistofu Domus Medica verður opin til 7. mars. Opið virka daga frá kl. 8:00 - 19:00.

Stjórnin

Olíu- og akrýlmálverk sem máluð hafa verið á síðastliðnum 2 - 3 árum.

Lokað vegna árshátíðar Lokað verður á Hótel Höfn og Ósnum föstudaginn 27. febrúar og laugardaginn 28. febrúar vegna árshátíðar starfsfólks. Opnum aftur kl. 18:00 sunnudaginn 1. mars.

www.eystrahorn.is

Innritunarviðtöl í FAS Forinnritun í framhaldsskóla fyrir nemendur í 10. bekk fer fram 4. mars til 10. apríl nk. Nemendum í 10. bekk og foreldrum þeirra er boðið til viðtals í FAS þar sem tækifæri gefst til að ræða um nám í framhaldsskóla og möguleikana sem eru í boði. Óskir um viðtal skulu sendast í tölvupósti á netfangið namsradgjafi@fas.is eða í síma skólans 470-8070. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

Skólameistari


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 26. febrúar 2015

Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar

Björgvin Gíslason á Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar (Ljósm. Sigurður Mar).

Það styttist í þriðju blús- og rokkhátíðina sem nú mun taka yfir tvær helgar, 6. og 7. mars og 13. og 14. mars. Föstudaginn 6. mars byrjar fjörið með pubquiz undir stjórn Júlla. Daginn eftir verða tónleikar með Jazzcombo Hornafjarðar, sem er bigband undir stjórn Gunnlaugs Þrastar. Föstudaginn 13. mars leika tvö bönd, Vibrato Blues Band og Mammút. Laugardaginn 14. mars stíga á sviðið Kjallarabandið, Blúsmenn Andreu og Cha Cha Cha´s. Eins og framangreind upptalning sýnir verður þetta góð blanda af hornfirsku tónlistarfólki og aðkomnum tónlistarmönnum. Við munum heyra blús, jazz, rokk, popp og e.t.v. fleira. Sem sagt eitthvað fyrir alla. Til frekari upplýsinga er vert að benda á eftirfarandi slóð: facebook.com/hornablues. Allir tónleikarnir fara fram í Pakkhúsinu. Væntanlegir tónleikagestir eru beðnir um að hafa í huga að ekki verður tekið við greiðslum með korti, aðeins peningum. Vakin er athygli á 18 ára aldurstakmarki tónleikagesta og lögum sem banna afhendingu áfengis til yngra fólks en 20 ára. Hátíð sem þessi verður ekki haldin án stuðnings velviljaðra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Eftirfarandi eru færðar bestu þakkir fyrir stuðning og gott samstarf: Menningarráð Suðurlands, Sveitarfélagið Hornafjörður, Gistihúsið Dyngja, Halldór og Bergþóra í Pakkhúsinu, Hornfirska skemmtifélagið og Leikfélag Hornafjarðar. Stjórn Blús- og rokkklúbbs Hornafjarðar

Blús matseðill í Pakkhúsinu laugardagskvöldið 7. mars

Í tilefni af blúshátíðinni bjóðum við uppá 3ja rétta matseðil og tónleika með Jazzcombo Hornafjarðar, sem er bigband undir stjórn Gunnlaugs Þrastar. Forréttur: Heimagert brioche mini hamborgarabrauð með hægelduðum Miðskers grísabóg, djúpsteiktum camembert og sultuðum rauðlauk ásamt ofngrilluðum risarækjum með chili mæjó. Aðalréttur: Grillaður lambahryggur "á beini", sætkartöflukrókettur, maís og rósmarín gljái. eða Kjúklingabringa "Pakkhús fried chicken", kartöflutvenna og heimagerð barbeque sósa. Eftirréttur: Pecanbaka með volgri karamellu, heimagerður heslihnetuís og grænepla sorbet. Verð: Tónleikar og matur kr. 5.900,Tónleikar kr. 1.000,Vinsamlegast pantið borð í síma 478-2280 eða á pakkhus@pakkhus.is

Eystrahorn

Góð ferð hjá fimleikadeild Sindra

Stúlkur úr fimleikadeild Sindra héldu á Íslandsmót unglinga í hópfimleikum helgina13.-15. febrúar. Alls fór 22 stúlkur en um 800 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Stúlkurnar kepptu í 4. flokki eða 10-11 ára og í 3. flokki eða 12-13 ára. Í 4. flokki var skipt niður í 3 deildir þ.e.a.s. a, b og c. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4. flokk c með glæsibrag. Í 3. flokki voru 2 deildir a og b, flokkurinn stóð sig vel og lenti í 4. sæti af 10 liða b deild. Þessi frammistaða undirstrikar hversu gott starf unnið er hjá fimleikadeildinni og með tilkomu nýrra áhalda. Betur má ef duga skal og er fimleikadeildin alltaf að reyna bæta aðstöðu sína með fleiri áhöldum sem eru milljóna virði. Með tilkomu nýrra og endurbættari áhalda nálgumst við í hægum skrefum aðstöðu “stærri liðanna” sem eru flest komin með sér fimleikahús. Mikil gróska er í hópfimleikum á Íslandi og það virðist vera að fimleikahúsin spretti upp á hverju ári alls staðar um landið, 2014 hjá Fylki Árbæ, 2015 hjá Fjölni í Grafarvogi og 2016 hús nr. 2 hjá Gerplu í Kópavogi. Næst á döfinni hjá fimleikadeild Sindra er Íslandsbankamótið í stökkfimi sem haldið verður á Egilsstöðum 7. mars, þar ætla 9 -16 ára stelpur og strákar að taka þátt. Síðan stefnum við að fara með strákana okkar á bikarmót í stökkfimi sem haldið verður á Seltjarnanesi 10.-12. apríl. Innanfélagsmót fimleikadeildar Sindra verður haldið15. apríl. Síðasta mótið verður á Egilsstöðum en þá er vormót í hópfimleikum 15.-17. maí og þangað ætlum við að senda 9-13 ára stúlkur. Síðan ætlum við að enda önnina á vorsýningu en hún verður auglýst síðar. Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra

Skráið ykkur sem fyrst í Knattspyrnuskóla Sindra sem verður um helgina. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er aðalleiðbeinandi ásamt öðrum frábærum þjálfurum. Aldur: 5., 4. og 3. fl. stúlkna og drengja. Skráning: Valdemar Einarsson sími 868-6865 eða sindri@hfn.is

Sjálfboðaliðar Enn vantar nokkra sjálfboðaliða í störf í kringum fótboltaskólann. Skráning sjálfboðaliða er á netfangið sindri@hfn.is. Margar hendur vinna létt verk. Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra


Eystrahorn

Fimmtudagur 26. febrúar 2015

Félagsvist í Ekru Þriðja og síðasta spilakvöldið verður fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00 í Ekrusalnum. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síðan heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. Aðgangseyrir 1000 kr. fyrir hvert kvöld, kaffiveitingar innifaldar. Allir velkomnir

Útboð Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „RÁÐHÚS YTRA BYRÐI – GLUGGAR OG KLÆÐNING“ Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum. Verkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verklýsingu ásamt þeim gögnum sem þar er vísað til.

Lauslegt yfirlit yfir verkið Verkið felst í utanhússbreytingum. Eldri klæðning á þriðju hæð er rifin af og lokið við klæðningu á húsinu. Nýtt gler, að hluta með loftræsilistum úr áli og ný opnanleg fög verða sett í glugga þriðju hæðar. Þá er settur upp flóttastigi við suðurgafl.

Stærðargráða verksins :

• Rif á klæðningu 100 m2 • Endurglerjun, opnanleg fög 9 stk. • Endurglerjun, gluggar 19 stk. • Endurglerjun, álristar 29 stk. • Álklæðning úti - 340 m2

Skil og opnun tilboðs Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 19. mars kl. 14:00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði og verða þau opnuð samtímis. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi. Tilboði skal skilað í lokuðu umslagi merktu bjóðanda og með eftirfarandi utanáskrift : RÁÐHÚS YTRA BYRÐI GLUGGAR OG KLÆÐNING Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með 25. febrúar 2015 gegn 5.000 kr. greiðslu. Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin rafrænt á vef Sveitarfélagsins Hornafjarðar http://www.hornafjordur.is/stjornsysla án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is - Vinsamlegast takið fram um hvaða gögn er verið að biðja. Frekari fyrirspurnir skal senda á: bjorni@hornafjordur.is

www.eystrahorn.is

Sveitarfélag Hornafjarðar óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður Staða atvinnu- og ferðamálafulltrúa Starfsvið: • Gerð áætlana og stefnumótun í tengslum við ferðamál, framkvæmd þeirra og úrvinnsla, eftirfylgni og kostnaðareftirlit í samráði við atvinnumálanefnd og aðrar nefndir sveitarfélagsins.Ráðgjöf til forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins vegna samþykktrar stefnu bæjarstjórnar í atvinnu- og ferðamálum. Viðkomandi er jafnframt tengiliður sveitarfélagsins við atvinnulífið og stoðstofnanir þess. • Vinna við sérstök atvinnu- og ferðamálatengd verkefni, yfirumsjón með samskiptum við félagasamtök, fyrirtæki og sjálfstæðar stofnanir á sviði atvinnu- og ferðamála auk annarra fjölbreytilegra verkefna. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með háskólamenntun á sviði ferðamálafræði eða sambærilegt nám, en menntun á mannauðs- og/eða atvinnulífssviði, að auki er kostur. Marktæk reynsla og þekking á skipulagi ferðamála er skilyrði auk reynslu og staðkunnrar þekkingar á atvinnulífinu. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleika í samstarfi, hæfni í mannlegum samskiptum, tölvulæsi og góða íslensku- og enskukunnáttu í ræðu og riti. Kostur er ef viðkomandi hafa góða þekkingu á svæðinu.

Staða fjármálastjóra Starfsvið: • Heildarumsjón með greiningu fjármálakosta sveitarfélagsins, greiningu á hagtölum og öðrum þáttum er varðar rekstur sveitarfélagsins og hefur áhrif á stöðu þess. Fjármálastjóri er jafnframt staðgengill bæjarstjóra í fjarveru hans. • Umsjón með fjárhagsáætlun í samvinnu við bæjarstjóra, stjórnsýslulegar úttektir og aðstoð við rekstrarúttektir, yfirumsjón með skilum á skýrslum, greinagerðum og öðru sem lög og reglur kveða á um í tengslum við fjárhag og bókhald sveitarfélagsins, yfirumsjón með bókhaldi auk annarra fjölbreyttra verkefna er heyra undir fjármálastjóra. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, rekstrarfræði eða með sambærilega háskólamenntun, en framhaldsnám á háskólastigi er æskileg. Haldbær þekking á stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg auk marktækrar reynslu úr atvinnulífinu. Áhersla er lögð á sjálfstæð og fagmannleg vinnubrögð, sveigjanleika og styrk í mannlegum samskiptum auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu í ræðu og riti. Umsækjendur þurfa vera töluglöggir og vel tölvulæsir,en góð bókhaldskunnátta er jafnframt nauðsynleg. Í boði eru áhugaverð framtíðarstörf í barnvænu umhverfi þar sem öll nútíma þægindi eru til staðar, næg atvinnutækifæri, gott tómstundar- og félagslíf í friðsælu og framsæknu bæjarfélagi. Laun verða í samræmi við kjarasamning launanefndar sveitarfélags og viðeigandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars nk. Gengið verður frá ráðningum fljótlega. Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is - sjá nánar www.stra.is . Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.


Markhönnun ehf

lambafile

m/fitu - ferskt

-20% 3.783

Kræsingar & kostakjör

áður 4.729 kr/kg

kjúklingabringur

danskar - 900g -

-21% 1.391

pítabuff

m/ 6 brauðum

-30% 944

áður 1.761 kr/pk

áður 1.349 kr/pk

fajita sósa

grísahakk

mild/med.- discovery

269

stjörnugrís

-40% 779

áður 299 kr/stk

organic pizzur

organic pizzur

398

498

áður 498 kr/stk

áður 598 kr/stk

margherita 340 g

2 teg. 340 g

súkkulaðibitakex x-tra 150g

áður 1.298 kr/kg

mango

ávöxtur vikunnar

-50% 245

áður 489 kr/kg

smoothie blöndur 3 teg. - 600g

169

497

áður 196 kr/stk

áður 599 kr/pk

Tilboðin gilda 26. feb. - 1. mars. 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.