Eystrahorn 8. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 26. febrúar 2015

8. tbl. 33. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

„Sólin sprungin og jörðin horfin!“

Sólin sprungin um miðbaug í janúar 2015

Síðastliðið sumar var sett upp líkan af sólkerfinu á Höfn á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Það er við göngustíg sem liggur frá Óslandshæð að golfvelli. Sólin er staðsett í Óslandinu, en reikistjörnurnar raða sér svo í réttum hlutföllum hvað varðar stærð og fjarlægð, hér og þar við göngustíginn. „Sólin“ sem sett var upp síðasta sumar var úr þunnu stáli og var kúlan fyllt með steypu, bæði til að halda henni á sínum stað og einnig

Jörðin – á sínum stað við Óslandshæð sumarið 2014

til að stálið héldi lögun sinni. Nú hefur það hins vegar komið í ljós að „sólin“ hefur ekki þolað veðrið og kuldann í vetur. Líklega hafa tveir samverkandi þættir átt hlut að máli. Steypan þanist lítið eitt út í frosti en stálið dregist einnig talsvert saman í frosti. Svo það kom sprunga á miðja kúluna og hún rifnaði í sundur. Nú er búið að panta nýja og endurbætta kúlu sem verður sett upp í stað núverandi sólar á sama stað. Svo „sólin“

Unga fólkið stendur fyrir sínu

Söngleikurinn Love me do sem er byggður á lögum Bítlanna hefur hitt í mark og yljar gömlum Bítlaaðdáendum um hjartarætur. Flutningur unga fólksins á tónlistinni, bæði söngur og hljóðfæraleikur, er virkilega

góður og ánægjulegt að sjá svona marga hæfileikaríka einstaklinga standa sig vel. Eins og fram kemur í auglýsingu í blaðinu eru fáar sýningar eftir og full ástæða til að hvetja fólk á öllum aldri að sjá sýninguna.

okkar verður betri en ný áður en langt um líður. Um nýliðna helgi kom svo í ljós að einhver hefur tekið líkanið af jörðinni, annað hvort að gamni sínu eða til láns. Þetta líkan er rennd kúla á enda málmstangar og er kúlan álíka stór og baun en stöngin um 20 cm á lengd. Við skorum eindregið á þann sem tók jörðina að skila henni aftur, annað hvort í pósthólf Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum eða á sinn stað.

Hjólareiðabærinn Höfn

Það dylst engum að hjólreiðar eru í sókn á Íslandi um þessar mundir. Það á ekki síst við um höfuðborgarsvæðið þar sem víða hafa verið stigin stór skref í þá átt að gera hjólreiðar að framtíðar samgöngukosti. En hver er staða hjólreiða á Höfn og eru hjólreiðar raunhæfur samgöngukostur í bænum? Davíð A Stefánsson landfræðingur ræðir stöðu hjólreiða á Íslandi í dag og varpar fram hugmyndinni um „hjólreiðabæinn Höfn“. Erindið verður flutt í hádeginu föstudaginn 27. febrúar kl. 12:30 í Nýheimum. Allir velkomnir Þekkingarsetrið Nýheimar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.