Eystrahorn 10. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 12. mars 2015

10. tbl. 33. árgangur

Vísindatorg í Nýheimum

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Gerum okkar besta þegar bregðast þarf við óvæntum atvikum

Föstudaginn 13. mars verður Menntalest Suðurlands á ferðinni í Nýheimum með vísindakynningu frá kl. 10:00 – 13:00. Markmið viðburðarins er að auka áhuga á raunvísindum.

Dagskrá kynningarinnar: Eðlisfræði Leikur að ljósi og hljóði, tilraunavísindi og óvæntar uppgötvanir. Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir, eðlisfræðinemi og starfsmaður Vísindasmiðju kynnir.

Efnafræði Efni í efnafræðing? Efnilegar blöndur leiða ýmislegt í ljós. Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við HÍ og forsprakki Sprengjugengisins kynnir.

Flugfélagið Ernir hefur nú þjónað okkur Hornfirðingum í átta ár. Almenn ánægja hefur ríkt með þjónustu þeirra. Vegna frétta af erfiðri veðráttu og samgöngum, jafnt í loft sem á jörðu og á sjó, lék ritstjóra forvitni að vita hvernig hljóðið væri í Ásgeiri Erni Þorsteinssyni sölu- og markaðsstjóra hjá flugfélaginu.

Erfitt tíðarfar

Forritun Frábær áskorun - forritun er málið. Martin Swift, eðlisfræðikennari og starfsmaður Vísindasmiðjunnar kynnir.

Jarðvísindi Hvað er að gerast undir fótunum á þér? Snæbjörn Guðmundsson, doktorsnemi og starfsmaður Vísindasmiðjunnar kynnir.

Stjörnufræði Horfðu til himins. Sólmyrkvar, árstíðir og fleira stjarnfræðilega skemmtilegt. Sævar Helgi Bragason kynnir.

Verkfræði Viltu smíða kappakstursbíl? Við hjálpum þér. Aðalheiður Guðjónsdóttir félagi í smíði kappakstursbíls (TeamSpark) kynnir. Nemendum, gestum og gangandi gefst tækifæri til að skoða, fikta, prófa og spyrja um forvitnilega hluti. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að líta við og kynna sér skemmtilega dagskrá.

Frá upphafi áætlunarflugs okkar, sem hófst í ársbyrjun 2007, hefur áætlunarflugið gengið mjög vel. Við fengum mjög góðar viðtökur frá íbúum svæðisins og öðrum sem nýta þurfa flugsamgöngur til og frá Hornafirði. Við fáum mjög gott umtal frá fólki og hvar sem maður kemur er þakkað fyrir góða þjónustu heilt yfir. Það er frábært að heyra það góða umtal sem við fáum og það ber að þakka. Þetta hvetur okkur til að gera betur og betur með hverjum deginum. Síðustu misseri hafa verið frekar erfið við að eiga sökum veðurfars. Veðurfarið hefur þau áhrif að aflýsa hefur þurft ferðum til næsta dags, frestanir hafa verið á flugum en ávallt höfum við reynt að hanga á hverju flugi eins og kostur er til að koma farþegum til og frá. Einnig höfum við flogið einstaka daga sem ekki eru áætlunardagar og þá reynt að koma til móts við farþega sem ekki komust leiðar sinnar sökum veðurs.

Óvænt sjúkraflug Eins og fólk var vart við síðasta mánudag þá þurfti að aflýsa morgunfluginu til Hornafjarðar. Ástæða þessa var að upp kom sjúkraflug með manneskju sem komast þurfti til Svíþjóðar í líffæraígræðslu. Slík flug koma upp nokkrum sinnum á ári og þarf að sinna þeim hið snarasta þar sem verið er að keppa við tímann við að koma sjúklingi undir læknishendur. Vegna þessa var eingöngu ein vél Flugfélagsins Ernis til taks til að sinna því flugi sem var þennan mánudag. Félagið hefur yfir að ráða þremur Jetstream flugvélum, og er ein þeirra ekki til taks næstu tvær vikurnar sökum stórrar mótoryfirhalningar á þremur mótorum. Slíkt yfirhal kemur upp á mótorum með um sex ára millibili og á þeim tíma myndast smá

millibilsástand þar sem svigrúm til að bregðast við óvæntum atvikum og neyðarflugum verður aðeins minna en flesta aðra daga.

Bjart framundan Útlitið fyrir þetta ár er mjög gott og gerum við ráð fyrir að auka farþegastreymi næstu mánuði. Farþegum í janúar og febrúar fækkaði aðeins milli ára en ástæðan er aðallega veðurfarsleg. Við lítum hins vegar framtíðina björtum augum og má ætla að sumarið verði það stærsta frá upphafi. Þess má geta að búið er að ganga frá mjög stórum samningi við erlenda ferðaskrifstofu um 48 flug næsta sumar frá júní-ágúst og er þetta hrein viðbót við allt sem fyrir var.

Ánægðir með launþegasamninginn Fyrir tæpu einu og hálfu ári gerðum við samning við launþegasamtök um verð á farmiðum. Við vildum reyna hvað við gátum að gera flug eftirsóttara hjá almenningi og gera fólk meðvitaðra um hversu nauðsynlegt og þægilegt flug er sem almenningssamgöngur. Viðtökurnar leyndu sér ekki og erum við að sjá fólk fljúga sem ekki flaug áður og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð. Þetta gerir fólki kleift að fljúga frekar en keyra og er þetta ekkert annað en kjarabót fyrir einstaklinga sem þurfa að ferðast á eigin vegum.

Góð samskipti við heimamenn Við hjá Flugfélaginu Erni munum halda áfram að veita góða og persónulega þjónustu á flugi til Hornafjarðar. Það góða samstarf sem við eigum við fyrirtæki og stofnanir fyrir austan og það jákvæða viðhorf fólks í okkar garð drífur okkur áfram í að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Við vonumst til að sjá sem flesta á flugi með okkur í framtíðinni og vonum að þið njótið flugsins með okkur. Góða ferð.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.