Eystrahorn Fimmtudagur 12. mars 2015
10. tbl. 33. árgangur
Vísindatorg í Nýheimum
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Gerum okkar besta þegar bregðast þarf við óvæntum atvikum
Föstudaginn 13. mars verður Menntalest Suðurlands á ferðinni í Nýheimum með vísindakynningu frá kl. 10:00 – 13:00. Markmið viðburðarins er að auka áhuga á raunvísindum.
Dagskrá kynningarinnar: Eðlisfræði Leikur að ljósi og hljóði, tilraunavísindi og óvæntar uppgötvanir. Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir, eðlisfræðinemi og starfsmaður Vísindasmiðju kynnir.
Efnafræði Efni í efnafræðing? Efnilegar blöndur leiða ýmislegt í ljós. Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við HÍ og forsprakki Sprengjugengisins kynnir.
Flugfélagið Ernir hefur nú þjónað okkur Hornfirðingum í átta ár. Almenn ánægja hefur ríkt með þjónustu þeirra. Vegna frétta af erfiðri veðráttu og samgöngum, jafnt í loft sem á jörðu og á sjó, lék ritstjóra forvitni að vita hvernig hljóðið væri í Ásgeiri Erni Þorsteinssyni sölu- og markaðsstjóra hjá flugfélaginu.
Erfitt tíðarfar
Forritun Frábær áskorun - forritun er málið. Martin Swift, eðlisfræðikennari og starfsmaður Vísindasmiðjunnar kynnir.
Jarðvísindi Hvað er að gerast undir fótunum á þér? Snæbjörn Guðmundsson, doktorsnemi og starfsmaður Vísindasmiðjunnar kynnir.
Stjörnufræði Horfðu til himins. Sólmyrkvar, árstíðir og fleira stjarnfræðilega skemmtilegt. Sævar Helgi Bragason kynnir.
Verkfræði Viltu smíða kappakstursbíl? Við hjálpum þér. Aðalheiður Guðjónsdóttir félagi í smíði kappakstursbíls (TeamSpark) kynnir. Nemendum, gestum og gangandi gefst tækifæri til að skoða, fikta, prófa og spyrja um forvitnilega hluti. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að líta við og kynna sér skemmtilega dagskrá.
Frá upphafi áætlunarflugs okkar, sem hófst í ársbyrjun 2007, hefur áætlunarflugið gengið mjög vel. Við fengum mjög góðar viðtökur frá íbúum svæðisins og öðrum sem nýta þurfa flugsamgöngur til og frá Hornafirði. Við fáum mjög gott umtal frá fólki og hvar sem maður kemur er þakkað fyrir góða þjónustu heilt yfir. Það er frábært að heyra það góða umtal sem við fáum og það ber að þakka. Þetta hvetur okkur til að gera betur og betur með hverjum deginum. Síðustu misseri hafa verið frekar erfið við að eiga sökum veðurfars. Veðurfarið hefur þau áhrif að aflýsa hefur þurft ferðum til næsta dags, frestanir hafa verið á flugum en ávallt höfum við reynt að hanga á hverju flugi eins og kostur er til að koma farþegum til og frá. Einnig höfum við flogið einstaka daga sem ekki eru áætlunardagar og þá reynt að koma til móts við farþega sem ekki komust leiðar sinnar sökum veðurs.
Óvænt sjúkraflug Eins og fólk var vart við síðasta mánudag þá þurfti að aflýsa morgunfluginu til Hornafjarðar. Ástæða þessa var að upp kom sjúkraflug með manneskju sem komast þurfti til Svíþjóðar í líffæraígræðslu. Slík flug koma upp nokkrum sinnum á ári og þarf að sinna þeim hið snarasta þar sem verið er að keppa við tímann við að koma sjúklingi undir læknishendur. Vegna þessa var eingöngu ein vél Flugfélagsins Ernis til taks til að sinna því flugi sem var þennan mánudag. Félagið hefur yfir að ráða þremur Jetstream flugvélum, og er ein þeirra ekki til taks næstu tvær vikurnar sökum stórrar mótoryfirhalningar á þremur mótorum. Slíkt yfirhal kemur upp á mótorum með um sex ára millibili og á þeim tíma myndast smá
millibilsástand þar sem svigrúm til að bregðast við óvæntum atvikum og neyðarflugum verður aðeins minna en flesta aðra daga.
Bjart framundan Útlitið fyrir þetta ár er mjög gott og gerum við ráð fyrir að auka farþegastreymi næstu mánuði. Farþegum í janúar og febrúar fækkaði aðeins milli ára en ástæðan er aðallega veðurfarsleg. Við lítum hins vegar framtíðina björtum augum og má ætla að sumarið verði það stærsta frá upphafi. Þess má geta að búið er að ganga frá mjög stórum samningi við erlenda ferðaskrifstofu um 48 flug næsta sumar frá júní-ágúst og er þetta hrein viðbót við allt sem fyrir var.
Ánægðir með launþegasamninginn Fyrir tæpu einu og hálfu ári gerðum við samning við launþegasamtök um verð á farmiðum. Við vildum reyna hvað við gátum að gera flug eftirsóttara hjá almenningi og gera fólk meðvitaðra um hversu nauðsynlegt og þægilegt flug er sem almenningssamgöngur. Viðtökurnar leyndu sér ekki og erum við að sjá fólk fljúga sem ekki flaug áður og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð. Þetta gerir fólki kleift að fljúga frekar en keyra og er þetta ekkert annað en kjarabót fyrir einstaklinga sem þurfa að ferðast á eigin vegum.
Góð samskipti við heimamenn Við hjá Flugfélaginu Erni munum halda áfram að veita góða og persónulega þjónustu á flugi til Hornafjarðar. Það góða samstarf sem við eigum við fyrirtæki og stofnanir fyrir austan og það jákvæða viðhorf fólks í okkar garð drífur okkur áfram í að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Við vonumst til að sjá sem flesta á flugi með okkur í framtíðinni og vonum að þið njótið flugsins með okkur. Góða ferð.
Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is
2
Fimmtudagur 12. mars 2015
Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is
Sunnudaginn 15. mars á blús- og rokkhátíð. Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Blúsarar taka þátt í messunni.
Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum. Prestarnir
Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 15. mars Messa kl. 14:00
Aðalfundur Bjarnanessóknar verður haldinn í kirkjunni eftir messu. Sóknarnefndin og prestarnir
Samúðarkort Hafnarkirkju
eru til afgreiðslu hjá: Ástu Sveinbjörnsdóttur í sími 478-1479 / 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í sími 478-1646 / 864-4246
Eystrahorn
Andlát
Hugi Einarsson Hugi Einarsson var fæddur á Höfn 14. febrúar 1965. Hann lést á heimili sínu 4. mars síðastliðinn. Foreldrar Huga eru Unnur Kristjánsdóttir frá Einholti f. 8. febrúar 1923 og Einar Sigurjónsson frá Brunnhól f. 4. ágúst 1920. d. 15. júlí 2004. Hugi ólst upp á Lambleiksstöðum á Mýrum yngstur í fimm systkina hópi. Systkini Huga eru: Steinþór f. 19. janúar 1949, Sigurjón f. 12. mars 1950, Rannveig f. 24. janúar 1956 og Kristján f. 12. nóvember 1957. Eftirlifandi kona Huga er Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir f. 24. nóvember 1977. Saman eiga þau þrjú börn, Unnar Frey f. 6. febrúar 2003, Vigdísi Dröfn f. 28. apríl 2006 og Kristján Darra f. 30. júní 2014. Einnig á Hugi son frá fyrra sambandi, Örvar f. 1. október 1987. Eiginkona Örvars er Elín Dögg Haraldsdóttir. Börn þeirra eru: Haraldur Aron f. 1. júní 2011 og Brynja Sif f. 10. júlí 2013. Hugi stundaði ýmsa verkamannavinnu til sjós og lands en síðastliðin 15 ár hafa þau Hugi og Sigrún rekið saman fyrirtæki um rekstur tjaldsvæðis og smáhýsagistingu á Höfn. Hugi var ástríkur fjölskyldumaður, hugulsamur og sannur vinur vina sinna. Þökkum auðsýnda samúð. Útför Huga fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 21. mars næstkomandi.
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í Ekru
Sóknarnefnd Hafnarsóknar
Hafnarsókn - Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar verður að lokinni messu sunnudaginn 15. mars kl. 12:00 á Hótel Höfn. Venjuleg aðalfundarstörf ásamt umræðu um afmælisár Hafnarkirkju en 50 ár verða liðin frá vígslu hennar á næsta ári. Boðið verður uppá súpu og meðlæti á fundinum.
Félagsvistin hefst í kvöld kl. 20:00. Fyrsta kvöldið af þremur. Samverustundin er á morgun föstudag kl. 17:00. Samkórinn kemur í heimsókn. Stjórnandi er Kristín Jóhannesdóttir. Söngur glens og gaman. Dansiball með vöfflukaffi er á sunnudaginn 15. mars kl. 16:30. Hilmar og fuglarnir leika fyrir dansinum. Endilega mætið í dansinn og rjómavöfflurnar !
Sóknarnefnd Hafnarsóknar Til sölu góður fjölskyldubíll
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Hyundai Trajet. Árgerð 2007. Nýskráður 3/2007. 5 dyra – 7 manna. Ekinn 173 þús. km. Bensín. Sjálfskiptur. Grár. Verð 590 þús. kr. Upplýsingar Sævar s. 899-0569
Óska eftir íbúð til leigu Fimm manna fjölskylda auglýsir eftir 3-4 herbergja íbúð eða húsi til leigu á Höfn. Greiðslum heitið og reglusemi. Upplýsingar veitir Davíð í síma 852 8820 og david@nyheimar.is
Eystrahorn
Fimmtudagur 12. mars 2015
Áskorun
Stöndum saman
3
Frá Ferðafélaginu
Eitt fjall í mánuði Laugardaginn 14. mars
Hálsatindur 860 m eða léttari ganga Selgil-Miðháls-Bólstaðarfoss 480 m hækkun á Mýrum. Lagt af stað kl. 9:00 frá tjaldstæðinu og sameinast í bíla. Ekið að Heinabergsjökli þar sem gangan hefst um kl.10:00. Eins og fram hefur komið þá er búið að stofna hollvinasamtök með það að markmiði að styðja við og styrkja starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði eins og stofnunin heitir í dag eftir sameiningu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ákveðið var á fundi stjórnar hollvinasamtakanna að fyrsta verkefni samtakanna verði að taka þátt í fjársöfnun til kaupa á nýju ómtæki fyrir heilsugæsluna. Hér er um afar mikilvægt framfaraspor að ræða sem gagnast muni íbúum og starfsfólki vel. Læknar í dag eru farnir að líta á ómtæki sem framlengingu á hlustunarpípunni og sem nauðsynlegt tæki til greiningar og við meðferð á ýmsum sjúkdómum s.s. snemmsónar, kanna legu fósturs á meðgöngu, greina blæðingu í kviðarholi og gollurhúsi, greina loftbrjóst eða blóð í brjóstholi, finna æðar fyrir æðaleggi og ýmislegt annað sem ekki þarf sérfræðikunnáttu til.
Léttir göngubroddar nauðsynlegir, léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður. Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veðurútlit og aðstæður.
Tækið, sem ætti að vera hluti stofnbúnaðar en er það ekki, kostar um 5 miljónir króna. Vegna þess var ákveðið að hrinda af stað almennri fjársöfnun til kaupa á tækinu.
Frekari upplýsingar gefur Ragna Pétursdóttir 662-5074
Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni hssa.is. Íbúar héraðsins hafa gegnum tíðina sýnt samstöðu í mikilvægum verkefnum og nú skorum við á þá og aðra velunnara að taka myndarlegan þátt í þessu verðuga verkefni. Söfnunarreikningur í Sparisjóðnum er 1147-15200513 og kennitalan 430796-2169. Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði
Skorum á starfsfólk Rafhorns og Málningarþjónustu Hornafjarðar að fjölmenna í þessa ferð. Ferðatími á tindinn er um 6 - 7 klst. en um 5 klst. léttari gönguna. Verð 1000- kr. fyrir 18 ára og eldri. Séu hundar með skal hafa ól meðferðis. Allir velkomnir.
Hitum upp fyrir Blúshátíð á Humarhöfninni
laugardaginn 14. mars frá 17:00-21:00.
Blús-Matseðill Forréttur: Parmaskinka með geitaostssósu og basilíku á ristuðu brauði Aðalréttur: Blandaðir heilir humarhalar grillaðir í smjöri, hvítlauk og Svartagaldri.
Sjávarþorpið Höfn heldur áfram Nýheimar fimmtudaginn 12. mars kl.15:00 – 17:00. Allir sem hafa áhuga á að bæta Höfn sem áfangastað og búsetukost eru hvattir til að mæta Nánari upplýsingar veita: Árdís Erna Halldórsdóttir, ardis@visitvatnajokull.is Fanney Björg Sveinsdóttir, fanney@sudurland.is
Eftirréttur: Míní-pavlova
Verð 5.900 kr. Blús-félagarnir Birkir Þór og Þorkell Ragnar munu svo blúsa fyrir matargesti. Borðapantanir í síma 478-1200/846-1114 eða í tölvupósti á info@humarhofnin.is
4
Fimmtudagur 12. mars 2015
Aukaæfingar í fótbolta
Aðalfundur UMF Mána
Æfingarnar eru fyrir 5 flokk og uppúr og eru fyrir bæði kyn.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og breytingar á lögum félagsins.
Föstudaginn 13 mars byrja aukaæfingar yngri flokka Sindra í Bárunni.
Æfingin hefst kl. 6:45 að morgni og verða svo líka á miðvikudögum á sama stað og sama tíma.
Eystrahorn
verður haldinn þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00 í Mánagarði.
Léttar veitingar í boði.
Þjálfari er Nihad Hasecic (Cober). Þessar æfingar eru tilvaldar fyrir þá sem vilja ná aðeins lengra og eru þessar æfingar gjaldfrjálsar.
Körfubolti - meistaraflokkur karla
Sindri – Leiknir R.
Kl. 16:30 laugardaginn 14. mars í íþróttahúsinu. Mætum öll og styðjum Sindra
Til Sölu Tilboð óskast í fasteignina Tilboð óskast í hluta fasteignarinnar Vestmannabraut 22 Vestmannaeyjum. Silfurbraut 5, Hornafirði. 1577415817 - Vestmannabraut eignarhluti Íslandspósts – Silfurbraut22,5,Vestmannaeyjum Hornafirði, eigandi Ríkissjóður Íslands.hf.
Vorslátrun 24. mars
Vorslátrun sauðfjár hjá Norðlenska Höfn mun fara fram 24. mars. Þeir sem hafa áhuga á að slátra vinsamlegast hafið samband við Magnhildi á Höfn í síma 8408870 magnhildur@nordlenska.is eða Svölu á Akureyri í síma 460-8855. svalas@nordlenska.is
Starfsfólk óskast
í sumarstörf hjá HSU Hornafirði Legudeildir: Sjúkraliðar og ófaglærðir við umönnun. Einnig félagsstörf og ræsting, vaktavinna. Upplýsingar gefur Björg Sigurjónsdóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470 8630 eða netfang bjorg@hssa.is.
Um er að ræða steinsteypt einbýlishús á einni hæð sem stendur á fallegri gróinni 750 m² lóð. Um er að ræða afgreiðsluhúsnæði, vinnusal, skrifstofuhúsnæði,
Húsið er samtals 177,4 og m²,snyrtingar byggt árið á1973. 138,2 herbergjum m², með í kaffistofur, geymslur 1. ogÍbúðin 2. hæðerásamt þremur svefnherbergjum og bílskúrstærð er 39,2 m². Húsið klætt að utan með kjallara og hlutdeild í sameign, samtals 823,9erm², samkv. Þjóðskrá Steniplötum. Íslands - fasteignaskrá, ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1950. Brunabótamat er kr. 156.350.000,- og
Brunabótamat eignarinnar er kr. 40.500.000,fasteignamat er kr. 48.550.000,- Húsnæðið þarfnast gagngerra endurog fasteignamat er kr. 21.750.000,-
Heilsugæsla: Sjúkraliðar í umönnun í heimahjúkrun, ritari og ræsting á heilsugæslu. Einnig starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslusviði í síma 470 8600 eða netfang ester@hssa.is Aðstoðarmaður húsvarðar: Fjölbreytt starf við umhirðu lóðar, almennt viðhald og ýmislegt fleira. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar gefur Andrés Júlíusson húsvörður í síma: 861 8452 eða netfang: andres@hssa.is
í samráðiverður við Sigríði Diljá Magnúsdóttur síma 481 1002hjá ogSýslumanninum Ríkiskaup, Húseignin til sýnis í samráði við Egil íBenediktsson 105 Reykjavíkí ísíma síma892 5309358. 1400. á Borgartúni Suðurlandi á7,skrifstofutíma
Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu heilbrigðisstofnunarinnar, www.hssa.is og í afgreiðslu heilsugæslunnar. Hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um.
Gögnin eru einnig aðgengileg heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboðseyðublöð liggja frammi hjááofangreindum aðila og hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og
Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga.
bóta en það verður til afhendingar í lok maí. Húseignin verður til sýnis
útfyllingu á tilboðseyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann þann 27. janúar 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er 25. mars 2015 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. þess óska.
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2015.
Eystrahorn
Fimmtudagur 12. mars 2015
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags A-Skaft. Fundurinn verður fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu. - Venjuleg aðalfundarstörf. - Nýir félagsmenn velkomnir. Stjórnin
Humarhátíð 2015 Sveitarfélagið Hornafjörður óskar er eftir áhugasömum félagasamtökum til að taka að sér Humarhátíð.
5
Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar AFLs
Starfsgreinafélags verður haldinn mánudaginn 23. mars kl. 18:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði. Hafið samband við næstu skrifstofu varðandi skipulag ferða á fundinn.
Dagskrá: 1. 2. 3. 4.
Skýrsla formanns Kjör stjórnar Kjaramál Önnur mál
AFL Starfsgreinafélag Iðnaðarmannadeild
Áhugasamir sendi umsókn á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is fyrir klukkan 16:00 þann 22. mars. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar
Auglýsing um lýsingu deiliskipulag við Hafnarsvæði Óslandi Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 9. mars 2015 að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi Höfnina og Ósland skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing að deiliskipulagstillögu felur í sér eftirfarandi m.a.; • Að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu • Að ákveða landnotkun og fyrirkomulag þar sem hafnarvog er nú • Að gera grein fyrir fráveitu og áhrifum hennar á umhverfi og lífríki Lýsing ásamt fylgigögnum verður til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 12. mars til 25. mars 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins http://hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Tillagan verður kynnt í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnabraut 27 Höfn þann 7. apríl kl. 13:00. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila athugasemd er til 25 . mars 2015 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka Netaloftið við hlið Miklagarðs í fóstur Við höfnina hefur verið lagður grunnur að endurgerð elstu byggðarinnar á Höfn. Þar eru áhugaverðir möguleikar á uppbyggingu í þjónustu við ferðamenn, í sambýli söguminja og nútíma atvinnuhátta – í heillegri þyrpingu gamalla húsa og endurgerða. Sveitarfélagið óskar eftir því að áhugasamir aðilar taki Netaloftið við Miklagarð í fóstur og geri nauðsynlegar endurbætur á húsinu með það að markmiði að húsið haldi sínu útliti og einkennum og að fá starfsemi í húsið sem samrýmist hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Leigusamningur við leigutaka verður gerður til langs tíma. Við upphaf og lok leigutíma verður gert verðmat á eigninni sem notast verður við þegar eigninni verður skilað til sveitarfélagsins. Gera þarf töluverðar endurbætur á húsinu áður en að starfsemi getur farið þar fram. Nýlega ástandsskýrslu um húsið er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á Björn Imsland umsjónarmann eigna sveitarfélagsins: bjorni@hornafjordur.is. Skila skal inn greinargerð um fyrirhugaða notkun á húsinu, tímasetta framkvæmdaáætlun og upplýsingum um heildar fjármögnun verksins fyrir kl. 14:00 föstudaginn 15. maí í Ráðhús sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27 eða með tölvupósti á netfangið: tomasellert@hornafjordur.is merkt „Netaloftgreinargerð“. Tækni- og umhverfissvið
6
Fimmtudagur 12. mars 2015
Raunfærnimat á hestabraut
Eystrahorn
Starfsmenn vantar í sumarafleysingar Eimskip á Höfn vantar tvo starfsmenn til sumarafleysinga. - Meiraprófsbílstjóra frá 1. maí til 31. október - Minnaprófsbílstjóra frá 15. maí til 31. ágúst. Lyftararéttindi æskilegt en ekki nauðsyn. Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107. Útibú Lyfju hf. Höfn
Sumarstarf / framtíðarstarf Sala- og afgreiðsla - Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni með ríka þjónustulund í sölu- og afgreiðslustarf. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Vinnutíminn er frá 10:00-18:00 virka daga. Á myndinni sjáum við Snæbjörgu Guðmundsdóttur sem útskrifaðist úr raunfærnimati á hestabraut í janúar s.l. Á myndinni sést hún ásamt syni sínum við hesthúsið í Lækjarhúsum með útskriftargögn úr matinu. Raunfærnimat á hestabraut fór fram á Suðurlandi á tímabilinu nóv.-jan. Alls tóku 17 einstaklingar þátt í matinu sem heppnaðist vel. Fræðslunetið, símenntun á Suðurlandi óskar Snæsu innilega til hamingju.
BLÚSDJAMM
Um er að ræða afleysingu í sumar en möguleiki á áframhaldandi ráðningu að afleysingu lokinni. Nánari upplýsingar veitir Hanný Pétursdóttir, lyfjafræðingur (hanny@lyfja.is) s:478-1224
Atvinna
Laugardaginn 14. mars kl. 15-17. verður haldið blúsdjamm í Vöruhúsinu. Frítt inn. Allir velkomnir að spila með.
Óskum eftir ábyrgri og góðri manneskju til að taka að sér umsjón með Kaffiteríunni við Jökulsárlón.
www.voruhushofn.is
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Viðkomandi þarf að sýna gott frumkvæði, ábyrgð og góða stjórnun. Þarf að geta unnið vel með fólki og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 478-2222 eða á e-mail oddny@jokulsarlon.is
Eystrahorn
Fimmtudagur 12. mars 2015
Groddaveisla Hin árlega groddaveisla Kiwanisklúbbsins Óss verður í Nýheimum 14. mars. Húsið opnar kl 19:00. Málverkauppboð til góðgerðarmála, blúsmúsik, vinningar dregnir út úr númeruðum miðum. Gamanmál og gaman saman. Boðið verður upp á hlaðborð með söltuðu spikfeitu hrossa- og sauðakjöti og grillaðu hvalkjöti. Þetta verður borið fram með Seljavallakartöflum, rófum, uppstúf og öðru meðlæti.
Styrkið styrktarsjóð Óss.
7
Pizzatilboð Föstudag, laugardag og sunnudag frá kl 18:00 16“ Pizza með þremur áleggstegundum Kr. 1990.- ef sótt er.
Verð aðeins kr 4.000 Miðapantanir í síma 478-1300 eða martolvan@martolvan.is
PÓKER 2.500kr.- “Tvöfaldur séns” hefst á slaginu kl. 20:00. Mótið fer fram í kjallara Pakkhússins. Hægt er að komast inn í mót fram að hlé eða um kl. 21:00. Húsið opnar kl. 19:00 og kennsla og upprifjun í boði. Frítt kaffi fyrir spilara. Sími 647- 4474 facebook.com/pkhofn
Sími 478-2200
Málverkasýning Óskars Guðnasonar í kaffistofu Domus Medica verður opin til 15. mars. Opið virka daga frá kl. 8:00 - 19:00. Olíu- og akrýlmálverk sem máluð hafa verið á síðastliðnum 2 - 3 árum.
Fab Lab Námskeið Boðið verður upp á 12 tíma Fab Lab námskeið í apríl og maí. Kennd verða undirstöðuatriði teikniforritsins Inksckape. Með Inkscape er hægt að vinna myndir fyrir vínylskera, laserskera viðarfræsara. Kennt verður á stýringar helstu tækja Fab Lab smiðjunnar. Sýndir verða möguleikar á því hvernig hægt er að nýta smiðjuna á fjölbreyttan hátt í nýsköpun, handverki, fatahönnun og listum.
Námskeiðið er fyrir alla, engin krafa um reynslu í notkun teikniforrita.
Dagsetningar námskeiðs Kennt verður á þriðjudögum kl.17:00 - 20:00 dagana: 14. - 21. - 28. apríl og 5. maí. Verð: 15.000,- fyrir utan efniskostnað: Skráning hjá Vilhjálmi í Vöruhúsinu.
MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI
8
Fimmtudagur 12. mars 2015
Sumarhús eða orlofsíbúðir óskast Stórt starfsmannafélag á Reykjarvíkursvæðinu óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið starfsmannafelag19@gmail.com fyrir 20. mars 2015. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, fjöldi svefnplássa og byggingaár. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Nauðsynlegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað.
Eystrahorn
Fermingartilboð Valhöll 5 svæðisskipt heilsudýna, pokagormakerfi, gæðabólstrun. Verð með Pu-leðurbotni og fótum
120x200 cm aðeins kr. 89.900-. Tökum niður pantanir, væntanleg sending til landsins í lok mars. Vorum að taka upp falleg rúmföt frá Lín design. Einnig fást hjá okkur vinsælu úrin frá David Wellington.
Húsgagnaval
Lista– og handverkskonur í
Hornafirði ! Hornafjarðarsöfn auglýsa eftir þátttakendum á sýningu lista– og handverkskvenna í
Hornafirði vegna 100 ára kosningarafmælis kvenna. Sýningin er sett upp til þess að sýna lista– og handverk í nútíma eftir hornfirskar listakonur og verður í júní 2015 í Listasafni Svavars Guðnasonar. Þær sem hafa áhuga á að vera með, vinsamlegast hafið samband við okkur á ingibjorglp@hornafjordur.is og/eða vala@hornafjordur.is fyrir 25.mars 2015.
Menningarverðlaun og menningarstyrkir verða veittir 13. mars kl.16:00 við hátíðlega athöfn í Nýheimum. Við
hvetjum alla styrkþega að mæta og veita styrkjunum viðtöku. Menningarstyrkhafar Hornafjarðar 2014 eru: Gleðigjafar
Samkór Hornafjarðar
Lúðrasveit Hornafjarðar
Leikfélag Hornafjarðar
Hornfirska Skemmtifélagið
Kvennakór Hornafjarðar
Blús– og rokkklúbbur Hornafjarðar
Karlakórinn Jökull
Stakir Jakar
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði,
Menningarmálanefnd Hornafjarðar
18. MARS MIÐ, 21:00 HÖFN SINDRABÆR (FÉLAGSHEIMILI)
19. MARS FIM, 21:00 EGILSSTAÐIR VALASKJÁLF FORSALA HAFIN Á TIX.IS MIÐAVERÐ 3.000 KR
Markhönnun ehf
burrito krydd
tortilla flögur plain/chili/osTa Verð áður 199,-
159,-
ídýfur
osTa 300 gr Verð áður 359,-
ídýfur
salsa 315 gr Verð áður 339,-
271,-
287,-
taco skeljar
40 gr Verð áður 169,-
Kræsingar & kostakjör
tortillas 4 stk 24 cm Verð áður 279,-
223,-
tacosósur
135,-
mild/med/hoT 225 gr Verð áður 249,-
199,-
135 gr Verð áður 299,20 cm Verð áður 299,-
239,-
tortillas heilhveiti 4 stk 24 cm Verð áður 339,-
271,-
239,-
tortillas 8 stk
sósa f. vefjur 225 gT Verð áður 249,-
199,-
ídýfur
guacamole 300gr Verð áður 379,-
303,-
20% afsláttur
af Casa Fiesta vörum! kjúklingabringur
danskar/frosnar - 900g
-21% áður1.391 1.761 kr/pk
Tilboðin gilda 12. – 15. mars 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.