Eystrahorn 11. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 19. mars 2015

11. tbl. 33. árgangur

Sólmyrkvinn 20. mars 2015

Myndin er samsett til að sýna atburðarás sólmyrkva sem sást m.a. frá Tyrklandi 29. mars 2006. Tunglið fór að hylja sólina hægra megin frá svo horfa ætti á myndina frá hægri til vinstri. Meðan tunglið hylur einungis hluta af sólinni er myrkvinn svonefndur deildarmyrkvi. Í almyrkvanum sjálfum birtist sólkórónan og ýmis önnur fyrirbrigði. Séð frá Höfn í Hornafirði hylst 99,4% sólar svo það munar einungis hársbreidd að um almyrkva sé að ræða. Ljósmyndir Snævarr Guðmundsson.

Sólmyrkvi verður sjáanlegur frá Íslandi, að morgni þann 20. mars 2015. Á þeim tíma á sér stað almyrkvi í hafinu austan Íslands, og sem verður sjáanlegur m.a. frá Færeyjum og Svalbarða. Eins og heitið gefur til kynna hylur tunglið sólina alla í almyrkva. Skugginn er hins vegar afmarkaður og utan hans sjá athugendur svonefndan deildarmyrkva. Þá hylst sólin ekki öll að baki tunglinu. Litlu munar þó og frá Hornafirði séð mun 99,4% sólar verða hulinn þegar myrkvinn nær hámarki. Greinargóðar skýringar á þessum atburði og sólmyrkvum almennt finnast í Almanaki Háskóla Íslands og vefsíðu þess, http://almanak.hi.is/myrk2015. html, og Stjörnufræðivefnum, http://www. stjornufraedi.is. Atburðarásin er sú, séð frá Höfn í Hornafirði, að kl. 8:39 fer tunglið að ganga inn á skífu sólar hægra megin. Myrkvinn er mestur um klukkustund síðar,

kl. 09:40 og síðan lýkur myrkvanum um kl. 10:43. Við hvetjum fólk til að fylgjast með. Búast má við nokkru rökkri um tíma, jafnvel þó myrkvinn sjáist ekki vegna skýja. Fólk er þó

Almyrkvi 29. mars 2006. Sólkórónan og sólstrókar frá yfirborði sólar sjáanlegir. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.

varað við að horfa beint á sólina án sérstakra gleraugna, vegna mikillar hættu á alvarlegum augnskaða. Í tilefni þessa atburðar ákvað Náttúrustofa Suðausturlands í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnaness að gefa nemendum og öllu starfsfólki í Grunnskóla Hornafjarðar og Kirkjubæjarskóla svokölluð sólmyrkvagleraugu. Rafsuðugler er einnig nýtilegt eða filma en vissa þarf að vera fyrir að það hleypi ekki hættulegum geislum í gegn. Fyrir utan gleraugun sem allir í grunnskólunum fá er Náttúrustofa Suðausturlands með 50 gleraugu til sölu á 500 kr. stykkið. Áhugasamir geta komið og keypt gleraugu á Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum 18. og 19. mars. Fyrstur kemur fyrstu fær. Svo vonum við öll að það verði léttskýjað þegar sólmyrkvinn á sér stað.

Stóra upplestrarkeppnin Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin 11. mars sl. í Hafnarkirkju. Þetta er fimmtánda árið sem Stóra upplestrarkeppnin er haldin hér en keppnin hefst á degi íslenskra tungu, 16. nóvember ár hvert. Kynnir á hátíðinni var Fanný Dröfn Emilsdóttir, sigurvegari árið 2014. Keppendur í ár voru þrettán talsins og komu frá Grunnskóla Djúpavogs, Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum Hofgarði. Dómarar höfðu það vandasama verk að velja þrjá nemendur í fyrstu þrjú sætin en þeir voru Baldur Sigurðsson, formaður dómnefndar, Agnes Þorsteinsdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, María Gísladóttir og Zophonías Torfason. Kunnum við þeim bestu þakkir. Á meðan þeir réðu ráðum sínum fluttu nemendur úr 6. bekk Grunnskóla Hornafjarðar söngatriði og Oddleifur Eiríksson frá Tónskóla AusturSkaftafellssýslu lék tvö lög á harmonikku. Að lokum voru úrslit tilkynnt en sigurvegarar þetta árið voru Ingunn Ósk Grétarsdóttir úr Grunnskóla Hornafjarðar í fyrsta sæti, Styrmir Einarsson úr Grunnskólanum í Hofgarði í öðru sæti og Alexandra Jónsdóttir úr Grunnskóla Djúpavogs í þriðja sæti. Keppendur stóðu sig öll með prýði og við óskum sigurvegurum hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


2

Fimmtudagur 19. mars 2015

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum.

bjarnanesprestakall.is

Prestarnir

Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur. Efesusbréfið 4:32

Útför míns ástkæra sambýlismanns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður, mágs og afa,

Huga Einarssonar sem lést 4. mars síðastliðinn fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 21. mars kl 14:00. Athygli er vakin á að hægt er að fylgjast með útförinni af skjá á Hótel Höfn. Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir Unnar Freyr Hugason Vigdís Dröfn Hugadóttir Kristján Darri Hugason Örvar Hugason Elín Dögg Haraldsdóttir Unnur Kristjánsdóttir systkini, tengdafólk og barnabörn

Styrktarreikningur Elsku besti vinur okkar hann Hugi Einarsson er fallinn frá aðeins fimmtugur að aldri.

1147-15-202411. kt. 241177-4409 Margt smátt gerir eitt stórt Hjartans þakkir og kveðjur, Vinirnir

Eystrahorn Eystrahorn

ISSN 1670-4126

D Annað kvöldið er spilað Í KVÖL fimmtudagskvöldið 19. mars kl. 20:00. Aðgangseyrir 700 kr.

Á fyrsta kvöldinu var spilað á 9 borðum og mikið fjör ! Allir alltaf velkomnir á vistina. Spila- og dansnefndin

Samúðarkort Hafnarkirkju eru til afgreiðslu hjá: Ástu Sveinbjörnsdóttur í sími 478-1479 / 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í sími 478-1646 / 864-4246 Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Karlakvöld • Ágúst Óskar Gústafsson læknir flytur hressilegt erindi um karlaheilsu og krabbamein

Ef þið sjáið ykkur fært að sýna stuðning þá er reikningurinn í Sparisjóðnum á Höfn:

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent

FEH í Ekrunni í kvöld Félagsvistin heldur áfram

Karlakvöld verður á Hótel Höfn þriðjudaginn 24.mars kl 20:00

Því höfum við stofnað styrktarreikning fyrir þau.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

í tilefni af Mottumars

Við vinir þeirra Huga og Sigrúnar vitum að komandi tímar og ár verða erfið fyrir Sigrúnu okkar og börnin þeirra.

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Eystrahorn

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

• Auðunn Helgason fer yfir áherslur í þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Sindra • Vibrato Blues Band heldur uppi stuðinu • Léttar veitingar verða á borðum

Allir karlmenn, karlaklúbbar og karlasamtök hjartanlega velkomin

Krabbameinsfélag Suðausturlands og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. mars 2015

Samstaða launafólks er sterkasta vopnið Eins og fram hefur komið hefur slitnað upp úr viðræðum Star fsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífsins. Verkamannadeild AFLs er með umboð sitt fyrir almenna markaðinn að mestu leyti hjá Starfsgreinasambandinu. Þetta þýðir því að slitnað hefur upp úr viðræðum AFLs fyrir verkafólk á almenna markaðnum en kjarasamningarnir runnu út í febrúarlok. Eins og kunnugt er var leitað til félagsmanna í janúar um mótun launakrafna fyrir yfirstandandi viðræður, niðurstaða þeirrar vinnu var í samræmi við niðurstöður annarra verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins. Sambandið fór fram með það megin markmið að lægsti taxti yrði kominn upp í 300.000 krónur innan þriggja ára. Auk þess, lagfæringar á launatöflu og að útflutningsgreinar s.s fiskvinnsla og ferðaþjónusta, hækki laun sinna starfsmanna sérstaklega. Áður höfðu verið lagðar fram sérkröfur um breytingar á köflum í kjarasamningi. Lítils háttar viðræður hafa farið fram um sérmálin en lítið þokast áfram. Engin efnisleg umræða hefur farið fram um launakröfuna, heldur hefur henni verið alfarið hafnað. Alið hefur verið á hræðsluáróðri af hálfu vinnuveitenda um verðbólgu og að allt fari hér á hliðina ef samið verði á þeim nótum sem krafan byggir á. Okkur stendur til boða 3%, jafnvel 3,5% launahækkun. Það er fjarri þeim markmiðum sem við lögðum upp með. 300.000 þúsund krónur lámarkslaun er sanngjörn og réttlát krafa. Jafnvel þykir mörgum það lág laun, sér í lagi þar sem er verið að gera kröfu um að hún verði ekki komin að fullu til framkvæmda fyrr en eftir rúma 30 mánuði. En viðbrögðin við þessari sanngjörnu og réttlátu kröfu urðu til þess að samninganefndin samþykkti einróma að slíta viðræðum og leita til félagsmanna til að fylgja eftir sanngjörnum kröfum.

Hvað þýðir það að fylgja eftir kröfum Næstu skref eru í höndum félagmanna. Atkvæðagreiðsla mun fara fram um boðun verkfalla. Það eru áratugir síðan verkafólk í félaginu hefur farið í verkföll og heil kynslóð sem þekkir þau eingöngu af afspurn. Því er nauðsynlegt að fram fari umræður sem víðast, á vinnustöðum, heimilum og annars staðar þar sem verkafólk kemur saman um mikilvægi samstöðunnar. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 23.-30. mars og verður rafræn og er góð þátttaka í henni afar brýn. Mikilvægt er að þeir sem eru tilbúnir að fylgja kröfunum eftir greiði atkvæði og samþykki verkfall. Verði verkfalli hafnað, þá er það 3,5% launahækkunin sem er í boði.

Samstaðan er sterkasta vopnið – nú er rétti tíminn til að beita því!

3

Viðskiptavinir athugið. Lokum 20. mars

ENN MEIRI AFSLÁTTUR Kíkið við og gerið góð kaup Verið velkomin Aðalfundur Kvenfélagsins Tíbrá verður haldinn föstudaginn 27. mars klukkan 20:00 í Ekrunni Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Nýjar félagskonur velkomnar. Stjórn Kvenfélagsins Tíbrá

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Sindra verður haldinn í Sindrahúsinu 24. mars kl. 19:30 Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir Stjórnin

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Aðalfundur Knattspyrnudeildar Sindra verður haldinn í Nýheimum 25. mars kl. 19:30 Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir Stjórnin

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags.

Skýringar:

Viðræður eru í gangi fyrir verslunarmenn og iðnaðarmenn í félaginu. Eins fyrir starfsmenn Alcoa. Samningar við ríkið og sveitarfélögin renna út í lok apríl. Ekki er verið að fara í atkvæðagreiðslu hjá þessum hópum núna, né hjá sjómönnum þótt samningar þar hafi verið lausir í mörg ár.

Aðalfundur aðalstjórnar Aðalfundur aðalstjórnar Sindra verður haldinn í Nýheimum 25. mars kl. 20:30 (strax á eftir knattspyrnudeild) Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir Stjórnin


4

Fimmtudagur 19. mars 2015

Eystrahorn

Fermingar 2015

Pálmasunnudagur 29. mars – Hafnarkirkja kl. 11:00

Laugardagur f. páska 4. apríl – Hoffellskirkja kl. 14:00

• • •

Benjamín Glói Brynjúlfsson Hafsteinn Elvar Aðalsteinsson Sara Kristín Kristjánsdóttir

Laugardagur fyrir páska 4. apríl – Hafnarkirkja kl. 11:00 • • • • • • • • • • • •

Auðunn Ingason Dagur Freyr Sævarsson Hafdís Rut Vilhjálmsdóttir Hafdís Ýr Sævarsdóttir Ingibjörg María Jónsdóttir Kári Svan Gautason Malín Ingadóttir Margrét Líf Margeirsdóttir Nanna Guðný Karlsdóttir Ragnar Ágúst Sumarliðason Sigursteinn Örn Jónsson Sebastian Gabríel Jónsson

Laufey Ösp Erlingsdóttir

Páskadagur 5. apríl – Bjarnaneskirkja kl. 13:00 • •

Oddleifur Eiríksson Kolbeinn Benedikt Guðjónsson

Annar í páskum 6. apríl – Stafafellskirkja kl. 13:00 •

Stefanía Björg Olsen

Hvítasunnudagur 24. maí – Hafnarkirkja kl. 11:00 • • • • • •

Edda Björg Eiríksdóttir Ívar Kristinsson Jóhann Ragnar Guðmundsson Kristján Bjarki Héðinsson Kristofer Hernandez Ragnheiður Inga Björnsdóttir

Sjómannadagur 7. júní – Bjarnaneskirkja kl. 11:00 •

Ástrós Aníta Óskarsdóttir

Þannig fór um sjóferð þá

verður með sölu og kynningu á nýjum vörum í Sporthöllinni og Hárgreiðslustofu Súu föstudaginn 20. mars kl. 16:00 - 18:00 Einstakar vörur úr íslenskum hráefnum

Fullkomnar í fermingargjafirnar

Þetta hefur fólk sennilega ekki séð áður. Nokkur hreindýr hafa sótt mikið í eyjarnar í Firðinum. Á dögunum rakst Gunnar Ásgeirsson á þau og tók þessa mynd þar sem sundið endaði inn í höfninni.


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. mars 2015

Laus störf kennara í FAS

5

Miklar framfarir í lestri

Kennara vantar í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og vélstjórnargreinar næsta skólaár. Laun og kjör skv. gildandi kjarasamningi og stofnanasamningi frá 2013 sem er á vef skólans. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Upplýsingar og umsóknir skulu berast á netfangið: skolameistari@fas.is Upplýsingar einnig gefnar í síma 4708070. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Zophonías Torfason skólameistari

Sundlaug Hornafjarðar auglýsir Vegna árshátíðar starfsmanna verður sundlauginni lokað kl.18:00 föstudaginn 20. mars. Starfsfólk sundlaugar

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2015.

Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina. Umsóknum skal fylgja: • Greinagóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess. • Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvindu verkefnisins. • Gera skal grein fyrir helstu samstarfsaðilum. • Gera skal grein fyrir fjárhagsáætlun verkefnisins, framlagi samstarfsaðila og fjárhæð sem sótt er um.a Umsóknarfrestur er til 12. apríl nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi til formanns sjóðsstjórnar, Sigurlaugar Gissurardóttur, Brunnhóli á Mýrum, 781 Hornafirði, merktar Kvískerjasjóður, á netfangið: sigurlaug@brunnholl.is. Tilkynnt verður um styrkveitingar fyrir lok apríl og verður öllum umsóknum svarað. Nánari upplýsingar veittar í síma: 478 1029 eða á netfangi: sigurlaug@brunnholl.is Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í AusturSkaftafellssýslu með veitingu rannsóknastyrkja til einstaklinga og stofnana.

Í Grunnskóla Hornafjarðar hefur mikil áhersla verið lögð á að auka lestraráhuga nemenda og bæta árangur þeirra í lestri og lesskilningi. Markmiðið er að gera nemendur skólans enn betur læsa og ýta þannig undir að annar námsárangur þeirra verði betri en hann hefur verið að mælast fram að þessu. Á næsta ári verður haldið áfram á sömu braut en þá mun stærðfræðin fá meira vægi. Við undirbúning þessarar vinnu var leitað til Reykjanesbæjar eftir samstarfi en þar hefur verið lyft grettistaki hvað varðar bættan námsárangur nemenda. Segja má að grunnurinn að þeim árangri sé samstarf og samábyrgð allra þeirra sem koma að uppeldi og menntun barnanna allt frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla. Mjög góð samstaða hefur náðst hjá heimilum nemenda og skólunum varðandi þessa vinnu. Í grunnskólanum er enn meiri áhersla lögð á kennslu og þjálfun í lestri en áður og aukið hefur verið við skimanir og mælingar sem gefa upplýsingar um það hvort um framfarir sé að ræða eða ekki. Út frá niðurstöðunum er síðan brugðist við með úrræðum sem mæta sem best þörfum hvers og eins nemanda til að ná góðum árangri. Lestrarnám er mjög flókið ferli sem á sér fyrst og fremst stað í yngri bekkjum skólans og á meðan á því stendur er æfingin mjög mikilvæg. Það sem kannski kemur mörgum á óvart er að æfingar þátturinn þarf að vera áfram til staðar eftir að grunnfærni í lestri er náð, annars dregur úr lestrargetunni. Í skólanum er eins og áður segir mikil áhersla lögð á lesturinn og í flestum tilfellum eru heimilin að bregðast mjög vel við óskum skólans um samstarf og sinna heimalestri barnanna mjög vel. Í skólanum hafa lestrarvinir einnig lagt okkur lið í þessari vinnu, en bæði eldri Hornfirðingar og aðrir sem tök hafa á hafa skráð sig í lestrarvinahóp skólans og mæta í skólann og hlýða á nemendur lesa. Skemmst er frá því að segja að í mælingunum sem fram fóru s.l. febrúar mældust almennt miklar framfarir í lesfimi og lesskilningi hjá nemendum skólans. Í mörgum árgöngum náðu allir nemendur að bæta sig og margir þeirra bættu sig verulega. Áherslur skólans á lestur, þátttaka lestrarvinanna og metnaður barna og foreldra við heimalesturinn er greinilega að skila árangri. TIL HAMINGJU ÖLL! Það er gott fyrir okkur sem samfélag að börnin okkar standi sig vel í því sem þau eru að fást við og er námið og námsárangur þeirra mikilvægasta verkefnið þeirra. Mikilvægt er fyrir nemendur, foreldra og skólafólk að halda áfram þessu góða starfi og skapa aðstæður og umgjörð sem ýtt geta undir lestur og lestraráhuga barna. Góð færni í lestri getur aukið möguleika nemenda á mörgum sviðum hvort sem er í námi eða öðru. Munum að velgengni í námi, starfi og leik snýst fyrst og fremst um þrautseigju og dugnað, ekki heppni eða meðfædda hæfileika.

Kútmagakvöld Lions verður 11. apríl nk. Nánar auglýst síðar.


6

Fimmtudagur 19. mars 2015

Hlynur Pálmason hlaut menningarverðlaun

Föstudaginn 13.mars s.l. voru menningarverðlaun Hornafjarðar og styrkir afhentir við hátíðlega athöfn í Nýheimum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. Það er Menningarmálanefnd sem velur verðlaunahafa úr hópi tilnefndra og voru níu tilnefningar sem bárust að þessu sinni. Hlynur Pálmason hefur með framlagi sínu á sviði kvikmyndagerðar, sjón- og listsýninga auðgað menningarlífið í Hornafirði sem og annarsstaðar svo eftir er tekið með eindæmum og er framtíðin björt fyrir hann og okkur sem njóta.

Þeir aðilar sem hlutu menningarstyrki í ár voru: • • • • • • • • •

Gleðigjafar Karlakórinn Jökull Kvennakór Hornafjarðar Leikfélag Hornafjarðar Lúðrasveit Hornafjarðar Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar Samkór Hornafjarðar Hornfirska Skemmtifélagið Stakir Jakar

Bæjarráð veitti eftirfarandi aðilum styrki árið 2015: • • • • • • •

Félag eldri borgara í Öræfum Björgunarsveitin Kári Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu Ungmennafélagið Sindri - Fimleikadeild Félag eldri Hornfirðinga Fuglaathugunarstöð Suðausturlands Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu

Fræðslu- og tómstundanefnd Hornafjarðar afhenti eftirfarandi aðilum styrki árið 2015: • •

Hestamannafélagið Hornfirðingur Ungmennfélagið Máni

Starfsmenn vantar í sumarafleysingar Eimskip á Höfn vantar tvo starfsmenn til sumarafleysinga. • Meiraprófsbílstjóra frá 1. maí til 31. október • Minnaprófsbílstjóra frá 15. maí til 31. ágúst. Lyftararéttindi æskilegt en ekki nauðsyn. Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107.

Eystrahorn

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri

Sunnudaginn 22. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar . Hann var fæddur á Hala í Suðursveit 12. mars 1888. Gestir hátíðarinnar verða að þessu sinni Ófeigur Sigurðsson rithöfundur sem les úr bók sinni Öræfi og segir frá tilurð hennar. Bókin Öræfi hefur vakið mikla eftirtekt og hlaut hin íslensku bókmenntaverðlaun fyrir árið 2014. Í umsögn um hana kemur fram að,, Á köflum er þessi bók nokkurs konar sálumessa yfir Íslandi. Þetta er magnaður óður um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Hér skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar“. Systurnar Þórunn Erla Valdimarsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir verða einnig gestir hátíðarinnar. Þórunn les úr sjálfsævisögu sem hún er að skrifa um þessar mundir og saman ætla þær að spila nokkur vel valin lög á píanó og horn en Lilja er hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur sem nú er að ljúka við doktorsritgerð um verk Þórbergs Þórðarsonar flytur erindi sem hún kallar Rómantísk vitfirring og dýrð náttúrunnar. Nokkur orð um landslagslýsingar Þórbergs í Suðursveitarbókunum. Væntanlega kemur út ný bók um Þórberg Þórðarson fljótlega, höfundarverk Soffíu Auðar sem hún hefur verið að vinna að á undanförnum árum. Að lokinni dagskrá verða kaffiveitingar. Allir velkomnir

Dagskrá 14:00 Öræfi; Ófeigur Sigurðsson les úr verðlaunabók sinni og skýrir frá tilurð hennar. 14:40

Ritlist og hljómlist; Systurnar Þórunn Erla Valdimarsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir flytja dagskrá, Þórunn les upp úr sjálfsævisögu sinni og saman spila þær á píanó og horn og þjóðkórinn í salnum tekur undir.

15:20 Rómantísk vitfirring og dýrð náttúrunnar. Nokkur orð um landslagslýsingar Þórbergs í Suðursveitarbókunum; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur 16:00 Kaffiveitingar

Kynning á öðruvísi ferðalögum Í Nýheimum mánudaginn 23. mars, kl. 12:15 - 13:00 Ferðaskrifstofan Mundo býður upp á ferðir þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman. Miðvikudaginn 25. mars verður Mundo með kynningu á sumarbúðum Mundo fyrir 14-18 ára unglinga, skiptinámi, ferðum um Jakobsveg, umhverfis Mont Blanc og til Íran. Mundo tekur einnig að sér að skipuleggja hvers kyns ferðir fyrir hópa. Eigandi Mundo, Margrét Jónsdóttir Njarðvík kemur til Hafnar að kynna ferðirnar. Soffía Auður Birgisdóttir og Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, sem báðar hafa farið í ferðir með Mundo munu einnig segja frá reynslu sinni. Þar sem Mundo blandar ávallt saman menntun og skemmtun verður sérstök kynning á ólvíuolíum sem Mundo flytur inn beint frá bónda í Extremadura héraði á Spáni. Allir velkomnir!


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. mars 2015

Almennur félagsfundur Boðað er til almenns félagsfundar í Framsóknarfélagi A.- Skaft. fimmtudaginn Í KVÖLD 19. mars kl. 20:00 í húsi félagsins við Álaugarveg. Stjórnin

Haldið verður 10 tíma námskeið í málun helgina 18. og 19. apríl. Áhersla verður lögð á litablöndun, ljós og skugga. Kennari verður Sandra María Sigurðardóttir, myndlistarkona. Námskeiðsgjald er 15.000. Þátttakendur koma með liti og efni fyrir sig. Skráning fer fram hjá Vilhjálmi í Vöruhúsinu. Loka skráningardagur er 31. mars. vilhjalmurm@hornafjordur.is / Sími: 8620648.

7

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags A-Skaft. Fundurinn verður fimmtudaginn Í KVÖLD 19. mars kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu. • Venjuleg aðalfundarstörf. • Nýir félagsmenn velkomnir. Stjórnin

300 ÞÚSUND

KRÓNA LÁGMARKS LAUN

Nánari upplýsingar má finna á www.voruhushofn.is

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

www.sgs.is


8

Fimmtudagur 19. mars 2015

Eystrahorn

Endurvinnsla Bændur í Sveitarfélaginu Hornafirði, kærar þakkir fyrir að ganga vel um og hafa rúlluplastið hreint. Nú er fyrri söfnun landbúnaðarplasts lokið og búið að koma því í bagga og gera klárt til útflutnings og frekari endurvinnslu. Aðeins urðu tvær undantekningar á þessari góðu umgengni, einn bóndinn hefur fram að þessu brennt sitt plast, en eftir góð samskipti er hann farinn að safna sínu plasti saman. Og í hinu tilfellinu var mikið rusl í plastinu. Nú í fyrsta skipti var plastinu safnað saman samkvæmt fyrirfram ákveðnum dögum, það fyrirkomulag tókst vel og er komið til að vera. Í þessari söfnum komu 33 tonn af plasti í Gámaportið. Aðrir íbúar í okkar samfélagi, kærar þakkir fyrir að flokka betur. Okkur starfsmönnum í Áhaldahúsinu finnst mun betra ástand vera á flokkuninni og betri umgangur um flokkunartunnuna en var. Samt má gera mun betur, það er enn of mikið að almennu sorpi með. Það þarf ekki marga poka af almennu sorpi til að skemma mikið af endurvinnanlegu efni. Það er enn of mikið um það að endurvinnsluefni er sett í plastpokum í flokkunartunnu, þeim hefur þó fækkað til muna. Það á að setja efnið laust í endurvinnslutunnuna. Endurvinnanlega efnið eru verðmæti, en í okkar tilfelli hér í Hornafirði er betri nýting eða endingartími á urðunarstaðnum í Lóninu aðal ávinningurinn, að óbreyttu fer að þrengja þar að. Ef flokkunin er eitthvað að vefjast

fyrir fólki er sjálfsagt að hafa samband til að fá ráð, einnig eru leiðbeiningar á heimasíðu sveitarfélagsins. En umfram allt forðist að almenna sorpið fari í stóru tunnuna og setjið endurvinnsluefnið laust í hana. Ef einhver vafi er á hvar á setja efnið hafið þá samband og fáið upplýsingar. Setjið vafaefni frekar í litlu tunnuna, það er þá ekki að skemma út frá sér. Til gamans má setja hér fram nokkrar tölur þ.e. hvað kostar að senda óþarfa sorp til flokkunar á Reyðarfirði. Flutningur austur 8 kr. flokkun 12 kr. urðun 15 kr. = 35 pr. kg. Í janúar sendum við rúm 10.000 kg. af endurvinnanlegu sorpi til flokkunar. Það var um 20 % sem fóru í urðun af þessu magni, sem gera 2.000 kg. 70.000 á mánuði sem er 840.000 á ári. Þetta eru peningar sem við sem skattborgarar þurfum að greið vegna þess að flokkun er ekki nógu vel unnin. Það er samt

rétt að vekja athygli á að þetta er að lagast. Reynslan á landsvísu er að 5 % af efni sem sett er í flokkunartunnuna fer til urðunar. Ef því viðmiði er náð væri dæmið svona 500 kg. 210.000 mismunur uppá 630.000 á ári. Það má gera eitthvað skynsamlegra við 630.000 á ári en að greiða fyrir að urða endurvinnsluefni sem eru verðmæti. Á 10 árum er þessi tala 6,3 milljónir. Það vekur kannski undrun að flokkunarefnið skuli sent austur á land til flokkunar, ástæða þess er að Gámaþjónustan á Reyðarfirði er með sérútbúna aðstöðu til að flokka endurvinnsluefni en þeir flokka allt endurvinnsluefni á Austurlandi. Það kostar mikið að koma þeirri aðstöðu upp hér á Hornafirði en það er í nánari skoðun hvernig mögulegt er að hagræða sem mest í endurvinnslu og úrgangsmálum sveitarfélagsins. Kærar þakkir

Húsasmiðjan leitar

að öflUgUm liðsmanni Húsasmiðjan vill ráða starfsmann til sölu- og afgreiðslustarfa í verslun fyrirtækisins á Höfn í Hornafirði Um er að ræða framtíðarstarf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst Ábyrgðarsvið • Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Reynsla af afgreiðslustörfum kostur • Samskiptahæfni • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð

Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:

metnaður Þjónustulund sérþekking Áreiðanleiki liðsheild

Viljum einnig ráða starfsmann til sumarafleysinga • Skilyrði að viðkomandi sé orðinn 17 ára. Umsóknir berist fyrir 29.mars n.k. til Kristjáns Björgvinssonar, rekstrarstjóra kristv@husa.is , sími 6603037 öllum umsóknum verður svarað

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956



Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

lambabógur kS - froSið

-23% 790

áður 1.026 kr/kg

frábært

verð!

frábært kjúklingabringur

verð!

nettó

-40% 959

1.798 áður 1.998 kr/kg

áður 1.598 kr/kg

lambafille m/fitu

PáSkaegg 250g

kjötborð

óDÝrt nr 4

3.195

799 kr/Stk

áður 4.044 kr/kg

íSblóm 4Stk

lambahrYggur

m/jarðarb.+ Daim

léttreYktur - kjötSel

399

1.591

áður 469 kr/Pk

áður 2.375 kr/kg

Sunwarrior Prótein 1 kg

jarðarber

6 teg

froSin - great taSte

399 kr/Pk

baYonneSkinka

SiStema hriStibrúSi fYlgir 1kg. Sw PróteinPokum

6.499

Tilboðin gilda 19. – 22. mars 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.