Eystrahorn 12. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 12. tbl. 33. árgangur

Vísindatorg í Nýheimum

Fimmtudagur 26. mars 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Afmælisár Framtíðarinnar

Föstudaginn 27. mars verður Menntalest Suðurlands á ferðinni í Nýheimum með vísindakynningu frá kl. 9:00 – 12:00. Markmið viðburðarins er að auka áhuga á raunvísindum.

Dagskrá kynningarinnar: Eðlisfræði Leikur að ljósi og hljóði, tilraunavísindi og óvæntar uppgötvanir. Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir, eðlisfræðinemi og starfsmaður Vísindasmiðju kynnir.

Efnafræði Efni í efnafræðing? Efnilegar blöndur leiða ýmislegt í ljós. Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við HÍ og forsprakki Sprengjugengisins kynnir.

Forritun Frábær áskorun - forritun er málið. Martin Swift, eðlisfræðikennari og starfsmaður Vísindasmiðjunnar kynnir.

Jarðvísindi Hvað er að gerast undir fótunum á þér? Snæbjörn Guðmundsson, doktorsnemi og starfsmaður Vísindasmiðjunnar kynnir.

Verkfræði Viltu smíða kappakstursbíl? Við hjálpum þér. Aðalheiður Guðjónsdóttir félagi í smíði kappakstursbíls (TeamSpark) kynnir. Nemendum, gestum og gangandi gefst tækifæri til að skoða, fikta, prófa og spyrja um forvitnilega hluti. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að líta við og kynna sér skemmtilega dagskrá.

Síðastliðið ár varð Slysavarnadeildin Framtíðin 60 ára. Deildin var stofnuð 7. febrúar 1954 og stofnfélagar voru 40 talsins. Í dag eru félagskonur á annað hundrað. Í tilefni afmælisins héldum við afmælisfagnað á Hótel Höfn og hafa okkur borist margar góðar gjafir frá velunnurum félagsins og viljum við þakka kærlega fyrir þær. Á þessu 60 ára tímabili er margs að minnast og af mörgu að taka. Hlutverk deildarinnar er fyrst og fremst að standa þétt við bakið á björgunarsveitunum okkar. Fyrstu verkefni deildarinnar var að auka björgunartæki á staðnum, þar á meðal björgunarskýli á Austurfjörum, með nauðsynlegum búnaði svo sem góðri hitunaraðstöðu, ullarfatnaði og björgunarbát. Þetta tókst allt með aðstoð góðra manna. Síðar kom svo skýlið á Suðurfjöru, símar á bryggjuna og fleira. Það er hreint ótrúlegt hvað þær konur sem ruddu veginn lögðu á sig til að afla fjár. Þær voru með kaffisölu í gamla bíóinu og til að láta það ganga upp, hituðu þær vatnið heima og báru það svo sjóðandi heitt út í bragga, þar sem gamla bíóið var. Í dag eru einnig fjáraflanir fyrir deildina. Við seljum línuna, candy floss, laufabrauð, sjómannadagsmerki og Bláa naglann. Á sumardaginn fyrsta seljum við kaffi í húsinu okkar sem við fengum 1975. Með tilkomu hússins breyttust aðstæður töluvert. Þar komum við saman, skemmtum okkur, fundum og ýmislegt annað. Strákarnir og stelpurnar okkar eru með okkur þarna og gengur sambúðin oftast nær bara vel. Við erum fyrst og fremst forvarnarfélag. Í gegnum árin höfum við gefið heilmikið af allskonar búnaði sem hefur forvarnarlegt gildi og

á að minnka hættu á slysum. Þar má m.a. nefna hraðahindrun á Hafnarbrautinni, hraðamælinn við Mjólkurstöðina og umferðaspegil á Vesturbraut/ Kirkjubraut. Við höfum heimsótt eldri borgara og aðstoðað þá við að fjarlægja slysagildrur á heimilum, gefið 5. bekk hjólahjálma og fært nýburum fingravini. Við höfum gefið skiptiborð í sundlaugina, sjúkrakassa, hjartastuðtæki og margt fleira. Við tökum árlega þátt í umferðakönnunum og athugum öryggi barna í bílum. Jafnframt tökum við þátt í fleiri verkefnum í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Auk þessa tökum við þátt í slysaæfingum eins og hópslysa- og stórslysaæfingum. Á afmælisárinu gáfum við Björgunarfélaginu tölvur í bílinn og stjórnstöð. Það leiðir það af sér að Björgunarfélagið Kári í Öræfum fær eldri búnaðinn. Við erum líka búnar að gefa vilyrði fyrir gjöf til Kára í Öræfum um að kaupa Tetrastöð og GPS tæki í Drekann. Einnig gáfum við klemmuvarnir á báða leikskólana hér á Höfn. Það er margs að minnast bæði gleði og sorgar í okkar félagsskap. Þetta er góður félagsskapur, frábærar félagskonur sem alltaf eru tilbúnar að aðstoða ef með þarf. Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsi félagsins, laugardaginn 28. mars 2015 klukkan: 11.00. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Allar konur hjartanlega velkomnar, hlökkum til að sjá ykkur. Með kærri þökk fyrir frábært samstarf við ykkur bæjarbúa, sem hafið ávallt stutt okkur vel í gegnum árin. Sigríður Lárusdóttir formaður

Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 1. apríl. Þess vegna þarf efni og auglýsingar að berast blaðinu fyrri kl. 12:00 mánudaginn 30. mars.


2

Fimmtudagur 26. mars 2015

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

sunnudaginn 29. mars, pálmasunnudag. Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 - Ferming

Kyrrðarstund á föstu kl. 18:15 alla miðvikudaga fram að páskum. Prestarnir Hver sem ákallar nafn Drottins verður hólpinn. Róm. 10,13.

Kaþólska kirkjan - Skriftir frá kl. 11:00. - Hl. messa kl. 12:00. Í byrjun messunnar ætlum við að blessa pálmagreinar. Eftir messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Frá Ferðafélaginu

Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Hlökkum til að sjá sem flesta í skemmtilegri fjölskyldugöngu í nærumhverfi. Allir velkomnir. Frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074

Íbúðarskipti - Höfn - Vesturbær Reykjavík

Óskum eftir íbúð eða húsi á Höfn í sumar (júní, júlí og ágúst) í skiptum fyrir fimm herbergja íbúð í vesturbæ Reykjavíkur (Skeljagranda 6). Íbúðin er rúmlega 100 fermetrar, með 4 svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, forstofu og stofu. Stutt er í alla þjónustu eins og Hagkaup, Worl Class, Sundlaug Seltjarnarnes o.fl. Nánari upplýsingar veita Helgi Már og Dagný í síma: 517.5823 eftir kl: 20.00.

Eystrahorn Eystrahorn

ISSN 1670-4126

Félagsvistin Síðasta kvöldið er spilað í kvöld kl. 20:00. Þátttökugjald 700 kr. Aðeins teknir peningar.

Samverustund

Gengið frá Horni að Almannaskarði meðfram Litla Horni og svo fylgt fjörunni út undir Almannaskarð. Gangan tekur u.þ.b. 3 klst. Munið nesti og klæðnað eftir veðri. Lagt af stað kl. 9:00 frá tjaldstæðinu á Höfn, þjónustumiðstöð SKG og sameinast þar í bíla. Verð 1000 kr. fyrir 18 ára og eldri.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent

Í Safnaðarheimili Hafnarkirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 17:00. Þetta er hugsað fyrir fólk á öllum aldri, bæði fullorðna og börn. Geta skiptir ekki máli. Það eina sem þarf er löngun og vilji til að taka þátt. Alls konar lög verða sungin, óskalög vel þegin. Þessar stundir verða á sama tíma alla miðvikudaga í apríl og eru í umsjá Kristínar organista.

Spennan í hámarki. Hver sigrar ?

Skemmtileg fjölskylduganga laugardaginn 28. mars

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Komum saman og syngjum!

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Velkomin í hl.messu pálmasunnudag 29. mars.

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Eystrahorn

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

föstudaginn 27. mars kl. 17:00. Rannveig Einarsdóttir sýnir myndir um náttúru- og fuglalíf á Galapagoseyjum. Allir hvattir til að koma á skemmtilega samverustund í EKRUNNI.

BEINT FRÁ BÝLI

Afurðasalan á Miðskeri verður opin laugardaginn n.k. eins og venjulega. Einnig opin mánudag, þriðjudag og miðvikudag í páskavikunni kl. 13:00 – 16:00 alla dagana.

Fjölbreytt úrval: lambakjöt, grísakjöt, grillpakkar 10kg. kr. 8900, steikur margar gerðir, gúllas, snitsel, beikon, hamborgarhryggir, bayonne skinka, tvær gerðir af nýreyktum sveitabjúgum, einnig bökunarkartöflur og venjulegar.

Velkomin í sveitina. Miðskersbændur


Eystrahorn

Fimmtudagur 26. mars 2015

3

Verum tillitsöm

Ölreið hjá hestamönnum

Af hverju leggja ófatlaðir í bílastæði merkt fötluðum þegar þeir hafa ekki heimild til þess? Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum leggja ófatlaðir ökumenn í bílastæði sem eru sérmerkt fötluðum. Ástæður þess eru margar og misjafnar, það getur verið rysjótt veður, önnur bílastæði full eða bara einfaldlega leti. Fyrir fatlaða ökumenn er málið alvarlegra en svo að hægt sé að kenna leti um. Þessi hegðun skapar fötluðum oft á tíðum mikil vandkvæði við að taka þátt í daglegu lífi, s.s. að komast til vinnu, í verslanir og þjónustustofnanir. Fatlaðir sem ófatlaðir eiga það sameiginlegt að vilja vera sjálfbjarga og sérmerkt bílastæði eru þýðingarmikil í þeim tilgangi. En hvers vegna lætur ófatlaður ökumaður sér ekki segjast? Það er spurning um hvort þurfi að beita sektum svo réttur þeirra sé virtur. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar voru um 600 stöðubrot árið 2013 og var þá sektin hækkuð úr 2.500 kr. í 10.000 kr. en dró ekki úr þessum brotum og árið 2014 var sektin hækkuð í 20.000 kr. Allir þeir sem eiga rétt á eða telja sig eiga rétt á að leggja í sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða skulu hafa P-merki á sýnilegum stað í bifreið sinni. Allar upplýsingar um reglur, notkun og umsóknarferli er að finna á heimasíðu þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, www.thekkingarmidstod.is/rettindi/bifreidamal/p-merki/

Næstkomandi föstudagskvöld kl. 20:00 verður sannkallað skemmtikvöld hjá Hestamannfélaginu Hornfirðingi í reiðhöllinni við Stekkhól. Fyrsta grein kvöldsins verður töltfimi, en hún byggir á hugmyndum Reynis heitins Aðalsteinssonar um keppni í tölti þar sem þjálfun, undirbúningur og reiðmennska eru undir smásjá dómara. Má segja að eitt af markmiðum töltfiminnar sé að knapinn geti sýnt fram á að hesturinn sé þjálfaður og rétt upp byggður samkvæmt hinum „klassísku þjálfunarstigum“. Þá verður önnur grein kvöldsins, þrautabraut eða „smali“. Brautin er tímabraut þar sem lögð er áhersla á góða og átakalausa samvinnu hests og knapa. Sá sem er með besta tímann þegar refsistigum hefur verið bætt við sigrar. Þriðja og síðasta grein kvöldsins er þjálni og þýðgengi eða svokölluð ölreið. Ölreið hefur verið stunduð á íslenskum hestum víða um heim í þeim tilgangi að sýna ókunnugum þjálni og þýðgengi þessa litla og vinalega hests. Knapar ríða þá með fulla krús af vökva í annarri hendi en tauminn í hinni, og reyna að láta sem minnst skvettast úr krúsinni. Segja má að aðaltilgangur ölkrúsarinnar sé að sýna fram á hversu mjúkur og þjáll hesturinn getur verið. Brautin er tímabraut þar sem tekið verður mið af tíma og hversu mikið verður eftir í krúsinni þegar í mark verður komið. Aðgangur er ókeypis og því er tilvalið fyrir fólk að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund í reiðhöllinni við Stekkhól. Eins er upplagt fyrir ferðaþjónustuaðila að benda gestum sínum á þennan skemmtilega viðburð. Hægt verður að kaupa léttar veitingar á staðnum og við minnum á að fólk sé sæmilega klætt þar sem húsið er ekki upphitað.

Virðum rétt fatlaðra og vilja þeirra til sjálfsbjargar. Valgerður Hanna Úlfarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Heimaþjónustudeildar Hornafjarðar.

Á heimasíðu Vöruhúss er viðburðadagatal þar sem hægt er að sjá yfirlit og skrá viðburði sem eiga sér stað á Hornafirði og í nærsveitum.

www.voruhushofn.is MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Mótanefnd Hornfirðings


4

Fimmtudagur 26. mars 2015

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð

Eystrahorn

Lausar staða við leikskólann Lönguhóla Hornafirði Tímabundið starf Um er að ræða tímabundið starf á yngstu deild á tímabilinu 1. apríl til 11. júlí 2015. Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæðir, samviskusamir og hafa ánægju af útiveru.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð á Suðausturlandi og víðar dagana 11. - 13. apríl nk. Laugardaginn 11. apríl heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum kl. 15. Sunnudaginn 12. apríl heldur kórinn tvenna tónleika, í Hafnarkirkju í Hornafirði kl. 14:00 og í Djúpavogskirkju kl. 20:00 auk þess sem hann syngur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði. Mánudaginn 13. apríl heldur kórinn þrenna tónleika, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar kl. 10:00 í Hafnarkirkju og kl. 11:30 fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Þá heldur kórinn tónleika á Skógum kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir J. S. Bach, G. F. Händel, Sigvalda Kaldalóns, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Huga Guðmundsson auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um er að ræða t. d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga. Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Öræfi og Djúpavog en kórinn hefur áður heimsótt Höfn í Hornafirði, árið 1976. Fararstjóri í ferðinni er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason. Laugardagur 11. apríl 14:30 Tónleikar í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum. Sunnudagur 12. apríl 11:00 Sungið á hjúkrunardeild HSU, Hornafirði 14:00 Tónleikar í Hafnarkirkju í Hornafirði. 20:00 Tónleikar í Djúpavogskirkju. Mánudagur 13. apríl 10:00 Skólatónleikar fyrir Grunnskóla Hornafjarðar, 1. - 6. bekk. 11:30 Skólatónleikar fyrir Framhaldsskólann í A-Skaftafellssýslu og efstu bekki Grunnskóla Hornafjarðar. 20:00 Tónleikar í Félagsheimilinu Fossbúð á Skógum.

Aðalfundur Ferðafélags Austur-Skaftfellinga Aðalfundur Ferðafélags Austur- Skaftfellinga verður haldinn 9. apríl kl 20:00 í Gömlubúð. Venjuleg aðalfundarstörf. Að aðalfundi loknum mun Helga Árnadóttir kynna gönguleiðverkefni sem verið er að vinna að meðfram jökli. Stjórnin

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttir leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra fyrir 1. apríl 2015.

Laus til umsóknar staða skrifstofumanns hjá sýslumanninum á Suðurlandi á starfsstöð embættisins á Höfn Laust er til umsóknar starf skrifstofumanns hjá sýslumanninum á Suðurlandi á starfsstöð embættisins á Höfn. Um er að ræða fullt starf frá 1. maí 2015. Starfið felst í gjaldkerastörfum, starfi ritara dánarbússkipta fyrir embættið í heild, dagbókarfærslu þinglýsingaskjala, aðstoð við leyfisveitingar embættisins, þátttaka í símsvörun fyrir embættið, afgreiðsla ökuskírteina og vegabréfa ásamt annarri afgreiðslu og vinnu við önnur verkefni sem starfsmanni kunna að vera falin. Óskað er eftir töluglöggum og skipulögðum einstaklingi sem hefur yfir að búa góðri almennri tölvu- og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að umsækjandinn hafi yfir að búa jákvæðni, þjónustulund, samskiptafærni og sveigjanleika í starfi. Kjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og SFR, sem og viðkomandi stofnanasamning. Upplýsingar gefa Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í síma 4582800 og netfang annabirna@syslumenn.is eða Sigurður Bjarnason starfsmannastjóri, í sama síma og netfang siggi@syslumenn.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast í síðasta lagi 13. apríl nk. til embættis sýslumannsins á Suðurlandi Hörðuvöllum 1, 800 Selfossi, annað hvort með pósti eða í ofangreind netföng. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi


Eystrahorn

Fimmtudagur 26. mars 2015

5

Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf. 2015 Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf. 2015 verður haldinn í Árnanesi sunnudaginn 12. apríl kl. 20:00-22:00.

Munntóbak

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um einkahlutafélög nr.138/1994.

Skaðlaust eða skaðlegt?

Olga Ingólfsdóttir, nýr framkvæmdastjóri félagsins verður kynnt. f.h. stjórnar Ríkis Vatnajökuls ehf. Árdís Erna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri

Aðalfundur og Bændaþing Aðalfundur Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga verður haldinn á Smyrlabjörgum miðvikudaginn 8. apríl næstkomandi og hefst kl.10:30.

Dagskrá: 10:30 - 12:00 Aðalfundur – venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar (2.gr, 3.gr, 4.gr, 7.gr og 11.gr) 12:00 - 13:00 Hádegishlé og nefndarstörf. 13:00 – 15:00 Bændaþing Frummælendur verða Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og Runólfur Sigursveinsson ráðunautur RML.

(Ættliðaskipti í landbúnaði og kynning frá Landsbankanum)

Allir velkomnir á bændaþingið

Kaffiveitingar í boði Landsbankans.

15:30 – 17:30 Framhald aðalfundar – nefndarálit og kosningar (kjósa skal Búnaðarþingsfulltrúa)

Stjórnin

Aðalfundur Ræktunarfélags Austur-Skaftfellinga Ræktunarfélag Austur – Skaftfellinga heldur aðalfund sinn mánudaginn 30. mars nk. kl. 20:30 í Holti á Mýrum. Gestur fundarins verður Egill Gunnarsson starfsmaður Líflands. Hann mun flytja erindi um val á sáðgresi til túnræktunnar. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi Egils Gunnarssonar. 3. Umræður. Allir áhugamenn um landbúnað í AusturSkaftafellssýslu eru hvattir til að mæta. Stjórn Ræktunarfélags Austur-Skaftfellinga

Notkun munntóbaks hefur færst í aukana sérstaklega á meðal ungs fólks. Margir eru haldnir þeim ranghugmyndum að munntóbak sé skaðlaust eða að minnsta kosti skaðlausara en reykingar.

Þetta er alfarið rangt! Í munntóbaki eru a.m.k. 28 þekktir krabbameinsvaldar og sumir í mun meira magni en í sígarettum. Sá sem notar 10 gr. af munntóbaki á dag fær allt að þrisvar sinnum meira af ýmsum krabbameinsvaldandi efnum en sá sem reykir 1 pakka af sígarettum á dag. Sá sem notar munntóbak er í 50 sinnum meiri hættu á að fá krabbamein í munn auk þess sem hætta á krabbameini í meltingarvegi eykst til muna. Munntóbak veldur æðasamdrætti sem minnkar blóðflæði til vefja líkamans, af þeim völdum hækkar blóðþrýstingurinn sem aftur er einn helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma.

Ungt fólk getur líka fengið hjarta- og æðasjúkdóma! Þeir sem vilja standa sig vel í íþróttum ættu að forðast notkun munntóbaks. Áhrif æðasamdráttar á vöðva eru þau að blóðflæði til þeirra minnkar þannig að vöxtur og styrking þeirra verður verri en ella, þjálfun verður lakari, meiri líkur verða á meiðslum og erfiðara verður að ná sér af þeim. Munntóbak er ávanabindandi, ástæður fyrir mikilli fíkn eru meðal annars vegna þess að: •

það er fjórum sinnum meira magn af nikótíni í munntóbaki en sígarettum,

oft er bætt út í munntóbak saltkristöllum sem brenna göt á slímhúðina í munninum sem aftur veldur því að nikótínið á greiðari aðgang beint út í blóðið.

Enn erfiðara getur verið að hætta notkun munntóbaks en reykingum! Munntóbak veldur gulum og skemmdum tönnum, bólgnu tannholdi og rýrnun góma. Einnig verður mjög fljótt breyting á slímhúð í munni. Vegna þessa verður sá sem notar munntóbak mjög andfúll og tennur hans geta losnað. Það gefur auga leið að þeir sem troða þessu í vörina verða heldur afkáralegir í framan fyrir utan sóðaskapinn sem þessu fylgir. Við hvetjum alla sem halda að munntóbak sé hættulítið að staldra við og muna að

munntóbak er hættulegt og ávanabindandi ! Foreldrar athugið að ef þið finnið sprautur hjá börnunum ykkar sem búið er að skera að einhverju leyti framan af gætu það verið merki um að þau séu farin að fikta við að nota munntóbak. http://www.landlaeknir.is/Pages/499 f.h. hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss HSU Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri


6

Fimmtudagur 26. mars 2015

Eystrahorn

Aðalfundur

Framsóknarfélags A.- Skaft. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl. 20:00 í húsnæði félagsins við Álaugarveg. 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. framtíðarstarfa frá og með 17.mai 2015 Hæfniskröfur: Rúturéttindi, rík þjónustulund og hreint sakavottorð.

Stjórnin

á milli Hafnar í Hornafirði og Víkur.

Flott atvinnutækifæri til sölu ásamt húsnæði og viðskiptasamböndum

Til sölu Heppa Matarhöfn ásamt viðskiptasamböndum, húsnæði sölusíðu o.fl. Í sölunni er 159,1 fm. atvinnuhúsnæði á Höfn að Heppuvegi 9 sem lítið þarf að gera við til að starfsleyfi sé hægt að fá á húsið fyrir vinnslu matvæla. Sölusíða, vörumerki og viðskiptasambönd ásamt einföldum búnaði til vinnslu. Húsið stendur á góðri 1155 fm. iðnaðar- og athafnalóð á Heppunni. Flott velta yfir sumartímann þar sem ferskt sjávarfang er unnið fyrir hótel, veitinga- og heimamarkað. Mikil tækifæri í að víkka út starfsemina bæði yfir vetrartímann og á sumrin í tengslum við ferðaþjónustuna og nálægðar við þá uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu Hafnarvík-Heppa, auk þess sem mikil tækifæri liggja í aukinni vöruþróun. Starfsleyfi fyrir vinnslu á sjávarfangi er eins og er í Matarsmiðjunni á Höfn. Aðgengi að sjávarfangi til vinnslu á Höfn er gott á fiskmarkaði Hornafjarðar. Ásett verð er 9, 5 milljónir. Einnig kemur til greina að selja bara reksturinn á mjög góðu verði. Upplýsingar í síma 863-9600 Vigfús

SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ!

KJÓSTU

www.sgs.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 26. mars 2015

7

Óskum eftir starfsfólki við afgreiðslu Við óskum eftir starfsfólki við afgreiðslu á þjónustustöð Olís á Höfn. Um störfin og hæfni • Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi. • Unnið er á tvískiptum vöktum

PIPAR\TBWA · SÍA

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn.

Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum fjárhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Nánari upplýsingar um störfin fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda inn á www.olis.is/um-olis/starfsumsokn/ fyrir 7. apríl nk.

Olíuverzlun Íslands hf.


8

Fimmtudagur 26. mars 2015

Náttúrustofuþing á Höfn Náttúrustofuþing Samtaka náttúrustofa (SNS) verður haldið í Nýheimum á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015. Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök náttúrustofa, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur. Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi. Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og auk gestafyrirlesara. Eftir þinglok er gert ráð fyrir stuttri ferð að Heinabergsjökli og sameiginlegum kvöldverði á Hótel Höfn. Ókeypis er inn á þingið en æskilegt er að þátttaka tilkynnist í netfangið kristin@nattsa.is fyrir 3. april svo gera megi ráðstafanir með hádegismat, kaffi og rútuferð.

Aðalfundur

Kvenfélagsins Tíbrár Verður haldinn föstudaginn 27. mars klukkan 20:00 í Ekrunni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Nýjar félagskonur velkomnar. Stjórn Kvenfélagsins Tíbrár

Föstudagshádegi í Nýheimum Föstudaginn 27. mars kl. 12:30 mun Vilhjálmur Magnússon, staðarhaldari í Vöruhúsinu, koma í Nýheima og segja frá starfsemi hússins. Viðburðurinn er öllum opinn og áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér hvað íbúum stendur til boða.

Eystrahorn

Náttúrustofuþing 2015

Haldið í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, 8. apríl kl 10:00 —16:30

Kl. 10:00 Hressing Kl. 10:15 Setning og ávarp formanns Samtaka náttúrustofa Kl. 10:25 Fuglarannsóknir á Reykjanesskaga. Gunnar Þór Hallgrímsson, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Suðvesturlands. Kl. 10:45 Vöktun rjúpnastofnsins. Ólafur K. Nielsen, Náttúrufræðistofnun Íslands. Kl. 11:05 Flýgur fiskisagan – Viðbrögð fugla við síldargöngum í Breiðafjörð. Róbert Arnar Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands. Kl. 11:25 Kaffihlé Kl. 11:40 Vetrarfuglatalningar í Þingeyjarsýslum 1952-2014. Yann Kolbeinsson, Náttúrustofu Norðausturlands. Kl. 12:00 Vortalning á gæsum og álftum á láglendi Íslands. Halldór Walter Stefánsson, Náttúrustofu Austurlands. Kl. 12:20 Hádegismatur á Hótel Höfn Kl. 13:15 Er hreindýrastofninn á Íslandi vannýtt auðlind? Rósa Björk Halldórsdóttir. Kl. 13:35 Störf Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Brynjúlfur Brynjólfsson, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Kl. 13:55 Far og vetrarstöðvar íslenskra mófugla. Svenja Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands. Kl. 14:15 Tengsl fartíma og varptíma hjá íslenskum vaðfuglum. Böðvar Þórisson, Náttúrustofu Vestfjarða. Kl. 14:35 Skráning veiðisóknar í villta fugla og spendýr. Steinar Rafn Beck Baldursson, Umhverfisstofnun. Kl. 14:55 Kaffihlé Kl. 15:30 Forgangsröðun rannsókna á veiðitegundum fugla. Veiðiálag & stofnþekking. Erpur Snær Hansen, Náttúrustofu Suðurlands. Kl. 15:50 Fuglavernd: stutt kynning og samstarf við Náttúrustofur. Jóhann Óli Hilmarsson, Fuglavernd. Kl. 16:30 Þingslit og ferð með rútu að Hoffellsjökli.

Samtök náttúrustofa (SNS)


Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags Nú stendur yfir rafræn atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun vegna kjarasamnings verkafólks. Kjörgögn hafa verið send út skv. kjörskrá félagsins ásamt leiðbeiningum um hvernig þú getur nýtt þér atkvæðisrétt þinn til að samþykkja heimild til verkfallsboðunar. Verkfallsboðunin nær til allra sem vinna verkamannastörf á félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags á þeim dagsetningum sem tilgreindar eru í atkvæðagreiðslunni. Á kjörskrá eru aðeins félagsmenn Verkamannadeildar sem þiggja laun skv. almennum kjarasamningi. Á kjörskrá eru EKKI: • Félagsmenn í fiskimjölsverksmiðjumsamningur er í gildi • Félagsmenn sem starfa eftir samningi við Bændasamtök Íslands við störf á bændabýlum • Félagsmenn sem starfa eftir samningi við Landsamband smábátaeigendur við uppstokkun, beitningu og netaafskurð • Félagsmenn sem starfa á sambýlinu Hólabrekku • Félagsmenn sem vinna á Edduhótelunum og vinna eftir Edduhótelasamningnum • Félagsmenn í iðnaðarmannadeild

• Félagsmenn í verslunarmannadeild • Félagsmenn í sjómannadeild • Félagsmenn sem starfa í Alcoa • Félagsmenn sem starfa hjá undirverktökum á athafnasvæði Alcoa • Félagsmenn sem starfa hjá Ríkinu, samningur er í gildi • Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum, samningur er í gildi • Félagsmenn sem starfa eftir stórframkvæmdasamningum ( vinna í gangnagerðinni við Norðfjarðargöng)

Hvernig kæri ég mig inn á kjörskrá? Þeir sem ekki fá send kjörgögn geta haft samband við næstu skrifstofu AFLs og gefið upp kennitölu og vinnustað. Ef viðkomandi á að vera á kjörskrá – verða kjörgögn send um hæl.

Við enduruppbyggingu samfélagsins krefjumst við þess eins – að hér verði samfélag fyrir alla.

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is


Markhönnun ehf

páskar

Verðsprengja HamborgarHryggur stjörnugrís

-50% 999

áður 1.998 kr/kg

-40%

-42%

lambaHryggur

bayonneskinka/ bayonnesteik

ferskur-fylltur

2.572

959

áður 3.215 kr/kg

grísaHryggur

pörusteik/beinlaus

1.383

áður 1.598 kr/kg

áður 2.384 kr/kg

Humar án skeljar

kjúklingur nettó

-44% kjúklingalundir

700 gr - frosnar

986

áður 1.761 kr/pk

1 kg - 20% ísHúðun

-42% 3.591

r i n r a k Pás nálgast!

áður 6.191 kr/kg

ferskur - Heill

699

áður 794 kr/kg

ískaka - emmesís 800ml, 2 tegundir

-29% 899

áður 1.259 kr/stk

páskaegg nr 4 250 g - ódýrt

coca cola 4x2l

zero, ligHt, venjulegt

799 kr/stk

899 kr/pk áður 999 kr/pk

Tilboðin gilda 26. – 29. mars 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.