Eystrahorn
13. tbl. 33. árgangur
www.eystrahorn.is Gleðilega páska
Miðvikudagur 1. apríl 2015
Heiðursfélagi og íþróttamaður USÚ Hreinn Eiríksson heiðursfélagi USÚ
María Birkisdóttir íþróttamaður USÚ 2014
María hvílir lúin bein eftir erfitt hlaup í keppni við Anítu Hinriksdóttur.
Á ársþinginu var íþróttamaður USÚ árið 2014 útnefndur og þar að auki fengu þrjú ungmenni sem þótt hafa staðið sig vel á árinu viðurkenningu og hvött til áframhaldandi velgengni. Íþróttamaður USÚ árið 2014 er María Birkisdóttir. María er fædd árið 1995. Hún hefur stundað íþróttir alla ævi, bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Fyrir fáum árum ákvað hún að einbeita sér að frjálsum enda þá orðin efnileg í hlaupum. Það þarf mikla elju og sjálfsaga til að stunda frjálsar á Hornafirði í litlum árgöngum. Maríu hefur tekist það og oft hefur hefur hún verið ein í árgangi. Nú um síðustu áramót tók María þá ákvörðun að skipta yfir í ÍR þar sem hún nýtur leiðsagnar færustu frjálsíþrótta- og hlaupaþjálfara landsins. Á 50. ársþingi USÚ, árið 1982, var fyrsti heiðursfélagi USÚ, Torfi Steinþórsson á Hala í Suðursveit, útnefndur. Eftir því sem stjórnin kemst næst, hefur það ekki verið gert síðan, og hefur því Torfi heitinn verið eini heiðursfélagi USÚ til þessa. Stjórninni fannst kominn tími til að útnefna annan heiðursfélaga og strax kom upp eitt nafn í því samhengi. Hreinn Eiríksson. Greint var frá þessu á 82. ársþingi USÚ í Mánagarði, 26. mars sl. Hreinn er fæddur þann 10. mars 1931 og ólst upp á Miðskeri í Nesjum og hefur alla tíð verið mikill Mánamaður. Aðspurður hafði hann ekki tölu á því hversu lengi hann var í stjórn Mána en mundi þó eftir að hafa verið formaður þegar húsið sem ársþingið fór fram í, Mánagarður, var vígt árið 1952. Hann sagðist þó vera nýlega hættur í sóknarnefnd Bjarnaneskirkju, eftir um 40 ára setu. Hreinn var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum, líkt og systkini hans. Eitt er það þó sem mörg ungmennafélög hafa sem íþróttafélög hafa fæst, en það er allt hitt starfið sem fram fer í félögunum. Hreinn hefur alla tíð verið mikill framámaður í leikhópi Mána, sem glöggt má sjá vitni um í grein hans í nýjasta tölublaði héraðsritsins Skaftfellings. Síðast setti leikhópurinn upp Fiðlarann á þakinu á 100 ára afmæli Mána árið 2007, og var þá Hreinn í stóru hlutverki. Hreinn hlaut starfsmerki UMFÍ árið 2007. Hreinn sat í stjórn USÚ á árunum 19601965 og aftur 1972-1976, þar af sem formaður 1963-1965. Hreinn gat því miður ekki mætt sjálfur og tekið við viðurkenningunni. Hann bað fyrir kærar kveðjur til allra sem hann hefur unnið með í gegnum árin. Regína, dóttir Hreins tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd.
Helstu afrek Maríu á árinu 2014 voru þessi: • Íslandsmeistari 18-19 ára í 800 m og 1500 m hlaupi úti og inni. • Íslandsmeistari í 800 m og 5000 m hlaupi í fullorðinsflokki. • Annað sæti í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu. • Fast pláss í landsliðshóp FRÍ. María er góð fyrirmynd og hefur sýnt að hægt er að ná eftirtektarverðum árangri með góðri ástundun og heilbrigðum lífstíl.
Hvatningarverðlaun hlutu: Ingibjörg Lucía Ragnarsdóttir, fædd 1998, fyrir góðan árangur í knattspyrnu en Ingibjörg hefur keppt fyrir U17 landslið kvenna ásamt því að vera fastamaður í æfingahóp landsliðsins. Ingibjörg Valgeirsdóttir, fædd 1998, fyrir góðan árangur í knattspyrnu en Ingibjörg er efnilegur markmaður. Hún hefur keppt fyrir U17 landslið kvenna líkt og nafna hennar og sömuleiðis verið fastamaður í æfingahóp landsliðsins. Gísli Þórarinn Hallsson, fæddur 1999, fyrir góðan árangur í körfubolta og knattspyrnu en hann hefur verið í æfingahópi hjá U16 landsliðinu í körfubolta og Gísli er jafnframt efnilegur markmaður í knattspyrnu.
2
Miðvikudagur 1. apríl 2015
Helgihald í Bjarnanesprestakalli um páska Hafnarkirkja Kyrrðarstund á föstu miðvikudaginn 1. apríl kl. 18:15 Messa á skírdagskvöld kl. 20:00 Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 13:00
Eystrahorn
Kaþólska kirkjan Velkomin í hl. páskamessu Sunnudagur 5. apríl - Skriftir frá kl. 11:00. - Hl. messa kl. 12:00. Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir, sjáumst í kirkjunni. Ekki messa sunnudaginn 12. apríl
Gleðilega páska
Hátíðarmessa á aðfangadag páska 4. apríl kl. 11:00 - ferming Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 9:00
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga
Hoffellskirkja Hátíðarmessa á aðfangadag páska 4. apríl kl. 14:00 - ferming
Kálfafellsstaðarkirkja Hátíðarmessa á skírdag 2. apríl kl. 13:00
Bjarnaneskirkja Hátíðarmessa á páskadag kl. 13:00 – ferming
Hofskirkja
SAMVERUSTUND föstudaginn 10. apríl.
Ekrumeistari í Hornafjarðarmanna! Spilað verður um EKRUMEISTARANN í HORNAFJARÐARMANNA LAUGARDAGINN 11. APRÍL. Nánar auglýst í Eystrahorni næst. GLEÐILEGA PÁSKA!
Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 16:00
Stafafellskirkja Hátíðarmessa á annan páskadag 6. apríl kl. 13:00 – ferming
Brunnhólskirkja Hátíðarguðsþjónusta á annan páskadag 6. apríl kl. 16:00 Og hann er dáinn fyrir alla til þess að þeir sem lifa lifi ekki framar sjálfum sér heldur honum sem fyrir þá er dáinn og upprisinn. Síðara Korintubréf 5:15
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Sundlaug Hafnar
Opnunartímar yfir páskahátíðina Fimmtudagur 2. apríl......... kl. 10:00 - 17:00 Föstudagur 3. apríl............. LOKAÐ Laugardagur 4. apríl........... kl. 10:00 - 17:00 Sunnudagur 5. apríl............ LOKAÐ Mánudagur 6. apríl............. kl. 10:00 - 17:00
Við stefnum að farsælum samruna fyrir samfélagið
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja tryggir hag viðskiptavina og greiðir veginn fyrir betri og öflugri þjónustu. Við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna í Landsbankann.
Samkvæmt ákvörðun Fjár málaeftirlitsins voru Lands bankinn og Sparisjóður Vest mannaeyja sameinaðir þann 29. mars sl. og eru nú öll útibú sparisjóðsins orðin útibú Landsbankans. Lands bankinn er stærsta fjármála fyrir tæki landsins og leggur ríka áherslu á trausta og
persónulega þjónustu við viðskiptavini sína. Allt kapp verður lagt á að samruninn gangi vel fyrir sig. Reikn ingar og kort virka líkt og áður sem og netbanki en þegar fram líður verða við skiptavinir færðir í samsvar andi vörur hjá Landsbank anum.
Útibú sparisjóðsins á Höfn verður áfram opið fyrst um sinn en fyrirhugað er að það sameinast útibúi Landsbankans í bænum. Frekari upplýsingar og svör við spurningum má fá í viðskiptaútibúum og á vef Landsbankans, landsbankinn.is.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
4
Miðvikudagur 1. apríl 2015
Náttúrustofuþing 8. apríl á Höfn
Eystrahorn
Skref til sjálfshjálpar Fræðslunet Suðurlands á Höfn ætlar að bjóða uppá námsleið í byrjun september sem kallast Skref til sjálfshjálpar en námið er 60 kennslustundir í lestri og ritun og er ætlað fólki með stutta skólagöngu sem á við lestrar- og ritunarerfiðleika að etja. Hægt er að fá námskeiðið metið í allt að 5 einingar á framhaldsskólastigi. Kennari verður Zophonías Torfason, íslenskukennari í FAS og kennt verður tvisvar í viku, í 8 vikur, í Nýheimum. Skráning og frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Nínu Síbyl í síma 560-2050 og á netfangið nina@hfsu.is og Möggu Gauju í síma 470-8074 eða á netfangið gauja@fraedslunet.is.
Ljósmynd: Björn Arnarson
Þingið verður haldið í Nýheimum á Höfn og hefst dagskrá kl. 10:00 og eru áætluð lok um kl. 16:30. Þema þingsins er fuglar og verða flestir fyrirlestrar tengdir rannsóknum og athugunum á fuglum, en einnig verður fyrirlestur um hreindýr á dagskránni. Þingið er opið almenningi og er ókeypis inn, en mikilvægt er fá tilkynningu um þátttöku í netfangið kristin@nattsa.is fyrir 3. april svo gera megi ráðstafanir vegna veitinga. Nánari dagskrá má finna á vef Náttúrustofu Suðausturlands nattsa.is
Páskaeggjabingó Kiwanisklúbbsins Óss verður 2. april, skírdag, í Nýheimum kl. 14:00.
Allir að mæta og reyna að vinna páskaegg frá Freyju.
Kútmagakvöld Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 11. apríl nk. Veislustjóri : Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum Miðaverð: 5000 kr Húsið opnar kl. 19:30 Allir karlmenn velkomnir Lionsklúbbur Hornafjarðar
framtíðarstarfa frá og með 17.mai 2015 Hæfniskröfur: Rúturéttindi, rík þjónustulund og hreint sakavottorð. á milli Hafnar í Hornafirði og Víkur.
Bifreiðaskoðun á Höfn 13., 14. og 15. apríl. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 10. apríl. Næsta skoðun er 18., 19. og 20. maí. Þegar vel er skoðað
Eystrahorn
Miðvikudagur 1. apríl 2015
5
• Höfuðlús Höfuðlúsin kemur upp á hverju ári í grunnskólum og leikskólum landsins. Talið er að hún hafi borist hingað fyrst með landnámsmönnum og þótti mönnum það merki um heilbrigði hér áður fyrr ef á þeim þrifust lýs. Fullorðin lús er um 2-3 mm á stærð, með sex fætur , stutta fálmara á höfði og hún nærist á blóði úr hársverðinum.
til manns ekki fyrir milligöngu dýra. Lúsin verður fljótt löskuð þegar hún dettur úr hárinu og út í umhverfið, því er talið ólíklegt að smit verði með innanstokksmunum en hún getur borist á milli með greiðum, burstum, húfum og þess háttar sem notað er af fleirum en einum.
Líftími lúsarinnar Kvenkyns lús lifir í 3-4 vikur. Hún verpir eggjum alveg niður við hársvörðinn þar sem mesti hitinn er og þau kallast nit. Nitin klekjast út eftir 6-10 daga og eftir situr tómt hylkið ca 4-6 mm frá hársverðinum. Lúsin verður kynþroska eftir 7-10 daga og þá getur hún verpt allt að 10 eggjum á dag þar til hún drepst. Hún getur lifað mest í einn sólarhring án næringar.
Smitleiðir
Meðferð við lúsasmiti
Lúsin getur skriðið á milli hausa við beina snertingu en hún getur hvorki stokkið flogið né synt og hún smitast eingöngu frá manni
Ef lús greinist í hári, þá þarf að meðhöndla strax. Margt hefur breyst á síðustu áratugum hvað varðar meðhöndlun og hafa komið á markaðinn efni sem lúsin getur ekki
myndað ónæmi gegn og þau eru einnig mildari í hársvörð barnanna. Algengustu efnin á markaðnum í dag eru hedrin, licener og paranix. Nýlega hefur komið á markaðinn rafmagnskambur sem drepur lúsina og nit hennar með rafstuði og getur hann gagnast vel við að greina lúsina og nota eftir meðferð með lúsasjampói. Mikilvægt er að kemba öllum heimilismönnum, þvo rúmfatnað við 5060°C, frysta fatnað sem þolir ekki heitan þvott og hella sjóðandi vatni yfir bursta og greiður. Umfram allt þarf svo að kemba hárið reglulega á t.d. 4 daga fresti næstu 2-3 vikurnar til að tryggja að árangur hafi náðst. f.h. heilsugæslunnar í Hveragerði, HSU Sigríður B. Ingólfsdóttir, hjúkrunarstjóri Heimildir: www.landlæknir.is, www. ni.is, visindavefur.is, bæklingur : að fanga höfuðlúsina
Páskalamb Páskalamb á Hótel Höfn á Hótel Höfn
Glæsilegur þriggja rétta páskaseðill hjá okkur á Hótel Höfn um helgina • Koníaksbætt humarsúpa með rjómatopp og humri • Ofnbakað lambafille og stórlúða með dijon-sveppasósu, sellerírótarmauki og gratíneruðum kartöflum • Ljós og dökk súkkulaðimús með hindberjasósu og ís
Verð kr. 4.990,-
Borðapantanir í síma 478-1240
Gleðilega páska
6
Miðvikudagur 1. apríl 2015
Umferðarsumarið 2015
Eystrahorn
Kynningarfundur Tillaga að nýju deiliskipulagi Höfnin – Ósland verður til kynningar í Ráðhúsi 3. hæð Hafnarbraut 27 Höfn þann 7. apríl kl. 13:00. Skipulagsfulltrúi
Varla geta komið endalausar lægðir yfir okkur, en með betra veðri og hækkandi sól er ekki úr vegi að rifja upp góðar venjur og reglur úr umferðinni. Munum að nota reiðhjólahjálminn og minnum á að það er skylda fyrir yngri en 15 ára. Við sem eldri erum tökum þau síðan til fyrirmyndar og notum líka hjálminn. Bara af því að það er skynsamlegt. Spyrjið bara Gísla. Spennum bílbeltin og ökum á löglegum hraða. Ekki bara skynsamlegt, heldur kemur okkur lengra og sparar um leið peninga. Bæði eldsneyti sem og sektir. Ekki gleyma að ökumaður ökutækis ber ábyrgð á þeim sem er yngri en 15 ára.
Minnum á tónleika Hamrahlíðakórsins
Sýnum tillitsemi og þolinmæði. Ólíkt fólk er í umferðinni og endalaus flóra af alls kyns aðstæðum sem koma upp. Sumir eru gangandi, hjólandi, akandi og ónefndir allsstaðar stoppandi. Stress bætir ekki neitt. Drögum djúpt andann og úr hraðanum. Málið leyst.
Sunnudagur 12. apríl kl. 11:00 Sungið á hjúkrunardeild HSU, Hornafirði. kl. 14:00 Tónleikar í Hafnarkirkju í Hornafirði.
Við munum leggja okkar af mörkum til að bæta umferðaröryggi og skorum á þig að gera slíkt hið sama. Því þetta er samvinna. Þetta snýst um öryggi – komum heil heim ! Lögreglan á Suðurlandi
Laugardagur 11. apríl kl. 14:30 Tónleikar í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum.
Mánudagur 13. apríl kl. 10:00 Skólatónleikar fyrir Grunnskóla Hornafjarðar, 1. - 6. bekk. kl. 11:30 Skólatónleikar fyrir Framhaldsskólann í A- Skaftafellssýslu og efstu bekki Grunnskóla Hornafjarðar.
1.479 kr.
Beikonborgari
franskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós
Veitingatilboð 1.279 kr.
Samloka
með skinku, osti, iceberg og sósu og franskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós
N1 Höfn Sími: 478 1940
779 kr.
Djúpsteikt pylsa
með osti og frönskum á milli og 0,5 l Coke í dós
499 kr.
Pylsa með öllu
lítið Kit Kat og 0,33 l Coke í dós
Eystrahorn
Miðvikudagur 1. apríl 2015
Afmæli og vöfflukaffi Í tilefni af 60 ára afmælinu mínu sem var 28. mars sl. verður opið hús á heimili vinkonu minnar, Jörgínu, á Kirkjubraut 15 á Höfn þar sem boðið verður uppá vöfflukaffi miðvikudaginn 1. apríl kl. 16:00 – 21:00.
7
Björgunarfélag Hornafjarðar og Björgunarbátasjóður Hornafjarðar halda aðalfund sinn í húsi félagsins 8. apríl kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf
Ættingjar, vinir og kunningjar verið velkomin.
Stjórnin
Anna Egilsdóttir
Leyfi til nýtingar við Fjallsárlón Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkti nýtt deiliskipulag við austurbakka Fjallsárlóns á Breiðamerkursandi skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Svæðið er í þjóðlendu við Fjallsárlón og hefur landnúmerið 222267. Allt skipulagssvæðið er skilgreint á náttúruminjaskrá. Markmið deiliskipulagsins er að sníða ramma utan um ferðamennsku á svæðinu þannig að hægt verði að taka á móti ferðamönnum svo umhverfið verði fyrir sem minnstu hnjaski. Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir að komið verði upp nauðsynlegri ferðamannaaðstöðu, svo sem þjónustuhúsi og salernisaðstöðu. Bæjarráð Hornafjarðar hefur ákveðið að auglýsa leyfi til nýtingar á landsvæði við Fjallsárlón laust til umsóknar með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi við Fjallsárlón. Um er að ræða leyfi með gildistíma frá 1. maí 2015 til 1. maí 2027 með möguleika á framlengingu til 1. maí 2033. Lágmarkgjald fyrir leyfið er kr. 9.500.000 á ári. Með auglýsingu þessari vill bæjarráð Hornafjarðar lýsa eftir aðilum sem hafa áhuga á starfsemi sem fellur að deiliskipulagi svæðisins og uppfylla þá skilmála sem að neðan greinir. Leyfishafi þarf að koma upp varanlegri þjónustu- og salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu fyrir maí 2016. Nauðsynlegt er að koma upp bráðabirgða þjónustu- og salernisaðstöðu áður en starfssemi hefst 2015. Leyfishafa verður heimilt að vera með allt að fjóra báta í siglingum á lóninu. Stefnt skal að notkun umhverfisvænna utanborðsmótora í siglingum á lóninu. Er þetta gert til að upplifun ferðamanna af svæðinu verði eins náttúruleg og mögulegt er. Leyfishafi kemur upp vatnsveitu og fráveitu sem stenst kröfur til þeirrar starfssemi sem hann hyggst halda úti á svæðinu. Öll uppbygging á svæðinu er á kostnað og ábyrgð leyfishafa. Akvegur að svæðinu, bílastæði og göngustígar eru á ábyrgð sveitarfélagsins.
Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi. Ekki skal litið svo á að röðun þeirra gefi til kynna vægi einstakra skilmála innbyrðis: • Hvernig viðkomandi hyggst nýta skipulagsreit í þeim tilgangi að hafa þar starfsemi fyrir ferðamenn, • Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á svæðinu, • Að uppbygging samræmist vel landsslagi og stingi ekki í stúf við umhverfið • Upphæð gjalds fyrir leyfið • Tæki og búnaður til starfseminnar, • Reynsla og þekking viðkomandi aðila af ferðaþjónustu, • Leyfi sem skylt er að hafa fyrir starfsemina, Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til bæjarráðs Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 20. apríl 2015. Umsækjendur nálgast frekari upplýsingar um nýtingarleyfið í Ráðhúsinu á Höfn, í síma 470-8000 eða sent fyrirspurn á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is Bæjarráð Hornafjarðar
Sáðvörulisti 2015 Tegund
Verðlækkun vegna gengisbreytinga
Stofn
Sekkur/kg
kr/kg
Verð pr. sekk
SS Alhliða SS Tún Engmó Switch Vega Sobra Norild Reverent
20 kg 20 kg 10 kg 10 kg 10 kg 10 kg 10 kg 10 kg
750 750 510 720 720 790 720 610
15.000 kr 15.000 kr 5.100 kr 7.200 kr 7.200 kr 7.900 kr 7.200 kr 6.100 kr
Jivet Calibra Kentaur Turgo Emerald
25 kg 10 kg 10 kg 25 kg 10 kg
470 590 590 470 490
11.750 kr 5.900 kr 5.900 kr 11.750 kr 4.900 kr
Filippa Filippa Kría Kría Judit Aukusti Aukusti
25 kg 700 kg 25 kg 700 kg 700 kg 350 kg 700 kg
130 130 137 137 129 129 129
3.250 kr 91.000 kr 3.425 kr 95.900 kr 90.300 kr 45.150 kr 90.300 kr
Axeli Belinda Belinda
350 kg 25 kg 350 kg
135 135 135
47.250 kr 3.375 kr 47.250 kr
Grasfræ Grasfræblanda* Grasfræblanda* Vallarfoxgras Vallarfoxgras Vallarfoxgras Vallarsveifgras Hávingull Túnvingull
Grænfóðurfræ Sumarrýgresi Fjölært rýgresi Fjölært rýgresi Vetrarrýgresi Vetrarrepja
Bygg Bygg 2ja raða Bygg 2ja raða Bygg 2ja raða Bygg 2ja raða Bygg 6 raða Bygg 6 raða Bygg 6 raða
Hafrar Hafrar Hafrar Hafrar
*SS Alhliða: 60% Vallarfoxgras (10% Switch - 50% Vega) - 10% Vallarsveifgras Sobra - 15% Hávingull Norild - 15% Fjölært rýgresi Calibra. *SS Tún: 70% Vallarfoxgras (25% Switch - 45% Vega) - 30% Hávingull Norild
Áskiljum okkur rétt til verðbreytinga án fyrirvara - öll verð eru gefin upp án virðisaukaskatts. Með fyrirvara um prentvillur. Ef gengið er frá pöntun fyrir 1. maí er frír flutningur til bænda.
Rúlluplastið sem bændur treysta Rúlluplast
Tenospin - 750*0,025*1500 Tenospin - 750*0,025*1500 Tenospin - 750*0,025*1500
Net
Westfalia - 123*3000 m
Ný vara Ný vara
Litur
Listaverð án vsk.
Magn á bretti
Hvítt Grænt Svart
10.950 kr 10.950 kr 10.800 kr
15 15 15
23.500 kr
Garn
Cobra
4.500 kr
Sölumaður Bjarni Hákonarson sími 894-0666. Sláturfélag Suðurlands svf.
•
Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 6000
•
www.ss.is