Eystrahorn 14. tbl. 33. árgangur
Fimmtudagur 9. apríl 2015
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Bridgehátíð og Hrossakjötsveisla í Þórbergssetri Þann 1. apríl síðast liðinn hefði Torfi Steinþórsson á Hala orðið 100 ára ef honum hefði auðnast líf svo lengi. Torfi var mikill áhugamaður um bridge og stóð fyrir spilamennsku í Suðursveit áratugum saman. Suðursveitungar komu þá saman og spiluðu bridge, hin síðari ár alltaf á fimmtudögum. Yfirleitt var spilað á fjórum borðum og stundum fimm. Síðan var einu sinni á vetri alvöru sveitakeppni við Hafnarmenn, þar voru fremstir í flokki Árni Stefánsson og Ragnar Björnsson ásamt fleiri þekktum Hornfirðingum. Uppáhaldsmatur Torfa var saltað hrossakjöt og helst vel feitt. Á hverju ári stendur Þórbergssetur nú fyrir bridgehátíð og hrossakjötsveislu í Þórbergssetri, sem næst
Endurvinnsla
Íbúum sveitarfélagsins er bent á að búið er að setja upp flokkunarkrá við Gáruna. Þar er hægt að flokka sorp allan sólarhringinn alla daga ársins. Ekki er ætlast til að komið sé með stærri hluti þá þarf að koma með á opnunartíma sorpstöðvarinnar. Vegna breyttra aðstæðna er fólk beðið ykkur um að setja allan pappír í poka áður en hann er settur í endurvinnslutunnuna. Flokkunin gengur ágætlega og íbúar eru jákvæðir gagnvart henni en þó má benda á að í síðustu hreinsun var talsvert af almennu sorpi en einhvers misskilnings gætir þar sem mikið magn af bleiupokum hafa verið í endurvinnslutunnunni. Það má alls ekki setja GLER í endurvinnslutunnuna vegna slysahættu starfsmanna. Við frágang endurvinnsluefnanna varð slys á starfsmanni, fékk hann skurð á hendi sem kom til eingöngu vegna glers. Einnig er áréttað að endurvinnslan tekur ekki við fatnaði, ef vilji er að endurnýta slíkt á að koma því í RKÍ. Tekið er við fatnaði fyrir RKÍ í Gárunni, en ekki er ætlast til að föt séu sett í endurvinnslutunnuna. Ef fólk vill endurnýta sín föt á að koma þeim til RKÍ m.a. í Gárunað eða í gáminn við N1. Opnunartími Endurvinnslunnar þ.e. flöskumóttakan er opin þriðjudaga og fimmtudaga milli 13:00 og 17:00 á laugardögum er opið frá 11:00 til 15:00.
afmælisdegi Torfa, að þessu sinni 11. og 12. apríl næstkomandi. Þá er spilað nær linnulaust frá föstudagskvöldi til sunnudagssíðdegis og etið þess á milli hrossakjöt og silungur að hætti Halamanna. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár og kemur fólk víðs vegar að af landinu, en heldur hefur dregið úr þátttöku heimamanna seinni árin. Hægt er að skrá þátttöku og gistingu í síma 4781073 / 8672900 eða á netfang hali@hali.is. Mótsgjald er 3000 krónur Gisting í tvær nætur morgunverður, hrossakjötsveisla og hádegisverður á sunnudegi kostar 16.000 kr. Gaman væri ef heimamenn og gamlir spilafélagar Torfa kæmu í Þórbergssetur þessa helgi í tilefni 100 ára ártíðar Torfa. Allir velkomnir
Aðalfundir Sindra
Sævar Þór, Kristján Guðnason og Valdimar Einarsson.
Nú er lokið öllum aðalfundum deilda Sindra sem eru starfandi í dag. Reksturinn gekk ágætlega á síðasta ári og hefur velta félagsins aldrei verið meiri eða tæpar 90 milljónir. Af aðalstjórn er það að frétta að Ásgrímur Ingólfsson hætti í stjórn eftir 9 ára stjórnarsetu og þar af 7 ár sem formaður. Þakkar Umf. Sindri Ásgrími fyrir vel unnin störf. Gunnhildur Lilja Gísladóttir kom í hans stað og bjóðum við hana velkoma til starfa. Aðalstjórn Sindra skipa núna ásamt Gunnhildi formanni, Halldóra Katrín Guðmundsdóttir og Gauti Árnason. Á fundinum var Sævari Þór Gylfasyni veitt gullmerki Sindra fyrir mikið og gott starf en hann hóf þjálfun árið 1988 hjá knattspyrnudeild auk þess að þjálfa og vera í stjórn Blakdeildar til margra ára. Að auki var Sævari veitt silfurmerki KSÍ fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar. Sævar er að flytja á höfuðborgarsvæðið ásamt fjölskyldu sinni. Þakka ungmennafélagar Sævari fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í nálægt þrjá áratugi. Í Ungmennafélaginu eru nú starfandi sex deildir auk aðalstjórnar og fjöldi þjálfara. Í þessum sjö stjórnum eru 25 stjórnarmenn og þar af 15 konur sem við erum ákaflega stolt af. Stjórnir Umf. Sindra
2
Fimmtudagur 9. apríl 2015
Arnar Þór Guðjónsson háls-, nef- og eyrnalæknir
verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 21. -22 . apríl nk Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum
Laus störf á HSU Hornafirði
Auglýst eftir sumarstarfsfólki í ýmis störf á HSU Hornafirði. Skemmtilegur vinnustaður, hentar bæði körlum og konum! Upplýsingar í síma 470-8600 eða senda tölvupóst á netfangið hssa@hssa.is. Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags og Launanefnd sveitarfélaga.
Eystrahorn
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga Samverustund á föstudaginn kl. 17:00 með Birni Arnarsyni sem sýnir fugla- og náttúrulífsmyndir og fjallar um komu farfuglanna í vor. EKRUMEISTARINN í Hornafjarðarmanna 2015 Á laugardaginn kemur kl. 13:00 verður spilað um EKRUSKÁLINA í EKRUNNI. Albert Eymundsson stjórnar Mannanum og veitir viðurkenningar. Aðgangseyrir kr. 1000 og aðeins tekið við reiðufé. Allir hjartanlega velkomnir að spila ! Dans- og spilanefndin
Frá Ferðafélaginu
Eitt fjall í mánuði
Sunnudaginn 12. apríl
Hrossatindur við Lónsheiði 744 m. Lagt af stað kl. 9:00 frá tjaldstæðinu og sameinast í bíla. Ekið að Lónsheiði þar sem gangan hefst um kl. 9:40. Léttir göngubroddar nauðsynlegir, léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður. Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Skorum á starfsfólk Ráðhússins að fjölmenna í þessa ferð. Ferðatími er um 6-7 klst. Verð 1000- kr. fyrir 18 ára og eldri. Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Allir velkomnir.
Bifreiðaskoðun á Höfn 13., 14. og 15. apríl. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 10. apríl. Næsta skoðun er 18., 19. og 20. maí. Þegar vel er skoðað
Frekari upplýsingar Ragna Pétursdóttir 662-5074
Aðalfundur Ferðafélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn 9. apríl í Gömlubúð kl 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Aðalfundur verslunarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn 14. apríl 2015 kl. 18:00 að Víkurbraut 4 Hornafirði Dagskrá: • Kjaramál • Skýrsla um störf deildarinnar liðið starfsár • Kjör stjórnar deildarinnar • Önnur mál
Stjórn Verslunarmannadeildar AFLs
Eystrahorn
Fimmtudagur 9. apríl 2015
Atkvæðagreiðslur um verkföll Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins afturkölluðu sameiginlega atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun eftir að Félagsdómur dæmi sambærilega atkvæðagreiðslu nokkurra félaga innan Rafiðnaðarsambandsins ólögmæta þar sem atkvæði höfðu verið greidd og talin sameiginlega. SA höfðaði málið fyrir dómnum. Það eru undarlegar áherslur að þvæla málum fyrir dómstólum frekar en að snúa sér að hinu raunverulega verkefni, að ganga frá kjarasamningum. Nú mun hvert félag fara í atkvæðagreiðslur um vinnustöðvun til að fylgja eftir kröfum félaganna en meginkrafa aðildarfélaga SGS er að lágmarkslaun verði hækkuð í 300 þúsund krónur innan þriggja ára og stefna félögin saman á verkfallsboðun til að þrýsta á um að ná fram markmiðum sínum um mannsæmandi kjör. Aðgerðirnar ná til félagsmanna sem starfa í fiskvinnslu, kjötvinnslu og sláturhúsum, í þjónustugreinum, svo sem ferðaþjónustu og ræstingum og í byggingastarfsemi, mannvirkjagerð, iðnaði og flutningsgreinum. Eftir helgina munu félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags sem starfa í þessum greinum fá senda atkvæðaseðla heim þar sem þeir greiða atkvæði um tillögu trúnaðarráðs félagsins um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslan verður rafræn en aðstoð býðst á skrifstofum félagsins fyrir þá sem þess óska. Þeir félagsmenn sem falla undir ofangreint samningssvið en fá ekki senda atkvæðaseðla eru beðnir um að snúa sér til félagsins eftir skýringum. Baráttan er núna- vertu með?
3
Lausar stöður við Grunnskóla Hornafjarðar • sérkennsla • íþróttakennsla • umsjónarkennsla á miðstigi • heimilisfræðikennsla • starf náms- og starfsráðgjafa • starf þroskaþjálfa • starf bókasafnsvarðar Í Grunnskóla Hornafjarðar eru 270 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf þar sem fjölbreyttir kennsluhættir, skapandi starf og einstaklingsmiðuð nálgun er grunnurinn í skólastarfinu. Skólinn er heilsueflandi, grænfána skóli sem starfar eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar (Restitution).
Menntunar og hæfniskröfur:
• háskólamenntun og starfsréttindi á viðkomandi sviði • frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun • samstarfsvilji, hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun samkvæmt kjarasamningum SA og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir og ferilskrá skal senda á skólastjóra á netföngin eyglo@hornafjordur.is og hulda@hornafjordur.is Umsóknarfrestur til 24. apríl 2015 Upplýsingar um starfið veita skólastjórarnir Eygló Illugadóttir í síma 470 4820 og Hulda Laxdal Hauksdóttir í síma 470 8440.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags Skýringar: •
Boðað hefur verið til vinnustöðvunar vegna kröfu AFLs um samninga við undirverktaka á Alcoalóð
•
Viðræður ganga ekkert í samningum verslunarmanna og iðnaðarmanna.
•
Viðræður eru í gangi vegna starfsmanna Alcoa.
•
Samningar við ríkið og sveitarfélögin renna út í lok apríl.
•
Ekki er verið að fara í atkvæðagreiðslu hjá þessum hópum núna
•
Þeir hópar sem eru ekki í deilunni í dag eru sjómenn, starfsmenn á bændabýlum, við uppstokkun og beitningu og við Norðfjarðargöng auk nokkurra sérsamninga.
Aðalfundur verkamannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn 16. apríl 2015 kl. 18:00 að Búðareyri 1 Reyðarfirði Dagskrá: • Kjaramál • Skýrsla fum störf deildarinnar • Kjör stjórnar deildarinnar • Önnur mál
Stjórn Verkamannadeildar AFLs
Sumarstarf hjá Hornafjarðarhöfn Hornafjarðarhöfn óskar eftir sumarstarfsmanni frá og með 2. maí til og með 31. ágúst Starfslýsing: Skipstjórn á Birni Lóðs, vigtun á hafnarvog og fiskmarkaði, hreinsun hafnarumhverfis og viðhald hafnarmannvirkja Starfið heyrir undir Hornafjarðarhöfn. Menntun og hæfniskröfur: • Skipstjórnarréttindi AD (Gamla pungaprófið) • Vélstjórnarréttindi, vélavörður 750 kW og minna (VV), vigtarréttindi • Þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og SAMFLOT bæjarstarfsmannafélaga. Nánari upplýsingar um starfið gefur Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar í síma 854 0242.
4
Fimmtudagur 9. apríl 2015
Neysla ungmenna á orkudrykkjum Neysla grunnskólanemenda á ýmisskonar orkudrykkjum hefur aukist mikið að undanförnu enda framboð mjög mikið. Nokkuð er um að börn allt niður í 13 ára neyti þessara drykkja reglulega. Algengt er að skólahjúkrunarfræðingar fái fyrirspurnir varðandi þessa drykki og neyslu þeirra í eldri deildum Grunnskóla Hornafjarðar. Einn þeirra drykkja sem krakkarnir hafa verið að neyta er Amino Energy en hann er samkvæmt merkingu ekki ætlaður börnum 18 ára og yngri. Við nánari skoðun á þessum drykk er hann sagður vera: vatnslosandi, örvandi, vöðvastækkandi og heilahreinsandi ásamt fleiri eiginleikum. Þessi orkudrykkur inniheldur koffein, vatnslosandi grænt te, Taurin sem er amínósýra (á að virka svipað og kreatín) og á að draga vatn og næringarefni inn í vöðvafrumur og þannig stækka þær, einnig á hún að auka áhrif koffeins. Svo er Glútamín sem sagt er í leiðbeiningum að styðji við prótein upptöku og framleiðslu vaxtahormóna ásamt því að afeitra heilann. Koffein er örvandi efni sem getur valdið svefnleysi, óþægindum í maga, örum hjartslætti, hækkuðum blóðþrýstingi og minnkaðri athygli. Önnur efni sem þessi orkudrykkur inniheldur hafa ekki verið rannsökuð með tilliti til neyslu barna og unglinga og ætti þessi aldurshópur því ekki að neyta þessara efna. Það sem vakti spurningar var sú staðreynd að unglingarnir voru ekki endilega að taka þessa drykki fyrir æfingar heldur sem almennan svaladrykk. Þegar börnin eru spurð að því hvers vegna þau noti þessa drykki eru svörin yfirleitt á þá leið að þau vanti orku. Sem skólahjúkrunarfræðingur velti ég fyrir mér af hverju heilbrigðum unglingum vanti orku og hvort ástæðan geti verið of mikil koffein neysla sem leiði til svefntruflana? Önnur tala um að þau þurfi að brenna hraðar eða vegna þess að félagarnir neyti þessara drykkja. Flest vita þó ekki hvað þessir drykkir gera fyrir þau. Það er nauðsynlegt að vekja athygli á þeirri staðreynd að börn í efri bekkjum grunnskóla virðast drekka talsvert magn af þessum drykkjum. Því er það hvatning til foreldra að skoða með gagnrýnum augum hvað börnin þeirra eru að setja ofan í sig og kynni sér innihaldsefni þeirra fæðubótaefna sem börnin eru að neyta. Börn og unglingar sem eru að vaxa og þroskast þurfa fjölbreytta fæðu, nægan svefn og reglubundna hreyfingu. Þau eiga ekki að þurfa fæðubótarefni eða orkudrykki til að komast í gegnum daginn. Vatn er besti svaladrykkurinn fyrir og á meðan æfingum stendur og kostar ekkert. Einu fæðubótarefnin sem ráðlagt er að taka sérstaklega er lýsi og D vítamín.
Lausar stöður við Heilsuleikskólann Krakkakot Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum í 100 % stöður frá 1. maí og einnig frá 11. ágúst 2015. Um framtíðarstörf er að ræða. Krakkakot er þriggja deilda heilsuleikskóli og starfar eftir viðmiðum Samtaka heilsuleikskóla. Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2015. Tekið er á móti umsóknum hjá Snæfríði leikskólastjóra og Elínborgu aðstoðarleikskólastjóra á Krakkakoti og í síma 470-8480 eða á snaefridur@hornafjordur.is.
F.h. Heilsugæslu Hornafjarðar-HSU Ragnheiður Rafnsdóttir skólahjúkrunarfræðingur
Aðalfundur Aðalfundur Ríkis Vatnajökuls ehf. 2015 verður haldinn í Árnanesi sunnudaginn 12. apríl kl. 20:00-22:00. Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um einkahlutafélög nr.138/1994. Olga Ingólfsdóttir, nýr framkvæmdastjóri félagsins verður kynnt.
Starfsfólk óskast Pósturinn á Höfn í Hornafirði óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka þjónustulund sem eiga auðvelt með samskipti. Bréfberi í 75% starf þar sem vinnutíminn er frá 8:30 til 14:30. Tímabil frá 6. júlí - 15. ágúst. Gjaldkeri í 100% starf þar sem vinnutíminn er frá 8:30 til 16:45. Tímabil frá 1. júní - 15. ágúst. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2015 Nánari upplýsingar gefur Sigríður Lucia Þórarinsdóttir í síma 478-1101 eða í netfangið sigridurl@postur.is Hægt er að sækja um á postur.is en skriflegum umsóknum skal skilað á Pósthúsið á Höfn merkt: Pósturinn Sigríður Lucia Þórarinsdóttir Afgreiðslustjóri Hafnarbraut 21 780 Höfn
Leikskólafótbolti í Bárunni Byrjar aftur sunnudaginn 12. apríl kl 13:00 Þjálfari er Miralem Haseta
Eystrahorn
Eystrahorn
Fimmtudagur 9. apríl 2015
Bæjarmálafundur Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með súpufund í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 11. apríl kl. 11:00 – 13:00. Alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson verður sérstakur gestur á fundinum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna
Föstudagshádegi í Nýheimum Föstudaginn 10. apríl kl. 12:30 mun Vilhjálmur Magnússon, staðarhaldari í Vöruhúsinu, koma í Nýheima og segja frá starfsemi hússins. Viðburðurinn er öllum opinn og áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér hvað íbúum stendur til boða.
Viltu merkja fugla? Í tilefni 10 ára afmælis Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands verður fólki boðið að koma og fylgjast með og taka þátt í merkingum í Einarslundi nk. laugardag og sunnudaginn frá kl. 8:00 - 12:00 báða dagana. Ný aðstaða stöðvarinnar verður líka til sýnis.
5
Stefna og framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu www.ferdamalastefna.is Iðnaðar- og viðskiptaráðherra setti í gang í október sl. vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir íslenska ferðaþjónustu og stuðla að samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Stefnt er að því að niðurstöður vinnunnar liggi fyrir í júní nk. Það eru tímamót í ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðaþjónustan er nú sú atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu mestum gjaldeyristekjum og árleg fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hefur verið yfir 20% undanfarin þrjú ár. Vöxtur í greininni skapar mikil tækifæri en einnig áskoranir og við þeim þarf að bregðast af skynsemi. Mikið hefur verið kallað eftir því að stjórnvöld móti stefnu og framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu og sterkur vilji er meðal hagsmunaaðila að koma að þeirri vinnu. Stýrihópur um verkefnið starfar undir formennsku ráðherra en þar eiga einnig sæti ferðamálastjóri og formaður og framkvæmdastjóri SAF. Samhliða er starfandi verkefnahópur, sem heldur utan um verkefnið, og er ætlað að kortleggja stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu, huga að að umgjörð ferðaþjónustunnar á Íslandi og taka mið af þekkingu og þróun ferðaþjónustu erlendis, einkum þar sem vel hefur tekist til. Verkefnahópnum er ætlað að gera tillögu að stefnu og framtíðarsýn til lengri tíma og aðgerðaráætlun til skemmri tíma. Mikilvægasti þátturinn í stefnumótunarvinnunni er aðkoma hagsmunaaðila, m.a. fyrirtækja, starfsmanna í greininni og almennings. Það eru hagsmunir allrar þjóðarinnar að vel takist til og hefur verkefnahópurinn opnað heimasíðuna, www.ferdamalastefna.is en þar gefst öllum kost á að koma á framfæri ábendingum og leiðum sem þeir vilja sjá til að bæta og gera íslenska ferðaþjónustu alþjóðlega samkeppnishæfa.
Kútmagakvöld Hið árlega og vinsæla kútmagakvöld Lionsmanna verður haldið í Sindrabæ laugardaginn 11. apríl nk. Veislustjóri : Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum Miðaverð: 5000 kr Húsið opnar kl. 19:30
Minnum á tónleika Hamrahlíðakórsins Laugardagur 11. apríl kl. 15:00 Tónleikar í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum. Sunnudagur 12. apríl kl. 11:00 Sungið á hjúkrunardeild HSU, Hornafirði. kl. 14:00 Tónleikar í Hafnarkirkju í Hornafirði. Mánudagur 13. apríl kl. 10:00 Skólatónleikar fyrir Grunnskóla Hornafjarðar, 1. - 6. bekk. kl. 11:30 Skólatónleikar fyrir Framhaldsskólann í A- Skaftafellssýslu og efstu bekki Grunnskóla Hornafjarðar.
Ókeypis aðgangur að öllum tónleikum
Allir karlmenn velkomnir Lionsklúbbur Hornafjarðar
Rakarastofan verður lokuð frá 10. apríl til 19. apríl. Rakarastofa
Baldvins
Ærblanda SS óerfðabreytt
Kjarnfóðurblanda framleidd af DLG fyrir íslenska sauðféð • Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini. • Gott jafnvægi í steinefnum og snefilefnum og rík af kalsíum, fosfór og magnesíum.
Kjarnfóðrið inniheldur ekki erfðabreytt hráefni Saltsteinn fyrir kindur Salto får
Bætiefnafata fyrir kindur Vitlick Soft Sheep
• Inniheldur stein- og snefilefni • Inniheldur ekki kopar • Inniheldur selen • Inniheldur náttúrulegt bergsalt • Má notast við lífræna ræktun
•
-10 kg steinn
• • • •
Steinefna- og snefilefnaríkt og hentugt með vetrarfóðrun Inniheldur A-vítamín, D-vítamín og E-vítamín Án kopars Hátt seleninnihald Inniheldur hvítlauk
- 15 kg fata
Yea-Mix Iceland Bætiefnablanda með lifandi geri
Friska Sød Mjólkurduft fyrir kálfa
• Lifandi ger hjálpar til á marga vegu: - Það jafnar sýrustigið í vömbinni og minnkar líkur á súrri vömb. - Nýting sterkju og meltanleiki trénis eykst. - Aukin nyt og lægri frumutala í mjólkinni. - Hlutfall fitusýra verður hagstæðara. - Eykur almennt heilbrigði og frjósemi. • Inniheldur lífrænt selen og náttúrulegt E-vítamín. • Inniheldur bíótín • Inniheldur gott hlutfall af kalsíum, fosfór og magnesíum
• Tvær gerðir af mjólkurdufti: -Friska Sød Extra: Hágæða undanrennuduft sem hentar allt mjólkurfóðrunartímabilið. -Friska Sød Special: Hágæða mysuduft sem hentar síðari hluta mólkurfóðrunartímabilið. -25 kg poki
-20 kg poki
Sölumaður Bjarni Hákonarson sími 894-0666. Sláturfélag Suðurlands svf.
•
Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 6000
•
www.ss.is