Eystrahorn 14. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 14. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 9. apríl 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Bridgehátíð og Hrossakjötsveisla í Þórbergssetri Þann 1. apríl síðast liðinn hefði Torfi Steinþórsson á Hala orðið 100 ára ef honum hefði auðnast líf svo lengi. Torfi var mikill áhugamaður um bridge og stóð fyrir spilamennsku í Suðursveit áratugum saman. Suðursveitungar komu þá saman og spiluðu bridge, hin síðari ár alltaf á fimmtudögum. Yfirleitt var spilað á fjórum borðum og stundum fimm. Síðan var einu sinni á vetri alvöru sveitakeppni við Hafnarmenn, þar voru fremstir í flokki Árni Stefánsson og Ragnar Björnsson ásamt fleiri þekktum Hornfirðingum. Uppáhaldsmatur Torfa var saltað hrossakjöt og helst vel feitt. Á hverju ári stendur Þórbergssetur nú fyrir bridgehátíð og hrossakjötsveislu í Þórbergssetri, sem næst

Endurvinnsla

Íbúum sveitarfélagsins er bent á að búið er að setja upp flokkunarkrá við Gáruna. Þar er hægt að flokka sorp allan sólarhringinn alla daga ársins. Ekki er ætlast til að komið sé með stærri hluti þá þarf að koma með á opnunartíma sorpstöðvarinnar. Vegna breyttra aðstæðna er fólk beðið ykkur um að setja allan pappír í poka áður en hann er settur í endurvinnslutunnuna. Flokkunin gengur ágætlega og íbúar eru jákvæðir gagnvart henni en þó má benda á að í síðustu hreinsun var talsvert af almennu sorpi en einhvers misskilnings gætir þar sem mikið magn af bleiupokum hafa verið í endurvinnslutunnunni. Það má alls ekki setja GLER í endurvinnslutunnuna vegna slysahættu starfsmanna. Við frágang endurvinnsluefnanna varð slys á starfsmanni, fékk hann skurð á hendi sem kom til eingöngu vegna glers. Einnig er áréttað að endurvinnslan tekur ekki við fatnaði, ef vilji er að endurnýta slíkt á að koma því í RKÍ. Tekið er við fatnaði fyrir RKÍ í Gárunni, en ekki er ætlast til að föt séu sett í endurvinnslutunnuna. Ef fólk vill endurnýta sín föt á að koma þeim til RKÍ m.a. í Gárunað eða í gáminn við N1. Opnunartími Endurvinnslunnar þ.e. flöskumóttakan er opin þriðjudaga og fimmtudaga milli 13:00 og 17:00 á laugardögum er opið frá 11:00 til 15:00.

afmælisdegi Torfa, að þessu sinni 11. og 12. apríl næstkomandi. Þá er spilað nær linnulaust frá föstudagskvöldi til sunnudagssíðdegis og etið þess á milli hrossakjöt og silungur að hætti Halamanna. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár og kemur fólk víðs vegar að af landinu, en heldur hefur dregið úr þátttöku heimamanna seinni árin. Hægt er að skrá þátttöku og gistingu í síma 4781073 / 8672900 eða á netfang hali@hali.is. Mótsgjald er 3000 krónur Gisting í tvær nætur morgunverður, hrossakjötsveisla og hádegisverður á sunnudegi kostar 16.000 kr. Gaman væri ef heimamenn og gamlir spilafélagar Torfa kæmu í Þórbergssetur þessa helgi í tilefni 100 ára ártíðar Torfa. Allir velkomnir

Aðalfundir Sindra

Sævar Þór, Kristján Guðnason og Valdimar Einarsson.

Nú er lokið öllum aðalfundum deilda Sindra sem eru starfandi í dag. Reksturinn gekk ágætlega á síðasta ári og hefur velta félagsins aldrei verið meiri eða tæpar 90 milljónir. Af aðalstjórn er það að frétta að Ásgrímur Ingólfsson hætti í stjórn eftir 9 ára stjórnarsetu og þar af 7 ár sem formaður. Þakkar Umf. Sindri Ásgrími fyrir vel unnin störf. Gunnhildur Lilja Gísladóttir kom í hans stað og bjóðum við hana velkoma til starfa. Aðalstjórn Sindra skipa núna ásamt Gunnhildi formanni, Halldóra Katrín Guðmundsdóttir og Gauti Árnason. Á fundinum var Sævari Þór Gylfasyni veitt gullmerki Sindra fyrir mikið og gott starf en hann hóf þjálfun árið 1988 hjá knattspyrnudeild auk þess að þjálfa og vera í stjórn Blakdeildar til margra ára. Að auki var Sævari veitt silfurmerki KSÍ fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar. Sævar er að flytja á höfuðborgarsvæðið ásamt fjölskyldu sinni. Þakka ungmennafélagar Sævari fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í nálægt þrjá áratugi. Í Ungmennafélaginu eru nú starfandi sex deildir auk aðalstjórnar og fjöldi þjálfara. Í þessum sjö stjórnum eru 25 stjórnarmenn og þar af 15 konur sem við erum ákaflega stolt af. Stjórnir Umf. Sindra


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.