Eystrahorn 38. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 6. nóvember 2014

38. tbl. 32. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

40 ára afmæli Elli- og hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs Þann 8. nóvember næstkomandi verða liðin 40 ár frá því Elli- og hjúkrunarheimilið Skjólgarður var tekið í notkun. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera lengra síðan en fyrir þann tíma naut aldrað fólk yfirleitt umönnunar sinna nánustu vina og ættingja. Mig langar að segja frá aðdraganda þess en í Sögu Hafnar, síðara bindi er skýrt frá þessu. Sögu Austur-Skaftfellinga um umbætur í þessum málum má rekja aftur til 1956 þegar aðalfundur Sambands austur-skaftfellskra kvenna var haldinn. Þar flutti Regína Stefánsdóttir á Grímsstöðum mál sem bar yfirskriftina „Elli- og hjúkrunarheimili“. Taldi hún mikla þörf fyrir stofnun þessara samtaka fram eftir öldinni, ásamt öðrum samanber Kvenfélagasambandinu og fleirum. Var þar Sigurlaug Árnadóttir frá Hraunkoti í Lóni fremst í flokki sem formaður Sambands austur-skaftfellskra kvenna. Eftir áralanga baráttu fór Sambandið fram á við hreppsnefnd Hafnarhrepps að fá leigt Viðlagasjóðshús sem hreppurinn hafði keypt. Nefndin tók þessari málaleitan vel og lýsti yfir áhuga sínum á því að keypt yrði annað hús svo hægt væri að reka fæðingar- og hjúkrunarheimili, eins og það var orðað. Á aðalfundi sýslunefndar í ágúst 1974 mættu fulltrúar frá Hafnarhreppi, heilbrigðisráðuneytinu og kvenfélagasambandinu, auk héraðslæknis, ljósmóður og hjúkrunarkonu til að ræða um málið. Ákveðið var að sýslusjóður keypti eitt Viðlagasjóðshúsanna (Hvannabraut 3) og leigði annað (Hvannabraut 5) hlið við hlið. Enn fremur skipaði sýslunefnd nefnd til þess að annast rekstur heimilisins. Nú gengu hlutirnir hratt fyrir sig og þann 8. nóvember 1974 var Elli- og hjúkrunarheimili Austur-Skaftafellssýslu formlega tekið í notkun. Þá höfðu þegar fæðst þar fimm börn og öllum rúmum sem öldruðum var ætlað, átta eða níu talsins, hafði verið ráðstafað. Auk þess voru í húsinu rúm fyrir fimm legusjúklinga, þar af eitt fyrir sængurkonur. Þegar heimilið tók til starfa voru fastráðnir

Eystrahorn 1. tbl. 27. árgangur

Fimmtudagur 5. nóvember 2009

Eystrahorn

Síldarstofninn ennþá sterkur þrátt fyrir allt

Þessa mynd tók Gunnlaugur Árnason á mánudaginn var út um skrifstofugluggann hjá sér af Ásgrími Halldórssyni með veiðarfærin úti rétt utan við höfnina í Stykkishólmi.

Nú er að koma að lokum rannsókna á síldarstofninum. Engin endanleg niðurstaða er þó komin um framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun og fyrstu niðurstöðum úr rannsóknum virðist sýking umtalsverð í síldinni. Jafnframt segir að teknu tilliti til mælingar á stærð veiðistofnsins og umfangi sýkingarinnar verður að telja líklegt að stofninn verði undir

viðmiðunarmörkum á næsta ári. Þetta er reiðarslag fyrir stað eins og Hornafjörð þar sem SkinneyÞinganes er eitt öflugusta fyrirtæki landsins sem veiðir uppsjávarfisk og verkar. Þrátt fyrir þessi tíðindi sýna mælingar að stofnin er sterkari en í fyrra sem gefur vonir um að hann standi af sér þessa ágjöf. Hermann Stefánsson framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi hafði

þetta að segja um málið þegar leitað var eftir viðbrögðum við þessum tíðindum; “Við höfum gert ráð fyrir því frá því að sýkingin kom upp í fyrra að brugðið gæti til beggja vona með síldveiðar og vinnslu þetta árið. Við höfum því lengt humarvertíðina fram á haustið meðal annars til að mæta því. Einnig var settur aukinn kraftur í bolfiskvinnslu félagsins á

vormánuðum og er henni meðal annars ætlað að mæta þessari stöðu. Það er því von okkar að við náum að halda sjó og halda uppi atvinnu í fiskiðjuverinu í haust en engu að síður er ljóst að síldarleysið er stórt áfall fyrir okkur. Þá er ljóst að starfsemi fiskmjölsverksmiðjunnar verður ekkert í líkingu við undanfarin haust.”

Samstarf FAS og Eystrahorns Við erum nemendur í Framhaldsskólanum í AusturSkaftafellssýslu, á lokaári, og erum að taka þriðja og síðasta áfangann okkar í fjölmiðlafræði. Okkur hefur verið falið það verkefni á þessari önn að skrifa greinar, sem munu birtast í Eystrahorni. Markmið

verkefnisins er að fá að taka þátt í blaðamennsku og sjá hvernig vinna við blaðaútgáfu gengur fyrir sig. Þetta er krefjandi verkefni en við hlökkum til að takast á við það og fá að vinna alvöru verkefni í tengslum við hefðbundið nám og erum þakklátar fyrir það. Svava, Inga og Fanney

Blað sem bætir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

starfsmenn tíu, þar af þrír í hlutastarfi. Vilborg Einarsdóttir ljósmóðir gegndi stöðu forstöðumanns, Sigrún Hermannsdóttir stöðu yfirhjúkrunarkonu og Kjartan Árnason héraðslæknir var læknir heimilisins. Elli- og hjúkrunarheimilið á Höfn létti miklu álagi af mörgum einkaheimilum. Á stofnuninni áttu margir aldraðir kost á betri aðhlynningu en áður. Elli- og hjúkrunarheimilinu var komið á fót með samstilltu átaki margra aðila og nokkrir einstaklingar lögðu málinu lið með myndarlegum fjárframlögum. Varla er þó á neinn hallað þótt Sambandi austur-skaftfellskra kvenna sé eignaður mesti heiðurinn að tilkomu þess. Þær lögðu grunninn að stofnuninni með fjársöfnun og fengu aðra aðila í lið með sér. Rekstrarnefnd heimilisins árin 1974-1975 var skipuð þeim Friðjóni Guðröðarsyni, formanni, Gísla Björnssyni, Margréti Gísladóttur, Kjartani Árnasyni og Sigrúnu Hermannsdóttur. Tuttugu og tveimur árum seinna var nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun, haustið

1996. Það var á þeim tíma hugsað sem fyrri áfangi og áformað að byggja við fljótlega. Sá áfangi hefur enn ekki verið byggður og er það eitt helsta baráttumál okkar Hornfirðinga að tryggja fjárveitingar til þess. Í dag eru hjúkrunarrýmin 24 og þar af eru 22 þeirra tvíbýli. Einnig er leyfi fyrir 3 sjúkrarýmum á hjúkrunarheimilinu. Á dvalarheimilinu búa 6 einstaklingar í heimilislegu umhverfi í Mjallhvít eins og húsið er kallað í daglegu tali. Fastráðnir starfsmenn við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands eru nú 71 í heildina en þeir starfsmenn sem tilheyra hjúkrunar- og dvalarheimilinu eru 49. Það má því segja að fjölgað hafi töluvert í starfsmannahópnum frá árinu 1974 og starfsemin breyst og þróast. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands ætlar að bjóða íbúum á Hornafirði í kaffi sunnudaginn 9. nóvember milli klukkan 1417 á hjúkrunarheimilið. Húsið verður opið og allir velkomnir, ánægjulegt væri að sjá gamalt starfsfólk koma og gera sér glaðan dag með okkur.

Fimm ár og einum degi betur Fyrir nákvæmlega fimm árum og einum degi betur kom út fyrsta tölublað Eystrahorns á ábyrgð núverandi útgefanda. Það hefur teygst verulega á þriggja mánaða tilraunaútgáfu sem farið var af stað með. Það er ekki sjálfgefið að halda útgáfunni gangandi og þess vegna hefur á hverju ári verið gerð grein fyrir áformum útgefanda um framhaldið. Heldur hefur þrengt að rekstrinum með minnkandi tekjum og meiri afskriftum.

Það leiðir til þess að blaðsíðufjöldinn dregst saman og að hærra hlutfall (70 – 80%) auglýsinga þarf að vera í hverju tölublaði svo að reksturinn verði ekki í mínus. Útgefandi er samt ekki með áform núna um að hætta og vill nota tækifærið og þakka lesendum og þeim sem sýna útgáfunni velvild með því að nýta þennan miðil. Sömuleiðis þakkir til þeirra sem greiða vildaráskriftina. Útgefandi


2

Fimmtudagur 6. nóvember 2014

Eystrahorn

Kaþólska kirkjan

bæn Fyrir Austur-skaftafellssýslu

Sunnudaginn 9. nóvember. Hl. messa kl. 12:00. Skriftir frá kl. 11:00. Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta Davíðsálmur 23

Innilegar þakkir fyrir samúðakveðjur og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra

7-13. nóvember næstkomandi ver⅟ur bænarátak í Hvítasunnukirkjunni á Höfn. Markmi⅟i⅟ er a⅟ bi⅟ja fyrir sérhverjum einstaklingi, heimili og fyrirtæki í sýslunni. Eftir hverja bænastund berum vi⅟ út kort inná ½au heimili sem be⅟i⅟ hefur veri⅟ fyrir. Viljum vi⅟ me⅟ ½essu átaki bi⅟ja sýslunni okkar og íbúum hennar Gu⅟sblessunar.

!

Erlings Þórs Ragnarssonar Bryndís Guðmundsdóttir Guðrún Erlingsdóttir Þóra María Erlingsdóttir Magnús Jónsson Rúnar Silfur Veronica Silfur Heiðar B. Erlingsson Stefanía L. Þórðardóttir Hallfríður Guðleifsdóttir Hilmar H. Aadnegard Svanberg Guðleifsson Vilhelmína S. Smáradóttir Sverrir Örn Sverrisson Rabia´tul Binte Sazali Barnabörn og barnabarnabarn.

Fyrirbænastund í Hvítasunnukirkjunni Lifandi Vatn Átt ½ú e⅟a einhver ½ér tengdur vi⅟ veikindi, verki e⅟a annarskonar vandamál a⅟ strí⅟a.
 Gu⅟ ½ráir a⅟ lækna, leysa og mæta ½ér á allan ½ann hátt sem ½ú ½arfnast. 
 ¾ú ert velkomin a⅟ koma og fá fyrirbæn hjá okkur föstudaginn 7. nóvember frá kl. 17:30 - 18:30 í Hvítasunnukirkjunni á Hafnarbraut (vi⅟ hli⅟ina á Gömlu Mjólkurstö⅟inni).

Fel Drottni vegu þína og treyst Honum. Hann mun vel fyrir sjá. Sálmur 37:5

Ástkær faðir okkar.tengdafaðir,afi og langafi

Þorsteinn Geirsson

frá Reyðará, sem andaðist 24.október á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju í Hornarfirði laugardaginn 8. nóvember klukkan 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.

Me⅟ kærleikskve⅟ju, Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn á Höfn.

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn á Höfn.

Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir umsóknarfrest vegna jólaaðstoðar. Umsóknarfrestur til sjóðsins vegna jólaaðstoðar er til og með 15. nóvember nk.

Geir Þorsteinsson Björk Pálsdóttir Gunnar Bragi Þorsteinsson Guðbrandur Ragnar Jóhannsson Kristín Kristjánsdóttir barnabörn,barnabarnabörn og fjölskyldur

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni www.hornafjordur.is/samfelagssjodur Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og þangað er útfylltum umsóknum skilað. Kannið möguleikana sem Samfélagssjóðurinn hefur til aðstoðar og vekið athygli annarra á þessari auglýsingu.

Ólöf K. Ólafsdóttir

Stjórn Samfélagssjóðs Hornafjarðar

augnlæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 17. - 20. nóvember næstkomandi Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga

ATH að ekki er tekið við kortum

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Aðalfundur

Bútasaumsfélagið Ræmurnar heldur aðalfund 13. nóvember nk. í húsi Afls við Víkurbraut. Húsið opnar kl. 19:00 og fundur hefst stundvíslega kl. 20:00. Áhugafólk um bútasaum velkomið.

Línuhappdrætti slysavarnakvenna Við slysavarnarkonur á Hornafirði ætlum að ganga í hús og selja Línuna happdrættið okkar dagana 13. – 16. nóvember. Línan kostar 500.- kr. (tökum ekki kort) og dregið verður 29. nóvember. Eins og venjulega er fullt af góðum vinningum.


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. nóvember 2014

Bikarbolti í firðinum fagra Eftir frábæra helgi, þar sem yngstu iðkendurnir stóðu sig með prýði á Sambíómótinu í Grafarvogi og 11. flokkur vann tvo stórsigra á Val og ÍA, þá er loks komið að þeim stóra. Dáðadrengirnir í meistaraflokki Sindra mæta stjörnuprýddu úrvalsdeildarliði Fjölnis í bikarkeppni KKÍ. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu okkar næstkomandi laugardag kl 15:00. Eftir hádramatískan heimaleik á dögunum, er alveg ljóst að þetta er tækifæri sem enginn má láta framhjá sér fara, Einn merkasti fyrirliði sögunnar sagði eitt sinn " Draumar eru fyrir hetjur sem láta þá rætast, óskhyggja var fundin upp fyrir hina" Hvað ef draumar myndu rætast á laugardag? Miðjuskot í boði Nettó í leiknum á laugardaginn. Áfram Sindri!

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í EKRUNNI AUGLÝSIR VIÐBURÐI: Föstudaginn 7. nóvember kl. 17:00 SAMVERUSTUND Í EKRUNNI Í þetta sinn förum við með Binna til Sviss að skoða landslag og landbúnað. Syngjum líka.

3

Kaffi Hornið auglýsir

Nýr fjölbreyttur matseðill með nýjum áherslum þar sem allt er unnið frá grunni af starfsfólki okkar. Jóla-tuborg mætir föstudaginn 7. nóvember. Brunch alla laugardaga fram til jóla kl. 11:30 til 14:00.

Jólahlaðborð Kaffi Hornsins verður föstudaginn 12. og laugardaginn 13. desember. Á hlaðborðinu verður úrval rétta úr héraði og að ógleymdri allri villibráðinni. Borðapantanir í síma 478-2600

Hlökkum til að sjá ykkur

Minnum á dansiballið sunnudaginn 16. nóvember kl. 16:30 - 18:00.

Allir velkomnir á viðburði í EKRUNNI

Starfsfólk Kaffi Hornsins

Hreinsun

Vega fjölda fyrirspurna var ákveðið að ráðast í aðra ferð í kringum landið um miðjan nóvember með öfluga vél sem nær undraverðum árangri í þrifum á steinteppum, teppum, fúgum og flísum ásamt ýmsum öðrum gerðum af gólfefnum. Einnig lokum við flísum svo þrif á þeim auðveldist. Látum myndirnar tala sínu máli. Við munum bæta við okkur verkefnum eins og þarf og má panta hjá okkur tíma í símum 660-1944 og 544-5588 eða í gegnum netfangið mar@hagaeda.is. Ekki hika við að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar.


4

Fimmtudagur 6. nóvember 2014

Eystrahorn

Rimlar - stuttmynd og stuðningur

Styrkumsóknir Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 7. nóvember nk.

Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk sýnir frumkvæði og leitar að tækifærum og verkefnum til að vinna að. Natan Jónsson sonur Jóns Gunnar Gunnarssonar, heitins og Sólveigu Eddu Bjarnadóttur er í þessum hópi. Hann er nú að leita eftir stuðningi vegna kvikmyndaverkefnis sem hann er að vinna að og látum hann hafa orðið: „Já, ég er brottfluttur Hornfirðingur og eins og svo margir á mínum aldri frá Höfn þá ákvað ég að leggja kvikmyndagerðina fyrir mig og er útskrifaður úr Kvikmyndaskóla Íslands. Um þessar mundir fer fram fjáröflun fyrir stuttmyndina Rimla. Handrit og leikstjórn er í mínum höndum en eftir útskrift hef ég skrifað og leikstýrt tveimur stuttmyndum og er einn stofnmeðlima í Leikfélaginu Hamfarir en stefnt er á að setja upp fyrsta leikrit félagsins á næsta ári. Myndin Rimlar fjallar um ungt par, þau Daníel og Árný, sem eru við það að eignast sitt fyrsta barn. Því miður fer ekki eins og skildi og þau snúa aftur heim án barnsins. Þau bregðast við missinum á mismunandi vegu. Það fer að halla undan fæti í sambandinu og eiga þau erfitt með að tjá sig við hvort annað. Að lokum þurfa þau að horfast í augu við sannleikann og taka ákvörðun um það hvort sambandið nái að standa þetta af sér. Ef einhver hefur áhuga á að styrkja verkefnið þá er leiðin gegnum Karolinafund.is sem er fjáröflunarsíða þar sem fólk getur safnað fjármunum til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta virkar þannig að þú skráir þig inn á síðuna og styrkir síðan þau verkefni sem þér líst vel á. Í boði eru mismunandi gjafapakkar eftir því hversu mikið þú lætur af hendi. Verkefnið fær oftast bara einn mánuð til að reyna að klára fjáröflunina og ef ekki næst lágmarkinu þá fá allir þeir sem styrktu verkefnið endurgreitt. Fjáröflunin stendur til 10. nóvember. Bestu kveðjur í gamla heimbæinn minn og fyrirfram þökk ef einhver leggur verkefninu lið“

40 ár

frá stofnun Hjúkrunarog dvalarheimilisins Skjólgarðs Heilbrigðisstofnun Suðausturlands vill bjóða íbúum Hornafjarðar til afmælis sunnudaginn 9. nóvember. Opið hús verður á hjúkrunarheimilinu milli klukkan 14-17 og boðið upp á léttar kaffiveitingar. Við viljum hvetja íbúa til að líta við og gaman væri að sjá gamla starfsmenn. Fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri

Styrkumsókn skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað. Björn Ingi Jónsson, bæjarstóri

Kynningarfundir um fjárhagsáætlun Opnir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnana þess fyrir árin 2015-2018. Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum: • 12. nóvember kl: 12:00 á Hótel Smyrlabjörgum • 13. nóvember kl:12:00 á Hótel Höfn Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Fundirnir eru öllum opnir. Súpa, brauð og kaffi. Björn Ingi Jónsson, bæjarstóri


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. nóvember 2014

Hársnyrtistofan FLIKK Sími 478-2110

5

Jólakort MS-félagsins

Hefur þú fundið þinn uppáhalds ilm? Kanski leynist hann í FLIKK. Fjölbreytt úrval fyrir herra og dömur. Nýr ilmur frá MARC JACOBS - DAISY DREAM og EAU SO FRESH í gjafakassa (body lotion+ilmur)

Verið velkomin

Konukvöld Konukvöld verður í Nýheimum laugardaginn 22. nóvember kl. 18:30 fyrir komur á öllum aldri ef þátttaka verður næg.

Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Tolla. Verkið ber nafnið „Maður og jökull“. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind fyrir félagið og kosta 7 kort saman í pakka kr. 1.000,- Kortin eru nú til sölu hjá Valgeiri Hjartarsyni Garðsbrún 2, sími 848-4083. Í nóvember verður gengið í hús og kortin boðin til sölu. MS-félagið vonar að fólk sjái sér fært að styrkja gott málefni um leið og þú sendir fallega jólakveðju.

Herlegheitin hefjast með „velkomdrykk“. Svo fá allir eitthvað gott í gogginn, smárétti að hætti Biddýjar. Tískusýning, gott fólk kemur fram sem lífgar uppá tilveruna með söng, gríni og gamni. Ágóðinn rennur til styrktar góðgerðamála. Aðganseyrir kr. 3.500,Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi fyrir 15. nóvember í síma 478-1737 / 693-6003 eða siddibiddy@yhoo.dk Kær kveðja Biddý

Nýtt fyrirkomulag!

Sunnudaginn 9. nóvember nk. verður 1.000- kr. rebuy-mót. Hefst kl. 17:00 og hægt er að kaupa sig inn til kl 19:00. Hægt er að kaupa sig endalaust inn milli kl. 17:00 og 19:00. Frábært mót fyrir nýliða. Mótið fer fram á Víkinni.

Starfsmenn óskast Vélsmiðja Hornafjarðar ehf. óskar eftir starfsmönnum á smurstöð, bíladeild og véladeild. Upplýsingar veittar á staðnum eða í símum hjá eftirtöldum: Páll Ólafsson, framkvæmdarstjóri, sími 899-1141 Steinþór Hafsteinsson, bíladeils, sími 899-8910 Kristinn Rúnarsson, véladeild, sími 894-1927

Bifreiðaskoðun á Höfn 17., 18. og 19. nóvember. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. nóvember.

Síðasta skoðun ársins. Þegar vel er skoðað


6

Fimmtudagur 6. nóvember 2014

Fiskirí og vinnsla Ásgeir Gunnarsson hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja um októbermánuð; „Síldveiðar hafa gengið vel frá því að vertíðin byrjaði 14. október sl. Síldin veiðist nú öll í Kolluál um 100 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Síld hefur ekki fundist í Breiðafirði fram til þessa en þar hefur hún haldið sig undanfarin 6-7 ár. Síldin hefur verið góð eða í kringum 330 gr. og sýkingin virðist vera að hverfa úr síldarstofninum. Humarveiði var lítil í október og jafnvel útlit á að þeim fari að ljúka á næstunni. Gott fiskirí var í troll og snurvoð hjá Steinunni og Hvanney af blönduðum afla þorski, ýsu og ufsa. Mikil atvinna hefur verið í landvinnslunni og útlit fyrir áframhaldandi mikla vinnu í nóvember mánuði.“

Aflabrögð í október Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51.......................... dragnót..... 10.........135,0.. ýsa 108,0 Sigurður Ólafsson SF 44.......... humart....... 3...........29,0.. blandaður afli Skinney SF 20........................... humart....... 6.........136,7.. blandaður afli Þórir SF 77................................ humart....... 5.........161,4.. blandaður afli Steinunn SF 10.......................... botnv........ 11.........634,5.. ufsi/þorskur Þinganes SF 25......................... rækjuv........ 1.............2,7.. rækja Benni SU 65.............................. lína............ 15...........92,2.. þorskur 69,5 Beta VE 36................................ lína.............. 8...........45,7.. þorskur 34,7 Guðmundur Sig SF 650........... lína.............. 9...........55,2.. þorskur 41,7 Siggi Bessa SF 97..................... lína.............. 4...........13,0.. þorskur 9,6 Dögg SU 118............................. lína............ 16.........146,5.. þorskur 133,6 Dögg SU 229............................. lína.............. 4.............3,6.. þorskur/ýsa Húni SF 17................................ handf.......... 3.............0,5.. þorskur Kalli SF 144............................... handf.......... 4.............2,2.. þorskur 1,4 Sævar SF 272............................ handf.......... 2.............2,9.. ufsi 2,2 Uggi SF 47................................ handf.......... 1.............0,7.. þorskur Ásgrímur Halld. SF 270........... flotv............. 3....... 2760 t.. síld Jóna Eðvalds SF 200................ flotv............. 4....... 3490 t.. síld Heimild: www.fiskistofa.is

Leikskólafótboltinn

Eystrahorn

Framtíð ferðaþjónustu á Suðurlandi Málþing Markaðsstofu Suðurlands

Markaðsstofa Suðurlands stendur fyrir málþingi um ferðaþjónustu á Suðurlandi og stefnumótun til framtíðar.

Fjallað verður um dreifingu ferðamanna, lengd dvalar á svæðinu sem ásamt hugmyndum um stefnumótun ferðamála á Suðurlandi til framtíðar. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum, sem verða nýttar til stefnumótunar um starfsemi og hlutverk Markaðsstofunnar fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi. Málþingið fer fram föstudaginn 7. nóvember kl. 13:30 – 16:30 á Icelandair Hótel Vík. Athugið að málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir hjartanlega velkomnir. Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi. Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu ragnhildur@south.is.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi

Markaðsstofa Suðurlands býður ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi til Uppskeruhátíðar þann 7. nóvember nk. á Icelandair Hótel Vík. Dagskrá: 19:30 – Fordrykkur 20:00 – Kvöldverður og skemmtun Veislustjórn og gamanmál verða í höndum Atla Þórs Albertssonar leikara. Heiðursgestur kvöldsins er ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir. Jakob Björgvin og Magnús Kjartan munu svo sjá um að spila undir dansi. Happdrætti, söngur og gleði. Hlökkum til að sjá ykkur!

byrjar sunnudaginn 9. nóvember kl. 13:00 í Bárunni. Boðið verður upp á 10 vikna námskeið og er verðið 5.000 kr. Þjálfari er Miralem Haseta

Sími 560 2044 • info@south.is • www.south.is

Framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er öflugur samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál

Starf framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, er laust til umsóknar

sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. Á vegum samtakanna er veitt ráðgjöf í atvinnu- og menningarmálum á Suðurlandi og jafnframt veittir styrkir í þeim málaflokkum. SASS vinnur einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðaþróunar s.s verkefnið Sóknaráætlun Suðurlands. Þá sér SASS um rekstur ART teymisins sem er meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga með hegðunar- og tilfinningaraskanir. Auk þess sinnir SASS skrifstofuþjónustu fyrir byggðasamlög og samstarfsverkefni á Suðurlandi. Á vegum samtakanna starfa 12 starfsmenn. Nánari upplýsingar um SASS má finna á heimasíðu samtakanna www.sass.is og upplýsingar um

Helstu verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

• Gætir almennra hagsmuna sveitarfélaganna á starfssvæði SASS í samvinnu við stjórn og er málsvari samtakanna út á við ásamt formanni stjórnar • Stjórnar daglegum störfum á skrifstofu og ber ábyrgð á starfsmannamálum og þeirri starfsemi sem undir skrifstofuna heyrir samkvæmt skipuriti og starfslýsingum • Annast fjármál og fjárhagsáætlunargerð SASS • Stýrir rekstri verkefna, s.s. almenningssamgangna og ráðgjafar í atvinnu-, menningar- og menntamálum auk verkefna sóknaráætlunar

• • • • •

Háskólamenntun sem nýtist í starfi Stjórnunarreynsla er skilyrði Frumkvæði í starfi er nauðsynlegt Hæfni í mannlegum samskiptum Þekking og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg • Innsýn og þekking á málefnum Suðurlands er kostur

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í janúar 2015

Suðurland á www.sudurland.is.

Nánari upplýsingar um starfið veita Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar SASS í s. 892 7309 og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS í s. 480 8200. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember n.k. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225

ráðgjöf

ráðningar

rannsóknir


Eystrahorn

Fimmtudagur 6. nóvember 2014

Menntastefna sveitarfélagsins

Vinna við menntastefnu sveitarfélagsins hefur staðið yfir með hléum frá því snemma á þessu ári og var henni hrundið formlega úr vör með ráðstefnu um menntun til framtíðar 29. mars sl. Ráðgjafi við gerð stefnunnar er Tryggvi B. Thayer menntunarog framtíðarfræðingur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmiðið með vinnuferlinu er að fá sem flesta íbúa að borðinu svo skoðanir þeirra endurspeglist í stefnunni þegar hún lítur dagsins ljós. Haldnir hafa verið tveir vinnufundir með nemendum FAS. Í þeim fyrri tóku um 90 nemendur þátt og í þeim seinni um 30 nemendur. Þann 10 mars var einnig haldinn vinnufundur með 40 manns m.a. fulltrúum atvinnulífsins og stofnunum sveitarfélagsins. Á ráðstefnunni 29. mars tóku um 50 manns þátt í vinnufundi flestir starfsmenn tengdir skólastarfi, vinnufundur með nemendum

Heppuskóla og íbúafundur með sérstakri áherslu á þátttöku foreldra voru haldnir 20. og 21. október sl. Gróft talið hafa um 200 manns komið að því að leggja fram hugmyndir að áherslum í stefnunni. Framhaldið. Verið er að flokka og greina gögn sem safnast hafa á vinnufundunum og næstu skref eru að skipa fulltrúa í ráðgjafa- og álitshóp sem hefur það verkefni að vera skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd til ráðgjafar um innihald og framsetningu menntastefnunnar. Þessi hópur verður skipaður 14- 16 manns; fulltrúum skóla, foreldra, atvinnulífs og fleiri hagsmunaaðila. Íbúar sem hafa áhuga á að taka þátt vinnu við gerð menntastefnunnar eru hér með hvattir til að gefa sig fram við fræðslustjóra Ragnhildi Jónsdóttur í netfagnið ragnildurj@ hornafjordur.is eða í síma 470 8000.

7

Endurskin

Lögreglan hvetur gangandi og hlaupandi vegfarendur til að nota endurskinsmerki. Mikið er um að fólk fari út sér til heilsubótar án þess að setja á sig endurskin að kvöldlagi, jafnvel klætt dökkum fatnaði og sjást því mjög illa fyrir ökumenn ökutækja. Hins vegar er yngri kynslóðin að standa sig mun betur á þessu sviði og sérstaklega ánægjulegt að sjá hve margir eru komnir með ljósmerki á reiðhjólin.

Sjáumst í umferðinni ! Lögreglan á Höfn

995 kr. Ostborgari

og 0,5 l Coke í dós

Veitingatilboð 1.695 kr. Steikarsamloka franskar og 0,5 l Coke í dós

25% afsláttur af ís úr vél N1 Höfn Sími: 478 1940

Opið: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00 Föstudaga og laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Michelin gæði árið um kring

2014

Michelin X-Ice • Hljóðlátt naglalaust vetrardekk með góðu gripi • Ný APS-gúmmíblanda lagar veggripið að hitastiginu

Búðu bílinn undir veturinn með öruggum og endingargóðum hjólbörðum. Þú færð hágæðahjólbarða frá Michelin á hjólbarðaverkstæðum N1 sem öll hafa hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin.

• Margátta flipamunstur eykur veggripið og líftíma dekksins

Michelin X-Ice North • Fisléttir álnaglar, níðsterkir á hljóðlátum dekkjum • Stytta hemlunarvegalengd á ís um 10% með allt að 30% færri nöglum • Aukið öryggi með fullri virðingu fyrir umhverfinu

ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 70873 11/14

Michelin Alpin A5

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

• Mikið skorinn hjólbarði, hannaður fyrir fjölskyldubílinn • Stefnuvirkt munstur gefur frábært grip • Naglalaust vetrardekk sem endist aukavetur

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394

Opið mánudaga-föstudaga laugardaga www.n1.is

kl. 08-18 kl. 09-13

www.dekk.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.