Eystrahorn 38. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 6. nóvember 2014

38. tbl. 32. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

40 ára afmæli Elli- og hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs Þann 8. nóvember næstkomandi verða liðin 40 ár frá því Elli- og hjúkrunarheimilið Skjólgarður var tekið í notkun. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera lengra síðan en fyrir þann tíma naut aldrað fólk yfirleitt umönnunar sinna nánustu vina og ættingja. Mig langar að segja frá aðdraganda þess en í Sögu Hafnar, síðara bindi er skýrt frá þessu. Sögu Austur-Skaftfellinga um umbætur í þessum málum má rekja aftur til 1956 þegar aðalfundur Sambands austur-skaftfellskra kvenna var haldinn. Þar flutti Regína Stefánsdóttir á Grímsstöðum mál sem bar yfirskriftina „Elli- og hjúkrunarheimili“. Taldi hún mikla þörf fyrir stofnun þessara samtaka fram eftir öldinni, ásamt öðrum samanber Kvenfélagasambandinu og fleirum. Var þar Sigurlaug Árnadóttir frá Hraunkoti í Lóni fremst í flokki sem formaður Sambands austur-skaftfellskra kvenna. Eftir áralanga baráttu fór Sambandið fram á við hreppsnefnd Hafnarhrepps að fá leigt Viðlagasjóðshús sem hreppurinn hafði keypt. Nefndin tók þessari málaleitan vel og lýsti yfir áhuga sínum á því að keypt yrði annað hús svo hægt væri að reka fæðingar- og hjúkrunarheimili, eins og það var orðað. Á aðalfundi sýslunefndar í ágúst 1974 mættu fulltrúar frá Hafnarhreppi, heilbrigðisráðuneytinu og kvenfélagasambandinu, auk héraðslæknis, ljósmóður og hjúkrunarkonu til að ræða um málið. Ákveðið var að sýslusjóður keypti eitt Viðlagasjóðshúsanna (Hvannabraut 3) og leigði annað (Hvannabraut 5) hlið við hlið. Enn fremur skipaði sýslunefnd nefnd til þess að annast rekstur heimilisins. Nú gengu hlutirnir hratt fyrir sig og þann 8. nóvember 1974 var Elli- og hjúkrunarheimili Austur-Skaftafellssýslu formlega tekið í notkun. Þá höfðu þegar fæðst þar fimm börn og öllum rúmum sem öldruðum var ætlað, átta eða níu talsins, hafði verið ráðstafað. Auk þess voru í húsinu rúm fyrir fimm legusjúklinga, þar af eitt fyrir sængurkonur. Þegar heimilið tók til starfa voru fastráðnir

Eystrahorn 1. tbl. 27. árgangur

Fimmtudagur 5. nóvember 2009

Eystrahorn

Síldarstofninn ennþá sterkur þrátt fyrir allt

Þessa mynd tók Gunnlaugur Árnason á mánudaginn var út um skrifstofugluggann hjá sér af Ásgrími Halldórssyni með veiðarfærin úti rétt utan við höfnina í Stykkishólmi.

Nú er að koma að lokum rannsókna á síldarstofninum. Engin endanleg niðurstaða er þó komin um framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun og fyrstu niðurstöðum úr rannsóknum virðist sýking umtalsverð í síldinni. Jafnframt segir að teknu tilliti til mælingar á stærð veiðistofnsins og umfangi sýkingarinnar verður að telja líklegt að stofninn verði undir

viðmiðunarmörkum á næsta ári. Þetta er reiðarslag fyrir stað eins og Hornafjörð þar sem SkinneyÞinganes er eitt öflugusta fyrirtæki landsins sem veiðir uppsjávarfisk og verkar. Þrátt fyrir þessi tíðindi sýna mælingar að stofnin er sterkari en í fyrra sem gefur vonir um að hann standi af sér þessa ágjöf. Hermann Stefánsson framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi hafði

þetta að segja um málið þegar leitað var eftir viðbrögðum við þessum tíðindum; “Við höfum gert ráð fyrir því frá því að sýkingin kom upp í fyrra að brugðið gæti til beggja vona með síldveiðar og vinnslu þetta árið. Við höfum því lengt humarvertíðina fram á haustið meðal annars til að mæta því. Einnig var settur aukinn kraftur í bolfiskvinnslu félagsins á

vormánuðum og er henni meðal annars ætlað að mæta þessari stöðu. Það er því von okkar að við náum að halda sjó og halda uppi atvinnu í fiskiðjuverinu í haust en engu að síður er ljóst að síldarleysið er stórt áfall fyrir okkur. Þá er ljóst að starfsemi fiskmjölsverksmiðjunnar verður ekkert í líkingu við undanfarin haust.”

Samstarf FAS og Eystrahorns Við erum nemendur í Framhaldsskólanum í AusturSkaftafellssýslu, á lokaári, og erum að taka þriðja og síðasta áfangann okkar í fjölmiðlafræði. Okkur hefur verið falið það verkefni á þessari önn að skrifa greinar, sem munu birtast í Eystrahorni. Markmið

verkefnisins er að fá að taka þátt í blaðamennsku og sjá hvernig vinna við blaðaútgáfu gengur fyrir sig. Þetta er krefjandi verkefni en við hlökkum til að takast á við það og fá að vinna alvöru verkefni í tengslum við hefðbundið nám og erum þakklátar fyrir það. Svava, Inga og Fanney

Blað sem bætir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

starfsmenn tíu, þar af þrír í hlutastarfi. Vilborg Einarsdóttir ljósmóðir gegndi stöðu forstöðumanns, Sigrún Hermannsdóttir stöðu yfirhjúkrunarkonu og Kjartan Árnason héraðslæknir var læknir heimilisins. Elli- og hjúkrunarheimilið á Höfn létti miklu álagi af mörgum einkaheimilum. Á stofnuninni áttu margir aldraðir kost á betri aðhlynningu en áður. Elli- og hjúkrunarheimilinu var komið á fót með samstilltu átaki margra aðila og nokkrir einstaklingar lögðu málinu lið með myndarlegum fjárframlögum. Varla er þó á neinn hallað þótt Sambandi austur-skaftfellskra kvenna sé eignaður mesti heiðurinn að tilkomu þess. Þær lögðu grunninn að stofnuninni með fjársöfnun og fengu aðra aðila í lið með sér. Rekstrarnefnd heimilisins árin 1974-1975 var skipuð þeim Friðjóni Guðröðarsyni, formanni, Gísla Björnssyni, Margréti Gísladóttur, Kjartani Árnasyni og Sigrúnu Hermannsdóttur. Tuttugu og tveimur árum seinna var nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun, haustið

1996. Það var á þeim tíma hugsað sem fyrri áfangi og áformað að byggja við fljótlega. Sá áfangi hefur enn ekki verið byggður og er það eitt helsta baráttumál okkar Hornfirðinga að tryggja fjárveitingar til þess. Í dag eru hjúkrunarrýmin 24 og þar af eru 22 þeirra tvíbýli. Einnig er leyfi fyrir 3 sjúkrarýmum á hjúkrunarheimilinu. Á dvalarheimilinu búa 6 einstaklingar í heimilislegu umhverfi í Mjallhvít eins og húsið er kallað í daglegu tali. Fastráðnir starfsmenn við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands eru nú 71 í heildina en þeir starfsmenn sem tilheyra hjúkrunar- og dvalarheimilinu eru 49. Það má því segja að fjölgað hafi töluvert í starfsmannahópnum frá árinu 1974 og starfsemin breyst og þróast. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands ætlar að bjóða íbúum á Hornafirði í kaffi sunnudaginn 9. nóvember milli klukkan 1417 á hjúkrunarheimilið. Húsið verður opið og allir velkomnir, ánægjulegt væri að sjá gamalt starfsfólk koma og gera sér glaðan dag með okkur.

Fimm ár og einum degi betur Fyrir nákvæmlega fimm árum og einum degi betur kom út fyrsta tölublað Eystrahorns á ábyrgð núverandi útgefanda. Það hefur teygst verulega á þriggja mánaða tilraunaútgáfu sem farið var af stað með. Það er ekki sjálfgefið að halda útgáfunni gangandi og þess vegna hefur á hverju ári verið gerð grein fyrir áformum útgefanda um framhaldið. Heldur hefur þrengt að rekstrinum með minnkandi tekjum og meiri afskriftum.

Það leiðir til þess að blaðsíðufjöldinn dregst saman og að hærra hlutfall (70 – 80%) auglýsinga þarf að vera í hverju tölublaði svo að reksturinn verði ekki í mínus. Útgefandi er samt ekki með áform núna um að hætta og vill nota tækifærið og þakka lesendum og þeim sem sýna útgáfunni velvild með því að nýta þennan miðil. Sömuleiðis þakkir til þeirra sem greiða vildaráskriftina. Útgefandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.