Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 20. nóvember 2014
40. tbl. 32. árgangur
Vel sóttur íbúafundur á Höfn Um eitthundrað manns mættu á íbúafund sem var haldinn á Hótel Höfn 13. nóvember þar sem Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Magnús Tumi Guðmundsson prófessor frá Jarðvísindastofnun, Halldór Björnsson frá Veðurstofunni, Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun og Þórólfur Guðnason frá Embætti Sóttvarnalæknis fóru yfir ástand mála vegna eldgossins í Holuhrauni. Í máli Magnúsar Tuma kom m.a. fram að ekkert er hægt að segja til með vissu um framvindu mála en þrír möguleikar eru þó taldir líklegastir. Að gosið í Holuhrauni fjari fljótlega út og öskjusig í Bárðarbungu hætti. Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubrotinu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. En ekki hægt að útiloka aðra möguleika. Halldór Björnsson greindi frá spálíkönum Veðurstofunnar og sagði mikilvægt að fylgjast með þeim á heimasíðu Veðurstofunnar www.vedur.is/vedur/spar/ gasdreifing. Þegar spá um mengun liggur fyrir á svæðinu er hins vegar mikilvægt að fara inn á síðu Umhverfistofnunar www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi þar sem upplýsingar um loftgæði eru settar inn af beintengdum loftgæðamælum. Sú mengun sem kemur með gosmekkinum er aðallega SO2 .sem oft er kölluð blámóða.Verstu mengunartoppar eru í kjölfar hægviðris þegar vind herðir í ákveðna átt og getur vindurinn þá blásið uppsöfnuðum skammti yfir byggð. Þorsteinn Jóhannsson sagði í erindi sínu að mestu skammtímatopparnir vegna mengunar frá Holuhrauni hafi komið á Höfn þar sem gildi mældust allt að 20.000 µg/ m3 26. október á Höfn en ekki hefur mælst svona hátt gildi í byggð áður. Næst hæsta gildi er 5.800 µg/m3 1. október Reykjahlíð. Eftir að mælir kom á Höfn hefur þó lítið mælst. Þótt lítil mengun hafi mælst undanfarið er mikilvægt að vita hvernig best er að bera sig að þegar hún stendur yfir. Gott ráð er loka öllum gluggum og hækka í ofnum, taka 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysa upp í 1 lítra af vatni, bleytið með þunnum klút eða tusku og vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki
vatn úr. Gott er að festa þennan raka klút upp á einhverskonar grind eða nálægt ofni, þó ekki á ofninn. Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. Besta ráðið er að halda sig innan dyra og fylgja fyrrgreindum upplýsingum. Klútar eða rykgrímur gagnast ekki en ef vætt í matarsódalausn gera klútar eða grímur gagn í einhverjar mínútur, blaut gríma gagnast ekki. Þórólfur Guðnason frá Embætti Sóttvarnarlæknis greindi frá hvaða áhrif mengun frá gosinu hefur á heilsuna. Þegar einstaklingur andar að sér þá sogast 85% frá í nefi og efri öndunarvegi og fer inní blóðrásina og umbreytist í lifrinni og skolast út með þvagi. Það verður engin uppsöfnun í líkamanum né skaði á líffærum þar sem ekki um fituleysanlegt efni er að ræða. Ef brennisteinsdíoxíð kemst í lungu í miklu magni er hætta á astmaeinkennum og lungabjúg, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi lungnasjúkdóma. Við útivinnu er mikilvægt er að fara eftir reglum um heilsuverndarmörk en Vinnueftirlitið miðar við að hætta skuli útivinnu ef gildi ná 2.600 µ/m3 í 15 mínútur, eða tryggja notkun öndunargríma. Skammtímaáhrif 15.
mín. brennisteinsdíoxíð koma strax fram og hverfa fljótt, en fari gildi yfir 350 µ/m3 er hætta á ertingu í augum, nefi og kok jafnvel höfuðverk. Fari gildi brennisteinsdíoxíð yfir 500-600 µ/m3 getur það valdið hósta (og astma) erfitt er að alhæfa því mismunandi er hve einstaklingar eru næmir fyrir áhrifum mengunar. Fari gildi yfir 2.600 µ/m3 eru einkenni líkleg til að koma fram hjá flestum eða öllum. Alvarleg einkenni eru ólíkleg hjá heilbrigðum undir 9. 000 µ/m3 en brennisteinsdíoxíð getur orðið lífshættulegt ef gildin geta náð 100.000-150.000µ/m3. Langtímaáhrif eru líklega lítil sem engin hjá heilbrigðum einstaklingum. Ekki er óyggjandi munur á börnum og fullorðnum en börn anda oftar en fullornir og nota síður nefið til að anda því ætti að gæta vel að þeim og halda þeim inni á meðan mengun stendur yfir. Einnig eru fræðsluupplýsingar yfir foreldra og börn á heimasíðu Umhverfistofnunar ust.is. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru samandregnar upplýsingar frá hinum ýmsu stofunum um eldgosið einnig má finna þar upplýsingar á ensku og pólsku.
hornafjordur.is/gosupplysingar
Jólablað Eystrahorns kemur út 18. desember
2
Fimmtudagur 20. nóvember 2014
Próftækni og prófundirbúningur
Fyrirbænastund í Hvítasunnukirkjunni Lifandi Vatn Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. Jeremía 29:12
Átt þú eða einhver þér tengdur við veikindi, verki eða annarskonar vandamál að stríða.
Guð þráir að lækna, leysa og mæta þér á allan þann hátt sem þú þarfnast.
Þú ert velkomin að koma og fá fyrirbæn hjá okkur á föstudaginn 21. nóvember frá kl. 17.30 - 18.30 í Hvítasunnukirkjunni á Hafnarbraut (við hliðina á Gömlu Mjólkurstöðinni).
Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í EKRUNNI AUGLÝSIR VIÐBURÐI: Föstudagur 21. nóvember Samverustund kl.17:00 með Teiti Guðmundssyni lækni sem flytur tölu um ýmislegt það sem eldra fólk varðar. Jólasamverustundin í desember. Gengið frá Ekrunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00. Fylgist með auglýsingum í Eystrahorni.
Alltaf velkomin á viðburði í EKRUNNI Vorum að fá nýja íslenka jólaórann sem er einstaklega fallega hannaður af gullsmiðnum Jóhannesi ættuðum frá Hafnarnesi og sækir hann innblástur í Hornafjörð.
Eystrahorn
Ef þú ert námsmaður er próftaka eitt af því sem þú getur ekki forðast. Með því að huga vel að undirbúningi fyrir próf og árangursríkri námstækni þá eru meiri líkur á því að þú dragir úr álagi og komir í veg fyrir óþarfa streitu og kvíða. Það má skipta prófundirbúningi í tvo hluta; efnislega yfirferð og námstækni annars vegar og hins vegar persónulegan undirbúning. Í efnislegum undirbúningi þá er forgangsröðun verkefna það fyrsta sem þarf að huga að, meta hvað sé mikilvægt og nauðsynlegt að framkvæma og hvað geti beðið betri tíma. Því næst er gott að gera gátlista eða flokka efnið niður eftir efnisatriðum, t.d. út frá kennsluáætlun, glósum eða kennslubók. Mikilvægt er að útbúa vinnuáætlun fyrir hvern dag sem prófatímabilið nær yfir til þess að fá heildarsýn. Eins er gott að gera áætlun fyrir hvern dag með hliðsjón af heildarskipulaginu. Mundu eftir að gera ráð fyrir hléi á milli lestrar- eða vinnulota og skipta um vinnuaðferð ef einbeitingarleysi fer að gera vart við sig. Ein besta minnisaðferðin er endurtekning. Rifja þarf upp við lok hvers efnisþáttar og í lok hvers dags. Þá er gott að velta því fyrir sér hvar viðkomandi finnst best að læra. Í prófundirbúningi er líka mikilvægt að huga að uppbyggilegu sjálfstali og forðast hugsanir eins og ég get ekki, kann ekki og skil ekki. Uppbyggilegt sjálfstal er hluti af persónulegum undirbúningi en þar skiptir líka máli að huga að þáttum eins og hreyfingu, slökun, hvíld og mataræði. Það er mikil áreynsla, bæði líkamleg og andleg að læra fyrir próf og þá er gott að stunda hreyfingu til að fyrirbyggja úthaldsleysi eða vöðvabólgu. Slökun dregur úr streitu sem oft fylgir prófundirbúningi. Margar persónubundnar leiðir til slökunar fást t.d. í gegnum hreyfingu, tónlist, lestur o.fl. Einnig þarf að gæta þess að fá nægan svefn en ónógur svefn getur komið niður á getu manns til að muna og tileinka sér þekkingu. Gott er að nota slökun ef þér gengur illa að sofna á kvöldin. Í undirbúningi fyrir próf er líka nauðsynlegt að huga að því að líkaminn fái næga orku með því að borða hollan og góðan mat og forðast skyndirétti og sælgæti. Besti undirbúningur fyrir próf er að læra vel, jafnt og þétt alla önnina. Ef þú hefur náð tökum á námsefninu og vanið þig á góð vinnubrögð felst sjálfur próflesturinn í upprifjun. Höfum alltaf hugfast að próf veita ákveðna yfirsýn og eru einungis einn mælikvarði af mörgum sem geta mælt kunnáttu og getu. Próf er áskorun en ekki ógn. Góður undirbúningur og sjálfstraust er besta veganestið í prófin.
Sjón er sögu ríkari
Eydís Katla Guðmundsdóttir Náms- og starfsráðgjafi - M.A
Söngkeppni NemFAS
Mikið úrval af gjafavörum
Kaffi á könnunni
verður haldin föstudaginn 21. nóvember í Sindrabæ og munu nemendur Framhaldsskólans keppa um þátttökurétt í Söngkeppni Framhaldsskólanna 2015.
Opið : kl. 13:00 - 18:00 virka daga kl. 13:00 - 15:00 laugardaga
Verið velkomin
Það kostar 1500 krónur inn og keppnin hefst kl. 20:00 í Sindrabæ.
Húsgagnaval
Við vonumst til að sjá sem flesta!
Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915
Júllatún
Gott raðhús með bílskúr á 2 hæðum, 3 svefnherbergi samtals 147,6 m². Mikið útsýni til jökla, Laust fljótlega
vesturbraut
Gott 4ra herb., 156,7 fm raðhús m/innbyggðum bílskúr, mikið og frábært útsýni, steypt innkeyrsla, hellulagðar stéttar og 2 verandir
miðbær
TIL LEIGU
Nýtt og glæsilegt skrifstofu- og þjónusturými til leigu á efri hæð í Miðbæ td 15,5 m² auk hlutdeildar í sameign. Laus til afhendingar í byrjun desember. Upplýsingar á skrifstofu.
Eystrahorn
Fimmtudagur 20. nóvember 2014
Ályktun Starfsmannafélag Grunnskóla Hornafjarðar harmar að ekki skuli enn hafa verið samið í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú staðið á fjórðu viku og er það ótækt fyrir alla aðila. Verkfallið hefur þegar haft veruleg áhrif á tónlistarnám nemenda og námsframvindu þeirra. Starfsmannafélag Grunnskólans hvetur þá sem geta haft áhrif inn í samninganefndina þ.e. sveitarfélög landsins að taka á þessum málum. Það er algerlega óviðundandi staða sem tónlistarkennarar eru settir í á landsbyggðinni. Tónlistarkennarar eru þeir sem leitað er til á hátíðar- og sorgarstundum samfélagsins. Það fer ekki sú samkoma fram í Sveitarfélaginu Hornafirði að ekki sé á einhvern hátt leitað til tónlistarkennara okkar. Við viljum heyra háværari raddir frá sambandi sveitarfélaga og sveitarstjórnum öllum. Sýnið fram á að ykkur þyki vænt um tónlistarmennina ykkar sem þið leitið til hvaða daga ársins sem er til að flytja tónlist sem er ómissandi á góðum stundum. Með þögninni teljum við að verið sé að hunsa tónlistarmennina. Starfsmannafélag Grunnskóla Hornafjarðar
Jólahátíð Efnt verður til jólahátíðar í Hornafirði þann 30. nóvember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Hátíðin verður á Heppusvæðinu þar sem jólamarkaður verður opinn frá kl. 13:0017:00 en að því loknu hefst hátíðardagskrá á sviði sem lýkur með því að tendrað verður á jólatrénu kl. 18:00.
Aðrir viðburðir eru meðal annars 150 ára afmæli Gömlubúðar sem verður fagnað með leikþætti í húsinu. Fyrirtæki á Heppusvæðinu opna fyrir gesti og gangandi með svipuðu sniði og á síðustu hátíð. Hægt er að skrá sig til þátttöku á markaði eða með viðburði til 24. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur í síma 862-0648, vilhjalmurm@hornafjordur.is
3
Skrifum bréf, breytum lífi Um allan heim er frelsi fólks ógnað, mótmælendur eru fangelsaðir og jafnvel pyntaðir fyrir að birta skoðanir sínar opinberlega, aðgerðasinnar eru dæmdir til dauða,og konur og stúlkur deyja við barnsburð af því þær fá ekki notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu eða þær fá engu ráðið um líf sitt og líkama. Undanfarin ár í kringum 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadagur, hefur Amnesty International staðið fyrir einum stærsta mannréttindaviðburði heims – bréfamaraþoni. Þá koma hundruð þúsunda einstaklinga saman um víða veröld og senda bréf til yfirvalda sem brjóta gróflega á mannréttindum fólks. Einnig hafa þolendur mannréttindabrota fengið sendar stuðningskveðjur sem eru ekki síður mikilvægar því þær veita þolendum brotanna von og vissu um að umheimurinn hefur ekki gleymt þeim. Íslendingar hafi ekki látið sitt eftir liggja en á síðasta ári voru rúmlega 50.000 bréf og kort send utan. Þátttaka var mjög góð á Höfn en alls voru send utan 3.443 undirskrift á aðgerðakort til stjórnvalda auk stuðningskveðja til fórnarlamba mannréttindabrota. Bréfasendingarnar hafa greinilega borið árangur. Má sem dæmi nefna að Yorm Bopha var dæmd í þriggja ára fangelsi í Kambodíu eftir að hafa mótmælt harkalegum útburði úr húsnæði. Henni var sleppt úr fangelsi í nóvember 2013 eftir að yfirvöld höfðu fengið 253.000 áskoranir frá stuðningsmönnum Amnesty í 54 löndum um að láta hana lausa. Mál hennar var tekið fyrir á bréfamaraþoni samtakanna í fyrra. Þannig eru mörg dæmi um að þrýstingur á yfirvöld hafi borið árangur, fólk hafi losnað úr fangelsi eða fengið lausn sinna mála með einum eða öðrum hætti. Fleiri þurfa nú hjálpar þinnar við á Höfn. Ekki láta þitt eftir liggja á aðventunni í ár í baráttunni fyrir betri heimi. Hjálpaðu til. Taktu þátt í bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International á Höfn í Hornafirði, á Jólamarkaðinum við höfnina, þann 30. nóvember frá kl. 12:00 til 17:00. Þar geturðu brugðist við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli þinni að halda.
Bréf getur breytt lífi manna. Taktu þátt.
4
Leiftur
Fimmtudagur 20. nóvember 2014
Eystrahorn
Umf. Sindri 80 ára
Höldum sögunni á lofti og minnumst frumkvöðlanna Þegar minnst er tímamóta eins og 80 ára afmælis Ungmennafélagsins Sindra er full ástæða til að minnast upphafsins og frumkvöðlanna sem lögðu mikið á sig við frumstæð og erfið skilyrði til að skapa betra samfélag og eftirsóknarverðar í fábreytni þess tíma. Það er hollt fyrir okkur sem nú njótum fjölbreyttrar starfsemi félagsins að rifja upp þessa sögu og minna nýja kynslóð á söguna. Þess vegna er hér endurbirtur hluti af samantekt Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings sem hann samdi í tilefni 75 ára afmælisins.
á staðnum hafi tekið við hlutverki ungmennafélagsins. Sindri var ekkert einsdæmi að þessu leyti því um land allt voru ungmennafélög í tilvistarkreppu sem að einhverju leyti má rekja til samfélagsumróts „Eftir því sem kauptúnið Höfn eftirstríðsáranna. stækkaði skapaðist betri Á vordögum 1970 tóku nokkur grundvöllur fyrir starfsemi félaga ungmenni á Höfn sig til og blésu sem skipuð voru Hafnarbúum Það var ekki auðvelt að ferðast og hitta aðra ungmennafélaga í sýslunni. lífi í glæðurnar. Meira að segja eingöngu. Um miðja fjórða Þessi mynd er tekin þegar Sindrafólk heimsótti Vísismenn í Suðursveit árið félagsblaðið Leiftur fékk uppreisn áratuginn bjuggu liðlega 200 manns 1940. Gunnar Snjólfsson, Friðrikka Bjarnadóttir, Þóra Þorsteinsson, Vilborg æru, nú vélritað og fjölritað í takt á Höfn, heldur fleiri en í Nesjum, og Valgeirsdóttir, Sigrún Jónsdóttir. Framan sitja Þorsteinn Þorsteinsson, Sigurjón við tímann en ekki handskrifað þá fannst ungu fólki á staðnum mál Þorsteinsson og Sigurður Þorsteinsson. eins og áður fyrr. Bítlakynslóðin og til komið að segja skilið við Mána blómabörnin voru farin að láta að þegnskylduvinnu með handverkfærum. og stofna sitt eigið félag. Ungmennin voru svo Meðal þess sem félagið stóð fyrir sér kveða á Hornafirði eins og annars staðar á heppin að fá í lið með sér þrjá karlmenn sem voru sundnámskeið sem haldin voru í landinu. Þeim fylgdu nýjar hugsjónir og áherslur höfðu nokkra reynslu af félagsstarfsemi. Þeir Óslandstjörninni. Í þann tíð var Ósland eyja sem eldri kynslóðin átti stundum svolítið erfitt voru Jón Guðmundsson verslunarmaður, Óli og þurfti því að róa með nemendur þangað. með að skilja. Ekki vantaði að ungmennin legðu Kr. Guðbrandsson kennari og Sigurjón Jónsson Úr þessu vildu félagsmenn bæta og hófu að ýmislegt á sig en þau vildu líka að sveitarfélagið afgreiðslumaður hjá kaupfélaginu. Boðað safna í sundlaugarsjóð, e.t.v. meira af vilja en kæmi til móts við þau, fannst það hafa skyldum var til stofnfundar í fundarhúsi Miklagarðs á mætti. Það var þó ekki fyrr en árið 1953 sem að gegna gagnvart æskulýðnum. Kröfuspjöld fullveldisdaginn 1934 en auk þremenninganna sundlaugin varð að veruleika. Hafnarhreppur fóru á loft um æskulýðshús en íþróttalífið fór mættu sextán manns til fundarins, flest og ríkissjóður stóðu undir stærstum hluta líka í fullan gang og var stundað af meira kappi unglingar af báðum kynjum. Hið nýja félag fékk byggingarkostnaðarins en félagarnir í Sindra en nokkru sinni fyrr. Þetta varð nýtt upphaf sem nafnið Sindri en í ársbyrjun var nafninu breytt í og margir fleiri Hafnarbúar lögðu mikið að byggði á góðum grunni en markaði um leið Ungmennafélagið Sindri. brautina fyrir alla þá fjölmörgu sem haldið hafa mörkum með þegnskylduvinnu. Sindri var sannarlega allt annars konar Bygging samkomuhúss var annað stórt markmið merki Sindra á lofti á undanförnum áratugum.“ félagsskapur á fjórða áratugnum en nú, 75 því ekkert eiginlegt samkomuhús var á Höfn árum síðar. Eins og raunin var í Mána byggðist og háði það allri félagsstarfsemi í kauptúninu. félagsstarf Sindra að miklu leyti á fundarhöldum Verkefnið var risavaxið á mælikvarða fámenns Stofnendur Sindra 1934: yfir vetrarmánuðina. Dagskráin snerist m.a. um félags og það var ekki fyrr en á stríðsárunum að 1. Arngrímur Gíslason upplestur sagna og ljóða, jafnvel frumsaminna, óvænt tækifæri gafst til að láta drauminn rætast. 2. Guðmundur Ásgeirsson og fluttir voru fræðandi fyrirlestrar um menn og Þegar hernámsliðin yfirgáfu Hornafjörð skildu 3. Þórarinn Ásmundsson málefni. Í kjölfar upplestranna fylgdu gjarnan þau eftir sig marga bragga en svo kölluðust 4. Hermann Eyjólfsson umræður um innihald þeirra. Þannig var bogadregin bárujárnshús þeirra. Sindri keypti 5. Eymundur Sigurðsson ungmennafélagið nokkurs konar menningarleg einn braggann og sáu félagsmenn sjálfir um 6. Bjarni Runólfsson uppeldisstöð fyrir unglingana sem fæstir áttu að rífa hann og endurreisa á Heppu. Í tæpa 7. Katrín Sæmundsdóttir kost á lengri skólavist en sem nam nokkurra tvo áratugi var bragginn aðalsamkomuhús 8. Ingibjörg Valgeirsdóttir vetra skólaskyldu. Talandi um skóla, þá má geta Hafnarbúa eða þar til Sindrabær leysti hann af 9. Sigrún Jónsdóttir þess að Sindri stóð fyrir rekstri unglingaskóla á hólmi árið 1963. Eins og nafnið gefur til kynna 10. Katrín Jónsdóttir Höfn árin 1937–1939 með stuðningi Sýslunefndar átti Sindri stóran þátt í byggingu hins nýja 11. Þuríður Gísladóttir Austur-Skaftafellssýslu og fleiri góðra aðila. Á félagsheimilis. 12. Rósa Sigurðardóttir sumrin snerist starfsemi Sindra aftur á móti Þótt félagið hafi komið mörgu góðu til leiðar á 13. Jónína Jónsdóttir [Brunnan] meira um íþróttir og skemmtiferðalög innan þessum tæpu 30 árum komu stundum lægðir 14. Þórunn Beck sýslunnar. í starfsemina. Sífellt varð erfiðara að halda úti Eins og gefur að skilja var margt með reglubundnum fundum og oft var heldur dauft 15. Jón Guðmundsson frumbýlisbrag á Höfn á þessum tíma og yfir íþróttunum. Þá voru það einkum leiklistin, 16. Jóhanna Jónsdóttir frumherjarnir í Sindra þurftu því að hafa mikið kvikmyndasýningar, dansleikir og skemmtanir 17. Aðalsteinn Aðalsteinsson fyrir því að skapa sér aðstöðu, hvort heldur af ýmsu tagi sem báru uppi starfsemina, gjarnan 18. Valdimar Runólfsson var utan dyra eða innan. Fljótlega hófust í samfloti við kvenfélagið Tíbrá eða önnur félög. 19. Sigurjón Jónsson ungmennin handa við gerð frjálsíþrótta- og Fljótlega eftir að Sindrabær kom til sögunnar 20. Óli Kr. Guðbrandsson knattspyrnuvallar í ræktunarlöndunum fyrir lognaðist starfið svo gott sem út af og má segja Auk þeirra er félagar gerðust sat innan þorpið. Rúman áratug tók að fullgera að sveitarfélagið og önnur frjáls félagasamtök stofnfundinn Signý Gunnarsdóttir. völlinn enda var hann að mestu unninn í
Eystrahorn
Fimmtudagur 20. nóvember 2014
Grein frá Sæmundi Helgasyni Nú eru tæplega hálft ár liðið frá kosningum. Óhætt er að segja að margt hafi drifið á daga okkar sem sitjum fyrir 3. framboðið, bæði í nefndum og bæjarstjórn. Það hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt að kynnast öllum þeim starfsvenjum, áskorunum og skyldum sem fylgja því að vera í sveitarstjórn.
Mikið og fjölbreytt starf Við sem sitjum í nefndum og stjórnum höfum farið víða, setið skipulagsþing, fjármálaþing, skólaþing og aðalfund hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Við höfum fulltrúa sem fundar mánaðarlega með stjórn SASS og öll bæjarstjórn sat aðalfund SASS á Kirkjubæjarklaustri, svo fátt eitt sé nefnt af fundum sem oftast þarf að sækja um langan veg. Af föstum liðum má nefna að hvern mánudag fundar bæjarráð og mánaðarlega funda allar nefndir og að sjálfsögðu bæjarstjórn.
Gott samstarf Í meirihlutasamstarfi við sjálfstæðismenn höfum við tamið okkur þá góðu venju að funda mjög reglulega. Það gefur okkur tækifæri til að takast á. Málefnin eru rædd, vegin og metin og sitt sýnist hverjum. Skoðanaskiptin eru hrein og bein. Okkar upplifun af samstarfinu við sjálfstæðismenn er góð. Auðvitað er það tímafrekt að halda alla þessa fundi en nauðsynlegt fyrir gott og heilbrigt meirihlutasamstarf tveggja flokka. Hvað er svo rætt á öllum þessum fundum? Stutta svarið er: Allt. Öll málefni fá efnislega umræðu, hvernig sem þau eru og hvaðan þau koma. Við hvetjum áhugasama að lesa vel fundargerðir nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar á www.hornafjordur.is/stjornsysla. Þar eru flipar sem hýsa allar fundargerðir nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar og þar er líka hægt að sjá fundargerðir SASS og annarra landshlutasamtaka.
Verkefnin framundan Stærsta verkefnið sem við fáumst við núna er fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2015. Á fimmtudaginn í hádeginu verður opinn kynningarfundur á Hótel Höfn þar sem bæjarstjóri okkar, Björn Ingi Jónsson mun fara yfir áætlunina. Helstu verkefnin sem ráðist verður í eru fráveitumál, bæði á Höfn og í Nesjum. Þessar framkvæmdir munu verða gerðar í a.m.k. tveimur áföngum árin 2015-16. Önnur fyrirferðamikil mál eru viðhald á ráðhúsi og Sindrabæ sem er fyrirhugað á komandi misserum. Að sjálfsögðu eru mörg verkefni önnur komin á dagskrá sem finna má í málefnasamningi listanna D og E. Við færum nánari fréttir af gangi þeirra verkefna síðar.
Að lokum Öll höfum við þungar áhyggjur af þeirri grafalvarlegu stöðu sem hlýst af verkfalli tónlistarskólakennara. Við skorum á samninganefndir FT og SNS að leita allra leiða til að ná samningum strax. Það er óásættanlegt fyrir alla aðila að verkfallið standi lengur. Sæmundur Helgason Situr fyrir hönd 3. framboðsins í Bæjarstjórn Hornafjarðar Höfn í Hornafirði, 11.nóvember 2014
Þvottavél og þurrkari til sölu
10 kg þvottavél með sambyggðum þurrkara er til sölu í Árnanesi. Upplýsingar í síma 8966412 / 4781550 Ásmundur Gíslason
5
SÁLRÆN EFTIRKÖST ÁFALLA Rudolf R. Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur hjá Miðstöð áfallahjálpar í Landspítalanum í Fossvogi verður á Hornafirði fimmtudaginn 27. nóvember og verður með fyrirlesturinn ,,Sálræn eftirköst áfalla - leiðbeiningar og úrræði fyrir þolendur og aðstandendur þeirra” fyrir starfsfólk sveitarfélagsins, aðra sem fyrirlesturinn mun nýtast og áhugasama íbúa.
Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal Nýheima og hefst kl. 20:00. Allir velkomnir og frítt inn
Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110 Frábær jólatilboð komin frá TIGI hárvörum. HELLO KITTY og ANGRY BIRD pennar, blýantar og næturljós. Fallegar kertalugtir sem lýsa upp skammdegið.
Verið velkomin
Kynningarfundur um fjárhagsáætlun Kynningarfundur um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2015 verður haldinn 21. nóvember kl:12:00 á Hótel Höfn. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Fundurinn er öllum opinn. Súpa, brauð og kaffi. Björn Ingi Jónsson, bæjarstóri
Hundaeigendur athugið Hundaeigendum er bent á að í gildi eru reglur um hundahald í sveitarfélaginu, þar kemur fram að; •
Hundur skal ávallt bera ól um hálsinn með plötu sem er skráningarnúmer dýrsins og símanúmer eiganda hans.
•
Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa nema á afmörkuðum svæðum t.d. á Höfn í Lyngey.
•
Hundar skulu ávallt vera í taumi utanhúss
•
Þegar hundur er í festi á lóð skal lengd festarinnar vera í hæfilegri fjarlægð frá aðaldyrum hússins
Hundaeiganda ber ávallt að fjarlægja saur eftir hundinn Eigendur hunda, sem fluttir er í hundageymslu, skulu greiða gjald skv. gjaldskrá sveitarfélagsins áður en hundurinn er afhentur. Sé hundur ekki örmerktur skal eigandi hans greiða fyrir örmerkingu og skráningu áður en hundurinn er afhentur.
Föstudagurinn 21. nóv. Pubquiz Húsið opnað kl. 21:30. Leikar hefjast kl. 22:00. Spyrill er Bjarni “The Riddler”. Verðlaun fyrir stigahæsta liðið.
2 - 3 saman í liði.
Laugardagurinn 22. nóv. Vibrato Blues Band Blús djamm tónleikar.
Húsið opnað 21:30 og hljómsveitin telur í kl 22:00
Stór öl á 700 kall alla helgina. 18 ára aldurstakmark. Opið til 01:00 bæði kvöldin Frítt inn.
Höfn 20. og 21. nóvember www.siminn.is
Ráðgjafadagar á Höfn
Þú getur meira með Símanum
Ráðgjafar Símans taka vel á móti þér í Rafhorni og veita aðstoð við síma- og netmálin.
Venjulegt fjölskyldulíf felur í sér hin ótrúlegustu verkefni. Því höfum við sett Netið, heimasímann og sjónvarpið í þægilega Heimilispakka.
20. nóvember milli kl. 12.00 og 19.00 21. nóvember milli kl. 10.00 og 18.00 *Nýjar dagsetningar þar sem að áður auglýstir ráðgjafadagar féllu niður vegna veðurs.
Þú velur einfaldlega þann sem að hentar ykkur best.