Eystrahorn
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
41. tbl. 32. árgangur
Gjafir til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands Það ríkir mikil og góð velvild í garð Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Nú undanfarið hefur okkur borist töluvert að gjöfum sem okkur langar að segja frá um leið og við viljum færa þeim aðilum kærar þakkir fyrir þessar frábæru gjafir. Hirðingjarnir á Hornfirði gáfu gjafir að verðmæti 800.000 krónur en þær nýttust til kaupa á sjónvarpi á hjúkrunardeildina ásamt því að keypt voru 3 borð og 4 stólar sem munu prýða hjúkrunardeildina. Kvenfélagið Vaka gaf heilbrigðisstofnuninni tvær spjaldtölvur sem munu nýtast vel í starfsemi á hjúkrunardeildinni. Nú undanfarið hefur ný tækni verið að ryðja sér inn í daglegt líf landsmanna og viljum við á HSSA ekki sitja eftir. Það er því verið að tækjavæða stofnunina með það að markmiði að auka við afþreyingarmöguleika íbúa ásamt því að tengjast betur umheiminum. Kiwanesklúbburinn Ós gaf sendiboðtæki í sjúkrabíl HSSA. Senditækið gerir það mögulegt að senda rafrænt hjartalínurit úr Lifepack tæki sjúkrabíls til læknis til úrlestrar. Þetta flýtir fyrir greiningu og meðferð sjúklinga og eflir öryggi þeirra. Gjafa- og minningasjóður Skjólgarðs hefur ávallt stutt vel við stofnunina en sjóðurinn er fjármagnaður með frjálsum framlögum einstaklinga og með sölu minningakorta. Nú í vor fjármagnaði sjóðurinn rafvæðingu minningarkorta en nú er hægt að kaupa minningakortin beint á heimasíðu HSSA, www. hssa.is og fara greiðslur í gegnum millifærslu í banka eða með kreditkorti. Þetta bætir aðgengi til muna að minningarkortunum. Gjafasjóðurinn gaf stofnuninni nú á dögunum súrefnisvél með rafhlöðu sem gerir einstaklingum sem þurfa á súrefni að halda mögulegt að ferðast á milli staða á auðveldari hátt en áður var. Einnig gaf sjóðurinn MaxiTwin seglalyftara en slíkur lyftari auðveldar starfsfólki umönnun til muna. Að lokum voru keyptar 2 spjaldtölvur til viðbótar sem munu nýtast dagdvöl aldraðra og dvalarheimili HSSA í Mjallhvít.
Viltu gerast lestrarvinur? Grunnskóli Hornafjarðar hefur lagt aukna áherslu á lestur og lestrarþjálfun meðal nemenda sinna á síðustu misserum. Þetta er gert í samstarfi við foreldra nemenda og hafa undirtektir allra aðila verið mjög góðar. Fyrstu skimanir vetrarins hafa þegar sýnt verulegar framfarir í lestri meðal nemenda skólans. Í fyrravetur gekk skólinn til samstarfs við Félag eldri Hornfirðinga um að áhugasamir félagar kæmu í skólann og settust niður með nemendum og hlustuðu á þá lesa. Flestar vikur vetrarins komu tveir til sex einstaklingar í heimsókn á yngra stiginu og biðu nemendur spenntir eftir því að fá að lesa fyrir lestrarvini sína. Þessir aðilar fá bestu þakkir fyrir að liðsinna unga fólkinu í skólanum á þennan hátt. Með pistli þessum er vakin athygli á því að í skólanum er rými fyrir fleiri aðila til að hlýða á nemendur lesa og ræða við þá um efni þess sem lesið er.
Lestrarvinirnir hafa aðeins heimsótt yngra stig skólans fram að þessu en stefnt er að því að gefa nemendum á eldra stigi færi á að fá þessar skemmtilegu og hjálplegu heimsóknir líka. Liður í þessu samstarfi er einnig sá að auka á samskipti yngri og eldri íbúa samfélagsins okkar. Þeir sem áhuga hafa á að gerast lestrarvinir, bæta lestrarkunnáttu barnanna í samfélaginu okkar og hafa tíma aflögu eru velkomnir í skólann til að ræða við skólastjórana þær Huldu og Eygló, og fá nánari upplýsingar. Lestrarvinirnir hafa engar skuldbindingar um mætingu. Í skólanum er sett upp tímaáætlun fyrir lesstundir og lestrarvinirnir koma og láta lesa þegar þeim hentar. Lestrarvinir koma þannig inn í venjulegan skóladag og eru hrein viðbót við hann, þannig að ef fólk af einhverjum ástæðum kemur ekki breytir það engu fyrir dagskrá skólastarfsins. Að lokum
eru hér nokkur orð um lestur. Lestur er ekki eðlislægur, meðfæddur eiginleiki, heldur lærð aðgerð og að því leyti gjörólíkur því að læra að tala. Lestur og ritun eru hugvit mannsins og menning læsis hefur aðeins fylgt hluta mannkynsins, til lengri tíma litið. Flest börn læra að lesa án sérstakrar fyrirhafnar og sum að því er virðist nánast áreynslulaust. Fyrir önnur verður lestrarnámið fyrirhafnarmeira. Starfsfólk skóla sér í flestum tilfellum um að leggja grunn að lestrarnámi barna og mikið er lagt upp úr því að heimilin séu þátttakendur í að æfa það sem nemendur læra í skólanum. Hvort sem lestur gengur auðveldlega hjá nemendum eða erfiðlega þá er æfingin lykilatriði í lestrarnáminu og er það þessi æfingaþáttur sem við viljum efla með aðstoð ykkar sem viljið gerast lestrarvinir.
Jólablað Eystrahorns kemur út 18. desember
2
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Hafnarkirkja 1. sunnudagur í aðventu 30. nóvember kl. 11:00
Vaktsími presta: 894-8881
Messa og sunnudagaskóli. Barnakór syngur.
bjarnanesprestakall.is
Prestarnir
Kaþólska kirkjan
Alltaf velkomin á viðburði í EKRUNNI
Lifandi tónlist, hugvekja, kafÞ, kökur og spjall. Hlökkum til að sjá þig.
Með kærleikskveðju, Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn á Höfn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa
Þorsteins Geirssonar frá Reyðará
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðistofnunar Suðausturlands fyrir umhyggju og hlýju. Geir Þorsteinsson Björk Pálsdóttir Gunnar Bragi Þorsteinsson Guðbrandur Ragnar Jóhannsson Kristín Kristjánsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Jólasamverustundin í desember.
Fylgist með auglýsingum í Eystrahorni.
Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00 bjóðum við bæjarbúum á notalega samverustund að Hafnarbraut 59.
Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI
Það er alltaf eitthvað um að vera í EKRUNNI, má benda á handavinnu, spilað, teflt, boccía, pílukast, snóker, þythokkýspil, samverustundir, dans, kórstarf, leikfimi o.fl. Kíkið við!
*Þorrablótið okkar verður haldið í EKRUNNI föstudaginn 30.janúar 2015. Takið daginn frá.
Aðventustund
Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249
Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í EKRUNNI AUGLÝSIR:
Gengið frá Ekrunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00
Sunnudaginn 30. nóvember. Skriftir frá kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Við ætlum að blessa aðventukrans í messunni. Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Eystrahorn
Eystrahorn
Íbúð til leigu
Hef til leigu íbúð í Álfheimum 54 í Reykjavík tímabilið 1. desember til 5. janúar nk. Má vera einn dagur til vika. 4ra herbergja íbúð fullbúin húsgögnum. Upplýsingar í síma 699-7371 Baldur V H.
Verkefnisstjóri/ráðgjafi SASS Þórarinn Egill Sveinsson verkefnisstjóri/ ráðgjafi SASS verður til viðtals á skrifstofu SASS í Nýheimum þriðjudaginn 2. desember og miðvikudaginn 3. desember. Hægt er að panta tíma með því að senda póst á netfangið thorarinn@sudurland.is, hringja í síma 898 0399 eða bara koma við hjá Þórarni.
Opið hús, basar og vöfflukaffi verður í dagdvöl aldraðra í Ekrunni miðvikudaginn 3. desember kl. 14:00 - 17:00. Við hvetjum íbúa til að koma og kynna sér starfsemina sem er fjölbreytt og skemmtileg. Nytjamarkaður Hirðingjanna Nytjamarkaður Hirðingjanna í Steingrímsbúð verður opinn kl. 16:00 - 18:00 á sunnudögum frá 30. nóvember til 23. desember. Þá verður nytjamarkaðurinn með jóladót og húsgögn á Víkurbraut 4 (fyrir framan Báruna). Opnunartími þar verður kl. 16:00-18:00 alla sunnudaga og fimmtudaga frá 30. nóvember til jóla.
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Vertíðarlok, kosningar og félagsbúið Vertíðin Þegar ég sit hér og rifja upp síldarvertíðina sem nú er afstaðin verður mér hugsað til setningar sem ég las í „svartur sjór af síld“ eftir Birgi Sigurðsson; „síldin hefur gert marga ríka en fleiri fátæka“. Það eru ekki nema tvö ár síðan ég sat hér við þetta sama borð og lýsti því í grein sem ég var að skrifa hvað við værum að veiða á litlu dýpi og þannig var það líka í fyrra haust. Þá var veitt á þriggja til fimm faðma dýpi inn á milli skerja. En nú er öldin önnur. Í fyrra notuðum við okkar minnstu síldarnætur en þetta haustið höfum við þurft að nota troll, og algeng vírlengd er 450 faðmar (833m) á 180 faðma dýpi og veiðisvæðið hefur verið 90 sjómílur VNV úr Reykjanesi. Ég er ekki hissa á því að menn hafi stundum týnt síldinni og tapað miklu miðað við þau skip og tæki sem menn höfðu yfir að ráða. Í fyrra veiddum við uppi í harða landi en í haust úti í ballarhafi. Veiðin hefur gengið vel hjá okkur Hornfirðingunum og frátafir litlar vegna veðurs. Skipin hafa verið að fá þetta frá 150 tonnum upp í rúm 500 tonn í holi, stundum eftir aðeins klukkutíma tog. Síldin hefur verið góð og lítið borið á sýkingu. Þyngdin hefur verið í kringum 320 gr. sem telst gott á íslensku sumargotssíldinni. Heilt yfir hefur þetta gengið vel, góð veiði, gott verð og gott veður. Eina sem maður hefur þurft að kvíða er innsiglingin en hún venst seint og illa.
Kosningarnar Eins og allir vita voru sveitarstjórnarkosningar í vor þar sem við framsóknarmenn töpuðum meirihlutanum sem við höfum haft undangengin fjögur ár. Ég verð því miður að viðurkenna að ég er tapsár maður og hef oft látið skapið fara með mig í óþarfa ógöngur þegar hallar undan fæti eins og þeir vita sem hafa keppt við mig á firmamótum í fótbolta. Þó að styttist í hálfu öldina í aldri hjá mér virðist erfitt að hrista þennan erfiða löst af sér. Ég kom í allar sveitir í aðdraganda kosninga þó ekki kæmist ég á alla bæi. Aðrir frambjóðendur okkar komu líka víða við, vinnustaðir voru flestir heimsóttir og stofnanir sveitafélagsins. Allsstaðar fann maður fyrir jákvæðni, umræðuefnin yfirleitt skemmtileg og uppbyggjandi, fólk var hreinskilið og benti á hluti sem betur má gera og þakkaði fyrir það sem vel var gert. Þakka ég hér með fyrir móttökurnar. En nú eru komnir nýir stjórnarherrar sem fóru svona glimrandi af stað, eins og alþjóð veit. Ég óska þeim alls hins besta og vona að þeir láti gott af sér leiða fyrir samfélagið. Ég hefði treyst öðrum betur fyrir verkefninu, en eins og fyrr segir þá er ég tapsár.
Félagsbúið Hænurnar Það fór eins og það fór, ég borðaði hænsna súpu að hætti góða dátans Svæk um jólin fyrir tveimur árum. Hænurnar bættu ekki sitt ráð og ég vinnumaðurinn var sendur austur fyrir fjárhús einn góðviðrisdag í desember með nýbrýnda öxi til að gera fiðurfénaðinn höfðinu styttri. En húsbændurnir (hænsnabændurnir) gáfust ekki upp og fengu sér nýjar hænur á vormánuðum 2013 og þær tóra enn. Við höfum líka komist að því að varphvíld samfara fjaðurskiptum er eðlileg og óþarfi að bregðast við með brýnda öxi á lofti
Ráðgjafar og ræktunartilburðir Við á félagsbúinu erum með ráðgjafa í öllum sveitum en auðvitað eru nágrannarnir oftar spurðir ráða þar sem ekki er yfir nein jökulvötn að fara til þeirra. En allt kemur fyrir ekki gerðin (matið) fellur og vigtin líka. En það er kannski eins og einn ágætur maður sagði „Það er ekki nóg að hafa ráðgjafa það verður líka að fara eftir þeim“. Því var það mér mikil huggun þegar svili minn á Gerði tjáði mér að við værum ekki einir um að missa niður gerðina þegar ég bar mig illa við hann. Framparturinn vigtar víst orðið þyngra í loka niðurstöðu. Við ákváðum nefnilega að nota hrút ættaðan úr Suðursveit síðasta haust og var engu tauti við mig komið með það. Þar sé ég og veit af eigin raun að allar kynbætur úr Suðursveit er af því góða og líka óþarfi að gera veður út af því þótt meðalvigtin hafi minnkað um 100 gr. þar sem gróður spratt snemma úr sér. Heyskapur gekk vel og fengum við talsvert meira hey en í fyrra en ég held að gæðin séu minni og hefðum við þurft að vera vikunni fyrr í heyskap. Humarhátíðarhelgin hefði verið góð en hjá fólki með alla þessa skemmtunar þörf var það ekki inn í myndinni og því var næsti hálfþurrkur notaður. Í Lóni rigndi töluvert og því snúið með heyskap. Það er svipað og með síldveiðina. Svona tíðarfar hefði reynst mönnum erfitt í heyskap á síðustu öld með þau tæki og tól sem fólk hafði til umráða þá.
Ásgrímur Ingólfsson
3
Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga býður í vöfflukaffi föstudaginn 28. nóvember 2014 í „Papóshúsinu“ við Álaugarveg 3 frá kl. 16:00 – 18:00. Spjall um allt og ekkert. Bæjarfulltrúar verða á staðnum. Stjórnin
Jólahátíð á Kaffi Nýhöfn Í tilefni af tendrun ljósa á jólatrénu á „plássinu“ verður opið hjá okkur frá klukkan 12:00 til 18:30. Boðið verður upp á smurbrauð og fleira góðgæti.
Grýla og Leppalúði.
Aðalfundur
hestamannafélagsins Hornfirðings Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 30. nóvember kl. 20:30 í Stekkhól. Venjuleg aðalfundastörf Önnur mál Stjórnin
Aðeins
7.900 kr.
Gleðilegt jólahlaðborð á Fosshótel X Vatnajökli á mann
Fosshótel Vatnajökull býður til glæsilegs jólahlaðborðs laugardagskvöldið 6. desember næstkomandi. Njóttu ljúfrar jólastemmingar og hlaðborðs sem svignar undan dýrindis krásum. Harmonikkubræður mæta á svæðið með hinn eina sanna jólaanda. Bókaðu núna hjá Stefáni hótelstjóra í síma 858 1755 eða á stefan@fosshotel.is
V AT N A J Ö K U L L
BREYTTU HEIMINUM! Nýttu nafnið þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International á Jólamarkaðnum við höfnina á Höfn sunnudaginn 30. nóv. kl. 12 til 17. Undirskrift þín skiptir meira máli en þú heldur!
Eystrahorn
Leiftur
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
5
Umf. Sindri 80 ára
Körfuknattleiksdeild Sindra
Saga körfuknattleiks hjá Sindra nær allt aftur til 1971 þegar hann var hluti af innanhúsmóti í Sindrabæ þar sem keppt var í nokkrum greinum. Eftir þetta var körfuboltinn talsvert stundaður næstu árin, fyrst í leikfimisal Hafnarskóla en síðan fékkst leyfi til að koma upp körfum í Sindrabæ (heimild, Saga Hafnar). Ekki fer mörgum sögum af körfuknattleiknum fyrr en NBA-æðið rann á landann í kringum 1990, var þá talsverður uppgangur í boltanum hér eins og annars staðar á landinu. Æfðu bæði stelpur og strákar af miklum móð og var einn af þjálfurunum þá Saho Shan Wen sem þjálfaði einnig blak. Sigursteinn Brynjólfsson kom líka að þjálfun á þessum árum og var t.d. keppt á Íslandsmóti í austurlandsriðli bæði undir Merkjum Mána og Sindra. Varði þetta tímabil í um tíu ár og lagðist þá skipulagt starf í körfunni í dvala um tíma. endurvöktu deildina. Ungu strákarnir mynda góða blöndu með reyndari jöxlum. Ákveðinn kjarni hefur komið að starfi deildarinnar undanfarin ár og að öðrum ólöstuðum hafa Ingvar Ágústsson og Snorri Snorrason borið hitann og þungan af starfinu. Þeir hafa nú stigið til hliðar og aðrir tekið við.
Veturinn og framtíðin
Nýr kafli í sögu deildarinnar Árið 2005 fluttu hingað ungir menn að nafni Arnar Guðjónsson og Skúli I. Þórarinsson og rifu upp starfið í körfuboltanum og byrjuðu með æfingar af miklum krafti. Góð stemning myndaðist og fjöldi krakka byrjaði að æfa og keppa undir merkjum Sindra. Meistaraflokkur karla var einnig settur á laggirnar og keppti á Íslandsmóti í 2.deild sem er í raun 3. efsta deild. Undanfarin ár hafa hinir ýmsu þjálfarar starfað hjá okkur eftir að Arnar og Skúli hurfu til annarra starfa. Má þar nefna Kristján Ebenezarson og Kolbein Soffíuson. Í fyrra var sú nýbreytni að ráða Bandaríkjamann að nafni DeShaud Johnson sem leikmann og þjálfara
meistaraflokks ásamt því að hann þjálfaði yngri flokkana. Var þetta hugsað til að lyfta starfinu upp og fá góða stemningu í kringum boltann. Þessi nýbreytni tókst að mörgu leyti vel og komst meistaraflokkur karla í fyrsta skipti í úrslitakeppnina í 2.deild og alla leið í úrslitaleikinn um laust sæti í 1.deild sem tapaðist á móti ÍG. Þessi ár sem nú eru liðin hefur verið reynt að halda úti æfingum fyrir alla aldurshópa og bæði kynin. Starfið hefur verið blómlegt og fjöldi keppnis- og æfingaferða verið farnar. Í fyrra sumar var í fyrsta skipti farið með hóp krakka í æfingarbúðir til Spánar sem heppnaðist mjög vel. Í dag er stór hluti þeirra að spila með meistaraflokki karla, strákar sem voru í 2. bekk þegar Arnar og Skúli
Í ár var ráðist í að fá til okkar annan Bandaríkjamann að nafni Andrew Kelly sem leikmann og þjálfara. Andrew ber með sér góðan þokka og fallegan limaburð og hefur farið vel af stað innan vallar sem utan. Honum til aðstoðar er Kristján Ebenezarson en hann ber einnig ábyrgð á yngri flokka starfinu. Í dag eru um 60 krakkar að æfa hjá deildinni. Yngstu krakkarnir sem eru í 1-4 bekk keppa ekki á Íslandsmóti heldur fara á helgarmót þar sem blandað er saman skemmtidagskrá, afþreyingu og körfubolta. Keppni á Íslandsmóti byrjar svo hjá minnibolta 11 ára. Keppt er á fjölliðamótum, tvö fyrir áramót og svo tvö eftir áramót. Meistaraflokkur karla hefur farið vel af stað í ár og unnið þrjá leiki af fjórum. Þá hefur hópur af stelpum verið að æfa í vetur og hafa þær verið í samstarfi við meistaraflokk Hattar á Egilsstöðum og keppt með þeim undir sameiginlegum merkjum. Við í körfuboltanum stefnum á að halda áfram því góða starfi sem byggt hefur verið upp undanfarin ár og hin fallega íþrótt haldi áfram að dafna í firðinum fagra. Körfuboltinn hentar einkar vel í bæjarfélagi af okkar stærð m.a. vegna fjölda leikmanna svo ekki sé minnst á skemmtanagildið, hraðann og spennuna sem honum fylgir. Stjórn K.k.d. Sindra
6
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Eystrahorn
Gamlabúd 150ára
Í tilefni af 150 ára afmæli Gömlubúðar langar okkur að bjóða öllum Hornfirðingum til sjávar og sveita í heimsókn sunnudaginn 30. nóvember n.k. Á boðstólnum verða kræsingar frá liðinni tíð og jólaandinn mun svífa yfir vötnum. Boðið verður upp á leikþátt um sögu Gömlubúðar í flutningi barna úr Heppuskóla. Allir hjartanlega velkomnir! Starfsfólk Hornafjarðarsafna
KANDÍS . .
Leikþáttur sýndur Kl. 13 OG 15 Zophonías Torfason spilar á Harmonikku Gestir úr fortíðinni láta sjá sig
. .
PONNUKOKUR
KRAMAR
H U S
BRJOSTSYKUR
MALT
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Komdu í veg fyrir drátt með varahlutum frá okkur.
7
Fjölskyldujólahlaðborð á Smyrlabjörgum sunnudaginn 7. desember Borðhald hefst kl. 18:00 Verð: 0-6 ára frítt 7-12 ára 1900 kr 12-18 ára 2900 kr 19 + ára 7900 kr Enn laus sæti 6. desember. Kíkið á okkur á www.facebook.com/Smyrlabjorg til að sjá myndir og upptalningu á réttunum Miðapantanir í síma 478-1074
Eigum til kjarngott hundafóður fyrir vinnandi hunda eldri og yngri.
Hlökkum til að sjá ykkur
Verið ávallt velkomin
Verslun, sími 478-1414
Rithöfundakynning í Pakkhúsinu Árlegur upplestur rithöfunda verður í Pakkhúsinu
Miðvikudaginn 3.desember klukkan 20:30 Alls eru fimm rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru Elísabet Jökulsdóttir sem les upp úr bók móður sinnar Jóhönnu Kristjónsdóttur ,,Svarthvítir dagar“, Guðni Líndal Benediktsson les upp úr bók sinni ,,Leitin að Blóðey“, Hrönn Jónsdóttir les upp úr bók sinni ,,Árdagsblik“, Kristín Steinsdóttir les upp úr bók sinni ,,Vonarlandið“ og Ófeigur Sigurðsson les upp úr bók sinni ,, Öræfi“.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Piparkökur í boði og kaffi á boðstólum.
Einnig verður lesið upp úr Skaftfellingi og tónlistaratriði flutt. Hornafjarðarsöfn
55%
“BLACK ” FRIDAY
Kræsingar & kostakjör
31%
bayonnesk
stjörn
899
1.998
lambahryggur
kr/kg
goði
1.599 2.318 kr/kg
kjúklingabringur fe rskar - nettó
1.698 1.998
kjörís
“B
1l
199
kr/kg
kr/pk
tartalettur
40%
139
ing kjötsel-hr
599
149 249
coke zero
r grísabskógoruinn
10stk
F
al Tilb
kr/stk
2l
eða
295
798
kr/stk
kr/kg
40%
“BLACK
FRIDAY”
698
kr/stk
59 kr/stk
kalk
1.09
f
bakað á staðnu m
50%
33cl
99
68%
lkl brauð
349
pepsi max
fanta
99
2l
1.298
kr/kg
309
kr/stk
| Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Kræsingar & kostakjör
kinka
nugrís
50%
75%
40% hveiti
blenda
2kg
1,17 kg
meistarasögur
149
199 398
249
kr/pk
kr/pk
998 3.990 kr/stk
núðlur
ýmsar teg 85g
98
núðlur
149
popp
ýmsar teg 65g
39
kr/pk
400g
99
59
1.199
169
kr/pk
34%
chia fræ
70g
ískex
1.698
kr/pk
250g
199
kr/pk
299
BLACK
kr/pk
IDAY” FR75%
toblerone
100g
43%
149
Wc pappír
259
45%
kr/stk
llt að afsláttur boðin gilda alla helgina 27.-30. nóv a meðan birgðir endast
16 rl
699 1.259 kr/pk
möndlumjólk
blue diamond946 l aðeins
1000 kr
50%
199 397
54%
kr/stk
kúnn
franskur
90
8
g
jurtarjómi
meggle 250ml maru sænguver
ýmsir litir
1.000 kr/pk
179 298
kr/stk
40%
emerge 250ml
orkudrykkur
59
129
kr/ds
“BLACK ” FRIDAY
10
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Eystrahorn
Nú er komið að okkur íbúunum að standa okkur Nýja sorpflokkunarstöðin er komin í gagnið. Af því tilefni og til að hvetja íbúana að vanda sig við flokkun sorpsins tók blaðið viðtal við Birgi Árnason verkstjóra sveitarfélagsins.
Nú erum við í Áhaldahúsinu búin að taka á móti fyrsta skammtinum af endurvinnanlega sorpinu úr flokkunartunnunni á Höfn. Það gekk allt eins og vera bar, bíllinn sturtaði sínum farmi inní hina nýju stórglæsilegu móttökuaðstöðu. Þetta leit allt vel út við fyrstu skoðun og virtist vera spennandi verk framundan að koma þessum farmi í gegnum pressuna og gera tilbúinn til flutnings á Reyðarfjörð til nánari flokkunar. En hvað,
þegar við vorum farin að sýsla með þetta efni þá sagði einhver „er ekki allt í lagi heima hjá þér?“ Ástæða þessara orða var í fyrsta lagi, að einhverra hluta vegna fer fram hjá fólki þessi lína „Sett laust beint í tunnuna“ á límmiðanum sem á að vera á öllum flokkunartunnum í sveitarfélaginu, stóru tunnunni. Það er allof mikið að efni sett í poka og síðan í tunnuna, það á að setja allt laust í tunnuna. Þetta er vegna þess að við flokkun þarf að rífa alla pokana
Hafið í huga að allt fer þetta í gegnum manna hendur þ.e. flokkunin. Þess vegna á ekki að setja gler í flokkunartunnuna og alls ekkert óhreint á að slæðast með. Gler á að fara í almennu tunnuna eða þá það sem er enn betra að koma með í móttöku Endurvinnslunnar, en bara hreint. Þarna er ein flaska sem ber 15 kr. skilagjald.
upp til að sjá hvað er í þeim. Ímyndið ykkur vinnuna við að rífa upp nokkur hundruð poka, allt í allt eru 700 flokkunartunnur á okkar svæði. Hvað segir fólk um að taka Hólmara (Stykkishólmur) okkur til fyrirmyndar þ.e.a.s. að útrýma plastpokum? Skoðið líka vel á límmiðanum, það sem ekki má setja í tunnuna. Hér á eftir koma nokkrar myndir af því sem var í þessum fyrsta farmi.
Hverjum dettur í huga að setja svona skítug ílát í flokkunartunnuna? En þess ber að geta að þetta er undantekning. Þegar byrjað var á þessu tveggja tunnu kerfi bar mikið á því í byrjun að almennt heimilissorp væri sett í flokkunartunnuna. Í dag er það orðið undantekning, sem betur fer, þó ekki sé nema okkar vegna sem vinnum við að flokka þetta endanlega. Það þarf ekki nema einn sauð til að skemma mikið.
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Á þessari mynd er ýmislegt sem á alls ekki að fara í flokkunartunnuna. Í fyrsta lagi eru þarna umbúðir utan af matvælum, rennandi blautt og ógeðslegt. Í sjálfu sé mega svona plastumbúðir koma með í flokkun en einungis ef þær eru þvegnar. Ef þetta væri frauðplastbakkar þá mættu þeir ekki koma. Ímyndið ykkur lyktina ef margir svona bakkar væru í farminum. Hverjum dettur í hug að einn skór sé endurvinnanlegur? Sá sem á þennan skó verður að svara því. Eða þá ónýtt útvarp? Í gámaportinu er gámur fyrir raftæki. Þarna eru líka pokar með fötum. Ef fólk vill gefa notuð föt þá má minna á fatasöfnunargám við N1 og einnig er tekið á móti fötum í Gámapotinu. Þessi fatasöfnun er á vegum RKÍ. Flutningur til Reykjavíkur er á vegum Flytjanda og er styrkur til RKÍ.
11
Að lokum er hér mynd af lítilli hrúgu, mynd af því sem ekki á að vera í flokkunartunnunni. Þarna er m.a. mikið af flöskum, gleri og dósum sem eiga að fara í Endurvinnsluna, boddýhlutir, fótbolti ekki er hann endurvinnanlegur, borðdúkur, poki með fötum, þurrkarabarki, frauðplast sem allt á að fara í almennt sorp. Athugið að pappaspjaldið hefur óvart slæðst með á þessa mynd en að sjálfsögðu á allur pappi að fara í flokkunartunnuna.
Nokkur orð til bænda Að lokum nokkur orð til bænda og búaliðs, bóndi er jú bústólpi. En þau orð snúa að meðhöndlun heyrúlluplasts og áburðasekkja og fágang á því efni til flutnings. En með nýju aðstöðunni tökum við upp það verklag að bagga það í stóra bagga sem síðan eru sendir erlendis til frekari endurvinnslu. En þá kemur að stóra málinu. Til að plastið sé markaðsvara þarf það að vera hreint að því leitinu til að ekki mega vera bönd og net saman við plastið. Það á líka helst ekkert hey að vera með plastinu. Það er mjög mikil vinna í móttökunni að taka þennan óþarfa úr plasthaugunum, allt of mikil vinna. Við höfum verið að
streða við þetta undanfarið að hreinsa og bagga og við viljum endilega biðja fólk til sveita að passa vel uppá þessa hluti. Við getum skaffað litlar tunnur undir net og bönd sem hægt er að hafa í útihúsum. Þessar tunnur yrðu síðan tæmdar um leið og almennt heimilissorp en það verður að koma tunnunni á sama stað og heimilissorpið, annars er það ekki tekið. Ef áhugi er fyrir að fá tunnu undir þetta efni hafið þá samband í birgir@hornafjordur.is fyrir 1.desember og við förum einn sveitarúnt með tunnur.
Sá sem lét áburðarsekk frá sér eins og myndin hér til hliðar sýnir gerði heiðarlega tilraun til að pirra og svekkja okkur. En tókst ekki.
Nú þegar sveitarfélagið er búið að fjárfesta fyrir tugi milljóna í aðstöðu í Gámaportinu og í tunnur, þá er okkur ekkert að vanbúnaði í samstilltu átaki að taka verulega vel til í okkar ranni og ganga vel um þetta allt saman. Og með samstilltu átaki okkar allra ætti ekki að verða neitt vandamál að útrýma þessum annmörkum sem eru á flokkun við heimilin og útihúsin.
Hér fyrir ofan eru tvær myndir sem sína hvernig við viljum ekki fá þetta í hendurnar. Fyrir utan net og spotta eru þarna áburðapokar og plast.
Þessi mynd sýnir algjöran fyrirmyndar frágang á baggaplasti, þess má líka geta að þessi sami aðili setur alla spotta og net í áburðarsekk. Það er mjög þægilegt að kippa sekknum úr gámnum þegar gusan kemur. Varðandi áburðasekki, þá tökum við þá að sjálfsögðu. En við gerum þá kröfu að þeir séu sér þ.e.a.s. ekki blandaðir öðru efni. Einnig verður að skera plastið úr sekkjunum og setja í einn eða fleiri sekki. Áburðasekkir mega fara með rúlluplastinu ef þeim er haldið sér t.d. margir látnir í einn sekk.
Undir þessa hvatningu skal tekið og það er mikilvægt fyrir samfélag sem á jafn mikið undir jákvæðri ímynd og við hvað varðar hreinleika vegna framleiðslu á úrvals matvælum og selja aðgang að hreinni og einstakri náttúru.
12
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Eystrahorn
Að brjóta upp hversdagsleikann með upplifun
Það má með sanni segja að við Íslendingar séum menningarþjóð. Í yfir 1100 ár höfum við byggt upp menningu sem að sögur fara af í bókstaflegri merkingu. Menningararfurinn hefur samhliða tímanum skapað hefð í þjóðarsálinni sem oft er erfitt að festa hendur á, en við flest könnumst við. Íslendingar eru stoltir, sterkir, roggnir í meira lagi og síðast en ekki síst duglegir. Auðvitað eru fleiri kostir og gallar, en þetta er það sem einkennir okkur meira og minna! Við erum forvitin og viljum læra og skilja og þykir okkur sjálfsagt mál hér á Íslandi að menntast, það er góður arfur sem við flest fengum frá forfeðrum okkar. Hvernig við lifðum og þreyttum lífsbaráttuna í gegnum aldirnar er uppistaðan í okkar menningu, það er engin afkimi sem er stikkfrí þegar kemur að þeirri skilgreiningu. Íslendingar voru bændur og sjómenn, vinnumenn og vinnukonur meira og minna. Efri stétt samfélagsins þar sem framan af voru höfðingjar, prestar, embættismenn, óðalsbændur og menntamenn á auðvitað mikinn sess í menningararfinum en á allt annan hátt og hefur ekki eins mikið að segja með hversdagslífið og þá sál sem býr í þjóðinni. Lífið var oft á tímum mjög erfitt hjá hinum venjulega Íslendingi og var aðbúnaður í íveruhúsum sem og við vinnu á sjó og í landi, hreint út sagt slæmur. Húsin voru köld og klæðin oft slitin og vot. Menn litu því oft hýru auga til rótanna, þegar bændur voru frjálsir og hetjur riðu um héruð. Það má líka segja, að eftir að við gengum Noregskonungi á hönd árið 1262, hefjist það tímabil í Íslandssögunni þar sem við erum í fyrsta sinn bundin áttahagafjötrum, lifum við skert frelsi og beitt harðræði af bæði embættismönnum og kaþólsku Kirkjunni. Þarna hefst ákveðin innri barátta á meðal Íslendinga að sætta sig við erlend yfirráð sem stendur meira og minna í 700 ár. Þó svo ég geti engan veginn sannað það sem ég mun nú segja að þá held ég að þjóðin í heild, og þá skiptir engu hvaða kynslóð í fortíð eða nútíð, hafi aldrei upplifað sig sem undir aðra komin, og akkúrat þetta held ég að sé hin eiginlega birtingarmynd af sál þjóðarinnar- við höfum alltaf verið frjáls svona innst inni.
Vinnan Það hefur oft verið kallað ýmsum nöfnum að taka að sér tímabundna vinnu, eða afla sér fjár með hinu ýmsa móti. Að fara á vertíð, sláturtíð, heyskap, löndun, akkorð og túra svo dæmi sé tekið. Hér á Höfn og í Hornafirði þekkja menn vertíðir eins og lófann á sér. Menn gengu héraðanna á milli til þess að komast á vertíð, meira að segja var gengið yfir jökul til þessa og þótti eflaust ekki tiltökumál. Vermenn hafa komið hingað svo öldum
skiptir og má eflaust færa fyrir því rök að svo hafi verið allt frá tólftu öld, og í því samhengi nefni ég tóftirnar við Hestgerðishálsinn. Bændur sóttu sjóinn til að drýgja forðann og færa frekari björg í bú. Sjálfsbjargarviðleitnin var auðvitað það eina sem dugði. Margar sögur fara af verkamönnum sem flökkuðu um landið í leit að betra lífi, það var auðvitað bara farið þangað sem hægt var að fá vinnu.
Hverflyndi náttúrunnar Undir lok nítjándu aldar þegar sveitasamfélagið í Hornafirði fer að leiða formlega saman hesta sína í verslun og vöruviðskiptum þá gekk í garð tímabil sem lifir enn. Það sem hægt er að leyfa sér að skilgreina í þessum málum er auðvitað út frá sögulegum forsendum, ég hef ekki gert vísindalega rannsókn. En það sem sagan segir er að undir lok nítjándu aldar gerist það að óvenju harðir tímar gangi í garð með miklum kuldaköstum og fimmbilkulda að vetrum. Þessi veður orsökuðu það að í sveitum landsins, ekki bara hér í Hornafirði hafi býlin lamast. Einhver minntist þessa tíma með þessum fleygu orðum ...að vissu leiti var þetta gott því við jöfnuðumst út, fátækir voru áfram fátækir en hinir ríku urðu líka fátækir eins og við hin! Þessi setning segir heilmikið. En óhætt er að segja að ástandið hafi verið slæmt og ekki var það mjög gott áður. Fyrstu vetrarhörkurnar orsökuðu unglambadauða, uppskerubresti og heyskort. Búfénaður varð að vera á gjöf meira og minna þar sem birgðir voru á þrotum og búfé drapst úr hor og kulda. Þetta var ófremdarástand, vöruviðskipti lágu niðri og gat fólk því ekki komist í nauðsynjavörur, þó svo það hefði verið hægt, var lítið sem ekkert til að skipta. Ekki er nú allt upptalið, því hafís lagðist upp að landinu svo innsiglingar lokuðust og skip komust ekki að landi með varning og vörur. Ekki var hægt að sigla út og var útræðið næstum ekkert og því erfitt að drýgja forðann með veiði í fjörðunum. Ein sagan í héraðinu segir frá því að ekki hefði miklu mátt muna að fólk dræpist úr hungri, ef ekki hefði verið fyrir hvalreka. Sú björg varð ómetanleg í sveitinni og meira að segja víðar. Hafísinn hafði lokað hvalina af, svo hann færði okkur þó björg í bú en ekki bara böl. Ekki nema fólk líti á ísbirni sem böl, því nokkrir slíkir komu hér á land í Hornafirði. Komu þeirra var lýst í Alþingistíðindum og ekki mátti lesa að hræðsla hafi gripið um sig meðal fólks. Ísbjörnunum er lýst sem frekar meinhægum og jafnvel meinlausum eins og sjá má í eftirfarandi bálki: Þennan vetur [1881] komu hvítabirnir hér á landi með ísnum og gengu þeir hér um Hornafjörð
sem fénaður, en engum gjörðu þau mein það menn til vissu. Þau komu hér sumstaðar að fjárhúsum til smala og gengu í gegnum féð, en sýndu hvorki mönnum né skepnum neina grimmd. Eitt dýr var drepið hér í Nesjum, það var elt sunnan af Mýrum og náðist loks hér í Nesjum og var skotið! (Alþingistíðindi 1886 og Saga Hafnar í Hornafirði, I bindi) Við tökum víst ekki á móti þessum greyjum á þennan hátt í dag líkt og þá. En nóg um þetta. Þessir erfiðu tímar urðu að vissu leyti til þess að hér á Höfn byggðist upp verslun og í kjölfarið, þéttbýli. Á Höfn varð mannlífið blómlegra með hverju árinu og var það orðið svo að í upphafi 20. aldar og allt til 1930 var fólk að flytjast hingað hvaðanæva að til að fara á vertíð, sumir fóru og aðrir festu hér rætur, við þekkjum jú flest þá sögu. En dæmið með hverflyndi náttúrunnar og hvernig maðurinn hefur tekist á við erfiða tíma hefur endurtekið sig margoft í gegnum tímanns tönn, en ég læt þetta dæmi duga að sinni.
Að þekkja fortíðina Ég hef oft fengið þá vafasömu spurningu, hvað er safnastarf? Henni er ekki auðsvarað svona í einum grænum, og ætla ég ekki að gera það beinlínis hér. En mig langar þó að segja ykkur hvernig ég sé söfn bæði hér og annarsstaðar og hvernig mig langar að byggja upp Hornafjarðarsöfn í samstarfi og samvinnu við vinnufélaga mína og samfélagið allt. En svona áður en ég byrja þá vil ég segja þetta fyrst, síðan 2001 hef ég verið að vinna við fornleifauppgreftri svona meira og minna, það er minn grunnur. Ég hef alla tíð verið mjög áhugasöm um fortíðina og hef ég undarlega þörf fyrir því að fá svör við spurningum sem oft er ómögulegt að fá svar við, og er það skítt. En það sem mér þykir skemmtilegast er að segja sögur, ekki kannski að tala sjálf heldur að miðla því sem komist er að og skiptir samfélagið máli. Sögur eru allstaðar, á bak við hvern hól og hverja þúfu er saga sem hægt er að segja frá, sumar sögur skipta alla máli og aðrar skilja bara sumir. En við höfum alltaf lifað á sögum, lært af þeim og haft gaman af. Við upplifum sögur á mismunandi hátt og segjum frá þeim á jafn fjölbreyttan máta og við erum mörg. En hvernig er hægt að miðla hinum minnstu sögum eða þeim stærstu? Skiptir það máli að miðla þeim yfir höfuð og þá af hverju? Hér í Hornafirði eigum við einstaka sögu og er hún órjúfanleg frá landnámi. Sagan okkar síðastliðin 100 ár er því einungis einn tíundi af því sem var og finnst manni samt nóg um. Þegar ég fer á safn er ég að vonast eftir upplifun.
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
Að upplifa eitthvað sem maður jafnvel þekkir ekki eða er forvitin um, jafnvel að upplifa eitthvað sem maður hefði aldrei órað fyrir. Söfn í huga margra eru forneskjuleg og jafnvel leiðinleg og ég neita því ekki að ég hef oft farið á leiðinleg söfn, en það er ekki þar með sagt að saga þess sé leiðinleg heldur frekar miðlunin. Mér til dæmis leiðast söfn sem breytast aldrei, eru eins og steinrunninn og afturhaldsinnuð, það kalla ég leiðinlegt. Söfn þurfa að vera lifandi, hreyfanleg, margbreytileg og síðast en ekki síst áhugaverð. Mér finnst auðvitað í besta lagi þegar söfn sérhæfa sig í einhverju, eins og til dæmis Steinasafnið hér á Höfn eða Þórbergssetrið í Suðursveit, það er mikilvægt í menningarflóruna. Ríki og sveitarfélög hafa þó skyldu til íbúa sinna að byggja á breiðum grunni sem höfðar til flestra. Menning er svo stór hluti af okkar lífi, mun stærri en flestir gera sér grein fyrir. En ef fram fer sem horfir verður Mikligarður framtíðarhúsnæði Hornafjarðarsafna, og með uppbyggingu hans varðveitum við á sama tíma eitt helsta og merkilegasta mannvirki hér á Höfn sem hefur að geyma menningar-, félags- og atvinnusögu Hafnar sem og að hefja endurreisn á byggða- og náttúrugripasafni héraðsins (þar inni er auðvitað, sjóminjasafn og jökulheimar). En Mikligarður er ekki bara séður sem hús Hornafjarðarsafna. Þarna viljum við sjá heimamarkaðsbúð, veitingasölu í anda hússins, fiskbúð, brugghús, skapandi greinar af ýmsum toga og svo mætti lengi telja. Við lítum á þetta hús sem hús menningar, þar sem þú getur upplifað kjarnann í samfélaginu í fortíð og nútíð.
Fjölbreytt menning Mikilvægt er að rýmin í Miklagarði miðist við það að vera hreyfanleg í þeim skilningi að þar verður miðlunin í forgrunni á sem fjölbreyttasta máta. Ég sé fyrir mér hönnun sem tekur mið af sérkennum í náttúru Hornafjarðar og endurspeglar jöklana, jökulfljót, tignarleg fjöll, sandana og öræfi þar sem mesta áherslan er á lýsingu og ramma. Að öðru leyti á miðlunin að vera síbreytileg og áherslur mismunandi og því verður hægt að fara oft á ári í Miklagarð og upplifa alltaf eitthvað nýtt, ekki bara með sjón heldur einnig í bragði og lykt. Eitt safnið sem ég fór á var þannig að það var safn á daginn en veislusalur á kvöldin, svo var hægt að leigja sér herbergi og sofa í gömlum káetum, þetta var upplifun sem gleymist seint! Menningin hér ásamt flóru og fánu er svo sérstök að við höfum óendanlega möguleika á að miðla því, þetta er því bara spurning um vilja...og jú kannski smá start-kostnað. En eins og ég hef oft sagt áður að þá helst þetta allt saman í hendur. Söfn þurfa ekki að vera dragbítur, þau skila arði hvort sem er verulegur sem óverulegur og því þarf þessi uppbygging að vera samfélagsleg og samstaða þarf að ríkja í þeirri uppbyggingu. Nú þegar ásjóna Miklagarðs er að breytast geta gerst ófyrirsjáanlegir hlutir, hafnarsvæðið er að fá á sig nýja mynd, og hægt og rólega er menningin að vaxa. Það kæmi mér ekki á óvart ef Höfn yrði einn vinsælasti ferðamannabær landsins innan fárra ára ef fram fer sem horfir. Sjarminn við höfnina hefur mikið aðdráttarafl og ef við búum vel um hnútana að gömlum sið og sýnum gestrisni og virðum bæði byggðasöguna sem og náttúrusöguna, þá eru við í toppmálum.
Með kærri kveðju, Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna.
Óskilamunir Óskilamunir verða í anddyri sundlaugar Hornafjarðar til 16. desember 2014. Þau föt sem ekki verða sótt verða gefin til Rauðakross Íslands Kveðja, Forstöðumaður ÍMH
13
Kæru viðskiptavinir. Þar sem ég hef ekki tök á að vera með á jólamarkaðnum 30. nóvember þá mun ég vera með geitaafurðirnar til sölu á Víkurbraut 4 frá og með 10. desember.
Opið er alla virka daga frá kl 8:30 - 13:30. Einnig er hægt að panta í síma 867-0493. Verð með ferskt geitakjöt, grafið og reykt, og að sjálfsögðu sápurnar vinsælu.
Nýtt á þessu hausti eru vesti, púðar og stúkur. Með bestu kveðju Laufey Guðmundsdóttir Lækjarhúsum.
Viltu gerast lestrarvinur? Áttu stund aflögu? Ef svo er ertu velkominn í Grunnskóla Hornafjarðar eða hafa samband við skólastjórana á annan hátt og kynna þér lestrarvinaverkefni skólans. Eygló Illugadóttir Sími 470-8400 eyglo@hornafjordur.is Hulda Laxdal Hauksdóttir Sími 470 8400 hulda@hornafjordur.is
Njóttu regnsins í regnfatasetti frá okkur. Kr. 14.532,Stígvél frá kr. 6.000,Gúmmískór á kr. 3.006,-
Verið ávallt velkomin
Verslun, sími 478-1414
Jólahátíð verður haldin á Höfn 30 nóvember nk.
Efnt verður til jólahátíðar í Hornafirði þann 30. nóvember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Hátíðin verður á Heppusvæðinu þar sem jólamarkaður verður opinn frá kl. 13:00-17:00 en að því loknu hefst hátíðardagskrá á sviði. Jólamarkaðurinn verður opinn í hjöllunum og góðgerðar- og félagasamtök verða með fjáröflun á Humarhöfninni. Opið verður á Kaffi Nýhöfn með veitingar af ýmsu tagi. Í Pakkhúsinu verður jólakjötsúpa í boði með tilheyrandi stemmningu og Arfleifð verður með sölusýningu í Pakkhúskjallaranum. Haldið verður upp á 150 ára afmæli Gömlubúðar sem verður fagnað með leikþætti í húsinu. Millibör verður með opið í Kartöfluhúsinu og býður upp á jólaglögg. Dyngja verður með opið hús og heitt súkkulaði. Gingó opnar Litla listaskálann og einnig verður Skreiðaskemman opin! Litlir jólaálfar verða á kreiki með mandarínur og Jólasveinalestin mun keyra um svæðið með gleðibrag og góða gesti frá kl. 15:00-17:00. Að lokinni hátíðardagskrá verður tendrað á jólatrénu. Dagskrá
13:00 13:00 15:00 15:00 17:00 18:00 18:05
– – – – – – –
Jólamarkaður opnar Leikþáttur í Gömlubúð 17:00 Jólalest Leikþáttur í Gömlubúð Dagskrá hefst á sviði Tendrað á Jólatrénu. Jólahátíð lýkur
Hönnun: Villi Magg
Gerum okkur glaðan dag saman!
Eystrahorn
Fimmtudagur 27. nóvember 2014
15
Hársnyrtistofan FLIKK Opnunartími Bókasafnsins yfir hátíðarnar Þorláksmessa 9-16
29.-30. desember 11-15
Opið alla laugardaga frá 11-15
Opnunartími Listasafnsins Virka daga 09-12 og 13-15 Fyrsta laugardag í hverjum mánuði frá 12-16
Jólahlaðborð Kaffi Hornsins 12. og 13. desember
Forréttir: Hreindýrapate, gæsapate og sveitapate, síldarsalöt, reyktur og grafin lax, reykt og grafin gæs, andaconfit, gæsalifrarkæfa og grafið lamb. Aðalréttir: Hangikjöt, bayonneskinka, purusteik, lambalæri, hreindýrabollur, andabringur, gæsabringur og hreindýravöðvi. Meðlæti: Tilheyrandi sósur, heimagerð lauksulta, heimagert rauðkál, döðlusalat, Waldorfsalat, rúgbrauð og laufabrauð. Eftirréttir: Ris ala mande, súkkulaðifromage, konfekt, skyrkaka og marengstoppar.
Borðapantanir í síma 478 2600
Verð kr. 6.300,-
Gerum tilboð fyrir hópa. Verið velkomin • Starfsfólk Kaffi Hornsins
Lögheimilis- og aðsetursbreytingar Nú fer sá tími að koma að þeir aðilar sem búsettir eru í Sveitarfélaginu Hornafirði, en voru ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimili. Hið sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins. Tilkynna á um flutning eigi síðar en sjö dögum eftir að hann á sér stað, en eins og oft vill verða þá getur það farist fyrir og því skorar sveitarfélagið á alla sem ekki hafa þegar gengið frá þeim málum að ljúka því hið fyrsta eða fyrir 1.desember n.k.. Fylla þarf út þar til gerða flutningstilkynningu sem hægt er að nálgast á heimasíðu þjóðskrár http://http/www.skra.is/lisalib/getfile. aspx?itemid=7563 eða í Ráðhúsi Hornafjarðar.
Austurbraut 15 • Sími 478-2110 35% afsl. af herra- og dömuilmum, bodylotion og gjafakössum,sem hætta í sölu á stofunni. 25% rýmingar afsláttur af þeim hárvörum sem eftir eru frá PAUL MICHELL.
Verið velkomin
Orkubóndinn 2
fer af stað 28. nóvember á Höfn í Hornafirði Nú ætlar Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Orkusetur Orkustofnunar, að standa fyrir námskeiðinu Orkubóndinn 2 og verður fyrsta námskeiðið haldið í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 11:00 - 16:00. Námskeiðið er ætlað einstaklingum, fyrirtækjum, landeigendum og bændum sem vilja virkja bæjarlækinn í smáum en hagkvæmum stíl. Ef vel tekst til er stefnt á að fara með námskeiðið Orkubóndann um landið á næstu misserum. Á námskeiðinu munu sérfræðingar ræða um virkjanir og virkjanakosti og tími gefst til að ræða ítarlega við þá. Stjórnandi námskeiðsins verður eins og fyrr Þorsteinn Ingi Sigfússon eðlisfræðiprófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Dagskrá Orkubóndans 2 á Höfn: 11:00 Endurnýjanleg orka útskýrð; Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 11:20 Virkjun strauma; Geir Guðmundsson verkfræðingur, verkefnisstjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands 12:10 Stuðningur við eigin virkjanir; Sigurður Ingi Friðleifsson forstöðumaður Orkuseturs 12:40 Hádegisverður 13:15 Virkjun bæjarlækjarins; Bjarni Jónsson Malmquist, BMJ Energy 14:30 Reynslusögur frá Orkubónda I: Jón Sveinbjörnsson verkfræðingur hjá Verkís 15:00 Íslenskir sjávarfallahverflar; Valdimar Össurarson framkvæmdastjóri Valorku 15:40 Umræður og fyrirspurnir fundarmanna 16:00 Kaffi og fundarlok
Þáttökugjald er 3.500 krónur og innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Skráning á nmi.is Saga Orkubóndans Á haustmánuðum ársins 2009 fór Nýsköpunarmiðstöð Íslands af stað með námskeiðið Orkubóndinn og var það námskeið ætlað þeim sem vildu framleiða eigin orku. Vaxandi áhugi er fyrir því að beisla orku, hvar sem hana er að finna og á Íslandi er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og er hægt að nýta. Því var farið að stað með Orkubóndann til að koma til móts við áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa áhuga á að beisla orkuna heima fyrir. Námskeiðið var haldið víða um land og sóttu um 800 manns námskeiðin sem þóttu takast afar vel.
markhönnun ehf
Kamp Knox ArnAldur indriðAson
mmm mAtreiðslubók mörtu mAríu
3.899 Kr
3.599 Kr
Frábært úrval bókatitla!
saGa þeirra… HelgA guðrún joHnson
Kata steinAr brAgi
öræfi ófeigur sigurðsson
4.354 Kr
4.419 Kr
4.224 Kr
VísindabóK Villa 2 VilHelm Anton jónsson
Hjálp Þorgrímur Þráinsson
berserKjaHliðið eoin Colfer
3.249 Kr
2.969 Kr
bækur
2.859 Kr
Vonarlandið kristín steinsdóttir
4.220 Kr
Gula spjaldið… gunnAr HelgAson
2.991 Kr
Tilboðin gilda 28. - 30. nóv. 2014 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri