Eystrahorn 42. tbl. 28. árgangur
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 18. nóvember 2010
Glæsilegur árangur Grunnskóli Hornafjarðar hefur náð einstökum árangri í hinni árlegu First Lego League keppni. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem lið skólans sigrar þessa keppni og fer erlendis til að keppa fyrir hönd Íslands. Öll þessi þrjú lið eru ennþá í skólanum auk þess sem fjórða liðið var í 2. sæti í fyrra. Árangurinn er ekki síst athyglisverður vegna þess að skólinn sendir alltaf nýtt lið sjöundubekkinga sem eru jafnvel að keppa við 16 ára nemendur. Hér er greinilega ekki um neina
Von í Óvon
tilviljun að ræða og í þessu sambandi má bæta við frábærum árangri nemenda Eiríks Hanssonar í nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Keppnin í ár var haldin í Keili í Keflavík sl. laugardag. Lið Hornfirðinganna skipuðu tíu nemendur úr 7. bekk og kölluðu sig Frumurnar. Eiríkur Hansson kennari hefur séð um undirbúning og þjálfun krakkanna og á hann mestan heiður að þessum glæsilega árangri. Keppnin er fjölþætt og reynir á krakkana á marga vegu.
Meðal annars þá hönnuðu þau, smíðuðu og forrituðu róbót sem leysti flóknar þrautir á borði. Þema keppninnar í ár var BODY FORWARD (líkaminn lifi). Keppendur áttu að fjalla um eitthvað sem gæti hjálpað líkamanum þegar sjúkdóma eða slys ber að höndum. Frumurnar fjölluðu um brunasár og meðferð þeirra. Þau kynntu nýja uppfinningu sína sem heitir KÆLIBINDIÐ, en það er ný útfærsla af kælipoka til að kæla brunasár. Frumurnar
„Já, ég reyni alltaf að koma við á Hornafirði þegar ég er að túra með hljómsveitum. Ég er stoltur af ættartengslum mínum á Hornafirði en afi minn og amma voru Eymundur og Lukka í Vallanesi. Okkur hefur alltaf verið vel tekið á Hornafirði og það er einstaklega skemmtilegt að spila fyrir fólkið þar“ sagði Ómar Guðjónsson sem verður með tónleika ásamt hljómsveit á Hótel Höfn laugardaginn 20. nóvember. „Að þessu sinni er ég að kynna nýjan hljómdisk Von í Óvon sem innheldur tíu lög eftir mig. Með mér eru toppkarlar, Helgi Svavar Helgason og Matthías MD Hemstock á trommur og Ingi Björn Ingason á bassa. Þeir eru svolítið ólíkir en ég er mjög ánægður með hvernig þeir koma út. Tónlistin er mitt á milli jazz, popps og rokks og þetta er þriðja sólóplata mín.“ Spurður frekar um ferilinn sagði
Frumurnar ásamt Eiríki kennara.
munu keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í Hollandi í vor. Krakkarnir á myndinni eru úr liðunum þessi fjögur ár. Í samtali við blaðamann kváðu þau einum rómi að það hafi verið frábært að taka þátt í keppnunum bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Þau hrósuðu Eiríki mikið og vildu koma á framfæri sérstöku þakklæti til hans svo og annara sem gerðu þeim kleift að vera þátttakendur í keppnunum.
Ómar; „Ég er búinn að vera starfandi tónlistarmaður síðustu 12 ár og leikið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum og hljómsveitum landsins. Ég er m.a. fastur meðlimur í Jagúar, ADHD, Latinsveit Tómasar R. Einarssonar og big bandi Samma. Ég fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu plötu ársins í jazzflokki síðustu tvö ár - 2009 fyrir "fram af" með tríóinu mínu og núna 2010 fyrir ADHD með samnefndri hljómsveit. Fyrsti sólóhljómdiskurinn minn heitir Varma Land og kom út 2003. Hann fékk tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Einnig hef ég samið verk fyrir sjónvarp og útvarp t.d lagið fyrir sjónvarpsþáttinn Landinn. Við Óskar bróðir minn sömdum alla músíkina fyrir leikverkið Sölku Völku sem var tilnefnd sem besta frumsamda músíkin á Grímunni, leiklistarverðlaunahátíðinni.
Ég hlakka til, eins og alltaf, að koma „heim“ og spila fyrir Hornfirðinga og vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum sem verða á Hótel Höfn á laugardaginn kemur kl. 21:00.
2
Fimmtudagur 18. nóvember 2010
Eystrahorn
Jólamarkaður í Nýheimum Þann 4. desember verður árlegur jólamarkaður í Nýheimum og Miðbæ. Markaðurinn hefur verið mjög vinsæll síðustu ár þannig að nú fer hver að verða síðastur að panta sér bás fyrir vörurnar sínar. Handverk, hönnun og list af öllu tagi, ásamt matvöru úr Ríki Vatnajökuls hafa verið áberandi á markaðnum en einnig er hægt að kaupa sér góðgæti á staðnum sem félagasamtök á svæðinu
hafa séð um að laða fram. Boðið verður upp á tónlistar- og söngatriði frá kórum bæjarins, ásamt fleiri tónlistarmönnum, og lúðrasveit Hornafjarðar spilar jólalög til að koma okkur í jólaskapið. Jólamarkaðurinn er kjörið tækifæri til að finna rétta jólapakkann, hvort sem það er sælkeramatur úr sveitarfélaginu eða fallegt handverk frá heimamönnum.
Kjörskrá
vegna stjórnlagaþingskosninganna 27. nóvember 2010 liggur frammi frá 17. nóvember til kjördags hjá eftirtöldum aðilum: Öræfi...........Pálína Þorsteinsdóttir, Svínafelli Suðursveit...Steinþór Torfason, Hala Mýrar..........Ari Hannesson, Klettatúni Nes...............Þorleifur Hjaltason, Hólum Höfn.............Bæjarskrifstofur (Heildarkjörskrá) Lón...............Sigurður Ólafsson, Stafafelli Yfirkjörstjórn Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir
Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126
KJÖRFUNDUR Kjörfundir vegna stjórnlagaþingskosninganna 27. nóvember 2010 verða sem hér segir: Kjördeild I....... Öræfi...........Hofgarður............ Frá kl. 12:00 Kjördeild II...... Suðursveit...Hrollaugsstaðir.... Frá kl. 12:00 Kjördeild III.... Mýrar...........Holt..................... Frá kl. 12:00 Kjördeild IV.... Nes..............Mánagarður......... Frá kl. 12:00 - 22:00 Kjördeild V..... Höfn............Sindrabær............ Frá kl. 09:00 - 22:00 Kjördeild VI.... Lón..............Fundarhús........... Frá kl. 12:00
Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað. Yfirkjörstjórn Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir
Skilaði blaðið sér ekki? Það kemur stundum fyrir að Eystrahorn skili sér ekki til allra sem útgefandi ætlast til að fái það. Síðasta fimmtudag var póstbílinn veðurtepptur í Öræfum og póstur ekki borinn út þann dag. Þess vegna fékk útgefandi krakka í Fimleikadeild Sindra til að hlaupa með blaðið í hús seinni partinn á fimmtudag. Þegar
svo háttar er alltaf hætta á að einhver hús verði útundan þar sem krakkarnir þekkja alltaf vel til. Útgefandi er þakklátur íþróttafólkinu fyrir aðstoðina nú og áður þegar veðrið hefur verið að tefja fyrir. Útgefandi hvetur fólk til að láta vita þegar það saknar blaðsins og við bætum úr því en minni líka á að hægt er að lesa það á eystrahorn.is.
Eystrahorn
Fimmtudagur 18. nóvember 2010
3
Þórbergur í endurnýjun lífdaga Jólahlaðborð í vinalegu umhverfi
Njóttu jólanna með Fosshótel
Vatnajökli
Verið velkomin á jólahlaðborðið á Vatnajökli þann 3. og 4. desember. Tónlistaratriði í boði bæði kvöldin.
ALLT KLÁRT FYRIR ÞÍNA HEIMSÓKN
Hlaðborð 6.900 kr. Hlaðborð og gisting 9.900 kr. (miðast við 2 í herbergi).
Fimmtudaginn 18. nóvember verður Pétur Gunnarsson með eins kvölds námskeið um skrif sín um Þórberg Þórðarson. Pétur skrifaði bækurnar ÞÞ í fátæktarlandi (2007) og ÞÞ í forheimskunarlandi (2009) sem báðar hafa hlotið mjög góðar viðtökur. Í bókunum tveimur dregur Pétur upp mjög skemmtilega og athyglisverða mynd af Þórbergi og íslensku samfélagi á tuttugustu öld. Námskeiðið er haldið í Nýheimum og hefst kl. 20. Þátttökugjald er 3.500 kr. (kaffi innifalið) og hægt er að skrá sig hjá Nínu á Þekkingarneti Austurlands: nina@tna.is, sími: 470 3840. Þess má geta að Pétur mun kynna nýtt greinasafn sitt Péturspostillu í hádeginu á föstudaginn 19. nóvember í matsal Nýheima.
Pantanir í síma 858 1755
Kennsla í FAS Kennara vantar í efnafræði og stærðfræði á vorönn 2011.
V I N A L E G R I U M A L LT L A N D
Úrval af rúmum og dýnum
Nánari upplýsingar á starfatorg.is
Tilboð - Tilboð
Skólameistari
Ný sending af smart úrum og skartgripum
Húsgagnaval
Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga
Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821
FÉLAG FASTEIGNASALA
lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h
Sindralegghlífarnar fást í íþróttahúsinu Flott jólagjöf Til í fjórum barnastærðum TILBOÐ 2.500 kr
Sigríður Kristinsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, hdl, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn
Austurbraut
Fallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m² 3 -4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.
Snorri Snorrason, Sigríður lögg. fasteignasali Kristinsdóttir, lögmaður og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915
Nýtt á skrá
Hilmar Gunnlaugsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Snorri Snorrason, Sigurður Magnússon, SigurðurPétur Eggertsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magnússon, lögg.lögg. fasteignasali, hrl. og lögg. fasteignasali,lögg. lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali, lögg. fasteignasali leigumiðlari Egilsstöðum, fasteignasali Egilsstöðum, Egilsstöðum, Húsavík, s. 580 7916 s. 580 7908 Sími 580 7908 s. 580 Sími 580 7902 Sími 580 7907 Sími7907 580 7925
Hafnarbraut Stórt steinsteypt 2ja hæða 178,5 m² einbýlishús með 67,5 m² innbyggðum bílskúr, samtals 246 m² . 4 -5 herb. 2 rúmgóðar stofur, flott útsýni og góð staðsetning.
www.inni.is
Dalbraut
Stórt og reisulegt 2ja hæða einbýlishús m/ innbyggðum bílskúr og einstaklingsíbúð, 2 svefnherb á eh. samtals 270,9 m². Nýtt eldhús, gólfefni og hurðar.
Nýtt á skrá
4
Fimmtudagur 18. nóvember 2010
Eystrahorn
Sparisjóðurinn úthlutar úr styrktar- og menningarsjóði meistaramóti unglinga á Akureyri. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda keppna á erlendri grundu m.a. í Danmörku, Ísrael og nú síðast í Kanada með góðum árangri. Sveinbjörg hefur gífurlegan metnað og leggur sig alla fram eins og góðum íþróttamanni sæmir. Viðurkenningu þessari fylgja góðar óskir um áframhaldandi velgengni og bjarta framtíð. Þann 13. nóvember 2010 úthlutaði Sparisjóðurinn á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík í þriðja skipti úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Athöfnin fór fram á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Áætlað er að úthlutun þessi fari fram árlega, í byrjun vetrar, en þess má geta að þetta er tuttugasta og þriðja árið sem úthlutað er úr sjóðnum. Þessir aðilar hljóta viðurkenningar og styrki árið 2010: Sveinbjörg Zophoníasdóttir, frjálsíþróttakona á Höfn, Slysavarnardeildin Bára á Djúpavogi, Kvenfélagið Hlíf á Breiðdalsvík.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir frjálsíþróttakona Árið 2010 hefur verið viðburðaríkt í sögu íþróttamála á Hornafirði. Íþróttaiðkendur hafa verið á ferð og flugi um landið og fullyrða má að aðstaða fyrir þá sé með miklum ágætum á svæðinu og fjölbreytnin í fyrirrúmi. Áhersla hefur verið lögð á að allir geti tekið þátt og fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er frábært, enda er flestum ljóst að íþróttir eru mikilvægar. Sveinbjörg Zophoníasdóttir, frjálsíþróttakona, hefur náð frábærum árangri á sínu sviði. Hún hefur keppt á mörgum mótum svo sem á Meistaramóti Íslands og á Norðurlanda-
Slysavarnardeildin Bára á Djúpavogi Slysavarnardeildin Bára á Djúpavogi hélt upp á 70 ára afmæli á árinu og hefur því um langt árabil tekið þátt í að tryggja öryggi Austfirðinga til sjávar og sveita. Á þessum 70 árum hefur björgunarsveitin, eins og aðrar björgunarsveitir þessa lands, byggt upp mikla þekkingu og reynslu og unnið farsælt og óeigingjarnt starf. Til þess að svo megi verða áfram þarf m.a. öflugan tækjakost. Á þessu ári var keyptur nýr björgunarbátur, sem staðsettur er á Djúpavogi. Hann var vígður á sjómannadaginn og hlaut nafnið Dröfn. Báturinn er mikilvægur hlekkur í öryggismálum sjófarenda við Austfirði. Með nýjum vel útbúnum björgunarbát
og góðri áhöfn er Björgunarsveitin Bára vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem upp kunna að koma í framtíðinni. Heill fylgi Dröfn og áhöfn hennar um ókomna tíð.
Kvenfélagið Hlíf á Breiðdalsvík Kvenfélagið Hlíf fyllir fimmta tuginn á næsta ári og hefur á þessum tæpu 50 árum lagt mikið af mörkum til samfélagsins á Breiðdalsvík og í nágrenni. Félagið kom upp, á sínum tíma, barnaleikvelli í þorpinu, þær hafa staðið fyrir ýmsum uppákomum svo sem bingóum, námskeiðahaldi og félagið hefur verið með útimarkað til margra ára í þorpinu. Í fyrrasumar stóð félagið fyrir sýningu í Gamla kaupfélaginu á heimasaumuðum fatnaði frá miðri síðustu öld með minningarbrotum og sögum sem tengdust hverri flík. Í apríl s.l. færði félagið heilsugæslunni á Breiðdalsvík hjartalínurita að gjöf og má segja að Heilsugæslan hafi verið þeirra gæluverkefni í gegnum árin. Af þessari upptalningu er ljóst hversu mikilvægur hlekkur Kvenfélagið Hlíf er fyrir samfélagið. Óskum við félaginu allra heilla á komandi árum.
Lionsklúbburinn Kolgríma Fyrir nokkrum vikum síðan hófust klúbbsfélagar í Lionsklúbbi Hornafjarðar handa við að undirbúa stofnun kvennadeildar Lions hér á Höfn. Ræddu þeir við konur á öllum aldri hér í bænum sem leiddi til þess að haldinn var fundur í Nýheimum þann 13. október síðastliðinn þar sem þessi hugmynd var kynnt. Viðstödd var Kristín Þorfinnsdóttir umdæmisstjóri Lions. Upphaflega stóð til að fundurinn yrði óformlegur og hreyfingin einungis kynnt fyrir tilvonandi félagsmönnum. En þegar leið á fundinn varð ljóst að fundarmenn voru tilbúnir til að ganga til kosninga. Því var löglega kosin fjögurra manna stjórn en hana skipa, Anna Lilja Ottósdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Sandra Björg Stefánsdóttir og Þórunn Anna Karlsdóttir. Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum; Þórunn Anna verður ritari klúbbsins
Sandra formaður flytur fyrstu tölu.
og hefur þannig umsjón með fundarskráningu, skýrslum og skráningu á mætingu klúbbfélaga. Anna Lilja verður gjaldkeri og heldur þar með utan um rekstur og fjármál klúbbsins. Anna María verður varaformaður klúbbsins ásamt því að vera félagafulltrúi. Hún mun því hafa umsjón með nefndum klúbbsins ásamt því að bera ábyrgð á vellíðan félaga og ánægju.
Formaður Lionsklúbbsins Kolgrímu er Sandra Björg og mun hún því meðal annars stýra fundum klúbbsins. Stjórnin sér um að skipa varastjórn og hefur fengið til liðs við sig ásamt Önnu Maríu þær Kristínu Óladóttur og Jóhönnu Sigurbjörnsdóttur. Lions er stærsta þjónustuhreyfing heims og var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917 en alls starfa um 1,3 milljónir félagar í Lions í 205 löndum. Hér á Íslandi eru félagarnir rúmlega 2.400 talsins. Í Lions er megin áhersla lögð á vináttu félagsmanna og raunin er að í Lions hafa margir eignast sína bestu vini. Félagarnir eru tryggur vinahópur sem stendur ávallt saman og styður hvern annan. Í félagsstarfinu fer einnig fram markviss fræðsla sem gagnast ekki einungis í starfi Lions hreyfingarinnar heldur líka í atvinnu- og daglegu lífi félagsmanna. Lionsfélagar láta einnig gott af
sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála ásamt því að styðja við sitt byggðarlag. Þá leggja þeir ávallt þeim lið er minna mega sín. Stofnfundur Lionsklúbbsins Kolgrímu var haldinn sunnudaginn 7. nóvember 2010 og voru gestir fundarins um 30 talsins. Ásamt Lionskonum voru þar gestir frá Lionsklúbbi Hornafjarðar og Kristín Þorfinnsdóttir umdæmisstjóri Lions ásamt öðrum gestum. Farið var yfir gildi Lionshreyfingarinnar og hún kynnt fyrir nýjum félagsmönnum ásamt því að fundargestir gæddu sér á ljúffengum vöfflum og heitu kakói. Var þetta mikill hátíðisdagur í hugum kvennanna sem horfa með tilhlökkun á framtíðina og félagsstarfið í Lionsklúbbnum Kolgrímu. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Kolgrímu Sandra Björg Stefánsdóttir
Eystrahorn
Fimmtudagur 18. nóvember 2010
Hátíð og afmæli hjá hvítasunnufólki Undanfarna tvo áratugi hefur verið starfræktur bænahópur á Höfn í Hornafirði. Hann hefur lengst af verið óháður öðru kirkjustarfi en látið starfsemi sína eingöngu verða til uppbyggingar og hvatningar þeim sem tilheyrðu hópnum. En undanfarin ár hafa tengsl við hvítasunnukirkjuna eflst vegna þeirra áherslna í trúnni á Krist sem við finnum sameiginlegar. Bænahópurinn átti sitt 20 ára afmæli þann 6. febrúar sl. og finnst okkur því eðlilegt að slíta barnsskónum og leggja út á nýjar brautir. Það verður gert með safnaðarstofnun næstkomandi sunnudag, 21. nóvember kl. 13:00. Af því tilefni verður Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir vígð sem safnaðarhirðir í Hvítasunnukirkjunni á Hornafirði. Stjórnandi hátíðarinnar verður Halldór Sævar Birgisson en um vígsluna sér Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir á Akureyri. Hann mun einnig flytja hátíðaræðu af því tilefni. Dagskrá verður fjölbreytt með söng og sögum bæði frá börnum og safnaðarmeðlimum. Á föstudag og laugardag verður ráðstefna fyrir unglinga- og barnaleiðtoga Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Búist er við um 25 manns vegna hennar og endar ráðstefnan með afmælis- og vígsluhátíðinni á sunnudag. Þannig að það verður margt um manninn á Höfn um helgina. Vígsluhátíðin er öllum opin og viljum við hvetja sem flesta til að koma og njóta hátíðarinnar með okkur og þiggja kaffi og góðgæti á eftir. Þú gerðir söfnuðinum sæmd með nærveru þinni.
5
ÚTBOÐ
RÁÐHÚS HORNAFJARÐAR AÐALBYGGING GLUGGAR OG KLÆÐNINGAR Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í endurbætur á Ráðhúsi Hornafjarðar. Helstu magntölur eru: • Glerflatarmál - 65 m2 • Opnanleg fög - 27 stk • Álklæðning - 60 m2 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 25. febrúar 2011 Útboðsgögn má nálgast á vef sveitarfélagsins á slóðinni http:// www2.hornafjordur.is/stjornsysla/utbod frá og með fimmtudeginum 18. nóvember. Kjósi bjóðendur að sækja útprentuð útboðsgögn þá verða þau seld hjá Sveitarfélaginu Hornafirði Hafnarbraut 27 á Höfn frá og með fimmtudeginum 18. nóvember. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað kl. 14:00 mánudaginn 29. nóvember 2010 og verða þau opnuð þar kl. 14:05 þann sama dag. Framkvæmda- og fjármálasvið Hornafjarðar
Danskt jólahlaðborð
Íslandsvinurinn og matgæðingurinn
nlist
Lifandi tó
Vivi Petersen
verður með sitt árlega danska hlaðborð 11. desember n.k. frá kl 19:30 - 01:00
Verð kr. 4.900,-
Borðapantanir í síma 478-1240
6
Fimmtudagur 18. nóvember 2010
Mikið úrval afurða úr Ríki Vatnajökuls í Pakkhúsinu á laugardaginn
Úlpur, skíðajakkar og skíðabuxur á fullorðna og úlpur á börn frá
ZO-ON
Látum okkur ekki verða kalt í vetur
Eystrahorn
• • • • • •
Nýreyktir hamborgarhryggir og rúllur frá Miðskeri Ferskur og saltaður fiskur frá Skinney-Þinganesi Reyktur Makríll og makrílmyrja frá Unnsteini og Ómari Lífrænt grænmeti frá Hólabrekkuafurðum Ferskt nautakjöt frá Seljavöllum Reyktar og frosnar andabringur, einnig heilar endur frá Hlíðarbergi • Jöklaís frá Árbæ og kaffiveitingar til styrktar félagasamtökum
Verið velkomin á Heimamarkaðinn í Pakkhúsinu Opið frá 13:00-16:00 Matvælaklasinn í Ríki Vatnajökuls WOW
Opið mánudaga - föstudaga kl. 10 - 18, laugardaga kl. 11 - 15
Íbúafundur
Tillaga að breyttu deiliskipulagi í miðbæ Hafnar í Hornafirði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breyttu deiliskipulagi í miðbæ Hafnar í Hornafirði, samkv. 25. gr. laga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagsreiturinn markast af Hafnarbraut, Víkurbraut, Tjarnarbrú og línu milli Tjarnarbrúar og Víkurbrautar við norðurhlið Heppuskóla. Með þessari breytingu er fellt úr gildi deiliskipulag á hluta af reit A á miðbæjarsvæði Hafnar í Hornafirði sem samþykkt var af skipulagsstjóra ríkisins 05.10.1988. Með breytingunni er núverandi ástand staðfest að hluta og veittar heimildir til aukins byggingarmagns innan reitsins.
Íbúafundur verður á Hótel Höfn fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20:00. Þar verður farið yfir stöðuna í heilbrigðismálum og fjármálum sveitarfélagsins.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 1998-2018.
• Fæðingar og sængurlegu samkvæmt skilgreiningu um D-fæðingarstað
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 Höfn og hjá Skipulagsstofnun, frá 19. nóvember 2010 til 17. desember 2010. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudagsins 14. janúar 2011. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfis- og skipulagsnefndar Hornafjarðar á bæjarskrifstofu Hornafjarðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Almenn kynning á skipulaginu verður haldin mánudaginn 22. nóvember kl 12:00 – 13:00 í Ráðhúsi Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 Höfn. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar.
Í umræðunni á Hornafirði er lögð áhersla á að verja eftirfarandi grunnþjónustu í heilbrigðismálum: • Almenna heilsugæslu • Hjúkrunarþjónustu fyrir langveika og aldraða • Bráðaþjónustu fyrir veika og slasaða
• Eftirlit með sjúklingum sem lent hafa í slysi eða bráðaveikindum og bíða flutnings á hærra eða lægra þjónustustig. • Endurhæfingu eftir aðgerðir, veikindi og slys, sem styttir legutíma á hátæknisjúkrahúsi • Hvíldarinnlagnir og skammtímavistun til greiningar og endurhæfingar • Líknandi meðferð • Lyfjagjöf sem annars kallaði á dagsheimsókn til Reykjavíkur.
Sveitarfélagið Hornafjörður
Eystrahorn
Fimmtudagur 18. nóvember 2010
7
Laus staða við leikskólann Lönguhóla Áhugafólk um skíðaíþróttina hefur endurvakið skíðadeild innan Sindra. Forsvarsmenn deildarinnar eru Jón Sölvi, Gunnar Ingi og Sindri Ragnars. Þeir segja að áhugi sé mikill en megin markmiðið nú sé að skipuleggja skíðaferðir þangað sem hagstæðast sé að fara. Jafnframt verður haldið áfram að kanna frekar hvaða möguleikar eru á að koma upp aðstöðu upp á jökli. Búið er að fara í eina tveggja daga ferð sem heppnaðist vel og stefnan er að fara einu sinni í mánuði í Oddskarð og jafnvel tvær í desember. Fyrsta ferð verður farin fljótlega eftir að skíðasvæðið opnar. Svo verður farin mikil ferð til Akureyrar 13. - 16. janúar. Þeir sem skrá sig í deildina fá afslátt í útivistarverslunum og lækkun
í skíðalyfturnar hvort sem þeir fara í skipulagðar ferðir eða á eigin vegum. Árgjaldið er 8.000.kr. en það er tilboð fram að jólum á kr. 5.000.- Nánari upplýsingar eru á nýju glæsilegu vefsíðu skíðadeildar Sindra og er slóðin www.skds.is. Þess má til gamans geta að nýja merkið gerði Danni Imsland fyrir okkur. Ýmislegt verður gert til fjáröflunar og í því sambandi minnum við á matarveisluna stórkostlegu á laugardaginn nk. Þar verður boðið uppá um þrjátíu rétta veisluhlaðborð og eru réttirnir hver öðrum girnilegri þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Miðaverð er aðeins 4.500.kr. fyrir manninn og trúbadorar spila fram eftir nóttu. Síðar ætlum við að hafa söngvarakeppnina á sínum stað.
Til sölu Ktm Husaberg 450 fe árgerð 2006 ekið innan við 60 tíma. Verð 1000 kr per cc. Upplýsingar sími 8484274 og 4781409
Leikskólinn auglýsir eftir leikskólakennara, þroskaþjálfa eða öðrum starfsmanni Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags Þarf að geta hafið störf 1. janúar 2011 Heimasíðu skólans má finna á www.leikskolinn.is/longuholar Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttir leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið margreti@hornafjordur.is Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra fyrir 1. desember 2010
Tipphornið Ekki var pláss fyrir tipphornið í síðasta blaði þannig en þar áður sigraði Blóm og Bróderí Jaspis 9 -6 og skorar Blómið á Martölvuna þannig að Kaupfélagsleikurinn heldur áfram eins og Óli Jóns orðaði
TILBOÐ
Það fá allir safaríkan bita við sitt hæfi; hamborgara, samlokur, pítur, pylsur og margt fleira af grillinu á N1 Höfn
Samloka
með skinku, osti, káli, hamborgarasósu, frönskum, 1/2 ltr. af gosi í plasti og Prins Polo
895 kr.
B&B 2 1x 1x2 1 1x 1x2 2 1 12 2 1 1x2 1
Martölvan 2 1x2 1x 1 x x 1x 1 2 x2 1x2 2 1x2
Einungis 4 fyrirtæki tippuðu núna síðast og staðan breyttist lítið.
N1 Steikarsamloka með frönskum og 1/2 ltr. af gosi í plasti
1.345 kr.
Tilboðin gilda til 20. desember 2010
N1 HÖFN
það! 1. Birmingham -Chelsea 2. Blackpool-Wolves 3. Bolton -Newcastle 4. Man. Utd. -Wigan 5. W.B.A.-Stoke 6. Barnsley –Portsmoth 7. Bristol City -Leicester 8. Cardiff -Nott. Forest 9. Doncaster-Swansea 10. Hull -Ipswich 11. Middlesbro-Millwall 12. Norwich -Leeds 13. Watford -Reading
Meira í leiðinni
Vika 1 2 3 4 5 6 7 8 Hvanney SF 8 10 9 8 10 11 10 10 Hopp.is 8 10 8 9 9 7 10 H. Christensen 7 7 9 8 9 10 8 Ásgrímur Halldórsson 9 8 10 11 9 9 Lyftaraverkstæði S-Þ 7 9 11 11 10 Nettó 7 10 5 INNi 10 9 Víkin 10 7 Jaspis 10 6 Blóm og Bróderí 9 Flutningadeild KASK 7 Bakaríið 5
Samtals 76 61 58 56 48 22 19 17 16 9 7 5
markhonnun.is
898kr/kg Áður 1.298 kr/kg
31%
HAMBORGARHRYGGUR
afsláttur
Xxxx xxxxxx! Alltafxxx betri tilboð 31%
37%
AFSLÁTTUR
898kr/kg
Áður 1.298 kr/kg. UNGNAUTAHAKK NETTÓ
25%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
498kr/kg
Áður 790 kr/kg KJÚKLINGAHAKK
MEXÍKÓVÖRUR FRÁ COOP
ÝMSAR TEGUNDIR
129kr/kg
549kr/kg KINDABJÚGU
CHICO KLEMENTÍNUR
59kr/stk.
398 kr/stk.
CALYPSO
OKKAR
KOMNAR Í VERSLANIR
APPELSÍNU- EÐA EPLASAFI
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!
MÖNDLUKAKA
Verið velkomin í Nettó
EPLADAGAR
ÝMSAR TEGUNDIR
109kr/stk.
Áður 139 kr/stk. MARS, BOUNTY, TWIX
GILDIR 18. - 21. NÓV Gildir meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur.
MJÓDD · SALAVEGUR · HVERAFOLD · REYKJANESBÆR · GRINDAVÍK · AKUREYRI · HÖFN