Eystrahorn 43. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

43. tbl. 28. árgangur

Standa þarf vörð um grunnþjónustuna

F.v. í pallborði Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, Árni Rúnar Þorvaldsson, Reynir Arnarson og Björn Ingi Jónsson bæjarfulltrúar, Guðrún Júlía Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson framsögumenn.

Bæjarstjórn Hornafjarðar boðaði til íbúafundar á Hótel Höfn fimmtudaginn 18. nóvember til að kynna og ræða fyrirhugaðan niðurskurð á fjárlögum ríksins vegna Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands og jafnframt

vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Um málefni HSSA fluttu framsögu Guðrún Júlía Jónsdóttir framkvæmdastjóri stofnunarinnar og Guðmundur Gunnarsson sem situr í stjórninni. Gerðu þau góða

grein fyrir áhrifum og afleiðingu þess ef þessar tillögur koma til framkvæmda. Sömuleiðis báru þau saman sambærilegar stofnanir annars staðar á landinu þar sem greinilega kom fram að framlög til HSSA eru lægri

á hvern íbúa. Fram kom að fulltrúar sveitarfélagsins hafa margoft fundað með þeim aðilum sem áhrif geta haft á málefnið s.s. ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum.

Áskorun íbúafundar á Hornafirði þann 18. nóvember 2010 Íbúafundur á Hornafirði mótmælir harðlega tillögum um niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Það er skýlaus réttur íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar að sitja við sama borð og aðrir landsmenn er varðar fjárveitingar til grunnþjónustu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Undanfarin 15 ár hefur verið sýnt fram á hagkvæman rekstur hjá stofnuninni og boðaður niðurskurður því óskiljanlegur í því ljósi. Verði niðurstaðan eins og frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir er það atlaga að einni mikilvægustu stoð samfélagsins þar sem einungis er veitt grunnþjónusta. Skilyrðislaust verður að hverfa frá niðurskurði á heilsugæslusviði og öldrunarþjónustu á HSSA. Nokkrar staðreyndir um HSSA: • Starfsemin verður ekki öðruvísi en grunnþjónusta.

skilgreind

• Engin flóknari heilbrigðisúrræði eru í boði á svæðinu. • Engin skurðstofa er til staðar. • Samanborið við sambærilegar heilbrigðisstofnanir eru fjárveitingar til HSSA nú þegar mikið lægri, reiknað á hvern íbúa. Sýnt hefur verið fram á að munurinn sé allt að 100 þúsund krónum

á hvern íbúa. • Frá Höfn til Reykjavíkur eru 458 kílómetrar, um 5 klst. í akstri og a.m.k. 2,5 tímar í sjúkraflugi frá því að óskað er eftir aðstoð. • Starfssvæði stofnunarinnar spannar um 200 km á þjóðvegi 1. • Stofnunin verður því að vera í stakk búin til að takast á við öll atvik er hent geta íbúa og ferðamenn á svæðinu. • Þjónusta sem stofnunin veitir íbúum og ferðamönnum felst í almennri heilsugæslu, hjúkrunarþjónustu fyrir langveika og aldraða, bráðaþjónustu fyrir veika og slasaða, fæðingum og sængurlegu samkvæmt skilgreiningu um D-fæðingarstað, eftirliti með sjúklingum sem lent hafa í slysi eða bráðaveikindum og bíða flutnings á hærra eða lægra þjónustustig, endurhæfingu eftir aðgerðir, hvíldarinnlagnir og skammtímavistun til greiningar og endurhæfingar, líknandi meðferð og lyfjagjöf sem annars kallaði á dagsheimsókn til Reykjavíkur. • Síðastliðin ár hafa sjúkrarými verið í 100% nýtingu • Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á rekstri heilbrigðis- og öldrunarmála frá 1996

samkvæmt samkomulagi við ríkið. Byggð hefur verið upp öflug heimaþjónusta sem er eitt af aðal markmiðum samkomulags sveitarfélagsins við ríkið og fækkað í langlegu. Hjúkrunarrýmum hefur fækkað úr 32 í 26 og dvalarrýmum úr 14 í 6. • Á sama tíma hefur íbúum eldri en 60 ára fjölgað um 15 %. • Gangi boðaður niðurskurður fram verður þjónusta lögð niður á Hornafirði með auknum kostnaði t.d. í sjúkraflugi, ferða- og dvalarkostnaði sjúklinga og aðstandenda. • Með því verður tilflutningur á kostnaði Sjúkratrygginga Íslands og fjölskyldna. Landspítalinn, hátæknisjúkrahúsið okkar Íslendinga mun taka við þjónustu sem hægt er að veita fyrir mun minna fé í heimabyggð. Það er mikilvægt að allir Íslendingar leggist á eitt við að koma efnahagslífi þjóðarinnar á réttan kjöl. Niðurskurður á rótum velferðarkerfisins er hins vegar ekki rétta leiðin til þess. Standa ber vörð um öryggi allra landsmanna, heilsu þeirra og velferð. Þess vegna verður að leiðrétta fjárheimildir til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.