Eystrahorn 45. tbl. 2012

Page 1

Jólablað 2012

Eystrahorn 45. tbl. • 30. árg. • fimmtudagur 20. desember

Eitthvað skrýtið er á seiði, ekki sízt í þessum bæ. Dularfullir, kátir karlar klofa hér um frosinn snæ. Andrúmsloftið allt er þrungið undurljúfum gleðiblæ.

Kvöldið helga kemur bráðum, kyrrðin vefur heimsins ból meðan augu barnsins blika björt og fögur eins og sól og aldraðir þeir endurlifa öll sín liðnu bernskujól.

Ys og þys er allt um bæinn, allt er hér með nýjum brag. Litlu börnin fara á fætur fyrst af öllum sérhvern dag og ómar títt í útvarpinu ósköp fallegt jólalag.

Á meðan næturmyrkrið læðist mjúkt og hljótt um kalda jörð, kvöldi hallar, klukkur óma og kalla menn í þakkargjörð munu jólaljósin ljúfu ljóma vítt um Hornafjörð. Guðbjartur Össurarson

Samið fyrir Eystrahorn 2012


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.