Jólablað 2010

Page 1

Eystrahorn 46. tbl. 28. árgangur

Fimmtudagur 16. desember 2010

www.eystrahorn.is

Gleðileg jól

Mynd: Runólfur Hauksson

Aðventuspjall sr. Einars á Kálfafellsstað Og hafið þetta til marks, þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. (Lúk. 2) Brátt nálgast sú helgasta hátíð í bæ með heilögum ljósunum björtum. Andi Guðs leggst yfir lönd, yfir sæ og leitar að friði í hjörtum. (Hákon Aðalsteinsson)

Það er komið fram í aðventu. Já, blessuð jólin eru í nánd, einu sinni enn. Tíminn líður svo hratt, sérstaklega hjá okkur sem árin síga að, að það eins og taki því varla að taka niður útiseríuna frá síðustu jólum. Aðventan er tími undirbúnings og eftirvæntingar. Adventus merkir þann sem kemur og boðskapur kirkjunnar á þessum tíma er að benda á þann konung konunganna sem kom, kemur og mun koma. Hann kom í barninu litla í Betlehem, hann kemur til okkar í jólaguðspjallinu á hverjum jólum, í bæninni og tilbeiðslunni og hann kemur við endi aldanna til að dæma lifendur og dauða, eins og segir í trúarjátningunni. Það er mikill ys og þys í þjóðfélaginu nú í desember.

Allir eru að leita að þeim rofa sem kveikir á eftirvæntingu hátíðargleði, e.t.v. vegna þess uggs, að jólin kunna nú að misfarast. Sumir baka í erg og gríð, skúra og skrúbba sér til óbóta og tengja misjafnlega smekklega ljósaorma utandyra. Allt er þetta gott og blessað, svo langt sem það nær, en þegar allt kemur til alls, þá áttum við okkur á því að jólin geta aldrei mistekist – aldrei klikkað, eins og unglingarnir myndu segja. Svo sterkur er boðskapur kristinnar trúar í öllu sínu látleysi. Guð kemur til okkar sem lítið barn, sem hann felur okkur að færa í hús, annast það og þykja vænt um. „Og bláeygða jólabarnið þú berð inn í vöggu þína og allir englarnir syngja og allar stjörnurnar skína.“ (Jóh. úr Kötlum)

Þetta er kærkomið tækifæri til að eiga samverustund með okkar nánustu, borða góðan mat, skiptast á hógværum gjöfum, og treysta þau böndin sem þurfa að halda er á reynir. Enginn er

eyland, við eru alltaf öðrum háð. Gamall maður sagði um sig og konu sína; „Ég held að við höfum aldrei verið eins ástfangin og nú í ellinni, því nú þurfum við svo hvort á öðru að halda“. Öll verðum við að axla byrðar lífsins og gerum það hvert á okkar hátt. Það er mikið talað um kreppu í dag, og alls kyns efnahagsóáran. Það er ekkert nýtt fyrirbæri, við erum svo fljót að gleyma. Ætli lífskjörin séu ekki svipuð og þau voru 2002, að því undanskildu að nú lét margur glepjast af óheftu lánaframboði. Margur lítur til baka með söknuði, þá var allt svo miklu betra og einfaldara. Margur getur rakið sína sögu, sjálfur er ég uppalinn í Reykjavík eftirstríðsáranna við ágætis atlæti, en engan lúxus. Þá var mikið aðstreymi fólks í bæinn og sannkölluð barnasprengja 1940 – 1955. Alls staðar voru krakkar, og húsnæðisskortur viðvarandi. Það var fjölmenni í kjöllurum, bakskúrum og bröggum, sem Kaninn skildi eftir sig við stríðslok. Braggakampar

voru út um allt, Camp Knox, Camp Bilbao, Skólavörðu- og Háteigskampur. Braggarnir voru reistir sem bráðabirgðarhúsnæði og voru þeir ærið misjafnir að gæðum. Þeir voru einangraðir með tex-plötum, sem oft söfnuðu í sig raka og fúkka. En fólk átti engra kosta völ. Sjálfur átti ég lengst af heima í Vesturbænum og gekk í nýbyggðan Melaskóla. Ég stytti mér gjarnan leið í gegnum Comp Knox, geysilegt braggahverfi suður á Melum, og eignaðist þar ágætis vini og skólabræður. Þetta var litríkt samfélag, húsnæðislaust fólk í bland við þá sem örlögin höfðu skákað út í horn. Almenningur hafði ekki mikið milli handanna, oft kom til harkalegra verkfalla sem gátu staðið yfir vikum saman. Verkfallssjóðir voru nánast engir og því víða þröngt í búi. Verst fannst okkur mjólkurleysið. Verkfallsverðir með Guðmund jaka í broddi fylkingar voru upp við Geitháls, þar sem leitað var í bílum, sem kynnu að hafa þessa forboðnu vöru í felum. Það hefur ekki glatt upplitið á aumingja unglingnum sem var að koma Framhald á síðu 2


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.