Eystrahorn 46. tbl. 29. árgangur
Miðvikudagur 21. desember 2011
www.eystrahorn.is
Gleðileg jól
Þessa skemmtilegu mynd tók Óskar Helgason símstöðvarstjóri á jólatrésskemmtun Barnastúkunnar Rósarinnar um miðjan sjötta áratuginn á síðustu öld. Jólatrésskemmtanir stúkunnar voru velþegnar í fábreytni félagslífsins fyrir börn og unglinga. Stúkufundir og útilegur á vegum stúkunnar voru nánast einu félagsstörfin sem boðið var upp á um árabil. Óskar vann þar fórnfúst og þakklátt starf vel studdur af Guðbjörgu Gísladóttur konu sinni. Á myndinni þekkja sig sjálfsagt margir og minnast þessarra skemmtana með hlýhug og aftast má sjá Eyjólf Stefánsson sem sá um alla tónlist á orgelið sitt.
…og mun lifa allt Hugleiðingar um jól Það kom eitt sinn á aðventu fjögurra ára gamall drengur í Kirkjuhúsið í Reykjavík og hafði meðferðis allt sparifé sitt 7018 krónur. Hann sagðist vilja að peningarnir færu í að hjálpa börnum í Afríku svo að þau gætu fengið hreint vatn. Lítill jóladrengur með fallegt hjarta og góðan vilja. Þessi ungi drengur breytti í anda annars lítils drengs sem fæddist endur fyrir löngu. Það litla barn hefur orðið tákn í menningu okkar, um góðvild, réttlæti, fegurð. Um fyrirgefningu, um náungakærleik. Um von andspænis dauðanum. Frásögnin af fæðingu barnsins forðum er
afskaplega raunsæ á mannlegt líf þrátt fyrir upphafninguna. Hún greinir frá fátæku og ríku fólki, hún segir frá góðvild en einnig illsku, hún greinir frá gjafmildi en einnig valdahroka. Ljósi í myrkrinu. Víst getur verið
erfitt að trúa á hið góða mitt í andstreymi og þjáningu. Sagan af fæðingu barnsins er þó von okkar í tvö þúsund ár, frammi fyrir myrkri efa og dauða. Þegar dýpst er skoðað segir jólasagan að góðvildin sé sterkasta afl tilverunnar - þrátt fyrir allt. Boðskapur jólasögunnar er að til sé sá máttur, sem er sterkari þjáningu og dauða, að til sé það ljós sem lýsir í hverju myrkri, að til sé fegurð sem rekur allan ljótleika á burt. Þetta er vonin sem við berum til barnsins litla sem fæddist af ungri móður. Þetta stef, móðirin unga með barnið varð endurreisnarmálaranum Rafael
uppspretta sinnar stórbrotnu málaralistar. Og málverk hans urðu síðan innblástur að ljóði Snorra Hjartarsonar Ung móðir, sem ef til vill fangar anda jólanna betur en flest önnur orð sem rituð hafa verið á íslensku: Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Halldór Reynisson
2
Miðvikudagur 21. desember 2011
Eystrahorn
Helgihald um jól Í BJARNANESPRESTAKALLI Hafnarkirkja
Aftansöngur 24. desember kl. 18:00 Hátíðarmessa 24. desember kl. 23:30 Aftansöngur 31. desember kl. 18:00
Bjarnaneskirkja
Hátíðarguðsþjónusta 25. desember kl. 14:00
Brunnhólskirkja
Hátíðarguðsþjónusta 25. desember kl. 16:00
Hjúkrunarheimilið
Hátíðarguðsþjónusta 26. desember kl. 11:00
Kálfafellsstaðarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta 26. desember kl. 14:00
Hofskirkja
Hátíðarguðsþjónusta 26. desember kl. 16:00
Sóknarprestur Eystrahorn Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum
Aðstandendur Eystrahorns senda lesendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.
Bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126
Starfsfólk Hótels Hafnar
Áætlunarflug
Leiguflug
Skipulagðar ævintýraferðir
Bókaðu flugið á netinu Ódýrara á ernir.is Verð frá 10.400 kr.
Jólapakkatilboð
Allir jólapakkar undir 10 kíló aðeins 1.700 kr. hver sending
Gjafab
réf
Gjafbréf
Gefðu flug til áfangastaða okkar eða gjafabréf með upphæð að eigin vali
Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Upplýsingar og bókanir á ernir.is og í síma 478 1250 Höfn | 562 2640 Reykjavík
bókaðu flugið á ernir.is
4
Miðvikudagur 21. desember 2011
Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla
Eystrahorn
Styrkja Samfélagssjóð Hornafjarðar
Opið á Þorláksmessu kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 22:00 Opið á aðfangadag kl. 9:00 - 12:00
Verslun Dóru
Glæsilegt úrval af jólagjafavöru
Fallegir skartgripir frá GULLKÚNST og innfluttir silfur skartgripir
Opið 20. og 21. desember 12:00 - 19:00 22. desember 10:00 - 19:00 Þorláksmessu 10:00 - 22:00 Verið velkomin
Jólatrésskemmtun Jólatrésskemmtun Lionsklúbbanna á Hornafirði verður haldin í Nýheimum miðvikudaginn 28. desember klukkan 17:00 Allir velkomnir
Flugeldasala
Flugeldasala Björgunarfélags Hornafjarðar verður opin
28. desember kl. 14:00 - 22:00 29. desember kl. 10:00 - 22:00 30. desember kl. 10:00 - 22:00 31. desember kl. 10:00 - 14:00 Kveikt verður í brennu á gamlárskvöld kl. 20:30 við gömlu mjólkurstöðina. Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Björgunarfélag Hornafjarðar
Samfélagssjóð Hornafjarðar hefur borist 400 þúsund kr. Gjafabréf á matarúttekt í Nettó. Gefendur eru Kiwanisklúbburinn Ós sem gaf 300 þús. Nettó bætti þar við 100 þúsund. Kjörforseti Kiwanisklúbbsins Ós Geir Þorsteinsson og ritari Sigurður Einar ásamt Pálma Guðmundssyni og Venna í Húsasmiðjunni afhentu Jóni Kristjáni félagsmálafulltrúa gjafabréfin í von um að þessu verði skipt milli nokkurra heimila og verði kærkomin glaðningur fyrir jólin því í okkar litla samfélagi eru vissulega til heimili sem eru hjálpar þurfi. Aðal fjáröflun Kiwanisklúbbsins er jólatrjáasalan og fer allur ágóði af henni óskiptur til hjálpar þeim sem minna mega sín í okkar samfélagi. Einnig selur Klúbburinn lakkrís frá sælgætisgerðinni Freyju og fer ágóðinn af þeirri sölu til sama málefnis. Húsasmiðjan hefur verið öflugur bakhjarl jólatrjásölunnar og flutt inn Normannsþyninn frá Danmörku. Furutrén sem hafa notið vaxandi vinsælda koma úr Steinadal í Suðursveit. Íslensku grenitrén hafa fram að þessu komið úr Haukafelli. Í gegnum tíðina hafa ýmsir viljað koma inn á þennan markað en ávalt bakkað út þegar þeim hafa verið kynnt þau sjónarmið sem þessi sala stendur fyrir en varnarbaráttan heldur áfram. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem keypt hafa jólatré af klúbbnum gegnum tíðina og lagt sitt af mörkum til styrktar þessu málefni. Forseti kiwanisklúbbsins Ós Guðjón Pétur
Eystrahorn
Miðvikudagur 21. desember 2011
Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.
5
Jóladiskur Kvennakórsins
Vátryggingafélag Íslands Svava Kr. Guðmundsdóttir
Jóladiskur Kvennakórs Hornafjarðar er kominn út. Á disknum eru tíu jólalög úr ýmsum áttum. Titillag disksins er Jólalogi, eftir Heiðar Sigurðsson stjórnanda kórsins við texta Kristínar Jónsdóttur skáldkonu á Hlíð. Einnig er þar að finna lag Sigjóns Bjarnasonar á Brekkubæ Með ljúfum klukknakliði við texta Guðbjarts Össurarsonar. Það lag hefur verið á efninsskránni hjá kórnum fyrir hver jól frá því Sigjón var stjórnandi kórsins. Píanó og orgelleik á disknum annast Jónína Einarsdóttir en annar undirleikur er í höndum Heiðars. Auk þessara hornfirsku laga eru á disknum meðal annars lögin Nóttin var sú ágæt ein, Yfir fannhvíta jörð og Hvít jól Diskurinn kostar 2500 kr og er til sölu hjá kvennakórskonum.
Allir á leikskólanum Lönguhólum óska ykkur gleðilegrar jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða.
KJÖTMARKAÐURINN Miðskeri
Opið fimmtudaginn 22. desember kl. 18:00 - 20:00 og fimmtudaginn 29. desember kl. 18:00 - 20:00
Pálína og Sævar Kristinn
Hunda- og kattaeigendur á Hornafirði Hunda- og kattaeigendur athugið að hægt er að fara með gæludýr í ormahreinsun til Janine Arens Hólabraut 13. • Miðvikudaginn 20. desember frá kl. 11:00 til kl. 14:00 • Fimmtudaginn 21. desember frá kl. 16:00 til kl. 18:00 Sveitarfélagið Hornafjörður hefur má samkomulagi við Janine Arens dýralæknir um þessa hreinsun og hvetjum við alla hunda og katta eigendur til þess að nýta sér þessa tíma.
Við óskum viðskiptavinum okkar og Hornfirðingum öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðja. Starfsfólk Landsbankans á Hornafirði.
Hunda og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvel leyfissviptingu. Því er hunda- og kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þessa að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun.
Janine Arens
Dýralæknir Sími 478 - 1578 / GSM 690 - 6159
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
ÁLDÓSIR
GLERFLÖSKUR
PLASTFLÖSKUR
Endurvinnslan Höfn flytur í áhaldahúsið Álaleiru 2 og lengir opnunartíma Við færum okkur um set í bænum og frá og með 1. janúar 2012 verður móttaka einnota drykkjarumbúða í áhaldahúsinu, Álaleiru 2, Höfn. Þar tökum við vel á móti þér alla virka daga frá kl. 13–17.
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
113470
Við viljum svo nota tækifærið og minna vinsamlegast á að umbúðirnar þurfa að vera taldar og flokkaðar í ál, plast og gler. Verið velkomin!
Endurvinnslan Höfn Áhaldahúsið, Álaleiru 2
Höfn
Sími: 478 1473
Opið alla virka daga kl. 13–17
www.endurvinnslan.is
Eystrahorn
Miðvikudagur 21. desember 2011
7
Er liðtækur í eldhúsinu Það er fastur fylgifiskur jólablaða að vera með matreiðsluþátt. Að þessu sinni leitaði Eystrahorn til Guðjóns Pétur Jónssonar eiganda Hótels Jökuls en Guðjón er rómaður fyrir að vera vel fær í eldhúsinu. En um leið var Guðjón Pétur beðinn að gera stutta grein fyrir fyrirtæki sínu. „Við Ásta Halldóra Guðmundsdóttir kona mín byrjuðum í ferðaþjónustu (hótelrekstri) sumarið 2008, en um vorið áttum við hæsta tilboð í kaup á Nesjaskóla af sveitarfélaginu og tilboði okkar var tekið. Þá var Nesjaskóli skóli á veturna en Flugleiðahótel voru með
hann á leigu sem sumarhótel, Hótel Edda Nesjaskóla. Við stofnuðum fyrirtæki um kaupin Hótel Jökull ehf. en hótelið er rekið með samningi við Flugleiðahótel undir merkjum Hótel Eddu Nesjum. Smátt og smátt höfum við verið að breyta skólanum í hótel með endurbótum og eru nú 45 herbergi til útleigu og þar af eru 9 herbergi með baði en þegar við keyptum húsnæði voru einungis 31 herberi og öll án baðs. Reksturinn hefur gengi vel og erum við með 14 starfsmenn yfir sumarið, við fjölskyldan og skólafólk. Já, við lítum björtum augum til framtíðar og vonumst til að innan skamms verðum við búin að bæta við 18 herbergjum með baði, sem munu verða í kennslustofunum. Og þá verðum við að okkar mati komin með mjög góða rekstrareiningu.“
Forréttur
Aðalréttur
Humarpate
Hægelduð andalæri frá Hlíðabergi
Fyrir 6 manns • Má frysta
Fyrir 6 manns
Mýkið laukinn í olíu í potti. Bætið síðan víninu, edikinu, timjaninu og lárviðarlaufinu í pottinn og sjóðið niður í þykkni. Bætið því næst soðinu í pottinn og látið malla í nokkrar mínútur. Sigtið og þykkið með sósujafnara, bláberin út í. Hrærið köldu smjöri samanvið smátt og smátt. Má ekki sjóða eftir það.
Meðlæti Djúpsteiktar sætar kartöflur Ferskt salat
Eftirréttur 500 gr. Skelflettur humar 2 bollar majones 1 bolli sýrður rjómi 1,5 kínverskur hvítlaukur hálfur rauðlaukur hálf rauð paprika nokkur strá graslaukur 4 tsk. humarkraftur frá Norðurbragði salt eftir smekk 15 stk. matarlímsblöð Hitið humarinn að suðu og látið kólna í soðinu. Maukið í matvinnsluvél. Geymið soðið. Saxið grænmetið smátt og mýkið í olíu á pönnu. Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni. Hrærið saman majonesinu, sýrða rjómanum og humarkraftinum. Grænmetið og humarinn útí. Leysið matarlímið upp í einum dl. af humarsoðinu við vægan hita og hrærið saman við blönduna. Setjið í form og kælið í einn sólarhring.
Piparrótarsósa 1msk. rifin piparrót 1 bolli majónes 1msk. rjómi
Sítrónufrómans Fyrir 6 manns • Kæling 2 klst • Má frysta 12 andalæri 2 krukkur andafita 4 stk. kínverskir hvítlaukar 1 stk. hvítlaukur 20 stk. negulnaglar 20 stk. rósapiparkorn 4 stk. lárviðarlauf blandaður pipar salt Kryddið lærin hressilega með salti og pipar. Brúnið á pönnu. Setjið andafituna í eldfast mót ásamt hvítlauknum, rósapiparnum, negulnöglunum og lárviðarlaufinu. Síðan lærin. Steikið í ofni við 120°c í 3½ klst. Setjið lærin á rist í ofninum í 5 mín., rétt áður en þau eru borin fram.
Bláberjasósa 1 stk. laukur, fínt saxaður olía 1 dl. rauðvín 1 dl. púrtvín 2 msk. balsamedik 1 tsk. timjan 2 stk. lárviðarlauf 3 dl. kjúklingasoð 1 dl. bláber sósujafnari 40 gr. kalt smjör skorið í bita salt og pipar
7 blöð matarlím 6 egg 100 gr. sykur 2 sítrónur 4 dl. Rjómi Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Skolið sítrónurnar og þerrið. Rífið gula börkinn smátt með rifjárni. Kreistið safann úr. Þeytið eggjarauðurnar ásamt sykri. Leysið matarlímið upp við vægan hita, bætið sítrónusafanum útí og hellið saman við eggjahræruna ásamt 2 matskeiðum af rifnum sítrónuberki. Stífþeytið eggjahvíturnar og rjómann í sitt hvoru lagi. Látið eggjahvíturnar og helminginn af rjómanum saman við eggjahræruna. Látið í þar til gerð ílát og látið stífna.
8
Miðvikudagur 21. desember 2011
Eystrahorn
Fjölhæfur listamaður
Hlynur Pálmason hefur verið duglegur að sýna verk sín á Hornafirði og að leyfa fólki að fylgjast með vinnu sinni. Stuttmyndir hans hafa farið víða um heim og unnið til verðlauna og viðurkenninga. Það er ekki auðvelt að „titla“ hann því fjölbreytni einkennir verk hans og vinnu. Hlynur er trúlofaður Hildi Ýr Ómarsdóttur og eiga þau dótturina Ídu Mekkín þriggja ára. (Fyrir þá sem vilja vita um ættfræðina þá eru foreldrar Hlyns, Elín Magnúsdóttir og Pálmi Guðmundsson og foreldrar Hildar Ýr, Ómar Fransson og Sveinbjörg Jónsdóttir) Blaðamaður hitti Hlyn á Graðaloftinu þar sem hann hefur haft aðstöðu til vinnu og sýninga til að forvitnast um hagi hans.
Námið Eftir stúdentinn hér heima flutti ég til Danmerkur þar sem ég lærði ljósmyndun á gamla mátann. Ég frétti að það væri ennþá verið að kenna filmuframköllun og myrkrakompu vinnslu svo ég ákvað að drífa mig. Síðan er ég búinn að vera að flakka á milli Hornafjarðar og Kaupmannahafnar. Mest hef ég verið að gera stuttmyndir, taka ljósmyndir og mála. Núna er ég við nám í danska kvikmyndaskólanum í leikstjórn og á tvö ár eftir þar.
Myndlist eða kvikmyndagerð Ég hafði það á tilfinningunni einu sinni að ég þyrfti að velja á milli myndlistar og kvikmyndagerðar. En ég komst að því að þetta talar allt saman, og einnig finnst mér ég þurfa stundum að fá frí frá kvikmyndagerðinni þar sem þar er mikil samvinna og hraði. Þá er gott að vera í friði og vinna í myndlist og hlaða batteríin. Ég hef áhuga á sjónrænni list og fyrir mér inniheldur hún einnig hljóð. Ég vinn stuttmyndir, videoverk, hljóðverk, ljósmyndir og málverk á mjög svipaðan hátt, þær koma til mín eða spretta út frá hvert öðru. Þegar ég skrifa handrit fyrir mynd sem ég er að fara að vinna, sé ég hana fyrir mér og heyri. Þess vegna innihalda handritin mín mjög nákvæma lýsingu á hljóði, mynd og hreyfingu. Þetta fer í taugarnar á kennurum mínum stundum.
Ljósmynda- og hljóðsýning Hvítblinda er ljósmynda- og hljóðsýning sem ég hef verið að vinna í 2 – 3 ár og frumsýndi
ég sýninguna hérna á Graðaloftinu í ágúst. Þessi sýning fer síðan áfram í bæinn um jólin og síðan til Kaupmannahafnar næsta sumar ef allt gengur eftir. Hvítblindu sýningin fjallar um upplýsingar í mynd og hljóði og bilið þar á milli. Hljóðin eru eftir Ásgeir Aðalsteinsson, hann er að læra “composerinn” í Amsterdam.
Verðlaunaður fyrir stuttmynd Stuttmyndin Jóel sem var tekin upp á Hornafirði árið 2009 hefur verið sýnd á yfir 20 stuttmyndahátíðum í Evrópu, Asíu, Ástralíu og unnið verðlaun í Þýskalandi. Með aðalhlutverkið þar fer Sævar Knútur Hannesson. Myndin segir frá ungum pilti sem langar að komast inn í krossaraklíku. Hérna er söguþráðurinn á ensku: Young Joel doesn’t quite fit in anywhere so he desperately tries to make friends with a local motorcross gang. On a bright summer
Eystrahorn
night Joel gets the chance to get accepted into the gang, but without knowing what kind of sinister process lies ahead. Síðasta stuttmyndin mín heitir „en dag eller to“ og vann ég hana við kvikmyndaskólann í Danmörku. Hún er 15 mínútur og segir frá 11 ára strák sem flytur út úr borginni í sveit á eyðibýli. Eftir nokkur atvik þar skilur mamma hans hann eftir einan á bóndabænum þar sem hann þarf að sjá fyrir sér sjálfur.
Hvað tekur við Það sem tekur við eftir skólann er að skrifa mína fyrstu mynd í fullri lengd og reyna að fjármagna hana. Þetta getur tekið langan tíma og ætla ég mér að halda áfram að vinna við ljósmyndun og myndlist með því, enda tengist þetta allt saman á einhvern hátt, þetta er sjónræn frásögn. Annars er ég búinn að lofa Hildi minni að hún fái að ráða hvað við gerum næst og hvert við förum. Hana langar að læra eitt tungumál í viðbót svo sennilega flytjum eitthvað annað.
Hildur er líka að gera skemmtilega hluti Hildur kláraði þroskaþjálfann í febrúar á þessu ári og fékk vinnu fljótlega eftir útskrift. Samhliða vinnunni fór hún svo að dunda sér við að útfæra og sauma barnafatalínu undir nafninu Tætubuska. Hildur fékk áhugann á handavinnu frá ömmum sínum þeim Sigríði Helgu og Hildi í Fagranesi en Sigrún Benediktsdóttir hefur einnig verið mjög dugleg að kenna henni bæði að prjóna og sauma. Í haust ákvað Hildur að athuga hvort hún
Miðvikudagur 21. desember 2011
gæti selt vöruna sína á netinu og viðbrögðin létu ekki á sér standa, viðskiptin hafa gengið vel og nóg að gera að sauma og senda til Íslands. Á myndunum hér til hliðar má sjá föt hönnuð af Hildi. Undanfarnar vikur hefur Hildur verið að vinna á saumastofu í Kaupmannahöfn en það hefur verið mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Þrátt fyrir mikinn áhuga á saumaskap á þroskaþjálfavettvangurinn vinninginn “annars er svo margt skemmtilegt hægt að gera í þessu lífi að það getur verið erfitt að velja og hafna”.
Sýning í Reykjavík Sýning verður opnuð í Reykjavík á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er það sýnishorn af sýningunni “Hvítblinda” sem var sýnd fyrir austan í heild sinni síðasta sumar. Hún verður til sýnis á Ljósmyndasafninu frá 22. desember fram í miðjan febrúar.
Kem heim með sýningu í sumar Ég verð með sýningu á Hornafirði í sumar, myndlistarsýningu sem heitir “hvítur, hvítur dagur”. Sýningin hefur djúpa tengingu við náttúruna, en ég er ekki að vinna í eftirmynd eða kopíu af sjálfri náttúrunni. Ég kýs heldur að mála í gegnum tilfinningu og þess vegna reyni ég að leita að raunveruleika í málverkinu sjálfu. Fyrir mér er áferðin jafn mikilvæg og mótívið. Eystrahorn óskar Hlyni og fjölskyldu góðs gengis í framtíðinni og hvetur fólk til að skoða fjölbreyttar sýningar Hlyns.
9
10
Miðvikudagur 21. desember 2011
Kæru Hornfirðingar og aðrir vinir. Um leið og við sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum við af alhug allan stuðning, styrk og hlýju á árinu sem er að líða. Þið hafið verið okkur ómetanlegur stuðningur. Jólakveðja Hjördís Svan og börn, Aðalheiður, Stefán, Ragnheiður, Gauti og börn. Hér frá Danmörku sendum við frændfólki okkar og vinum bestu jóla- og nýársóskir. Sérstakar kveðjur til trillukarlafélagsins með þökk fyrir frábæra ferð sl. haust.
Eystrahorn
Um leið og við þökkum frábærar viðtökur í haust sendum við Hornfirðingum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
Hornfirska skemmtifélagið Þekkingarnet Austurlands í Nýheimum sendir sínar bestu jóla- og nýárskveðjur. Með kærri þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. Njótið hátíðarinnar. Ragnhildur og Nína
Kær kveðja Biddý og Siddi
AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra, svo og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar
Óskum AusturSkaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Sigríður Kristinsdóttir hdl,
lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Snorri Snorrason,
lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari
Hafnarbraut 15 • 780 Hornafjörður www.inni.is • www.tm.is
Eystrahorn
Miðvikudagur 21. desember 2011
Um leið og við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða óskum við öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Starfsfólk Hafnarbúðarinnar
Bestu jóla og nýjársóskir til frændfólks og vina á Höfn. Þakka allar góðar liðnar stundir Hátíðarkveðjur Karen Karlsdóttir
Jólakveðjur til ættingja og vina
Sendum Austur-Skaftfellingum hugheilar jólakveðjur og óskum þeim farsældar á komandi ári.
Starfsfólk Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
11
Snorri og Torfhildur Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Starfsfólk Sýsluskrifstofunnar á Höfn
Sendum öllum Austur Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og á Höfn
Óskum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Jólakveðja, Lísa og Katrín Birna
Óska öllum Hornfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári.
Jólakveðjur, Birna Sóley Sendum öllum Hornfirðingum nær og fjær, hugheilar óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári með kæru þakklæti fyrir viðtökurnar á jólakortasölunni fyrir MS félagið. Hátíðarkveðjur, Valgeir Hjartarson.
Bestu jóla og nýjársóskir til frændfólks og vina. Þökkum allar góðar liðnar stundir. Hátíðarkveðjur
Dísa og Gísli Ártúni
Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Svava Kristbjörg og Sigrún
12
Miðvikudagur 21. desember 2011
Eystrahorn
Höfum alltaf haft ástríðu fyrir gömlum hlutum og húsum
Kaupmannshúsið er fyrsta íbúðarhúsið sem var reist á Höfn 1897 af kaupmanninum Ottó Túliniusi og Valgerði Friðriksdóttur konu hans. Í þessu húsi fæddist t.d. fyrsti innfæddi Hafnarbúinn, Guðrún dóttir þeirra. Ottó og Valgerður bjuggu aðeins í húsinu til 1901 er Þórhallur Daníelsson og Ingibjörg Friðgeirsdóttir keyptu húsið og bjuggu þar til ársins 1921. Eftir að Kaupfélag Austur-Skaftfellinga eignaðist húsið 1920 gekk það venjulega undir nafninu Kaupfélagshúsið. Í dag eru ekki allir sammála um nafnið á húsinu, sumir halda því fram að það hafi gengið undir nafninu kaupmannshús og enn aðrir kaupfélagsstjórabústaður. Húsið var síðan hýbýli kaupfélagsstjóranna lengi vel og annarra starfsmanna Kaupfélagsins. Í Sögu Hafnar fyrra bindi (bls. 89) segir: „Kaupmannshúsið var tvílyft timburhús og var kjallari undir hálfu húsinu. Útveggir voru tvöfaldir með steypubindingu, pappaklæddir að utanverðu og er timburklæðning þar yfir. Síðar voru útveggir varðir með bárujárni. Í virðingargjörð frá 1913 kemur fram að á neðri hæð hússins væru forstofa, stór borðstofa, stór betri stofa, lítil stofa (kabinet), skrifstofa, eldhús, búr og baðherbergi. Á efri hæð var gangur eftir endilöngu húsinu og fimm svefnherbergi en geymsla á lofti. Síðar voru útbúin baðherbergi og salerni í kjallaranum og við suðurhlið hússins var gerður „lystigarður með steyptum vegg umhverfis.“ Allt var þetta nýlunda í þorpinu og slíkan munað gátu fæstir Hafnarbúar leyft sér fyrr en kom fram undir miðja öldina. Þegar Kaupfélag Austur-Skaftfellinga eignaðist húsið árið 1920 var grunnflötur þess 86 fermetrar og eru þá viðbyggingar ótaldar en þær voru síðar rifnar. Að stofni til hefur húsið ekki breyst frá 1920.“ Nú hefur þetta merkilega hús og menningarverðmæti gengið í endurnýjun lífdaga. Þökk sé þeim sem að því hafa komið, fyrrverandi eigendum og núverandi. Eystrahorni fannst fullt tilefni til að taka hús á núverandi eigendum og íbúum þessa fallega húss, þeim Ara Þorsteinssyni og Maríu Gísladóttur og spjalla við þau.
Búið á ólíkum stöðum „Við fluttum fyrst til Hafnar 1987 eftir fimm ára dvöl í Álaborg í Danmörk þar sem Ari lærði sjávarútvegsverkfræði. Þá bjuggu við hér
Mynd tekin 1901
í fimm ár og á þeim tíma eignuðumst við börnin Eik og Ásgrím. Að þeim fimm árum liðnum þótti okkur kominn tími til að breyta til og þar sem atvinnutækifæri gafst í Hrísey þegar staða frystihússtjóra þar losnaði var ákveðið að slá til, að vísu eftir smá vangaveltur hjá Ara en þar sem María hafði verið barnapía hjá Sæmundi á Ystabæ í Hrísey þegar hún var 10 ára og átti góðar minningar úr eynni fékk hún að ráða. Við dvöldum svo í Eyjafirði í fimm ár þar af tvö í Hrísey og þrjú á Akureyri. Þá tók við næsta fimm ára tímabil þar sem fjölskyldan átti heima í Nova Scotia í Kanada og enn var það sjávarútvegurinn sem réði búsetunni því þar var Ari framkvæmdastjóri saltfiskverksmiðju í eigu SÍF. Að þessum fimm árum loknum var komin smá heimþrá í okkur öll og þegar staða forstöðumanns Frumkvöðlaseturs Austurlands, síðar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Höfn var auglýst sótti Ari um og var svo heppinn að fá stöðuna. Og þar með var fimm ára álagahringnum lokið því nú höfum við búið á Höfn frá 2003 eða í 8 ár og ekkert farasnið á okkur enda komin til að vera.
Þræddum alla hugsanlega flóamarkaði og fornsölur Við höfum alltaf haft ástríðu fyrir gömlum hlutum og húsum segja þau Ari og María og vorum byrjuð strax í Danmörku að þræða alla hugsanlega flóamarkaði og fornsölur. Þar keyptum við líka gamalt hús sem við gerðum upp af miklum vanefnum og fengum íslenska vini okkar og námsmenn í Álaborg til að hjálpa okkur og buðum þeim svo í miklar humarveislur í staðinn en Ari fór heim á sumrin á humarvertíð og kom með frosin humar í bakpoka til baka. Mest höfum við keypt af gömlum húsgögnum sem þurft hefur að gera upp en það finnst okkur líka mjög gaman. Í Kanada fórum við líka oft á uppboð og fornsölur og keyptum húsgögn sem við tókum svo með okkur heim og seldum að hluta til á Markaðstorgi Hornafjarðar en héldum nógu eftir fyrir okkur. Það er svo þegar snillingurinn Hermann Hansson fékk þessa fínu hugmynd að kaupa og gera Kaupfélagshúsið/Kaupmannshúsið
Eystrahorn
Miðvikudagur 21. desember 2011
upp að það rann upp fyrir okkur ljós hvað húsið gat verið ótrúlega fallegt eftir að hafa verið frekar óálitlegt í langan tíma. Við fengum að koma og skoða á meðan framkvæmdunum stóð og óhætt að segja að við heilluðumst gjörsamlega. Við gerðum fyrst tilraun til að eignast húsið 2009 þegar við fengum tilboð í húsið okkar á Austurbraut en það gekk ekki saman þá og við urðum frá að hverfa. Síðan gerist það í desember í fyrra að Einar Björn vantar stórt og gott hús og bankaði upp á hjá okkur á Austurbraut og gerði okkur tilboð. Núna gekk allt eftir og það fyrsta sem við gerðum var að skunda á fund Hermanns og falast eftir húsinu og fengum góðar viðtökur sem enduðu með því að við gátum byrjað að flytja í febrúar á þessu ári. Ekki sakar sú skemmtilega staðreynd að foreldrar Ara ásamt Emil stóra bróður bjuggu í þessu húsi fyrst eftir að þau fluttu til Hafnar á meðan þau byggðu heimili sitt í Hagatúni.
13
við höfum verið svo heppin að hafa ótrúlega gott fólk í liði með okkur við allar þessar endurbætur s.s. Árna Kjartansson arkitekt, Svein Sighvatsson og Finn Jónsson byggingarmeistara ásamt tveimur smiðum frá Akranesi sem komu okkur til hjálpar fyrir utan alla okkar öflugu iðnaðarmenn hér á Höfn.
Kom skemmtilega á óvart Já, það má segja að það kom okkur mjög skemmtilega á óvart þegar við brutum utan af skorsteinum að í ljós kom að hann var mjög fallegur, hlaðinn úr múrsteini. Hann var að vísu vel holóttur eftir margar tengingar í ofna i den tid en við fengum skorsteina spesíaista til að koma og gera við hann og vonumst til að geta sett við hann kamínu einhvern tímann í framtíðinni.
Endurbætur tímafrekar og kostnaðarsamar Það er nú alltaf þannig með endurbætur að þær taka lengri tíma og kosta meira en maður hafði áætlað og sérstaklega á það við um gömul hús. Það má segja að hér sannaðist reglan um viðgerðarkostað á gömlum húsum en þar segir að raunkostnaður sé jafnt og áætlaður kostnaður margfaldaður með pí. En annars hafa endurbæturnar gengið vel og við erum mjög ánægð með allt sem við höfum gert og við höldum líka að húsið sé mjög lukkulegt með endurbæturnar.
Ótrúlega gott fólk í liði með okkur Við höfðum gert okkur nokkrar vonir um að hægt væri að nýta gamla gólfið í húsinu en því miður kom í ljós þegar teppin og spónaplöturnar voru teknar af að gólfborðin voru ónýt eða ekki til staðar. Þá kom líka í ljós að burðarvirkið var ónýtt og þurfti að endurnýja það alltsaman líka. En auðvitað máttum við alveg eins eiga von á því. Í framhaldi af þessu Þurfti líka að endurnýja allt rafmagn og pípulagnir. Eina gólfið sem hægt var að bjarga var eldhúsgólfið en þar rifum við upp gólfdúk og masónitplötur og skröpuðum svo allt lím af sem tók ótrúlega langan tíma en í dag er gólfið fallegt og fínt og allrar fyrirhafnarinnar virði. Við höfum að sjálfsögðu ekki staðið í þessu ein enda hefði það verið ógerlegt en
Ætla að bjóða eldri borgurum í heimsókn Eins og er búum við bara hérna og erum enn að vinna í að gera kjallarann í stand. Framtíðin er óskrifað blað en allar breytingar sem við höfum gert eru á þann veg að íbúð verði áfram í risinu og hægt að vera með veitingasölu á miðhæðinni og handverkssæði í kjallaranum. Málið er bara að húsið er þannig af guði gert að okkur finnst að fólk þurfi að fá að koma í það og njóta þess, á einn eða annan hátt. Við ætlum því að bjóða eldri borgurum í heimsókn á næstunni og eins stefnum við að því að bjóða öllum sem áttu hlut í húsinu í heimsókn á nýju ári, annað er ekki á döfinni eins og er.
Yndislegur andi í húsinu Andinn í húsinu er yndislegur og það er ekki síst vegna þess að okkur langar að fleiri fái að njóta hans en við. Útsýnið er frábært, það er ótrúlega gaman að fylgjast með lífinu á bryggjunni allan ársins hring og sjá ferðamennina á sumrin ganga Óslandshringinn og staldra við á bryggjunni og dást að náttúru og athafnalífi Íslands eins og það gerist best.
14
Miðvikudagur 21. desember 2011
Eystrahorn
Kæru ættingjar og vinir. Bestu jóla og nýárskveðjur. Þökkum liðnar stundir.
Sendi vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár .
Hanna og Einar Miðtúni 14
Sigrún Sæmundsdóttir
Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða. Starfsfólk Þrastarhóls ehf. Guðbjartur, Birna og Agnes
Óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Guðmundur Jónsson Sendi sýslubúum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir Óskum öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og óskir um farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Jólakveðja
Ég óska öllu skyldfólki mínu og vinum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs með þakklæti fyrir liðin ár. Friðrik Friðriksson, Hraunkoti
Óskum Austur-Skaftellingum gleðilegrar jólahátíðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Ættingjar og vinir á Hornafirði. Við óskum ykkur gleðilegra jóla, farsæls nýs árs og þökkum ykkur fyrir gömlu árin. Kær kveðja Jörundur frá Smyrlabjörgum og fjölskylda
Sendum íbúum Austur-Skaftafellssýslu óskir um gleðileg jól og farsælt nýár. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
Rósaberg ehf Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu
Kæru vinir Um leið og ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, þakka ég ykkur fyrir ómetanlegan hlýhug og stuðning á árinu sem er að líða. Birna Skarphéðinsdóttir
Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Vélsmiðjan Foss ehf
Eystrahorn
Miðvikudagur 21. desember 2011
Óskum öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökkum fyrir samstarfið á árinu.
Ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands
Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Ari og María í Kaupfélagshúsinu
Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.
15
Dagrenning komin á vinsældarlistann „Já, við erum loksins komin á vinsældarlistann í 30. sæti heiðurssætið - með Dagrenningu. Ekki óraði mig fyrir því að ná þessum merka áfanga þegar Olga hans Sigga Eymundar var að stilla fyrir okkur Ragga gítarana fyrir 48 árum og kenndi okkur D gripið - að komast á vinsældarlista sextugur! Þessi árangur er eflaust tilkominn
vegna þátttöku Hornfirðinga í kosningunni og er ég þakklátur fyrir það. Ennþá er kosið og hægt að bæta um betur. Kosningin fer fram á ruv.is/topp30 og beðið er um óskalag á 123@ruv.is eða í síma 5687123,“ sagði Óskar Guðna ánægður með diskinn sinn með ljóðum Kristínar á Hlíð úr ljóðabókinni Til næturinnar.
Firmakeppni Sindra Firmakeppnin verður 27. og 28. desember. Skráning er hjá Gunnari Inga í síma 899 1968
Jólabrids Jólabridsinn verður í Ekru 30. desember kl. 19:30 Skráning á staðnum
Gamlárshlaup Sindra Gamlárshlaupið verður 31. desember kl. 12:00 Hlaupið hefst við sundlaugina. Þrjár vegalengdir eru í boði.
Kaffi Hornið á Þorláksmessu Skötuhlaðborð frá kl. 11:30
Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða. Framsóknarfélag Austur Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmanna þeirra
Óskum viðskiptavinum okkar sem og öllum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu. H. Christensen ehf.
Golfklúbbur Hornafjarðar sendir kylfingum bestu jóla- og nýárskveðjur. Minnum á golfmótið á gamlársdag.
Kæst skata, plokkfiskur, saltfiskur, síld, hrísgrjónagrautur og brauðsúpa Verð kr. 2.900,Verið velkomin
Starfsfólk Kaffi Hornsins
Markaskrá Vegna útgáfu á nýrri Markaskrá 2012 sendi ég bréf á næstu dögum til markaeigenda eða á þau bæjarnúmer sem eru skráð í síðustu Markaskrá. Þeir sem ætla að taka upp ný mörk eru beðnir að hafa samband við markavörð í síma 895 0026 eða 478 1713 fyrir 10. janúar nk. Verð kr. 2200- kr. á mark. Markavörður Guðfinna Benediktsdóttir
16
Miðvikudagur 21. desember 2011
Eystrahorn
Að bjarga lífi er ótrúleg tilfinning Viðtal Brynju Rutar Borgarsdóttur í fjölmiðlafræði í FAS við Eirin Kristín Kjær Eirin Kristín Kjær er Hornfirðingum nokkuð kunn. Það kom m.a. viðtal við hana í jólablaði Eystrahorns fyrir tveimur árum með fyrirsögninni „Ég elska Ísland“ sem nemendur í FAS unnu. Erin kemur frá Tromsø í Noregi og varð 19 ára í mars. Eirin heillaðist af íslensku og hafði hug á því að koma til Íslands til að læra málið. Hún var þó hvorki viss hvar hún ætlaði að búa eða þá hjá hverjum en þegar hún svo rakst á valkostinn að fara sem skiptinemi þá sló hún til. Eirin dvaldi á Íslandi í tíu mánuði eða frá því um haustið 2009 og fram á sumar 2010 hjá hjónunum Birnu Skarphéðinsdóttur og Gunnari Hermannssyni sem lést á árinu. Hún stundaði nám við FAS og spilaði fótbolta með Sindra. Íslenskan var ekki vandamál, hún var fljót að ná tökum á henni og talar hana mjög vel í dag. Hún vill meina að það hafi hjálpað henni heilmikið að vera dugleg að fara út og hitta fólk, vera ófeimin og auk þess væri ekki sniðugt að koma til Íslands og vera mest allan daginn á spjalli við norska vini sína þó hún hafi að sjálfsögðu haldið góðu sambandi við þá. Í skólanum lærði hún fög eins og íslensku, sögu, stærðfræði og fjölmiðlafræði. Eirin heldur miklu sambandi við fósturfjölskyldu sína hér á Höfn og var hérna í sinni annarri heimsókn frá því hún flutti heim þegar blaðamaður hitti hana á Kaffi Horninu í nóvember síðastliðnum. Eirin hefur verið virk í unglingadeild norska verkamannaflokksins AUF síðastliðin 4 ár, en var svo skráð í Verkamannaflokkinn nýlega og tók þátt í sveitastjórnarkosningum í Balsfjord í framhaldi af því. Hún var kjörin í sveitarstjórn henni til mikillar undrunar en það er ekki algengt að svo ungur einstaklingur sitji í sveitarstjórn í Noregi. Eftir að Eirin flutti heim til Noregs aftur kláraði hún stúdentinn og útskrifaðist síðastliðið vor. Stefnan er sett á háskólanám nú í haust. En það er ekki alltaf þannig að plönin gangi upp!
Virk í félagsstarfi AUF er virkt í félagsstarfinu og ár hvert eru haldnar einhvers konar sumarbúðir á eyju sem verkamannaflokkurinn á, eyjan heitir Útey og er í Tyrifjarðarvatni. Útey ættu flestir að kannast við úr fréttum en þar létust 69 manns af völdum fjöldamorðingjans Anders Breivik þann 22. júlí síðastliðinn. Unglingarnir mættu þetta árið á þriðjudegi og ætluðu að dvelja á eyjunni fram á sunnudag. Eirin er mjög ánægð þegar hún rifjar upp fyrstu dagana í fríinu. Þarna var mikil dagskrá og eitthvað fyrir alla, tónleikar með þekktum norskum hljómsveitum, blakmót, hraða stefnumót (speed date) og fótboltamót svo eitthvað sé nefnt. Veðrið lék við þau og var hitinn óbærilegur á tímabili svo margir nýttu góða veðrið meðal annars til að synda í sjónum. Fjölbreyttur hópur einstaklinga var saman kominn á eyjunni þessa daga enda um 600
um hvort hún ætti að fara eða ekki en dreif sig svo. Þegar hún kom í tjaldið var formaður AUF að segja frá sprengjunni í Osló. Það voru litlar upplýsingar um hvað hefði gerst eða hvernig og hversu margir hefðu slasast en þarna var margt fólk frá Osló, bæði unglingar og fullorðnir. Þetta var því mjög tilfinningaþrungin stund og allir mjög slegnir yfir fréttunum en mikill samhugur hjá fólkinu. Eftir fundinn skiptust krakkarnir örlítið upp en hópurinn frá Tromsö fylki voru saman á tjaldstæðinu, hringdu heim og létu vita af sér. Formaðurinn þeirra fór að útbúa mat og þess háttar, svo þau héldu hópinn en það var ekkert framundan í dagskránni og lítið ákveðið. Eirin lét vita af sér með því að senda sms heim og láta vita að hún væri ekki í Osló.
Fyrsta skotið
– 700 manns á aldrinum 13-35 ára. Þarna voru einstaklingar sem voru bara komnir til þess að tala um pólitík, krakkar sem bæði vildu skemmta sér og eru örlítið inn í pólitíkinni og fólk sem einungis var komið til þess að skemmta sér, þarna voru margir af efnilegustu pólitíkusum landsins. Þannig liðu fyrstu tveir dagarnir fljótt og skemmtunin var frábær og í því átti veðrið stóran part. Þann 22. júlí þegar þau vöknuðu var hinsvegar komin svo mikil rigning að sjaldan hefur annað eins sést. Eirin keppti til úrslita á fótboltamótinu þann morgun með liðinu sínu og mikil tilhlökkun og gleði ríkti á meðal fólksins, eftirminnilegt var að hún skoraði mark og liðið hennar vann mótið. Þessi byrjun á degi var frábær í alla staði fyrir utan rigninguna hugsanlega, en þarna hefði engan grunað hvernig dagurinn kæmi til með að enda. „Það var svo mikil rigning, ég hef aldrei séð svona mikla rigningu áður – ekki einu sinni á Höfn“, segir Eirin um veðrið þennan örlagaríka dag.
Sprenging í Osló Rétt fyrir hádegi kom Gro Harlem Bruntland á eyjuna og var með fyrirlestur sem þótti langdreginn en áhugaverður og skemmtilegur engu að síður. Fyrirlesturinn fór fram í stóra húsinu hjá tjaldstæðinu, krakkarnir sátu á gólfinu þar inni og hlustuðu á það sem hún hafði að segja. Þegar fyrirlestrinum loksins lauk um klukkan 14:00 rölti Eirin að tjaldinu sínu og ákvað að leggja sig, það breytti þó deginum verulega að fara í tjaldið því þar var allt orðið rennandi blautt og fór hún því pirruð, svekkt og leið inn í tjald, setti status á Facebook um rigningu, marbletti, harðsperrur og hvernig allt væri orðið ómögulegt. Vaknaði svo upp við tilkynningar um að koma í stóra salinn klukkan 16:30 en það var hvergi í dagskránni svo að Eirin hugsaði sig tvisvar
„Ég heyrði fyrsta skotið þar sem ég var að labba að húsi á miðri eyjunni þar sem ég ætlaði einfaldlega bara að slaka á, mig grunaði ekki að þetta væri raunverulegt skot og hélt að einhverjir krakkar væru bara að leika sér. Þetta var síðan svo hátt og yfirgnæfandi að þetta gat varla verið neitt annað en skot úr byssu þó að erfitt hefði verið að gera sér grein fyrir því!„ Í hita leiksins tók Eirin beygju frá húsinu og hljóp inn í tjald sem var opið á hliðinni við miðju og það var svo blautt þar að hún rann og hún man að hún hugsaði „ ég var að skipta um föt!„ en það var enginn tími til þess að hugsa um það, og hún hljóp þá til hópsins síns sem var á sama stað á tjaldstæðinu og þegar hún fór frá þeim stuttu áður, þarna var aðeins tvennt í stöðunni! Að hlaupa eða að vera kyrr – það endaði þannig að þau hlupu en ástæðan var sú að þarna var kominn árásarmaðurinn og horfðu þau á þegar hann hleypti af skoti á strák sem varð í vegi fyrir honum. Hlaupið var stressandi en Eirin er alveg með á nótunum hvað var að gerast og hefur fáu gleymt í stressinu sem fylgdi, þau hlupu meðfram skóginum en eyjan er skógi vaxin og mikið af trjám eru á henni hvert sem er litið. Hún hljóp sig úr skónum af ásettu ráði enda einungis á töflum en þau voru um það bil 40 sem hlupu saman í hóp, Eirin var aftarlega og hlupu þau undan skothríð – þarna fór skot í peysuna hennar Eirin, ofarlega í höndina en náði einungis í peysuna en ekki í höndina á henni, en það kom gat á peysuna og var hún ekki viss hvort hann hefði hitt en hún leit oft á gatið og setti hina höndina oft að gatinu til þess að athuga hvort myndi blæða. Stelpan sem hljóp fyrir framan hana varð fyrir skoti í öxlina sem hæfði hana afar illa og fór í lungun, Eirin tók hana með sér bakvið lítið tjald og faldi hana með sér en í því sá hún góðan vin sinn liggja rétt hjá en hún reyndi allt hvað hún gat til þess að ná sambandi við hann en fékk ekkert svar, þá áttaði hún sig á því að hann hefði orðið fyrir skoti.
Eystrahorn
Miðvikudagur 21. desember 2011
Bjargaði lífi stúlkunnar
Anders Behring Breivik
Þegar skothríðin virtist færast nær þeim gat Eirin ekki gert neitt nema að koma stelpunni burt og bjarga sjálfri sér í leiðinni, þær hlupu inn í skóginn eða Eirin réttara sagt dró stelpuna með sér vegna þess hve meidd hún var gat hún ekki hlaupið og alls ekki haldið í við Eirin sem þarna var ennþá hraust og sterk, þær fóru niður að fjörunni en þar voru flestir. „Ég gat ekki hugsað, hvar er best að fela okkur – heldur hugsaði ég hvar eru allir“ Eirin bjargaði lífi þessarar 15 ára stelpu með því að draga hana með sér fyrst bakvið tjaldið, svo í gegnum skóginn og síðast en ekki síst niður í fjöruna þar sem önnur stelpa tók við henni. Niðri við fjöruna var hægt að skríða undir bakka og fela sig, en til þess að komast þangað þurfti hún að skríða undir girðingu og þegar hún var kominn þar undir sá hún hvar allt fólkið var búið að koma sér fyrir undir bakkanum. „Þarna var svo margt fólk sem gerði sig svo lítið og tók svo lítið pláss að ég hélt það væri ekki hægt“ Eirin komst á góðan stað undir bakkanum þar sem ekki var hægt að sjá hana, þar skipti hún um stað við stelpuna fyrir aftan sig og var þá orðin öftust í röðinni. Það leið stuttur tími, um það bil tíu sekúndur frá því að hún skipti um pláss þangað til að hún leit til baka, sá manninn með byssuna og varð fyrir skoti, vinstramegin neðarlega í magann. Skotið var svokallað sprengjuskot sem fór í allar áttir eftir að það fór í hana, þetta skot var það versta og er Eirin búin að ganga í gegnum margar aðgerðir vegna þess.
Breivik er fæddur árið 1979, honum er lýst sem öfga hægrimanni, bókstafstrúarmanni og nýnasista af lögreglu og fjölmiðlum. Í dag er hann aðallega þekktur sem hryðjuverkamaður. Hann var valdur af sprengingu í miðbæ Oslóar og framdi voðaverkin í Útey. Breivik var dæmdur ósakhæfur af norskum réttarsálfræðingum fyrir tæpum mánuði síðan. Hann kom á eyjuna um kl. 17:25 þann 22. júlí, Eirin var skotin um kl. 17:30 þrisvar sinnum. Breivik var svo handtekinn um kl. 18:30.
Að hlaupa burt og fela sig eða vera um kyrrt og vera auðvelt skotmark
Í fyrstu þorði fólk ekki að koma til krakkanna til að hjálpa þeim, bátur sigldi fyrir utan Útey og það voru allir að reyna að veifa og biðja um hjálp, svo heyrði Eirin í þyrlu og var þá viss um að þetta væri búið, að þarna yrði þeim bjargað en svo var ekki, þetta var bara sjónvarpsþyrla að taka myndir. „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja, ég sat bara þarna, hreyfði mig ekkert og hélt að ég myndi bara verða þreytt, mér myndi blæða út eða ég myndi sofna og ekki vakna aftur – að deyja í Útey fannst mér bara vera fínt“ Eirin var orðin mjög þreytt eða öllu heldur máttfarin um kl. 18:30 þegar lögreglan kom á eyjuna. Hjálpin til þeirra barst að vísu ekki fyrr en klukkutíma síðar vegna þess að tryggja þurfti eyjuna áður en fleiri kæmu í land, athuga með sprengjur, gá hvort að um fleiri en einn árásarmann væri að ræða og svo framvegis. „Í minningunni finnst mér eins og að fólkið hafi byrjað að klappa og hrópa þegar lögreglan tilkynnti að búið væri að handtaka árásarmanninn – en það gæti alveg eins bara verið ímyndun“ Eirin var flutt í land með lögreglubát ásamt vinkonu og tveimur ókunnugum. Það var ekki fyrr en byrjað var að meðhöndla hana að hún sá hversu margir voru illa farnir. Margt fólk var komið til að hjálpa til með að stoppa blæðingar hér og þar með bráðabirgðarvafningum. Sjúkrabílar voru ekki nægilega margir og var talsverð bið eftir
„ Ég veit ekki hvernig ég komst niður að sjónum en það tókst, brattinn var mikill og ég einungis á tánum. Á meðan ég var að hlaupa niður fékk ég skot númer tvö í mig, það fór í upphandlegginn hægra megin, vinur minn horfði á manninn skipta um byssu eftir að hann skaut mig í magann og áður en hann skaut mig í handlegginn. Ég komst niður að vatninu og öskraði : ekki skjóta mig, ég vil ekki deyja“ Eirin settist síðan niður á stóran stein með annan stærri við hlið sér og hallaði sér upp að honum. Þarna sá hún ekkert nema sjóinn, en hálfan metra fyrir aftan hana var stelpa sem hafði orðið fyrir skoti, hún lifði ekki af. Eirin hreyfðist lítið sem ekkert og vinir hennar sáu hana sitja við sjóinn og héldu að þeir hefðu misst hana. Árásarmaðurinn labbaði framhjá henni án hennar vitundar en skaut ekki. Á meðan Eirin sat á steininum tók hún eftir að hún hefði verið skotin líka rétt fyrir ofan hné en hún fann ekkert fyrir því fyrr en eftirá. Eirin þekkti sex krakka sem urðu fyrir skoti þennan afdrifaríka dag og lifðu af en hún missti þrjá vini sína sem létust samstundis á eyjunni.
17
þeim en þetta gekk eins hratt og hægt var fyrir sig. Eirin fór strax í aðgerð þegar hún kom á spítalann í Hønefoss en daginn eftir var hún flutt á spítala í Osló. Hún var alltaf með hugann við alla hina, að spá hvernig vinum hennar liði og hverjir væru slasaðir og þess háttar. Henni fannst gott að hitta stelpuna sem hún bjargaði og sjá að hún myndi ná sér. Á spítalanum var gott að vera hvað varðar hjúkrunarkonur, lækna og allt starfsfólkið þar stóð sig vel og var skilningsríkt og duglegt að svara spurningum. Eirin fékk snemma að vita að hún myndi ná fullum bata þó svo að það myndi taka tíma. Eirin varð mikið veik eftir vikudvöl á spítalanum, fékk lungnabólgu átti erfitt með andadrátt, var með vökva í lungunum og hélt aftur að hún myndi hugsanlega deyja. Eirin kom til Tromsø 22. ágúst og var komin heim í Laksvatn 25. ágúst. Tveimur vikum eftir það varð hún aftur mjög veik og dvaldi eina nótt á spítala vegna fyrsta skotsins sem hefur verið að hrjá hana mest af öllu og er ennþá ekki endanlega gróið. Hún hefur bara passað sig að hafa það rólegt. Farangurinn skilaði sér heim í byrjun september og þá var þetta allt að koma heim og saman.
Minningarnar
Mynd af Eirin í þjóðbúningi sýns heimahéraðs.
Hjálpin berst
„Það munar miklu að hitta krakkana frá Útey og fjölskyldur þeirra af og til og það er best að geta talað um þetta við þá sem voru þarna. Ég fór á minningartónleika í Osló með mömmu vegna þess að ég missti af öllum jarðarförunum þar sem ég var á spítalanum svo lengi. Á þessi kvöldi var ótrúlega margt fólk, Ólafur Ragnar Grímsson mætti fyrir hönd Íslands. Þarna hitti ég stelpuna sem ég skipti um pláss við undir bakkanum í Útey og hún þakkaði mér fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Þarna var ég ennþá í hjólastól sökum þess hversu lítið þol ég hafði, ekki vegna þess að ég gæti ekki gengið. Ég hef aldrei átt neitt erfitt með að tala um hvað gerðist heldur. Ég er ótrúlega stolt af því að hafa bjargað þessum tveimur stelpum. Að bjarga lífi er ótrúleg tilfinning.“ Eirin er nýverið farin að átta sig á að hún missti vini sem koma ekki aftur heim. Söknuðurinn á eftir að vera til staðar í mörg ár en þá er bara að lifa með því og halda áfram. Háskólinn bíður eftir Eirin sem hefur nám þar í byrjun janúar, hún stefnir að því að búa á Íslandi í framtíðinni en það á samt bara eftir að koma í ljós. Hún stefnir að því að heimsækja okkur reglulega og reyna að halda eins miklu sambandi við okkur eins og hún getur. Að lokum vill Eirin koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sendu henni kveðjur og hugsuðu til hennar á þessum erfiðu tímum.
Ungmennafélagið Sindri sendir öllum félagsmönnum og velunnurum bestu jóla- og nýárskveðjur.
18
Miðvikudagur 21. desember 2011
Eystrahorn
Hornfirðingar velkomnir til okkar Hornfirðingarnir Bjarni Sævar Geirsson frá Sunnuhlíð og Svala Óskarsdóttir á Símstöðinni hafa söðlað um og skipt um starfsvettvang. Í dag reka þau ferðaþjónustu í Reykjavík, Reykjavik4you íbúða hótel. Ritstjóri gisti hjá þeim og ræddi við þau í leiðinni. Hann getur því vitnað um að hér er um frábæra aðstöðu að ræða. Við erum með 18 fullbúnar íbúðir í tveimur húsum hérna í miðbænum Móttakan og flestar okkar íbúðir eru í nýju húsi að Bergstaðastræti 12, í Þingholtunum rétt hjá Skólavörðustígnum. Við fáum flesta eða alla okkar gesti í gegnum internetið þar sem fólk bókar sína íbúð beint. Við höfum náð mjög góðum árangri í markaðssetningu íbúðanna á netinu. Höldum úti okkar eigin heimasíðu www.reykjavik4you. com þar sem væntanlegir gestir geta fengið innsýn í það sem við höfum upp á að bjóða, lesið umsagnir þeirra sem dvalið hafa hjá okkur og í beinu framhaldi bókað íbúð. Við erum meðal annars í samstarfi við stærstu bókunarsíðu í heimi www.booking.com og erum þar í efsta sæti yfir vinsælustu hótelin á Íslandi með mjög góðar einkunnir frá gestum okkar. Einnig höfum við fengið frábærar umsagnir hjá einni virtustu síðu í heimi á sviði ferðamála TripAdvicor.com, þar sem allir sem hafa notið þjónustu einhverstaðar í heiminum geta sagt sitt álit og lýst sinni upplifun á viðkomandi
Veitingahúsið Víkin
Nanna, Hafþór og Frikki spila og syngja jólalög og létta tónlist á Víkinni fimmtudagskvöldið 22. desember kl. 22:00 - 00:00. Um að gera að kíkja í einn kaldan öl eða rjúkandi kaffibolla eftir jólainnkaupin... ;) Frítt inn! Pizza- og pastahlaðborð á Þorláksmessukvöld kl. 18:00 - 20:00. Hvíldu þig eftir amstur dagsins og komdu með fjölskylduna til okkar að borða. Jólamynd fyrir börnin. Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1.200 kr. fyrir 7 - 14 ára og 1850 kr. fyrir 15 ára og uppúr. Frítt gos eða safar með matnum. Lokað á aðfangadag og jóladag. Sýnum á annan í jólum kl. 14:55 Arsenal - Wolves og Man. Utd. - Vigan í Ensku úrvalsdeildinni. Opnum svo aftur um miðnætti fyrir dansleik. Lokað 1. - 4. janúar. Aðra daga verður opið frá 18:00. Munið pókermótið þann 27. desember kl. 19:30
Hljómsveitin Parket verður í jólastuði öll jólin og skemmta gestum bæði á annan í jólum frá 24:00. og á gamlárskvöld frá 01:00. Göngum hægt um gleðinnar dyr um jólin og fögnum nýju ári með stuðboltunum í Parket
Veitingahúsið Víkin óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Eystrahorn
stað. Þar erum við ein af örfáum hótelum og gististöðum á Íslandi sem eru með fullt hús stiga með frábærar umsagnir frá okkar gestum. Þetta orðspor höfum við byggt markvisst upp og er okkar mesta verðmæti, í því umhverfi sem við vinnum á. Áður en fólk ákveður sig með ferðalög er algengt að fólk fari á internetið og skipuleggi sín ferðalög sjálft. Þá er mikilvægt að vera sýnileg og hafa eitthvað áhugavert fram að bjóða. Ein bestu og öruggustu upplýsingarnar þessu tengt, fyrir fólk sem er að plana ferðalög, eru umsagnir þeirra sem hafa dvalið eða keypt þjónustu af viðkomandi stað. Þessar umsagnir eru hvorki keyptar eða fengnar með milligöngu þess sem fjallað er um, heldur settar fram af óháðum aðilum sem engra hagsmuna hafa að gæta, þannig að oft á tíðum er þetta það sem ræður úrslitum hvort ákveðið er að dvelja á viðkomandi stað eða ekki. Við erum í samstarfi við öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgasvæðinu sem bjóða afþreyingu hvers konar og geta gestir bókað ferðir hvert sem er um Ísland hjá okkur. Vinsælastar eru dagsferðir s.s. Gullni hringurinn, Bláa lónið, Suðurströndin með ísklifri og þess háttar. Nú er aðal norðurljósavertíðin, og fara mörg hundruð manns á hverju kvöldi þegar viðrar á norðurljósaveiðar héðan frá Reykjavík. Við bjóðum okkar gestum upp á það þegar þeir hafa bókað ferð, þá er náð í þá heim á hótel og í lok ferðar er þeim skilað á sama stað. Einnig
Miðvikudagur 21. desember 2011
19
erum við í samstarfi við bílaleigu þar sem við bjóðum upp á allar gerðir bíla. Við erum alltaf með bíl tilbúinn á planinu þannig að auðvelt er fyrir gesti að leigja sér bíl ef áhugi er til þess. Eðli málsins samkvæmt erum við miklir boðberar okkar heimabyggðar og segjum óhikað við okkar gesti að á meðan þeir hafi ekki heimsótt Austur -skaftafellssýslu hafi þeir ekki séð það stórfenglegasta á Íslandi. Eftir að við sýnum þeim myndir af svæðinu þá er undantekningalaust auðvelt að selja þeim hugmynd um að taka sér bílaleigubíl í dagsferð á svæðið, eða kveðja þá með þeim orðum að góð ástæða sé að koma aftur til Íslands til þess að fá alvöru upplifun. „ Við verðum að koma aftur“ er viðkvæðið og hafa þó nokkrir skilað sér aftur með ný ferðaplön. Eitt gott dæmi um það hvaða aðdráttarafl Hornafjarðasvæðið hefur er t.d. áströlsk hjón sem dvöldu hjá okkur í tíu daga í hittifyrra sumar. Þegar tveir dagar voru eftir þá komu þau til okkar og settust fyrir framan okkur og spurðu „Hvað eigum við að gera þessa tvo daga sem við eigum eftir“ ? Veðrið var upp á það besta ekki ský á himni yfir öllu Íslandi þannig að valið var einfalt „Takið bíl á leigu og keyrið út á Höfn, kaupið ykkur gistingu á leiðinni, borðið besta humar í heimi, njótið jökla, fjalla, og þeirrar náttúru sem á vegi ykkar verður og látið okkur vita hvernig þetta bragðast „ voru skilaboðin. Gáfum þeim ýmsa staði sem vert væri að stoppa og skoða. Þegar
þau náðu landi aftur áttu þau ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. „ Þetta er fallegasta leið í heimi“ sagði bóndinn „ég er flugmaður og hef komið á flesta staði og ferðast um allan heim, þannig að ég hef samanburðinn“. Þessi dvöl þeirra endaði þannig að þau pöntuðu þrjár íbúðir næsta sumar fyrir foreldra sína og sig sjálf með þeim orðum að þau yrðu að sýna sínum nánustu það stórfenglegasta í heimi. Við tókum á móti þeim öllum í sumar þar sem þau voru að leggja upp í þriggja vikna ferðalag um landið með báðum foreldrum sínum. Voru búin að plana 10 daga af ferðinni í Skaftafellssýslu minnug þess sem fyrir augu bar fyrir ári. Á bakaleiðinni gistu þau hjá okkur síðasta daginn alsæl„. Við komum aftur“ voru kveðjuorðin. Nú er það svo að okkar gestir eru nánast undantekningalaust erlendis frá, enda sá markhópur sem við höfum lagt áherslu á. Í ljósi þessa, og til þess að fá fleira skemmtilegt fólk til að heimsækja okkur höfum við ákveðið að bjóða öllum Hornfirðingum 15% afslátt af gistingu sé bókað 3 nætur eða fleiri í gegnum heimasíðu okkar www.reykjavik4you.com. Einnig gildir þetta tilboð til þeirra sem geta rakið ættir á Hornafjörðinn, hafa búið þar einhvern tíma eða þekkja einhvern sem býr í Austur-Skaftafellssýslu.. þannig að nú er tækifærið fyrir okkur hin sem búum ekki lengur á svæðinu að rifja upp ættar- og vinartengsl við Hornafjörð.
Bergsstaðarstræti 12
Laugavegur 85
Að Bergsstaðarstræti 12 bjóðum upp á 14 nýjar íbúðir. Studio íbúðir með gistingu fyrir 2-3, eins herbergja íbúðir með gistingu fyrir allt að 3 gesti, og síðan tveggja herbergja íbúðir með gistingu fyrir allt að 5 manns. Allar þessar íbúðir eru fullbúnar húsbúnaði með uppábúnum rúmum, handklæðum og öðru því sem þarf fyrir fullbúið heimili. Næsta matvöruverslun er Bónus sem er í mínútu göngufjarlægð. Beint á móti er elsta bakarí Reykjavíkur, Bernhöftsbakarí þar sem boðið er upp á nýbökuð brauð alla daga sem er mjög vinsælt meðal okkar gesta. Algengt er að sjá gesti labba á náttsloppnum yfir götuna til þess að tryggja sér heitt brauð hjá Sigga bakara í morgunsárið með morgunkaffinu. Staðsetning íbúðanna er að margra mati ein sú besta í miðbænum. Skólavörðustígurinn er örfá skref í burtu með öllu sem hann hefur upp á að bjóða með Hallgrímskirkju í forsæti. Fáein skref í viðbót bíða meðal annars Laugavegurinn, Lækjartorg og Austurstræti. Húsin að Bergstaðastræti 12 standa á stórri lóð með inngarði þar sem við getum boðið gestum upp á frí einkastæði fyrir bílinn, sé hann tekin með.
Að Laugavegi 85 erum við með fjórar tveggja herbergja íbúðir þar sem 6 manns geta gist í hverri íbúð. Þessar íbúðir eru staðsettar í nýju lyftuhúsi sem við byggðum. Þær eru vel útbúnar með innréttingum af vönduðustu gerð, parket á gólfum og sér hljóðeinangraðar þannig að skarkhali borgarlífsins trufli ekki gesti. Allar íbúðirnar eru fullbúnar húsgögnum, tækjum og tólum, með uppábúnum rúmum, handklæðum og sloppum. Í öllum íbúðunum er nuddbaðkar og sturta. Næsta matvöruverslun 10:11 er í mínútu göngufjarlægð. Hún er opin 24 tíma á sólahring, þannig að gestir geta gert matarinnkaupin hvenær sem er. Einn af betri pizzustöðum borgarinnar er í næsta húsi og ef gestum svengir í nautasteik í hæstu gæðum er Argentína steikhús í þarnæsta húsi, handan við hornið. Síðan bíður Laugavegurinn fyrir utan dyrnar með öllu því sem hann hefur upp á að bjóða.
20
Miðvikudagur 21. desember 2011
Eystrahorn
Farþegaskip til Hornafjarðar
Til Hornafjarðar koma ekki mörg farþegaskip, enda takmarka aðstæður möguleika stærri skipa að koma hér í höfn. Samt eru ýmsir möguleikar á að markaðssetja höfnina fyrir minni skip. Sigurður Guðmundsson hafnsögumaður hefur stýrt verkefni um komu farþegaskipa til Hornafjarðar og ræddi blaðamaður við hann um málið.
Áhuginn vakinn Þegar ég kom til starfa hjá Hornafjarðarhöfn árið 2008 vaknaði áhugi minn á að reyna að fá fleiri farþegaskip til okkar. Fyrir árið 2010 var að koma eitt skip annað hvert ár eða jafnvel sjaldnar, en tvö skip á ári síðustu tvö ár og fjögur skip bókuð næsta ár. Ég byrjaði á að setja mig í samband við Guðmund Kristjánsson, hafnarstjóra hjá Ísafjarðarhöfn, sem hefur góða reynslu í þessum málum hann tók mér vel og ég fékk gagnlegar upplýsingar hjá honum og hvatningu. Mikilvægar kynnisferðir. Cruice Iceland eru samtök íslenskra hafna og fyrirtækja sem markaðssetja sig sem áhugaverðan kost fyrir farþegaskip. Hornafjarðarhöfn er ekki beinn aðili að þessum samtökum heldur sem aukaaðili í gegnum Djúpavogshöfn, ég sótti aðalfund samtakanna vorið 2010 sem haldinn var á Djúpavogi það ár og þar áttaði ég mig á að það er enginn að kynna Hornafjarðarhöfn. Síðan vann ég áfram að málinu og afraksturinn var kynningarefni í möppu sem Daníel Imsland (Dimms Design) hannaði. Í samráði við yfirmenn mína fór ég svo ásamt fleirum til Reykjavíkur að vinna frekar að málinu m.a. heimsóttum við farþegaskipadeildir skipafélaga
og ferðaþjónustuaðila sem sinna þessum málum. Margar mikilvægar upplýsingar og góðar ábendingar komu fram á fundum með þessum aðilum og greinilegt að mikils misskilnings og vanþekkingar gætti varðandi möguleika Hornafjarðarhafnar að taka á móti skipum af ákveðinni stærð.
Við slógumst í för með öðrum íslenskum fulltrúum á vegum Cruise Iceland sem voru að kynna sínar hafnir og allt sem tengist þjónustu við skipin og farþega. Við stóðum þarna í nokkra daga og gerðum okkar besta til að kynna Hornafjarðarhöfn og það sem héraðið hefur uppá að bjóða, dreifðum m.a. kynningarefni okkar og almennum og fjölbreyttum bæklingum um svæðið. Þessi ferð var afar upplýsandi og mikilvægt að ná góðu og persónulegu sambandi við aðra aðila sem eru að vinna að sömu markmiðum. Í sumar komu tvö farþegaskipa Hornafjarðar og annað þeirra eingöngu vegna sambanda sem sköpuðust í Miami. Í vor sóttum við Reynir Arnarson aðalfund Cruise Iceland, sem haldinn var á Mývatni en þangað komu gestir frá þremur
F.v. Reynir Arnarson, Bryndís Reynisdóttir og Sigurður Guðmundsson
Markaðssetning Í framhaldi af þessari fundarferð var svo tekin ákvörðun um að við Reynir Arnarson, formaður hafnarstjórnar, færum á ráðstefnu og sýningu í mars sl. til Miami í Bandaríkjunum til að kynna Höfn og það sem við getum boðið uppá.
erlendum skipaútgerðum í boði Cruise Iceland. Í september fór ég til Hamborgar á sambærilega sýningu og á Miami til að fylgja þessu starfi eftir. Sömuleiðis var ég fulltrúi Djúpavogshafnar. Þessi ferð skilaði a.m.k. einu skemmtiferðaskipi hingað á
næsta ári. Jafnframt þessu kynningarstarfi kom Hera Brá Gunnarsdóttir starfsmaður Cruise Iceland hjá Íslandsstofu í heimsókn á Hornafjörð til að skoða og kynna sér veitingahús, sýningar og afþreyingu á svæðinu.
Höldum áfram Í þessu verkefni höfum við sett okkur það markmið að árið 2016 verði hér fjórar til sex skipakomur á ári. Útgerðir skipanna eru að bóka skipin tvö til þrjú ár fram í tímann, þannig að þetta er langhlaup. Við vonumst til að góð afspurn skili auknum bókunum næstu ár og að við náum markmiðum okkar. Það byggir á mörgum þáttum, aðallega því að við tökum vel á móti skipunum, áhöfnum þeirra og farþegum. Góð afspurn er mikilvægust og við eigum svo sannarlega þjónustuaðila sem geta staðið undir þeim kröfum og væntingum. En auðvitað þurfa skipin að fljóta inn til Hornafjarðar og við erum takmörkuð við 120 metra löng skip og 6 metra djúpristu. Það hafa verið að koma til landsins á ári 6 – 12 skip af þessari stærð svo það eru sóknarfæri í stöðunni og við munum fylgja þessu eftir með frekari kynningu og markaðstarfi. Í dag er staðan sú að við höfum slitið samstarfi okkar við Djúpavogshöfn sem aukaaðili í gegnum þá og höfum sótt um fulla aðild að samtökunum Cruise Iceland fyrir Hornafjarðarhöfn. En munum að sjálfsögðu vinna með Djúpavogi um kynningu á Suðausturlandi í heild og vil ég þakka Bryndísi Reynisdóttur samstarfið og óska Djúpavogi velfarnaðar í þessum málum á komandi árum.
Bæjarstjórn og starfsfólk Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskar íbúum sveitarfélagsins gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.
Hornafjarðarmeistaramótið
verður í NÝHEIMUM fimmtudaginn 29. desember kl. 20:00 Þátttökugjald 500,- kr. Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt Útbreiðslustjóri
22
Miðvikudagur 21. desember 2011
Aðalfundur sjómannadeildar Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði miðvikudaginn 28. desember kl. 14:00 Dagskrá: 1. Skýrsla formanns um liðið starfsár 2. Kjaramál
Eystrahorn
Úrval af rúmum og dýnum Fallegar gjafavörur sem gleðja um jólin. Vandaðir íslenskir skartgripir, íslenskar hönnunarvörur og aðrar skemmtilegar gjafir í jólapakkanna Opið á Þorláksmessu til kl. 22:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 12:00
3. Kosning stjórnar 4. Önnur mál
AFL Starfsgreinafélag Sjómannadeild
Húsgagnaval Opið á Þorláksmessu kl. 9:00 - 22:00 og aðfangadag kl. 10:00 - 12:00 Starfsfólk Lyfju
Þorláksmessuveisla á Hótel Höfn Skötuveisla í efri sal Saltfiskur, skata, plokkfiskur, grjónagrautur og brauðsúpa Verð 3.500,- kr.
Full búð af góðum vörum Opið til kl. 20:00 fram að jólum Gjafabréf ekki seld í ár því stofan lokar 20. janúar 2012
Í neðri sal
Pizzuveisla á hlaðborði. • 1.690,- kr
Eitthvað fyrir alla!
Óska öllum viðskiptavinum mínum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir góð kynni. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, snyrtifræðimeistari
Sími
478-2221
Tilboðin gilda 15. - 23. desember
HEILSUKODDAR 2 SAMAN Í PAKKA GEL MEMORY FOAM
markhonnun.is | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl
Kræsingar & kostakjör… …um jólin
7.998
KR
GEL MEMORYFOAM HEILSUKODDARNIR TRYGGJA ÞÉR GÓÐA NÆTURHVÍLD. EINSTAKT GELIÐ LAGAR SIG AÐ HÖFÐI OG HÁLSI, VEITIR ÞÉTTAN STUÐNING OG HELDUR ÞÆGILEGU HITASTIGI AÐ LÍKAMANUM.
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes - Egilsstaðir