Eystrahorn 2.tbl. 2013

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. janúar 2013

2. tbl. 31. árgangur

Þjóðgarðarnir eru atvinnuskapandi Í lok október sl. hélt hópur sjö Íslendinga á austurströnd Bandaríkjanna. Erindið var að kynna sér skipulag og starfsemi í bandarískum þjóðgörðum og að sækja ráðstefnu um náttúru- og menningarmiðlun. Ferðin var kostuð af Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) og skipulögð af The American-Scandinavian Foundation, en sá samfélagssjóður hefur að markmiði að efla samskipti Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Af sjömenningunum voru þrír starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á austursvæði, Helga Árnadóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á norðursvæði og Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði. Einnig var með í för Rannveig Einarsdóttir, formaður Ferðafélags A-Skaftafellssýslu og sumarlandvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir í ferðinni voru Einar Ásgeir Sæmundssen frá Þingvallaþjóðgarði, Helga Garðarsdóttir frá Ferðafélagi Íslands og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir frá Náttúrustofu Norðausturlands. Fyrstu tvær vikurnar dvaldi hópurinn í Harpers Ferry í Vestur-Virginíu. Harpers Ferry er sögufrægur bær, að hluta til friðlýstur og í umsjá Þjóðgarðsstofnunar Bandaríkjanna. Þjóðgarðsstofnunin rekur kennslumiðstöð í bænum og þar sat hópurinn ítarlega fyrirlestra um ýmsar hliðar á rekstri þjóðgarða. Helstu umfjöllunarefni voru skipulag verndaðra svæða í Bandaríkjunum, innra starf Þjóðgarðsstofnunarinnar, samstarf þjóðgarða og frjálsra félagasamtaka, rekstur þjóðgarðsverslana og fjáröflun fyrir þjóðgarða. Samhliða þessu fór hópurinn í heimsókn í nálæga þjóðgarða og verndarsvæði: Shenandoah National Park í Virginíu, Gettysburg Military Park í Pennsylvaníu, Catoctin Mountain Park í Maryland og Harpers Ferry National Historical Park í VesturVirginíu. Í öllum görðunum mættum við velvild starfsmanna sem voru boðnir og búnir að fræða okkur um starf sitt og svara spurningum um ýmis álitamál. Fyrir okkur Íslendingana var ómetanlegt að fá aðgang að þeim reynslubanka sem starfsmenn þjóðgarðanna eru. Þeir njóta þess að bandarískir þjóðgarðar byggja á langri hefð, en Yellowstone í Wyoming er fyrsti þjóðgarðurinn, stofnaður 1872, og Þjóðgarðsstofnunin var sett á laggirnar 1916. Þjóðgarðarnir hafa notið hylli almennings í landi þar sem eignarrétturinn er mjög sterkur, en hætt er við að tækifæri til útivistar væru færri ef þeirra nyti ekki við. Samtals er nærri þriðjungur lands í Bandaríkjunum í almannaeigu. Tímabilinu í Harpers Ferry lauk með dagsferð til höfuðstöðva Þjóðgarðsstofnunarinnar í Washington D.C. Þar var okkur kynnt

Hópurinn ásamt landvörðum í Shenandoah þjóðgarði, en þar var gengið að gistiskýli við Appalachian-gönguleiðina um leið og öryggismál voru rædd. Mynd: George Ivy.

umgjörð atvinnustarfsemi innan þjóðgarðanna, en tengsl atvinnulífs og útivistarsvæða hafa lengi verið sterk í Bandaríkjunum. Þjóðgarðar og vernduð svæði hafa gegnt því hlutverki að vera atvinnuskapandi vettvangur, t.d. í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar, en þá var fjöldi svæða færður undir Þjóðgarðsstofnunina, meðal annars til að skapa atvinnu við uppbyggingu á tímum atvinnuleysis. Er áratugurinn stundum nefndur „gullöld varðveislunnar.“ Frá Harpers Ferry lá leiðin til Hampton í Virginíu en þar dvaldi hópurinn þriðju og síðustu vikuna. Var Rannveig þar undanskilin en hún hélt heim til annarra erinda. Í Hampton var árleg ráðstefna samtakanna National Association for Interpretation, en þau samanstanda af áhugafólki um fræðslu og miðlun. Fjöldi fyrirlestra var í boði fyrir þátttakendur og var oft vandi að velja á milli. Koma Íslendinganna vakti nokkra athygli, ekki síst eftir að hópurinn söng „Á Sprengisandi“ á kvöldvöku. Vegna fjölda áskorana endurtók hópurinn leikinn tveimur kvöldum síðar, og var þá fleiri lögum bætt í dagskrána. Vakti það aftur mikla lukku. Það var mjög ánægjulegt að geta þakkað fyrir ánægjulega og lærdómsríka ferð með þessum hætti.

Svalbarði - Við enda ísbreiðunnar Síðastliðinn föstudag var opnuð ný sýning í fremra rými Listasafns Hornafjarðar og ber hún heitið Svalbard At the Ice Edge. Á sýningunni gefur að líta myndir af dýralífi á Svalbarða, þá sérstaklega ísbirni. Um 2000 ísbirnir hafast við á Svalbarða árið um kring og þar gefst einna besta tækifærið til þess að sjá þessi stórfenglegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Á Svalbarða er mjög fjölbreytt dýralíf og má þar nefna hreindýr, ref, rostung og sel, fyrir utan gríðarstóra hópa fjölbreyttra fuglategunda á borð við svartfugl, máf og óðinshana. Myndirnar voru teknar í tveimur ferðum á Svalbarða, árið 2008 og 2012 og ljósmyndararnir að baki myndunum eru þau

Michael og Felicity Bullock, en þau eru mjög dugleg að ferðast og ljósmynda, þá aðallega dýralíf. Eftir fyrstu ferð sína hingað árið 2006 féllu þau Bullock hjón fyrir Íslandi og ákváðu í kjölfarið að byggja sér hús hér á Hvalnesi. Þau koma mjög reglulega til Íslands og ferðast mikið um til að mynda náttúru og dýralíf. Þau halda úti heimasíðunni www.icephotos.com þar sem gefur að líta fjölbreyttar myndir frá Íslandi af dýralífi og náttúru. Þetta er önnur sýning þeirra hjóna hjá Menningarmiðstöð, en árið 2010 var sett upp sýning á myndum þeirra af dýralífi í Kenýa. Sýningin mun standa til 12. mars og er sölusýning. Verðið á mynd er 4500 krónur og aðgangur er ókeypis.


2

Fimmtudagur 17. janúar 2013

Eystrahorn

Meistaratitillinn áfram í fjölskyldunni

Andlát

Ingibergur Sigurðsson Ingibergur Sigurðsson frá Hvammi í Lóni fæddur 29. mars 1923 lést á Hjúkrunarheimili HSSA 13. janúar 2013. Foreldrar hans voru Guðrún Halldórsdóttir , f. 7.4 1892, d. 3.5 1988 og Sigurður Snjólfsson f. 17.1. 1893, d. 19.3. 1949, frá Hvammi í Lóni. Gunnar Ingi Valgeirsson, Guðný Steindórsdóttir og Gísli Jóhannsson.

Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram milli hátíða að venju. Góð þátttaka var og keppnin spennandi. Það vildi svo skemmtilega til að sigurvegari varð Gunnar Ingi Valgeirsson en Valdís móðir hans var meistari síðasta árs og afhenti honum verðlaunin. Í öðru sæti var margreyndur spilamaður og heimsmeistari í Hornafjarðarmanna, Gísli Jóhannsson frá Brunnum. Ekki kom á óvart þó eitt af Hvammssystkinunum kæmist á verðlaunapall en Guðný Steindórsdóttir varð þriðja. Næsta Mannamót er Íslandsmótið sem fram er í Reykjavík föstudaginn 8. febrúar og verður auglýst nánar síðar.

Seljavallakjötvörur

Systkini hans eru Steinunn Margrét f. 16.5. 1925 og Ragnar f. 18.6. 1930, d. 1.7. 2010. Ingibergur vann sem vinnumaður á hinum ýmsu bæjum í Lóni á yngri árum en fluttist til bróður síns og fjölskyldu hans að Firði árið 1968. Hann bjó hjá þeim sem vinnumaður allt til ársins 1999 er hann flutti til Hafnar þar sem hann leigði á nokkrum stöðum uns hann fór á Hjúkrunarheimili HSSA árið 2008 sökum heilsubrests. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 19. janúar kl 13:00. Jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði eftir útför. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimili HSSA.

Leikskólafótbolti í Bárunni

Opið laugardaginn 19. janúar frá kl. 11:00 - 15:00

Hakk, hamborgarar, steikur Sjá nánar á www.seljavellir.is Verið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Verður á sunnudagsmorgnum kl. 11:00 10 vikan námskeið hefst 20. janúar Þjálfari Miralem Haseta (Miza) Skráning á staðnum Verð 4.000 kr. Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra

útsölulok!

Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar

Aukinn afsláttur af barnafatnaði

verður haldinn í Golfskálanum þriðjudaginn 22. janúar kl. 20:00

Útsölunni lýkur föstudaginn 18. janúar

Verslun Dóru

Venjuleg aðalfundarstörf

Opið kl. 10:00 -12:00 og 13:00 - 18:00 virka daga

Eystrahorn Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Stjórnin

Þorrablót eldri Hornfirðinga verður á Hótel Höfn á bóndadag, 25. janúar Húsið opnar kl. 19:00 Borðhald hefst kl. 19:30 Hilmar og fuglarnir leika fyrir dansi Miðaverð kr. 5.400,Miðapantanir á Hótel Höfn í síma 478-1240


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. janúar 2013

3

Heimsókn frá Lettlandi

Foreldrar, tökum okkur tak

Næstu vikur eiga Hornfirðingar og sér í lagi Hafnarbúar eftir að verða varir við Lettneska listhópinn The Swufu's. Hópurinn dvelur við æfingar í tvær vikur og er koma þeirra hluti verkefnis Keðju sem sveitarfélagið tekur þátt í. Á Íslandi eru það Egilsstaðir og Hornafjörður sem eru þátttakendur í verkefninu. Nemendur Listaháskóla Íslands heimsóttu Höfn 2012 og voru hér í viku. Reynslan af þeirri heimsókn var góð. Wilderness verkefnið gefur Hornafirði áhugaverða möguleika á að verða þátttakandi á alheimssviði lista og færa menningarstarfið á svæðinu inná nýjar og ókannaðar lendur. Keðja byggir á þeirri sannfæringu að hið víðfema svæði Norðurlanda og Eystrasaltsríkja bjóði upp á einstakar upplifanir og óþrjótandi uppsprettu hugmynda fyrir listafólk. Hugmyndin er að færa jaðarsvæði inn í kastljós sviðslistanna, leggja sitt af mörkum til eflingar byggðaþróunar og gera fámennum byggðarlögum kleift að verða þátttakendur í heimi sviðslista. Verkefnið gerir listafólki kleift að vinna nærri óbyggðum (wilderness), auðga sitt listræna ferli, vinna að skýru listrænu verkefni og um leið leggja af mörkum til þess byggðarlags sem þau dvelja í. Það er í raun krafan að baki vali listhópa, að þau vilji vera í ríku og fjölbreyttu samtali og samvinnu við íbúa. Þátttaka í verkefninu gefur okkur hér í Ríki Vatnajökuls færi á að ná til áhugaverðs hóps listamanna sem leitar eftir dvöl til lengri tíma og getur nýtt aðstöðu sem annars er ónotuð yfir lágönnina í ferðaþjónustu. Um leið og við hér á Menningarmiðstöðinni undurbúum komu hópanna viljum við í samvinnu við í Ríki Vatnajökuls markaðssetja svæðið fyrir listamenn og hópa sem vilja koma til lengri dvalar. Við viljum nýta okkur þátttöku í þessu verkefni til að koma Hornafirði á heimskort listamanna sem stað þar sem gott er að koma, vinna og sækja sér innblástur í stórfenglegri nátttúru og blómlegu mannlífi. Við komum til með að segja frá heimsókninni og þeim verkefnum sem listamennirnar taka sér fyrir hendur, í Eystrahorni og á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um verkefnið á www.kedja.net/wilderness

Stofnað hefur verið yngriflokkaráð knattspyrnudeildar Sindra og hefur það verið starfandi síðan í lok október. Hlutverk þess er að halda utan um yngri flokka starf innan Sindra auk þess að vera tengiliður milli stjórnar knatttspyrnudeildar, foreldra og þjálfara. Til ráðsins geta foreldrar leitað með ábendingar og fyrirspurnir. Ráðið er núna að vinna í stefnumótun varðandi allt er viðkemur foreldrastarfi yngri flokkanna. Eins og flestir vita gengur íþróttastarf barnanna okkar mikið út á það að við foreldrar séum þátttakendur og er aldrei of oft rætt um mikilvægi þess. Hér á Hornafirði hefur í gegnum tíðina verið mikið vandamál að fá foreldra til að vera virka í íþróttastarfi og teljum við að ástæða sé til þess að breyta því. Við vitum öll hve mikið forvarnargildi er í íþróttum og stuðningur foreldra skiptir gríðarlegu máli. Einnig er mikill ávinningur fyrir foreldra sem taka þátt í íþróttastarfi barna sinna. Okkar reynsla er sú að það sem við sjáum til annarra félaga á ferðum okkar með Sindra er að foreldrastarf er víðast mjög öflugt og kemur Sindri frekar illa út úr þeim samanburði. Það ætti að vera stolt okkar að gera betur og hafa meiri áhuga á að vera með krökkunum ekki síður þegar þau eldast. Það á ekki að þurfa að vera kvöð að vera t.d. tengill eða virkur á annan hátt í félags starfinu. Þetta eru jú börnin okkar og fátt finnst þeim skemmtilegra en að hafa pabba eða mömmu með. Að sjálfsögðu er stundum erfitt fyrir foreldra að bjóða fram starfskrafta sína en að sama skapi er ólíklegt að maður geti aldrei tekið þátt í gegnum allan íþróttaferil barnsins síns. Við vitum líka að það eru foreldrar sem eru virkir og duglegir í fótboltastarfinu hjá Sindra en betur má ef duga skal. Nú skerum við upp herör gegn þessu þátttökuleysi foreldra hér á Hornafirði og viljum fá ykkur foreldrar góðir í lið með okkur og börnunum ykkar. Starfið verður skemnmtilegra og léttara eftir því sem fleiri taka þátt fyrir utan hvað það er gaman að kynnast öllum þessum skemmtilegu foreldrum og svo vinum barna sinna. Með von um að foreldrar vakni af værum blundi og taki virkan þátt. Áfram Sindri, Yngriflokkaráð Sindra

Náttúrustofa

Menningarráð Suðurlands

auglýsir styrki til menningarmála Menningarráð Suðurlands auglýsir eftirfarandi styrki fyrir árið 2013:

a) verkefnastyrkir

b) stofn- og rekstrarstyrkir

Umsóknarfrestur rennur út 17. febrúar 2013 Úthlutunarreglur og umsóknarform eru að finna á heimasiðu Menningarráðs www.sunnanmenning.is Menningarfulltrúi verður til viðtals • í Menningarmiðstöð Hornafjarðar / Nýheimum 8. febrúar nk. kl. 16:00-18:00 • í Þórbergssetri 9. febrúar nk. kl. 11:00-12:00 Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi Suðurlands Dorothee Lubecki í síma 896-7511 eða á menning@sudurland.is

Menningarráð

Suðurlands

Hugrún Harpa Reynisdóttir, Eygló Kristjánsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson.

Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands kom saman til fyrsta fundar á Höfn þann 4. janúar. Stofnun stofunnar hefur lengi verið í undirbúningi en lokahnykkurinn var samþykkt fjárlaga 2013 þar sem gert er ráð fyrir 17 m.kr. framlagi frá ríkinu til stofnunar og reksturs hennar. Að auki leggja sveitarfélög sem að henni standa 4,5 m.kr. til rekstursins. Fyrstu tvö starfsár stofunnar mun Sveitarfélagið Hornafjörður eitt bera ábyrgð á rekstrinum en þegar nýtt þekkingarsetur rís á Kirkjubæjarklaustri mun Skaftárhreppur leggja helming á móti samhliða því að starfið verður jafnframt byggt upp þar. Fyrsta verkefni stjórnar verður að ráða forstöðumann sem mun hafa aðsetur á Höfn. Alls bárust átta umsóknir í starfið. Næstu skref verður að móta stofunni nánari stefnu en gert var við undirbúning að stofnun hennar. Í þeirri vinnu var lögð áhersla á mikla sérstöðu í náttúrufari á svæðinu til dæmis með stærsta jökul utan heimskautanna, virkt eldstöðvabelti, mikil áhrif náttúruafla á land og samfélag og áhrif loftslagsbreytinga. Stjórn stofunnar skipa Rögnvaldur Ólafsson, formaður, Eygló Kristjánsdóttir og Hugrún Harpa Reynisdóttir.


Áætlunarflug

Leiguflug

Skipulagðar ævintýraferðir

Hugsaðu hratt! Fleiri ódýr sæti til allra áfangastaða

Í janúar og febrúar fjölgum við nettilboðs- og afsláttarsætum til allra áfangastaða. Bókaðu tímalega og tryggðu þér sæti á ernir.is

bókaðu flugið á ernir.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.